Tíminn - 25.08.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.08.1944, Blaðsíða 1
1 RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG ATJGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, föstudagmn 25. ágúst 1944 81. blað Erlent yfirlit: Paríi f r jáls Frá því var skýrt í síðasta blaði, að Parísarbúar hefðu gert uppreisn gegn setuliðinu þýzka. Nú hefir þeim tekizt að vinna á því meginsigur, þótt enn virðist það verjast í einhverjum hluta borgarinnar, og herir Banda- manna hafa verið beðnir að hraða sér á vettvang, til aðstoð- ar franska heimaliðinu. Þótt fjölmennt og allöflugt ríki, Rúmenía, hafi síðustu daga gefizt upp fyrir hersveitum Rússa, ný stjórn vinveitt Banda- mönnum hafi verið mynduð þar í landi og Mikael konungur Rúmena hafi lýst yfir því, að herafli þjóðarinnar muni nú ganga í lið Bandamanna og snú- ast gegn hinum fyrri vopna- bræðrum sínum, Þjóðverjum, þá er þessi stóratburður, sem gerð- ist þó fyrr, mönnum víðast enn ríkari í huga: Frelsun Parlsar. í fám löndum hafa óldur frelsishugsjónanna risið svo hátt sem í Frakklandi, og þar hefir verið vagga margra þeirra mannréttinda, sem frjálsir menn njóta og hinar sameinuðu þjóðir færa nú þyngstar fórnir til þess að tryggja sér og öðrum í framtíðinni. Og miðdepill allra þessara lífshræringa hefir jafn- an verið í Parísarborg. Það fer sem heitur straumur um löndin, nú þegar hinum þunga hrammi erlendrar ánauðar og grimmi- legrar harðstjórnar er af henni létt og hinn þrhiti fáni hins frjálsa, óflekkaða; Frakklands er þar aftur dreginn að hún. Það er einnig aðdáunar- og fagnaðarefni, að Parísarbúar sjálfir skyldu megna að rísa upp gegn kúgurum sínum og reka þá af höndum sér eftir fjögurra ára undirokun. Það afrek Parísar- búa — verkamannanna, emb- ættismannanna, verzlunar- mannanna, húsmæðra, er sjálf- krafa fylktu liði gegn óvinalið- inu, gráu fyrir járnum — sýnir, að enn brennur sá sami eldur í hug þeirra og hjarta sem fyrr- um. Sá eldur varð ekki nú fremur en áður kæfður í blóði eða slökktur innan fangelsis- múra. Fyrir 155 árum brutu synir og dætur Parísar niður Bastillu, svo að ekki stóð steinn yfir steini. Þessa síðustu daga hafa niðjar þeirra, varpað'af sér því oki, er var jafnvel enn hatramara og skefjalausar beitt. Mannkynið á hinum frönsku baráttumönnum frelsisins á 18. öld mikla skuld að gjalda. Nú á þessu innrásarsumri hafa Frakkar með fórnarhug og hetjulund lagt að mörkum mik- ilvægan skerf til þess að margar þjóðir getl innan skamms beint orku sinni að því að byggja tipp og reisa úr rústum byggðir og borgir, þar sem fólk skal á kom- andi tímum njóta ávaxtanna af baráttu forvígismannanna frönsku — hinna dýrmætu og dýrkeyptu mannréttinda, frelsis og jafnréttis. Seínustu fréttir Frá Rúmeníu er þær fréttir að segja, að rússnesku heráSeit- irnar bruna þar áfram og mæta lítilli mótspyrnu. Víða hefir komið til átaka milli Rúmena og Þjóðverja. Þýzka útvarpið kallar atburðina í Rúmeníu svik fá- mennrar klíku. íslendingar vænta vínsam- legra samskípta víð aðrar þjóðír, - en vílja eínír ráða í sínu eígín landí Connally öldungadeildarþingmaður ber tíl baka ummælin um Island, er honum voru eignuð Fyrir fáum dögum barst hingað til lands sú fr§gn, að Tom Connally, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefði látið í ljós þá skoðun, að Bandaríkja- mönnum væri „lífsnauðsyn að hafa bækistöðvar á íslandi" eftir stríðið. Hafa tíðindi þessi vakið mikið umtal og talsverðan ugg, enda er Connally formaður nefndar þeirrar, sem ráðamest er um utanríkismál líandaríkjanna. En í gær sendi utanríkismálaráðuneytið íslenzka út tilkynningu þess efnis, að Connally öldungadeildarþingmaður hefði 23. þ. m. skýrt sendiherra íslands í Washington svo frá, að hann hefði hvorki gefið skriflegar né munnlegar upplýsingar um þetta mál, er eftir sér gætu verið hafðar, og fullvissaði hann um, að um- mælin væru rangléga eignuð sér. Fer tilkynning utanríkismála- ráðuneytisins hér á eftir: „í tilefni af því, að eitt dag- blaðanna í Reykjavík flutti þá fregn í fyrradag eftir Senator Tom Connally, formanni utan- ríkismálanefndar öldungadeild- ar Bandaríkjaþings, að hann hefði í sambandi við þá skoðun sína, að Bandaríkin ættu að reyna að ná samningum um langa leigu á öllum bækistöðv- um á eyjum í Atlantshafi, eða eignarrétti á þeim, sagt, að það væri lífsnauðsyn, að hafa bæki- stöðvar á íslandi, símaði 'utan- ríkisráðuneytið strax sendiráði íslands í Washington og óskaði eftir nánari upplýsingum máli þessu viðvíkjandi. Frá sendiráðinu hefir nú bor- izt svar á þá leið, að New York Times hafi 22. þ. m. birt fregn frá United Press, er var nokkuð svipuð þeirri, er hér birtist. En í samtali, sem. sendiherra íslands átti við Senator Connally í gær, skyrði hann sendiherranum frá því, að hann hefði ekkl haldið neina ræðu eða gefið neinar þær upplýsingar, munnlegar eða skriflegar, sem hafðar , hefðu verið eftir honum. Blaðamenn kynnu að hafa lagt fyrir hann spurningar um málið, en að því er snerti ummælin um ísland, fullyrti hann alveg ákveðið, að þau væru ranglega eftir sér höfð". Síðan aukin samskipti hófust milli íslands og Bandaríkjanna eftir lokun Evrópu og hingað- komu amerísks herliðs höfum við íslendingar orðið aðnjótandi mjög mikillar og margvislegrar velvildar af hálfu Bandaríkja- stjórnar og Bandaríkjamanna. Þessi mikla velvild hefir eflt mjög þann vinarhug, er smá- þjóðin íslenzka ber til stórveld- isins vestan Atlantshafsins, er í þrjú ár hefir barizt upp á líf Fjármálaráðstefinan í Bretton Woods — Skýrsla ríkisstjórnarinnar — Ríkisstjórnin hefir sent blÖðunum til birtingar skýrslu um fjármálaráðstéfnuna í Bretton Woods. Áður hefir birzt í Tím- anum viðtal við Svanbjörn Frímannsson, formann viðskiptaráðs, er var einn þriggja fulltrúa íslendinga á ráðstefnunni. f skýrslu ríkisstjórnarinnar segir nokkru gerr frá þessum málum. Samkvæmt boði Bandaríkja- stjórnar sendi íslenzka ríkis- stjórnin þrjá fulltrúa á pen- i'nga- og fjármálaráðstefnu, sem haldin var í Bretton Woods í Bandaríkjunum 1.—24. júlí síð- astliðinn. Fulltrúar íslands voru þeir Magnús Sigurðsson, Lands- bankastjóri, Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri og Svanbjörn Frí- mannsson, formaður Viðskipta- ráðs. Ritari nefndarinnar ^ var ungfrú Martha Thors. Saga þessa máls, í fáum drátt- um, er sú, að í aprílmánuði 1943 birtust tvenns konar tillögur um alþjóðafjármálaviðskipti að ó- friðnum loknum.|Tillögur Banda- ríkjastjórnar voru um Alþjóða- gengisfestingarsjóð og eru kenndar við Mr. White, aðal- höfund þeirra. Tillögur Breta- stjórnar voru aftur um gjald- eyrissöfnunarsjóo* og eru þær kenndar við Lord Keynes. Um líkt leyti voru og birtar tillögur frá Kanadastjórn og frönskum f j ármálamönnum. Fyrir forgöngu Bandaríkjanna var svo unnið að samkomulags- tillögum um þessi mál allt fram til þess að fundurinn í Bretton Woods hófst, og tóku þátt í þeim undirbúningi sérfræðingar frá 30 þjóðum, en til fundarins í Bretton Woods var boðið 44 þjóðum og sendu allir fulltrúa Voru það einkum sérfræðingar sem mættu á þeim fundi, út- nefndir af viðkomandi stjórnum en enginn hafði fullnaðarumboð til að skuldtoinda stjórn sína eða (Framh. á i. síðu) og dauða við hlið annarra stríð- andi Bandamannaþjóða til þess að allar þjóðir, er þess e.ru verð- ugar, megi njóta réttlætis, frelsis og sjálfsákvörðunarrétt- ar. En því meiri vonir um það, að fá að lifa frjáls og óháð í framtíðinnd, sem íslenzka þjóð- in hefir tengt við velvild og vinarhug Bandaríkjamanna, því sárari hryggð og meiri ugg hefir það vakið hér á landi, að öðru hverju hafa borizt vestan um haf ýmsar fregnir um tillögur og ráðagerðir ýmissa manna um áframhaldandi hersetningu ís- lands af hálfu Bandaríkja- manna. Hefir hér að vísu lítt verið um þetta rætt á opinberu færi, enda er þjóðin ófús að trúa því, að þetta sé annað en lauslegt hjal manna, sem ekki ráða neinu um stjórnarathafnir í Bandaríkjunum. En því oft- í Bandaríkjunum. En því oftar hefir verið skírskotað til fyrsta í herverndarsamningnum, sem íslendingar gerðu við Banda- ríkjástjórn sumarið 1941, áður en hinn ameríski herafli kom til íslands. Þar segir: „Bandaríkin skuldbinda sig til þess að hverfa þurtu af ís- Iandi með allan herafla sjnn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og núverandi stríði er lokið." Með þetta atriði J huga og í trausti þess, að það verði vel og afdráttarlaust efnt, hefir ís- lenzka þjóðin sætt sig við dvöl hins erlenda setuliðs í landinu, sem að sjálfsögðu hefir kostað smáþjóð sem við fslendingar er- um, miklar og margvíslegar fórnir á ýmsum sviðum, þrátt fyrir ytri velgengni og enda þótt frá vinaþjóðum sé. Það er því allri þjóðinni hið mesta fagnaðarefni, að herra Connally skúli svo fljótt og ræki- lega hafa -$>orið til baká við sendiherra íslands í Washington þau ummæli, er blöð og frétta- stofur vestra1 höfðu ranglega eftir Jionum haft. En engu að síður gefur fregn- in og það umtal, sem út af henni hefir spunnizt, fulla ástæðu til, að það sé látíð koma fram, skýrt og ótvírætt, að íslendingar munu aldrei sarhþykkja það, bg aldrei sætta sig við það, að nokkur þjóð hafi eftir að styrj- öldinni linnir herbækistöðv- ar innan íslenzkrar landhelgi. Þetta er bezt að segja strax, af fullri einurð og hreinskilni, og gervöll þjóðin væntir þess og treystir því, að forsvarsmenn hennar hviki aldrei um hárs- breidd frá eindregnum vilja hennar í þessu efni. Þessi afstaða íslendinga breyt- ir engu um þann innilega vin- arhug, er þeir bera í brjósti til Bandaríkja N.-Ameríku, og eng- ilsaxneskra þjóða yfirleitt, og því síður orkar hún á óskir þeirra og vonir um skjótan sig- ur Bandamanna. Þeir óska þess, að gagnkvæm vinátta haldi á- fram að þróast milli íslendinga og enskumælandi þjóða og sam- skipti þeirra aukist og eflist. En þeir geta ekki fórnað hluta af frelsi sínu og rétti til þess að ráða einir landi sínu, enda hafa engir ábyrgir menn meðal vina- þjóða vorra farið framáogmunu vonandi aldrei fara fram á neina slíka skerðingu frelsis og réttar við okkur. Héraðshátíð Fram- sóknarmanna í Skagafírði Héraðshátíð Framsóknar- manna í Skagafirði var haldin að Varmahlið siðastl. sunnu- dag og hófst kl. 5. Gísli Magnús- son bóndi Eyhildarholti, for- maður Framsóknarfélags Skaga- fj arðarsýslu, setti samkomuna með ræðu og stjórnaði henni. Þá fluttu ræður Eysteinn Jónsson, fyrverandi ráðherra, Jóharm Frímann, ritstjóri á Ak- ureyri, og Sigurður Þórðarson, alþm. á Saðuárkróki. • Friðfinnur Guðj ónsson leikari skemmti með upplestri, og var vel fagnað að vanda. Að lokum var stiginn dans fram á nótt. Um 400 manna sóttu sam- komuna. Hraðfrystihusaeíg- endur tileinka sér úrræðí samvínnu- manna Snemma á árinu 1942 komu eigendur hraðfrystihúsanna á félagsskap með sér til þess að annast sölú afurða sinna og inn- kaup á 'framleiðsluvörum þeim, sem til. framleiðslunnar þarf. Félagsskapur þessi sem heitir „Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna", skammstafað „SH", hóf starfsemi sína í ársbyrjun 1943 og yfirtók eignir Fiskimála- nefndar af umbúðum og öðrum framleiðsluvörúm, ásamt samn- ingum nefndarinnar um kaup á slíkum vörum. í árslok 1943 voru 49 hrað- frystihús í félagsskap þessum, í ársbyrjun voru fyrirliggjandi 170 smál. af freðflökum. Á arinu 1943 var samtals flutt út af framleiðslu félagsmanna 30.029.456 lbs. eða um 13.600 smálestir af freðfiskflökum. Verðmæti fob nam samtals kr. 30.412.011.52. Birgðir í árslok (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi ÓLAFUR THORS AFNEITAR VÍSI. Þau tíðindi gerðust á sam- komu einni, er Sjálfstæðisflokk- urinn boðaði til hér sunnan lands, að formaður flokksins, Ólafur Thors, fann ástæðu til þess að vara áheyrendur við blöðum, sem þættust fylgjandi stefnu Sjálfstæðisflokksins, en væru það ekki. Það er ekkert leyndarmál, að hér átti formaðurinn við „Vísi", sem meðal annars mun ekkert hrifinn af hinum pólitíska ást- ardansi Morgunblaðsmanna við kommúnista. Gerast nú liðhlaup víðar en í Þýzkalandi, hvort sem þeir Vísismenn verða sigursælli í viðureigninni við Ólaf Thors og Bjarna Ben. heldur en Stauffenberg og hans liðsmenn í átökunum við þá kumpánana Hitler og Himmler. DULARGERVI STRÍÐS- GRÓÐAMANNANNA. Morgunblaðið gerir sér um þessar mundir mikið far um að hampa því, að Sjálfstæðisflokk- urinn sé sérlega frjálslyndur orðinn í landsmálum og áhugi hans fyrir framförum og bætt- um hag almennings sé brenn- heitur. En þetta hefir lítinn hljómgrunn fengið hjá fólki, er á annað borð er frjálshuga og umbótasinnað. Það lítur á^fram- komu forráðamanna Sjálfsstæð- isflokksins, og þá kemur ótví- rætt í ljós, að þeir hafa til þessa dags ávallt metið sérhagsmuni meira en almannahug, og hve- nær, sem þeit hafa gengið fram fyrir skjöldu, hefir það verið í því skyni að hefja sókn eða halda upp vörn fyrir fáa gegn hagsmunum þorrans. En nú er um mikið að tefla fyr- ir sérhagsmunamennina og þess vegna verður blað þeirra og flokkur að taka á því, sem til er. Þess vegna reynir Morgun- blaðið nú svo mjög til þess að I skreyta sig og sína með þessum stolnu fjöðrum.En gráðug smetti stríðsgróðamannanna gægjast . undan þessum litskrúðugú flík- um og verða ekki dulin. Það er ! ekki jafn auðvelt að dyljast á vettvangi þjóðmálanna og á I grímuballi. Aldarminning samvinnu hreyiíngarinnar Samvinnuhátíðir að Hvanneyri og Skildí í Helgafellssvsít Mörg kaupfélög hafa efnt til mannfagnaðar í sumar í tilefni af aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar. Hefir áður verið sagt frá samvinnuhátíð Kaupfélags Þingeyinga og Kaupfélags Sval- barðsstrandar f Vaglaskógi. Síðastliðinn sunnudag héldu tvö kaupfélög, Kaupfélag Borgfirðinga og Kaupfélag Stykkishólms, fjölmennar samkomur af þessu tilefni. Samvinnuhátíð Kaupfélags Borgfirðinga var haldin að Hvanneyri. Þórður Pálmason kaupfélagsstjóri setti hana ræðu og stjórnaði henni. Auk hans fluttu ræður Þórir Steinþórsson skólastjóri í Reyk- holti, Andrés Eyjólfsson bóndi í Síðumúla, Friðrik Þorvaldsson framkvæmdastjóri í Borgarnesi og Guðmundur Jónsson bóndi að Hvítárbakka. ,Karlakór Borgarness söng, undir stjórn Halldórs Sigurðs- sonar, og flokkar kvenna frá ungmennafélaginu Skallagrími í Borgarnesi og Fimleikafélagi Hafnarfjarðar kepptu í hand- knattleik. Að lokum var stiginn dans. Húsmæðraskólanefnd Borgar- fjarðar annaðist veitingar. Um 1500 manns sóttí hátíðina. Samkoma - samvinnumanna á verzlunarsvæði Kaupfélags Stykkishólms hófst með messu að Helgafelli. Séra Sigurður Ó. Lárusson, prédikaði. Síðan fóru aðalhátiðahöldin fram að Skildi. Setti Sigurður Steinþórsson kaupfélagsstjóri þar samkomuna, og Stefán Jóns- son skólastjóri, formaður kaup- félagsins, flutti ávarp. Aðrir ræðumenn voru Bjarni Ásgeirsson alþingismaður og Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugarvatni. Karlakór úr Stykk- ishólmi, undir stjórn Bjarna Andréssonar kennara, skemmti með söng milli þess, er ræður voru fluttar. Bragi Jónsson bóndi að Hof- túnum flutti frumsamið kvæði, en Árni Helgason og Benedikt Lárusson sungu gama^nvísur. Um miðnætti var skotið flug- eldum af Arnarhóli við mikinn fögnuð áhorfenda. Veður var gott, og sótti mikið fjölmenni úr héraðinu samkom- una. Hafði verið reist tjaldbúð mikil við samkomuhúsið til þess að dansa í, og fimmtán fánar skreyttu hátíðarsvæðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.