Tíminn - 05.09.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.09.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.'' ÚTGEFPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIPSTOPUR: ' EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Símar 2353 oe 4373. APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRrPSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykfavík, þriðjudagiiin 5. sept. 1944 84. lilaíí Erlent yfirlit: Hernaðaráætl un, sem brást Á síðastl. vori gekk þrálátur orðrómur þess efnis, að mikill ágreiningur væri milli þýzku hershöfðingjanna og nazista um það, hvernig mæta .ætti innrás Bandamanna. Sagt var, að hers- höfðingjarnir, einkum þó yon Rundstedt, sem þá stjórnaði þýzka hernum í Frakklandi, vildi eigi tefla fram miklum her gegn innrásarhernum í fyrstu, heldur aðeins tefja fyrir framsókn hans, meðan Þjóðverjar kæmu aðalhernum undan til Þýzka- lands. Von Rundstedt virtist þannig vera ljóst, að Þjóðverjar gætu ekki varið Fíakkland til langframa og þess vegna væri bezt að hætta ekki neinu liði við vörn þess, heldur eiga þann her- afla sem óskertastan til að verja Þýzkaland. Nazistaforingjarnar voru hins vegar sagðð* „bjart- sýnni. Þeir gerðu sér vonir um að geta stökkt innrásarhernum aftur í sjóinn og álitu því ráð- legast að tefla aðalher Þjóðverja í Vestur-Evrópu strax gegn hon- um- Það er augljóst, að nazistar báru hærra hluta í þessari deilu- Von Rundstedt var sviptur her- stjórninni í Frakklandi og von Kluge, sem var þægari nazistum, settur í stað hans. Hernaðar- áætlun nazista var fylgt út í yztu æsar. Meginherafla Þjóð- .verja var beitt í Normandi. Þar var allt sett á eitt*spil. Þær von- ir, sem Þjóðverjar höfðu^ borið til þess, bn*stu algerlega. Á tæp- um þrem mánuðum höfðu þeir tapað um 400 þús. hermanna og munu sennilega tapa 100—200 þús. hermanna til viðbótar í Frakklandi. Afleiðingarnar af þessari mis- heppnuðu hernaðaráætlun eru augljósar. Eftir að vömin í Nor- mandí brást, gátu Þjóðverjar hvergi tafið fyrir Bandamönn- um í Fraklandi. Segja má því, að Bandamenn hafi sótt fram með eldingarhraða síðan. Nær allt Frakkland, nema lítill hluti Mið-Frakklands meðfram Sviss og lítill hluti Ermarsundsstrand- arinnar eru nú á valdi Banda- manna. Hersveitir Bandamanna hafa farið inn í Belgíu og tekið Brussel og nálgast óðum landa- mæri Hollands. Þá mega þeir heita komnir að þýzku landa- mærunum við Luxemberg. Vörn Þjóðverja virðist öll í molum. Nú hefði verið betra og hafa herinn, sem tapaðist í Frakk- landi, til að verja heimalandið. Eigi verður um það sagt, hvort Þjóðverjum tekst um hríð að verja vesturlandamærin. Heima- herinn er sennilega lítill, því að allstór hluti hans er kominn til Austur-Prússlands og Póllands og getur eigi þaðan farið. Vafa- laust kveðja Þjóðverjar nú heim her sinn frá Balkanlöndunum og Noregi, en þeim her verður ekki strax komið við til að verja heimalandið. Þýzka herstjórnin er nú í meiri kröggum en nokkru sinni fyrr. Seinustu fréttir Vopnahlé milli Finna og Rússa hófst í gærmorgun og eru frið- arumleitanir hafnar. Þjóðverj- ar hafa lofað að flytja her sinn úr Finnlandi og eru byrjaðir á flutningunum. « Gotneska varnarlínan, sem Þjóðverjar höfðu komið sér upp á'ítalmvígstöðvunum, var rofin um helgina á Adriahafsströnd. Bandamenn sækja þar fram til Pófljótsins. Oibeldí kommánista í Dagsbrúa Bréf frá starfsmðnnum olíufélaganna Bréf, sem 23 af 33 verka- mönnum, er vinna fyrir mán- aðarkaup hjá olíufélögunum, hafa ýmist ritað stjórn verka- mannafélagsins Dagsbrúnar eða lýst sig samþykka, varpar skýru Ijósi yfir starfsaðferðir þeirra manna, sem stjórna verklýðshreyfingunni síðan Sjálfstæðismenn hjálpuðu til að brjóta forustu Alþýðu- flokksins þar á bak ai'tur. Eins og kunnugt er, fyrirjjkip- aði stjórn Dagsbrúnar bílstjór- um og mánaðarkaupsmönnum olíufélaganna að leggja niður vinnu, nema þeir fengju kaup- hækkun, en ekkert olíufélagið féllst á hana nema Nafta. Hefir því verið verkfall hjá olíufélög- unum um skeið og horfir því víða til mikilla vandræða út um land, m. a. er fólk ljóslaust í ýmsum sveitum. Bréfið, sem áðurgreindir rrián- aðarkaupsmenn olíufélaganna hafa ritað Dagsbrún í þessu til- efni, er svohljóðandi: „Við undirritaðir mánaðar- kaupsmenn hjá h.f. „Shell" á íslandi, viljum hér með mót- mæla eftirfarandi atriðum við stjórn Verkamannafélagsins „Dagsbrújiar": 1) Að samningum okkar við h.f. „Shell" var sagt upp, án þess að samþykkis okkar væri áður leitað. 2) Að við vorum ekki hafðir með í ráðum um samningu upp- kasts að nýjum samningi, og eru þær tillögur því ekki byggðar á okkar óskum. 3) Að vinna var stöðvuð hjá h. f. „Shell", án þess að álits okkar væri leitað, eða við fengj- um að greiða atkvæði um það, hvort vinna skyldi lögð niður. Þar sem við teljum, að samn- ingur okkar við h.f. „Shell" sé fyrst og fremst hagsmunamál okkar, virðist okkur það ein- kennilegt, að með öllu hefir verið gengið fram hjá okkur, eins og áður hefir verið sagt. Það er því ósk okkar, að stjórn Verkamannafélagsins „Dags- brún" svipti okkur ekki r£ttin- um til þess að ráða sjálfir kjör- um okkar og veiti okkur því hcimild til þess að framlengja gamla samninginn að viðbætt- um hjálögðum breytingum, sem við teljum okkur ánægða með og uppfylla óskir okkar. Svar óskast sem fyrst, svo að vinna geti hafizt án tafar." Bréf þetta hefir stjórn Dags- brúnar ekki haft að neinu. Má gleggst af þessu marka, hvert skoðanafrelsi það er, sem Sjálf- stæðismenn hafa hjálpað kom- múnistum til að skapa innan verkalýðsfélaganna, þegar þeir brutu Alþýðuflokkinn4)ar á bak aftur. Verkf öllin breiðast út. Um 950 manns hér í bænum eiga nú í verkfalli. Verkfall Iðju, sem hefir staðið síðan 1. ágúst, nær til um 700 manns. Um síð- ustu mánaðamót hafa svo þessi félög hafið verkföll: Félag járn- smiða, sem hefir um X20—130 félagsmenn, félag skipasmiða, sem telur um 30 manns, félag Jilæðskera, sem hefir látið 50— 60 manns á hraðsaumastofum leggja niður vinnu, og svo hafa um 40 mánaðarkaupsmenn hjá olíufélögunum orðið að leggja niður vinnu, eins og áður er sagt frá. - Fjölmörg félög hér í bænum og út um land hafa svo sagt upp samningum frá 1. okt. Roosevelt forseti Bandarikjanna og Sveinn Björnsson jorseti íslands rœðast'við í Hvíta húsinu (í Washington). Athyglisverð nmmœií »The New York Times« ,Þannig eiga ívðveldismenn að tala' Vesturför forsetans og utanrikismálaráðherrans hef- ir aflad þjóðinni aukins álits og vinsælda vestanhafs Ummæli ameríska stórblaðsins „The New York Times", um' vesturför forseta og utanríkismálaráðherra íslands staðfesta full- komlega það, sem áður hefir verið sagt hér í blaðinu, að ferðin myndi verða íslendingum til mikils gagns og sæmdarauka, og þá ekki sízt hin háttvísa og einarðlega ^firlýsing utanríkismála- ráðherrans um afstöðu íslendinga, er hann flutti á fundi blaða- mannanna í Washington, Þessi ummæli „The New York Times" eru eigi minnst athyglis- verð vegna þess, að þetta er að flestra dómi áhrifamesta og mlk- ilsvirtasta blað Bandaríkjamanna og er eitt útbreiddasta blaðið þar í landi. „The New York Times" hefir ekki ósvipaða aðstöðu og „The Times" í Bretlandi, en er tiltölulega útbreiddara. Þessi ummæli „New York Times", er birtust i blaðinu 29. ágúst síðastl., hljóða á þessa leið: \ „Tekið verður opinberlega á móti herra Sveini Björnssyni forseta íslands í ráðhúsinu í dag. En móttökurnar í þessari borg og þessu landi eru meir en fyrir siðasakir og forms vegna. Hann er þjóðhöfðingi hins nýja lýðveldis, sem hin þúsund ára gamla þjóð hefir stofnað með sér. ísland, sem áður fyrr átti margt af hetjum og skáldum, er á vorum dögum land bænda og fiskimanna, svipað hinu forna Nýja Englandi, og þar býr frjáls og óháð þjóð. Danmörk réði ís- landi í margar aldir, en landið öðlaðist heimastjórn eftir langa baráttu 1874. 1918 varð landið sérstakt konungsríki, og myndi sambandslagasamningurinn hafa runnið út 1943, en 1941 samþykktu íslendingar einróma skilnað. Hið þýzka hernám Dahmerkur og gremja út af því var aðal- ástæða skilnaðarins. Herra Björnsson hafði verið sendi- herra í Kaupmannahöfn, hann hafði tekið þátt í ráðstefnum þeim, sem Norðurlöhd og Finn- land héldu í þeirri von að geta varðveitt hlutleysi sitt. Hann var kjörinn ríkisstjóri og endur- kosinn tvívegis. Forseti var hann kjörinn í júní'. Bretar komu í veg fyrir þýzkt hernám með því að hernema ís- land. Amerískur her kom í kjöl- far þeirra með hervernd. íslend- ingar, sem fyrir reynslu sakir eru tortryggnir menn, höfðu í fyrstu illan bifur á þessu, en vin- átta og skilningur uxu, þegar þeir sannfærðust um að vér höf- um eigi landvinninga í huga. Samt munu þeir efalaust fagna því, er þeir fá aftur frj^ls um- ráð yfir landi sínu. Er það eðli- legt og virðingarvert. íslendingar, sem setzt hafa að í Bandaríkjunum, eru þekktir að þvi að vera skapfastir menn og heiðarlegir. Vilhjálmur Þór, ut- anríkisráðherra, sem fylgir Sveini forseta Björnssyni á ferðaíaginu, hefir sagt: Vér höfum ríka sjálfstæðis- kennd og vér stofnuðum ekki lýðveldi vort í þeim tilgangi að verða ófrjálsari en áður. Vér ætlum oss að eiga land vort allt og án erlendrar íhlutunar". Þannig eiga lýðveldismenn að tala. Eykur það virðingu vora fyrir hinum merku og virðulegu gestum." Þessi ummæli „The New York Times" sýna svo vel, hve ís- lenzku þjóðinni hefir verið mik- ill ávinningur að hinni smekk- vísu og ákveðnu yfirlýsingu ut- anríkismálaráðherrans, að fleiri orð eru óþörf í því sambandi. Hin frjálslynda stórþjóð Vestur- álfunnar hefir bersýnilega kunnað vel að meta hina drengi- legu hreinskilni utanríkismála- ráðherrans, en á sama hátt munu henni falla illa dylgjur þær og tortryggni, sem stöðugt er alið á í hennar garð 1 blöð- um kommúnista og aðalmál- gagni Sjálfstæðlsflokksins. Morgunblaðið, sem unnið hefir Forsetínn og utanrík- ismálaráðherrann * komnir heim Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, utanríkisráðherra Vilhjálmur Þór og förunautar þeirra komu heim úr vestur- förinni síðastl. laugardagsmorg- un. Frú Georgía Björnsson, frú Rannveig Þór og konur sam- ferðamanna þeirra tóku á móti þeim á flugvellinum. Björn Ól- afsson fjármálaráðherra og Agnar Kl. Jónsson skrifstofu- stjóri fögnuðu þeim af hálfu rík- isstjórnarinnar. Auk þess voru Louis Dreyfus sendiherra og frú, Key hershöfðingi og aðrir yfirmenn hers og flughers við- staddir. Ferðalagið gekk mjög' vel og algerlega eftir þeirri áætlun, sem gerð hafði verið. Alþingi komið saman Stjórnin - leggur fram frv. um dýrtíðarmálid \ Alþingi kom aftur saman til funda kl. 1% e. h. síðastl. laugardag. Fyrsti fundur þess að þessu sinni var mjög fámennur. Marg- ir þingmenn utan af landi voru ókomnir og ýmsir þingmenn bú- settir í bænum voru í skemmti- ferðalögum. Munu, slík ferðalög um þingtímann ekki auka hróð- ur þingsins. Á þessum fundi var lagt fram stjórnarfrv. um framboð og kjör forseta. Þá hefir stjórnin lagt fram írv. um dýrtíðarmálin, og verður þess nánar getið í næsta blaði. sér ógleymanlega skömm með skrifum sínum um þetta ferða- lag, — líkt og þingmennirnir, sem skiluðu auðum seðlum á (Framh. a 4. síðu) ' Á víðavangi VERÐA KOSNINGAR f HAUST? Talsverður orðrómur gengur um það, að Sjálfstæðismenn og kommúnistar vilji knýja fram kosningar í haust. Kommúnistar eru sagðlr vilja fá kosningar áð- ur en afleiðingarnar af kauþ- gjaldsstreitum þeirra eru fylli- lega komnar í ljós eða séð er til hlítar, hvernig Rússar ætla að búa að smáþjóðunum í nágrenni sínu. Forráðamenn Sjálfstæðis- flokkins óttast, að Vísisdeild flokksins geti vaxið fylgi og hin- ir mörgu óánægðu menn flokks- ins kunni að sameinast um nýja flokksmyndun. Þess vegna sé bezt að knýja fram skyndi- kosningar áður en slík hreyfing fái grafið um sig. Flokkurinn mun og telja sér lítinn hag í því, að málin skýrist betur áðui- en til kosninga er gengið. Það er talið til marks um þetta sameiginlega ráðabrugg ihalds.- manna og kommúnista, að Gísli Jónsson hefir aftur látið hefjast handa um bryggjugerð í Flatey, þótt ekki sé það í stórum stíl, enda segir hann, að aðalverkið eigi að vinnast nsísta sumar. Gísli lét byrja á þessu- sama verki fyrir kosningarnar 1942, en lét hætta því næstum strax eftir kosningarnar. ENGIN NÝ STJÓRN ÁN KOMMÚNISTA! í grein^ sem Jón Pálmason skrifar í Morgunblaðið á laug- ardaginn, kemur það greini- lega fram, að bræðalag forkólfa Sjálfstæðisflokksins dg kom- múnista er nú orðið svo náið, að þeim fyrrnefndu finnst ekki koma til mála að mynda nýja stjórn, án þátttöku kommúnista. Jón segir: , .Tilraunir S j álf stæðismanna fyr og siðar frá síðustu kosn- ingum hafa verið bundnar við allra flokka ríkisstjórn. Þær hafa miðazt við þjóðareiningu með því höfuð marknliði að fleyta þjóðarskútunni yfir öldurót stríðsáranna og sætta þau deilumál (!!), sem beint og 6- beint eru tengd við stríðið og þær breytingar, sem það held- ur." Jón lætur jafnframt uppi þá skoðun, að t%kist eigi slík stjórn- arsamvinna, sé ekki um annað að ræða en haustkosningar. Það á svo seni ekki lítið að kosta, ef það heppnast ekki að komast í hjónasæng með kommúnist- um! ENGIN NÝ STJÓRN, ÁN ÍHALDSINS! Þjóðviljinn hefir ekki látið á sér standa að svara þessari ást- arjátningu Jóns. í forustugrein blaðsins á sunnudaginn segir, að annaðhvort verði að mynda þjóðstjórn eða að láta kosningar fara fram. Það er ekki lengur rætt um vinstri stjórn í blaðinu því. Nú er allt ómögulegt, án í- haldsins! Þjóðviljinn segir orðrétt: „Annað hvort koma fulltrúar allra stétta og flokka á Alþingi sér saman um að nota þessi tækifæri og láta reynsluna skera ór því, hvort atvinnuvegirnir muni þá ekki bera jafnvel betri lífsafkomu en nú, — eða alþýð- an, meirihluti þjóðarinnar, verð- ur að reyna þetta ein og rann- saka með nýjum kosningum, hvort ekki sé grundvöllur fyrir slika stjórn." Þarna hafa menn aðstöðu kommúnista \hreina og klára. Það kemur engin vinstri stjórn til mála fyrir kosningar eða nein önnur stjórn, nema Ihaldið sé með i henni. Annars verða kosn ingar að fara fram. Hins vegar þykir ekki rétt að afneita vinstri stjórn eða telja. samstarf við í- haldið eins ómissandi eftir kosn- ingarnar, því að gott getur verið að flagga með vinstri stjórn i kosningabaráttunni, líkt og tFramh. á 4. siðu) ./

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.