Tíminn - 27.06.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.06.1944, Blaðsíða 3
64. blað TIMIMV. þriðjudagimt 27. júní 1944 255 Hátíðarljóð 17. júní 1944 Frelsi þínu fósturjörð „ fagnar sál vor, tunga og hjarta, blessi guö þín börn og vörð, borgir, sveitir, nes og fjör'ö. Öll vor störf af alhug gjörö fslands tryggi framtíð bjarta. Frelsi þínu fósturjörð fagnar sál vor, tunga og hjarta. Syngi börn þín sólaróö sögumóðir, fóstran kœra, hjartans meðan heitt er blóð hetjum þeim, er ruddu slóð, hverjum vin, er helveg tróð, heim þér bjargir lífs að fœra. Syngi börn þín sólaróð söngvamóðir, fóstran kœra. Sólin meðan signir láð sit þú heil í norðurhafi. Sona þinna dygg sé dáð, drottins vegum einum háð, frœgð þér veiti, farsœl ráð, friðarvinum birtugjafi. Sólin meðan signir láð sit þú heil í norðurhafi. MAGNÚS GÍSLASON. Til Íslendínga íslands dœtur, fslands synir! íslands tryggu, góðu vinir! Ef þér munið íslenzkt vor, yðar hjörtum er þá borgið, aldrei þau á sölutorgið lenda, hvar sem liggja spor-r íslands lýður! Allur hróður er þáð þinn, að fyrir móður drottinn gaf þér úthafsey. Sterka, göfga, hjart.aheita, hvarmabjarta, mikilleita, tiginfagra fjallamey. íslendingar! Konur, kallar, kotungar og búar hallar! Vinnið saman: Allir eitt! Þá mun heiða og helsið rofna, hindrun sérhver þúsundklofna, — hjartans málið hefta ei neitt. ísl'ands dcetur! íslands synir! fslands sterku, grœnu hlynir! Berið merkið hreint og hátt! Munið „sómann, sverð og skjöldinn", soninn glœsta, er frelsisöldin roðnar ný í austurátt. JÓNAS A. HELGASON. Bandalag ísl. stúdenta % Dagana 18. og 19. júní var annaö landsmót stúdenta haldið hér í Reykjavík. Höfuðmál mótsins var að stofna bandalag íslenzkra stúd- enta, og fór stofnun bandalags- ins fram síðari dag fundarins. í stjórn Bandalags íslenzkra stúdenta voru kosnir: Ágúst H. Bjarnason, prófessor, Sigurður Ólason, lögfræðingur, Klemens Tryggvason, hagfræðingur, Eg- ill Sigurgeirsson, lögfræðingur og Rannveig Kristjánsdóttir, húsmæðraskólakennari. Ýms önnur mál voru til um- ræðu. Alþjóðleg ráðstefna um gjaldeyrismálín Ráðstefna um gjaldeyris- og fjármál verður haldin í Banda- ríkjunum í næsta mánuði. Bandaríkjastjórn hefir boðiö ís- landi að taka þátt í ráðstefn- unni. Hefir ríkisstjórnin tekið boðinu og ákveðið að senda þriggja manna nefnd,sem þann- ig er skipuð: Magnús Sigurðs- son, bankastjóri Landsbanka ís- lands, formaður nefndarinnar, Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri Útvegsbanka íslands, Svan- björn Frímannsson, formaður Viðskiptaráðs. Fjárskiptin í Þingeyjarsýslu (Framh. aj 2. síöu) * vald til þess, héraðsbúar óska einkis frekar. Og þess er vænst að ríkisstjórnin og önnur áhrifa- völd í þessu máli leggi ekki þann stein í götu þess, sem hæglega getur orðið málinu að falli. Fjár- skipti í Þingeyjarsýslu eru þýð- ingarmikið mál. Það er ekki mál okkar Þingeyinga einna, það er mál allrar þjóðarinnar. Og þvi hæfir ekki nein handahófs- lausn. 15. mal 1944. Mnnmgarorð Stemunn Jónsdóttír Irá Nýhöln í dag, 19. maí, er til moldar borin á Raufarhöfn Steinunn- Jónsdóttir. Hún var fædd að Arnarbæli á Fellsströnd við Hvammsfjörð 23. des. 1866. For- eldrar hennar voru hjónin Guð- björg Jónsdóttir og Jón Oddsson. Móðir Jóns Oddssonar var Þuríð Ormsdóttir Sigurðssonar frá Langey. Ormur var tvíkvæntur og átti fjölda barna og er frá honum komin ætt mikil, hin svo- nefnda Ormsætt. Sú ætt er víða kunn og þó einkum fjölmenn við Breiðafjörð, í Reykjavík og víð- ar vestan og sunnanlands. Tal- ið er, að afkomendur Orms munu nú vera nokkuð á 3. þús., enda þótt ekki séu næsta marg- ir ættliðir frá honum'. Steinunn ólst upp í Arnarbæli hjá foreldrum sínum, þangað til faðir hennar dó, eftir tólf ára búskap þar. Framvegis var hún þar hjá móður sinni, þar til hún var seytján ára. Þá flutt- ist hún norður að Skinnastað í Öxarfirði til bróður síns, séra Þorleifs Jónssonar, hins þekkta, sérkennilega gáfumanns, er þar var prestur um langt skeið, unz hann lézt árið 1911. Nítján ára að aldri giftist Steinunn Benedikt Vigfússyni frá Núpi í sömu sveit. Byrjuðu þau þegar búskap í Akurseli í Öxarfirði og bjuggu þar meira en 20 ár við erfið lífskjör og ó- megð mikla. Eignuðust þau þar tíu börn, misstu þrjú þeirra í æsku, en hin sjö, ein dóttir og sex synir, eru nú búsett I Norð- ur-Þingeyjarsýslu, nema sonur þeirra einn. Frá Akurseli fluttust þau hjónin að Þverá í Öxarfirði, en þaðan. að Sigurðarstöðum á Sléttu. Voru þau samanlagt 3—4 ár á þeim bæjum og gefur þetta m. a. nokkru hugmynd um það, hversu auðveld lífskjör þessara hjóna hafa verið með sín mörgu börn. Eftir það fluttust þau til Raufarhafnar og bjuggu þar sín síðustu búskaparár, þar til þau vorið 1919 fluttust að Leirhöfn til dóttur sinnar, Sesselju, og manns hennar, Kristins Krist- jánssonar, og síðar með þehn í Nýhöfn. Þar missti Steinunn mann sin árið 1932. Dvaldist hún eftir það mest hjá dóttur sinni eða hjá sonum sínum eftir vild og naut ríkulega launa fyrir sitt óeigingjarna móðurstarf. Síðustu ár kenndi hún van- heilsu og fór til uppskurðar til Reykjavíkur fyrir ári síðan. Þótti illa horfa með það, en svo vel rættist úr, að hún fékk góð- an bata að loknum uppskurði. Varð hún þá hress sem áður, og svo ungleg til líkama og sálar, að óvenjulegt var, miðað við aldur. Hefði því mátt vænta þess, að enn fengju ættingjar hennar og vinir að njóta nær- veru hennar um skeið. En svo varð ekki. Hún andaðist skyndi- lega af heilablóðfalli 2. maí s. 1. á heimili sonar síns, Svavars Benediktssonar múrarameistara, þar sem hún hafði verið til heimilis þann tíma, er hún var í Reykjavík. Kveðjuathöfn yfir líki hennar fór fram I Dómkirkj- unni þ. 12. maí, en líkið var því- næst flutt til Raufarhafnar til greftrunar þar. Þannig er, í fáum aðaldrátt- um, ævisaga Steinunnar Jóns- dóttur, þeirrar breiðfirzku konu, er ól mestan hluta aldurs síns norður við úrsvalt íshaf, í harðri baráttu tilverunnar þar, sögð á fábreytinn hátt. Mörgum mun e. t. v. finnast, að saga hennar sé næsta lík sögum ýmissa ann- Knúts saga Rasmussens FRAMHALD Árið eftir, 1909, var Knútur aftur kominn til Grænlands. Nýir tímar voru að hefja innreið sína í landið, og nú ferðaðist Knút- ur á vélbát meðfram vesturströndinni í fylgd með Óskari Wesche verzlunarstjóra. Knútur átti að flytja fyrirlestra um ýmsar laga- bætur og nýjungar, sem fyrirhugaðar voru, en Wesche leit eftir framkvæmd verzlunarfyrirmælanna. Þessi ferð og það, sem fyrir augun bar í henni, kom Knúti að góðu haldi síðar, er hann stofnsetti sjálfur verzlunarstöð í Týli. í þessari ferð varð hann þó fyrir slysi. Bar það þannig til, að hann renndi bátnum á fullri ferð í ógáti upp á sker. Varð hann á milli stjórnvalarins og bátssíðunnar og laskaðist við það I baki. Hann var rænulaus í fjóra daga, og þótt honum væri 1 té látin öil sú læknishjálp, sem unnt var, náði hann sér aldrei til fulls. Hann gat til dæmis aldrei seilzt upp fyrir sig eftir þungum hlutum. Kæmi fyrir, að hann gætti sín ekki, hneig hann niður, þar sem hann stóð. Um það leyti, sem Knútur var að jafna sig eftir þetta áfall, kom Cook úr norðurför sinni. En hann gat ekki orðið honum samskipa til Danmerkur, en sendi hins vegar heim nokkur bréf, þar sem meðal annars kom í ljós, að hann lágði að óreyndu trún- að á frásögn Cooks um það afrek, sem hann þóttist hafa unnið, og bar, þrátt fyrir allt, á hann talsvert hrós, sem síðar sannað- ist, að var meira en hann átti skilíð. En seinna var Knútur skipaður í háskólanefndina, er fletti of- an af svikum Cooks. Var því síður en svo, að hann hefði hneysu af þessu máli, þótt hann tryði staðhæfingum svikarans fyrst í stað. Samband ísl. sunivinnuiclaqa. SAMVINNUMENN! Þ^gar eldsvoða ber að höndum, brfenna ná- lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Frelsí og menníng aiöa O O Sýning íir frelsis- «g meimmgarbaráttu ísleudinga verður opin daglega kl. 1—10 e. h. i Menntaskólanum. Aðgöngumiðar á kr. 5,00, eru seldir við innganginn. Knúti var vel fagnað í Kaupmannahöfn, er hann kom heim úr þessari Grænlandsför. Hann ritaði nú nýja bók, og margir urðu til þess að fala hann í þjónustu sína. Kvikmyndakóngur einn bauð honum fé til heimsskautsleiðangurs. En Knútur af- þakkaði boðið. Það var fólkið, Eskimóarnir, sem hugur hans stóð til. Þar var hans starfsvettvangur. Því þáði hann ekki þetta rausnarboð. Vorið 1910 bjuggu þeir Knútur og Pétur Freuchen för sína til Grænlands, og var henni að þessu sinni heitið alla leið norður til Jórvíkur. Og þar með hófst nýr kafli í sögu Knúts og raunar einn- ig í sögu danskrar landkönnunar og rannsókna á lífi og háttum Eskimóa. Skammt frá Aþólhöfða við Norðstjörnuflóa reistu þeir verzlunarstöðina Týli, er síðar varð fjárhagslegur grundvöllur margra og merkilegra leiðangra. Þeim var vel tekið af landsmönnum norður þar. Vinur Knúts, sem Samik hét, sló upp veizlu. En veizlukosturinn var tveggja ára gamalt kæst kjöt. Pétur lokaði augunum til þess að reyna að kæfa niður viðbjóðinn og kvaldi sjálfan sig til þess að bragða á því, sem fram var reitt. í húsinu, sem þeir reistu, voru tvö herbergi og loft undir risi. Ráðskonu höfðu þeir, sem Víví hét, dóttir hins fræga Hans Hin- riks, sem verið hafði fylgdarmaður átta amerískra norðurfara. Móðir hennar var af Jórvíkurættum. Oft var gestkvæmt í nýja húsinu, eins og vænta mátti. Knút- ur var vinmargur, og Eskimóar gjarnir til heimsókna. Auk þess settust allir að hjá þeim, sem einhverju höfðu að miðla, þegar vistir þeirra sjálfra þrutu. Dag nokkurn kom til dæmis einn vinur Knúts, sem hét Ag- parlerssuarsuk, akandi með allt sitt fólk og mælti: „Ég er setztúr að, því að kjötbirgðir mínar eru þrotnar. Þið eruð sjálfsagt ekki vel birgir, en þið hafið þó meira en ég, svo að nú er að því komið, að maður tekur sér bólfestu í húsi ykkar.“ Hann var gestur þeirra vetrarlangt með allt sitt hyski. * Þeir'áttu hvalabát, sem þeir notuðu til rostungaveiða. Eng- in vél var þó í honum. Dag nokkurn, er þeir voru að flytja veiðiföngin upp úr bátnum, lók snögglega að kula og bátinn rak frá landi. Segl voru uppi, og enginn maður í bátnum, nema einn tíu ára gamall strákur. Hann hljóp til, þreif um stýrissveifina og snéri bátnum. Þá fyllti vindurinn seglin, og báturinn rann á grunn. Strákurinn var rígmontinn af afrekinu og sagði við Knút: „Svo vildi til, að maður hefir veitt því athygli, hvernig þú stjórnar bátnum.“ Knútur varð svo hrifinn af röskleik stráksins, að hann keypti hann af föður hans og kallaði hann upp frá þessu aldrei annað en „Bátsmanninn.“ „Bátsmaðurinn" ólst síðan upp hjá þeim Knúti og Pétri, og varð síðar sjálfsagður fylgdarmaður Knúts í öllum langferðum. / ^ Þarna við fióann var mannaumingi, sem hét Totterat. Hann hafði eitt sinn verið frægasti veiðimaður ættstofnsins, en nú var hann gersamlega ósjálfbjarga. Öll liðamót voru stirðnuð, og það var hakan ein, sem hann gat hreyft, og það með mestu erfið- ismunum. Öldruð móðir hans hjúkraði honum og ól önn fyrir honum og dró hann með sér á sleða, hvert sem hún fór. Þrátt fyrir sjúkleika sinn var hann þó ávallt gláður og reifur, og hann var bezti sögumaðurinn á þessum slóðum. Útlimirnir voru teknir að visna, og útlit hans allt var hræðilegt, en greind hans var ósljóvguð. Þeir Knútur og Pétur, sáu hann í fyrsta skipti í Netsilík. Þeir voru komnir í náttstað og gæddu sér á hvalhúð og lostæti, sem fyrir þá var borið. Þá heyrðist hundgá. Sleðar nálguðust. Þeir hlupu út og fögnuðu komumönnum með hrópum og köllum. Komumenn svöruðu. En ein röddin skar mjög úr. Hún var likari góli eða gauli en rödd úr mannsbarka. Þetta var rödd Totterats. arra einstaklinga, sem á annað borð hafa gert lífinu einhver skil. Af þessari þurru frásögn mætti ætla, að svo væri. En þeim, sem bezt þekktu Stein- unni, mun finnast, í gegnum þá kynningu, að hún eigi sér sér- stæða sögu. Þannig er það. Steinunn var hin ágætasta kona. Það hefi ég heyrt alla kunnuga segja, löngu fyrr en nú. Hún var talin fríð sýnum sem ung stúlka og sómdi sér einnig hið bezta, þá er árin færðust yfir hana. Mjög var hún vel greind, hag- mælt og ljóðelsk og næmum skilningi gædd á því, sem gott var og fagurt. Og hún var á all- an hátt mjög vel gefin bæði til munns og handa. Enginn nema sá, sem mikið hefir til síns ágætis, afkastar svipuðu lífsstarfi á sama hátt og hún gerði. Þó er það út af fyrir sig ekki talið mikið yfir gott meðallag að koma upp sjö börnum, og þó — miðað við örð- uga tíma, fátækt og van- heilsu — en hitt er e. t. v. meiri áreynsla fyrir móðurina að missa þrjú börnin sín heldur en að ala sjö upp. Enginn veit með vissu, hversu mörg erfið ár, þar sem unnið er af fórnfúsri móður fyrir uppeldi barnanna, má (Framh. á 4. síðu) Þjóðhátídarnefndm. O •*A1 Rasstiduft er fyrlr nv/kkru komið á Uiarkaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, þvi vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft heílr la þá kostl, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjágt, og er nothæft á allar tegandir búsáhalda og eld- húsáhalda. m O P A L rœstiduft ttborgnn fyrlr þjóðhátíðarakstur fer fram í dag 27. þ. m. kl. 10-12 oft 1-4 í Hótel Ilcklu, gengið inn frá Hafnarstræti. ÞJ ÓÐHÁTÍÐARNEFND.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.