Tíminn - 21.07.1944, Qupperneq 2

Tíminn - 21.07.1944, Qupperneq 2
282 TÓIIW. föstudaginn 21. julí 1944 71. blað Föstudayur 21. jjúlí Kauphækkanirnar Það má segja, að varla líði sá dagur, að ekki berist ein- hvers staðar að fregn um upp- sögn kaupsamninga, verkfalls- hótun og kauphækkun. Kaup- kröfubylgja gengur nú yfir land- ið og eru íitlar líkur til að hún muni stöðvast af sjálfu sér. Ýmsir telja, að þessi kaup- skrúfufaraldur eigi fyrst og fremst rætur að rekja til komm- únista og skal því síður en svo mótmælt, að þeir blási að glæð- um hans eftir megni. En þrátt fyrir þá staðreynd, væri óhyggi- legt að láta sér sjást yfir það, að hann á miklu dýpri rætur og verður eigi stöðvaður, nema teknir verði upp alveg nýir skipulagshættir. Ein veigamikil orsök þessa kaupkröfufaraldurs er tvímæla- laust sú, að hér hefir safnast meiri gróði í fárra hendur en dæmi eru til áður. Þegar laun- þegarnir sjá, að einstakir menn safna miklum stríðsgróða, eri ekkert er gert til tryggingar þvi, að hann sé notaður til eflingar og öryggis atvinnulífinu, finnst þeim það líklegasta vörnin gegn þessum misrétti og fyrirsjáan- legu öryggisleysi að knýja fram hærra kaup í þeirri von, að þannig nái þeir nokkrum hluta stríðsgróðans til sín. Aðgerða- leysi ríkisvaldsins í því að ná stríðsgróðanum til tryggingar atvinnulífinu á komandi árum er þannig veigamikil orsök þess kaupkröfufaraldurs, sem nú geisar. Varanlegust orsök kaupkröfu- faraldursins er samt sú, að mönnum eru ekki greidd laun eftir afköstum og arði vinnunn- ar á hverjum tíma. Menn fá laun fyrir að vinna í ákveðinn tíma, næstum alveg án tillits til þess, hvort vel eðæ illa er unnið, eða hvort fyrirtækinu, sem unnið er hjá, vegnar vel eða illa. Þetta elur upp í mönnum skeytingar- leysi fyrir afkomu atvinnufyrir- tækjanna og vinnuafköstum sjálfra sín. Þeim finnst, að þeir hafi ekki annara hugsmuna að gæta en þeirra, að kaupið sé sem hæst. Þannig telja þeir hag sín- um bezt borgið og um annað þykjast þeir ekki þurfa að hugsa. Það gerir þessa tilhögun enn háskalegri hérlendis, að flestir þeirra, sem ráða mestu í Vinnu- veitendafélagi íslands, græða á kauphækkunum, þótt ótrúlegt sé. Forustu Vinnuveitendafé- lagsins skipa aðallega heildsalar og iðnrekendur, en smáatvinnu- rekendur til sjós og sveita hafa þar ekkert að segja. Hækkun kaupsins eyku'r eftirspurn eftir erlendum vörum og er því til hagsbóta fyrir heildsalana. Hækkun kaupsins eykur líka gróða iðnrekenda, sem flestir leggja vissan hundraðshluta á greidd vinnulaun. Ef þetta álag þeirra er 40%, fá þeir aðeins 40 kr. af 100 kr. vinnulaunum, en 80 kr. af 200 kr. Þannig er þeim það hagur, að kaupgjaldið sé sem hæst meðan hægt er að koma hækkununum yfir á neytendur, í hærra verðlagi, og slíkt er hægt meðan full dýrtíð- aruppbót er greidd. Það eru þessir menn, heildsalarnir og iðnforkólfarnir, er ráða því, hvort kaupið ' er hækkað hjá helztu verklýðsfélögunum í Reykjavík og þegar hækkunin er komin á þar, fer hún eins og eldur í sinu um allt landið. Smá- útvegurinn, landbúnaðurinn, ríkið og bæjarfélögin verða að sætta sig við það, sem Vinnu- veitendafélagið hefir ákveðið. Eins og nú standa sakir og hafa staðið um skeið, er því eng- in mótstaða hjá Vinnuveitenda- félaginu gegn kaupkröfunum, enda ganga þeir undantekn- ingarlítið fram. Ef til andstöðu atvinnurekenda kæmi, myndu líka skapast verkföll og aukinn ófriður í þjóðfélaginu, sem yrði atvinnulífinu til mikils trafala. Þó er vafalaust, að slíkur ófriður væri þjóðfélaginu ekki skað-! legri en þetta algera undanhald | atvinnurekenda í kaupgjalds- málunum. Þannig hafa Bretar J talið sér betra að láta verða Ongþveítíð í dýrtíðarmálunum krefst skjótra og mikílla átaka Með drengílegum og öiiugum samtokum er enn hægt að afstýra hrunínu Það er athyglisvert að lesa forustugreinar Reykjavíkui’dag- blaðanna umþessar mundir. Þær sýna svo ljóst, hvernig málum er komið í fjárhagslífi þjóðar- innar. Þann 11. þ. m. birtir Morgun- blaðið forustugrein undir fyrir- sögninni: „Sofandi að feigðar- ósi“. Þar er fjármálaástandið málað dökkum litum og m. a. sagt: „Hvert stéttarfélagið af öðru fer á stúfana og segir upp samn- ingum. Öll heimta þau kaup- hækkun og fá hana .... Nýtt kapphlaup hafið milli kauplags og verðlags og sér eriginn fyrir endalok þess .... Ný dýptíðar- alda ríður yfir landið. Þannig er þróun málanna hjá okkur ís- lendingum í dag“. í greinar- lokin segir: „Myndi ekki hyggi- legra fyrir stjórnmálaleiðtogana að leita úrræða, sem tryggja framtíð fólksins, í stað þess að horfa aðgerðalausir á tortím- inguna?“ Næsta dag, 12. júlí, Ski-ifar Al- þýðublaðið einnig forustugreiif um' málið, sem það kallar „Skin- helgi hinna seku í dýrtíðarmál- unum". Þar segir um verkföll og kauphækkun: „Það er rétt eins og Morgunblaðinu komi þetta eitthvað á óvart. En sé svo, þá getur \Alþýðublaðið hins vegar sagt, að slík útkoma af störfum sex manna nefndarinnar kemur því engan veginn á óvai^P1. Enn- fremur: „Nú getur Mbl. virt fyrir sér afleiðingarnar(þ. e. störf sex manna nefndarinnar). En það hefir vissulega enga ástæðu til að vera með neina skinhelgi.“ Sama dag, 12. júlí, birtir Þjóð- viljinn einnig forpstugrein um þetta mál undir fyrirsögninni „Hver olli hækkun vísitölunnar“. Þar segir, að verkföllin og kaup- skrúfan, sem nú gangi yfir land- ið, sé ekki að kenna sex manna nefndinni, heldur landbúnaðar- verðinu haustið 1942, og síðan segir orðrétt: „Verðhækkun þessi, — Ingólfsstyttan svokall- aða, — byggðist einvörðungu á samkeppni Framsóknar og bændadeildar (Vísisliðs) íhalds- ins um nokkur sveitaatkvæði .*.. . Undir þessari braskhækkun stynur þjóðin ennþá. Hin háa vísitala og mikla dýrtíð stafar fyrst og fremst af þessari hækkun.“ Hér hefir -verið tekið orðrétt upp i örstuttu máli hvað Reykja- víkurblöðin segja um öngþveitið í kaupgjaldsmálunum, nema það sem Vísir þvælir um málið'svona sitt á hvað. Af þessu er augljóst, að blöð þessara flokka hrópa svipað manni, sem er kominn á fleygiferð á svellbunka og getur ekki stöðvað sig, en patar út í loftið og hrópar ráðþrota. Það er ekki bent á neina leið til úr- rœða, heldur aðeins haft í frammi örvœntingartal um að allt sé að stefna að hruni, og hver kennir öðrum um, hvernig komið er. II. Það er fróðlegt að íhuga það, ogFramsóknarflokkurinn benti á það fyrir þremur árum með óhrekjandi rökum, að þetta nið- urlægingarástand, pólitískt og fjárhagslegt, myndi hljótast af áframhaldandi kauphækkunar- og verðhækkunarskrúfu. Þess vegna kom Framsóknarflokkxxr- inn með frumvarp um það 1941 að stöðva hækkun á kaupgjaldi og verölagi. Samskonar ráðstaf- anir voru þá gerðar í Kanada, slík lögfesting var gerð í Banda- ríkjunum stuttu síðar og Eng- lendingar hafa haldið verðlagi og kaupgjaldi þannig niðri í framkvæmdinni. Vitað var, og sýnt fram á það með rökum, sem ekki hafa verið hrakin, en reynslan hefir á allan hátt stað- fest, að þetta *var eina leiðin. Þetta frumvarp var fellt af þeim flokkum, sem nú hrópa»hver að öðrum í örvæntingu. Sjálfstæðisflokkui’inn fylgdi, eins og kunnugt er, gei'ðardóms- lögunum í byrjun 1942, þegar aðstaðan var orðin margfalt verri en fyrir áramót, þar sém verkföllin voi’u þá hafin. En áð- ur en sú tilraun yrði reynd til enda, hóf flokkurinn samstarf við andstæðinga málsins, og það er viðurkennt af fyrrverandi for- sætisráðherra í þeirri stjórn, sem þá var mynduð, að hann hefði ekki mátt gera ágreining í neinum stæri’i málum og sízt af öllu í dýrtíðarmálunum. Kommúnistum var því afhent fullkomin valdaaðstaða viðvikj- andi dýrtíðarmálunum í landinu verkföll i þýðingarmestu at- vinnugreinum stríðsframleiðsl- unnar, kolanámunum og skipa- iðnaðinum, en að fallast á óheil- brigðar kaupkröfur. Það virðist ekki heldur álitamál, hvort okk- ur hefði oi’ðið meira tjón af 2— 3 mánaða verkfalli 1942 en hinni miklu dýrtíðarhækkun, sem þá varð. Það er hinn saméiginlegi á- hugi verkalýðsleiðtoganna og aðalforkólfa Vinnuveitendafé- lagsins fyrir háu kaupgjaldi, er veldur mestu um það, hve fjár- málum íslendinga er nú illa komið. Báðir þessir aðilar hafa Sínar mannlegu afsakanir, því að þeir stóðust ekki freisting- arnar, sem leiddu af skipulag- inu. Lækningin væri því engan- veginn örugg, þótt aðrir menn kæmu í þeirra stað, því að eigi er víst, að þeir stæðu sig betur. Lækningin er aðeins fólgin í því að breyta skipulaginu. Sú lækning getur ekki orðið nema á eina leið. Þær dýrtíðar- ráðstafanir, sem nú er talað um, eins og t. d. niðurfærsla verð- lags og kaupgjalds eða gengis- lækkun, geta aðeins orðið bráða- birgðaráðstafanir til að afstýra sjálfu hruninu, en þær eru ekki sjálf framtíðarlækningin. Hún, er fólgin í því að gera alla sem beinasta og jafn réttháa þátt- takendur í arði framleiðslunnar. Með því að efla bjargálna ein- yrkjabúskap, koma á samvinnu- búum, þar sem það á við, efla samvinnu um verzlunina og þær atvinnugreinar, þar sem hún hentar, koma á hlutaskiptum, eins víða og hægt er, og síðast, en ekki sízt, með því að gera ákvæðisvinnufyrirkomulagið eins almennt og auðið er, þá hefir verið komið á því fyrir- komulagi, að menn finna, að þeir eiga kaup sitt undir sjálf- um sér, en þurfa ekki að vera að deila um það við aðra. Kaup- streitan, verkföllin, illindin milli stéttanna og skeytingar- leysið um afkomu framleiðsl- unnar erxx úr sögunni. Hver og einn finnur, að hann hlýtur það, sem honum ber, og hann þarf ekki að óttast, að aðrir hagnist á kostnað hans. Skipulagið hvetur þá hvern einstakling til sjálfbjargar og dugnaðar og launar honum í réttum hlutföll- um við afkgst hans. Þetta er ekki hægt, kunna einhverjir að segja. Slíkt 'er firra. Meira að segja flest af þessu hefir verið reynt í fram- kvæmd með góðum árangri. Á- kvæðisvinnufyrirkomulagið á einn meginþáttinn í hinum stór- stígu framförum í Rússlandi. Þótt margir hafi andúð á Rúss- um og stjóriiarháttum þeirra, er það heimskulegt að læra ekki þa§ af þeim, sem rétt er og mannbætandi. Það, sem Rússum hefir tekizt á því sviði, ætti okkur að geta tekizt. Það ætti a. m. k. ekki að þurfa að (yttast það, að verklýðsforingjarnir, sem telja Rússland eina verk- lýðsríki veraldarinnar, vinni gegn því, að*hið merkilega á- kvæðisvinnufyrirkoriiulag verk- lýðsríkisins sé tekið til fyrir- myndar. Þ. Þ. og stjórnin afsalaði sér raun- verulega völdum um leið og hún settist í ráðherrastólana. Upp úr þessu kom skæruhernaðurinn, afnám gerðardómslaganna og stöðugt kapphlaup um kaup- hækkanii’, eins'og ljósast sést um þessar mundir. III. Það er fróðlegt að íhuga, það, hvernig nú myndi ástatt í fjár- hagsmálum þjóðarinnar, ef fall- iz't hefði verið á festingartillög- ur Framsóknarflokksins haustið 1941. Það má fyrst taka ríkið. Árið 1941 voru rekstrarútgjöld ríkis- ins um 32 milj. kr. Ef festingin hefði gengið fram, myndu ár- leg útgjöld vart hafa farið fram úr 35 milj. kr. árin 1942 og 1943. Miðað við þær tekjur, sem ríkis- sjóður fékk þessi tvö ár, myndu afgangstekjur ríkisins þessi ár hafa numið rúmlega 105 milj. kr. Má telja vist, að tekjur ríkisins hefðu orðið sízt minni, ef fest- ingin hefði gengið fram, toll- tekjurnar að vísu aðeins lægri, vegna lægri flutningsgjalda, en skatttekjurnar aftur á móti stórum hærri, vegna betri af- komu atvinnufyrirtækjanna. Ef festingin hefði komizt á haustið 1941 ætti ríkissjóður þannig á annað huiidrað milj. kr. í handbæru fé til eflingar at- vinnulífinu eftir stríðið, en nú á hann raunverulega ekkert eft- ir af þessu fé, þar eð það fé, sem er í framkvæmda- og raf- orkusjóði, svarar rétt til afgangs áranna 1940 og 1941. Hin aukna dýrtíð hefir sóað þessari stói’u fjárfúlgu í auknar launagreiðsl- ur og verðuppbætur, sem ella hefðu orðið óþarfar. Sé litíð til landbúnaðarins verður niðurstaðan á svipaða leið. Ef festingin hefði gengið fram 1941, væri nú stórgróði af kjötútflutningi, því að út- flutningsverðið væri þá hærra en innanlandsverðið og bændur hefðu síður en svo þurft nokkrar verðuppbætur. Afkoma bænda væri líka mun betri, því að hækkun afurða- verðsins hefir meira en étist upp af kauphækkununum. Þegar miðað er við raunverulegt verð- gildi peninganna voru árin 1940 og 1941 beztu ár landbúnaðarins. Þó er niðurstaðan enn óglæsi- legri hjá smáútgerðinni. Afúrða- verð hennar hefir ekkert hækk- að síðan 1942, en allur tilkostn- aður meira ei> tvöfaldast. Ef festingin hefði gengið fram 1941, hefði smáútgerðin getað stór- bætt hag sinn, safriað sjóðum til endurnýjungar bátunum og hlutasjómenn myndu hafa haft mjög góða afkomu. Nú er svo komið, þrátt fyrir hið hagstæða útflutningsverð, að smáútgerðin berst í bökkum, sum útgerðar- fyrirtækin beinlínis tapa, og hlutasjómenn, þegar aflahæstu bátarnir eru undanskildir, eru verst launaða stétt landsins. Það gengur verr og verr að manna bátana og í sumum verstöðvum hafa Færeyingar verið fengnir á þá í allstórum stíl. Svona mætti lengi telja. Stór- útgerðarmenn kvarta undan því, að þeir hafi ekki nóg í nýbygg- ingarsjóðum sínum til endur- nýjunar skipastólsins. Þeir gætu sparað sér þessar umkvartanir, ef þeir hefðu fylgt festingunni haustið 1941. ÞrijSji hluti hins mikla- útgerðarkostnaðar, sem síðan hefir skapazt, væri þá í nýbyggingarsjóðum þeirra. Hverjir hafa svo grætt? Á- reiðanlega ekki launastéttin. Það, sem hún hefir unnið með kauphækkunum, hefir hún misst aftur í verðhækkunum. Þeir einir, sem hafa grætt, eru milliliðirnir, einkanlega heildsalar og svokallaðir iðnrek- endur. Hin 130 einkaheildsölu- fyrirtæki, sem til eru í landinu, hafa matað krókinn alveg dá- samlega. Er líka hægt að hugsa sér annað óheilbrigðara en 130 heildsölufyrirtæki með rándýr- um forstjórum og starfsfólki 1 landi, sem telur 120 þús. manns, og samt græða þau næstum öll offjár? Tugir, jafnvel hundruð svokallaðra iðnfyrirtækja, sem mörg framleiða ómerkilegstu og ósamkeppnishæfustu vörur, hafa líka safnað stórgróða. Við þetta bætast svo nokkrir tugir L)rask- ara, sem fást við -fasteignasölu og annað þessháttar, að ó- gleymdum bókaútgefendunum! Þess munu dæmi, að ómerkileg- ur reyfari, sem hefir verið nógu sniðuglega auglýstur, hafi gefið af sér meiri tekjur en stór vél- bátur, sem talinn hefir þó vérið skila sæmilegum arði! Tekjur af sæmilegu meðalbúi væri hlægilegt að nefna í þessu sam- bandi. Þetta eru afleiðingarnar af því, að festingartillögum Fram- sóknarmanna haustið 1941 var ekki fylgt. Sannarlega eru þær óglæsilegar og ófagrar og þó geta þær orðið enn verri. • IV. Vitanlega verður ekki hjá því komizt, ef ráða á fram úr þess- um málum, að flokkarnir ræðist við um það, hvort nokkrir mögu- leikar séu að stöðva hrunið, og þá hvernig. Hið sanna er, að fáar eða engin þjóð hefir kom- ið fjármálum sínum í annað eins öngþveiti og við höfum gert með þessari léttúð og hirðuleysi. Vandinn, sem er afleiðing þeirra mistaka, sem urðu árið 1942, er því stórkostlegur. MorgunblaðiÖ skrifar forustu- grein 12. þ. m. um Eimskipafé- lagið, þar sem fagnað er yfir því, að það skuli hafa grætt tugi miljóna króna að frádregnum afskriftum, fyrningu og fleiru s. 1. ár. Svo segir: „Þetta er að sjálfsögðu stór upphæð, en hins ber að gæta, að þetta eru 8 eða 10 aura krónur". Meðan skrifað er af slíku tor- næmi, skilningsleysi eða vísvit- andi óheilindum um dýrtíðar- málin, er ekkiyvon að vel fari. Það er fagnað yfir því, að eitt einasta félag græði tugi milj- óna. En hvar er þessi gróði tek- in? Vitanlega af þörfum al- mennings, sem borgar farm- gjöldin með hærra vöruverði. Þetta hækkar dýrtiðina, skapar nauðsyn fyrir hækkun á verð- lagi innlendrar vöru og á kaup- gjaldi. Sv<)na gróða, eins og Eimskipafélagið hefir tekið, er ekki unnt að taka nema með því að hækka vísitöluna, auka dýrtíðarvandræðin og gera pen- ingana verðminni, samtímis og þeim er safnað. Þegar gerð verður tilraun til aðráðajram úr þessum málum, og það verður að gerast, þá er það fyrsta skilyrðið, að það verði gert af fullum heilindum. Það þýðir ekki að gera ráðstafanir eins og í byrjun ársins 1942, sem hlaupið er frá í miðju kafi til þess eins að breyta kjör- dæmaskipuninni frá lélegu fyr- irkomulagi í ennþá verra, og til að láta kommúnista græða nokkur þingsæti á kostnað hinna flokkanna. Það er og augljóst mál, að stöðvun dýrtíðarinnar og lækk- un verður því aðeins fram- kvæmd að ekki aðeins verka- menn og bændur taki það á sín- ar herðar, heldur og, og^ekki sízt stríðsgróðamennirnir. Ef þeir vilja ekki láta sér þetta skilj- ast, mun koma að því að allir tapa og stríðsgróðamennirnir mestu, þótt það verði e. t. v. að síðustu. Ef málin eru á þessum grund- velli leyst, og af heilindum er um þau rætt, og með drengskap staðið fast við það, sem um er samið, ætti enn að vera mögu- legt að ráða fram úr þessum málum, þó að það kosti, eins og nú er komið, alveg óumflýjan- lega stórkostleg átök og fórnir. Fimmtngor: Arinbjörn Þor- varðarson sundkennari Arinbjörn Þoi’varðarson sund- kennari í Keflavík varð 50 ára 3. júlí s. 1. Hann er fæddur í Keflavík 3. júlí 1894. Voru for- eldrar hans þau Margrét Arin- björnsdóttir og Þorvarður Þor- varðarson, búsett í Keflavík. Arinbjörn varð snemma at- gjöi’fismaður hinn mesti, gerfi- legur að vallarsýn og vel gefinn andlega. Snemma byrjaði hann að stunda sjó, eins og títt var um unga og hrausta menn í þá daga. Var hann háseti fyrst framan af, hjá ýmsum miklum aflamönnum hér syðra, en síðan skipstjóri á mótorskipum, ýmist fyrir sjálfan sig eða aðra, og var hánn jafnan í röð hinna vöskustu sjómanna. Árið 1937 hætti hann að stunda sjó, enda snéri hann sér þá að öðrum við- fangsefnum. Arinbjörn Þorvarðarson bar ungur útþrá í brjósti. Um tví- tugsaldur dreif hann sig í gagn- fræðaskólann á Akureyri, én þá hafði hann um nokkur ár stund- að sjó. Gagnfræðaprófi lauk hann 1916. Þótti á þeim tíma ekki lítið ráðizt í að sleppa góðri atvinnu til að afla sér bók- legrar menntunar langt burtu frá átthögunum, einkum þar sem andinn var í þá daga þann- ig, að lítil þörf þótti á slíku fyrir mann, sem fyrst og fremst ætl- aði sér. að verða dugandi sjó- maður. Að námi loknu hvarf hann svo heim.aftur, og tók að stunda sjóinn að nýju. Arinbjörn hefir jafnan tekið mikinn þátt í félagsmálum, og verið þar vel liðtækur. Hann er einn af stofnendum Framsókn- arfélags Keflavíkur, og málefn- um samvinnustefnunnar hefir hann lengi fylgt. Hann er bjart- sýnn og stórhuga, og laginn á að vekja gleði og gaman, þar sem hann er í hóp. Leikari er hann góður, enda ann hann leiklist, og hefir ekki allsjaldan farið með hlutverk í sjónleikjum, sem meira þarf til að leysa af'hendi en hverjum meðalmanni er fært. Siðan sundlaugin í Keflavík var byggð, hefir Arinbjörn haft bar sundkennsluna á hendi. Er bað almennt rómað, hversu hon- um hefir vel tekizt það starf, enda er hann að skaplyndi og vaskleik einkar vel fallinn til þess starfs. Hann er ágætur sundmaður (tók sundkennara- próf 1939), glöggur leiðbeinandi og stjórnsamur. Hefir hann kennt frá byi’jun samtals 430 manns og. er það fólk á öllum aldri, allt frá 6 ára upp undir áttrætt. Mun hann og fullfær í ýmsum fleiri íþróttum en sundi, og á yngri árum mun hann hafa staðið þeim á sporði, sem síðar sköruðu fram úr, t. d. í glímu. Arinbjörn giftist 7. apríl 1918 Ingibjörgu Pálsdóttur frá. Stokkseyri, mikilli myndarkonu, og eiga þau þrjú uppkomin börn, sem öll eru hin mannvænleg- ustu. Vinir hans og samstarfsmenn óska honum til hamingju með þennan merkisdag. D. D. Það er ætíð afleiðing þess, að rangt hefir verið stjórnað. En þær fórnir og þau átök, sem gera þarf, vei’ða því stærri, sem lengra líður, og ihnan langs tíma geta þessi mál orðið alveg óviðráðanleg. x+y. Íítbreiðið Tímaim!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.