Tíminn - 11.07.1944, Page 2

Tíminn - 11.07.1944, Page 2
270 TtMINN, þriðjiidaglim 11. jiilí 1944 68. blað ^tminn Þriðjudayur 11. júlí Brezku bráðabirgðahúsín Barnaspítali Hringsins Eftir Óskar Þórðarson. barnalækni. K o r p úlf sst.búskapur Bjarna og Sígfúsar Þótt sitthvað beri á milli for- kólfa Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins, verður ekki annað séð en þeir séu á einu máli, þegar verðlag landbúnað- arvara ber á góma. Þeir eru þá hjartanlega sammála um, að verðlag þetta sé hærra en nokk- urri átt nái og neytendur bæj- anna búi við hinar verstu bú- sifjar í þessum efnum. í fram- haldi af þessu koma þeir síðan með þær ósamhljóða skýringar, að landbúnaðurinn sé mjög illa rekinn og þurfi þess vegna þetta háa afurðaverð, eða, að bænd- urnir séu hreinustu okrarar og leggi fyrir stórar féfúlgur á kostnað neytendanna í bæjun- um! í fullu samræmi við þessa samstöðu foringjanna í Sjálf- stæðisflokknum og Sósíalista- flokknum, sórust aðalforingjar þeirra i bæjarstjórn Reykjavík- ur, Bjarni Benediktsson og Sigfús Sigurhjartarson, í fóst- bræðralag þess efnis, að þeir skyldu fletta rækilega ofan af sleifarlagi og miðaldabúskap bændanna og sýna það svart á hvítu, að hægt væri að græða á landbúnaði, þótt afurðaverðið yrði lækkað. Okur bændanna skyldi brotið á bak aftur og Reykvíkingum tryggð góð og ódýr mjólk. Bjarni og Sigfús létu ekki lenda við orðin tóm. Þeir létu Reykjavíkurbæ festa kaup á stærstu jörð landsins, Korpúlfs- stöðum, ásamt tilheyrandi hjá- lendum og mannvirkjum. Bjarni Benediktsson lýst því síðan yfir í hátíðlegri ræðu, sem hann flutti í bæjarstjórn Reykjavíkur og síðar var birt í Morgunblað- inu, að ætlunin væri að starf- rækja á þessum jörðum vaxandi stórbú, er yrði hæfilegur minn- isvarði um fyrri eiganda þeirra, Thor Jensen! Síðan er liðið nokkuð á þriðja ár. Bjarni og Sigfús hafa því haft nægan tíma til að sanna kenningar sínar í verki. Geta ekki bæjarbúar drukkið nægju sina af hinni hollu og ódýru Korpúlfsstaðamjólk? Er ekki bú- ið að sýna áþreifanlega í verki, að hægt er að framleiða miklu ódýrari mjólk en bændur hafa gert og gera? Er ekki búið að afhjúpa slóðaskap bændanna? Er ekki búið að brjóta þetta margumrædda „bændaokur" á bak aftur? Geta ekki fóstbræð- urnir, Bjarni og Sigfús, horft sigri hrósandi yfir unnin afrek og séð að þau eru harla góð? Þessum spurningm öllum ætti að mega svara játandi, ef mark hefði mátt taka á fyrirheit- unum fyrir rúmum tveimur ár- um síðan. En fyrirheit eru annað en efndir. Reykvíkingar hafa reynt það í þessu máli, eins og mörgum fleirum, að fyrirheit Bj. og Sigf. eru ekki alltaf sem ábyggilegust. Þeir hafa aldrei fengið jafnlítið af hinni ágætu Korpúlfsstaðamjólk og í dag. Bjarna og Sigfúsi hefir gengið búrekstrinn meira en illa. Fyrir þeirra tíð voru oftast 200—300 kýr á Korpúlfsstöðum. Nú munu þær vera rúmlega 10. Mestur hluti Korpúlfsstaðatúnsins er leígður jit. Síður en svo ber á þvl, að mjólkin úr þessum 10 kúm þeirra Sigfúsar og Bjarna sé neitt ódýrari en „rándýra" mjólkin frá bændum. Hitt er kannske nær lagi, að hún sé heldur dýrari í framleiðslu. Því fer samt fjarri, að Bjarni og Sigfús séu af baki dottnir. Þeir eru enn ákveðnir að koma upp 1000 kúa búi á Korpúlfs- stöðum, eins og Sigfús hefir orð- að það. Þeir hafa sínar afsak- anir fyrir því, að þeir eru ekki byrjaðir á þessu stórbúi enn. Það er erfitt að reka stórbú eins og sakir standa, því að verkafólkið er svo dýrt og annar tilkostn- aður við framleiðsluna er líka dýr. Þess vegna er bezt að bíða og lofa sveitakörlunum að vera einum um framleiðsluna meðan erfiðleikarnir eru mestir. Þannig hefir þá lyktað herför þeirra Sigfúsar og Bjarna, sem Þegar styrjöldinni lýkur mun rísa upp fjöldi verk- smiðja, sem vinnur að því að framleiða tilbúin hús. Margir telja, að slíkur verksmiðju- rekstur verði ein stærsta iðn- greinin á komandi árum. í Bandaríkjunum og Svíþjóð er þessi verksmiðjurekstur í örum vexti og í Bretlandi eru nú framleidd 2400 slík hús á hverri viku og mun fram- leiðsla þeirra þó stórum auk- ast næstu mánuðina. Sér- stakt ráðuneyti, Ministry of Vorks, annast framkvæmd þessara mála í Bretlandi. Bretar framleiða ennþá á þennan hátt aðeins svokölluð bráðabirgðahús, sem eru ætluð fólki, sem misst hafa híbýli sín af völdum loftárása, og svo her- mönnum, sem mynda heimili í stríðslok og hafa ekki völ á öðru húsnæði. Samkvæmt áætlun, sem ríkisstjórnin hefir látið gera, verða byggð 500 þús. slík hús. Þessi hús eru aðeins ætluð til nokkurra ára, því að í fram- tlðinni verður keppt að því að byggja miklu fullkomnari hús, en framleiðsla slíkra tilbúinna húsa getur eigi hafizt meðan styrjaldarreksturinn krefst jafnmikils mannafla og hráefna og nú. Samkvæmt áætlun brezku stjórnarinnar verða a. m. k. byggðar 3 milj. fullkominna húsa, sem ætluð eru til fram- búðar, fyrst árin eftir stríðið. Fyrsta enska bráðabirgða- átti að sanna slóðabúskap bænd- anna og að mjólkina mætti framleiða fyrir miklu lægra verð en nú. Þeir hafa bognað fyrir erfiðleikunum við búreksturinn og slegið honum á frest. Hvernig hefði farið fyrir Reykvíkingun- um, ef bændurnir hefðu líka hlaupist af hólmi? Hefði þá ekki margt Reykjavíkurbarnið orðið að láta sér nægja sítrónuvatn 1' stað mjólkur? Og hefði sá mjólkurdreitill, sem þá hefði komið á markaðinn, ekki orðið margfallt dýrari en mjólkin nú? Þetta mættu þeir vel hugleiða, sem mest tala um slóðaskap bændanna' og háa mjólkur- verðið. Korpúlfsstaðabúskapur Bjarna og Sigfúsar ætti að hafa sannfært enn fleiri um það en áður, að það er bezt og affara- drýgst að hafa þessi mál í hönd- um bændanna einna, sem alltaf hafa unnið að því jafnt og þétt að fullkomna framleiðsluna og gera hana sem ódýrasta. Þ. Þ. Vinnið ötullega fyrir Kvenfélagið Hringurinn hefir undanfarið unnið að því að safan fé til byggingar barnaspítala og eru nú um 250 þús. kr. komnar í byggingarsjóðinn. Alþingi hefir nýlega undanþegið gjafir til barnaspítalans skatti og ætti það að örfa gjafir til hans. Er nú verið að hefjast handa um almenna fjársöfnun víða um land, og er vonazt eftir góðri þátttöku. Einn af kunnustu barnalæknum Reykjavíkur, Óskar Þórðarson, ræðir í eftirfarandi grein um nauðsyn barnaspítalans. Það skal tekið fram, henni til skýringar, að spítalinn er alveg eins ætl- aður börnum utan af landi, en upphaf greinarinnar gæti valdið nokkrum misskilningi í þessum efnum, því að hún er skrifuð með sérstöku tilliti til fjársöfnunarinnar hér í bænum um sein- ustu helgi. Barnaspítalinn myndi verða einskonar landspítali, i enda ætlazt til að hann verði rekinn í sambandi við Landspít- alann. Hefst þá grein Óskars: Dagstofa í ensku bráöabirgöahúsi. húsið, sem er að öllu leyti verk- smiðjuunnið, var nýlega til sýn- is í London. Samsetning þess á staðnum, þar sem það var reist, tók þrjá daga. Blaðamenn, sem skoðuðu það, gagnrýndu nokkuð útlit þéss, en luku lofsorði á inn- réttinguna. í húsinu, sem er 616 ferfet að flatarmáli, eru eldhús, tvö svefnherbergi, dag- stofa, baðklefi og þvottaklefi. Öll helztu þægindatæki fylgja húsinu og nokkur húsgögn. Inn- réttingin í eldhúsinu hefir hlot- ið sérstakt lofsorð. Er þar komið haganlega fyrir ýmsum geymsluskápum, borðum, sem má fella inn í veggina o. s. frv. Útveggir hússins eru úr stáli, en innveggir úr tré. Einangrun er talin fullkomin. Húsið kostar með öllum þægindum 550 sterl,- pund. eða rúmar 14 þúsund kr. íslenzkar. Án þæginda og hús- gagna kostar húsið um 450 pd. sterl. eða tæpar 12 þús. kr. ís- lenzkar. Þótt hús þau, sem síðar verða byggð og ætluð er'til frambúðar, verði stórum fullkomnari og stærri en bráðabirgðahúsinu, þykir ekki víst, að þau verði miklu dýrari. Þessi von er byggð á því, að með bættum vinnuað- ferðum og aukinni tækni verði hægt að gera framleiðsluna ó- dýrari. í sambandi við nýbyggingar þær, sem ráðgerðar eru í Bret- landi og víðar eftir styrjöldina, virðist það einkennandi, að mjög almennt er gert ráð fyrir einbýlishúsum, sem hafa dálitla lóðarspildu til umráða. Sam- byggingarstefnan virðist fara hnignandi. Þau þægindi, sem fjölskyldur teija einna eftir- sóknarverðust, er áð búa sér og hafa dálítinn landblett til af- nota. Er mjög sennilegt, að þetta hafi þau áhrif, að iðnaðar- og verksmiðjuhverfin dreifist og meira verði um þorp og smábæi. (Framh. á 3. síðu) Eftir því, sem bærinn stækkar og fólkinu fjölgar, verður þörfin sífellt brýnni, að hér í bæ verði byggt sérstakt sjúkrahús fyrir börn, sem sniðið sé eftir þeirra eigin þörfum. Engum er það ljós- ara en læknunum, hversu erfitt það oft og tíðum er að stunda sjúk börn í heimahúsum, þar sem sú hjálp og hjúkrun, sem þar er hsegt að veita, er iðulega svo ófullkomin og ónóg. En það er einmitt aðhlynningin og hj úkrunin, sem svo mikið bygg- ist á hvort hið sjúka barn nær heilli heilsu. í heimahúsum er heldur ekki hægt að gera þær rannsóknir, sem þarf til að aðgreina eða þekkja ýms ejúkdómstilfelli. — Ekki er heldur hægt þar að gera þær aðgerðir, sem svo oft og tíð- um þarf í skyndi að grípa til, þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða. Það er því ekki hægt að neita því, að margt barnslíí- ið fer forgörðum, sem að öllum líkindum hefði verið hægt að bjarga, ef það hefði verið á sjúkrahúsi. Það segir sig sjálft, að það er óra mismunur á batavon þess barnsins, sem liggur sjúkt í loft- illum kjallaraíbúðum eða öðrum álíka húsakynnum og enga hjúkrun hefir, af þeim, sem til kunna, og þess barnsins, sem liggur á sjúkrahúsi og stundaö er af faglærðu og æfðu hjúkr- unarliði, þar sem allt er við hendina sem þar.f, ef til ein- hverrar aðgerðar þarf að grípa. Það er líka önnur hlið á þessu máli, sem ekki er hægt að ganga fram hjá, sú hliðin, sem aö heimilinu snýr. Er ekki oft og tíðum full þung byrði, sem á móðurina er lögð, er hún sjálf er látin hjúkra og annast sitt sjúka og dauðvona barn? Vaka nótt eftir nótt og vera enga stund dagsins laus við kvíðann og áhyggjurnar, sem ef til vill er meira lamandi en vökurnar og stritið sjálft. Myndi það ekki draga nokkuð úr áhyggjum móð- urinnar, að vita að barni sínu væri hjúkrað af fólki, sem til þess kann og undir þeim beztu skilyrðum, sem kostur er á? Kvenfélagið Hringurinn í Reykjavík hefir með sínum al- þekkta dugnaði hafið baráttuna fyrir byggingu barnaspítala. Konur ,Hringsins“ hafa vakið áhuga almennings fyrir málinu, svo margur góður maðurinn hef- ir lagt drjúga’n skilding í barna- spítalasjóðinn. En gjafir til barnaspítalans eru, sgmkvæmt samþykkt Alþingis, undanþegn- ar skatti. Væri nú ekki vel til fallið, að þeir menn og þau félög, sem á þessum árum hafa safnað auði og allsnægtum, léti eitthvað af mörkum, þessu mikla menning- armáli til styrktar. Framhlið á brezku bráðabirgðahúsi. Fjórir gluggar eru á hvorri hlið, en engir á göjlum. Títnann. Slgurðnr ÞorstemssoM, Raaðará: r Akvæðísvmna -- vínnugleði Flest rök hníga að því, að heppilegast sé, að sem flest störf séu unnin í ákvæðisvinnu. Bandaríkjamenn og Rúss- ar leggja sívaxandi stund á þá vinnuaðferð, einkum þó hinir síðarnefndu, með mjög miklum árangri. í eftirfar- andi grein eru nefnd nokkur hérlend dæmi þessu máli til sönnunar og sýnt fram á, að ákvæðisvinnan ekki aðeins bæti afköstin og hækki vinnulaun verkamannsins, heldur auki hún einnig vinnugleðina. Á seinasta flokksþingi Framsóknarmanna var samþykkt að beitast fyrir því, að ákvæðisvinna verði tekin sem al- mennast upp. Eins og vænta mátti hefir margt og mikið verið ritað og rætt í tilefni af lýðveldisstofn- uninni, flest gott og gagnlegt og sumt ágætt. í ágætri grein í há- tíðarblaöi „Tímans“, bendir hr. Hermann Jónasson alþm. á mörg atriði, sem gæta þarf til þess að lýðveldið blessist þjóðinni, og væri óskandi að öll þau góðu heilræði, sem þar og annar stað- ar eru gefin, verði ekki einskis- virt eða látin, sem „vindur um eyrun þjóta“. Það er ekki ætlun min að skrifa meira um það, en í áður- nefndri grein hr. Hermanns Jónassonar er vikið að einu at- riði, sem ég vildi fara nokkrum orðum um. Hann segir: „Þing- menn verkamannaflokkanna halda fast við það, sem þeir telja vilja verkamanna, að taka ekki upp ákvæðisvinnu almennt.“ — Mér er nokkuð kunnugt um hvernig ákvæðisvinna reyndist við vegagerð fyrir allmörgum ár- um, og skal nú skýrt frá því. Það mun hafa veriö sumarið 1907 að nokkrir Norðmenn voru ráðnir til vegavinnu við Fagra- dalsbrautina, sem þá var komin lítið eitt upp fyrir byggðina á Reyðarfirði. Erlendur Zakarías- son var þar verkstjóri og mun honum hafa þótt þessir norsku menn fremur afkastalitlir við vinnuna, og eftir hans tillögu var þá tekin sá kostur að bjóða þeim að vinna fyrir ákvæðis- kaup („akkorð"). Erlendi var falið að reikna út, hvað greiða skyldi á hvert „stykki“ sam- kvæmt uppdráttum þeim, er fyr- ir lágu. Ekki veit ég með vissu, hvernig útkoman varð þetta sumar, að öðru leyti en því, að báðir aðilar voru ánægðir með árangurinn, verkið gekk ágæt- lega eftir atvikum, og verka- mennirnir fengu hærra kaup en umsamið var fyrir daglauna- vinnu. Reynslan, sem fékkst þetta sumar, varð til þess, að ákvæðisvinna, var viðhöfð tvö næstu sumur, 1908 og 1909. Þótti hún gefast vel, og var talið að vegna þessa fyrirkomulags hefði tekist að ljúka við Fagradals- brautina um haustið 1909 og var það víst öllum Héraðsbúum mjög kærkomið. Ég vann við vegagerðina bæði þessi síðustu ár, og var því vel kunnugt um það, sem gerðist. Daglaunavinna var viðhöfð við allar stærri brúargerðir, og við vegarlagninguna gegnum kauptúnið á Reyðarfirði, og einnig við allan ofaníburð, en öll vegarlagningin á Dalnum, var unnin í ákvæðisvinnu, og reikn- aði Erlendur út ákvæðisgjaldið á hvert „stykki“ fyrir árið. Dag- launin það ár voru, að ég ætla, kr. 4,00 á dag fyrir vinnu frá kl. 6 til kl. 6 að kvöldi, en ég held að nærri láti að meðaltal daglauna í ákvæðisvinnunni hafi orðið kr. 5,50 til 6,00, og var talið að báðir aðilar, verkamenn og vinnuveitandi, hefðu mátt vera vel ánægðir, það urðu meiri af- köst, hærra kaup og meiri vinnu- gleði. Erlendur verkstjóri setti fastar reglur um sama vinnu- tíma og í daglaunavinnu, og um það, að hver flokkur, sem lauk „stykki" skyldi taka næsta „stykki“ fyrir framan. þann fremsta. Út af þessu varð sund- urþykkja við einn flokk, sem neitaði að taka það „stykkí“, sem honum bar samkvæmt regl- unni, þótti honum það óálitlegt og vildi fá að vinna það fyrir daglaun. Þessu neitaði verkstjór- inn, sökum þess að þá væri.regl- an brotin, og endaði þessi mis- klíð með því, að flokkurinn fór burtu úr vinnunni, en „stykkið“ var unnið af öðrum og varð út- koman að mig minnir kr. 4,05 Út af þessari misklíð, reiknaði Erlendur ekki út „akkorðin11 1909, en þá varð útkoman allt önnur, eða allt aö tvöföld dag- laun að meðaltali. Hvort afköstin hafi verið að sama skapi meiri eh en árið áður, tel ég vafasamt, því vinnutími var eins og áður segir fastákveðinn eins'bæði ár- in. Ég held, að útreikningar skrifstofunnar, sem framkvæmdi þá, hafi ekki verið eins nákvæm- ir og hjá hinum sjálfmenntaða ágæta verkstjóra, Erlendi Zak- aríassyni. Þegar ég hefi nú á seinni ár- um séð vinnubrögð þau, sem nú eru viðhöfð, við ýmsar fram- kvæmdir ríkis- og bæjarsjóðs, hefir mér oft virzt þau vera gagnólík vinnubrögðunum í ákvæðisvinnunni við Fagradals- veginn 1908—1909. Fyrir tveimur árum þurfti ég að útvéga verkamenn til að grafa fyrir heyhlöðu og votheys- gryfjum, og sá 5—6 unga menn vera að grafa fyrir húsgrunni hér í bænum, sem mér virtust vinna svo myndarlega, að ég geröi tilraun til að fá þá til að framkvæma verk þetta, en mað- ur sá, sem þeir unnu hjá þurfti fyrst að láta þá grafa fyrir öðr- um húsgrunni, en þegar ég sá vinnubrögðin við þann hús- grunn, missti ég alla löngun til_ að fá verk þeirra, en munurinn var sá, að við fyrri grunninn unnu þeir í ákvæðisvinnu, en við þann síðari fyrir daglaun, sökum þess að þar var nokkuð öðru visi jarðlag. Ég var svo heppinn að fá ágæta menn til að vinna þetta verk í frístundum, sem þeir höfðu frá aðalstarfi sínu, og unnu þeir það í ákvæðisvinnu, bæði fljótt og vel, og munu hafa haft upp úr því ca. kr. 75,00 á dag miðað við núverandi vinnu- tíma, en glöggur maður og fróð- ur í þessum efnum hefir fullyrt við mig, að hefði verkið verið unnið í tímavinnu, með venju- legum afköstum, myndi það hafa orðið helmingi dýrara en það varð, að minnsta kosti. Þessi dæmi, sem tilfærð eru hér að framan, tel ég að bendi eindregið til þess, að ákvæðis- vinnu ætti að taka upp við allar framkvæmdir, þar sem henni verður við komið. Árangurinn yrði áreiðanlega meiri afköst, meira kaup og síð- ast en ekki sízt meiri vinnugleði. Það eru mörg atriði bæði and- leg og efnisleg, sem þurfa að breytast hér á landi, ef lýðveld- ið á að blessast þjóðinni eins og allir hugsandi menn munu óska af heilum hug. Ég tel þetta vera eitt þar á meðal. Lýðveldið getur blessast og orðið þjóðinni til heilla og sæmdar, því aðeins að framleiðslan til lands og sjávar geti gengið og aukizt, en ég tel hæpið að hún geti það, ef kaup- ið hækkar áfram, en afköst minnka að sama skapi, en það fullyrði ég að hefir gjörst að undanförnu, þó einh'yerjar und- antekningar frá þeim ósóma kunni að eiga sér stað.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.