Tíminn - 29.08.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.08.1944, Blaðsíða 4
328 TtMIiV*. liriðjiiclagnm 29. ágást 1944 82. blað ÚR BÆNUM Rekstur strætisvagnanna. Reykjavíkurbær hefir ákveðlð að taka rekstur strætisvagnanna í sínar hendur. Hefir Jóhann Ólafsson stór- kaupmaður verlð ráðinn framkvæmda- stjóri þessa reksturs. Fjallskil í Reykjavík. Bæjarráð hefir samþykkt að heimila, að fjallskilagjöld í Reykjavík séu fimm krónur á klnd. Gjöf til Staðarstaðarkirkju. Thor Jensen og kona hans, Margrét, hafa gefið 30 þúsund krónur til þess að Ijúka kirkjubyggingu að Staðarstað á Snæfellsnesi. Hefir kirkjan verið í smíðum að undanförnu, en fé skort til þess að Ijúka henni. Hafa þau hjónin þegar afhent formanni sóknarnefnd- arinnar í Staðarsveit gjöfina. íþróttasvæði í Höfðaborg. Heimilað hefir verið, að knattspyrnu- félagið Fram fái leyfi til þess að nota svæði austur af Höfðaborg til íþrótta- iðkana. Landspildan mun vera 2% hektari að stærð. Benedikt Jakobsson íþróttaráðunautur hefir gert uppdrátt að svæðinu, og eiga þar að vera, sam- kvæmt þeim uppdrætti, tveir knatt- spyrnuvellir, annar til kappléikja, en hinn til æflnga. Félagar í Fram munu sjálfir annast um að ræsa fram völlinn og laga svæðið. íþróttabandalag Reykjavíkur. í fyrradag var stofnað hér í bæ íþróttabandalag Reykjavíkur. Er stofn- un slíks bandalags samkvæmt íþrótta- lögunum frá árinu 1940. • Skátaskólinn. Skátaskólinn að Úlfljótsvatni lauk störfum síðastl. laugardag. Á skólanum stunduðu rúml. 20 skátar nám, en auk þeirra dvaldi þar fjöldi skáta um lengri og skemmri tíma í sumar. — Skóla- stjóri var Ingólfur Guðbrandsson kennari, en aðrir kennarar voru Hjör- leifur Sigurðsson og Ragnar Stefáns- son. — Að Úlfljótsvatni mun Banda- lag skáta starfrækja foringjaskóla dagana 9. til 16. sept. Rafmagnsmálin. Eftir tillögu rafmagnsstjóra sam- þykkti bæjarráð á fundi nýlega að fela honum að vinna að því: að haldið verði áfram mælingum og rannsóknum á virkjun Neðri-Fossa í Sogi, ásamt nýrri háspennulínu þaðan til Reykja- víkur og undirbúningi undir útboð, að á sama hátt verði unnið að ítarlegri virkjunaráætlun um Botnsá í Hval- firði, í samvinnu við Rafmagnseftirlit ríkisins. Heidursmerki Ákveðið hefir verið að veita heiðursmerki vegna lýðveldis- stofnunarinnar á íslandi og hef- ir forseti gefið út eftirfarandi forsetabréf' um það: „For,seti ísland gjörir kunnugt: Ég hefi fallizt á þá tillögu for- sætisráðherra að láta gera sér- stakt merki úr gulli til minn- ingar um endurreisn lýðveldis á íslandi 17. júní 1944. Á framhlið merkisins er skjaldarmerki íslands og skjald- berar með áletrun umhverfis: Lýðveldi endurreist á íslandi 17. júní 1944. Á bakhlið: Lýðveldis- hátíðarmerkið, en án áletrunar. Heiðursmerki þetta má' ekki veita, nema aðeins í eitt skipti og á þessu ári, alþingismönnum, sérstökum sendimönnum er- lendra ríkja og öðrufn, er að dómi ríkisstjórnarinnar eru sér- staklega verðir þess að hljóta heiðursmerkið vegna endur- reisnar lýðveldisins. Merkið er eign þess, er því er sæmdur, og ber ekki að skila því aftur“. Fánadagar Forseti íslands hefir sam- kvæny; tillögum forsætisráð- herra og fyrirmælum Alþingis sett eftirfarandi ákvæði um fánadaga og hve lengi flagga skuli með þjóðfána íslands á degi hverjum: 1. gr. Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna rikis- ins, eftirgreinda daga: 1. Fæðingardag forseta ís- lands. 2. Nýársdag. 3. Föstudaginn langa. 4. Páskadag. 5. Sumardaginn fyrsta. 6. 1. maí. 7. Hvítasunnudag. .8. 17. júní. „Vér ætlum oss að eiga land vort . . (Framh. at 1. síðu) nægja að geta lýst því yfir, að engar slíkar óskir hafa verið bornar fram við ríkisstjórn ís- lands, og ég hefi þá ákveðnu skoðun, að ríkisstjórn Banda- ríkjanna hafi engar hernaðarr áætlanir í huga gagnvart öðrum löndum og beri enga ósk í brjósti um landvinninga. Það hefir verið oss ánægja að eiga nána samvinnu við land yð- ar á undanförnum árum. Vér fögnum og vonum, að vér getum einnig framvegis lagt fram skerf á vorn litla mælikvarða, á- samt yður og öðrum þjóðum, til að byggja upp nýjan heim á grundvelli friðar, réttlætis og al- þjóða samvinnu. Ég veit að þjóð yðar verður einna fremst í þeim hópi, er að því stórfellda mark- miði keppir“. Að ræðunni lokinni spurðu blaðamenn nokkurra spurninga, þar á meðal þessara: Mun ísland taka þátt í alþjóða samvinnu um flugsamgöngur? Var því svarað á þá leið, að ís- land óskaði þess vissulega að verða áfangi í framtíðarflugi milli hins gamla og hins nýja heims. Var þá spurt, hver þátt- taka íslands í alþjóðasamvinnu væri, og var þá bent á, að ís- land hefði sent fulltrúa á mat- vælaráðstefnuna í Hot Springs, á ráðstefnuna um hjálparstofn- un hinna sameinuðu þjóða og nú síðast á fjármálaráðstefnuna í Bretton Woods. íslendingum væri ánægja að því að taka þátt í endurreisnarstarfinu að stríð- inu loknu: Þá var spurt um það, hvort utanríkisráðherra íslands hefði átt viðræður við utanrík- isráðherra Bandaríkjanna um framtíðarhernaðarbækistöðvar á íslandi, og svaraði ráðherr- ann, að á það hefði ekki verið minnst, og að hugmyndin hefði aldrei borið á góma milli ríkis- stjórnanna, heldur hefði hún einungis verið rædd í blöðum. Enn var sþurt um það, hvort forseti íslands og forseti Banda- ríkjanna hefðu rætt um heim- kvaðningu hersins að stríðinu loknu. Forseti íslands kvað nei við því og skýrði frá því, að sam- tal þeirra forsetanna hefði verið fjörugt og skemmtilegt. „Við röbbuðum um allt milli himins og jarðar“, bætti hann við. Á vföavangi. (Framh. af 1. síðu) fordæmt manna á milli eins og hinar skrílslegu árásir Morgun- blaðsins og Þjóðviljans á utan- ríkisráðherra, í sambandi við heimsókn forsetans til Wash- ington, þar sem blöð.þessi dylgja um það, að erindi háns kunni að ' vera hættulegt frelsi og sjálfstæði landsins. Þó að þessi blöð á þenna hátt brjóti í bág við almennt velsæmi og sið- menningu, má segja, að það lendi mest á þeim sjálfum. En hér er um fjramkomu að ræða, sem felur í sér svo fáheyrðar dylgjur til vinveittrar þjóðar og stjórnar hennar, um vænt- anlega íhlutun í mál vor, að slíkt er einstakt. Enda hefir al- menningsálitið þegar kveðið upp sinn dóm um þessi ummæli og þá menn, sem að þeim standa.“ 9. 1. desember. 10. Jóladag. Alla ofangreinda daga skal draga fána að hún, nema föstu- daginn langa, þá i hálfa stöng. 2. gr. Hverja daga aðra en í 1. gr. segir og við hvaða tækifæri flagga skal á landi, fer eftir á- kvörðun dómsmálaráðúneytis- ins. 3. gr. Á tímabilinu 1. marz— 31. október skal eigi draga fána á stöng á landi fyrr en kl. 8 ár- degis, en á tímabilinu 1. nóvem- ber til febrúarloka eigi fyrr en kl. 9 árdegis. 4. gr. Fáni skal eigi uppi vera lengur en til sólarlags og aldrei lengur en til kl. 8 síðdegis, nema flaggað sé á stað við útisam- komur, þá má láta fána vera uppi meðan samkoman varir og bjart er, þó eigi lengur en til miðnættis. Drengskaparlausar árásir . . . (Framh. af 1. síðu) kommúnistum að idraga við- kvæm utanríkismál ofan í skarn innlendra hatursátaka, þegar þeir álíta það sigurvænlegt til að koma andstæðingum sínum á kné. Þannig báru þeir út um öll lönd, að fjárhagur landsins væri í kaldakoli og ríkið raunverulega gjaldþrota, þegar það reyndi fyrir sér um lántöku erlendis skömmu fyrir stríð. Það var ekki skirrzt við, þótt það spillti fyrir þjóðinni allri, að útbreiða þann orðróm til.að ófrægja pólitíska andstæðinga. Hér innanlands munu þessar ósvífnu hatursárásir formanns Sjálfstæðisflokksins, og for- sprakka kommúnista á Vilhjálm Þór í tilefni af Ameríkuförinni falla dauðar og ómerkar. Það er kunnugt að kommúnistar bera í brjósti dauðlegt hatur til Vil- hjálms Þórs, eins og allra mik- ilhæfra umbótamanna, því að þeir vita, að umbótaverk, líkt og þau, er K. E. A. vann undir for- ustu Vilhjálms.eru verstu hindr- anir kommúnismans. Það er líka alkunna, að formaður Sjálf- stæðisflokksins þjáist af sjúk- legu hatri til Vilhjálms Þórs, enda þótt hann mætti vera fá- um mönnum þakklátari, þar sem Vilhjálmur bætti úr mörg- um verstu mistökum, sem urðu í utanríkisráðherratíð hans 1942. Birtist lítilmennska for- manns Sjálfstæðisflokksins vel í þessu hatri til Vilhjálms og minnir hann hér á ýmsa þá óþokka, sem launuðu björgun með illu. Allt þetta er almenn- ingi meira og minna kunnugt. Hann skilur því, hver er hinn raunverulegi tilgangur um- ræddra árása gegn Vilhjálmt Þór og munu þær þvl falla dauð- ar og ómerkar eins og fyrri á- rásir þessa fólks gegn honum. Þess verður einnig að vænta, að þessar árásir gera minna tjón erlendjs en ætla mætti. Sendi- herra landsins í Washington getur vafalaust skýrt það fyrir hinum amerísku valdamönnum, er orðið hafa fyrir hinum órök- studdu getsökum Morgunblaðs- ins og Þjóðviljans um svikráð við íslendinga, að hér á landi eru til sorpblaðamenn eins og í Ameríku, niðurrifseðli kommún- ista er hið sama hér og þar og svo loks, að formaður Sjálfstæð- isflokksins er háður ýmsum slæmum skapgöllum, er koma mjög áberandi í ljós í framkomu hans við núv’erandi utanríkis- málaráðherra. Þótt þessar ósvífnu árásir komi þannig vart að sök að sinni, er það eigi að síður alvörumál og umhugsunarefni fyrir hvern íslending: Hvar endar svona blaðamennska — blaðamennska, sem ekki hlífist við að bera glæpi og landráð á andstæðing-, ana, án minnsta tilefnis, og dregur sambúð við önnur ríki og erlenda stjórnmálamenn ofan í sama skarnið, ef þannig er frek- ar hægt að ná sér niðri á and- stæðingunum? Hver verður póli- tískur þroski þeirrar þjóðar, sem er alin upp af slíkum blaða- mönnum og hvenær geta þeir ekki gert þjóð sinni óbætanlegt tjón út á við? Hvernig horfir líka um samstarf milli flokkanna, þegar formaður stærsta stjórn- málaflokksins, er leiða á samn- ingana, fer jafnhliða á kreik og sezt er að samningaborðinu og reynir án minnstu ástæðu að eyðileggja æru og álit þýðingar- mikils liðsmanns í flokki, sem er verið að'semja við? / Athugasemdir A. Eyl. (Framh. af 2. síðu) mér gafst kostur á því, þó að það kostaði nokkurt fé vegna þess að vanþekkingin er alltaf dýrust, bæði í þessum efnum og öðrum, eins og við íslendingar höfum svo oft fengið að kenna á. Ég kom heim að loknu námi, af því að ég hélt, að eitthvað verkefni væri hér fyrir þá kunn- áttu er ég hefi aflað mér. En sé það hins vegar almenn skoð- un ,að allt sé hér í því ágætis lagi, að engra umbóta sé þörf eins og lesa má á milli línanna hjá Árna, þá get ég tekið því með jafnaðargeði. Mér stendur opið framtíðarstarf í minni námsgrein, þar sem álitið er að TJARNARBÍÓ » VITLAUSA FJÖLSKYLDAN (Snurriga familjen) Bráðfjörugur sænskur gamanleikur. THOR MODÉEN, ÁKE SÖDERBLOM, EIVOR LANDSTRÖM. Aukamynd: IVorskar korvettur Sýnd kl. 5, 7 og 9. * >W><—— O — O — 0 — 0 — 0 — 0 —0 —► SKIPAUTCEWO jp 8ir 1 fer héðan klukkan níu í kvöld til Bíldudals og Þingeyrar. Fólk, sem óskar að fara með skipinu, láti skrá sig fyrir hádegi í dag. Eiient yfirlit (Framh. af 1. síðu) kosti úr honum. Er þessi hluti þjóðarinnar svo stæltur,að raun- ar má heita, að borgarastyrjöld sé í landinu. En hversu langvinn sem á- tökin í Rúmeníu verða, þá er uppgjöf Rúmena mikill sigur fyrir Bandamenn. Það er þó ekki fyrst og fremst vegna þess/ að herafli þeirra sé svo sérlega mik- ils verður, þótt allfjölmennur sé. Er hvort tveggja, að stór skörð hafa verið höggvin í hann og skipulag hans afar lélegt eftir þá breytingu, sem orðið hefir, auk þess sem hann mun skorta mjög vopn. Vopnaframleiðsla er hins vegar engin í Rúmeníu og verða Bandamenn því að birgja hann að hergögnum, ef hann á að geta tekið áframhaldandi þátt í vopnaviðskiptum. Á hinn bóginn er mikilvægt fyrir Bandamenn, að ná olíulindun- um rúmensku úr höndum Þjóð- verja. Að vísu halda þeir enn PloestísvSeðinu, en litlar líkur eru til þess, að þeim takist það til lengdar, því að Rússar nálg- ast það nú mjög. En meginsigur- inn liggur í þeim áhrifum, sem uppgjöfin hefir á aðrar banda- þjóðir Þjóðverja,að því viðbættu, að gera verður ráð fyrir, að hún hafi aukið mjög þann óhug, sem óneitanlega hefir slegið á marga í Þýzkalandi. Þessi áhrif eru þegar farin að koma í Ijós. Búlgarar hafa leit- að fyrir sér hjá Bretum um frið- arskilmála þá, sem þeir kunna að eiga kost á, ef til kæmi, og Finnar hafa enn á ný farið á flot við Rússa um það, hvaða kosti þeir myndu sæta, ef þeir láta nú staðar numið um þjón- ustu sína við Þjóðverja. Raunar hefir svo oft verið talað um frið- arumleitanir af hálfu Finna, að fólk er orðið hálf vantrúað á, að alvara verði úr friðarsamning- um, en í því sambandi er á það að líta, að því nær sem ósigur Þjóðverja færist, því meira ríð- ur þeim á að draga sig út úr hildarleiknum, ef þeir vilja ekki algerlega tengja örlög sín við örlög þýzka hervaldsins. Ef Búlgurum og Finnum tekst nú að slíta sig úr tengslunum við Þjóðverja, standa þá Ung- verjar einir eftir við hlið þeirra í Norðurálfu, en einnig þar hefir gætt vaxandi ólgu. Má gera ráð fyrir, að alþýða þar sé algerlega mótsnúin Þjóðverjum, þótt að- staðan hafi ekki enn sem komið er leyft það, að þjóðin varpaði af sér okinu. Fylling tímans er ekki komin fyrr en hersveitirnar að austan er,u komnar í nálægð. En þá er ekki ástæða til þess að halda, að ungverski hlekkurinn í varnarkeðju Þjóðverja verði traustari en hinir. ég geti orðið að einhverju liði, og yrði bæði betur launað og betur þakkað en ég get búizt við hér, ef dæma má eftir móttök- um þess manns, sem tekið hefir EADURFUYDIR • i 'A VÆNGJUM (H. M. Pulham, Esq.) VDÍDAMA HEDY LAMAR ROBERT YOUNG (Thunder Birds) RUTH HUSSEY. Skemmtileg og spennandi Sýnd kl. 6Va og 9. mynd, í eðlilegum litum. — Hcrmannaglettur Aðalhlutverk: (Adventuras of a Rookie) GENE TIERNY, með skopleikurunum PRESTON FORSTER, WALLY BROWN og ALAN CARNEY. JOHN SUTTON. Sýnd kl. 3 og 5 Sýnd kl. 5, 7 og 9. > < Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför Slgríðar Guðuiundsdóttur, Langholti. VANDAMENN. Jorðín Hvassahraun í Vatnsleysustrandarhreppi, er Iaus til ábúðar á hausti komanda. Jörðin er um 20 km. frá Reykjavík, og er talin vera með beztu fjárjörðum á Reykjanesi. Allar nánari upplýsingar gefur ÞÖRODDUR JÓNSSON, Hafnarstræti 15, Reykjavík. Unglinga vantar til að bera Tímann út til áskrifcnda í Austur- bænum, frá 1. sept. n. k. Talið við afgreiðsl- una, Lindargötu 9 a. Sími 2323. Orðsending til mnheimtumanna Tímans. Þar sem nú er alllangt liöið frá gjalddaga Tímans (1. júlí), þá eru þeir innheimtumenn blaðsins, sem ekki hafa ennþá sent skilagreinar, vinsamlega beðnir að gera það hið allra fyrsta. Innheimta Tírnans. TÓlg Og fl Ö I* f æst enn. Sendum heim ef tekin eru 10 kg. eða meira. % Frystihúsið Herðubreið Sími Svefnpoki ásamt fleiri munum tapaðist 11. ágúst á leið frá Reykjum til Kinnarstaða,merkt- ur Þorsteinn Jakobsson. Finnandi vinsamlegast geri aðvart í síma 4241 eða Hrefnu- götu 8, Reykjavík. Brennímark mitt er: Ö R N. Örn Ingólfsson, Melum, Fljótsdal, N.-Múlasýslu. að sér, að vera forsjón íslend- inga um að afla landbúnaðinum aukinna tækni hans á undan- förnum árum. Jóhannes Bjarnason. 2678. Þér skuluð lesa þessa bók

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.