Tíminn - 25.08.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.08.1944, Blaðsíða 3
81. blatS 323 TÍMIM. föstudaggim 25. ágúst 1944 DMARMIMING: Siggeir Jón^on útgerðarmaður irá Fáskrúðsitrði Nýlega er látinn Siggeir Jóns- son útgerðarmaður frá Fá- skrúðsfirði. Hann andaðist í Reykiavík, en hingað hafði hann flutzt fyrir nokkrum árum. Sig- geir var um langt skeið einn allra fremsti fiskiformaður á Austurlandi og framúrskarandi farsæll og dugandi útgerðar- maður, eftir að hann eignaðist sjálfur bát. Þeir munu ekki margir, sem við sjóinn búa á Austurlandi, sem ekki kannast við Siggeir á .Garðari, en svo var hann um langt skeið nefnd- ur í daglegu tali og kenndur við bát þann, sem hann stýrði lengi og gerði nafnfrægan um þær slóðir. Siggeir gerðist formaður á vél- bát 18 ára gamall. Siggeir er nú fallinn frá fyrir aldur fram, en fæddur var hanrt 1890. Er mikill skaði að slíkum mönnum, en sú er bót í máli, að eftir lifir minningin um vaskan mann, sem var öðrum til fyrir- myndar. Úr bygfgðum Borgarfjarðar Islendingar þurfa engu að kvíða, ef þeir eiga marga menn eins og Siggeir Jónsson var. Honum fylgja hlýjar kveðjur og óskir Austfirðinga og annara, sem honum kynntust og störf- um hans. Það er alveg víst. X Sjötíu og Simm ára: Stefán Magnússon frá Berunesi Stefán Magnússon er fæddur að Kollsstöðum í Vallahreppi í Suður-Múlasýslu 25. ágúst 1869. Hann ólst upp á Ketilsstöðum hjá hjónunum Þórarni Hall- grímssyni og Sigríði Árnabjarn- ardóttur. Vorið 1901 kvæntist Stefán Ásdísi Sigurðardóttur, bónda á Berunesi við Reyðar- fjörð, og hófu ungu hjónin bú- skap þar sama vor. Berunes var þá ekki stór jörð, túnið fremur lítið og ógirt, engjar votlendar og graslitlar og jarðarhús gömul og hrörleg. Voru því næg verk- efni fyrir ungu hjónin. Og ekki vantaði áhuga. Byrjaði Stefán þegar á jarðabótum. Var honum vel ljóst, að túnræktin er aðal- undirstaða búskaparins. Eitt af fyrstu verkum hans var að byggja akbraut til sjávar og samtímis keypti hann hesta- kerru og aktýgi, fyrstur sveit- unga sinna, og ók þara og fisk- úrgangi heim á túnið, því að á þeim árum voru vermenn á Berunesi á sumrum. Jafnframt hóf hann þúfnasléttun og keypti plóg, en herfi smíðaði hann sjálfur. Gaddavírsgirðingu lagði hann kring um túnið, og höfðu ekki áður sézt slíkar girð- ingar í hreppnum. Hann var og fyrstur manna að byggj a sund- þró ásamt steinsteyptum sig- palli, er sauðfjárbaðanir hófust. Sumarið 1911 byggði Stefán myndarlegt steinsteypt íbúðar- hús á Berunesi og leiddi vatn i húsið, en áður hafði þurft að sækja það alllangan veg. Næsta ár byggði hann fjós, hlöðu og hesthús úr sama efni. Þetta voru fyrstu steinsteyptu byggingarn- ar í hreppnum, en síðan fóru aðrir bændur að dæmi hans. Er það mikið lán hverju sveitarfé- lagi, er eignast slíka áhuga- og forustumenn sem Stefán var á þessum árum, því löngum hafa bændur þótt heldur seinir að notfæra sér nýjungar í búnaðar- háttum, þótt bersýnilega væru til bóta. —, Á fyrstu búskapar- árum keypti Stefán ábúðarjörð sína, sem þá var ríkiseign. En vegna vanheilsu konunnar varð hann að bregða búi og selja jörðina aftur vorið 1917. Fluttu þau hjónin þá til Eskifjarðar. — Var ólíkt um að litast á Berunesi, þegar þau fóru þaðan eða áður, er þau byrjuðu þar búskapinn, enda hefir þar verið blómabú- skapur síðan og jörðin riú talin með allra beztu jörðum í Fá- skrúðsf j arðarhreppi. Á Eskifirði voru þau hjónin næstu 15 árin, en fluttu þá hing- að til Reykjavíkur og hafa dval- ið hér síðan. Síðustu 10 ár hefir Stefán annazt afgreiðslu í Sæ- búðinni á hafnarbakkanum, þar til á síðastliðnu hausti. Munu margir sjómenn og verkamenn sakna hans þaðan, því ávallt hafði hann spaugsyrði á tak- teinum og afgreiðslan var rösk- leg, svó engum þurfti að leið- ast, sem þangað átti erindi. Þau hjónin eignuðust 6 efnileg börn og eru fimm þeirra á lifi. Dætur þeirra tvær, Sigríður og Guðbjörg, eru báðar giftar, önn- ur búsett hér, hin í Kaupmanna- höfn. Bræðurnir, Sigurður, Kristinn og Ingólfur, eru ötulir sjómenn og hafa siglt milli landa öll stríðsárin. Eru þeir allir kvæntir og búsettir hér í Rvík. Gestkvæmt hefir ávallt verið á heimili þeirra hjóna, Ásdísar og Stefáns. Rausn þeirra, nær- gætni og glaðværð bregst aldrei. Og mörgum hefir gefizt vel að sækja ráð til Stefáns, því hann er glöggskyggn og skjótráður og aldrei ráðalaus. Hann er líka ávallt fús að greiða götu ann- ara og gerir það svo skemmti- lega, að betra er að biðja hann bónar en flesta aðra. Margir vinir og góðkunningj- ar Stefáns hér í Reykjavík munu leggja leið sína heim til hans á morgun og óska honum heilla: Hinir, sem í fjarlægð eru, senda hugheilar þakkir og árn- aðaróskir. Þór. Gr. Víkingur. (Framh. af 2. síöu) Síðumúla (Brúarreykir, Guðna- bakki, Sleggjulækur og Ásbjarn- arstaðir). Bls. 139, efst, er meinlegur ruglingur á málsgreinum, sem ekki hefir verið leiðréttur við endurprentun. Rétt er það þann- ig: „2. Steinunn. Hún giftist ekki, en átti börn. Með Sumarliða Bjarnasyni átti hún eina dótt- ur------“ o. s. frv. Bls. 144 og 146. Grímur Jóns- son kom ekki að Oddsstöðum í sinni síðustu ferð, og Hildur Bergsdóttir var þá vinnukona á Skarði en ekki Oddsstöðum. Bls. 194. í þætti Guðbrandar á Kleppjárnsreykjum er slæm villa í frásögninni, sem mun stafa af rangminni Guðbrandar. Keldhverfingar munu ekki kannast við systkinin Sveinunga og Ólöfu, því að það voru hjón eða hjónaleysi,.sem lengi bjuggu í mynni Ásbyrgis, á bæ, er Byrgi heitir. Það voru þó ekki þau, sem fundu þá Guðbrand og Sigurð í Hlíðarhaga, heldur Sveinungi og systir hans, er Guðríður hét. Sig- urður Einarsson sagði mér ferða- sögu þeirra félaga 1920. Var hún ekki samhljóða frásögn Guð- brandar í sumum atriðum. Minn- ir mig, að eftir að frásögn Guð- brandar birtist, skrifaði Björn í Lóni nokkrar athugasemdir við hana, einhvers staðar, eða skrif- aði ferðasögu Sigurðar alla, eins og hann sagði frá. Bls. 273. Guðrún í Hæginda- koti var ekki Valdadóttir, heldur Steindórsdóttir, eins og hún er réttilega talin á bls. 214. Bróðir hennár var Valdi bóndi á Brekku í Norðurárdal. Þorsteinn á Vatns enda, faðir Péturs á Grund, var hálfbróðir hennar (sammæðra). Hann var Þorsteinsson frá Foss- um Björnssonar. Bls. 287. Gísli sá, er þakka mátti presti fyrir að kærastan brást ekki, var Styrsson (ekki Stígsson). Þau giftust 1838 og bjuggu síðar í Hvammi í Skorra- dal. Stúlkan var Elín»Guðmunds- dóttir, og það mun vera sú sama Elín, sem segir frá orminum í Skorradalsvatni á bls. 47—48. Bls. 300 hefir misritazt Eggert í stað Benedikt á einum stað, og hefir það ekki verið leiðrétt við endurpr^ntun, þó auðsætt sé. í bók þessari er fjölmargan fróðleik að finna, sem telja má víst, að glatazt hefði að meira eða minna leyti, ef Kristleifur hefði ekki skráð hann. En auk þess vekst upp við lestur þátta hans ýmis konar annar fróðleik- ur, sem annars væri gleymskunni ofurseldur. Verður þá oft hæg- ara við að bæta, þegar komið er á sporið. Getur því ein frá- sögn, þótt lítil sé, fætt af sér margar fleiri og stærri, og áhrif- in því orðið víðtækari, en nokk- urn órar fyrir. Þrátt fyrir það, þótt Kristleif- ur á Kroppi sé fræðimaður mik- Þér skuluð lesa þessa bók ill og góður, tel ég þó að hann sé engu síður mikill rithöfundur. Fræðsla hans byggist mest á hinu glögga auga og eyra hans sjálfs, sem hvort tveggja er fljótt að nema allt það, sem eitthvert gildi hefir, og svo ekki sízt á hinu stálslegna minni hans, sem telja má einstakt í sinni röð. Fræðilegar rannsóknir eða heim- ildasöfnun hefir hann lítið iökað, enda hvorki haft tíma né tæki- færi til þess um dagana. En þegar hann fer að skrá þessa fræðslu sína og minningar, er ritleikni hans ótvíræð. Góð greind, glöggskygni og næmleiki að draga það fram, er athyglis- vert er, gerir þætti hans skemmtilegri aflestrar en flest annað af slíku tagi. Ég vil að- eins benda á tvö atriði í þáttum þessarar nýju bókar. Hið fyrra er í þættinum um Geitland, er hann víkur að því, hvernig engj - ar og gróður Geitlands hafi fært sig um set frá landnámsjörð son- arins að landnámsjörð föðurins á Hvanneyri. Hið síðara er nið- urlagið í þættinum um Olnboga- börn. Svo skrifar enginn nema sá, sem er bæði mikill rithöf- undur og skáld. En eins og Kristleifur skrifar vel og skemmtilega, er hann líka mjög áreuSanlegur og samvizku- samur í frásögnum sínum um menn og málefni. Dómar hans og ályktanif um menn þá, er hann skrifar um, eru hógværir og vandaðir, og um vankanta og misbresti skrifað af sann- girni og varfærni. Er á öllu sýni- legt, að hann, af ásettu ráði, vill forðast sem mest að skrifa nokk- uð það, sem misjafnt má kalla um nokkurn mann. Má jafnvel segja, að sú hófsemi hans gangi fulllangt. Mér finnst t. d. vanta í frásögn hans um Haukagil, að minnast móður Jóns Sigurðs- sonar. Hún var greind kona og merk, og ég tel engan vafa á því, að Jón hafi erft marga góða ættarkosti frá móður sinni, engu síður en föður, þótt hann væri ekki hjónabandsbarn. Snorri prestur á Húsafelli gerði garðinn frægan fyrir galdra og aflraunir. Hann varð gamall maður og iðkaði hvort tveggja fram á tíræðisaldur. Afkomandi hans í þriðja lið, Kristleifur á Stóra-Kroppi, hefir með skrif- um sínum gert garðinn frægan í annað slnn. Hann hefir galdrað fram úr myrkri gleymskunnar fleiri myndir úr sveit sinni og héraði en nokkur annar maður, og lyft mörgu Grettistaki úr vegi þeirra, er hugsa vilja um þjóð- legan fróðleik og menningu! í höndum hans hafa jafnvel stein- arnir fengið málið. Þó að hann sé nú orðinn aldraður, er þó mik- ið eftir af honum enn, og margs má enn af honum vænta, ef hann nær aldri hins fræga lang- afa síns, en þess munu margir óska. Guðm. Illugason. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNIJMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. . og svo umfram allt aS sends mér 1 stykki SAVON DE PARIS hún er svo IJómandl góS. — Já, með ánægju, kæra frö- ken, enda seljum vlð langmest af þelrri handsápu. O ■*A i Rœstiduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft. hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það lireinsar án þess að rispa, er mjög . drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. IVotið O P A L rœstiduft Skrífstoíustúlkur , Þrjár skrifstofustúlkur geta fengið atvinnu í bæjar- skrifstofunum frá 1. október n-. k. eða fyr. Laun samkv. launasamþykkt bæjarins. Umsækjendur verða valdir að undangengnu sam- keppnisprófi. Umsóknir skulu sendar hingað til skrifstofunnar fyrir 31. þ. m. Borgarstjórí. Aðvörun Að gefnu tilefni tilkynnist hér með öllum, er hlut eiga að máli, að ýtrustu varkárni ber að gæta um meðferð á innfluttum hálmumbúðum. Óheimilt er að taka vörur úr hálmumbúðum, nema undir eftirliti lögreglunnar, og tafarlaust brenna umbúðunum, þannig að útilokað -sé, að áliti lögreglunnar og dýralæknis, að hætta geti stafað af hálminum. Lögreglusljóriim i Reykjavík, 21. ágúst 1944. Agnar KoSoed-Hansen. Tólg og 9ftör fæst enn. Sendum heim ef tekin eru 10 kg. eða meira. Frystíhúsið Herdubreíd Sínii 2678. Tí MINN er viðlesnasta auglýsingablnðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.