Tíminn - 29.08.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:°
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFPANDI:
PRAMSÓKNARPLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Slmar 3948 og 3720.
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A.
Símar 2353 Og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9A.
Sími 2323.
28. árg.
Keykjavík, þriðjudaghm 29. ágiíst 1944
82. blað
Erlent yfirlit;
Fylkíngin
ríðlast
Hringurinn um Þjóðyerja
þrengist óðum. Það er að þeim
sótt, bæði úr austri og vestri, og
margir hlekkir varnarkeðjunn-
ar hafa þegar brostið, en aðrir
eru í þann veginn að bresta.'
Pylkingin er sýnilega allmjög
að riðlast. Einn hinna brostnu
hlekkja er Rúmenía.
Það var á miðvikudagskvöldið
var, sem uppgjöf Rúmena var
gerð heyrinkunn, en vitaskuld
hefir hún verið ákveðin fyrr, að
undangengnum samningum
Rússa og Rúmena. Hinni fyrri
ríkisstjórn var vikið frá völdum,
en í hennar sæti settust nýir
menn og frjálslyndari, þar á
meðal ýmsir forustumenn
flokka þeirra, sem áður störfuðu
í Rúmeníu, svo sem Maniu,
einn forustumanna Bænda-
flokksins.
Meðal fyrstu stjórnarstarfa
hinnar nýju stjórnar, var að
fyrirskipa, að pólitískir fangar í
landinu, en þeir munu hafa ver-
ið ærið margir, skyldu látnir
lausir. Síðar lýsti hún því yfir,
að hún teldi Rúmena eiga í
stríði við hina fyrri bandamenn
þeirra, Þjóðverja. Hefir það
sjálfsagt verið gert að kröfu
Bandamanna.
Mikill meirihluti rúmensku
þjóðarinnar hefur tekið stefnu-
breytingunni feginsamlega. Er
þess þó ekki að dyljast, að marg-
víslegar hörmungar bíða hennar
eigi að síður, og meðal annars
hlýtur landið enn um stund að
verða orrustuvöllur. Þótt fram-
sókn Rússa hafi verið hröð síð-
an Rúmenar gáfust upp, hafa
þeir eigi enn tekið á sitt vald
nema austurhluta landsins og þó
að þeir hafi rofið varnarlínu þá,
sem líklegast var, að Þjóðverjar
fengju varizt nokkuð í, þá er
fyrir höndum langdrægt stríð,
unz öll Rúmenía er hrifin úr
greipum nazistanna þýzku. Að
vísu hafa Rúmenar sjálfir yfir-
höndina á ýmsum stöðum í land-
inu, þar á meðal í höfuðborg-
inni, Búkarest, en víðast eru
þó Þjóðverjar alls ráðandi. Þeir
höfðu fyrirfram tryggt sér þá
staði í landinu, sem mesta þýð-
ingu hafa í hernaði, og lið þeirra
er miklum mun betur búið held-
ur en rúmenski herinn, svo að
hann einn megnar alls ekki að
vinna fullnaðarsigur á Þjóðverj-
um í Rúmeníu.
Hér kemur það og til, að því
fer fjarri, að öll þjóðin sé ein-
huga. Hinum gömlu fylgismönn-
um Antonescus, fyrri stjórn-
anda' Rúmeníu, er auðvitað ljóst,
að þeir hljóta að bíða skipbrot
með Þjóðverjum og eiga ekki
annars úrkósta, eftir það sem á
undan er gengið. Þeir hafa þess
vegna neitað að hlýða fyrir-
mælum nýju stjórnarinnar og
berjast örvæntingarfullri bar-
áttu við hlið Þjóðverja í þeirri
von, að enn kunni eitthvað að
gerast, sem hindri ósigur naz-
istanna, eða dragi að minnsta
(Framh. á 4. siðu)
Seinustu fréttir
Loftsóknin gegn Þýzkalandi
hefir verið hert að mun. Hafa
brezkar flugsveitir ráðizt á
Ruhrhéraðið í björtu og sömu-
leiðis Hamborg og fleiri þýðing-
armikla staði. Ennfremur hafa
afarharðar árásir verið gerðar
á Berlín, Kiel, Königsberg og
ýmsar fleiri borgir.
í Frakklandi eru Þjóðverjar
á stöðugu undanhaldi, en líkur
eru til, að þeir hugsi sér að verj-
ast eftir getu við Somme.
Vesturíör íor-
seta Islands
Forseti íslands flaug vestur
um haf síðastliðinn miðvikudag,
ásamt Vilhjálmi Þór utanríkis-
málaráðherra og öðru föruneyti
sínu, og kom til Washington á
fimmtudaginn.
Um kvöldið sat forseti íslands
og föruneyti hans boð Banda-
ríkjaforseta í Hvíta húsinu. Var
þar meðal gesta margt amer-
ískra ráðamanna. Roosevelt
ávarpaði forseta íslands hlýjum
orðum, en Sveinn Björnsson
þakkaði í svarræðu.
Föstudaginn 25. þ. m. heim-
sótti forseti íslands þing Banda-
ríkjanna. Formaður utanríkis-
málanefndar neðri deildar
þingsins, Mr. Sol. Bloom, kom til
móts við hann fyrir utan þing-
húsið og fylgdi honum um bygg-
inguna. Hann kynnti forseta
meðal annars forseta1 neðri
deildar þingsins, Mr. Sam Ray-
burn, og nefndarmenn í utan-
ríkismálanefnd þingdeildarinn-
ar. Sátu þeir að viðræðum um
stund. Síðan fylgdi Mr. Bloom
forseta íslands til Senatsins og
tók Mr. Tom Connally, formað-
ur utanríkismálanefndar þess,
á móti honum og kynnti hann
fyrir ýmsum þingmönnum. Var
gert hlé á fundi Senatsins með-
an forseti og föruneyti hans
skoðaði þingsalinn.
Síðar um daginn var forseta
íslands ekið til Mount Vernon,
búgarðs Washingtons fyrsta for-
seta Bandaríkjanna, skammt frá
höfuðborginni, þar sem hann er
grafinn. Forseti íslands lagði
blómsveig á gröf þessa fyrsta
forseta Bandaríkjanna.
Að þessu loknu var ekið til
hins mikla minnismerkis ó-
þekkta hermannsins að Arling-
ton gegnt Washington. Um leið
og forseti íslands kom þangað
var honum fagnað með 21 heið-
ursskoti. Lewis hershöfðingi tók
á móti honUm og fylgdi honum
um bogagöng minnismerkisins
og að gröfinni. íslenzkur fáni
var borinn á undan þeim. Þegar
að gröfinni kom, var þjóðsöngur
íslands leikinn, en síðán lagði
forseti blómsveig á leiðið. Að því
loknu var leikinn þjóðsöngur
Bandaríkjanna. Þótti það mjög
hátíðleg stund, meðan forseti og
fylgd hans, utanríkisráðherra og
sendiherra íslands, stóðu við
gröfina.
Á laugardaginn veitti forseti
íslands blaðamönnum í Was-
hington viðtal.
Þá sat hann og, ásamt Vil-
hjálmi Þór utanríkismálaráð-
herra, boð Cordells Hull utan-
ríkismálaráðherra Bandaríkj -
anna, Lét Cordell Hull í ljós mik-
inn hlýhug til íslands í ræðu,
sem hann flutti, en forseti ís-
lands svaraði og þakkaði.
Forseti íslands hafði síðdegis-
drykkjuboð fyrir fulltrúa er-
lendra ríkja að Blair House.en
þar dvaldist hann meðáíi hann
var í Washington, að undanskil-
inni fyrstu nóttinni, er hann
dvaldi í Hvíta húsinu. Mikill
fjöldi ambassadöra og sendi-
herra voru í boði þessu, þar á
meðal Lord Halifax ambassador
Breta, og sendiherrar Norður-
landanna.
Um kvöldið hafði sendiherra
íslands, Thor Thors, boð inni
fyrir forseta íslands, utanríkis-
ráðherra og fylgdarlið.
Drengskaparlausar árásír á
utanríkísmálaráöherrann
Formaður SjálSstæðísíIokksins og forsprakkar kommúnista láta
blöð sín dylgja um, að hann sé í landráðaerindum vestan hafs
Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsprakkar kommúnista að brigsla amerískum valda-
hafa sjaldan sýnt það greinilegar en í árásum sínum á Vilhjálm' mönnum um svikráð við íslend-
Þór um þessar mundir, að þeir taka ekki minnsta tillit til hags- ! inga> þar sem ekki er hægt að
muna þjóðarinnar, þegar þeir eru að ófrægja pólitíska andstæð-
inga sína, og reyna að koma þeim á kné. Syo langt er gengið í
þeirra viðleitni, að koma óþokkaorði á þennan mikilhæfa and-
stæðing þeirra, að eigi er skirrst við að rógbera jafnframt helztu
valdamenn vinveittrar stórþjóðar, þegar eigi verður með öðrum
hætti náð til Vilhjálms.
Tilefni þeirra árása, sem nú er j „Vér íslendingar fögnum því,
haldið uppi gegn Vilhjálmi bæði að fyrrgreind ummæli hafa ver-
í Morgunblaðinu og Þjóðviljan- ið borin til baka. —¦ En við skul-
um, er för< hans vestur um haf (um samt ekki vera þau börn að
með forseta íslands. Þessi för halda, að blaðamennirnir vestra
Vilhjálms er eingöngu farin sam hafi ekkert við að styðjast, þeg-
kvæmt þeirri hefðbundnu al- , ar þeir sí og æ eru að ympra á
þjóðavenju, að þjóðhöfðingi fari þessum málum. Hitt dylst eng-
ekki úr landi, nema með fylgd um, að blaðamennirnir hafa^sagt
einhvers ráðherra úr hlutaðeig- annað og meira en þeir máttu.
andi ríkisstjórn, venjulegast for- Það er þess vegna allra hluta
sætisráðherra eða utanríkis- , vegna , hyggilegast, aff" vér ís-
málaráðherra. Hefði það verið lendingar séum vel á verði og
íslendingum til lítils sóma, ef . vér gætum þess í hvívetna, að
þeir hefðu byrjað þannig fyrstu : halda fast á rétti vorum".
ferð þjóðhöfðingja síns til ann- J Þessi ummæli Mbl. og ekki
ara landa, að þessi sjálfsagða ósvipuð ummæli Þjóðviljans
venja hefði verið brotin. Sézt ] sýna glöggt hver tilgangurinn er.
það hér sem oftar, að það er Það á að koma landráðastimpl-
þjóðinni mikils virði, að hafa inum á Vilhjálm Þór. Það á að
þá forustu á sviði utanríkismál- fá almenning til að trúa því, _að
anna, er sýnir meiri háttvísi og, hann hafi farið vestur til að
heldur betur á málum. landsins I semja um afsal landsréttinda og
en nokkur af forkólfum Sjálf- bækistöðvar hér handa Banda-
stæðisflokksins eða kommúnista ríkjamönnum. Hann á að
gæti gert. brennimerkjast sem landráða-
Svo mikla fáfræði er varla maður J>? , Þióöníðingur. Með
hægt að ætla formanni Sjált- slíkum þrálátunváróSri ogdyjgj-
stæðisflokksins og forkóifum um a jafnvel að reyna að gera
kommúnista, að þeim sé ekki ljós ^™11?.* s™ skelkaðan, að
þessi eini tilgangur með vestur- | sjálfstæðishetjunum 1 Sjalf-
för utanríkismálaráöherrans.!8^^™111 °S ^™"
Hins vegar treysta þeir því, að istaflokknum yeitist hið lang
S kólast jóra skipti
Knútur Arngrímsson kennari
hefir verið ráðinn skólastjóri
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga
frá 1. okt. n. k. Frá sama tíma
hefir prófessor Ágúst H. Bjarna-
son sagt skólastjórastarfinu
lausu, en hann hefir gegnt því
starfl frá því að skólinn hóf
göngu sína.
almenningi sé ókunnugt um
þetta og þess vegna sé hér leik-
ur á borði til að vinna áliti ráð-
herrans verulegt tjón. Svo vel
bar í veiði, að um líkt leyti og
ráðherrann fór vestur, var skýrt
frá ummælum, er amerískt blað
eignaði áhrifamiklum banda-
ríkskun> stjórnmálamanni, og
voru þess efnis, að Bandaríkj-
unum væri lífsnauðsyn að hafa
bækistöðvar á íslandi. Þessum
ummælum var að vísu næstum
jafnharðan mótmælt af hinum
ameríska stjórnmálamanni, en
þau höfðu samt nægt til að
skapa formanni Sjálfstæðis-
flokksins og forsprökkum kom-
múnista árásarefnið gegn Vil-
hjálmi. Dag eftir dag hafa þeir
látið Þjóðviljann og Morgun-
blaðið dylgja um það, að ráð-
herrann muni hafa farið vestur
til að hefja einhverja stjórn-
málasamninga við forráðamenn
Bandaríkjanna og virðist helzt
mega skilja það á dylgjum
þessum, einkum dylgjum Morg-
unblaðsins, að samningarnir eigi
að fjalla um afsal á frelsi og
landsréttindum íslendinga og
afhendingu bækistöðva til Am-
eríkumanna. Morgunblaðið
reynir að vísu annað veifið að
nugga sér upp við Bandarikja-
menn og segir, að ekki þurfi
að óttast slíkar kröfur afJiálfu
þeirra, en hitt veifið læzt það
þó vera dauðskelkað, er það
minnist á vesturför ráðherrans
og spyr í angist sinni: „Hvaða
pólitískar viðræður eru það, sem
óskað er eftir að eiga við utan-
ríkismálaráðherra íslands vest-
ur i Ameríku? Um hvaða mál
á að fjalla?" (Mbl. 25. ág.).
Svörin geta menn svo lesið milli
línanna, þegar blaðið segir um
ummæli Connally:
þráða tækifæri að fullbúa sína
hjónasæng og mynda ríkisstjórn
til að bjargá landinu úr hönd-
um svikaranna Vilhjálms Þórs
og Björns Þórðarsonar!
Til þess að koma þessu óorði
á Vilhjálm Þór er ekki skirrst við
gera Vilhjálm tortryggilegan
með öðru móti. Það er dylgjað
um, að þeir hafi kallað hann
vestur til dularfullra stjórn-
málasamninga, enda þótt vitað
sé, að hann fer aðeins sem fylgd-
armaður forsetans, og það er
gefið til kýnna, að blaðamaður-
•inn, sem rangfærði ummæli
Conhallys hafi sagt satt, en hins
vegar sagt „annað og meira en
hann mátti segja". íslendingar
eru síðan hvattir til að yera vel
á verði gegn þessum háskalegu
valdamönnum Bandaríkjanna.
Slíkar órökstuddar getsakir
íslenzkra blaðamanna, hvort
heldur- er í garð amerískra
valdamanna eða valdamanna
annarra þjóða, eru vitanlega
hinar ósæmilegustu og skaðleg-
ustu og geta aldrei leitt til
annars en að spilla sambúð-
inni við hlutaðeigandi stjórnar-
völd. Ef mæta þarf erlendum
yfirgangi.er farsælla að gera það
með athöfnum en miklum
bægslagangi í orðum og a. m. k.
er bezt að spara hann áður en
vitað . er, hvort nokkurs yfir-
gangs er að vænta. Slík vinnu-
brögð hafa Framsóknarmenn
jafnan tamið sér og munu halda
þeim áfram. Undir forustu
þeirra var Þjóðverjum neitað
um flugvelli hér um árið, eins
og frægt er orðið. Það var gert
með festu og gætni, en eigi með
hávaða og bægslagangi. Fyrir ís-
lend'inga er áreiðanlega bezt að
fylgja áfram-þeirri stefnu í ut-
anríkismálum sínum. Það er líka
algengt fyrirbrigði, að þeir þykj-
ast mestir sjálfstæðismenn í
orðum, sem eru það sízt í verki.
Því miður er það ekki ný
bóla hjá Sjálfstæðismönnum og
(Framh. á 3. síðu)
„Vér ætlum oss að eíga land
vort án erlendrar íhlutunar"
Vilhjálmur Þór heldur fund með amarískum
blað amönnum
Vilhjálmur Þór utanríkismála-
ráðherra átti tal við ameríska
blaðamenn í Washington síð-
astliðinn laugardag,5- og sagðist
honum m. a. á þessa leið:
„í sambandi við blaðaskrif
hér í Bandaríkjtmum um fram-
tíðarbækistöðvar Bandaríkjanna
á íslandi vil ég gj arna taka f ram
þetta:
Vér íslendingar höfum nýlega
öðlast fullt stjórnmálasjálf-
stæði með endurstofnun hins
íslenzka lýðveldis. Vér höfum
rika sjálfstæðiskennd og vér
stofnuðum ekki lýðveldi vort I
þeim tilgangi að verða ósjálf-
stæðari en áður. Vér ætlum oss
að eiga land vort allt og án er-
lendrar íhlutunar.
Samkvæmt samningi milli
Bandaríkjanna og íslands tóku
Bandaríkin að sér. hervernd ís-
lands á meðan á stríðinu stend-
ur.
Vér erum oss þess meðvitandi,
að verndin gegn ásælni hefir
gefið oss öryggi. Ég hygg, að þér
vitið einnig, að aðstaða sú, er
Bandaríkin hafa hlotið í landi
voru, meðan á stríðinu stendur,
hefir reynst veigamikil í því efni
að stytta hin ógurlegu átök ýð-
ar til að vinna stríðið.
Ég leyfi mér því að benda á,
að samningurinn hefir oröið til
gagnkvæms ávinnings.
í samningnum skuldbundu
Bandaríkin sig til „að strax og
núverandi hættuástandi í milli-
ríkjaviðskiptum er lokið, skuli
slíkur herafli og sjóher látinn
hverfa á brott þaðan, svo að ís-
lenzka þjóðin og ríkisstjórn
hennar rr^i algerlega yfir sínu
landi". Ég hefi aldrei efast um
þetta atriði.Ver vitum, að samn-
ingurinn mun verða nákvæm-
lega haldinn.
Þess vegna þykir oss leitt,
þegar það er gefið í skyn i blöð-
um hér, að Bandaríkin eigi að
eignast hernaðarbækistöðvar á
íslandi að stríðinu loknu, með
leigu eða eignarumráðum, eink-
um er slík ummæli eru höfð eftir
stjórnmálaleiðtogum. Mér er á-
(Framh. á 4. síðu)
Á víðavangi
LAUSN KAUPGJALDS-
DEILANNA.
Verkfall iðnaðarverkafólks í
Reykjavík og Hafnarfirði hefir
nú staðið í nær mánuð, án þess
að sýnileg lausn virðist fram-
undan. Hjá olíufélögunum hefir
einnig staðið yfir verkfall bíl-
stjóra og afgreiðslumanna um
nokkurt skeið. 10 verkalýðsfé-
lög önnur hér í bænum hafa
sagt upp samningum og þykir
horfa óvænlega um samkomu-
lag milli þeirra og atvinnurek-
enda.
Það má yfirleitt segja um deil-
ur þessar, að þær séu afleiðing
af kauphækkun þeirri, sem
stjórn Vinnuveitendafélagsins
veitti Dagsbrún á síðastl. vetri.
Það var öllum auðsæ afleiðing,
að væri einu félagi veitt stór-
felld kauphækkun og þannig
rofið hið fyrra samræmi milli
félaganna, myndi öll hin félög-
in koma á eftir og heimta hlið-
stæða hækkun. Mótspyrna at-
vinnurekenda hefði átt að koma
þá strax, ef þeir ætluðu að veita
viðnám. Nú verður það vitan-
léga miklu meiri erfiðleikum
háð. > •
Það öngþveiti, sem nú er að
skapast í þessum málum, leiðir
óhjákvæmilega til þess að taka
þarf þau alveg nýjum tökum.
Alþýðusambandið og Vinnuveit-
endafélagið þurfa í samráði við
einstök verkalýðsfélög og at-
vinnurekendur að ná samkomu-
lagi um yaranlegt hlutfall milli
launa hinna einstöku stétta-
hópa. Þannig væru t. d. ófag-
lærðir verkamenn í sérstökum
launaflokki, sérlærðir menn með
tiltölulega litla sérmenntun í
öðrum launaflokki, sérlærðir
menn með mikla sérmenntun í
þriðja launaflokki o. s. frv.Kaup-
greiðsla til hvers launaflokks
ætti að gilda fyrir allt landið.
Með því að koma á slíku heild-
arskipulagi, væri komið í veg
fyrir það kapphlaup milli ein-
stakra stéttarfélaga, sem nú á
að vera auðvelt hjá flestum
mestan glundroðann í þessum
efnum.
Þá þyrfti í þessu nýja sam-
komulagi að leggja áherzlu á, að
ákvæðisvinnufyrirkomulaginu,
svipuðu því, er tíðkast í Rúss-
landi, verði komið á eins víða
og það er hægt. Það ætti t. d.
að vera auðvelt hjá flestum
þeim iðnfyrirtækjum, sem nú er
verkfall hjá. Atvinnurekendum
ætti að vera keppikefli að vinna
að þessu og ekki ættu forsprakk-
ar verkalýðsfélaganna að hafa
á móti því, að Rússar væru tekn-
irmyndar.
NAZISTUM HAMPAÐ.
Talsverða athygli hefir það
vakið, að bæjarstjórn Reykja-
víkur hefir nýlega ráðið tvo af
helztu forvígismönnum hinnar
sáluðu nazistahreyfingar hér í
ábyrgðarmiklar trúnaðarstöður.
Annar þeirra, sem var fulltrúi
nazista í bæjarstjórninni, Jó-
hann Ólafsson, hefir verið ráð-
inn forstöðumaður strætisvagn-
anna. Hinn þessara manna,
Knútur Arngrimsson, sem skrif-
að hefir hvert hólritið af öðru
um nazismann, hefir verið gerð-
ur að skólastjóra Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga, og á þannig
að sjá um hina andlegu upp-
fræðslu íhaldsæskunnar í bæn-
um. Forsprakkar Sjálfstæðis-
flokksins virðast þarinig hafa,
engu gleymt, þótt þeir tali fag-
urlega um lýðræðið og erlendar
lýðræðisþjóðir um þessar. mund-
ir. —
VÍSIR FO^DÆMIR SKRIF
MORGUNBL.
Vísi farast þannig orð i for-
ustugrein í gær um hin fáheyrðu
skrif Mbl. og Þjóðviljans um
vesturför Vilhjálms Þór:
„Fátt.hefir verið jafn almennt
(Fxamh. á 4. slðu)