Tíminn - 21.06.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.06.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. 'PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 28. árg. RITSTJÓR ASKRIPSTOPDR: EDDTJHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 3948 og 3720. APGRFJÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKREP'STOPA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Sími 2323. Reykjavík, íuiðvikudagiim 21. jiiní 1944 62. blað v Þjóðveldið endurreíst á Lögbergi Myndír frá háfíðahöldunum Sveinn Björnsson kjörinn iyrsti forseti á íslandi Forseti tslands undirritar eiðstafinn. (íjósm.: Hans Petersen). Sendíherrarnir, sem fluttu kveðjur á Lögbergi sitja í fremstu röð, talið frá Vinstrl: Dreyfus, Shephard, Esmarck, Johansson, Voillery. (Ljósm.: Óh M.). Forsetí og ritarar sameinaðs þings (Gisli Sveinsson, Bernharð Stefánsson, Sigurður Kristjánsson), ríkisstjórn og ríkisstjóri, á þingfundinum á Lög- bergi. Myndin tekín áður en forsetakjörið fór fram. (Ljósm.: Ól. Magnússon). Frá hátíðahöldtm um á Þingvöllum Önnur hátíðlegasta stund- in á Þingvöllum varð við há- tíðahöldin á Völlunum, neð- an við Fangbrekku, þegar forsætisráðherra flutti hin- um mikla mannfjölda, sem þar hafði safnast saman, kveðju og árnaðaróskir Kristjáns konungs, og f ólkið svaraði með margföldum húrrahrópum, en ráðherra óskaði konungi og allri f jöl- skyldu hans allra heilla. ' Eins og áður hefir verið sagt frá, áttu hátíðahöldin á Þing- völlum að vera í tvennu lagi, á Lögbergi, og síðar um daginn á Völlunum, þar sem sýna átti leikfimi, ljúka íslandsglímunni, láta kóra syngja o. s. frv. Var í því skyni reistur þar stór í- þrótta- og danspallur og komið fyrir fánum víða umvöllinn. Vegna þess, hve veðrið var vont fram eftir deginum, var um tíma rætt um að hætta alveg við hátíðahöldin á Völlunum. Þegar leið á daginn, stytti held- ur upp og var þurrt veður með köflum. Var því meginhluti | fyrirhugaðra hátíðahalda á Völlunum látinn fara fram. Hátíðahöldin á Völlunum hóf- ust kl. rúmlega fjögur og var þá mikill mannfjöldi kominn sam- an við íþróttapallinn, einkum í brekkunni ofán við harrn. Hóf- ust þau með því að lúðrasveit lék nokkur lög, en síðan tók Páll ísólfsson að sér að stjórna stærsta þjóðkór, sem verið hefir á íslandi. Útvarpskór hans var dreifður innan um mannfjöld- ann og leið eigi á löngu áður en flestallir höfðu „tekið undir". Voru sungin allmörg þekkt ætt- jarðarljóð. Meðan sungið var, dreif fólkið að úr öllum áttum og mátti þarna líta í einu mann- fjölda, sem skipt hefir 15—20 þús. manns. Er Páll hætti að láta syngja, flutti dr. Alexander Jóhannes- son ávarp, en síðan flutti Rich- ard Beck prófessor snjalla kveðju frá Vestur-íslendingum (Framh. á 4^ síðu) Þingfundurinn á Lögbergí Stofnun hins íslenzka lýðveldis var form- tega lýst yfir á þingfundi að Lögbergi 17. júuí síðastliðinn ©g fyrsti forseti þess kjörinn. Með þeirri sögulegu og hátíðlegu athöfn var náð langþráðu marki í stjórnarfarslegri sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Síðan Alþingi hið forna var stofnað fyrir 1014 árum síðan hafði eigi gerzt öllu gleðilegri atburður á íslandi. Hin sögulega athöfn á Þing- völlum hófst með því, að þing- menn gengu fylktu liði, með rík- isstjóra og biskup í fararbroddi, úr Valhöll tjpp í Almannagjá og eftir henni norður á Lögberg. Á Lögbergi tóku þingmenn sér sæti á palli, sem þar hafði verið komið fyrir. Höfðu þingforseti, fundarskrifarar, ríkisstjóri og ríkisstjórn sæti á öðrum enda pallsins, en erlendir sendiherrar, biskup, ýmsir embættismenn og þingmannafrúr á hinum. Sæti þingmanna voru í þremur röð- ur til hliðar á pallinum. í brekkunni og á völlunum fyrir neðan Lögberg hafði mik- ill mannfjöldi safnast saman, þegar þingmenn komu þangað, og höfðu margir beðið þar á aðra klst., þrátt fyrir veðrið. Margt manna hafði einnig komið sér fyrir á gjárbarminum kringum Lögberg og mikill mannfjöldi var einnig í sjálfri gjánni. Kl. 1,30 setti forsætisráðherra hátíðina. Þá flutti biskup ávarp og bæn og síðan voru sungnir sálmarnir „Þín miskunn, ó, Guð, er sem himinn há" og „Paðir andanna". Að þessu loknu hófst þing- fundurinn og voru tvö mál á dagskrá: Yfirlýsing um gildis- töku lýðveldisstjórnarskrárinn- ar og forsetakjörið. Þegar forseti þingsins hafði tekið fyrir fyrra dagskrármálið flutfti hann stutta ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir þeirri á- lyktun Alþingis, að lýðveldis- stjórnarskráin skyldi öðlast gildi, er forseti sameinaðs þings lýsti því yfir á þingfundi. Þegar forseti hafði þetta mælt, hringdi hann bjöllu og þingmenn risu úr sætum sínum. Forseti mælti: Samkvæmt því, sem nú hefir greint verið, lýsi ég yfir því, að stjórnarskrá lýðveldisins íslands er gengin í gildi. Porseti hringdi aftur bjöllu og lýðveldisfáninn var dreginn að hún á Lögbergi. Kirkjuklukk- um um allt land var hringt í tvær mínútur og síðan var þögn í eina mínútu. Þá var þjóðsöng- urinn sunginn. Porseti hringdi aftur bjöllu og þingmenn sett- ust í sæti sín. Porseti flutti stutt ávarp. Þá var tekið fyrir annað dag- skrármálið, forsetakjörið. Fór það þannig, að Sveinn Björns- son fékk 30 atkv., Jón Sigurðs- son skrifstofustjóri Alþingis 5 og 15 seðlar voru auðir. Tveir þing- menn, Gísli Guðmundsson og Skúli Guðmundsson, voru fjar- verandi, vegna veikinda. (Sam- kvæmt eftirgrennslunum, er rík- stjórnin hafði með höndum fyr- ir forsetakjörið, er kunnugt, að tveir flokkar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, stóðu að kosningu Sveins Björnssonar. Hins vegar var afstaða Sjálf- stæðisflokksins og Sósíaíista- flokksins alltaf mjög óljós). Jafnskjótt og þingheimi varð kunnugt, -að Sveinn Björnsson hafði náð kosningu, kvað við lófaklapp allra þeirra þúsunda, er þarna voru komnar saman. Mun flestum koma saman um, að sú þjóðareining, er þarna birtist, hafi verið önnur áhrifa- mesta stund Þingvallahátíðar- innar. Hinn nýkjörni forseti íslands vann þessu næst eið að stjórnar- skránni með undirskrift svo- hljóðandi yfirlýsingar: „Ég undirritaður, sem kosinn er forseti íslands, heiti þvi að viðlögðum drengskap mínum og heiðri að halda stjórnarskrá ríkisins." Aldursforseti þingsins, Ingvar Pálmason, gekk nú fram og (Framh. á 4. síðu) HáfíðahSldin í Reykjavík Mikil . hátíðahöld fóru fram í Reykjavík síðastl. sunnudag í tilefni af lýð- veldisstofnuninni. Megin- þáttur hennar var stærsta skrúðganga, sem hér hefir sést, en síðan safnaðist mannfjöldinn saman á Lækjartorgi og í næstu hlið- argötur og hlýddi á ræður f orseta íslands og f ormanna þingflokkanna. Mátti þar sjá meiri mannfjölda en nokkuru sinni hefir áður sést hér á landi. Skrúðgangan hófst hjá há- skólanum. Áður höfðu ýms fé- lög safnazt saman og komu þangað fylktu liði og sameinuð- ust þar í eina fylkingu. Pyrst fór fylking lögreglumanna, síð- an lúðrasveit, þá fylking barna með fjölda fána, þá ská'tar, stúdentar, iþróttamenn, templ- arar, ýms stéttarfélög, héraða- félögr m. a. Breiðfirðingafélagið. Gengið var yfir Tjarnarbrú um Príkirkjuveg, Vonarstræti, Templarasund, Kirkjustræti, Aðalstræti, Austurstræti og þá beygt inn á Lækjartorg. Porseti íslands stóð á svölum Alþingis- hússins meðan gangan fór fram og var hann óspart hylltur. Er það til marks um stærð göng- unnar, að hún var rúman hálf- tíma að ganga framhjá honum. Þegar öll gangan var komin á Lækjartorg og mikill mann- fjöldi annar hafði safnazt þar saman og í nærliggjandi götur, hófust ræðuhöld. Fyrstur talaði forseti íslands og síðan formenn þingflokkanna, þeir Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Einar Olgeirsson og Haraldur Guð- mundsson. Ættjarðarlag var leikið eftir hverja ræðu. Ræð- urnar voru fluttar frá dyrum stjórnarráðshússins og voru þar samankomnir fulltrúar erlendra ríkja, ríkisstjórn og margir al- þingismenn. Börnin í skrúð- göngunni dreifðust um stjórn- arráðstúnið meðan ræðuhöldin (Framh. á 4. síðu) Þingmenn á Lögbergí hlýða á yfirlýsingu þingforseta um gildistöku lýðveldisstjórnarskrárinnar. Fremstír sjást myndinni: Pétur Ottesen, Ólaf- ur Thors, Hermann Jónasson, Ingólfur Jónsson, Helgi Jónasson, Guðmundur L Guðmundsson. — Ljósm.: Vignir. Mannfjöldínn i Fangbrekku og á Völlunum, þegar hátíðahöldin fóru þar fram. (Ljósm.: Ólafur Magnússon).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.