Tíminn - 04.08.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.08.1944, Blaðsíða 3
75. blað TÍMIXX. föstudagmn 4. ágúst 1944 299 \ DÁNARIHINMNG: Sigríður Þorvaldsdóttír Okkur gömlu Húnvetningun- um finnst, að dauðinn hafi höggvið stórt og þungt um Kolkumýrar með stuttu millibili hin seinni ár, með fráfali hinna gömlu og ágætu húsmæðra, Ingibjargar Björnsdóttur á Torfalæk, Sigurbjargar Gisla- dóttur Húnastöðum, og nú síð- ast með fráfalli frú Sigríðar Þorvaldsdóttur á Hjaltabakka, er miðvikudaginn 31. maí var til moldar borin á Blönduósi. Frú Sigríður var fædd að Hofteigi í Jökuldal 10. des. 1876. Foreldrar hennar voru síra Þor- valdur Ásgeirsson frá Lamba- stöðum, bróðir þeirra systra frú Kristínar Blöndal á Kornsá og frú Arndísar á Hofi, Vatnsdal. Eiga öll þau systkini langa og merka starfssögu í HÚnaþingi. Móðir frú Sigríðar var frú Hansína Sigurbjörg Þorgríms- dóttir prests að Hofteigi, síðar að Fellsmúla. Árið 1880 var séra Þorvaldi Ásgeirssyni veitt Hjaltabakka- þing og þjónaði hann því til dauðadags. Þeim hjónum varð fjögra barna auðið er upp komust, nú öll dáin, nema Ás- geir, búsettur á Blönduósi. Þótt síra Þorvaldar missti við, varð ekkja hans, frú Hansína, að halda áfram búinu, til að koma áfram börnunum. Mættu henni á þeim árum margir örð- ugleikar, þótt tilfinnanlegastur yrði bæjarbruninn 23. des. 1891, er allur bærinn á Hjaltabakka brann til ösku. En fram úr öllu rættist. Bærinn á Hjaltabakka var byggður upp við aðstoð góðra manna. Búið hélt áfram og börn- in komust upp. Árið 1896 skapast nýtt tímabil í sögu þessarar fjölskyldu, því þá flutti þangað sem fyrirvinna búsins Þórarinn Jónsson, bónda frá Halldórsstöðum og Margrát- ar Jóhannsdóttur frá Kjartans- stöðum í Skagafirði. Þórarinn hafði lokið námi við búnaðarskólann á Hólum 1890 og var þar kennari frá 1892— 1896, er hann fluttist að Hjalta- bakka. Þann 16. júní 1899 giftust þau Þórarinn og frú Sigríður og hafa búið þar síðan. Þau eign- uðust alls 12 börn, af þeim eru 10 á lífi, og eru þessi: Þorvald- ur bóndi á Ytri Ey, Ingibjörg, ekkja, nú ráðskona á Höskulds- stöðum, Aðalheiður, gift Magn- úsi Gunnlaugssyni, Ósi Stein- grímsfirði, Brynhildur, gift Jóni Loftssyni, stórkaupmanni í Reykjavík, Jón, heima á Hjalta- bakka, ógiftur, Hermann, bók- ari hjá Sláturfélagi A.-Hún., Blönduósi, giftur Þorgerði Sæ- mundssen, Magnús, skrifstofu- maður í Reykjavík, ógiftur, Sig- ríður, ógift, Þóra, gift húsfreyja á Blönduósi og Hjalti nemandi við Háskóla íslands. Eins og áð- ur er getið, misstu þau tvö börn, Skafta, hinn efnilegasta mann, er dó uppkominn, og annað, er dó ungt. Til þess að koma upp öllum þessum barnahóp, kaupa Hjaltabakka, byggja allt upp úr steinsteypu yfir fólk, fénað og hey, girða og bæta tún, dugði engin meðalmennska, hvorki ut- an húss né innan, ekki sízt þar sem efnin voru mjög takmörk- uð og jörðin frekar tekjurýr. Þar við bættist, að á Þórarinn hlóðust opinber störf, hann sat á þingi 1905—1907, 1912—1913 og 1916—1927. Ennfremur heima í héraði hreppstjóri, oddviti og sýslunefndarmaður til fjölda ára. Frú Sigríður var mjög heilsuveil til fjölda ára, og ekki ósennilegt, að þeir hafi gert sitt til að lama lífskraft hennar hin- ir hvíldarlitlu stjórnmálastorm- ar, er næddu um mann hennar fjölda ára, þótt hins vegar að hún hafi hlotið að finna hið mikla traust, er hann naut bæði innan þings og hjá fjölda ágæt- ustu manna. Það er gamla sagan, að þegar börnin komust upp hurfu þau að heiman út á hin ýmsu svið mannlífsins. Þegar ég er að skrifa þessar línur og lít yfir ævistarf þess- ara hjóna, og góðu sýslunga, verður.mér ósjálfrátt á að hugsa um afkomuna hjá þeim, þegar leiðir þeirra skilja, dreg ég. enga dul á, að niðurstaða mín er sú, að afkoman hefir verið með á- gætum, að þau skili þjóðfélaginu og ókomna tímanum miklu, er hlýtur að byggjast á því, að sambúð þeirra hefir verið byggð á traustum og óeigingjörnum grundvelli, og þau borið hvers annars byrðar gegnum lífið. Á síðastliðnu sumri fékk Sig- ríður sáluga aðkenningu af slagi. Þegar hún varð flutninga- fær kom maður hennar með hana hingað til Reykjavíkur. Dvöldu þau í vetur hjá dóttur sinni frú Brynhildi og manni hennar og naut hún þar hinnar beztu umönnunar og læknis- hjálpar, er hér var hægt að fá, og virtist á batavegi fram á vor, að hún.varð fyrir þvi óhappi að lærbrotna og drógu afleiðingar þess hana til bana. Hún lézt á Landakotsspítal- anum þ. 17. maí síðastl. Að lokinni kveðjuathöfn hér i Reykjavík, flutti maður hennar hana liðið lík heim — heim á fornar slóðir — norður við hafið, þar sem víðsýnið skín. Þorsteinn Konráðsson. ( N í r œ ð u r s Einar Einarsson Vmnttheimíli Sambands ísL berklasjúklinga að Reykjum í siðustu viku fóru blaða-' menn upp að Reykjum í Mos- fellssveit í boði byggingarnefnd- ar S. í. B. S. Skoðuðu þeir landið, sem hið fyrirhugaða vinnuheim- ili á að standa á. í byggingarnefndinni eru Sæ- mundur Einarsson, Oddur Ól- afsson læknir og Árni Einarsson. Oddur Ólafsson hafði orð fyrir þeim félögum og skýrði frá gangi þessa máls að undanförnu og framkvæmdahorfum. Eins og kunnugt er, var Sam- band íslenzkra berklasjúklinga stofnað haustið 1938. Fyrstu ár- in var fjárhagur þess mjög þröngur óg má t. d. nefna, að á sambandsþinginu 1940 átti það aðeins kr. 5000.00 í sjóði. Síðan hefir það vaxið að félagatölu og efnum. Á Alþingi 1943 voru sett lög um að gjafir til vinnuheimilis- ins skyldu vera undanþegnar skatti, þ. e. frádráttarhæfar við álagningu skatts. Ákvæði þetta gildir um allar gjafir fram til ársloka 1944. Þetta ákvæði hefir vafalaust órðið til þess að örfa mjög gjafir til vinnuheimilis- ins bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum. Hafa margír þjóðkunnir iðjuhöldar og fjár- málamenn orðið til að leggja þessu máli fjárhagslegan stuðn- ing. Má af því nokkuð marka vinsældir og traust þessa áforms í nútíð og framtíð. En þetta er stórt fyrirtæki, sem ráðizt hefir verlð í, og kost- ar því mikið fé. Alls mun S. í. B. S. hafa borizt um y4 af áætl- uðum byggingarkostnaði, — í gjöfum og áheitum. Nokkuð af gjöfum þessum hefir verið efni til bygginganna, en mestur hlut- inn hefir borizt í peningum. En betur má, ef duga skal. Söfnun- in er í fullum gangi ennþá. Þetta er ekkert sérmál berklasjúkl- inga, enda þótt menn úr þeirra hópi hafi tekizt á hendur það stórvirki að hrinda hugmynd- inni í framkvæmd. Svo lengi sem þörf verður fyrir þessa stofnun, er þetta mál, sem varðar alla þjóðina og þörfin er mjög brýn nú. í vor voru fest kaup á 30 ha. landsspildu úr jörðinni Reykir í Mosfellssveit. Land þetta ligg- ur milli Varmár og Skamma- dalslækjar og hallar mót suð- vestri. Landið virðist mjög heppilegt vegna legu og annarra aðstæðna. Þarna er nóg af heitu vatni til hitunar og ræktunar, rafmagnsháspennulína rétt við hendina, og auk þess er það í hæfilegri fjarlægð frá Reykja- vík, sem er hentugt vegna að- drátta á efni og brottflutnings á framleiðslu vinnustofanna. Uppdrætti að byggingum þess- um gerðu þeir arkitektarnir Gunnlagur Halldórsson og Bárður ísleifsson, en yfirsmið- urinn er Þorlákur Ófeigsson byggingameistari. Sigurður Guðmundsson ann- ast rör- og miðstöðvarlagningu og Skinfaxi h. f. rafmagns- lagningu í húsin. Á uppdrættinum eru auk að- albyggingarinnar 25 smáhýsi og 6 vinnuskálar auk gróðurhúsa, leikvalla, sundlaugar o. fl. Ekki er ennþá ákveðin tilhögun að- albyggingarinnar, en það verð- ur stór bygging. í henni eiga að vera borðstofur fyrir 100—150 manns, tvær lesstofur ásamt bókasafni, tvær kennslustofur, tveir vinnuslfálar, samkomu- salur og lækningastofur, og auk þess eiga að vera þarna 20 ein- býlisherbergi og 10 tvíbýlisher- bergi. Búið er að kaupa fullkomnar trésmíðavélar og saumavélar handa vinnustofunum, en ekki verður byrjað að byggja skál^ ana í sumar. Notazt verður við bráðabirgðaskála fyrst fyrir eld- hús og mötuneyti og jafnvel vinnustofur. Byrjað var á byggingu smá- húsanna. Vinna hófst 4. júní með þvi að sjálfboðaliðar grófu fyrir fyrsta' grunninum. Þá komu verkamennirnir og svo komu smiðir mánuði síðar. Verkinu hefir ekki miðað áfram sem skyldi, því að nokkur skort- ur er á vinnuafli, einkum múr- urum. Af þeim sökum er ekki byrjað að hlaða veggina, sem verða úr holsteini. En vonandi dregst það ekki lengi úr þessu. Þetta verða snotur hús, með einu tvíbýlisherbergi og tveim einbýl- isherbergjum, auk dagstofu og smáeidhúss og geymslu. Þarna uppfrá vinna nú alls 16 menn, smiðir og verkamenn og búa í hermannaskálum og hafa mötuneyti fyrir sig. Guð- borg Sturludóttir veitir þvl for- stöðu. Verkamennirnir láta hið bezta af vistinni þarna og að- búð allri, enda virðist hún með ágætum. Það er því fremur fýsi- legt að ráða sig í vinnu þarna, enda verður þetta löng vinna. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Dragiff ekki aff brunatryggja innbú yffar. Biffjiff kaupfélag yffar aff annast vátryggingu. Landsmenn munu yfirleltt fagna því, að ráðizt var í það stórræði að koma upp Vinnu- heimilinu. Þess var fyrir löngu þörf og þó kannske aldrei meira aðkallandi en nú, að koma þvi upp. Almenningur hefir sýnt því vaxandi skilning og velviija, sem dæma má al hinum frjálsu sam- skotum, sem Vinnuhælinu hafa borizt og áður hefir verið sagt frá. Sumir munu kannske segja, að S. í. B. S. sé þarna að grípa fram fyrir hendur þess opinbera, eða fara inn á þess verksvið, en ekki var neitt farið að bóla á framkvæmdum hjá því í þessa átt, en þess er vænzt, að það styrki þetta ekki síður en aðr- ar hliðstæðar stofnanir. Þetta er gott dæmi um stór- hug og baráttuvilja, sem stjórn- ast af samtökum fjöldans. B. G. Tíðíndí írá 7. ilokksþingi Framsðknarmanna ásamt greinargerð eftir Bermami Jónasson formann Framsóknarflokkslns og myndum frá. flokksþinginu, fást í bókaverzlunum í Reykjavík og bókaverzluninni Eddu á Akureyri. Einnig send um land allt gegn eftirkröfu frá skrifstofu Framsóknarflokksins í Edduhús- inu, Reykjavík. Verff kr. 5,00. Allir, sem um stjórnmál hugsa, verða að eignast þetta rit. Opa1 Rœstiduft — er fyrir nokkru komið á markaðinn og heflr þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda.' Notið O P A L ræstiduft RaÍtækj a vinnustoian Selíossi framkvæmir allskouar rafvirkjastörf. Fylgízt með Allir, sem fylgjast vílja með almennum málum, verða að lesa Tímann. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendiff nákvæmt mál. Einarx Einarsson, fyrrverandi bóndi að Gröf í Óspakseyrar- hreppi i Strandasýslu er fæddur að Snartatungu í sömu sveit þann 7. apríl 1854, — og varð því níræður 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar Einars vor merkis- hjónin Guðrún Bjarnadóttir og Einar Þórðarson bóndi í Snarta- tungu. Bjuggu þau Einar og Guðrún þar um langt skeið og eignuðust 15 börn, komust 11 þeirra til fullorðinsára og höfðu á sér hið bezta orð fyrir að vera dugnaðar- og sæmdarfólk. Einar i Gröf, eins og hann er venjulega nefndur, giftist árið 1882 Rakel Þorláksdóttur, ætt- aðri vestan frá ísafjarðardjúpi. Hún var systir Kristjáns Þor- lákssonar fyrrv. bónda í Múla í Nauteyrarhreppi. Byrjuðu þau Einar og Rakel búskap á Kross- árbakka í Bitru, og bjuggu þar í 5 ár, en fluttu þá að Gröf. Þau eignuðust 8 börn, 1 þeirra dó í æsku, en 7 komust til full- orðihsára. Ein dóttir þeirra, Guðrún, dó um tvítugt. Hin 6 eru öll á lífi, og eru þau þessi: Eggert bóndi á Tind í Kirkju- bólshreppi, Guðmundur bóndi að Gröf, Hjalti trésmiður á Hólmavík, Sigríður, frú í Reykja- vík, Sturlaugur, bóndi að Múla 1 Nauteyrarhreppi og Kristján, búsettur í Reykjavík. Árið 1893 andaðist Rakel kona Einars frá börnum þeirra öllum í æsku. Hafa þá verið erfiðir dagar hjá Einari, er hann stóð einn, með 7 börn í ómegð. En hér var eins og oft áður, „að þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst“. Vinir Einars brugðu þá við og tóku í fóstur 4 af börnum hans; öll fóru þau á ágæt heimili. Til búsforráða hjá Einari réð- ist þá vel þroskuð og lífsreynd kona, Jensína Pálsdóttir ljós- móðir. Hún átti 1 stúlkubárn 7 ára, Maríu Jónsdóttur; er hún hálfsystir Hallgríms Jónssonar fyrrv. skólastjóra í Reykjavík og þeirra systkina. Gekk Jensína þá þegar börnum Einars í móður- stað. Jensína óg Einar giftust árið 1895.'Þau eignuðust 1 barn er dó 4 ára. Þau tóku 2 stúlkubörn til fóst- urs, Ágústu Jónsdóttur, sem nú er kona Þorsteins bónda Sig- urðssonar á Vatnsleysu í Árnes- sýslu, og Jensínu Björnsdóttur, systurdóttur Jensínu. Nutu þær mikils ástríkis hjá þeim hjónum, sem væru þær þeirra eigin dæt- ur; enda höfðu þau sérstakt orð á sér fyrir hve barngóð þau voru. Jensína Pálsdóttir ljósmóðir var fædd að Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði 21. júlí 1858, dóttir (Framh. ó. 4. slðu) Aæthmarferðír UID Borgarfjarðarhérað Höfum áætlunarferðir um Borgarfjaröarhérað, sem hér seglr: Frá Akranesi kl. 12,15 um Borgarnes og Reykholt, mið- vikudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Til Akraness um Reykholt og Borgarnes, sunnudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Borgarnes — Hreffavatn, eftir komu skips í Borgarnes, laugardaga og sunnudaga og elnnig aðra daga ef með þarf. 5—26 manna bifreiffar að jafnaði tll 1 lengri og skemmri ferðalög. Afgrciðsla Akranesi: Hótel Akranes. Bifreiðastöð K. B. Borgarnesi Síini 18.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.