Tíminn - 04.08.1944, Qupperneq 4
300
TÍMIM, föstudagiim 4. ágúst 1944
75. blað
tB BÆNUM
Frá Tímanum.
Vegna fridags starfsmanna í prent-
smiðjunni, næstk. mánudag, kemur
Tíminn ekki út fyrr en á miðvikudag-
inn i næstu viku.
Eldur í Gutenberg.
Siðastliðna miðvikudagsnótt kom upp
eldur í ríkisprentsmiðjunni Gutenberg.
Slökkvilíðlð var kvatt á vettvang og
tókst því að kæfa eldinn, þótt hann
væri orðinn allmagnaður. Munaði
minnstu, að hér yrði mikill bruni.
Eldurinn mun hafa komið upp í
geymsluherbergi í kjallara hússins, og
er talið, að kviknað hafi út frá raf-
magnslögn. Skemmdir urðu töluverðar,
bæði af eldl og vatni, meðal annars á
vinnuvélum.
Umferðarslys.
Það slys vildi til innarlega á Lauga-
vegi, skammt frá mjólkurstöðinni nýju,
að maður að nafni Jóhann Eyjólfsson,
(Jóhannssonar framkvæmdastj.) varð
milli tveggja bifreiða og meiddist tals-
vert, einkum á fótum. Var hann flutt-
ur á Landspitalann.
Sundflokkur
úr sundfélaginu Ægi lagði af stað
í sýningarför til Norðurlands og Aust-
urlands á þriðjudaginn. Ætlar hann
að sýna ýmsar sundaðferðir og nýjung-
ar í sundíþrótt, á Akureyri, Litluá í
Kelduhverfi, sennilega á Eiðum, í Nes-
kaupstað og Fáskrúðsfirði og ef til vill
viðar. Fyrsta sýningin verður á Akur-
eyri í kvöld. Þátttakendur eru 22, bæði
piltar og stúlkur. Fararstjóri er Þórður
Guðmundsson, formaður Ægis, og
einnig eru með í förinni sundkennar-
arnir Jón Pálsson, Jón D. Jónsson og
Einar Kristjánsson.
Handknattleiksmóti kvenna,
er háð var í Hafnarfirði, lauk með
sigri Ármanns. Stigatalan var þessi:
Ármenningar 7 stig, ísfirðingar 6 stig,
Haukar í Hafnarfirði 4 stig, K. R. 2
stig, Fimleikafél. Hafnarfjarðar 1 stig.
ísfirzku handknattleiks-
stúlkurnar,
sem dvalið hafa hér syðra undanfarið
í boði íþróttafélags Reykjavíkur, eru
farnar vestur. Fóru þær frá Reykjavík
á miðvikudag. Þær tóku þátt í hand-
knattleiksmóti íslands í Hafnarfirði,
eins og áður er sagt, og gátu sér hinn
ágætasta orðstír. Hlutu þær næstflest
■stig af flokkum þeim, sem kepptu, og
biðu aldrei ósigur. Vestfjarðafarar og
félagsstjórn*'í. R. héldu þeim samsæti
í skíðaskálanum í Hveradölum kvöld-
ið áður en þær fóru, og þar var þeim
afhent að gjöf sitt eintakið hverri af
„íslandi i myndum.“ Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar bauð þeim i skemmti-
för austur að Gullfossi og Geysi meðan
■þær dvöldu hér, til Þingvalla fóru þær
í boði bæjarstjórnár Reykjavíkur og
Laugarvatns og Skálholts í boði í-
þróttaráðs Hafnarfjarðar. Stúlkurnar
voru úr þrem félögum, Knattspyrnu-
félaginu Herði, Knattspyrnuféiaginu
Vestra og kvenskátafélaginu Valkyrjur,
en kepptu á handknattleiksmótinu i
Hafnarfirði á vegum íþróttaráðs Vest-
fjarða.
Sektir fyrir verðlagsbrot.
Nýlega hafa eftirgreindir aðilar verið
sektaðir sem hér segir fyrir brot á
verðlagsákvæðum: Guðmundur Jó-
hannesson, forstjóri, f. h. M. Th. Blön-
dahl h.f. Sekt kr. 3000,00 fyrir of hátt
verð á kaffi, kaffibæti o. fl. Ólöglegur
hagnaður, sem nam kr. 2&.218.54, var
gerður upptækur. Sigurður Jónsson,
forstjóri, f. h. Slippfélagsins í Rykja-
vík. Sekt kr. 2000,00 fyrir brot á verð-
lagningarreglum i sambandi við vrð-
lagningu timburs.
Áheit á Strandakirkju.
Afgr. Tímans beðin að koma til skila
kr. 10,00 frá Þ. H. og kr 10,00 frá Þ. Þ.
Erlent yfirlit.
*
(Framh. af 1. aíSu)
ingu. Atvinnuvegir voru í kalda
koli, þjóðin menntunarsnauð og
illa siðuð og óstjórn í landi um
alla hluti. Vinasnauðir voru þeir
með öllu, og þjóðin naut engrar
virðingar.
En eftir heimsstyrjöldina gerð-
ust þau undur, að þjóðin vakn-
aði af hinum langa svefni. Mlk-
ilhæfur baráttumaður kom til
sögu og safnaði þjóðinni til
fylgis við sig og hóf alhliða við-
reisn, sem mun vera eins dæmi í
sögu nokkurrar þjóðar, grund-
vallaða á þjóðlegum erfðum, en
hleypidóma- og æsingalausa. í
hinu nýja ríki reisti hann höf-
uðborgina Ankara austur á
hrjóstrugum hæðalöndum Ana-
tólíu, þar sem honum þótti ör-
uggara stjórnarsetur en í Mikla-
garði með aðeins lítin skika af
landi að bakhjarli. Þessi for-
ustumaður, sem þjóðin gaf
nafnið Ataturk (Æðsti Tyrki),
er fallinn frá, en Sarajóglu for-
sætisráðherra og Noumen bey og
aðrir, sem mestu hafa ráðið í
Tyrklandi styrjaldarárin, eru
dyggir lærisveinar hans og hafa
Jón Þórarínsson get-
ur sér góðan orðstír
við tónlistarnámið
vestanhafs
Nýlega hafa borizt fréttir af
Jóni Þórarinssyni, sem nú
stundar nám við Yale School of*
Music í New Haven i Bandaríkj-
unum.
Jón fór vestur um haf í byrj-
un þessa árs til þess að stunda
tónlistarnám. Hann nýtur nokk-
urs Styrks frá Ríkisútvarpinu til
sérfræðináms, með því skilyrði,
að hann gerist starfsmaður
stofnunarinnar og starfi að tón-
listarvali og tónlistarfræðslu
við Ríkisútvarpið að námi loknu.
Jón hefir sýnt mjög mikla og
góða hæfileika og sótt námið af
kappi og getið sér mjög góðan
orðstír vestra. Við próf í vor, ef.t-
ir þriggja mánaða nám, hlaut
hann mjög háar einkanir. Litlu
síðar bar hann sigur úr býtum í
verðlaunasamkeppni, er fram
fór meðal nemendanna. Áttu
þeir að semja fúgu um ákveðið
tónstef, án þess að nota hljóð-
færi eða önnur hjálpartæki, og
höfðu þrjár klukkustundir til
umráða. Það var ' einróma álit
dómendanna, sem allir voru
mjög kunnir tónfræðingar og
tónlistarmenn, að Jón hefði leyst
þessa þraut bezt af hendi.
Bátur brennur á
á miðum útl
Á þriðjudaginn var kom eld-
ur upp í hreyfilbátnum „Braga“
frá Reykjavík, er gerður hefir
verið út frá Skagaströnd í sum-
ar, sem hann var að veiðum á
miðum úti.
„Freyja“ frá Skagaströnd var
nærstödd, er þetta vildi til, og
bjargaði áhöfnin á henni mönn-
unum þrem, sem á „Braga“ voru.
Höfðu tveir þeirra fleygt sér í
sjóinn. Tókst þeim síðan í sam-
einingu að slökkva eldinn, en svo
mjög var „Bragi“ brunninn, að
hann má teljast nær ónýtur.
haldið viðreisnarstarfinu áfram
jafnt og þétt.
En þrátt fyrir hið stranga
hlutleysi Tyrkja allt fram til
þ essa, hefir það lengi verið á
vitorði manna, að bæði þjóðin og
forustumenn hennar óskuðu
Bandamönnum sigurs. En að-
staða þeirra hefir verið þanig,
að ófýsilegt var fyrir þá að
blanda sér 1 leikinn. Ekkert
hefði verið Þjóðverjum auðveld-
ara allt fram undir þetta, en að
taka öll týrknesk lönd í Evrópu
herskildi á fáum dögum og
brjótast þaðan austur yfir sund-
in. Það er þvi síður en svo álas-
vert, þótt smáþjóð eins og Tyrk-
ir, er hafði svo mikið afhroð
goldið í hinni heimsstyrjöldinni
og átti nú svo mikið að verja,
kysi að halda fast við hlut-
leysi meðan kostur var og
tryggja það með eins góðum víg-
búnaði og eins vel æfðum her og
unnt var. Til þess hjálpuðu
Bandamenn þeim lengi framan
af með hergagnasendingum.
Tyrkir hafa enn sem fyr lýst
yfir því, að þeir ætli ekki að
gerast hernaðaraðili ótilneyddir.
En þeir hafa aldrei dregið dul á
það, að þeir myndu taka mann-
lega á móti, ef á þá yrði ráð-
izt, enda eru þeir hermenn góð-
ir. Og fari svo, að þeir dragist
inn í sjálft stríðið, þá hafa þeir
unnið það með frestinum, sem
orðið hefir á styrjaldarþátttöku
þeirra, að nú er máttur Þjóð-
verja mjög tekinn að þverra, en.
tyrkneski herinn hefir hins
vegar eflzt með hverju misseri
öll styrjaldarárin.
Nírœður
(Framh. af 3. síBu)
Páls Einarssonar er bjó í Þrúð-
ardal. Hún var hin mesta ágæt-
iskona, sem alltaf var reiðubúin
að bæta allar misfellur, þar sem
hún gat náð til, hún var prýði-
lega skynsöm, fróð og minnug,
svo að af bar — og ágætlega
hagorð. Hún var sérstaklega
mikil trúkona og sýndi í verki,
að hún mat þau mál meira en
nokkuð annað. Þar var ekki um
yfirskin að ræða, heldur bjarg-
fasta trú.
Jensína var ljósmóðir um ca.
30 ára skeið, og rækti þau störf
ávalt með stakri samvizkusemi.
Jesína andaðist 6. nóv. 1942, 84
ára að aldri. *
Bærinn Gröf stendur á kross-
götum. Þaðan liggja vegir í 4
áttir. Þar var og er því venju-
lega gestkvæmt mjög, það var
líka þannig, að fátt mun hafa
verið meira áberandi í fari
þeirra Jensínu og Einars, en að
taka hlýlega og með alúð á móti
gestum sínum og veita þeim þá
aðbúð, sem þau bezta gátu 1 té
látið, hvað snerti viðmót og
veitingar. Þeir munu líka æði
margir, sem sent hafa hlýjar
hugsanir til gamla mannsins í
Gröf nú, er hann fyllti 90 árin.
Síðustu 20 árin hefir Einar
verið alblindur, hefir það verið
mikil raun fyrir hann, en sem
hann hefir borið með hinni
mestu prýði. Þótt hann væri
blindur, vann hann meðan
kraftar entust, að ýmsum heim-
ilisstörfum, meðal annars að
skepnuhirðingu, — og fór vel úr
hendi.
Einar hefir enn fótavist — og
er glaður og hress heim að
sækja, og fylgist vel með ýms-
um þjóðmálum. Hann hefir ekki
ennþá látið sig vanta á kjörstað
þegar kosið hefir verið til Al-
þingis, þótt erfitt sé að ferðast
blindur.
Einar hafði lengi mikla á-
nægju af góðum hestum, og
mundi jafnvel ennþá vera til
með að koma á hestbak.
Einar dvelur nú á heimili son-
ar síns, Guðmundar bónda í
Gröf, og fósturdóttur sinnar,
Jensínu Björnsdóttur, sem er
ráðskona hjá Guðmundi. Gera
þau sér bæði far um að láta
gamla manninum líða vel.
Um leið og ég lýk þessum orð-
um, færi ég hinum níræða öld-
ungi beztu óskir mínar um hlýtt
og bjart ævikvöld, og ég veit, að
þrátt fyrir það, að augu hans
eru nú lokuð, muni hann sjá
bjarta braut framundan.
Ólafur E. Einarsson.
TJARNARBÍÓ —
•
Tvær suðrænar
meyjar frá Chieago
(Two Senoritas from
Chicago).
Bráðfjörug gaman- og
leikhúsmynd.
JOAN DAVIS,
JINX FALKENBURG,
ANN SAVAGE,
LESLIE BROOKS,
BOB HAYNES.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Takið þessa bók með
í sumarfriið.
PLASTIC-vorur
Ávaxtahnífar 1,21
Smjörhnífar 1,25
Kökuhnífar 3,25
Tertuspaðar 4,00
Kökuspaðar 3,25
Salatsett 3,25
Tesíur 1,25
K. EINARSSON
A BJttRNSSOX
Bankastræti 11.
Kolaoín
„Ég elska píg
aftur“
Aðalhlutverk:
WILLIAM POWELL,
MYRNA LOY.
Sýnd kl. 7 og 9.
SKATTERGOOD
Á BROADWAY
Sýnd kl. 5.
NÝJA EÍÓ-o—o—o—, ,
liiligir
(„They Dare Not Love“)
GEORGE BRENT,
MARTHA SCOTT,
PAUL LIJKAS.
Sýnd ki. 5, 7 og 9.
/
Orðsending
til bænda
Vegna mikillar eftirspurnar á sólþurrkuðu fiskimjöli, viljum
vér ráða bændum um land allt, að gera nú þegar pantanir á því
sólþurrkaða fiskimjöli, sem þeir þurfa á að halda á næstkom-
andi vetri.
Sólþurrkað fiskimjöl inniheldur hið lífsnauðsynlega D-bætiefni,
sem kemur í veg fyrir beinkröm og aðra sjúkdóma, og er þess
vegna nauðsynlegt í allar fóðurblöndur.
Bændur geta pantað sólþurrkað fiskimjöl gegnum kaupfélög og
kaupmenn eða beint frá framleiðendum.
Fiskímjöl h.l
REYKJAVÍK.
Fískímjöl hf.
ÍSAFIRÐI.
Miðnes h.f.
SANDGERÐI.
Mjöl & Bein hf
REYKJAVtK.
Vitar og sjómerkí
Auglýsíng fyrir sjómenn 1944. -- Nr. 5.
1. Kveikt verður á Malarholtsvita við Steingrímsfjörð 1.
ágúst n. k. Ljóseinkenni og ljósmagn óbreytt eins og
áður.
nokkur stór, nýlegur, hentugur
1000 manns í verk-
t. d. fyrir iítið skólahús, til sölu.
2. Á Málmeyjarvita á Skagafirðl verður ekki kveikt fyrst
um sinn.
fallí í Reykjavík
„Iðja“, félag verksmiðjufólks,
hafði, sem kunnugt er, boðað
verkfall frá og með 1. ágúst, ef
ekki hefðu áður komizt á nýir
samningar um kaup og kjör milll
þess og Félags íslenzkra iðnrek-
enda. Þar eð allar samkomulags-
tilraunir sáttasemjara ríkisins,
Jónatans Hallvarðssonar, reynd-
ust árangurslausar, lagði verka-
fólk í öllum iðnstöðvum, sem eru
í eigu félaga í Félagi íslenzkra
iðnrekenda í Reykjavík, niður
vinnu á þriðjudag. Mun það hafa
verið um 1000 manns, er taka
þátt í þessu verkfalli, 'en fyrir-
tækin, sem vinnustöðvunin hefir
orðið hjá í Reykjavík eru 69.
Sömuieiðis hefir einnig slitnað
upp úr samningum milli eig-
enda og verkafólks Raftækja-
verksmiðjunnar í Hafnarfirði, og
hefir eigi heldur verið unnið þar
síðan á mánudag.
Samningaumleitanir munu
liggja niðri, því að litlar líkur
eru til þess, að samkomulag ná-
ist um sinn.
Hina síðustu daga hefir það
einnig gerzt á sviði þessara mála,
að Verklýðsfélag Akraness hefir
sagt núgildandi samningum sin-
um um kaup landverkafólks á
félagssvæðinu upp, en þeir
samningar falla úr gildi 5. sept-
ember næstkomandi, og Sveina-
félag skipasmiða í Reykjavík
hefir sagt upp kaup- og kjara-
samningum sínum við skipa-
smíðameistara. Samningstíma-
bil þeirra rennur út 1. septem-
ber.
Eins og sagt var frá í síðasta
blaði, sagði loks Félag járniðn-
aðarmanna í Reykjavík upp
kaupsamningum sinum með eins
mánaðar fyrirvara.
Afgreiðsla Tímans gefur nán-
ari upplýsingar.
Hestur tapaðíst
12. júlí sl. tapaðist af Kili
rauðstjörnóttur hestur með lauf
á milli nasa, hvítan vinstri aft-
urhóf, mikið fax og tagl, spakur,
vakur, viljugur.
Mark: biti aftan hægra; fjöð-
ur aftan vinstra.
Bjarni Matthíasson,
Fossi, Hrunamannahreppi.
Símstöð: Hruni.
Á víðavangi.
(Framh. af 1. síðu)
MENN SJÁ DAGLEGA
OG ÞREIFA Á.
afleiðingum af ófriðnunj 1942
og samstarfi Sjálfstæðisflokks-
ins við hina flokkana.En um eitt
—■ og reyndar margt fleira —
helzt samkomulag milli kom-
múnista og Sjálfstæðisflokksins.
Það er hin samstillta rætni um
Framsóknarflokkinn innan um
öll skrifin um samstarf. Ýmsir
telja sig þar kannast við gömlu
úlfseyrun á blessuðum friðar-
lömbunum, — viljinn sé sami og
1942.
En látið mun í meginatriðum
kyrrt liggja enn um skeið.
Þrátt fyrir þessa framkomu er
sjálfsagt, að það eitt skeri úr,
hvort samkomulag er fáanlegt
um heilbrigðan málefnagrund-
völl og tryggingu fyrir því, að
umsamin mál verði framkvæmd.
Reykjavík, 31. júli 1944.
Vitamálastjórmn
Emil Jónssou.
Leigulóðir
Leigulóðir til íbúðarhúsabygginga verða látnar i haust 1
haust í Kaplaskjóli. Á ióðunum á að byggja einlyft hús.
Eyðublöð undir umsóknir og allar upplýsingar er hægt að fá
í skrifstofu bæjarverkfræðings hjá arkitekt Þór Sandholt, alla
virka daga kl. 11—12 f. h.
Umsóknir sendist bæjarráði fyrir 20. ágúst n. k.
#
Bæjarverkfræðingur.
Ejnkaleyfi
Hagnýting íslenzkra einkaleyfa nr. 122, á útbúnaði við sjálf-
brennandi rafskaut, og nr. 123, á útbúnaði við rafskaut og til að
festa þau upp, stendur til boða árið 1944.
Lysthafendur semji við:
Det Norske Aktieselskab for Elektrokemisk Industrie, aðal-
skrifstofa, Oslo, Noregi. Útbús-skrifstofa, 101 Park Avenue, New
York City, U. S. A.
+ ÚTBREIÐIÐ TIMANN4