Tíminn - 04.08.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.08.1944, Blaðsíða 2
298 TÍMIM, föstmlagiim 4. ágást 1944 75. blað Föstudagur 4. ágúst Lítil saga um stórt mál Við síðustu kosningar töluðu kommúnistar fagurt um vænt- anlega þátttöku síná í myndun róttækrar umbótastjórnar og nauðsyn nýrrar löggjafar í mörgum greinum. Þeir hafa nú komið í veg fyrir myndun slíkrar stjórnar í tvö ár og bera meginábyrgð á því á- standi, sem nú er. Hér er lítið dæmi um vinnu- brögð þeírra. Á Alþingi 1942 fluttu þeir Ey- steinn Jónsson og Páll Zóphón- íasson tillögu um að fella niður sérstök varasjóðshlunnindi hlutafélaga. Nokkrum dögum síðar fluttu tveir af kommún- istum tillögu um sama efni. Sá var aðeins munurinn, að þeir ætluðu féð í alþýðutryggingar, en E. J. og P. Z. í framkvæmda- sjóð ríkisins. . Tillaga E. J. og P. Z. kom fyrst til atkvæða. Hana felldu þingmenn kommúnista hiklaust með ihaldinu. Þá kom tillaga þeirra, og var hún samþykkt. Þetta var við aðra umræðu máls- ins í neðri deild Alþingis. Við þriðju umræðu kom fram tillaga um að skipta tekjuauk- anum vegna breytingarinnar að jöfnu milli alþýðutrygginganna og Raforkusjóðs ríkisins. Sú til- laga var samþykkt. Þá stóð Einar Olgeirsson upp og lýsti yfir því, að Jcommúnist- ar væru orðnir mótfallnir af- námi hlunnindanna, fyrst þann- ig skyldi verja fénu, og krafðist þéss, að frumvarpsgreinin, sem fól í sér breytinguna, yrði borin upp sérstaklega við umræðuna, til þess að geta fellt hana þá þegar. Það var ekki hægt, nema að brjóta þingsköpin, og sat því við þettá í blli. Menn taki eftir þvi, að hér er beinlínis leitað að átyllu, til þess að fella tillögu, sem kommúnist ar höfðu sjálfir flutt. Afstaðan er sú, að ef verja eigi helmingi tekjuaukans í raforkusjóð, þá sé það betur komið hjá stríðs- gróðafélögunum!! En það er ekki ennþá sögð öll sagan af frammistöðu kommún istanna við skattlagningu stríðsgróðans. Málið fór rétta boðleið til efri deildar Alþingis. í þeirri deild sömdu kommúnistarnir við í- haldið um að fella úr frumvarp- inu sína eigin tillögu um hækk- un skatts á stríðsgróða hlutafé- lögum, og var það í fullu sam- ræmi við það, sem þeir ætluðu að gera í neðri deild. Þeir höfðu það að yfirskyni, að þeir þyrftu með þessu að koma í veg fyrir setningu lagaákvæða, sem væri óhagstæð verkalýðnum. En það var uppspuni einber. Ákvæðið, sem fellt var úr dýrtíðarlaga- frumvarpinu um leið og kom- múnistar drápu sitt eigið af- kvæmi, fjallaði um reiknings- máta á verðlagsuppbót á kaup, sem heimilað var að viðhafa, ef Alþýðusamband íslands legði samþykki sitt á hann. Þessu urðu svo flutningsmenn skattatillögunar í neðri deild að kingja, þegar þangað kom, þeir Lúðvík Jósefsson og Áki Jakobs- son, og var þá ekki hátt á þeim risið. Stríðsgróðamennirnar fengu sltt, og hafa notið þess síðan í skjóli kommúnista. Hvernig stendur nú á þessum ósköpum. Þetta dæmi er ekkert einsdæmi um frammistöðu kom- múnista og skýringin er einföld og liggur beint við þeim, sem hafa tækifæri til þess að kynn- ast hugsanagangi manna eins og Brynjólfs Bjarnasonar t. d. Þeir vilja ekki að striðsgróð- inn sé hæfilega skattlagður vegna þess að þeir þurfa að geta bent á, hvernig allt gangi á tréfótum, þangað til byltingin kemur og sósíalisminn. Þeir vita að velflestir, íem þeir þurfa að fá atkvæði hjá, líta allt öðrum augum á stjórnmál og þess vegna þurfa þeir að leika þann skrípa- leik að þykjast vera fullir af á- huga fyrir stríðsgróðasköttum og fyrir umbótum, en sitja um færi jafnframt tll þess að koma ELÍAS MAR: Bindindiihreyfing a fyrrihluta lö. aldar Á dögum Jóns Hjaltalíns landlæknis, um miðja 19. öld, drakk hver vinnandi fslendingur rúma hálftunnu af brennivíni til jafn- aðar á ári, auk annarra áfengra drykkja, svo að fyrr hefir íslend- ingum þótt sopinn góður en á þessum síðustu og verstu tímum. En bindindishreyfingin hefir líka átt hér marga og trausta fylg- ismenn síðan hún barst hingað til lands á tímum Fjölnismanna. Elías Mar, ungur og efnilegur maður, sem áður hefir skrifað í Tímann, rekur hér í þessari grein forsögu bindindishreyfingar- innar og fyrstu átökin hér á landi. Árið 1808 stofnuðu 43 íbúar í Moreau í New York-fylki með sér bindindi á neyzlu áfengra drykkja og veitingu þeirra. Þetta félag lifði í 14 ár, eða til ársins 1822, að það lognaðist útaf. Það var fyrsta bindindisfélag, sem vitað er til að stofnað hafi verið í Vesturheimi, og að því leyti merkilegt, að það varð fyrsti vís- ir að öflugri bindindishreyf- ingu, ekki aðeins í Ameríku, heldur einnig í Evrópu, og með- al annars hér á landi. Fjórum árum eftir að félag þetta lagðist' niður, var stofnað í Boston „Hið ameríska bind- indisfélag" (The American Temperance Society). Það hafði samskonar markmið og fyrra fé- lagið, að því viðbættu að út- breiða sem mest bindindi og út- rýmingu áfengisframleiðslunn- ar. Strax á fyrstu árum sínum gaf það út fyrsta bindindisblað veraldarinnar, The National Philantropist, sem var vikublað. Og upp úr þessu var hvert bind- indisfélagið á fætur öðru stofn- að yíðsvegar um Bandaríkin, og voru m .a. margir læknar þar framarlega í flokki. Stofnsettu þeir m. a. eigin bindindisfélög. Lög ameríska bindindisfélags- ins voru samþykkt í febrúar 1826, — en svo mikill var árang- urinn af starfsemi félagsins, strax á fyrsta árí þess, að í árs- lok höfðu þrjú hundruð slík fé- lög verið sett á laggirnar í New York-borg einni saman, og nokkrum árum seinna skiptu fé- lagar ameríska bindindisfélags- ins mörgum hundruðum þús- unda. Það hélt áfram að vera for- ustufélagið meðal bindindis- manna, og árið 1832 gaf það út ávarp til allra fjölskyldufeðra í Bandaríkjunum og hét á þá að sameinast undir sínum merkj- um. í maí árið eftir var svo háð allsherjarþing bindindismanna í Fíladelfíu. Þá voru bindindis- félögin orðin 6000, félagar sam- tals á aðra miljón og árangurinn af baráttu þeirra furðu mikill: 5000 vínverzlunum hafði verið lokað, 2000 bruggstaðir hætt starfrækslu, en vínveitingar ver- ið lagðar niður á 700 farþega- skipum og öllu áfengi útrýmt meðal landhersins. Árið 1836 var svo stofnsett „Ameríska bindindissambandið“ (The American Temperance Union), en bindindisfélagið lagt niður að nafninu til. Það þarf naumast að taka það fram, að hér var um albindindi að ræða, þar sem hófdrykkja var ekki leyfð undir yfirskini bihdindis. Reynslan hefir hvar- vetna sýnt, að beinasta leiðin til ofdrykkju er hófdrykkjan. Fé- lög hófdrykkjumanna hafa líka lognazt út af innan stundar, enda ekki verið nein bindindis- félög í raun og veru. öllu slíku fyrir kattamef. Og ef þeir verða fyrir því óhappi, að meirihluti fæst fyrri yfirskins- tillögum þeirra, þá skeður það, að þeir verða að ganga í það sjálfir að stúta þeim, eins og átti sér stað í því dæmi, sem hér hefir verið nefnt. Síðan er að skálda heila róm- ana um það, sem gerzt hefir þangað til þeir, sem þarf að blekkja, botna hvorki upp né niður í því, sem skeð hefir, og þá telja þeir sig sloppna. En eru þeir þar með sloppnir við réttmætar afleiðingar svika sinna og framkomu? Það er spurningin. Svarið verður nokk- ur mælikvarði á þroska íslenzkra alþingiskjósenda og verkamanna sérstaklega. Um svipað leyti og bindindis- hreyfingunni í Ameríku óx fisk- ur um hrygg, var samskonar á- hugi ríkjandi á Bretlandseyjum um útrýmingu áfengis. Einnig hafði á Norðurlöndum verið stofnsett hófdrykkjufélög og al- bindindisfélög sumstaðar. Helzta bindindisfélagið var stofnsett í Svíþjóð árið 1837. Stórþingið norska samþykkti bann á að- flutningi og tilbúningi brenni- víns, en konungur fékkst ekki til að samþykkja lögin. Á þessu má • þó sjá, að bindindisstarf hefir verið orðið skipulegra og áhrifameira heldur en nokkru sinni fyrr. Til Danmerkur bárust fregnir af bindindishreyfingunni í Ameríku og voru birtar í dönsk- um blöðum. Vöktu þær að von- um mikla athygli. Sá þjóðhöfðingi í Evrópu, sem einna mest var hlynntur bind- indinu, var Friðrik Vilhjálmur þriðji, Prússakonungur. Hann hafði fylgst af áhuga með starfi bindindismanna í Ameríku og fannst að þangað væri fyrir- myndina að sækja. Hefur hon- um fundizt heldur dauft yfir hófdrykkjufélögunum á Bret- landseyjum og Norðurlöndum. Ameriska bindindisfélagið sendi því samkvæmt ósk lians sendi- mann til Evrópu, og fór hann fyrst til Þýzkalands. Sendimað- ur þessi var dr. Baird, kunnur mælskumaður. Haustið 1835 kom hann til Berlínar, fékk áheyrn hjá kóngi og afhenti honum sögu bindindishreyfingarinnar í Ame- ríku, sem gefin var út á frönsku, prentuð í París sarna ár og nefndist „Historie des sociétés de tempérance des Etats Unis d’A- mérique.“ Konungi leizt vel á bókina og lét þýða hana á þýzku og gefa hana út á sinn kostnað. Síðan voru prestar látnir útbýta henni meðal fólksins. Með því hófst • bindindisstarfsemi á Þýzkalandl. Frá bindindisfél. einu í Ham- borg bárust áhrifin til Danmerk- ur, voru jafnan miklar sam- göngur milli Hamborgar og Kaupm.hafnar. Meðal danskra bindindisvina var kennari einn frá Venslöv forvígismaður. Hann hét Rasmus Sörensen, ötull og áhugasamur vinur bindindis- hreyfingarinnar. Hann reyndi eftir megni að útbreiða bindindi með vísindalegum rökstuðningi á skaðsamlegum áhrifum áfeng- isins á líkamannn. Rit hans, „Hver er orsökin til vaxandi veiklunar á líkama og sál?“ kom út árið 1840 og vakti geysimikla athygli. Fyrsta bindindisfélagið í Danmörku stofnsetti hann sama ár, en það var hófbindind- isfélag. Dr. Baird kom til Kaupmanna- hafnar um líkt leyti og hreif þar áheyrendur sína eins og annars staðar. Rit hans um amerísku bindindishreyfinguna voru þýdd á sænsku og dönsku. í Danmörku voru þau gefin út í 2 þúsund eintökum, og dreift um Danmörku, Noreg og ísland. Síðan voru stofnuð fleiri bind- indisfélög í Danmörku, þ. á. m. fyrsta albiftdindisfélagið þar í landi, 3. sept. 1842. Það varð þó ekki langlíft. Stofnandi þess, Ole Syversen lézt 5 árum seinna, og lognaðist félagið þá út af. Upp úr þessu tóku áhrifin að berast til íslands. Árið 1843 gengust Fjölnis-menn fyrir bind- indissamtökum meðal íslendinga í Kaupmannahöfn, sjálfsagt vegna áhrifa dr. Bairds. En félag þeirra var aðeins hófsemd- arfélag og lifði skammt; Samt sem áður dró það úr áfengis- nautn íslenzkra stúdenta í Höfn og jafnvel meðal Íslendínga hér heima fyrlr. Boðsbréf félagsins ásamt lögum þess, dagsett 26. september 1843, var sent til kunningja félagsmanna hér. Einnig skrifuðu Fjölnis-menn biskupi landsins, sem þá var Steingrímur Jónsson, og báðu hann um að útbýta boðsbréfinu meðal presta. Varð hann vel við þeim tilmælum og sendi öllum próföstum boðsbréf, sem þeir sendu siðan prestunum. Má segja, að nú væri hafin áframhaldandi bindindisstarf- semi hér á landi, enda var séð um það, að íslendingar hér heima gætu talizt meðlimir í bindindisfélagi Fjölnis-manna. Reyndar hafði verið vakið máls á bindindi áður hér á landi. Fyrsti íslendingurinn, sem vitað er, að hafi sent frá sér bindind- isritgerð, var Jón Jónsson, prest- ur í Dunhaga (síra Jón lærði). Var hún alllöng og þýdd úr þýzku. Nefndist hún „Brennivín, morðingi lífs og sálar.“ Þýðand- inn skrifar bæði formála og eft- irmála, og segir í eftirmálanum frá bindindishreyfingunni í Ameríku og Evrópu. Hvetur hann til slíkra samtaka hér á landi. Síra Jón var fræðimaður mik- ill, eins og auknefni hans bendir til. Keypti hann jafnan og las flest þau rit, er hann komst yfir, og hafa því fregnir af bindindis- hreyfingunni erlendis ekki farið framhjá honum. — Þegar hann gerði þessa tlraun til stofnunar bindindisfélags hér á landi, var hann kominn á níræðisaldur. Aðeins þrír menn skrifuðu sig á lista hans til þátttöku í slík- um félagsskap, og var Bjarni Thorarensen amtmaður einn þeirra. • Varð svo ekki meira úr því. f ritgerð, sem Jón Hjaltalín, landlæknir, skrifaði í Ný félags- rit 1843, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að hver vinnandi ís- lendingur drekki til jafnaðar á ári hverju rúma hálftunnu af brennivíni og auk þess mikið af rommi, extrakti og víni. Þetta mun vera fyrsta bind- indisritgerðin í íslenzku tímariti (ritgerð Jóns í Dunhaga var sér- prentuð). — Hvetur læknirinn menn til bindindis og varar al- varlega við hættu áfengis, frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Annars voru á þessum tímum Norræn móðir 17. i&ní 1944 (Mörg vestur-islemk skáld. uröu til þess aö yrkja til íslands og ís- lenzku þjóðarinnar af tilefni lýöveldisstofnunarinnar og hafa þau kvœði sum birzt í islenzku blöðunum vestra. Þar á meðal eru kvœði eftir Sig. Júl. Jóhannesson, Einar Pál Jónsson, Pál S. Pálsson og S. E. Björnson. Tíminn leyfir sér aö endurprenta úr „Lögbergi" þetta snjalla kvæöi Einars P. Jónssonar, ritstjóra þess blaös). Með ólgandi blóð og bros á vör hún býður oss góðan dag, hin.norrœna móðir, sem á oss enn; vorn anda, hvern hljóm og brag; nú dregur hún fullvöld sinn fána á stöng mót frelsandi auðnuhag. í aldanna rökkri við örlög hörð, við ísrek og Heklubál, hún nœrði á brjóstum sér neista hvern frá norrœnna kappa sál, og söng inn í lífsvitund sonar hvers vort sviptigna, göfga mál. í baðstofu rakri hún bœnir las og barst ekki míkið á, en manngildíð var hennar aðalseign, hver ósk og hver draumaspá, 'sem blessaði átak hvers iðjumanns og œskunnar vaxtarþrá. Við eldskírn hins liðna og ellif r'ök um aldanna þátta skil, hún skreytti með hugsjón sitt skilningstré og skapaði lif og yl. í styrkleik andans hún stóð af sér hvern straum og hvern fellibyl. Nú skygnist hún alfrjáls um álfur vitt, hin islenzka, djarfa þjóð, er aldrei glataði sjálfri sér á svíkanna heljarslóð, en skildi, að vinna má frelsi fullt án fórna, sem kosta blóð. EINAR P. JÓNSSON. bindindisfélögin íslenzku. Þar er getið um bindindisfélag, sem stofnað hafði verið meðal nem- enda og kennara í lærða skólan- um, með alls 30 meðlimum. Fjór- ir kennarar skólans höfðu geng- ið í félagið, auk Sveinbjarnar Egilssonar rektors, en hann var formaður þess. Lifði félagið hlómlega þann tíma, sem skólinn var á Bessastöðum, en nokkru eftir að skólinn fluttist til Reykjavikur, tók að bera á vín- drykkju meðal skólapilta og ó- knyttir færðust í vöxt. Sóttu þeir veitingahús bæjarins og sátu þar að drykkju, þvert ofan í lög, engar takmarkanir settar um sem bönnuðu „lærisvéinum innflutning áfengis af hálfu lærðra skóla í Danaveldi að sitja stjórnarvaldsins. Um það leyti, |í veitingahúsum til að drekka sem Napoleonsstyrjaldirnar geys uðu, dró þó mjög úr innflutn- ingi áfengis til landsins, eins og af öðrum vörum, einkum á ár- unum 1807—1814, meðan Dan- ir áttu í stríði við Englendinga. Lögðust þá drykkjur mikið niður um skeið, jafnvel svo, að sunn- anlands gekk ekkj helmingurinn út af áfengisbirgðunum. En svo jókst neyzlan aftur. Um og eftir 1840 voru stofnuð hófsemdarfélög víðsvegar um landið, t. d. í Fljótsdal, Skaga- firði, Húnaþingi og Árnessýslu. Frá þessum tíma eru til öruggar heimildir um það, að flestallir heldrimenn í Reykjavík voru bindindissinnaðir og að frekar bar lítið á óreglu í höfuðstaðn- um. Árið 1847 kemur út merkilegt rit eftir Jón Thorsteinsson, land- lækni, sem hann nefnir: „Hug- vekja um skaðsemi áfengra drykkja." Var bæklingur þessi sendur um land allt á kostnað bindindisfélagsins í Reykjavík. Bindindisfélagið í Reykjavík hafði verið stofnað 16. jan;ar 1847 og voru stofnendur þess 24, en komust brátt upp í hundrað. Helztu styrktarmenn þess voru Stefán Gunnlaugsson, bæjarfó- geti, Pétur Pétursson, forstöðu- maður prestaskólans og séra Jakob Guðinundsson síðar prest- ur á Sauðafelli. Árið 1851 vígð- ist Jakob til Kálfatjarnar og er líklegt, að félagið í Reykjavík hafi ekki lifað lengi eftir það. í 8. árgangi Fjölnis, árið 1845 (bls. 77—80) er birt skýrsla um eða spila, að viðlagðri sekt.“ Streittist rektor eftir megni á móti þessari óáran og var jafn- vel ofstækisfullur meira en æski- legt var, a. m. k. hafði það ekki tilætluð áhrif. Upp úr þessu varð „Pereatið“ svonefnda, eða hóp- ganga sú, sem nemendur fóru í mótmælaskyni við rektor. Þegar Sveinbjörn Egilsson lét af embætti, árið 1851, mátti segja,að bindindishreyfing lærða skólans ætti sér ekki lengur neinn talsniann og væri úr sög- unni.'Komst nú á sá drykkjusið- ur,_ sem lengi tolldi við skólann. Ástæðan fyrir því, hversu ég hefi fjölyrt svo um bindindismál lærða skólans, er sú, að áhrifin frá honum voru einna sterkust út á við, í hvora áttina, sem þau beindust. Enda fór svo, eftir að bindindisfélag hans fór út um þúfur, að áfengisneyzla alls al- mennings fór vaxandi og bind- indisfélög úti um land lognuð- ust út af hvert á fætur öðru. Þessu olli líka,að skipulagi þeirra hafði verið mjög ábótavant, strjálir fundir, engin allsherjar- félagsmiðstöð fyrir allt landið og nægileg samtök vantaði. Það var ekki fyrr en Góðtempl- arareglan barzt hingað til lands, árið 1884, að aftur komst skriður á bindindismál íslendinga. Vínlr Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- lð afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Utanríkísmálaráð' herra Bandaríkj- anna ber iram heillaóskír við sendíherra Islands í Washington Cordell Hull, utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna, afhenti nýlega Thor Thors, sendiherra íslands í Washington, afrit af ályktun Bandaríkjaþings, um sendingu heillaóskaskeyta til Is- lenzku þjóðarinnar í tilefnl af stofnun lýðveldisins. Hull komst svo að orði: „Ég álít, herra sendiherra, að ályktun þessi sé ágætt dæmi um tilfinningar okkar Bandaríkja- manna gagnvart lýðveldisstofn- uninni, og það gleður mig að af- henda yður það.“ Thor Thors svaraði á þessa leið; „Ég votta yður, herra ráðherra, þakklæti mitt. Þetta skjal mun verða mikils metið af Alþingi og. íslenzku þjóðinni." Þessi athöfn fór fram-á einka- skrifstofu Hull ráðherra 1 utan- ríkisráðuneytisbyggingunni. Við- staddir voru myndatökumenn og margar myndir teknar. Afritið af ályktuninni er innbundið í svart leður. Ályktunin hljóðar þannig: „Með því að islenzka þjóðin hefir með frjálsu þjóðaratkvæði dagana 20. til 23. maí 1944 sam- þykkt með yfirgnæfandi at- kvæðamun stjórnarskrárfrum- varp, sem Alþingi hefir afgreitt og ráð gerir fyrir stofnun lýð- veldisstjórnarforms, og með því að lýðveldið ísland verður form- lega stofnað 17. júní, ályktar öldungaráðið, að fengnu sam- þykki fulltrúadeildar, að Banda- ríkjaþing flytji hér með Alþingi íslendinga, elzta þjóðþingi ver- aldar, hamingjuóskir í tilefni af stofnun Iýðveldisins íslands og fagni Iýðveldinu íslandi, yngsta lýðveldinu í flokki frjálsra þjóða“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.