Tíminn - 25.08.1944, Blaðsíða 4
324
TÍMLW. föstndaginn 25. ágnst 1944
81. bla»
ÚR BÆIVUM •
Svargrein
frá Jóhannesi Bjarnasyni vélaverk-
fræðing til Árna G. Eylands birtist í
næsta blaði.
fljónaband.
Fyrir nokkru voru gefin saman í
hjónaband í Reykjavík ungfrú Guðrún
Ásbjörnsdóttir og Björn Þórarinsson,
bóndi í Kílakoti í Kelduhverfi. .
Minningarathöfnin á
Skólavörðustíg.
Aftan af frásöfn Tímans um minn-
ingarathöfnina á Skólavörðuholti síð-
astliðinn sunnudag féllu niður nokkrar
málsgreinar: -
„Síðan varð þögn, en eftir það var
sungið „Gefðu, að móðurmálið mitt".-
Eftir það flutti séra Jakob Jónsson
ræðu um Hallgrím Pétursson og hvað
mest hefir að því stuðlað, að hann
varð slíkt höfuðskáld, sem raun ber
vitni. Var það hin snjallasta ræða.
Að lokum var sungið „Son guðs ertu
með sanni".' ,
Leiðrétting.
í grein um Þorleif í Hólum, er birt-
ist í siðasta blaði Timans er það mis-
sagt, að þeim Þorleifi og Sigurborgu
konu hans hafi aðeins orðið sjö barna
auðið. Þau eignuðust tíu börn. Dóu tvö
þeirra í bernsku, en hið þriðja á þrí-
tugsaldri. Þá var og missagt, að Rósa,
dóttir Þorleifs, sé búsett á Akareyri,
hún býr í Reykjavík.
Ðæjarbruní
í fyrrinótt brann bærinn
Neðri-Gufudalur í Gufudalssveit
í Barðastrandarsýslu. Var þetta
gamall torfbær og fuðraði hann
mjög fljótt upp, en fólk', sem
verið hafði í fasta svefni, er eld-
urinn kom upp, slapp nauðulega
út um glugga á baðstofu á nátt-
klæðum einum og missti allt sitt
í eldinum. r
Ábúandi jarðarinnar Neðri-
Gufudals heitir Bergsveinn
Pinnsson. Hefir hann og heima-
fólk hans órðið hér fyrir stór-
kostlegu tjóni, þar eð allt, sem
brann þarna, var óvátryggt..
Minnísmerkíhestsíns
Fyrir nokkru sendi kona ein
af Vesturlandi Hestamannafé-
laginu Fák í Reykjavík peninga
að gjöf, og skyldi það vera stofn-
fé sjóðs, er verja átti til þess að
reisa minnismerki um íslenzka
hestinn.
Sjóður þessi er nú orðinn við
3000 krónur, og er fjársöfnun
haldið áfram. Hefir stjórn Fáks
hug á að hraða henni, isvo að
unnt sé að hefjast sem fyrst
handa um framkvæmdir.
Að sjálfsögðu verður leitazt
við að fá samþykki 'til þess* að
reisa minnismerkið á sem fall-
egustum stað í bænum — því
að gert er ráð fyrir, að það verði
reist í Reykjavík — og ætti það
mál að verða auðsótt.
Hvalreki
Búrhveli rak á mánudag við
Fagradal í Vopnafirði.
Bændur hafa þegar farið að
skera hvalinn og er talið, að það
sem nýtilegt er til manneldis sé
fimmtán til tuttugu hestburðir.
Hraðfrystihúsín
(Framh. af 1. slðu)
voru um 900 smálestir. Fiskur
þessi var allur seldur til Bret-
lands að undanteknum 200 smá-
lestum af þorskflökum og 24
smálestum af freðinni murtu,
sem seld var til Bandaríkjanna.
Samningar um sölu á heil-
frystri Faxaflóasíld strönduðu
vegna verðágreinings. Bretar
vildu greiða kr. 0,24 fyrir lbs., en
hraðfrystihúsin töldu sig þurf,?
að fá sem lágmark kr. 0,53 per
•lbs.
Tekjuafgangur ársins varð kr.
642.413,56.
Á árinu 1942 var að því komið
að rekstur hraðfrystihúsanna
stöðvaðist vegna aukinnar dýr-
tíðar, en Vilhjálmur Þór at-
vinnumálaráðherra fékk því þá
til leiðar komið með atbeina
samninganefndar utanríkisvið-
skipta, að leyft var að láta
þunnildin fylgja flökunum og
að leyft var að nota pappakassa
í stað trékassa, og kom þetta í
veg fyrir stöðvun.
Landburður af síld
á Síglufírðí
Verð á síldarmjöli ákveðið kr. 52,19
hver ÍOO kg. N
Á Siglufirði heíir verið hinn mesti landburður af síld síðustu
áægur. Eru allar þrær síldarverksmiðjanna fullar og mörg skip
bíða lóndunar. Mun síldaraflinn vera orðinn framt að því eins
mikill og í fyrra um þetta leyti. Var þó nú síldarlaust að kalla
lengi framan af.
í gær var ákveðið verð á síld-
armjöl á innlendum markaði.
Skal það vera kr. 52,19 hver 100
kg» frítt um borð, enda sé mjöl-
ið greitt og tekið til flutnings
fyrir 15. séptember í haust. Sé
mjölið ekki greitt og tekið fyrir
þann tíma, bætast við verð þess
vextir og brunatryggingarkostn-
aður. Sé það hins vegar greitt
fyrir þann tíma, en eigi tekið
bætist aðeins tryggingarkostn-
aður við mjölverðið, enda hafi
kaupandi ekki tilkynnt Síldar-
verksmiðjum ríkisins fyrir þann
tíma, að hann hafi sjálfur vá-
tryggt það á fullnægjandi hátt.
Allt síldarmjöl verður að
panta fyrir 30. september, og allt
síldarmjöl verður að vera greitt
að fullu fyrir 10. nóvember í
haust.
Fjánnálaráðsíeínan í Brefton Wood
(Framh. af 1. slSu)
þing. Á fundinum tókst að ná
allsherjarsamkomulagi um:
1. Gjaldeyrisjöfnunarsjóð og
2. Alþjóðabanka,
og verða þær tillögur nú lagðar
fyrir hlutaðeigandi stjórnir og
þing til samþykktar eða synjun-
ar, og er til þess ætlazt, að öll-
um undirbúningi geti verið lok-
ið fyrir árslok 1945.
Tilgangur Gjaldeyrisjöfnunar-
sjóðsins er:
1) að stuðla að alþjóðasam-
vinnu í peningaviðskiptum,
2) að efla milliríkjaverzlun,
auka atvinnu og tryggja
launakjör,
3) að vinna að gengisfestingu
og koma í veg fyrir óheil-
brigða samkeppni,
4) að koma á peningagreiðsl-
um þjóða á milli og draga
úr höftum, sem spilla al-
þj óðaviðskiptum,
5) að veita bráðabirgðalán til
að jáfna greiðsluhalla og
tryggja greiðslujöfnuð til
frambúðar.
Tilgangur Alþjóðabankans er:
1) að stuðla að endurreisn og
þróun atvinnulífsins,
2) að ábyrgjasit viðreisnarlán
eða veita þau að einhverju
eða öllu leyti, þegar láns-
kjör einkastofnana teljast
ekki viðunandi,
3) að efla alþjóðalánsstarf-
semi til atvinnu- og fram-
leiðsluaukningar og til
batnandi lífsskilyrða fyrir
almenning,
4) að vinna að því, að fram-
leiðsla til ófriðarþarfa geti
sem fyrst breyzt í fram-
leiðslu til almennings-'
heilla.
Sjóðurinn annars vegar og
bankinn hins vegar skulu vera
sjálfstæðar stofnanir og er sjóðn.
um meira ætlað að veita stutt
lán til að koma á viðskipta-
jöfnuði, en bankanum lengri lán
og ábyrgðir til eflingar atvinnu-
lífi um langa framtíð. Reglur
um stjórnarfyrirkomulag og
framlög einstakra þjóða eru þó
með líkum hætti fyrir báðar
s^öfnanirnar.
í fulltrúaráði Gjaldeyrisjöfn-
unarsjóðsins eiga sæti einn full-
trúi og varamaður fyrir hverja
þjóð. Þeir eru kosnir til 5 ára
í senn. Hver fulltrúi hefir 250
atkvæði að viðbættu einu at-
kvæði fyrir hverja 100 þús.
dollara, sem þjóð hans hefir lagt
fram. Fulltrúaráðsfund skal
halda a. m. k. einu sinni á ári.
Fulltrúaráð kýs 12 fram-
kvæmdastjóra, en af þeim skulu
þó 5 tilnefndir án atkvæða-
greiðslu af þeim 5 þjóðum, sem
greitt hafa hæst framlög. Tveir
skulu kosnir af Suður-Ameríku-
ríkjunum, en 5 af fulltrúum
annara þjóða. Framkvæmda-
stjórarnir velja síðan einn að-
alf ramkvæmdastj óra.
Með líkum hætti er stjórn Al-
þjóðabankans byggð upp.
•Stofnfé sjóðsins er áætlað
8.800 miljónir dollara og hluta-.
fé bankans 9.100 miljónir doll-
ara. Var því jafnað niður á
fundinum með hliðsjón af all-
flóknum reglum, sém þó eru ekki
bindandi eða teknar upp í reglu-
gerðum stofnananna. Var ís-
lenzka ríkinu áætlað 1 miljónar
dollara framlag til sjóðsins og
einnar miljónar dollara hlutafé
til bankans og voru 2—4 þjóðir
lægri. *
Þess ber að gæta, að hér er
aðeins um tillögur að ræða, en
enga skuldbindingu, eins og áð-
ur er bent á. Og eirinig ber þess
að gæta ,að af þessum framlög-
um fellur ekki til útborgunar í
upphafi nema 25% til sjóðsins,
allt í gulli eða gullsígildi, og 20%
til bankans, þar af 2% í gulli eða
gullgildum gjaldeyri. Framlögin
eru að öðru leyti nokkurs konar
tryggingarfé^ sem innkalla má
eftir settum'reglum.
Fimm hæstu framlögin til
Gjaldeyrisjöfnunarsjóðsins eru:
1. Bandaríkin $2750 milj.
2. Bretíand 1300 —
3. Rússland 1200 —
4. Kína 550 —
5. Frakkland 450 —
og til Alþjóðabankans:
1. Bandaríkin $3175 milj. "
2. Bretland 1300 —
3. Rússland 1200 —
4. Kína ¦ 600 —
5. Frakkland 450 —
Á fundinum voru fulltrúar
fyrir allar hinar sameinuðu
þjóðir og þær þjóðir, sem með
þeim vinna. Reglur voru settar
um síðari þátttöku annara þjóða
og 'er þá heimild til að hækka
stofnfé sjóðsins og bankans,
hvors um sig, upp í 10.000 milj.
dóllara.
Ríkisstjórnin mun síðar leggja
skýrslu sendinefndarinnar fyrir
Alþingi, ásamt tillögum sínum
um þátttöku.
Merkur fornleíia-
fundur í Svíþjóð
Hjá Gautaborg í Svíþjóð fund-
ust nýlega merkilegar fornmenj-
ar^sem taldar eru um 9000 ára
gamlar. Þykir sennilegt, að þær
séu frá 7200 f. Kr. eða þar um
bil. Við grött hafa fundizt um
1000 gripir og eru meðal þeirra
um 30 axir, margir borar úr
tinnu og örvaroddar. Lá þetta
tvo metra í jörðu niðri.
Fundur þessi mun vera annar
merkilegasti fornminjafundur,
sem gerður hefir verið á Norður-
löndum, þar sem komið hefir
verið niður á minjar frá stein-
öldinni.
TJARNARBÍÓ
STEFNUMÓT
í BERLÍN
(Appointment in Berlin)
Spennandi amerísk mynd
um njósnir og leynistarf-
semi.
George Sanders.
Marguerite Chapman,
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð fyrir börn innan
16 ára.
»-o**5»
•GAMLA BÍÓ«m~~
STJORJ\UREVYA]\
(Star Spangled Rhythm).
BETTY HUTTON,
BING CROSBY,
BOB HOPE,
RAY MILLAND,
DOROTHY LAMOUR o.fl.
Sýnd kl, 7 og 9.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
? NÝJA Efó.
HETJUR
HERSKÓLAIVS
(Ten Gentlemen from
West Point).
Söguleg stórmynd frá byrj -
un 19. aldar.
MAUREEN O'HARA,
JOHN SUTTONÍ
GEORGE MOTGOMERY.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð yngri en 12 ára.
Mý bók!
Skáldsagan, „Á valdi örlaganna", eftir hinn þekkta enska skáldsagnahöfund, George
Goodchiíd, er komin í bókaverzlanir. Bókin er heillandi og þróttmikil í frásögn, lýsir ævin-
týralegum atburðum í gulllandinu „Klondyke", hetjulegri björgun söguhetjunnar úr sjáv-
arháska, leit að auðæfum, og baráttu við glæpamenn Lundúnaborgar, þvingun á geðveiðra-
hæli, og dularfullri undankomu, rómantískum og töfrandi ástum, mikilli fórn og flótta til
Norður-Kanada, fífldjarfri baráttu við hina köldu Kanadavetur, og stigamenn óbyggðanna.
Að síðustu fær söguhetjan uppfylltar óskir sínar á hinn undraverðasta hátt.
Bókin er hin vandaðasta á allan hátt, um 300 bls. aðeins kr. 20,00. (
SUMARUTGÁFAN.
Kominn heím.
ÓfcigEii* J. Ófeigsson,
læknir.
NYKOMIÐ
Einlit kjólaefni
og ljósleit flauel.
H. Toft
Skólavörðustíg 5. Sími Í035.
Brennimark
mitt er: ÖRN.
Örn Ingóíf sson,
Melum, Fljótsdal,' N.-Múlasýslu.
^ QÆFAN
fylgir trúlofunarhrlngunum
frá
SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4.
Sent mót póstkröfu.
Sendlð nákvæmt mál.
Fylgízt meö
Allir, sem fylgjast vilja með
almennummálum, verða að lesa
Tímann. •
Gerist áskrifendur, séuð þið
það ekki ennþá. Sími 2323.
ORDSENIÍIIVG
til kaupenda Tímans.
. Ef kaupendur Tímans verða
fyrir vanskilum á blaðinu, eru
þeir vinsamlega beðnir að snúa
sér STRAX til
Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélao.
Reykhús. - FrystiJiiis.
Mðursuðuverksmiðja. — BjúgnaKerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soöið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og aUs-
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gœði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
ÍVÓg
Nýslátrað
JVautakjöt
Nú og
Næstu daga.
Frystihúsíð HERÐUBREIÐ
Síffli 2678.
Tilkyniiiiig
frá viðskiptamálaráðuneytinu.
RáSuneytið hefir ákveðið að veittur verði 3ja kg. aukaskammt-
ur af sykri til sultugerðar handa hverjum manni. Sykur pennan
mega verzlanir afhenda, frá og með 23. þ. m., gegn stofnauka nr.
6 af núgildandi matvælaseðli, og er stofnauki þessi frá þeim degi
og til 1. október n. k. lögleg innkaupsheimild fyrir 3 kg. af sykri.
Viðskiptamálaráðuneytið, 22. ágúst 1944.
Veggjaplotur (Bestwall)
mjög hentugar til innanhússþiljunar.
Fyrirliggjandi.
J. ÞORLÁKSSON & rVORÐMANN,
Bankastræti 11. Sími 1280. N
r
»>»»»»»oo>i
The Wotld's News Seen Through
The Christian SaeiŒ Monítor
An Intematiottal Daily Newsþaprr
u Tt-utlifni—Construciivc—UnbiaMd—Frce from Sensationol-
itra — Etiitorials Are Timely nnd Instruetive and Its DaUy
Features, Together witli the Wecijy Magazine Section, Maka
th* Monitor an Ideal Newspaper for tlie Hofflt.
Thc C3iristian Science Publisning Soci«ty
One, Norway Strcet, Boston, Massaehusettt
Ptíco ^12.00 Yearly, or íl.00 a Month.
I«ue, including Magazine Section, $1.60 a Ye
Introductory Offer, 6 Issues 2$ Cents.
SAMPLH GOPY ON RHQUEST •
Orðsending:
til mnheimtumanna 1 ínians.
I Þar sem hú er alllangt liðið frá gjalddaga Tímans (1.
júlí), þá eru þeir innheimtumenn blaðsins, sem ekki
hafa ennþa sent skilagreinar, vinsamlega beðnir að
gera það hið allra fyrsta.
Innlieimta Tímans.