Tíminn - 25.07.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.07.1944, Blaðsíða 3
72. lílað TÍMIrVrV, lirigjudagiiui 25. jiili 1944 287 DÁNARMEVNEVG: Jén Jónsson óðalsbóndí Vestrí-Loftsstöðum „Þú bláfjallageimur með heiðjökla hring, um hásumar flý ég þér að hjarta. und miðsumarshimni sé hvíla mín. Hér skaltu þú, ísland, barni þínu vagga." Nálægt miðju Suðurlandsund- irlendisins, út við Atlantshaf, liggur stórbýlið Loftsstaðir. Það er víðsýnt á Loftsstöðum, svo víðsýnt sém verið getur í byggð á íslandi. Til austurs ber við himin Eyjafjallajökul, Tind- fjallajökul og Heklu. Til norð- urs Kálfstinda, Skjaldbreið, Ár- mannsfell, Ingólfsfjall, Hengil og vesturfjallgarðinn með Skálafell,- Meitil og Geitafell. Til suðurs og suðvesturs er At-. lantshafið, milt og laðandi í kyrð vornæturinnar, en ógnandi og ægilegt í suðvestanstórviðri, þegar kolblá úthafsaldan fellur í einu broti; svo langt sem aug- að eygir austur og vestur. Inn- an þessa ramma liggur svo öll hin breiða byggð, Suðurlands- undirlendið, með „bændabýlin þekku". . Það hefir verið gott til fanga á Loftsstöðum. Miklar engjar og tún, hagbeit í mýrum, melum og fjöru. Sjórinn færði að timb- ur til húsagerðar — og svo út- ræðið. Stutt til fiskjar, en brimasamt og vandfarið. Það hefir líka löngum þurft mikils með á Loftsstööum. Heimilið mannmargt og í þjóð- braut. Meðan ár allar voru óbrú- aðar, lá leið allra austanmanna meðfram sjónum, þegar farið var til aðdrátta, og mun þá margur hafa leitað skjóls á Loftsstöðum — eða sjómennirn- ir, 30 skip! Þá hefir margur „rekið inn höfuðið" á Lbftsstöð- um. Á þessum stað var Jón fæddur, hinn 13. des. 1860, sonur Jóns Jónssonar óðalsbónda og hrepp- stjóra s. st., Jónssonar rika s. st., Jónssonar Gamalíelssonar á Stokkseyri. Móðir Jóns var Kristín Jóns- dóttir frá Vorsabæ í Flóa, Helga- spnar á Sólheimum í Ytrahreppi Eiríkssonar í Bolholti, Jónssonar. Og hér ólst riann upp, við um- svifamikinn búskap og mikið starf á sjó og landi. Á þeim ár- um var ekki völ á mikilli fræðslu fyrir börn og unglinga. Þó var Jón einn vetur, fermingarárið, i barnaskóla á Eyrarbakka. Hlaut hann Nýjatestamentið að gjöf frá skólanum sem verðlaun fyr- ir góða frammistöðu. Þá um voriö bauð Thor- grímsson- honum starf við „Vesturbúðina" og vann hann þar jafnan á sumrin upp frá því og fram yfir aldamót. Mun það hafa reynzt honum drjúgur skóli. Eitthvað fékkst Jón við barna- fræðslu á vetrum, en 18 ára gamall gerðist hann formaður á Loftsstöðum og hélt því áfram óslitið í 46 ár. Svo vel lánaðist Jóni formennskan, að sagt er að hann hafi aldrei þurft að bíða eftir lagi og aldrei misst ár. Árið 1893, hinnu 9. febr., gift- ist Jón Ragnhildi Gisladóttur frá Rauðabergi í Fljótshverfi, Magn- ússonar á Orustustöðum, Ein- arssonar á Fossi, Nikulássonar. Settust þau að á Eyrarbakka og vann Jón við verzlun á sumrin en stundaði sjó að vetrinum. Munu þau hjón hafa ætlað að svo yrði framvegis. En hér varð breyting á. Ættaróðalið kallaði. • Aldamótaárið lézt yngri bróðir Jóns, Bjarni, sem gifzt hafði það sama ár og tekinn var viö búi á Loftsstöðum. Var því hið fjöl- menna heimili forystuþurfi, gömlu hjóriin, foreldrar Jóns, orðin slitin og ekki öðrum til að dreifa en Jóni, að taka upp merki bróður síns. Þau hjónm, Jón og Ragnhildur, brugðust vel við kallinu og fluttu heim að Loftsstöðum vorið 1901 og hafa búið þar alla tíð síðan. — Jón var fríður maður, bjartur að yfirlit, hár og beinvaxinn og hinn karlmánnlegasti. Hend- urnar voru stórar og vöðvamikl- ar en handtakið þó svo hiýtt og mjúkt, að svo var sem móður- hönd væri. Málrómurinn var ó- venjulega hreinn og bjartur, MYNDAFRETTIR enda hafði maðurinn ágæta söngrödd, söng bassa, og var músikalskur langt umfram aðra leikmenn á því sviði. Eitthvað lék Jón á orgel, mun hafa num- ið það af Bjarna heitnum í Gótu, og síðar, þegar börn'hans fóru að spila, var oft mikið sungið á heimilinu. En mjög var Jón afskiptasamur um allan söng og hljóðfæraslátt, að sem bezt færi úr hendi. Jón var að eðlisfari mjög hæg- látur, prúður og ljúfur í viðmóti, en átti til glettni og góðláta kýmni í vinahóp. Hlédrægur og afskiptalítill um opinber mál, en þó var hann kvaddur til nokkurra starfa fyrir samtíð sína, bæði í sveitarstjóm og stjórn rjómabúsins á Baugstöð- um. Fórst honum það allt vel úr hendi og naut um það, sem ann- að, óskoraðs trausts. En heimilið átti Jón allan, enda þurfti þar mikils við til að halda uppi risnu hins forna stórbýlis og sjá barnahópnum farborða. En Jón var ekki einn um heimilisstörfin. Þar sem Ragnhildur kona hans var, átti hann hinn örugga félaga og sam verkamann, sem aldrei brást. Og svo voru þau hjónin sam- hent og samtaka, að jafnan vildu bæði það, sem hitt vildi. Þeim hjónum, Ragnhildi og Jóni, varð 13 barna auðið, og eru 6 þeirra á lífi: Jón, ógift- ur heima, Kristín, gift Stein- grími Pálssyni forstjóra á Ell- iðavatni, Sigríður, gift Vern- harði Jónssyni forstjóra í Kumbaravogi, Anna, gift Bjarna M. Jónssyni námsstjóra, Jón yngri, bifvélavirki á Selfo^si, giftur Sesselju Hróbjartsdóttur frá Mjósyndi í Flóa, og Gísli for- stjóri fyrir vistheimili á Arnar- holti, giftur Kristínu Jónsdótt- ur Stefánssonar á Eyrarbakka. Hin börnin öll létust í æsku. Jón hafði búsforráð á hendi til síðasta dags, en mjóg naut hann þar um hin síðari ár elzta sonar síns, Jóns,"sem nú verður 4. maður með þessu nafni og í beinan karllegg, sem byr á Vestri-Loftsstöðum. Jón andaðist hinn 6. júlí s. 1., og í dag, hinn 17. júlí, í fégursta mánuði ársins, safnast sveitung- arnir, ættingjarnir og vinir víða að, saman á Loftsstöðum til þess að votta aðstandendunum sam- úð sína og hinum látna heiðurs- manni virðingu. Bein hans verða færð til hinztu hvildar í graf- reiti sveitarinnar að Gaulverja- bæ. Blessuð sé minning hans. Holti, 17. júlí 1944. Sigurgr. Jónsson. Bandríkjamenn flytja loftleiðis mikið af vistum og vopnum til framvarða- sveita sinna á Kyrrahafssvœðinu. Þar seni ekki eru lendingarstaðir, varpa flugvélarnar farangrinum niður með fallhlífum, eins og sýnt er hér á myndinni. Hún er tekin á einni Admiralty-eyjunni, en þaðan hafa Jap- anir verið hraktir. Sókn Rússa heldur nú nœr viðstöðulaust áfram á mörg hundruð km. langri víglínu. Meðfylgjandi mynd er frá vetrarstyrjöldinni og sýnir rússneska hermenn i Leningrad á leið til vigstóðvanna. Samband ísl. sumvinnufélugu. SAMVINNUMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag ýðar að annast vátryggingu. -_ ___________-^ t- " ^Hf >]\ / jfll r <llHfl™Sefllíiii'' mHffi''* rWB O P A L Mœstiduft — -, ¦ ¦/.¦ ' . ¦ ¦ er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið-mesta lofsorð, því vel er til þess vandað & allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er rœstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög ¦^^ • drjúgt, og er nothæft á allar W tegundir búsáhalda og eld-$W húsáhalda. JP gm ¦..>.,- w ¥ Jfe -'íyir lk -fmf IVotið gm W8ÉML -wf > i O P A L rœstiduft Til hœgri á myndinni sést Sikorski yfirhershöfðingi Pólverja. Hann er að sœma pólskan hermann heiðursmerki. Sikorski' er frœgasti núlifandi hershófðingi Pólverja, en hefir verið talinn íhaldssamur.Rússar hafa kraf- ist þess, að hann léti af stjórn pólska hersins og er það eitt a/ ágreinings- efnum þeirra og pólsku stjórnarinnar í Londori. Efnilegur íslenzkur lístamaður vestan- hafs Nýlega var opnuð sýning á málverkum og höggmyndum eftir listamenn í Los Angeles í Kaliforníu. Örlygur Sigurðsson listmálari, Guðmundssonar skólameistara, er þátttakandi í sýningu þessari I og var mynd eftir hann ein í hópi 106 mál- verka er valin var til sýning af 650 myndum er bárust. Er þetta mikil viðurkenning fyrir Örlyg; sem þegar hafði getið sér ágætt orð~og mikla viður- kenningu þar vestra fyrir lista- hæfileika sína. Leidréttiag í 69! tölublaði Tímans, er kom út 14. júlí, er í grein um heyskap og heyvinnuvélar meðal annars komizt svo að orði, þar sem tekinn er upp'þáttur úr út- varpserindi Jóhannesar Bjarna- sonar vélfræðings: „Görðunarvélar eru orðnar nokkuð útbreiddar hér og spara mikla vinnu, þegar heyið er tek- ið samah. Til er vél, sem er hægt að nota bæði sem snúningsvél og görðunarvél, og væri hún ef til vil hentug hér, en hún er þung og þarf tvo hesta fyrir hana". Þetta er meinlegur misskiln- ingur. Af görðunarvélum þeim sem vafalaust er átt við, eru ekki nema tvær til í landinu, voru fluttar inn í fyrra. Síðar- nefndu vélarnar, sem notaðar eru bæði sem snúningsvélar og görðunarvélar, eru hins vegar Xil á allmörgum bæjum. Nothæfi þeirra er ekkert vafamál, þótt þær komi ekki að fullum notum nema þar sem um allmikið og vel slétt land er að ræða. Elztu múgavélarnar — en svo hafa vélar þessar verið nefndar — eru nú á milli 10 og 20 ára gamlar. Útbreiðslu þessara véla miðaði hægt lengi vel, en er nú óðum að aukast, veldur ef til vill nokkru um það, að „venjulegar" snúningsvélar hafa verið ófáan- legar síðan stríðið hófst. 19. júlí 1944. Árni G. Eylands. Minníngarsjóður Aðalsteins Sig- mundssonar Stjórn U. M. F. í. hefir skipað þá Daníel Ágústínusson og Ingi- mar Jóhannesson í stjórn minn- ingarsjóðsins, en fræðslumála- stjóri er sjálfkjörinn samkv. skipulagsskrá. Sjóðurinn nemur nú um 15.000,00 krónum. Undan- farið hafa honuni bprizt gjafir frá þessum aðilum: Umf. Laugdæla, Laugardal kr. The World's News Seen Through The Christian Science Monitor An International Daily Neuttpaþer ii Truthful—Constructive—Unbiascd—Frec frem Sensati«Bal- ísm — Editorials Are TimeJy anti Instructive asud Ita Daily Features, Together with the Vv'eeltly Magazine Section, Mak* the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Ciiristian Scienee Publishing Soriety One, Norway Street, Boíton, Massachuseta Frice ^12.00 Yearly, or ?1.00 a Month. SaturóUf Iuue, including Magazine Scction, #2.60 a Year. Introductory Offer, 6 lusues 25 Centa. SAMPLE COP Y ,ON RBQUBST 431,00, Umf. Skeiðamanna, Skeiðum, kr. 100,00, Umf. Ása- Ihrepps, Holtum kr. 225,00, Umf. Neisti, Vestur-Sléttu, kr. 100,00, jumf. Skíði, Svarfaðardal, kr. 15,00, Umf. Reykdæla, Reyk- 'holtsdal, kr, 200,00, Umf. Brúin, Hvítársíðu og Hálsasveit, kr. 50,00, Ungmennafélag Mýra- hrepps, Dýrafirði krónur 100,00, . Umf. Öriundur, Önundarfirði, j kr. 120,00, Bindindisfélagið Vak- andi, Hörgárdal, kr. 100,00, Bind- indisfélagið Dalbúinn, Eyjafirði, kr. 25,00, Ungmennasamband Norður-Þingeyinga, kr. 300,00, Ungmennasamband Vestfjarða, kr. 500,00, Erlingur Jóhannesson, Hallkelsstöðum, kr. 20,00, H. G. Hafnarfirði, kr: 10,00, Aðalsteinn Eiríksson, skólastjóri, Reykja- nesi, kr. 300,00, Hjaltlína Guð- jónsdóttir, Núpi, kr. 100,00, Þór- oddur Guðmundsson frá Sandi, kr. 100,00, Gísli Andrésson, Hálsi kr. 50,00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.