Tíminn - 04.08.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.08.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 Og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, föstudagiiin 4. ágúst 1944 75. blafí Erlcjit yfirJit: Af§taða Typkja Eitt það, sem hvað mest' hef- ir verið rætt um síðustu daga, er sú ákvörðun Tyrkja að slíta stjórnmála- og viðskiptasam- bandi við Þjóðverja og aðdrag- andinn að henni. Allt frá því, að styrjöldin hófst, hafa Tyrkir varðveitt hlutleysi sitt mjög stranglega og jafnan gætt þess vandlega, að hvorugur aðili fengi átyllu til íhlutunar um tyrknesk mál.Var það í frásögur fært sem dæmi um strangleik Tyrkja í þessu efni, að Wendell Willkie fékk ekki að fljúga yfir tyrknesk lönd í flugvél þeirri, sem hann flaug annars í umhverfis jörð- ina í erindum Roosevelts Banda- ríkjaforseta, sökum þess, að hún var í þjónustu Bandaríkjahers- ins, heldur varð hann að útvega sér aðra flugvél,- sem ekki til- heyrði hernum, til Tyrklands- ferðarinnar. ,Á fáar þjóðir hefir þó verið sótt jafn fast sem Tyrki um það að ganga öðrum hvorum styrjaldaraðilanum á hönd. Þjóðverjar gerðu sér miklar vonir um það, að þeim tækist að þröngva Tyrkjum til fylgis við sig, enda var það ekki ó- slyngari stjórnmálamaður en von Papen, sem var sendiherra þeirra í Ankara. Það hefði líka verið harla mikilvægt að geta notað Tyrkland sem brú austur til Asíulandanna og bækistöð fyrir hersveitir á leið suður til Súez. En Tyrkir voru alltaf jafn ó- sveigjanlegir, meira að segja þegar framsókn hinna þýzku herja var örust í Rússlandi og Norður-Afííku, og það virðist aðeins tímaspursmál hvenær Kaíró félli Þjóðverjum í hendur og þeir yrðu einráðir á allri Svartahafsströndinni rússnesku. Á sama hátt sóttu Banda- menn það afar fast, að Tyrkir , veittu þeim ýms fríðindi, sem bættu hernaðaraðstöðu þeirra, svo sem um siglingar gegnum sundin, flugvelli í .Anatólíu og margt fleira. Eru í fersku minni tilraunir þeirra til þess að fá Tyrki til undanlátssemi við sig nú síðastliðið vor; En Tyrkir vissu, hvað leitt gat af minnstu undanlátssemi, og þeir þekkja styrjaldir af dýr- keyptri reynslu. Þeir voru banda- menn Miðveldanna í heimsstyrj- öldinni fyrri og misstu upp úr henni meginhluta landa sinna í Evrópu. En þótt þeir hefðu miklu fórnað og mikið misst í gerningahríð langvinnrar styrj- aldar, heppnaðist þeim þó á næstu áratugum að vinna það margfaldlega upp inn á við, er þeir töpuðu út á við. Um margar aldir hafði Tyrk- land verið í mikilli niðurlæg- v (Framh. & 4. slðu) Seinustu fréttir Ryti Finnlandsforseti hefir , lagt niður völd, og útnefndi rík- isstjórnin finnska Gustaf Mann- erheim marskálk til þess að takast á hendur embætti hans. Heíir lagafrumvarp þessu til staðfestingar verið lagt fyrir finska þingið. Ýmsar getgátur eru á sveimi um það, hvers vegna Ryti hafi lagt niður völd. Flórens verður yfirgefin án vopnaviðskipta, þegar leikurinn berst fast að borginni, að því er segir í þýzkri hernaðartilkynn- ingu. Bandamenn sækja fast fram í Frakklandi og nálgast borgina Rennes. Hyggjast þeir bersýni- lega að einangra Bretagneskag- 'ann. Nýr forstöðumaður Málleysíngjaskólans Brandur Jónsson. Forstöðukona Málleysingja- skólans í Reykjavík, frú Mar- gréti Rasmus, hefir verið veitt lausn frá starfi sínu eftir mjög langt og gott starf í þágu stofn- unarinnar og þeirra, sem þang- að hafa þurft að leita. Hefir Brandur Jónsson málleysingja- kennari' verið settur ¦forstöðu- maður skóláns frá 1. september næstkomandi. Hinn nýi forstöðumaður Mál- leysingjaskólans er frá Kolla- fjarðarnesi í Strandasýslu, son- ur séra Jóns Brandssonar pró- fasts þar. Hann lauk stúdents- prófi 1936, en vorið eftir tók hann próf frá Kennaraskólan- um og heimspekipróf. 1939 stundaði hann nám við Der Staatlichen Gehörlosen Schule í Berlín, en fór til Danmerkur skömmu eftir að striðið skall á og hélt áfram námi við Det kongelige Dövstumme-Institut og Statens Institut for Talelid- ende í Kaupmahnahöfn. Síðan dvaldi hann í Ameríku í eitt ár, nam við Clark School for the Deaf í Northhampton í Massa- chusetts og lauk þar prófi vorið 1943. Einmuna veðurbliða og ákjósan- legasta hevskapartío i iúiímánuðt Kuafár vekur ugg meðal bænda og annara nautgrípaeígenda Frásögn Steingríms Steínþórssonar, búnaðarmálastjóra Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri kom um síðustu helgi úr þriggja vikna ferðalagi um Norður- og Norðausturland. Hafa hann og fleiri forustumenn Búnað- arfélagsins jafnan ferðazt allmikið um laitdið á sumri hverju undanfarin ár og kynnt sér hag og búnaðarhætti bænda í hinum ýmsu landshlutum. — Hefir tíðindamaður Tímans haft tal af Steingrfmi og spurt hann tíðinda úr þeim héruðum, sem hann fór um. Héraðshátíðir Fram- sóknarmanna í Húna vatnssýslu, Skaga- fírðí og Eyjafírðí Héraðshátíðir Framsóknar- manna verða í sumarvmeð svip- uðum hætti og áður, nema ýms- ar síðar, vegna óvenju mikilla hátíðahalda um allar byggðir landsins framan af þessu sumri í sambandi við lyðveldisstofn- unina. Þann 9. júlí var hin árlega hátið Framsóknarmanna á Austurlandi í Hallormsstaðar- skógi og er það tvímælalaust ein hin veglegasta útisamkoma sem haldin er. Þá hélt F. U. F. vest- an Rangár í Rangárvallasýslu, samkomu að Þjórsártúni þann 16. júlí. Auk þeirra eru þessar héraðs- hátíðir ákveðnar sunnudaginn 13. ágúst: Á Blönduósi fyrir Húnavatns- sýslur, og á Hrafnagili í Eyja- firði, fyrir Eyjafjarðarsýslu og Akureyri. Þann 20. ágúst verður sam- koma í Varmahlíð í Skagafirði, fyrir Skagafjarðarsýslu. Samkomurnar hefjast yfirleitt kl. 3. Til skemmtiatriða er vandað og verður dagskrá aug- lýst nánar síðar. Fleiri héraðs- hátiðir eru í undirbúningi. 100 ára afmælis samvinnu- hreyfingarinnar verður sérstak- lega minnst á flestum þessum samkomum, en auk þeirra halda samvinnufélögin víða 100 ára af- mælishátíð samvinnuhreyfing- arinnar næstkomandi sunnudag, 6. ágúst. Er sums staðar mikill viðbúnaður, t. d. í Vaglaskógi fyrir S.-Þingeyjarsýslu og á Reykjatanga í Hrútafirði, fyrir V.-Húnavatnssýslu og Stranda- sýslu sunnanverða. Þá verður samkoma að Skildi í Helgafells- sveit á Snæfellsnesi, sunnudag- inn 20. ágúst. — Ég fékk hið blíðasta veður I ferð minni, mælti Steingrímur, enda mun hafa verið einstök veðurblíða um land allt allan júlímánuð, sólfar og oftast hit- ar. Hefir því nýting heyja orðið ágæt, það sem af er slætti — allt hirt af ljánum að kalla. Annars var vorið mjög kalt, ekki hvað sízt um Norðausturland — í Múlasýslu og Norður-Þingeyj - arsýslu, er ég ferðaðist einkum um að þessu sinni. Leit út fyrir grasleysi í lok júnímánaðar, en svo vel hefir rætzt úr um gras- sprettuna á skömmum tíma, að nú orðið má kallast góð spretta. Fólksskortur er víða tilfinn- anlegur, en heyskapartíðin hefir verið svo hagstæð, að heyskap- urinn hefir gengið öllum vonum betur með lítinn mannafla. Hér kemur og til greina aukin vélanotkun. En því miður hefir eigi verið unnt nú að undan- förnu, að sjá bændum fyrir þeim heyvinnuvélum,. sem þeim hef- ir verið brýn nauðsyn að fá og myndu kaupa, ef þess væri nokkur kostur. Er það mjög bagalegt, þegar fólksekla í sveit- um landsins er jafn mikil og nú, auk þess sem það ðr óumflýjan- legt fyrir bændur að byggja bú- rekstur sinn meira á vélavinnu í framtíðinni en verið hefir Um uppskeru úr görðum lítur illa út víðast norðan lands og austan. Vorkuldar voru miklir lengi fram eftir, eins og áður er sagt, klaki lengi i jörðu og þess vegna seint sett í garðana. Og nú fyrir skömmu gerði svo mikið næturfrost á Norðausturlandi, þrátt fyrir allt góðviðrið í júlí- mánuði, að kartöflugrös féllu. Er því ósennilegt, að uppskera úr görðum verði miklum mun betri nú en í fyrra, þegar fólk fékk rétt til útsæðis eða jafn- vel ekki það. Eitt af því, sem vekur tals- verðan ugg, er kúadauði, sem allvíða hefir orðið vart, meðal annars í Þórshöfn, Raufarhöfn, á Hólsfjöllum, í Eyjafirði og viðar. Þessa faraldurs hefir einnig gætt hér sunnan lands, til dæmis í Vestmannaeyjum. Kýrnar verða bráðdauðar — velta oft svo til út af án þess að þær hafi gelzt eða á þeim séð. Vita menn ekki, hvað þessu veldur, en þó er það grunur sumra, að það standi eitthvað í sambandi við of mikla fóður- bætisgjöf. Er nauðsynlegt, að sérfræðingar vindi bráðan bug að því að rannsaka þetta fyrir- bæri sem bezt, ef vera kynni, að hægt væri að stemma stigu víð þessum ófögnuði eða kveða hann niður. Hvarvetna er ríkjandi mikill áhugi um lausn rafmagnsmáls- ins. Til bráðabirgða hafa mjög margir bændur svo að segja í hverri sveit horfið að þvi ráði að koma sér upp vindrafstöðv- um til ljósa, og er.það orðið eitt, sem einkennir margar íslenzkar sveitir, að sjá þær á nærri því hverri bæjarburst. En eins og áður er vikið að, er þetta aðeins þráðabirgðalausn, unz þjóðin hefir safnað kröftum og áræði til stærri átaka í þessu efni. Éitt af því, sem maður veitir athygli á ferðalagi um sveitir landsins í sumar, er það, hve hús eru nú víða vel og smekk- lega máluð, oft jafnt útihús sem bæj arhús. Á þetta ekki hvað sízt við um Norður-Þingeyjarsýslu. Er það mikil héraðsprýði, þegar hús öll eru vel máluð og hirt á hverjum bæ. Annars hafa allar byggingar- framkvæmdir mjög dregizt sam- an nú á stríðsárunum sem von- legt er, og veldur því allt í senn: mikill byggingarkostnaður, hörgull á 'efni og skortur á vinnuafli. Verður brýn þörf mik- illa endurbygginga, þegar við- skipta- og fjármál komast aft- ur í fast horf og nægt bygging- arefni verður fáanlegt. Mér er líka óhætt að segja það, að á- hugi bænda almennt fyrir aukn- um umbótum er mikill, þrátt fyrir alla erfiðleika, sem við er að stríða. Kom það ekki sízt fram á aðalfundi Búnaðarsam- bands Norður-Þingeyinga, er háður var að Gunnarsstöðum í Þistilfirði 13.—14. júlí. Landar í Winnipeg sam- fagna lieiiiiaþjoðiiiui \7. jnní Landar okkar vestan hafs hafa á margan hátt látið í Ijós fögnuð sinn yfir stofnun lýðveldis á íslandi og tjáð samKug' sinn á ejfirminnilegan hátt. Víða munu hafa farið fram hátíðahöld vestra af þssu tilefni, og er meðfylgjandi mynd frá hátíðahöldum íslendinga, sem fóru fram í Winnípeg í Kanada stofndag lýðveldisins 17. júni. íslendingarnir eru staddir hjá þinghúsinu í Winnipeg. JÞað er stytta Jóns forseta Sigurðssonar, sem gnœfir hátt yfir hópinn. Rœðumaðurinn á fótstallinum er Grettir L. Jóhannsson. Sá, sem heldu'r á íslemka fánanum hœgra megin við styttuna, er Hjalti Tómasson, Reykvikingur, sem dvelst við flugnám vestan hafs. Annar flug- nemi íslenzkur stendur hœgra megin við Hfalta, Halldór Bech, líka úr Reykjavik. Til hœgri á myndinni sést blandaður kór, sem söng á hátiðinni. Á viðavangi FYRSTU EFNDIR. Á siðastliðnu vori voru að til- lögum og fyrir forgöngu Sjálf- stæðisflokksins gerðar tilraunir til áð mynda fjögra flokka ríkis- stjórn. Var þetta allt mjög með sama hætti og tilraunin 1942. Það haust var, eins og menn muna, setið nokkrar vikur við samningaborðið af áttmenning- unum (frá Framsóknarflokkn- um Jónas Jónsson og Eysteinn Jónsson). Nú voru nefndarmenn 12, þrír frá hverjum flokki, en setið skemur. Tilraunir þessar báru ekki árangur frekar en haustið 1942. En um eitt varð þó samkomu- lag. Enginn skyldi að sinni og ekki án þess að tala um það við hina flokkana, ræða þessar samningstilraunir opinberlega og dæma um það, hvers vegna samningar hefðu ekki tekizt. — Það mundi vekja illdeilur og torvelda samninga síðar. — Efndir á þessu geta menn nú lesið i Mbl. 1. þ. m. í grein J. P., er nefnist „Milli hafs og heiða". FRIÐARVILJI OG GÓÐVILD. En J. P. þykir ekki nægilegt að fullnægja með svo einkenni- legum hætti samningsatriði Sjálfstæðisflokksins. Friðar- viljann birtir hann í þeirri mynd að skýra svo frá, að kom- múnistar hafi kosið Eystein Jónsson í stjórn S. í. S. (E. J. fékk 52 af 79 atkvæðum full- trúa á fundi og atkvæði kom- múnista, sem telja má á fingr- um annarar handar, skipta því alls engu). J. P. segir, að kom- múnistar hafi gert þetta vegna þess, að E. J. hafi líklega verið á móti „stríðsyfirlýsingu", er aðalfundur S. í. S. samþykkti um kommúnista vegna vinnu- ' bragða þeirra. „Það er einstakt hvað hann Jón Pálmason skrökvar ógreind- arlega", sagði gegn maður, er las • ritdeilur J. P. við Vigfús Vigfús Guðmundsson, þar sem J. P. flækti sig hvað ofan í ann- að í eigin ósannindavef. Greind- arleg getur hún tæpast talizt þessi nýja skröksaga Jóns, þar sem.allur aðalfundur S. í. S. eða um 80 menn eru til vitnis um að hún er slefburður einn — sennilega móti betri vitund. FRIÐARSÓKN. Innan um svona slefburð og aðra ' rætni um Framsóknar- flokkinn er svo á annari hvorri síðu í Mbl. friðartal. En þeir hefðu betur séð að sér fyrr, blessaðir. Enginn mun treysta sér til að skera úr því hjá hvoru blaðinu friðarsóknin er meiri, Þjóðviljanum eða Morgunblað- inu. Blöð þessi hrósa og hvort öðru fyrir samstarfsyiljann en fordæma önnur blöð. Um samstarfsvilja kommún- ista og Sjálfstæðisfl. skal hér ekki dæmt. En hitt er víst, að þjóðin skilur það rétt, að heil- brigt samstarf er nauðsynlegt, og hún skilur það ekki síður, að það eru friðrofin 1942, sem valda því ömurlega öngþveiti, sem nú er og fer dagversnandi. Það er því góð hentistefna, að prédika frið, ekki sízt fyrir þá, sem ófriðnum valda — til að leiða frá sér óþæg^ilega athygli. „Grípið þjófinn", hrópaði þjóf- urinn og ætlaði að sleppa sjálf- ur. Kommúnistar eru engir nýlið- ar í friðar- og samstarfsprédik- un. Þeir töluðu svona í kosn- ingunum 1942, — og hafa skrif- að svona allar götur síðan — samhlið§ skæruhernaði og neit- un á öllu samstarfi er á reynir. — Sjálfstæðisflokkurinn getur og haft sínar ástæður. Það væri ekki hentugt fyrir þann flokk nú, að allt sé undir því komið að gereyða Framsóknarflokkn- um, þótt það kosti þrennar kosn- ingar. (Framh. & 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.