Tíminn - 29.08.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.08.1944, Blaðsíða 2
326 TÍMINN, þrigjjndagiiin 29. ágást 1944 82. blaí> Þriðjtidayur 29. títfúsí Séra Jakob Jónsson: LAUNAMÁLIS Sjávarúlvegur — Samviima Plestum þeim, sem reynslu hafa af rekstri sjávarútvegs hér á landi, mun það ljóst, að litlar líkur eru til þess, að þeir, sem þann atvinnuveg stunda, geti tryggt afkomu sína, nema þeir fái notið alls þess arðs, sem fisk- veiðarnar geta gefið. Þetta á við jafnt um útgerðar- menn og fiskimenn. En hvernig hefir tekizt að tryggja þetta í framkvæmdinni? Hver treystist til þess að halda því fram, að þeim, sem sjávar- útveg stunda, sé yfirleitt tryggt sannvirði fyrir afla sinn og sannvirði á nauðsynjum þeim, sem þeir þurfa að kaupa? Ennþá kaupa útvegsmenn víða um land notaþarfir útgerðar- innar hjá milliliðum, sem áreið- anlega reka ekki viðskipti sín sem þjónustu við þá-, svo'sem vera ætti. Til dæmis nægir að minna á olíuverzlunina víðast hvar á landinu og verzlun með beitu. ■ Flest hraðfrystihúsin í landinu eru rekin af einstaklingum og hlutafélögum, sem eru útgerð- inni óviðkomandi, og rekin í á- góðaskyni, en ekki til þess að vinna sjávarafurðir fyrir rétt gjald og skila þeim, sem fram- leiða, sannvirði. Sama má segja um ýmsar aðrar vinnslustöðvar sjávarafurða, svo sem hreinsun- arstöðvar fyrir lýsi, fiskirfijöls- verksmiðjur o. fl. Afkoma útgerðarinnar er að verulegu leyti komin undir því, að fullt og rétt verð fáist fyrir afurðirnar og verzlunarhagnað- ur renni til útgerðarinnar, en ekki til milliliða, sem eru út- gerðinni óviðkomandi. Hvernig mundi nú horfa fyrir bændastéttinni íslenzku, ef hún hefði ekki tekið verzlunina í sín- ar hendur með samvinnufélög- um og alla vinnslu afurðanna? Það þykir nú sjálfsagt, að samvinnufélögin reki kjötfrysti- húsin, mjólkurbúin og allt, sem lýtur að því að gera fullkomn- ar söluvörur úr afurðum bænd- anna. Það mundi þykja einkennilegt, ef kaupmenn og hlutafélög rækju kjötfrystihúsin og mjólk- urbúin og bændur ættu undir högg að sækja um útborgað verð frá gróðafélögum einstakra manna. Er það nokkuð betur viðeig- andi, að slíkt eigi sér stað um afurðir þær, sem sj ávarútvegs'- menn framleiða? Auðvitað ekki. Hér er mikið verk óunnið, sem byrjað hefir veriö á allmyndar- lega sums staðar á landinu, en á langt í land, eins og bezt sést á því, hvernig ástatt er um hrað- frystihúsin, sem byggð hafa ver- ið síðustu árin. Hér verður að gerast tvennt í senn. Útvegsmenn og fiskimenn verða að notfæra sér úrræði samvinnunnar á sama hátt og bændurnir hafa gert. Löggjafarvaldið og fram- kvæmdavaldið verður hiklaust að koma til móts við þá með því að styrkja samtökin, til þess að koma upp margs konar iðnaði og annast viðskipti í þjónustu útgerðarinnar og það verður af- dráttarlaust að láta slík sam- tök sitja fyrir öllum stuðningi af hálfu þess opinbera. Það á engan rétt á sér að styrkja einstaka gróðamenn eða gróðafélög til þess að koma á fót fyrirtækjum, sem að réttu ,lagi eiga að vera rekin í þjón- ustu sjávarútvegsins. • Ef einhver heldur því fram, að ekki sé hægt að koma þessu við á sama hátt við verkefni sj-ávarútvegsins og gert er í landbúnaðinum, þá ætti hann að kynna sér hver reynslan er, þar sem lengst er komið þessum málum, t. d. í Neskaupstað og við Eyjafjörð. Ætli sjávarút- vegsmenn í Neskaupstað vildu leggja niður samvinnufélag sitt, lifrarsamlag, olíusamlag og hraðfrystihúsfélag og láta þenn- Á háskólaárum mínum man ég, að uppi voru háværar kröf- ur. um. endurskoðun launalag- anna. Var þá þegar viðurkennt að opinberir starfsmenn hefðu léleg laun móts við sumar aðrar stéttir, og ennfremur væri mikið ósamræmi í launakjörum þeirra innbyrðis. Síðan hafa ýmsar „umbætur" verið gerðar, en venjulega hafa þær verið fólgnar í einhvers konar smá- „styrkjum" til embættanna. Um prestana er það t. d. að segja, að þeirra laun voru orðin einna líkust naglasúpunni frægu, — súpunni, sem kennd var við einn soðinn nagla, en bætt mjög með ýmis konar næringarefnum. Munurinn er þó aðeins sá, að Alþingi hefir verið mun fast- heldnara á kjötið og grænmetið en kerlingin í sögunni. Ofan á hin sára-litlu grunnlaun voru lagðir húsaleigustyrkir, bóka- safnastyrkir, ómagauppbætur, embættiskostnaður o. s. frv. Það er ekki fyrir mennskan mann að muna glöggt eftir hverju fyrir sig. En nú mætti spyrja, hvort þetta væri ekki viðunandi lausn á málinu. En það er síður en að svo sé. Prest- arnir eru þrátt fyrir allt þetta svo illa launuð stétt, að það er" almennt viðurkennt. Og er þó almenningur aldrei fús til að viðurkenna ósanngirni í launa- kjörum embættismanna fyr en í fulla hnefana. Þar hefir al- menningur aðstöðu bur.geissins, en embættismaðurinn aðstöðu verkalýðsins. Það gerði nú kannsk'e lítið til, frá attnennu sjónarmiði, þó að prestunum væri gefinn kostur á píslaVvætti fjárhagslegrar niðurlægingar, ef allt annað væri í góðu lagi í þessu þjóðfélagi og ríkið sýndi öllum öðrum starfsmönnum sín- um fullkominn sóma. En það er ekki því að heilsa, — því að á- stæðan til allra þessara smá- an rekstur í hendur einstakl- inga? Ætli útvegsmenn við Eyjafjörð kærðu sig um að fela verkefni þau, sem samvinnufélag þeirra, Kaupfélag Eyfirðinga, annast fyrir þá, óviðkomandi gróða- hlutafélögum eða einstakling- um? ( Ég held nú siður. Útvegsmenn og fiskimenn um gervallt landi&sjá nú óðum hvað gera þarf í þessum málum og munu fylkja sér undir merki sámvinnunnar og þá um leið styrkja stjórnmálasamtök þau, sem ötulast halda á ffiálstað samvinnumanna. E. J. styrkveitinga til prestanna er engin Ónnur en sú, að á hvefó- um tíma hefir ekki verið nema um tvennt að velja, smá-bæt- urnar eða rækilega endurskoðun launalaganna í heild, og þing og stjórnir hafa ekki haft kjark í sér til að láta endurskoða lögin. Það hafa hvorki meira né minna en tvær heimsstyrjaldir liðið síðan þau launalög hafa verið sett, sem ennþá gilda í aðalat- riðum. Hin sögulega launabarátta prestanna hefir leitt það fylli- lega í ljós, að megnasti glund- roði rikir í launamálum yfir- leitt, og í öðru lagi, að endur- skoðun launalaganna er hlut- verk, sem Alþingi he'fir alltaf hummað fram af sér, meðfram af ótta við, að útgjöldin hækk- uðu. En nú er óánægjan orðin svo mikil, að ekki er lengur við unandi, og þær hættur, sem af drættinum stafa, koma betur og betur í ljós. Og þegar ég tala um hættur í þessu sambandi, miða ég alls ekki við eina stétt, heldur allar, hvort sem það eru prestar, kennarar eöa aðrir illa launaðir starfsmenn. Nú á dögum er fariö að gera þá kröfu til vinnuveitanda yfir- leitt, að þeir hafi hreina reikn- inga við verkamenn sína. Hvað mundi vera s'agt um þann út- gerðarmann, sem segði við menn sína í byrjun vertíðar: „Farið þið að fiska, góðir hálsar. Þetta borga ég ykkur, og þið ráðið, hvosfc þið gangið að því. Og ef ég þarf ekki að spara því meira, er eins víst, að ég endurskoði launasamninginn og hækki við ykkur í Tókin“. Setjum nú sem svo, að verkamennirnir yrðu óá- nægðir með öryggisleysið og ó- vissuna og hömruðu á útgerð- armanninn^- þangað til hann fengist til að veita þeim ein- hvers konar bráðabirgða„styrk“, sem ekki væri einu sinni kall- aður vinnulaun. Þá er eins víst, að verkamennirnir réðu sig samt á bátana, annaðhvort af ást og áhuga á starfinu, eða af því að þeir væru búnir að búa sig undir það eða af því að þeir treystu drengskap vinnuveit- andans. Yfirleitt múndi þá verða litið svo á, að vinnuveitandinn hefði margfaldar skyldur við svo „sanngjarna-“ verkamenn, þ. e. a. s. ef það væri yfjrleitt tal- ið sæmilegt að bjóða verka- mönnum upp á slíka aðstöðu. Starfsmenn ríkisins hafa haft svipaða aðstöðu og verkamenn- irnir, sem ég tók til dæmis. í óvissri von um bætt kjör hafa þeir haldið áfram að vinna þjóð sinni gagn. Og þeir þykjast nú geta ætlazt til þess, að ríkið sjálft fullnægi þeim ' kröfum, sem gerðar eru til atvinnurek- enda almennt, og hafi hreina reikninga í stað þess að ráða starfsmenn sína upp á óákveð- inn vonarpening. Að öðrum kosti er hætta á því, að ríkið missi af starfskröftum þeirra manna, sem annars eiga úrkosta, en píni þá, sem tryggastir eru á veröinum. Það liggur bann við opinberu^ verkfalli þessara stétta. Én á síðustu áratugum hefir verið framkvæmt einskon- ar hægfara verkfall, sem lýsir sér í lausum prestaköllum, kenn- arastöðum og læknisembættum, fækkun námsmanna í kennara- skólanum. Og sumir þeirra, sem í embættum sitja, spyrja sjálfa sig þessari samvizkuspurningu: „Er það forsvaranlegt gagnvart konu og börnum að velja sér lífs- stöðu, sem ekki veitir sæmilegt fj-árhagslegt öryggi?“ Ef ég get fremur tryggt fjárhagslega af- komu heimilisins með því að verzla með glerkýr eða andlits- duft en stunda uppeldisstörf, ber mér þá ekki að velja hið fyrra, jafnvel þótt ég hafi miklu meiri innri þrá til hins síðara?“ Aðrir kunna að fyllast beiskju, sem smágrefur um sig og dreg- ur úr starfsgleðinni, enn aðrir fá minnimáttarkennd, sem gjarna endar með því, að þeir lítilsvirða lífsstöðu sína sjálfir af því að þeim finnst öll þjóðin lítilsvirða hana. Merkur kenni- maður talaði einu sinni um presta, sem hefðu „afsökunar- merki uppi yfir sér.“ Mér finnst ég hafa séð afsökunarmerkið uppi yfir fleirum en prestunum. Það má geta nærri, að þegar svo er komið, verður tæplega fullt gagn að starfi mannsins. En þegar heilar stéttir eru þannig orðnar lítilsvirtar í þjóðfélaginu, má nærri geta, hvort ungir námsmenn á viðkvæmasta aldri, finna sig hópum saman knúna til að ganga þar í fylking.^Ríkið hefir á undanförnum áratugum misst af þjónustu margra manna, sem vegna hæfileika sinna hefðu verið ágætlega til þess fallnir að skipa þær stöð- ur, er nú eru lausar ár eftir ár. Og þetta er því sárgrætilegra sem tímarnir eru alvarlegri, og mikið hrópað á liðsinni uppeld- isstofnanir og kirkju til þess að styðja að festu og ábyrgðartil- finningu í siðferðismálum þjóð- arinnar. Á vígstöðvum skóla og kirkju þarf þjóðin nú að hafa sem flestum góöum og batnandi mönnum á að skipa. Auk mannfæða.rinnar og nið- (Fravili. á 3. siöu) Kristfán Jónsson irá Garðsslöðum; Snorrí Sígfússon sextugur Snorri Sigfússon skólastjóri á -Akureyri er sextugur 31. þ. m. Hann er fæddur að Brekkukoti í Svarfaðardal 31. ágúst 1884, sonur Sigfúsar Jónssonar og Önnu Björnsdóttur, er bjuggu þar í dalnum. — Hann er að nokkru alinn upp hjá séra Kristjáni Eldjárn Þórarinssyni á Tjörn, og dvaldist þar unglings- ár sín. — Fór hann þaðan í gagnfræðaskólann á Akureyri, og útskrifaðist úr honum 1905. Nokkru síðar réðst hann til Noregsferðar og stundaði nám í lýðháskólanum í Voss. Síðan gekk hann í Kennaraskólann á Storð 1909—10. Að því búnu hélt hann heim og tók þegar við kennslu í átthögum sínum. Gerðist hann kennari í Svarfað- ardal og á Árskógsströnd 1910— 11, en sumarið 1912 var hann skipaður kennari við barnaskól- ann á Flateyri, og var lengstum eini kennarinn, til ársins 1930, er hann gerðist skólastjóri barnaskóla Akureyrar. Sumarið 1938 dvaldi hann um tíma í Eng- landi í því skyni að kynnast þar starfrækslu barnaskóla. Vetur- inn 1942—43 var hann og náms- stjóri á Norðurlandi. - Auk skólastarfanna hefir hann gegnt mörgum umfangs- miklum störfum. Hann var yfir- síldarmatsmaður á Vestfjörðum í 14 ár,1 og síðar aðalumboðs- maður síldareinkasölunnar, til. þess er hún var lögð niður og síldarsöltun vestra hætti. Hefir hann síðan oft verið kvaddur til yfirmats og umsjónar með síld- arverkun. Snorri hreifst ungur með ungmennafélagshreyfingunni, og hin sterka þjóðernishreyfing Norðmanna, er mótaðist að fullu upp úr aldamótunum, er dró að skilnaði JSTorðmanna við Svía, og átti sér sterkastar rætur í lýðháskólunum þar í landi, átti hug hans allan. Hann varð'<þeg-- ar einn af frumherjum ung- mennafélagsskaparins í sinni sveit, um þær mundir er ung- mennafélögin voru að festa hér rætur. Hann er raunar sami ungmennafélaginn enn þann dag í dag, með sama árvökula áhugann fyrir öllum þjóðernis- og menningarmálum. Á Flateyri var Snorri jafnan aðal-leiðtoginn, jafnt í sveit- armálum, sem í hvers konar fé- lagsmálum. Mátti segja, að þar væri vart til lykta ráðið meiri- háttar máli, án þess að hann væri þar tilkvaddur. Hann var þar ávallt í- sveitarstjórn og lengstum oddviti. Formaður sóknarnefndar var hann og sýslunefndarmaður 'síðustu ár- in. Hann var þar löngum lífið og sálin í félagsmálunum, stýrði söng, efldi gleði og góða siðu hvarvetna. Þau árin tók hann drjúgan þátt í stjórnmáladeilum, efldi gengi' Framsóknarflokksins í Vestur-ísafjarðarsýslu, og var jafnan fylginn sér við kosning- ar. Síðari árin hefir hann lítt látið þau mál til sín taka, — ekki talið sín þörf á þeim vett- vangi; en áhugi hans á stjórn- málum er þó óskertur. Tvímælalaust má telja Snorra í röð fremstu skólamanna lands- ins. Áhugi, fórnfýsi og næm- ur skilningur á gildi hins kristi- lega og siðmennilega uppeldis hygg ég séu aðalþræðirnir í skólastarfi hans. Hann hefir 'heldur ekki látið sitja við orðin tóm pi skólastofunum einum, heldur hefir hann haldið úti p rentuðum ritum, ásamt sam- kennurum sínum og fleirum, hugðarmálum sínum til stuðn- ings. Og þótt ég sé því starfi ekki gerkunnugur og ég viti, að aðrir kennarar hafa lagt þar mikið starf af mörkum, þá mun Snorri hafa verið þar aðaldrif- fjöðrin, og sá, er upptökin átti. Snorri hefir sýnt sama dugn- aðinn, áhuganrr og árveknina í AthngaNemdir Árna G. Eylands «3 Ég varð undrandi er ég las grein Árna G. Eylands hér í Tímanum 22. ágúst. Það er eins og ég hafi framið eitthvað ódæði með því að verða við tiRnælum Vilhjálms Þór atvinnumálaráð- herra um að útvega nokkrar nýjar vélar til landsins til reynslu. Virðist aðalárásarefnið vera það, að ég í raun og veru útvegaði nokkuð af nýjum vél- um. Hefði Árni tekið mér mild- ari höndum, ef mér hefði farið sem öðrum sendimanni, er gerð- ur var út til Ameríku til véla- kaupa og birti þegar heim kom langa skýrslu um veizlur þær, er hann hafði setið vestra, ásamt nokkrum frumortum kvæðum. En úr för þeirri er ekki vitan- legt að landbúnaðinum hafi bætzt svo mikið sem einn hrífu- tindur. í greininni gætir ekki annars en útúrsnúninga og rangfærslna, sem leiðinlegt er að eltast við, en ég get þó ekki leitt hjá mér að leiðrétta það helzta. Ég hefði getað keypt allar vél- arnar, sem ég keypti, hjá fjölda firma, en ástæðan til þess að ég keypti þær hjá International Harvester Co. var einungis sú, eins og sagt var í vjðtalinu, að heppilegast er fyrir vélanotend- ur í okkar fámenna landi, að vélarnar séu sem flestar frá sama stað, og er I. H. C. bezt þekkt hér á landi. Þótt vélar með svipuöum eða sömu nöfnum hafi veriö fluttar hingað áður, er ekki þar með sagt, að það séu sömu vélarnar. Allar þær vélar, er . ég keypti ei’u nýjar vélar eða af nýjum gerðum, er ekki hafa verið hér áður reyndar. Fullyrðingar Árna um amerísku kartöflu-upptöku- vélina eru einkennilegar, því aldrei hefir fengizt nein sönnun um, að hún sé lakari en þær norsku og rússnesku, sem nú eru ófáanlegar, og því ekki að reyna hana? Árni er nú hættur að fræða menn um að heyhleðsluvélin sé mörg tonn á þyngd. ’Samt er hann enn mótfallinn því að láta reyna hana hér. Bezt er að láta reynsluna skera úr um nothæfni hennar hér.einsog um aðrar vél- ar. Um ræsaplóginn er það að segja að þessi gerð hefir aldrei verið reynd hér. Þeir plógar, sem reyndir voru hér áður, voru svo litlir, að þeir komust ekki einu sinni niður fyrir frostlagið og víða ekki niður í mólagið, og eyðilögðust því ræsin á mjög skömmum tíma. Þessi plógur ræsir í meir en meters dýpt, og er þvi vel þess vert að reyna hann hér. Er alls ekki verið að bjóða heim „mjög lélegri fram- ræslu“, eins og Árni heldur fram. öðrum störfum, sem hann hefir haft með höndum. Er þeim, sem þetta ritar, minnisstæð árvekni hans sem yfirsíldarmatsmanns. Hann sparaði þar aldrei ómak til þess að ná sem beztum árangri, var vandlátur og kröfuharður um að settum reglum væri sem ná- kvæmast fylgt. Ýmislegt hefir Snorri ritað í blöðin, fyrst og fremst um skóla- mál og uppeldis, en einnig sitt- hvað annað. Þegar á skólaár- um sínum í Noregi háði hann ritdeilji’í norsku blaði, við norsk- an menntamann, er að hætti stæltra norskra þjóðernissinna, vildi eigna Norðmönnum Eddu- kvæðin og fleiri helztu fornbók- menntir vorar. Þótti Snorra tak- ast vörnin vel. Honum er létt um mál, jafnt í ræðu sem riti. Fjör og hressandi blær fylgir honum jafnan. Snorri er hvorttveggja í senn: maður hins eldri tíma, en jafn- framt nýrri hátta í skólamál- um. Hann hefir haldið tryggð við þær siðgæðishugsjónir og „fornu dyggðir“, sem honum voru í æsku innrættar og síðan mótuðust undir- handleiðslu skólaskörungsins Lars Eskeland á Voss. Hefir Snorri jafnan farið um Eskeland hinum lofsamleg- ustu orðum-, og talið hann mik- inn æskulýðsleiðtoga. Eskeland hafði og miklar mætur á Snorra sem ungum námsmanni. Öllum nýjungum í kennslumálum og Amerískir bændur, sem ekki standa okkur að baki í jarðrækt telja sér vel sæma að nota þá, og það með góðum árangri. Fullyrðingar Árna um mjalta- vélarnar stangast á við reynsl- una. Á seinni árum hefir hver framförin rekið aðra um mjalta- vélar og meðferð þeirra. Bænd- ur þeir, sem vanizt hafa hinum nýju gerðum, hafa fyrir löngu kastað hinum eldri gerðum á haug út, eins og bændur hér .á landi hafa kastað vút Eylands- vélunum. Einnig heldur hann því fram að ekki hafi verið hægt að fá mjaltavélar stríðsárin. Það er algjörlega rangt, því í Amer- íku var leyft að framleiða til- tölulega meira af mjaltavélum en nokkrum öðrum landbúnað- arvélum, vegna þess hve bráð- nauðsynlegar þær eru landbún- aðinum. Yfirleitt eru allar hans full- yrðingar hinar furðulegustu. Til hvers er Verkfæranefnd, ef til er einn slíkur óskeikull páfi í landinu sem „framkvæmdar- stjóri Búnaðardeildar S. í. S. og formaður Verkfæranefndar rík- isins“ virðist vera, að hann þekki allar vélar heimsins og viti fyr- irfram hvernig þær reynast. Því miður er ekki því til að dreifa, enda ekki hægt við því að búast að hver einn, þótt sæmilega leikni hafi fengið í notkun ým- issa einfaldra vinnuvéla, geti dæmt um allar vélar heimsins. Ef aldrei má reyna nýjar vélar hér, mun aldrei. verða úr nein- um umbótum. Árni brigzlar mér um „yfir- borðsmennsku“ og skrumauglýs- ingar. Ég var ekki með neinar auglýsingar um vélar þessar, því að þær eru ekki til sölu, heldijr til reynslu, og svo verður það valið úr, sem hæft þykir. Hins vegar er sjálfsagt að kynna og vinna að útbreiðslu þeirra véla, er hagkvæmar reyn- ast, en til þess verða menn að þekkja þær. Mun ég ekki hika við að vinna þannig, ef ég á eftir að starfa eitthvað að þessum málum, enda þótt Árni kunni að kalla það áróður og skrumaug- lýsingar. En ekki býst ég við að ég muni nokkurn tíma fara að nefna vélar í höfuðið á mér, þó ég muni rekast á eitthvað verk- færi, sem hægt væri að nota hér, hvort sem sú tegund áróðurs er ættuð austan eða vestan um haf. Þá telur Árni migæneðal hinna „dýrtmenntuðu“ manna og tel- ur það höfuðsök. Ekki ætti hann að hafa áhyggjur af mínum námskostnaði, því hann hvíldi lítið á honum, en hitt er satt, að ég reyndi að afla mér sem full- komnastrar þekkingar, sem völ var á í þessari grein, úr því að (Framh. á 4. síðu) uppeldis hefir Snorri fylgzt á- gætlega með, og verið fljótur að tileinka sér allt slíkt, er hann telur að betur megi fara. Snorri Sigfússon^ kvæntist 1911 Guðrúnu Jóhannesdóttur, (Jónssonar prests Reykjalín). Hún er vel gefin kona, dugleg og myndarleg húsmóðir. Sex eru börn þeirra, og hafa öll mann- azt ágætlega. Synirnir eru Örn, kennari, Haukur, fulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, Jóhann- es, hefir fullnumað sig sem flug- maður í Ameríku, Snorri yngst- ur, við nám. Dæturnar eru Anna og Gunnhildur, báðar uppkomn- ar. Snorri er jafnan hrókur fagn- aðar meðal vina sinna, gleði- maður og fjörmikill. Kæruleysi og léttúð er þó ekki í fari hans, og hann lætur sér aldrei á sama standa, hvernig málefni þjóðar- innar „velta“. Hann gerir sér skýra grein fyrir því, sem ábótavant er í opinberu lífi þjóðarinnar, og eru vinum hans ýmsum minnisstæð- ar samiæður hans um þau efni, sem bera vott hinum þroskaða, siðmenntaða manni, sem vill hag og sóma þjóðar sinnar í öllu. Hinir mörgu vinir Snorra Sig- fússonar árna honum gæfu og gengis á þessum tímamótum ævi hans, og óska þess, að þjóðin fái notið starfskrafta hans enn um langa hríð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.