Tíminn - 25.08.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.08.1944, Blaðsíða 2
322 TÍMIM. föstiidagiim 25. ágást 1944 81. bla9 Föstudayur 25. áyúst „Umbótaflokkur“ Undanfarið hefir verið nokk- uð bent á það hér í blaðinu, hversu fara hlýtur um framtíð þjóðarinnar(> ef kommúnistar og stríðsgróðamenn verða látnir halda þeim áhrifum, sem þeir hafa nú á Alþingi, — hvað þá ef öfgarnar til vinstri eða hægri eflast frá því, sem nú er. Morgunbl. er ekki sem bezt við, að menn komi auga á þessa hættu — og er það vorkunnar- mál auðvitað. Kveður þar nú við þann tón, að þetta tal manna um eflingu stríðsgróðavaldsins í sambandi við Sjálfstæðisflokkinn, komi úr hörðustu átt, þar sem flokkurinn sé í 'raun og veru öflugur um- bótaflokkur!! Jú — ætli menn kannist ekki við þennan tón! Hver ætlast til þess af Valtý, að hann játi það hreinskilnislega, að Mbl. sé mál- gagn stríðsgróðavaldsins og sér- réttindanna? Ekki þeir, sem þekkja ritstjóra Mbl. og forráða- menn Sj álfstæðisflokksins aðra — svo mikið er víst. En þá er það bót í máli, að þessara játninga þarf ekki með. Forráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins verða dæmdir af verkum sínum bæði fyr og siðar. í hverju hefir umbótabarátta Sjálfstæðismanna, sem Morgun- blaðið talar um, verið fólgin — það væri fróðlegt að vita? Voru það ekki forkólfar í- haldsmanna, sem börðust gegn Byggingar- og landnámssjóðn- um, áburðarlögunum, stofnun Búnaðarbankans, héraðsskólun- um, jstofnun Síldarverksmiðja ríkisins og Fiskimálasjóðs, svo nokkur dæmi séu nefnd? Kölluðu þeir ekki allan stuðn- ing við atvinnuvegina- ölmusur og fátækrastyrki? Voru það ekki þessir menn, sem börðust gegn afurðasölu- löggjöfinni, þegar bændur áttu erfiðast, og lögðu sig meira að segja svo í framkróka, að þeir stofnuðu til neyzluverkfalls, til þess að reyna að brjóta niður þessa löggjöf, sem valdið hefir straumhvörfum í öllum sveitum landsins? Voru það ekki þeir, sem lögðu sig alla fram, til þess að brjóta niður þær ráðstafanir, sem gerð- ar voru til þess að bjarga við fjárhág þjóðarinnar á erfiðustu árunum fyrir stríðið — bara af því að skoðanaandstæðingar áttu í hlut og af því, að þessar ráðstafanir skertu gróða milli- liðastéttanna í Iandinu? Börðust þeir ekki, og hafa þeir ekki ævinlega barizt gegn öll- um sköttum öðrum en tollum, sem innheimtir hafa verið, til þess að koma í framkvæmd þeim stórkostlegu verklegu framför- um, sem hér hafa verið unnar á undanförnum • árum, og þó einkum árin 1928—1931 og 1934 —1938, framkvæmdum, sem þeir sjálfir tala svo um af fjálg- leik 1 hátíðlegum ræðum á tylli- dögum landsmanna? Jú — auðvitað hafa þeir gert þetta og miklu fleira í sömu stefnu. En hafa þeir þá ekki tekið sinnaskiptum? Því fer fjarri, að þess verði vart. Þeir börðust eins og ljón gegn því, að skattfrelsi togarafélaga frá kreppuárunum yrði afnumið, þrátt fyrir miljónagróða stríðs- áranna. Þeir vildu fá að gefa eitt skólahús — en halda skatt- frelsinu! Það var með herkjum hægt að knýja þá.til þess að samþykkja gildandi skattalög, sem nokkuð bættu úr — aðeins vegna þess, að þeir voru í vanda staddir pólitískt, í sambandi við blað- leysi og bæjarstjórnarkosningar. Þeir hafa notað aðstöðu þá, sem þeir hafa 1 skjóli ábyrgðar- leysis kommúnista, til þess að koma í veg fyrir örugga fram- kvæmd skattalaganna. Hámarki sínu náði þessi framkoma, þeg- ar Jón Sveinsson var skipaður til þess að hafa eftirlit með allri framkvæmd skattalaganna og þannig settur í eitt ábyrgðar- mesta embætti landsins. Þeir stóðu gegn dýrtíðarráð- Gttðmnndnr Illugasone Békabá1ku r Ur byggðum Borgarfjarðar Síðastliðið vor kom út á vegum ísafoldarprentsmiðju stór bók eftir Kristleif Þorsteinsson, fræðaþul á Stóra- Kroppi. Heitir hún „Úr byggðum Borgarfjarðar“, og er í henni flest það, sem Kristleifur hefir skrifað í blöð og tímarit, annað en það, sem er í „Héraðssögu Borgarfjarð- ar“, og auk þess nokkuð nýtt. Guðmundur Illugason frá Skógum, maður gagnkunn- ugur í Borgarfjarðarhéraði og mjög vel að sér um borg- firzk fræði að fornu og nýju, skrifar hér um þesga merkis- bók og höfund hennar. Kristleifur Þorsteinsson, bóndi á Stóra-Kroppi, er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður fyr- ir ritstörf sín og fræðimennsku. Hann er nú kominn nokkuð á níræðisaldur, en er enn hraust- ur til sálar og líkama. Hann hefir nú verið sveitabóndi í fulla hálfa öld, og rækt það starf með alúð og kostgæfni. S. 1. vet- ur fór hann alla daga til fjár- húsa sinna, nema einn og um sauðburðinn í vor var hann á hverjum degi að snúast ‘við lambærnar út um hagann. Fjár- gæzlu og smalamennsku hefir hann stundað í þrjá aldarfjórð- unga, enda hefir hann verið tal- in fjármaður með afbrigðum, og þau sveitastörf munu 'honum hafa bezt látið. Það var ekki fyrr en á full- orðinsaldri, sem hann tók að stöfunum í upphafi styrjaldar- innar, til þess að vernda stríðs- gróðann með þeim afleiðingum, sem nú eru komnar í ljós. Þeir hafa hafið hatrama bar- áttu gegn eignaaukaskattin- um, enda þótt þeir séu búnir að fara þannig með fjárhag rík- isins, að ríkissjóður sé nær því févana, en framundan bíði ó- leyst verkefni, sem miljónatugi kostar að koma í framkvæmd. Þeir beittu sér fyrir því að vísa frá á Alþingi frumvarpi Fram- sóknarmanna til nýrra jarð- ræktarlaga, með þeim ummæl- um, að núgildandi jarðræktar- lög væri nægileg 10 ára rækt- unaráætlun. Þeir krefjast þess, að verzl- un landsmanna sé reyrð í fjötra til hagsbóta fyrir kaupmenn og milliliði, og mönnum þar með meinað að efla verzlunarsam- tök sln. Þannig starfa forkólfar Sjálf- stæðismanna að „umbótunum" og er þó fátt eitt rakið til dæmis um framkomu þeirra fyrr og síð- ar. Sahnleikurinn er sá, að for- kólfar íhaldsins hafa ævinlega, hvort sem flokkurinn hefir heit- ið Borgaraflokkur, íhaldsflokkur eða Sjálfstæðisflokkur, barizt gegn og þvælst fyrir umbótum og verklegum framförum. Þessi barátta hefir ekki sízt verið fólgin í þvi að berjast gegn tekjuöflun fyrir ríkissjóð og þar með sjálfum umbótunum. íhaldsmenn hafa yfirleitt ekki léð lið umbótamálum, fyrr en baráttan fyrir þeim hefir verið komin á það stig, að þeir hafa orðið að láta kúgast til þess vegna almenningsálitsins í land- inu. Þó eru þeir allra manna frakkastir að bera fram út- gjaldatillögur við fjárlög og hrósa sér af því, eftir að aðrir hafa aflað ríkissjóði teknanna og fengið fyrir látlausar svívirð- ingar frá íhaldsmönnum. Þannig hefir „umbótastefna" íhaldsmanna verið í fram- kvæmd. Er það nokkur furða þótt menn vari við því, að þessi flokkur verðí. efldur nú á næst- unni? Finnst mönnum líklegt, að þjóðin þarfnist h.elzt vinnu- bragða þessarar tegundar í næstu framtíð. Margir af þeim, sem kosið hafa með SjáL'fstæðisflokknum undanfarið, eru óánægðir með flokkinn. Það er spor í áttina. En engu bjargar sú óánægja fyr en þeir menn hætta alveg að styðja flokkinn og taka hönd- um saman við þá, sem nú beita sér fyrir því að koma á samtök- um umbótamannanna í landinu gegn stríðsgróðavaldinu <?g gegn kommúnismanum. skrifa niður ýmislegt, sem á daga hans hafði drifið, eða hann hafði heyrt og séð á fyrri árum, og honum þótti þess vert að skrá og forða frá gleymsku. Við þau ritstörf hefir hann orð- ið furðulega stórvirkur. í Hér- aðssögu Borgarfjarðar I. og II. hefti eru margir þættir eftir hann, og fylla þeir yfir helming þess ritsafns. Nú er nýútkomið safn af. þáttum eftir hann, bók á 4. hundrað blaðsíður, sem nefnist „Úr byggðum Borgar- fjarðar". Bók þessi er, eins og fyrri rit- verk Kristleifs, sagna- og fræði- þættir um fólkið og héraðið, menningu þess og merka við- burði. Hefir margt af þeim þátt- um áður birzt í blöðum og tíma- ritum, hingað og þangað, og mun þarna saman komið flest af því, sem áður hefir birzt á prenti eftir hann, annað en það sem kom í Héraðssögunni á sínum tíma og fréttapistlar hans úr héraðinu, sem birzt hafa í Vesturheimsblöðum mörg und- anfarin ár. Þó ekki væri vitað um annað eða meira, en það sem nú hefir út komið, eftir Kristleif, bæði í Héraðssögunni og í bók þessari, er það all fyrirferðarmikið rit- safn,ogmá stórvirki teljast afsvo fullorðnum manni. En hitt vita þeir, sem kunnugir eru, að þetta er þó ekki nema nokkurt 'brot af öllu því, sem Kristleifur hef- ir skrifað á síðari árum. Auk þessa eru fréttaþættirnir, sem áður eru nefndir, mikill fjöldi bréfa, með ýmsum fróðleik og upplýsingum, til fjölda manna, bæði hér á landi og annars stað- ar og síðast en ekki sízt, þá á hann enn^í fórum sínum fjölda handrita, sem ekki hafa komið nema fyrir fárra sjónir. Og enn er Kristleifur að skrifa þegar andinn kemur yfir hann. Sezt hann þá við skrifborð sitt og skrifar með sínu fallega og smáa letri hverja síþuna af annari, án þess að líta upp og svo skipu- legt er það og vel frá gengið, að varla þarf þar nokkrum staf- krók að breyta, til þess að það geti birzt sem heilsteypt rit- gerð. Eins og fyr er frá sagt, er bók þessi safn ýmissa ritgerða í svipuðum stíl og áður hefir kom- ið IHéraðssöguBorgarfjarðar eft- ir Kristleif. Má telja það þætti úr sögu héraðsins, eða eins og nafn- ið bendir til „Úr by'ggðum Borg- arfjarðar." Þó eru þarna tveir þættir af Vatnsleysuströnd og einn um hrakning á Mývatnsör- æfum, sem ekki geta nema að takmörkuðu leyti fallið undir þann flokk. En út af fyrir sig eru þættir þessir engu að síður fróðlegir og skemmtilega ritaðir en aðrir þættir þessarar bókar. Má um það deila, hvort þessir þættir hefðu átt að birtast undir þessu heiti, en þar sem vitað er, að bók þessi er ekki nema nokkur hluti af verkum höf. og ætla má að framhald verði á útgáfu þeirra, er óþarfi um slíkt að sak- ast, þó að skipulegar mætti raða niður efni við fyrstu útgáfu. Útgáfa Héraðssögu Borgar- fjarðar og þættir Kristleifs í henni sættu nokkurri gagnrýni á sínum tíma. Voru það aðal- lega tvö atriði, sem nokkuð var þá hampað. Hið fyrra var, að bókin kafnaði undir nafni, hún væri aðeins þættir úr sögu hér- aðsins. En hið síðara, að þættir Kristleifs væru um of takmark- aðir við viss svæði héraðsins til þess að gefa verulega heildar- mynd. Hin nýútkomna bók, og þessir þættir Kristleifs, gefa mér beint tilefni til að minnast nokk- uð á þessi atriði, fyrst ég er farinn að skrifa um þetta mál. Kristleifur Þorsteinsson < frœöaþulur á Stóra-Kroppi. Hvað fyrra atriðið snertir, vil ég benda á það, að saga heils héraðs og .jafnvel afdalakots, er svo margþætt og margbrotin, að óútreiknanlegt e-r, hversu víð- tæk eða stór hún kann að vera. Ég vil t. d. benda á, að fornsög- urnar, saga Egils, Gunnlaugs, Harðar, Hænsna-Þóris, Heiðar- víga, Bjarnar Hítdælakappa, Hellismanna og talsverður hluti Landnámu - og Sturlungu, eru þættir úr héraðssögu Borgar- fjarðar. Sama má segja um hin stóru ritverk síðari tíma um Snorra Sturluson og Jón Hall- dórsson í Hítardal. Saga eins héraðs verður ekki samin nema að undangenginni söfnun allra þeirra heimilda, sem völ er á um öll atriði, er héraðið snerta, frá fornöld til vorra daga. Slíkt er meira verk en nokkur einn maður gétur unnið. Þegar það er fengið, þarf úr því að vinna á skipulegan hátt til að fá úr því formlega og samfellda sögu, og þrátt fyrir það, má semja hana á misjafnan og margvís- legan hátt. og endalaust deila um hvað á að taka og hverju á að sleppa. Það þarf því engan að undra, þó að mörgum finnist margt vansagt í Héraðssögu Borgarfjarðar, en hitt munu allir verða að játa, að bækur þessar veita meiri fræðslu um héraðið, en nokkrar aðrar, og átti því út- gáfa þeirra hinn mesta rétt á sér. Hitt atriðið var, að þættir Kristleifs voru af takmörkuðu og litlu svæði héraðsins, og væru því ekki fyrir héraðið allt. Þetta má nokkuð til sanns vegar færa. Kristleifur hefir ekki í rit- gerðum sínum farið út fyrir það, sem hann getur skrifað um af fullum kunnleik, og verða því þeir héraðshlutar útundan, sem hann var ekki nógu kunnur. En það er ekki hans sök, heldur má segja, að því er ver og miður, að ekki er hægt að gera öllum hlut- um héraðsins jöfn skil, vegna þess að flesta þeirra vantar menn á borð við Kristleif til að að skrifa um þá eins rækilega og Kristleifur hefir gert um sinn hluta. Hin nýútkomna bók er prýdd fjölda mynda og mættu þær þó fleiri vera. Þó að myndirnar séu flestar góðar, virðast þær nokkuö teknar af handahófi og ekki í sem beztu samræmi við efni bók- arinnar, hvorki að vali né niður- röðum. Vel má vera, að niðurröð- un þeirra hafi verið nokkrum vandkvæðum bundin, þar sem þær eru prentaðar á annan pappír en lesmálið. Hitt er t. d. áberandi, hve mikill hluti land- lagsmyndanna er úr óbyggðum, en ekki 'byggðum Borgarfjarðar. Þar er mynd af Þyrli við Hval- fjörð, en ég hefi ekki rekið mig á að hann sé annars staðar nefndur í bókinni. Mynd er af Skorradalsvatni, sem ekkert er sérkennileg fyrir Skorradalsvatn eða dalinn, og gefur um hvor- ugt neina hugmynd. í Skorradal er þó fegursti foss í Borgarfjarð- arhéraði, Hvítserkur í Fitjaá, en engin mynd er af honum. Engin mynd er úr Reykholtsdal eða Lundareykjardal. — Af manna- myndum finnst mér vanta mynd af Daníel á Fróðastöð^um og Ólafi í Kalmanstungu, "því þeirra beggja er allmikið getið í bók- „NÝTT KVENNABLAÐ" Fyrir um það bil fimm árum færðust þrjár konur hér í bæn- um það í fang að gefa út nýtt rit, er þær nefndu „Nýtt kvennablað“. Voru konur þessar Guðrún Stefánsdóttir, María Knudsen og Jóhanna Þórðar- dóttir. Hin síðasttalda er nú lát- in, en hinar hafá haldið áfram útgáfustarfinu, og mun ritinu vegna vel. Hefir það komið út reglulega átta sinnum á ári, sextán lesmálssíður í hvert skipti, flutt margt góðra greina um ýmisleg mál, bæði þau, er varða konur sérstaklega, og þjóðina almennt, og náð út- breiðslu og vinsældum. Er „Nýtt kvennablað“ hóf göngu sína höfðu konur lands- ins ekki um skeið átt neitt sér- stakt málgagn, nema ársritið „Hlín-“, er Halldóra Bjarnadóttir hefir um langt árabil gefið út á inni. Allt þetta er að vísu smekksatriði, sem ekki er hægt að ætlast til að allir verði sam- mála um, en eitt atriði vil ég í fyllstu alvöru benda Borgfirð- ingum á, sem myndirnar gefa mér tilefni til að koma á fram- færi. Það er ,að láta gera mynd af gamla bænum á Húsafelli, æskuheimili Kristleifs. Þá mynd er að vísu ekki hægt að gera nema að teikna hana eftir fyrir- sögn hans, en það ætti að vera hægt. í nýútkomnu blaði „Akra- nes“ er mynd, þannig gerð, af bæ’ frelsishetjunnar sr. Hannes- ar Stephensen að Hólmi, er var um langt skeið fulltrúi Borgfirð- inga. Þessa myndagerð tel ég svo mikilsverða, að ég skora á Borg- firðinga að koma henni í fram- kvæmd, og það fyrr en síðar. Slíka mynd finnst mér sízt mega vanta, þegar út eru gefin rit- verk Kristleifs. Bók þessi er prýðileg að frá- gangi, prentuð á góðan pappír í líku broti og Héraðssagan var á sínum tíma. Ekki er hún þó, frekar en aðrar bækur yfirleitt, laus við prentvillur, eða ritvillur. Hið prentaða mál, þar sem mikið er um mannanöfn eða tölur, er sérstaklega næmt fyrir villum, og þarf i slíkum tilfellum vand- virkan prófarkalestur, til þess að villulaust sé. Geta villurnar oft verið sérlega meinlegar, ef þær eru ekki leiðréttar. Ég hefi t. d. tekið eftir því, að í sumum þess- ara þátta í hinni nýju bók, eru sömu villurnar óleiðréttar, sem voru í ritgerðunum í blöðum þeim, sem þær hafa verið endur- prentaðar úr. Eru þó sumar þeirra það auðsæar, ef lesið er með nokkurri athygli, að telja má athugunarleysi að leiðrétta þær ekki við endurprentun. Ég mun nú tilgreina þær prentvillur og missagnir, er ég hefi Við fljótan yfirlestur rekizt á og tel að leiðrétta þurfi. Bls. 56. Fyrri kona Einars Þór- ólfssonar var Kristín (ekki Helga) Jónsþóttir Magnússonar. Bls. 59. Friðrik prins var á ferð hér á landi og gisti í Kalmans- tungu sumarið 1834 (ekki 1833). Jón stúdent Árnason seldi Kal- mannstungu og'fleiri jarðir fyrir Leirá og flutti’ þangað 1839 (ekki 1841). Árni Einarsson Þórólfs- sonar fór að Kalmanstungu 1840 (ekki 1841) og bjó þár í 1 y2 ár, því að hann drukknaði í Hvítá á Bjarnastaðavaði um réttirnar 1841, eins og réttilega er frá skýrt á bls. 60. (Sbr. Ann- áll H. P. 1839 og 1841 og Sýslu- mannaæf. III., 532). Bls. 73. Jón, faðir Jóns í Galt- arholti og Sesselju í Kalmans- tungu var Jónsson (ekki Guð- mundsson). Bls. 127. Magnús hinn Þing- eyski, bóndi í Fljótstungu, var Erlendsson (ekki Erlingsson). Bls. 128. Þar gætir nokkurrar ónákvæmni í frásögninni um kirkjustaði í Hvítársíðu hinni fornu. Húsafellsprestakall var lagt niður með konungsbréfi 21. ág. 1812 (ekki 1808), en prest- laust var þar eftir dauða sr. Jóns Grímssonar 1809. Það voru tveir bæir (en ekki einn), sem áttu kirkjusókn að Kalmans- tungu. Auk Fljótstungu voru það Þorvaldsstaðir. Þá er og rétt að geta þess, að auk Niður-Síðubæja áttu og eiga enn 4 bæir úr Staf- holtstungum kirkjusókn að (Framh. á 3. siSu) Akureyri og lagt við mikla alúð, ef undan eru skilin örfá stéttar- blöð, er eigi voru ætluð álþýðu, enda henni lítt kunn. Var því ekki vanþörf á nýju riti, sem konum væri helgað, er kæmi út alloft og næði til þorra fólks. Þetta auða skarð var „Nýju kvennablaði" ætlað að fylla. Áður hafði Bríet Bjarnhéðins- dóttir unnið mikið og merkilegt brautryðjandastarf með útgáfu og ritstjórn „Kvennablaðsins" gamla, er hún hélt lengi úti, um skeið ásamt litlu fylgiblaði, er hún nefndi „Barnablaðið". Síðar kom svo um tíma út kvenna- blaðið „19. júní“, er Inga L. Lár- usdóttir stýrði. Að sinni eru ekki tök á að rekja að neinu fimm ára sögu „Nýs kvennablaðs“, enda er til- gangur þessa greinarkorns sá einn að vekja athygli á því. Þó er óhætt að segja, að það hefir hreyft mörgum nauðsynjamál- um, og mun jafnvel hafa átt þátt í framgangi og lausn að- kallandi mála, þótt ungt sé. Rit eins og „Nýtt kvennablað“ hefir merkilegu hlutverki að gegna. Það er málsvari kvenna í sérmálum þeirra, það er vett- vangur fyrir þær til þess að koma á framfæri hugðarmálum sínum og skoðunum og það er tæki -til þess að miðla þýðing- armikilli fræðslu um margt, sem snertir líf og starf fólks og hætt er við að ella yrði miður rækt. Það hefir löngum verið hljótt um margvíslega félagsmála- starfsemi íslenzkra kvenna. En sé skoðað niður í kjölinn má vera, að hún hafi áorkað meira, er til umbóta horfir í þjóðfélaginu, síðastliðna hálfa öld en fólk gerir sér ljóst í fljótu bragði. Stafar þetta sjálfsagt meðfram af því, að hve miklu leyti þetta starf hefir verið unn- ið í kyrrþey. Með myndarlegu málgagni eru sköpuð skilyrði til þess að vekja athygli á því, sem gert er, benda á það öðrum til fyrirmyndar og hvatningar, greiða fyrir góðum málum og stuðla að því, að það, sem á- unnizt hefir, komi fljótar en ella að fullum notum. „Nýtt kvenna- blað“ hefir því nóg að vinna, þótt útgefendunum tækist að stækka það, sem þeir munu hafa fullan hug á. Til þess að gefa frekari hug- mynd um blaðið skal að lokum getið í stórum dráttum efnis í júníhefti þess. Á forsíðu þess er stór mynd af forsetafrúnni, Georgíu Björnsson, en sjálft hefst ritið á myndum af forseta og frá Þingvöllum 17. júní, ásamt stuttri frásögn af fyrsta forseta- kjörinu og helztu æviatriðum forseta. Þá er grein eftir Þórunni Magnúsdóttur skáldkonu, Þeir, sem lýðveldið erfa, og kvæði eft- ir Dúfu, Stíg, ísland, frjálst. Síðan er grein eftir Hugrúnu um Kvennaskólann á Hverabökkum og stofnanda og forstöðukonu hans, Árnýju Filippusdóttur. Næsta grein heitir Vorhugur og er eftir Jónasínu Sveinsdóttur. Síðan er fagurt kvæði eftir Huldu, Gvéndarbrunnar við Reykjavík,og mynd af höggmynd eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara, er sýnir atburð úr lífi Guðmundar góða. Ragn- heiður Pétursdóttir skrifar fimmtíu ára minningu Hins ís- lenzka kvenfélags; er það síðari hluti greinar. Guðrún Stefáns- dóttir birtir viðtal við Margréti Thoroddsen og fjallar það meðal annars um kvennaheimili, sem hún kynntist vestan hafs. Næst kemur brot úr ræðu, er Hulda Stefánsdóttir skólastjóri flutti við uppsögn Húsmæðraskóla Reykjavíkur síðastliðið vor, frá- sögn af landsfundi kvenna 19.— 25. júní í vor og fimmtíu ára minning Kvenfélagsins Fram- tíðin á Akureyri. Lokagreinin í heftinu er eftir Sigurð Sveins- son garðyrkjuráðunaut og heitir Ræktun í vermihúsum. Er hún að mestu miðuð við Reykjavík og -þau skilyrði, sem þar hafa skapazt til ræktunar í vermihús- um með hitaveitunni. Auk þess, sem hér hefir verið getið, er í þessu júní-hefti „Nýs kvennablaðs“, nokkrar smá- greinar, frásagnir og myndir. J. H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.