Tíminn - 05.09.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.09.1944, Blaðsíða 2
334 TÍMIM^ þrigjiidagiim 5. sept. 1944 84. blað Þriðjudafiur 5. sept. ELÍAS MAR: Sítnon Dalaskáld Sá tími er nú lið'inn, er fólk lifði á vergangi og flakkaði bæ frá bæ og byggð úr byggð ár út og ár inn. Þó er ekki lengra síðan þetta átti sér stað en svo, að miðaldra menn muna mætavel eftir hinum síðustu úr þeirri löngu lest tötra- lýðs, er dregið hefir fram lífið með slíkum hætti hér á landi. Einn þessara manna var Símon Dalaskáld Bjarnarson, er andaðist 1916, rösklega sjötugur að aldri. Nú í sumar voru hundrað ár liðin frá fæðingu hans, og var minningu hans þá nokkur sómi sýndur af því tilefni, og innan fárra daga kemur væntanlega út sagnakver, sem er dfonum helgað og fjallar að mestu um hann, skráð af Snæbirni Jónssyni bók- sala. Loks er í ráði að gefa út úrval skáldskapar hans áður en langt um líður, og hefir séra Þorvaldur Jakobsson annazt undirbúning þeirrar útgáfu. — Grein sú um Símon, sem hér birtist, er eftir Elias Mar, sem lesendum Tímans er nokkuð kunnur af ýmsum greinum hans. Er fagnaðarvíman ekki að mínnka? Það munu vera ein 7—8 ár síðan, að Sjálfstæðisflokkurinn hófst handa um stofnun svo- kallaðra „félaga sjálfstæðis- verkamanna". Hugmyndin um þau var fengin frá Þýzkalandi, en stjórnarflokkurinn þar í landi hafði mjög reynt að sýna, að hann væri „allra stétta flokkur“, og bæri þó ekki sízt hag verka- manna fyrir brjósti. í því skyni hafði hann stofnað sérstök verkamannasamtök, gengizt fyrir miklum hátíðahöldum 1. maí og a,uglýst verklýðsvináttu sína með ýmsum svipuðum hætti. Tveir uppvaxandi fyrir- liðar Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Gunnar Thor- oddsen, töldu hyggilegt um þess- ar mundir að stæla ýmsar þýzk- ar fyrirmyndir og þá eigi sízt þessa verkalýðsvináttu. Þótt talsvert færi fyrir þess- um félögum sj'álfstæðisverka- manna á tímabili, varð trauðla hægt að sjá, að þeim væri ætl- að nema eitt' hlutverk annað en að auglýsa verkalýðsvináttu Sjálfstæðisflokksins. Þetta hlut- verk var að eyðileggja forustu Alþýðuflokksins innan verka- lýðsfélaganna. Forkólfar Sjálf- stæðisflokksins þóttust sjá, að það væri vænleg leið til að tor- velda umbotasamvinnu Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, að svipta síðarnefnda flokkinn forustu sinni í verka- lýðsfélögum og koma henni í hendur andstæðinga slíks sam- starfs. Þess vegna var hafinn hlífðarlaus barátta gegn for- ustumönnum Alþýðuflokks- ins í verkalýðsfélögunum, og tekið höndum saman við kom- múnista til að brjóta 'yfirráð þeirra á bak aftur. Þessi sam- vinna kommúnistasellanna og félaga sjálfstæðisverkamanna átti sér stað í Dagsbrún í Reykjavík, í Hafnarfirði, á Siglufirði og Norðfirði og yfir-- leitt allsstaðar þar, sem hún gat komið að notum. Hámarki sínu náði hún haustið 1942, er sjálf- stæðismennirnir á þingi Al- þýðusambandsins hjálpuðu kommúnistum til að ná full- komnum völdum í Alþýðusam- bandinu. Á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, sem Þaldinn var á Þingvöllum í fyrrasumar, var mjög rætt um þennan ágæta ár- angur af starfi „félaga sjálf- stæðisverkamanna“ og sam- þykkt að lýsa yfir eftirfarandi í einu hljóði: „Sjálfstæðisflokkurinn FAGN- AR því, að árangur hefir orðið af starfi Sjálfstæðismanna að koma á algeru skoðanafrelsi inn- an Alþýðusambands íslands og að það hefir verið slitið úr tengslum við ákveðinn pólitísk- an flokk". Foringjár Sjálfstæðisflokksins eru þannig ósmeykir við að lýsa yfir því, að breyting sú, sem orð- ið hafi á starfsháttum Alþýðu- sambandsins sé þeirra verk. Þeir lýsa því yfir sigri hrósandi, að það sé árangur af starfi þeirra, að verklýðsforusta þingræðís- jafnaðarmanna var brotin á bak aftur, enda þótt hún hefði reynzt bs^ði þjóðinni og verka- lýðnum farsæl eins og annars- staðar, þar sem þingræðisjafn- aðarmenn hafa haft slíka for- ustu. Það msptti nú samt mikið vera, ef þessi fagnaðarvíma, sem rikti á landsfundi Sjálfstæðismanna á Þingvöllum, er nú ekki rokin út í veður og vind. Ef þeir hafa augu til að sjá og eyru til að heyra, ætti þeim að vera orðið ljóst, að árangurinn af um- ræddri „verkalýðsbaráttu" þeirra hefir margfaldað skoðana kúgunina innan verkalýðsfé- laganna, ef hún hefir þá verið. fyrir hendi áður, og að aldrei hefir verkalýðssamtökunum verið beitt jafn markvisst og vægðarlaust í þjónustu pólitísks klíkuska-par eins og nú. er gert af þeim mönnum, er Sjálfstæð- isflokkurinn hefir hafið til valda innan Alþýðusambandsins. Um Annan júlí síðastliðinn var dagskrá ríkisútvarpsins helguð Símoni Dalaskáldi í tilefni þess, að 100 ár voru liðin frá fæð- ingu hans. Kunnáttumenn lásu upp úr verkum hans og sögðu frá ævi hans og starfi; maður var fenginn til þess að kveða og gömul íslenzk þjóðlög leikin. Má segja, að ekki hafi annars al- þýðuskálds verið öllu betur minnzt opinberlega um langt skeið. Ég hafði mestu ánægju af kvöldinu, og svo hugsa ég, að verið hafi um fleiri, sem hlust- uðu á útvarpið það kvöld. Þetta varð til þess, að næstu daga fór ég að kynna mér það, sem eftir Símon liggur á prenti, en það er ekki svo lítið, miðað við allar aðstæður hans, en er þó ekki nema lítið brot af öllu því, sem hann orti um ævina, og er nú eilíflega glatað. Ég mun hér, að litlu leyti, skýra frá þeirri niðurstöðu, sem ég komst að um Símon af verk- um hans og því, sem ég náði í af rituðu máli um hann. En auð- vitað er ekki hægt að gera hér rækilega grein fyrir neinu, held- ur verður að nægja að geta hvers eins með fáum orðum. Varðandi bernsku Símonar minnist ég einkum einnar vísu hans, þar sem hann segir, að á æskuárum sínum hafi hann þótt mjög ódæll, en síðar hafi hann orðið__j,spakur vel“ og telur þá breýtingu frekar viðkunnanlega. Hann'líkir þar bernskuárum sín- um við úfinn sjó, en fullorðins- árunum við „breiðan lög tím- ans“, þar sem lygnara sé og kyrrlátara. Hvað sem um síðari samlíkinguna má segja, þá mun óhætt að telja hina fyrri nokk- uð rétta. Hann elst upp hjá móður sinni og fóstra við sæmileg kjör, eftir því sem gerðist og gekk í „skoðanafrelsið" er nærtækast dærpið um mánaðarkaupsmenn- ina hjá olíufélögunum, sem var fyrirskipað að gera verkfall til þess að knýja fram hækkun á kaupi sínu, án þess að hafa ósk- að eftir kauphækkun, og síðan er skipað að halda verkfallinu áfram, eftir að % hlutar þeirra hafa lýst sig verkfallinu and- víga. Hvað eru svo verkföllin, sem nú geysa, annað en skipu- lögð starfsaðferð kommúnista til að eyðileggja þjóðfélagið? Það er kominn tími til þess, að forkólfar Sjálfstæðisflokksins geri sér ljóst, að það er þeirra verk; hvernig nú er ástatt í verklýðsmálum. Þeir hugðust að styrkja sjálfa sig með því að eyðileggja verkalýðsforustu Al- þýðuflokksins, en ávinningur varð allur kommúnista megin, eins og líka varð, þegar Sjálf- stæðismenn hugðust að græða á kjördæmabreytingunni, en kom- múnistar „stungu af“ með allan vinninginn. Þannig verður nið- urstaðan alltaf, þegar Sjálfstæð- isflokkurinn hyggst að nota sam vinnu við kommúnista til að skaða umbótaflokkana. Hann eflir aðeins sinn versta and- stæðing. Sjálfstæðisflokkurinn verður að fara að gera sér ljóst, að hann má ekki halda öllu lengra áfram á þessari braut, ef hann ætlar sér ekki að „fagna“ því, að „skoðanafrelsi" kommúnista verði alls ráðandi, ekki aðeins í verkalýðsfélögun- um, heldur í öllu þjóðfélaginu. Þ. Þ. þá tíð, en þótti snemma nokkuð ódæll og meinyrtur, og kom það einkum fram, er hann tók að yrkja vísur, en það var snemma. Bólu-Hjálmar lét svo um mælt, að skáldefni væri í Símoni, og það meira en lítið. Og alla tíð hafði Hjálmar álit á Símoni, enda þótt þeir ættust við á tíma- bili og sendu hvor öðrum miður vingjarnleg skeyti. Ekkert varð úr því, að Símoni væri komið til mennta, enda þótt svo horfði til um skeið. Má segja, að það hafi verið meg- inólánið í lífi hans, að hann gat ekki notið ngenntunar ungur, nema mjög einhliða fræðslu, varðandi skáldskap, með lestri rímna og fornsagna. Fóstri Símonar, Símon Þor- leifsson, hafði ætlað sér að koma Símoni í nám hjá systursyni sín- um, Þorleifi á Auðólfsstöðum, en hann dó áður en hann gæti kom- ið því til leiðar. Og upp úr því varð Símon rótlaus alla tíð, að heita mátti. Hann kvæntist þó, og bjó um skeið, en flosnaði upp frá búskapnum, en.da átti hann erfitt' með að vera heima við, eftir að hann fór að selja bækur sínar, en það varð hann að gera sjálfur og flakka með þær um landið, því að engin var bóka- verzlunin. Eins og áður hefir verið minnzt á, tók Símon einkum rímnakveðskapinn til fyrir- myndar og varð eitt af síðustu rímnaskáldunum. Hann hafði í bernsku heyrt rímur kveðnar og lesið þær, enda ekkert nærtæk- ara af bundnu máli, nema kann- ske guðsorðið, en það virðist aft- ur á móti síður hafa geðjazt honum. Símon mun snemma hafa fengið löngun til þess að láta á sér bera, og líklegt er, að sá þáttur hafi verið ærið ríkur í sálarlífi hans að verða á sem flestra vörum, komast á prent og gerast frægur, hvað sem það kostaði og — hvort sem afurð- irnar væru, oft og tíðum, góðar eða lélegar. Um rímur hans má segja, að þær séu hvorki betri né verri en allur þorrinn af þess háttar kveðskap frá þeim tím- um. Þær urðu, margar hverjar, allvinsælar, enda þótt þær séu nú búnar að lifa sitt fegursta fyrir löngu síðan. Fyrsta bók Símonar kom út árið 1871, en það voru Rímur af Kjartani Ólafssyni. Þá var Símon 27 ára gamall. Síðan rak hver bókin aðra, og urðu þær yfir tuttugu alls. Mik- ið af þeim voru rímur, en aðrar voru samsafn lausavísna og Ijóða, sem honum þóttu þess verð að komast á prent. Auk þess safnaði hann drögum að ævisögu Bólu-Hjálmars og má það teljast eitthvert þarfasta verk Símonar, enda þótt bera megi brigður á sannleiksgildi sumra frásagn- anna í þeirri bók. Brynjúlíur Jónsson frá Minnanúpi sá um útkomu hennar og bætti við hana. Þegar maður lítur yfir vísur Símonar og ljóð hans, getur ver- ið gaman að bera þau saman við það, sem ort var hér á landi á þeim tíma. Við lauslegan yfir- lestur finst manni einkum gæta áhrifa frá þeim skáldum, þ. e. a. s. Sigurði Breiðfjörð og Jóni Thoroddsen. Ljóð þeirra beggja hefir Símon lesið ungur og orðið fyrir miklum áhrifum af þeim. En óneitanlega kemst maður að þeirri niðurstöðu, að hann þyk- ist upp yfir þá báða hafinn, og hvergi minnist ég þess, að hann víki að því, að hann hafi lært nokkuð af þeim höfundum. Á síðari árum hélt Símon því fram, að hann væri launsonur Sigurð- ar Breiðfjörðs. Um það var auð- vitað enginn til frásagnar, en mikið hefir honum þótt til koma, þegar sagt var um hann, að hann væri Sigurður Breiðfjörð endurborinn, en það hrós fékk hann einu sinni í vísu frá kunn- ingja sínum. Sem dæmi um áhrif Sigurðar Breiðfjörðs í skáldskap Símonar má nefna þessa vísu: Sólin háum himni frá húmi sjáleg ryður, hélugráar grundir á geislum stráir niður. t' a ■ : t , ! | : Og auðvitað er Sigurður Breið- fjörð fýrirmyndin þar sem Sím- on reynir að vanda sig í rímum sínum. En í ljóðum hans mörg- um gætir sterkra áhrifa frá Jóni Thoroddsen. Hann kemur fram með sams konar skoðanir og lýs- ingar og Jón, og nefni ég hér dæmi til skýringar. Eitt þekkt- asta kvæði Jóns Thoroddsens er án eJa „Oft er hermanns örðug ganga“, sem segir frá gistingu hans á kotbæ einum, þegar hann var hermaður og hafði hrakizt langt frá bækistöðvum sínuin, aðframkominn af þreytu. Símon Dalaskáld yrkir kvæði, er hann nefnir „Næturgistingu", mjög svipaðs efnis og undir sama hætti. Þar er þetta erindi: Bjó upp síðan mœrin mjúka mér til handa góðan beð. Þar á millum dýrra dúka dasaöur ég leggjast réð. Lét ég þá í Ijóðum fjúka; lifnaði til kvæða geð. Munurinn er sá, að hann er ekki hermaðurinn, dauðþreyttur og hungraður, sem ætlar að gera sér að góðu að leggjast til svefns á steinhellunni við bæjardyrnar, heldur er hann skáldið, sem er meira en guðvelkominn í bæinn og kemst í skáldlega stemningu, þegar hann leggst þreyttur í vel uppbúið rúm. Auk þessa dæmis má geta þess, að hann yrkir nokkur kvæði undir sama hætti og kvæðið „í fögrum dal hjá fjalla bláum straumi" eftir Thoroddsen, og er eitt þeirra mjög svipaðs efnis og það, og heitir „Draumur".--------- í skoðunum þeim á mönnum og málefnum, sem fram komu hjá Símoni, gætti oft áberandi mótsagna. En hann var jafnan óragur að láta í ljós álit sitt á hlutunum og virtist ekkert til- lit taka til þess, hvort vel kynni að láta í eyrum ríkra manna í þjóðfélaginu, ef því var að skipta. En svo átti hann líka til að hæla öðrum í hástert, sem honum fundust þess verðir. Og aldrei virtist hann í vafa um það, að dómar sínir væru réttir. Þessu olli hið ótakmarkaða sjálfsálit hans og það, hversu giftusamlega honum tókst að sætta sig við hlutskipti sitt í líf- inu, að öllum jafni. — Það er einkenni margra hamingju- samra manna, að þeir minnast oftar gleðistundanna í lífi sínu, heldur en- þeirra, sem valdið hafa leiðindum. Og Símon Dala- skáld var í hópi þeirra manna. Hann lifði í þeirri trú, að hann væri sjálfur það mikill maður, að illmæli annarra væru ekki til annars en svara þeim kröftug- lega; og það gerði hann eftir beztu getu. Og auk þess hefir það hvatt hann og aukið hon- um lífsánægju, að ýmsir máls- metandi menn töluðu hlýtt til hans, eða ortu jafnvel til hans þakklætisvísur. Matthías Joch- umsson var einn þeirra; þeir voru góðir vinir, Símon og hann, og dvaldi Símon eitt sinn hjá honum á jólum, þegar Matthías bjó að Móum á Kjalarnesi. Ekki losnaði Símon við aðfinnslur og hnútuköst samtíðarmanna sinna. Það er ekki ætlun mín að rifja hér upp neitt af því, en oft- ast lét Símon viðkomandi menn fá óþvegin svör og mun hann ekki allaf hafa fengið að koma því á prent eins og það var. í eftirmála við ljóðabókina „Starkað", sem út kom á Akur- eyri árið 1877, segir hann, að níðgreinarnar um sig flykkist að sér sem „krapahríðum háan jökultind." En sjálfsagt hefir hann vitað, að allmikið má snjóa til þess, að sjálfur jökullinn hefði nokkuð verra af. Þó er eins og í þessum sama eftirmála gæti meiri hógværðar hjá honum heldur en víða annars staðar. Ég vil til gamans taka hér orðrétt- ar fáeinar línur, til viðbótar, úr eftirmálanum, en þær sýna nokkuð vel, hvernig Símon hefir ritað óbundið mál: „En þess vil ég biðja alla lærða menn, sem eru og þykjast vera!! að virða mér til vorkunnar, þó ljóð mín séu ekki betri en þetta, þar eð ég fyrir efnaleysi gat einkis lærdóms aflað mér, og varð að stisa á smalaþúfunni fram yfir tvítugsaldur, hvar eng- in menntunarblóm spruttu — og dæma mig ekki hart, — þó mörg- um sinnum háfleygari og and- ríkari kvæði komi frá skálda- þrenningunni í Reykjavík, sem ljómar eins og sól á himni vís- dóms og þekkingar, hvar ótal smærri skáldstjörnur skipa sér í kringum og taka sinn ljóma af.“--------- Skáldaþrenningin, sem hann minnist á, voru þeir Steingrímur Thorsteinsson, Matthías Joch- umsson og Benedikt Gröndal. Hvað hann meinar með því að segja að „smærri skáldstjörnur“ taki ljóma sinn af þeirri þrenn- ingu, má skilja sem svo, að smá- skáldin hafi lært af þeim, eða hlotið hrós þeirra og viður- kenningu, — eða hvorttveggja. En vert er að taka tillit til þess, að þessi hógværi eftirmáli er aftan við eina af fyrstu bókum hans, en 'heldur jókst sjálfsálit hans eftir því sem ritlingar hans urðu fleiri að tölu. Yfirleitt var Símon vinsæll flakkari. Hann var þó engin fyrirmynd í framkomu á mæli- kvarða hefðbundinnar siðvenju, heldur var hann klúr og bersög- ull, einkum ef hann var með víni, en það var oft á seinni ár- um hans. Hann hafði það mjög fyrir venju að yrkja um hvern heimilismann, þar sem hann kom á bæi, og aldrei var hann spar á þá tegund skáldskapar, sem hann hafði upp á að bjóða. Ekki dró það úr vinsældum Sí- monar, hvaða yrkisefni hann valdi sér, og á það einkum við um rímurnar. Hann orti rímur út af merkustu sögupersónum okkar, eins og t. d. Ingólfi Arn- arsyni, Kjartani Ólafssyni og Gunnlaugi ormstungu, — svo nefnd séu dæmi. Auk þess samdi hann hagyröingatal í bundnu máli og skaut því inn í rímur sínar sem mansöngvum (t. d. í Búa rímum Andríðssonar og Rímum af Hávarði ísfirðing). Og hann átti það til að yrkja and- leg ljóð og „hugleiðingar um guðs mikilleik í náttúrunni", en einhvern veginn finnst manni hann ekki hafa verið í essinu sínu, þegar hann fór út í þá sálma. Þrennt er það, sem hann kveðst elska af því, sem heim- urinn hafi upp á að bjóða. í fyrsta lagif kvenfólkið, í öðru lagi: skáldskapinn, og í þriðja lagi: sauðahjörðina í dalahlíð- unum. Hann minnist ekki á Bakkus í því sambandi, enda þótt hann blótaði honum oft, og hann tekur það fram, að stund- um valdi kvenfólkið syndum, og virðist honum falla niður, að svo skuli vera. En tilfellið var, að Símon áleit sig mesta kvenna- gull og fannst það einkum að þakka því, hversu létt honum væri að yrkja. Sjálfsánægja hans í þeim efnum kemur vel fram í þessari vísu, sem er á- varp til ungrar stúlku: Ástar kyndum bál við bál, blíðu myndum kœra og rígbindum sál við sál, Sólin linda skæra. Auðvitað er ærin ástæða til að efast um heilindin í vísunni. Undir áhrifum víns hafði Símon gaman af því að tala eins og karlmenni og þá orti hann feiknin öll. Meinilla var honum við hroka sumra ríkra stúlkna og taldi fá- tæka bóndadóttur betri en þá, sem var af hærri stigum: Ekki vil ég eiga neina af æðra tagi, heldur bónda dóttur dýra, dyggðum búna, fagra, skýra. Betri’ eru margar búnar ullar-bættum voðum en sveipaðar í silkiklæðum sæturnar með hroka skæðum. Auðvitað orti Símon mikið um skáldskapinn sjálfan, — og var þakklátur forsjóninni fyrir að hafa veitt honum þá náðargáfu að geta ort. Þetta kemur einna gleggst fram í kvæðinu „Hróð- ardísin": Ó, þú in helga hróðrardis, huggun í rauna þrá, nálægð þína ég kæra kýs, hvernig sem stendur á, þar til mitt hroðið fjörsins fley flýtur við dauðans sker. Væn þó í boði væri mey vil ég ei sleppa þér. Enda fannst honum sem náð- argáfa sín væri ekki af skornum skammti. — „Oft ég fögur yrki ljóð“, er byrjun á einni vísu hans. Hann kvaðst elska sauðahjörð- ina í dalahlíðunum. Og ekkert er' trúlegra en svo hafi verið, því hvarvetna má finna barnslega aðdáun og lotningu fyrir nátt- úrufegurð-í ljóðum hans. Þegar hann kemur sunnan af landi heim í Skagafjörðinn eftir að hafa farið gangandi um erf- iða fjallvegi, og sér yfir sveit- ina sína, getur hann ekki stillt sig um að yrkja ljóð, — og þá yrkir hann fyrir sjálfan sig, af því hann þarfíiað yrkja, en ekki vegna þess, að einhverjir hlusti á hann og hann sé að borga fyrir matinn, — þ^í hann er einn. í augnablikinu finnst hon- um ekkert jafnast á við bernskustöðvarnar, þar sem að dala blessuð brá brosir móti sólar ljóma. Og þannig var Símon beztur — og eðlilegastur. En þannig var hann ekki að öllum jafni. Hann óttaðist það að vera of einlægur í augum fólksins, — og það hafa fleiri gert —, en þó lét hann slík kvæði á prent með öðrum kvæðum sínum. Á seinni árum sínum flakk- aði Símon með Guðmundi nokkrum, sem kallaður var Gvendur „dúllari", og nefndi hann skrifara sinn. — Til er mynd af þeim, þar sem þeir sitja á húströppum í vetrarhríð, sjálf- sagt nýkomnir úr ferðalagi, eða að leggja upp í langa ferð, búnir þeim skjólflíkum, sem þeir hafa átt skárstar, með vafða fætur og stafi í höndum. Sú mynd af Símoni er af honum eins og hann leit oftást út á flakki sinu, vetur, sumar, vor og haust; en til eru fleiri myndir af honum, en ólíkar hver annarri. Símon andaðist að Bjarna- staðahlíð í Vesturdal í Skaga- firði árið 1916, 72 ára gamall. Hann hafði verið mjög heilsu- veill síðustu árin. Fylglzt með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Simi 2323. Vinlr Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tírpanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Vinnitf ötúllega fyrir Timantu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.