Tíminn - 22.08.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.08.1944, Blaðsíða 2
318 TÍMIXX, þriðjmlagign 22. ágwst 1944 80. blað Þriðjudagur 22. áuúst S a mvinnuf lokkur Kanada Eins og lesendum Tímans er kunnugt af fyrri frásögn blaðs- ins fóru mjög sögulegar kosn- ingar fram í einu fylki Kanada, Saskatchewan, nú í sumar. Vann einn flokkurinn mjög fáheyrðan sigur á andstæðingunum, og er því spáð, að sú muni raunin verða víðar í Kanada, þegar kösningar þar fara frairi. Þessi kosningasigur hefir vak- ið eftirtekt víða um heim, og meðal annars hér. . Pyrir nokkru síðan skýrði Al- þýðublaðið þannig frá því, að Alþýðuflokkurinn í Kanada hefði unnið stórsigur í kosn- ingunlim í Saskatchewanfylki. Rétt á eftir skýrði Þjóðviljinn frá þessum sigri, og þá hét * flokkurinn Sósíalistaflokkur. Sá flokkúr, sem vann hinn glæsilega sigur í nefndu fylki, eða 43 þingsæti af 52, er þó hvorki jafnaðarmannaflokkur né sósíalistaflokkur. Hann er alls ekki bundinn að öllu leyti af kennisetningum jafnaðarmanna og beinlínis andstæður komm- únistum. Flokkurinn heitir fullu The Canada's Cooperative Com- monwealth Federation, sem í daglegu tali er stytt í C. C. F. Hann er, eins og nafnið bendir til, fyrst og fremst samvinnu- flokkur, en viðurkennt skal, að stefnuskrá hans er samt að ýmsu leyti svipuð stefnuskrá venju- legra jafnaðarmannaflokka. í grein, sem birtist í Þjóðvilj- anum um flokk þenna og þýdd er úr ensku blaði, kemur greini- lega í ljós hvers eðlis flokkurinn er, þótt reynt sé að láta annað í veðri vaka. Þar segir: „Fylgi hans hefir aldrei komið í stórum stll frá hinum verst stæða." Ennfremur: „Meiri hluti þingmanna eru sjálfir bændur". Einnig: „Fyrst og fremst hefir bænd- unum orðið það æ betur ljóst, að enda þótt þeir vinni sjálf- stætt, og fyrir sjálfa sig, að því er virðist, þá eru þeir í rauninni vinnumenn þeirra, sem ákveða flutningsgjöld og vörutollar og kaupa nautgripi þeirra og svín o. s. frv." Þess vegna er aðal inntakið í stefnu flokksins samvinna, og hafa bændurnir stofnað all- sterk samvinnufélög í fylkinu, sem er fyrst og fremst landbún- aðarfylki. í þessu fylki, Saskat- chewan, þar sem allmargir ís- lenzkir menn eru bændur, hefir nú bændafólkið sameinazt og náð yfirgnæfandi meiri hluta í fylkisþinginu. Það er ákveðið í því að láta ekki lengur blekkj- ast af kaupmönnunum, sem selt hafa bændum vörur og keypt afurðir þeirra — mönnunum, sem hafa rakað saman auðnum og ráðið yfir framtíð þjóðarinn- ar, enda féllu allir frambjóðend- ur íhaldsflokksins. Jafn ákveðið er þetta bændafólk í því, að það sem það vill innleiða, sé ekki kommúnismi, það sé ekki öreiga- ríkið, sem eigi að taka við með þeirri harðstjórn, sem slíku fylgir. „Fylgi hans (þ. e. C. C. F.) hef- ir aldrei komið í stórum stíl frá þeim verst stæðu," segir í sjálf- um Þjóðviljanum. Þessi sigur umbótaflokks Kanada ætti að vera okkur ís- lendingum mikill lærdómur. Það eru millistéttirnar í þessu landi, bændur og aðrir frjálshuga menn meðal vinnandi stétta, sem verða að marka stefnuna, ef þjóðfélagið á.að geta staðizt. Það verður aldrei sæmileg framtíð sköpuð í þessu landi, ef stríðs- gróðamönnum á með flærð og fagurgala að takast að ráða stjórnarfarinu. Þá er' yfirvof- andi ófriður. Sama máli gegnir, ef öfgar „hinna verst stæðu" eiga að stjórna með ofbeldi og kúgun. Það er þetta, sem samvinnu- menn, eða köllum þá, ef menn endilega vilja, jafnaðarmenn, í Kanada hafa skilið. Þess vegna hefir flokkur þessi unnið einn glæsilegasta kosningasigur, er Ární G. Eylandss Nýju vélarnar að vestan Afhugasemdír og skýríngar Árni G. Eylands hefir óska'ð' að gera nokkrar athuga- semdir við frásögn Tímans um hinar nýju landbúnaðar- vélar, sem Xóhannes Bjarnason vélaverkfræðingur festi kaup á vestan hafs eða lagði drög að að kæmi hingað til lands til reynslu næstu misseri. Fer grein hans hér á eftir. í 78. tölublaði Tímans er út kom 15. ágúst birtist viðtal við Jóhannes Bjarnason vélaverk- fræðing, sem er nýkominn til landsins úr skyndiför, loftleiðis til Ameríku, á vegum atvinnu- málaráðuneytisins, „til þess að kynna sér, hvað fáanlegt væri vestra af vinnuvélum, sem hent- ugar væru við landbúnað hér, og festa kaup á sMkum tækjum til reynslu". Sumt af því, sem frá er skýrfc. í viðtali þessu, er þess eðlis og þannig framsett, að ég er til- neyddur sem framkvæmdastjóri Búnaðardeildar S. í. S. og for- maður Verkfæranefndar ríkis- ins, að gera við það nokkrar at- hugasemdir, og um leið að bæta við allmörgum upplýsingum, svo að viðtal þetta valdi ekki óþörf- um og illum misskilningi á með- al bænda og- annara, er lesa Tímann. Er þess fyrst að geta "að um sendiför J. B. var á engan hátt ráðgast við S. í. S. né Verkfæra- nefnd þó að S. í. S. hafi um all- langt skeið flutt inn yfir 95% af öllum búvélum, sem til lands- ins flytjast, og sé hið eina firma hér'á landi, sem hefir þau verzl- unarsambönd í Banadaríkjunum og Kanada, er geri mögulegt að fá búvélar, sem nokkru nemi frá þessum löndum. Hversu undar- sagan geymir og tekið við völd- um í fylkinu. Ef okkar þjóðfélag á-að geta stýrt hjá hruni, og jafnvel ægi- legum ofbeldisátökum, verður það gert með því eina móti, að kjósendur skilji að sterkur um- bóta- og milliflokkur er eina leiðin út úr. ófærunni. Efling kommúnistastefnunnar og íhaldsstefnunnar er sama og dauði. _ Að kveða þessar stefnur niður eins og gert hefir verið í þessu fylki í Kanada, þar sem hvorki íhaldsmenn né kommúnistar hafa nokkurn fulltrúa á þingi — það er leiðin. lega er hér að unnið kemur bezt í Ijós af upphafi viðtalsins í Tim- anum. Við komu sína til N. Y. setur J. B. sig „þegar í samband við allar þær verksmiðjur í Bandaríkjunum og Kanada, er framleiða landbúnaðarvélar þær, sem til greina gátu komið." Eftir þessa víðtæku athugun kemst hann að þeirri viðurstöðu að bezt sé að snúa sér til Inter- national Harvester Co., sem er aðalviðskiptaaðili S. í. S. um bú- vélar og hefir verið það öll stríðsárin, og um tvo aratugi fyrir strtíðið keypti S. í. S. einn- ig mikið af búvélum frá verk- smiðju I. H. C. í Ameríku, Sví- þjóð, Þýzkalandi og Frakklandi. Það þarf því ekki að koma nein- um á óvart þótt hin umrædda sendiferð endaði hjá I. H.C, og það er óheitanlega skemmtilegt fyrir S. í. S. að svo varð. En þáð er annað í þessu sam- bandi, sem ekki er eins skemmti~ legt fyrir S. í. S. né gott til- af- spurnar, ef ' engar upplýsingar væru lagðar fram umfram það sem fram kemur í viðtali Tímans við Jóhannes Bjarna- son. Ég hefi. nú þegar ver- ið margspurður að því, og fleiri munu spyrja: Hvernig í ósköp^ unum víkur því við, að maður, sem fer mestu skyndiför til Am- eríku skuli hjá þessu eina firma og án þess að. fara víðar yfir finna sneisafylli af nýjum land- búnaðarvélum álitlegum til mikilla nytja hér á landi? Hefir S. í. S., sem hefir verzlað við þetta firma í um 25 ár, ekki haft sinnu á því, né manndóm til þess, að flytja þessar vélar til landsins, fá þær reyndar hér og vinna að útbreiðslu þeirra eftir því, sem efni standa til? Og um leið má bæta þeirri spurningu við: hefir I. H. C, sem fjórum sinnum, það ég til man, hefir sent sérfræðinga hingað til lands til þess að athuga búnaðarhætti og möguleika fyrir vélanotkun — og sölu, ekki sýnt viðleitni með að selja þessar vélar hing- að til lands? Frásögn Jóhannesar Bjarna- sonar í Tímanum 15. ágúst gef- ur tilefni til þess að menn spyrji á þennan hátt og hún gefur fullt tilefni til þess að svör þau, sem menn mynda sér við þess- um spurningum verði ftil lítils sóma fyrir S. í. S. og þá menn, er helzt hafa unnið hér að reynslu og sölu búvéla, bæði á vegum S. í. S. og á annan hátt. „Hann kemur heim með um 20 nýjar vélar". Með „nýjar vél- ar" er bersýnilega átt við það, að um vélar sé að ræða, er hér hafi ekki verið notaðar áður, né tilsvarandi vélar frá öðrum verksmiðjum. Það er mjög fjarri því að þetta sé rétt. „Nýju" vélunum, sem taldar eru upp í viðtalinu og ýmist sagt að sé von á, eða að J. B. hafi komið heim með þær, mætti skipta í eftirtalda flokka: 1. Vélar, sem hér hafa verið notaðar áður, eða tilsvarandi vélar til sömu nota, og reynzt vel, og 'verið útvegaðar og seld- ar eftir því sem á hefir þurft að halda. Sem dæmi um slikar vél- ar má nefna kartöfluupptöku- vélar. Af þeim hefir S. í. S. flutt inn 3 gerðir, tvær gerðir norsk- ar og eina rússneska. Allar hafa þær reynzt vel og náð nokkurri útbreiðslu. Það orkar ekki tví- mælis, að norsku kartöfluupp- , tökuvélarnar eru miklu hentugri | fyrir íslenzka staðhætti heldur en upptökuvélar þær, sem I. H: C. framleiðir og selur í Ameríku. Margir bændur bíða nú eftir því að^ná í norskar upptökuvélar, er samband fæst við Noreg, mun notkun þeirra aukast allört, svo framarlega sem kartöflurækt- uninni verða ekki hömlur settar eins og nú vill við brenna. Vélar til að sprauta kartöflur gegn sýki hafa árum saman ver- ið notaðar, bæði handvélar og vélar, sem hestum er beitt fyrir. Þá er „rafmagnsgirðingarstjór- inn" ekki óþekkt áhald, hefir meira að segja verið búið til á verkstæði einu í Reykjavík. 2. Vélar, sem hafa vérið reyndar hér og gefizt vel, en að- stæður hafa ekki verið fyrir hendi til þess að þær næðu út- breiðslu, og hefir því verið sjálf- gert, að hún hefir fremur lítil orðið. Breytt viðhorf og meðal annars breyttar fjárhagsástæð- ur bænda geta allt í einu gert notkun þessara véla mögulega og þannig er nú ástatt, og þá hefir verið farið að flytja þær Samvínnuhátíð Þingeyínga Kaupfélag Þingeyinga og Kaupfélag Svalbarðseyrar héldu í félagi almenna samkomu í Vaglaskógi 6. þ. m. og minntust þannig aldarafmælis samvinnu- hreyfingarinnar. Samkomuna sóttu á fjórða þúsund manna. Vaglaskógur er framúrskar- andi samkomustaður á hásum- ardegi, þegar vel viðrar. Hinn 6. ágúst var yndislegt veður. Margir höfðu gist í tjöld- um í skóginum nóttina áður og snemma morguns hófust mann- flutningar í skóginn úr hérað- inu, því að bílakostur var ekki meiri en svo að fara þurfti marg- ar ferðir. Reikuðu menn að morgninum um skóginn, nutu f egurðar hans, ræddu við vini og kunningja, eða keyptu sér veit- ingar í hinum miklu veitinga- tjöldum Sigurðar Lúthers frá Fosshóli, sem þennan dag var bryti staðarins. Um kl. 11 hóf Lúðrasveit Akureyrar að leika í skóginum. Var mjög skemmti- legt og ævintýralegt að hlýða á hljómleik hennar bergmála um skóginn. Um kl. 13 setti Karl Kristjánsson, oddviti í Húsavík, samkomuna í nafni kaupfélag- anna, er fyrir henni stóðu, bauð menn velkomna og tilkynnti dagskrárliði. Stjórnaði hann samkomunni. Aðalsamkomustaðurinn er sléttur völlur í stóru rjóðri. í jaðri rjóðursins fast við skógar- þykkhið, þar sem brekkur hefj- ast, svo skógargrunnurinn rís og skóginn ber efst við himinn, var ræðustóll gerður eins og trjá- flétta til að sjá. Við hlið ræðu- stólsins var söngpallur lauf- skrýddur. íslenzki fáninn blakti við hún víðsvegar um samkomu- svæðið og stór samvinnufáni við ræðustólinn, milli tveggja stórra þjóðfána. Tveir söngflokkar skemmtu á samkomunni. Var sungið fyrir og eftir hverja ræðu. Söngflokk- arnir voru: Blandaður héraðs- kór, sem í voru á annað hundrað manns, og karlakór úr Reykja- dal. Sungu þeir til skiptis. Báð- um flokkunum stjórnaði Páll H. Jónsson kennari að Laugum. Ræðúr fluttu: Jónas Jónsson, alþingismaður: Minni samvinn- unnar. Arnór Sigurjónsson, bóndi, Þverá: Forsaga kaupfé- inn eftir því sem stríðsástæður leyfa. Glöggt dæmi um slíkar vélar eru mótorsláttuvélarnar, sem oft eru nefndar, þ. e. drátt- arvélar með viðbyggðum sláttu- vélum. Notkun þeirra er engin nýjung hér á landi. Mótorsláttu- vélar hafa verið notaðar á Korp- úlfsstöðum í 14—15 ár og eru (Framh. á 3. síðu) laganna í Þingeyjarsýslu. Jón Sigurðsson, bóndi, Felli: Minni Þingeyjarsýslu. Karl Kristjáns- son, oddviti, ^Húsavík: Minni Kaupfélags Þingeyinga. Finnur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, Svalbarðseyri: Minni Kaupfélags Svalbarðseyrar. Ávörp fluttu: Karl Arngríms- son, fyrrum bóndi, Veisu: Þakkir til söngfólksins. Stefán Stefáns- son, bóndi á Svalbarði: Hvöt til Þingeyinga'. Þegar lokið var tveim fyrstu ræðunum, hófst íþróttaþáttur. íþróttirnar fóru fram örstutt frá rjóðrinu, á grund niðri við Fnjóská. Sveit ungra manna úr Reykjadal sýndi glímu, fimleika og boðhlaup. Var gerður mjög góður rómur að sýningu íþrótta- mannanna, enda eru þessir Reykdælingar vaskir og lofs- verðir íþróttamenn og fágætir áhugamenn um íþróttir. Að loknum íþróttunum hófust ræðuhöldin og söngur að nýju, en því næst kappreiðar, sem fóru fram á grundunum við ána, eins og íþróttasýningin. Gaf þar að líta margan fallegan hest. Voru 24 hestar reyndir. Verðlaun hlutu þessir hestar: í úrslitakeppni á stökki: 1. verðl.: Léttir. Eigandi Bald- vin Sigurðsson, Felli. 2. verðl.: Rauðka. Eigandi: Sig- fús Jónsson, Einarsstöðum. 3. verðl.: Þpkki. Eigandi: Jón Laxdal, Nesi. Folahlaupsverðlaun: 1. verðl.: Griður. Eigandi: Ja- kob Stefánssoh, Öndólfsstöðum. 2. verðlaun: Stikla. Eigandi: Einar Jónsson, Einarsstöðum. 3. verðl.: Bliki. Eigandi: Jón Vigfússon, Úlfsbæ. Flokksverðlaun: 1. verðl.: Sindri. Eigandi: Har- aldur Stefánsson, Breiðumýri. 2. verðl.: Siífri. Eigandi: Sig- urður Stefánsson, Öndólfsstöð- um. 3. verðl.: Skuggi. Eigandi: Geir Ásmundsson, Víðum. . Einn hestur fékk viðurkenn- ingu fyrir skeið: Jarpur, 6 vetra. Eigandi: Jóhannes Jónsson, Tunguvöllum . Kappreiðarnar tóku að vonum alllangan tíma, en svo vel skemmtu menn sér við þær, ekki aðeins eldri menn, heldur líka unga fólkið, að þó tilkynnt væri, þegar á þær leið, að dans yrði hafinn á danspalli, ef. fólk vildi, þá sinti því enginn fyrr en hætt var að hleypa hestunum. En þá hófst dans og var stig- inn til kl. 23 y2- Hljómsveit fjögra manna frá Akureyri (,.Blástakk- ar") lék fyrir dansinum. Til samkomunnar var mjög vandað og tókst hún prýðilega. , Samkomug.estur. Fyrsta njósnarilugíð Flugvélarnár og notkun þeirra er nú orðiff einn veiga- mesti þátturinn í hernaðarátökum styrjaldarþjóðanna. Það er þó skammt síðan byrjað var að nota flugvélar í hernaði. Maðurinn, sem fyrstur varð«til þess að takast á henáur njósnarflug í ófriði, er enn á lifi, og var^ hann þó kominn á miðjan aldur, er það gerðist. Hann er Frakki og heitir Julien Servies. Segir hér gerr frá honum. Julian Serviés, Alsírbúi • af frönskum ættum, einn af braut- ryðjendunum á sviði flugmál- anna, fæddist árið 1876 í litlu þorpi í Óranhéraði. Hugur hans hneigðist þegar í æsku mjög að vélum ýmis konar og kom brátt í ljós, að hann var óvenjulegum gáfum gæddur á því sviði. Árið 1906 varð hann fyrstur manna til þess að hefja fasta farþega- flutninga á vélknúnu farartæki milli Óran og Mostaganern í Alsír. Serviés steig fyrst fæti sín- um í flugvél árið 1909, og tók þegar næsta ár að leggja stund á flug, er þá var mjög skammt á veg komið, miðað við það, sem nú er. Snemma árs 1911 varð hann frægur maður um gérvalla Norðurálfu, því að þá hn\kkti hann spönsku meti í langflugi og ferðaðist eftir það víðs vegar um Spán og sýndi fluglistir sír- ar. Síðar sama ár fór hann sýn- ingarför um Norður-Afríku. Um haustið stefndi landstjóri Frakk'a í Marokkó honum á fund sinn í Oujda til þess að ræða um flug- mál og framtíðarhorfur á því sviði. Varð það að ráði, að Ser- viés gekk í þjónustu franskra stjórnarvalda í Marokkó og skyldi hann fljúga víðs vegar um landið til þess að sýna íbú- unum undur hins nýja tíma og mátt hinna erlendu yfirdrottn- ara. Þessi för gaf tilætlaðan ár- angur. Landsmenn féllu í stafi af undrun yfir stórmerkjum þeim, sem þeir urðu ásjáandi, og virðing og álit franskra stjórnarvalda jókst stórlega. Var til dæmis frá því sagt í Echo d' Oran, aðalblaðinu í Óran, að Si Pacha.Si Ahmed í Karrouan hefði hraðað sér til móts við flugmanninn og þrýst hönd hans hlýtt og lengi og mælt: „Það, sem ég hefi séð, yfirstígur alit, sem ég hefði getað ímyndað mér. Nú eiga Frakkar aðeins eftir að finna ráð til þess að menn geti lifað eilíflega." Skömmu síðar varð Julien Serviés til þess fyrstur manna að takast á hendur flug í þjón- ustu hers á ófriðartíma. Á nýlendusýningunni í París 1931 sýndu ítalir í deild sinni eins manns flugvél með ítölsk- um merkjum, ásamt þeim skýr- ingum, að í þessari vél hefði Piazza höf uðsmaður fyrstur allra innt af höndum þjónustu í lofti í þágu stríðandi hers. Var það talið hafa verið í Tríp^lítaníu 22. október 1911 í ófriði ítala og Tyrkja. Flaug Piazza þá yfir stöðvar tyrkneska hersins í grennd við Trípólí í 350 feta hæð og var á lofti 45 mínútur. Þegar hann kom aftur til stöðva ítala, gat hann meðal annars skýrt frá því að tyrknesk ridd- arasveit nálgaðist hratt her- stöðvar ítala tíu mílur sunnan við Trípólí. Það er engin ástæða til þess að gera lítið úr afreki hins ítalska höfuðsmanns, og sjálf- sagt hefir það ekki verið neinn barnaleikur að fljúga í seinfærri flugvél'yfir herstöðvar Tyrkja innan skotmáls, enda þótt þá væri ekki til nein kunnatta eða reynsla um það að skjóta niður flugvélar né sérstök tæki til slíks. En hins vegar skjátlaðist ítölsku nefndinni, er starfaði að undirbúningi þessarar sýningar, þegar hún fullyrti, að Piazza hefði fyrstur manna flogið í hernaðarþágu. . Á þessum tímum var Oujda ! miðstöð franskra setuliðssveita í Marokkó. Ólga yar víða mikil meðal landsmanna og undu þeir illa stjórn Frakka. Kom oft til harðra vopnamiðskipta. Árásir á herstöðvar Frakka voru.tíðar. Að morgni hins 13. október 1911 átti frönsk herdeild að fara frá Oujda áleiðis til fjallahér- aða, þar sem Márar höfðu eflt flokk uppreisnarmanna, er lét mjög að sér kveða. Foringi her- fararinnar vildi fá vitneskju um, hve fjölmenn mundi vera sveit uppreisnarmanna, sem hann hafði spurnir af, að sæti fyrir Frökkum á leið peirra til fjall- anna. Hann boðaði Serviés á sinn fund og spurði, hvort hann treystist til þess að takast á hendur njósnarferð í flugvél sinni í því skyni að komast eftir þessu. Serviés tókst þetta óðar á hendur. Flugvél hans var af einhverri hinni beztu gerð, sem þá þekktist, og vélin 50 hestöfl. Hjálpartæki voru engin önnur en áttaviti, hæðarmælir og arm- bandsúr. Klukkan 7.10 að morgni 13. október 1911 hóf Serviés sig til flugs við Oujda. Tólf mínútum siðar beindist athygli hans að reykjarmökk, er lagði upp úr kjarrinu, 25 mílur frá borginni. Hann nálgaðist staðinn í 400 feta hæð, steypti sér síðan nið- ur yfir kjörrin og sá þar þá á að gizka 300 Mára undir vopn- um. Flúðu þeir eins og fætur toguðu í allar áttir, er þeir urðu þessa furðu-farartækis varir. Síðan flaug Serviés umhverfis 6000 feta hátt f jall, en sneri eftir það til baka til Oujda. En á leið- inni varð hann skyndilega var við rykmekki mikla í norðurátt. Við nánari athugun kom í ljós, að þarna var franskt herlið á ferð — riddaralið, fótgöngulið og stórskotalið. Frakkarnir veif- uðu húfum sínum, og Serviés æpti til þeirra eíns hátt og hann gat. Öllu var óhætt. Þrjú hundruð illa búnir Márar, skelkaðir eftir það, sem fyrir hafði borið, gátu ekki unnið svona fjölmennri og vel vopnaðri sveit neitt grand. För Serviés þótti hin fræki- legasta og hlaut hann mikið lof meðal Frakka í Marokkó. í marzmánuði 1912 flaug hann í annað sinn í hernaðarþágu, og var sú flugferð allmiklu þýðing- armeiri .en sá fyrri. Þá flaug hann yfir landflæmi, er upp- reisnarmenn höfðu lagt undir sig og fann þar herbúðir 6000 manna hersveitar. Flaug hann eins lágt og honum var unnt yfir stöðvar uppreisnarmanna og gat gert mjög nákvæma grein fyrir búnaði þeirra og stöðu, er hann kom aftur til manna sinna. Fyrir þetta var hann sæmdur frönsku heiðursmerki. Árið 1913 stofnaði Serviés flug- skóla í Séníu. Var það fyrsti flug- skólinn í Norður-Afríku. Enn í dag eru þar miklar flugstöðvar, er skólinn hafði aðalbæki- stöð sína. Árið 1014 "gat hann eigi aðeins látið franska hern- um í té talsvert -af flugvélum heldur og allmarga reynda og dugandi flugmenn. Sjálfur var Julien Serviés fyrst í varnarliði Parísarborgar, en síðar stjórnaði hann flugsveit, er hafði aðsetur sitt í Dunkirk. Flaug hann það- an alloft ýmissa erinda og hlaut heiðursmerki fyrir afrek sín. En í einni flugferð sinni særðist hann og nauðlenti í Belgíu. Var hann þar tekinn höndum, ásamt förunaut smurn, og sat í fanga- búðum til stríðsloka. ' Eftir stríðið hélt hann áfram að starfa að flugmálum. En árið 1923 særðist hann í flugslysi ná- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.