Tíminn - 21.06.1944, Page 4

Tíminn - 21.06.1944, Page 4
248 TfMlNTV. nitðvikudaginn 21. júní 1944 62. blaö Frá hátídahöldun um á Þingvöllum Myndír irá hátíðahöldunum Lífíð á Þlngvöllum. Skrúðgangan í Reykjavík jer jram hjá Alþingishúsinu. — (Ljósm.: Vignir). Fólksfjöldinn á Lœkjartorgi í Reykjavík, þegar forseti og formenn þing- flokkanna fluttu rœður frá stjórnarráðshúsinu. — (Ljósm.: Vignir). Eigi verður sagt um það til hlítar, hve margt manna sótti Þingvallahátíðina, en almenn- astar ágizkanir eru frá 20—30 þús. manns. Mest var vitanlega þátttakan úr Reykjavík og nær- sýslum Þingvalla. Allmargt Norðlendinga sótti og hátíðina. Strax á fimmtudagskvöld byrjuðu menn að koma til Þing- valla og á föstudagskvöld var kominn þangað fjöldi manns, enda var þá reynt að flytja sem flest fólk austur. Á laugardags- morgun munu hafa verið talin þar um 2500 tjöld. Þá um nótt- ina var versta veður, rigning og hvassviðri. Yfirleitt mun fólki þó hafa liðið sæmilega í tjöldun- um, nema þeim, sem urðu fyrir því óhappi, að vatn kom upp í tjaldstæðunum. Nábúarnir bættu úr slíkum óhöppum eftir beztu getu, því að greiðasemi og góðvild skorti ekki og allir, voru glaðir og ánægðir, þrátt fyrir nokkurt mótlæti. Veðráttan gat ekki komið mönnum úr hátíða- skapi. Á laugardagsmorguninn hélt á- fram að rigna, en fólk lét það ekki á sig fá og byrjaði að streyma til Lögbergs löngu áð- ur en þingfundurinn hófst. Var þá kominn þangað múgur og margmenni og biðu flestir þang- að til athöfninni þar var lokið, þótt áfram héldi að rigna. Síðdegis stytti upp og tókst þvi betur með hátíðahöldin á Völlunum en á horfðist. Um kvöldið fóru flestir heimleiðis, en margir biðu þó til sunnudags, þvi að bifreiðarnar gátu eigi lokið flutningum fyrr. Yfirleitt fór allt fram með fyllstu röð og reglu og sérstak- ur hátiðablær hvíldi yfir öllu. Óreglu varð naumast vart. Um- ferðarstjórn lögreglunnar varð með miklum ágætum. Umferðin varð þó stórum örðugri vegna þess, að gamli Þingvallavegur- inn varð fljótlega ófær. Hátí ðahöld úti á landi Víða út um land voru hátíða- höld 17. og 18. júní í tilefni af lýðveldisstofnuninni og verður þeirra nánar getið í næsta blaði. Ilátlðaliöldin I Rcykjavik. (Framh. af 1. síðu) fóru fram og settu hinir marg- litu búningar þeirra og fánar skemmtilegan svip á umhverfið. Þegar ræðuhöldunum lauk, hófst söngur karlakóra í Hljóm- skálagarðinum og um kvöldið voru þar hljómleikar. Reykjavík breytti mjög um svip hátíðardagana. Flestir búð- argluggar voru mjög fagurlega skreyttir með myndum af Jóni Sigurðssyni og islenzkum fánum. • Fánaröð hafði verið komið með- fram Austurvelli, Austurstræti og nokkrum fleiri aðalgötum miðbæjarins. Alþingishúsið og Landssímahúsið voru fagurlega skreytt. Fjölmargir húseigend- ur höfðu komið sér upp fánum og reynt að prýða hús sín eftir föngum. Fyrsti þáttur hátíðahaldanna í Reykjavík varð að morgni þess 17. júní, er forseti sameinaðs þings lagði blómsveig á fótstall- inn,á minnisvarða Jóns Sigurðs- sonar. Fjöldi manna var við- staddur þá athöfn. (Framh. af 1. siðu) og lúðra sveit lék „Þótt þú lang- förull legðir“. Var ræðu Becks mjög vel tekið. Þegar leik lúðra- sveitarinnar var lokið ávarpaði forsætisráðherra mannfjöldann og sagði, að nýkomið væri skeyti frá Kristjáni konungi, þar sem hann lék í ljósi beztu árnaðar- óskir til íslenzku þjóðarinnar og vonir um að tengsl hennar við Norðurlönd mættu haldast á- fram að styrkjast. Svaraði mannfjöldinn með ferföldu húrrahrópi, er forsætisráðherr- ann bað honum og fjölskyldu hans allra heilla, en síðan lék lúðrasveit danska konungssöng- inn. Þá flutti utanríkisráðherra heillaóskir frá belgisku ríkis- stjórninni og færeyska lögþing- inu. Þar næst fór fram fánahyll- ing og mannfjöldinn söng undir stjórn Páls ísólfssonar „Rís þú unga íslands merki“. Þá fór fram söngur Þjóðhátíðarkórs Sambands ísl. karlakóra, sem í voru um 200 manns, og stjórn uðu stjórnendur helztu kóranna söngnum á víxl. Pétur Jónsson söng einsöng með kórnum, er hann söng „Heyrið vella á heið ur hveri“ og vakti söngur hans mikla hrifningu. Að loknum söng kórsins flutti Benedikt Sveins son erindi um sjálfstæðisbar- áttuna og seinast fór fram hóp sýning íþróttamanna. Meira gat eigi orðið af fyrirhuguðum há- tíðahöldum, vegna veðurs. Voru menn eigi að síður hið bezta ánægðir, þegar þessum þætti há tíðahaldanná lauk og rómúðu, hve vel þau höfðu tekizt. Um kvöldið var dansað á pall inum á Völlunum. Valhöll hafði um daginn verið lokuð almenn ingi, því að erlendir sendiherrar, þingmenn og gestir Alþingis héldu þar til og neyttu þar há degisverðar og kveldverðar. Frá mannfjöldanum í Fangbrekku. Jafnjramt sér yfir tjaldborgina. - (Vignir), Hópsýning íþróttamanna á Þingvöllum. — (Ljósm.: Vignir). TJARNARBÍÓ DIXIE Amerísk músikmynd í eðlilegum litum. BING CROSBY, DOROTHY LAMOUR, BILLY DE WOLFE, MARJORIE REYNOLDS. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þmgffundnrinn á Logbergi (Framh. af 1. síðu) mælti: Lengi lifi forseti íslands! Tók allur mannfjöldinn undir með ferföldu húrrahrópi. Forseti íslands flutti nú ávarp það, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Þegar hann hafði lokið máli sínu var þingfundi slitið. Að þingfundi loknum hófust ávörp þeirra erlendra sendi- herra, er skipaðir höfðu verið sérstakir fulltrúar við lýðveldis- hátíðina. Töluðu þeir í þessari röð: Louis G. Dreyfus, sendi- herra Bandaríkjanna, Gerard Shephard, sendiherra Bretlands, Aug. Esmarck, sendiherra Norð- manna, O. Johansson, ..sendi- herra Svía, og H. Voillery, full- trúi frönsku stjórnarnefndar- innar. Þjóðsöngur hverrar þjóð- ar var leikinn eftir ræðum sendiherranna og forseti íslands svaraði hverri ræðu fyrir sig á því máli, sem hún var flutt. Full- trúar Norðmanna og Svía mæltu báðir á íslenzka tungu. Mann- fjöldinn hyllti ákaft alla sendi- herrana, en þó sérstaklega sendiherra Norðmanna og Svía. Þegar ræðum sendiherranna var lokið, tilkynnti utanríkis- málaráðherra að borizt hefðu heilla óskaskeyti frá Vilhelmínu Hollandsdrottningu og pólsku stjórninni. Hinni hátíðlegu athöfn á Lög- bergi var nú lokið og mannfjöld- inn tíndist þaðan smátt og smátt. Þegar stjóruarskráin var staðfest. Daginn áður, 16. jan., varð annar sögulegur fundur í sam- einuðu Alþingi. Þá voru bornar upp og samþykktar tvær þings- ályktunartillögur, önnur um að sambandslagasamningurinn skyldi úr gildi fallinn, en hin um, að lýðveldisstjórnarskráin skyldi öðlast gildi, er forseti sameinaðs þings lýsti því yfir á þingfundi. Báðar tillögurnar voru samþykktir einróma að við- höfðu nafnakalli. Forsætisráðherra gerði sér- staka grein fyrir báðum tillög- unum og vísaði einkum til úr- slita þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar. Var fyrst borin upp tillagan um sambandsslitin og hún sam- þykkt með 51 samhljóða atkvæði að viðhöfðu nafnakalli, en einn þingmaður, Gísli Guðmundsson, var fjarverandi vegna veikinda. Hin tillagan var síðan borin upp og féll atkvæðagreiðslan um hana á sömu leiö. Þingfundi var síðan slitið. Var fundur þessi sérstaklega hátíð- legur og virðulegur. Það setti á hann aukinn hátíðarblæ, að tveir smiðir, Einar Bjarnason og Sigurður Sveinbjörnsson, höfðu gefið íslenzkan tjúgufána á stöng á borð allra þingmanna. Fyrsti ríkisráðsfundur lýð- veldisins var haldinn að Þing- völlum 17. júní kl. 6 síðdegis. Voru þar staðfest lög um þjóð- fána íslands, lög um forsetalaun o. fl. Þá voru gefin út ný emb- ættisbréf fyrir sendiherra ís- lands erlendis. Hátíðahold erlendís Víða erlendis héldu landar samkomur 17. júní í tilefni af lýðveldisstofnuninni, og sendi- herrar íslands erlendis og aðal- ræðismalðurinn í New York höfðu allir boð inni. Heillaóskir bárust forseta íslands frá ís- lendingum og íslandsvinum víða um heim. fr..».—.GAMLA BÍÓ«o—o— Kaldrífjaður ævíntýramaður (Honky Tonk) Metro Goldwyn Mayer- stórmynd. CLARK GABLE LANA TURNER. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ■NÝJA > Ættjörðin umfram allt. („This above All“) Stórmynd með TYRONE POWER Og JOAN FONTAINE. Sýnd kl. 6,30 og 9. SYNGIÐ NÝJAN SÖNG (Sing another Chorus) Dans- og söngvamynd með Jane Frazeer, Mischa Auer. Sýnd kl. 5. LeUcféluff Retikiavíkur. „Paul Lange og Tora Parsberg44 eftir BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON. Leikstjóri: frú GERD GRIEG. Sýning í kvöld kl. 8. Allra síðasta sinn! Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Maðurinn minn Vilhjálmur Ásmundsson frá Vogsósum andaðist laugardaginn 17. þ. m. Jarðarförin fer fram frá heimili okkar, Seljaveg 5, föstudaginn 23. þ. m. kl. 1,30 e. h. HÓLMFRÍÐUR SNORRADÓTTIR. Tilkynning Viðskiptaráðið hefir ákveðið að frá og með 24. júní 1944 megi verð á líkkistum, öðrum en zink- og eikar- kistum, hæst vera kr. 900,00. Ódýrari gerðir, sem framleiddar hafa verið, mega ekki hækka í verði nema með samþykki verðlagsstjóra. Verð á zink- og eikarkistum er og háð samþykki hans. Reykjavík, 16. júní 1944. Verðlagsstjórinn. ' I Frelsi og menníng Sýning úr frelsis- og' menningarbaráttn fslendinga verðnr opin daglega kl. 1—10 e. h. í Menntaskólanum. Aðgöngumiðar á kr. 5,00, ern seldir við innganginn. * Þjóðhátídarnefndín. / i. ffr P A L Rœstiduft rvottð O P A L rœstiduft er fyrlr i..kkru kurnið & n.arkaðlnn og h»flr þegar uiotið hlð mesta lofsorð, þvl vel er til þess vandað á alian hátt. Opal ræstiduft hefir la þá kosti, er ræstlduít þarf að haía, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegjndir búsáhalda og eld- húsáhalda. T I M IIV IV er víðle$nasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.