Tíminn - 12.09.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.09.1944, Blaðsíða 4
344 TfMINrV, þrigjndaginn 18. sept. 1944. 86. MaS tTR BÆrVIJM Hækkun rafmagnsverðsins. Rafmagnsstjóri hefir lagt til, að hækka rafmagnið stórlega eða sem svarar 200 kr. á hverja fjölskyldu í bænum. Sjálfstæðismenn og kommún- istar hafa tekið þeirri tillögu vel, þegar rætt hefir verið um hana í bæjar- stjórninni, en jafnaðarmenn hafa ver- ið henni andvígir. Tillagan hefir ekki enn verið afgreidd endanlega. Það væri alveg eftir íhaldinu og kommún- istum að auka þannig dýrtíðina, þeg- ar það er mest aðkallandi að reyna að lækka hana og útlit er fyrir, að fjarhagur almennings fari heldur að þrengjast. Kveðjuhljómleikar Eggerts Stefánssonar. Kveðjuhljómleikar Eggerts Stefáns- sonar, sem frestað var í ágúst fram í sept. verða í kvöld kl. 8,30. Hljóm- leikunum var frestað sökum margra áskorana, þeirra, sem vildu eiga kost á að koma, en voru í ágúst f jarverandi úf bænum. Eins og kunnugt er, aðstoða þeir Lárus Pálsson leikari og Vilhjálm- ur Þ. skólastjóri, en undirleik annast Sigvaldi Kaldalóns tónskáld og Gunnar Sigurgeirsson panóleikari, sem tók að sér undirleik vegna forfalla Páls ísólfs- sonar. Listsýning. Jóhann Briem listmálari og Marteinn Guðmundsson myndhöggvari opnuðu sýningu á málverkum og höggmynd* uni síðastl. laugardag í Listamanna- skálanum. Jóhann Briem sýnir 27 mál- verk og 38 vatnslitamyndir úr íslenzku þjóðlífi og þjóðsögum. Marteinn Guð- mundsson sýnir 16 höggmyndir, flest brjóstlíkön. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 1—11 síðdegis. Ný íslandsmet í íþróttum. í síðastliðinni viku setti hláupagarp- urinn Kjartan Jóhannsson tvö ný met, í 400 metra hlaupi á miðvikudagskvöld- ið og 300 metra hlaupi á fimmtudags- kvöldið. Hljóp hann 400 metra á 51,2 sek. (eldra metið 52,3 sek. sett af hon- um sjálfum í sumar) og 300 metra á 37,1 sek. (eldra metið, 37,2, sett af Brynjólfi Ingólfssyni). Næstur Kjart- ani í 400 metra hlaupinu var Brynjólf- ur Ingólfsson á 52 sek., sem einnig var betri tími en hið eldra íslandsmet. Á sunnudagskvöld fór fram keppni í 1000 metra hlaupi. Sigraði Kjartan Jó- hannsson enn á 2:42,2 sek. Annar varð Brvnjólfur Ingólfsson á 2:43,8 sek. Þriðji varð Sigurgeir Ársælsson á 2: 44,4 sek. Tveir liðsforingjar í ameríska hernum hér, íslenzkir að ætterni, hafa nýlega verið hækkaðir í tign. Eru það Dóri Hjálmarsson, er áður var majór, en nú gerður að of- ursta, og Ragnar Stefánason, sem áður var kapteinn, en hefir nú verið gerður majór. — Þeir Dóri og Ragnar eru báðir af austfirzkum ættum. Hafa þeir báðir eignazt marga vini þau, ár, sem þeir hafa dvalið hér, og getið sér í hvívetna hinn ágætasta orðstír. Úr álögum. Síðari hluti bókarinnar „Úr álögum" eftir Jan Valtin er nú að koma út á vegum Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu. Föðurnafn Þórarins á Skúfi, höíundar kvæðis- ins, er birtist á 3. síðu blaðsins í dag, hefir misprentast í nokkrum hluta upp- lagsins. Þórarinn er Þorleifsson. Beðið er velvirðingar á þessum mistökum. Þorsteinn H. Hannesson söngvari, er dvalið hefir í Englandi að undan- förnu við söngnám er kominn heim. Verður hér þó aðeins skamma stund að þessu sinni, því að hann hyggur enn á framhaldsnám erlendis. Þorsteinn hefir getið sér hinn bezta orðstír við nám sitt. Dómnefnd Skv. 9. grein reglugerðar um ,Háskóla íslands hefir dómnefnd verið skipuð til þess að dæma um vísindastörf, ritsmíðar, rann- sóknir og skýrslur um námsferil, sem umsækjendur um dósent- embættis við guðfræðidelid Há- skólans hafa lagt fram með um- sóknum slnum. Um dósentembættið sækja séra Björn Magnússon prófastur að Borg, séra Gunnar Árnason, Æsustöðum og séra Sigurbjörn Einarsson, Reykjavík. Dómnefndina skipa fimm menn, tveir tilnefndir af kennslumálaráðherra, tveir af háskólaráði og einn af guðfræði- deild Háskólans. Guðfræðideild hefir tilnefnt Ásmund Guð- mundsson prófessor, og er hann formaður nefndarinnar, kennslumálaráðherra herra Sig- urgeir Sigurðsson,biskup,og séra Bjarna Jónsson og háskólaráð séra Árna Sigurðsson og séra Friðrik Rafnar vígslubiskup. Nefndin mun taka til starfa næstu daga. / Svikamyíla kommúnista . . . (Framh. af 1. slðu) ræmingu, eins og þeir vilja vera láta, heldur fyrir beinni kaup- hækkun, sem & að vera upphaf allsher j arkauphækkunar. Verkfallið hélt því áfram, en þar sem stjórn Dagsbrúnar hef- ir eigi fundizt, að það bæri til- ætlaðan árangur, hefir hún nú fyrirskipað samúðarverkfall hjá því olíufélaginu, sem strax gekk að kröfum hennar og á því síður en svo skilið að vera grálega leik ið af henni. En svona mikill er ofsi stjórnar iDagsbrúnar við að knýja fram stórfellt flutn- ingaverkfall, er m. a. myndi stöðva alla mjólkurflutninga til bæjarins og valda stórkostlegum erfiðleikum við haustslátrunina. í verkfallsmálunum undan- farið hefir það glöggt komið í ljós, þótt sjaldan hafi það sézt betur en í þessu tilfelli, að kommúnistar hafa þá aðferð að láta einstaka stéttahópa knýja fram hærra kaup en aðra, og þegar því takmarki er náð, eru hinir sendir fram strax á eftir til að heimta hærra kaup til samræmingar við þá, sem á und- an eru komnir. Þaning getur kauphækkunar-„skrúfan" alltaf haldið áfram. Þess vegna eru mánaðarkaupsmenn olíufélag- anna ekki hafðir með í samn- ingunum í vetur. Þeir eru teknir sérstaklega síðar til þess að knýja fram hærra kaup en aðrir mánaðarkaupsmenn í Dags- brún, en þegar þeir væru búnir að fá sitt fram, myndu vitan- lega hinir mánaðarkaupsmenn- irnir sendir fram í víglínuna og látnir heimta samræmingu! Síð- an kæmu daglaunamennirnir og þannig yrði það látið ganga koll af kolli. Olíufélögin eru vitan- lega af ráðnum hug höfð þahn- ig í sérflokki, þvi að stöðvun hjá þeim er mjög tilfinnanleg fyrir landsmenn. Meðal einstakra manna hafa atvinnurekendur sætt nokkru aðkasti fyrir það að hafa eigi látið undan þessum kröfum í olíudeilunni, þar sem þær séu ekki stórkostlegar og nái eigi til margra manna. Þetta hefir ekki sízt komið fram í röðum atvinunrekenda sjálfra. Þeir, sem þannig hugsa, þurfa að gera sér Ijóst, að málið er ekki svo einfalt, heldur er hér um að ræða tilraun til almennrar kauphækkunar, og atvinunrek- ehdur sýndu lítinn þegnskap með því að fallast á hana, þar sem m. a. lækkun fisk- verðsins er nú skammt fram- undan. En það mega atvinnu- rekendur eiga víst, að láti þeir mánaðarkaupsmenn olíufélag- anna fá hærra kaup en aðrir mánaðarkaupsmenn í Dagsbrún hafa, þá leiðir það til nýrrar almennrar kauphækkunar- bylgju. Það eina, sem dugir, er að veita kommúnistum hæfilegt viðnám. Svíþjjóðarbátarnir (Framh. af 2. síðu)- frammi í skrifstofu Fiskifélags- ins, og að mönnum yrðu^þar gefnar allar upplýsingar þessu viðvíkjandi, og varð félagið að sjálfsögðu við þeirri ósk. Komu margir umsækjendanna að leita upplýsinga um skipin, og að nokkrum þeirra hafi verið neit- að um upplýsingar, er ekki rétt. Að sjálfsögðu voru umsækjend ur látnir sitja fyrir með að kynna sér allt viðvíkjandi skip- unum, svo að aðrir óviðkomandi aðilar komust ekki þar að, enda var þess tæplega að vænta, að þeir, sem ekki höfðu sinnt því að sækja um skipin á tilsettum tíma, gætu komið til greina sem kaupendur. Um leynd hefir því ekki ver- ið að ræða í þessu sambandi. Að enginn íslenzkur fiskimað- ur vilji líta við skipum þessum fær heldur ekki staðizt. Samkv. upplýsingum atvinnumálaráðu- neytisins hafa þegar endurnýj- að umsóknir sýnar milli 30 og 40 umsækjendur. Meginástæðanna fyrir því, að fleiri hafa ekki ákveðið sig, mun vera að leita í því, að margir hafa átt erfitt með að tryggja greiðslu og telja sig eiga illt með að festa kaupin fyrr en vitað er um hvort vænta megi styrkja eða hagkvæmra lána út á þessa báta. Ennfremur hafa tímarnir breytzt æði mikið frá því á s. 1. vetri og hefir það vafalaust haft sín áhrif á ýmsa umsækjend- urna. Skal það, sem hér hefir sagt verið, látið nægja um skipin og það, sem þeim viðkemur, en dylgjur og getsakir í garð ein- stakra manna falla algerlega um sjálft sig og er því óþarfi að svara þeim sérstaklega. Davíð Ólafsson. Á víðavangi. (Framh. af 1. siSu) ÓLÍKINDALÆTI HRÆSN- ARANS. Sjaldan hefir Mbl. hræsnað meira áberandi, en í forustu- greininni á laugardaginn var. Þar segir: „Svo sem kunnugt er, var það Sjálfstæðisflokkurinn, sem gekkst fyrir samkomulagsvið- sræðum flokkanna. Þessar við- ræður hafa miðazt við það, að allir fiokkar ynnu saman. En meðan þessar viðræður fara fram má daglega lesa í blöðum skæting til forystumanna Sjálf- stæðisflokksins fyrir það, að þeir skuli vera að ræða við kommún- ista." Eins og kunnugt er, hefir Sjálfstæðisflokkurinn aldrei ver- ið ásakaður fyrir að ræða við kommúnista, heldur byrjaði Jón Pálmason að ásaka Framsókn- armenn fyrir að ræða við komrriúnista og í því tilefni var bent á ýmiskonar samvinnu Sjálfstæðismanna við kommún- ista, sem er vitanlega allt annað og meira en viðræður, þar sem reynt er að afhjúpa hinn sanna tilgang kommúnista. Það er líka kunnara en frá þurfi að segja, að hafi nokkurt blað að undanförnu flutt skæt- ing um andstæðinga sína, hefir það verið Morgunblaðið, og það hefir ekki flutt um þá menn smáskæting, heldur borið þeim verstu sviksemi og landráð á brýn. Er þar skemmst að minna á skrif þess um Vil- hjálm Þór! Svo þykist blaðið hvergi nærri koma og andvarpar sáran yfir framkomu hinna blaðanna! Erlent yfirlit (Framh. af 1. síðu) á hverri stundu úr þessu. Einnig hafa Rússar undirbúið stórsókn til Krakár, en þaðan er greið- fært inn í þýzku Schlesíu. Bandamenn gera hins_ vegar harðvítugar tilraunir tilað ná þýzku borginni Achen við landa- mæri Belgíu, en hún myndar eina af meiriháttar varnar- stöðvum Sigfriedlínunnar. Gæti svo farið, ef Þjóðverjar misstu Achen, að þeir yrðu að yfirgefa stóran hluta Siegfriedlínunnar og hörfa alveg vestur fyrir Rín, því að annars ættu þeir innikró- un á hættu. Það atriði, sem er einna óút- reiknanlegast, þegar rætt er um, hversu lengi varnir „innra virk- isins" muni endast, er mót- stöðuþróttur þýzks almennings. Sumir telja, að hann muni bogna og bresta, þegar ósigurinn sé bersýnilegur, en aðrir telja, að þýzkur almenningur muni rísa upp og berjast með hernum, líkt og í Rússlandi. Reynslan sker úr, hverjir réttara mæla, en veiti þýzkur almenningur veru- lega mótspyrnu, getur það mjög tafið fyrir Bandamönnum. TJARNARBÍÓ Víð erum ekki eín (We Are Not Alone) Hrífandi sjónleikur eftir hinni víðfrægu skáldsögu James Hiltons. PAUL MUNI JANE BRYAN FLORA ROBSON "* __________Sýnd kl. 7 og 9. í HJARTA OG HUG (Always in My Heart) Sýnd kl. 5. <§»MMI ¦QAMLA BÍÓ« HETJUR ^ A HELJARSLÓÐ (The North Star) ANNE BAXTER, DANA ANDREWS, WALTER HUSTON. Sýnd kl. 7 og 9 Bönnuð yngri en 16 ára. VELHEPPNAÖ ÆVINTÝRI (Mexican Spitfire's Blessed Event). Lupe Veles — Leon Errol. Sýnd kl. 3 og 5. ?NÝJA Efó. Erkiklauii („The Magnificent Dope") Fyndin og fjörug gaman- mynd. HENRY FONDA, LYNN BARI, DON AMECHE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þér skuluð lesa þessa bók Rréf til bænda. (Framh. af 3. síðu) ýmsum höfnum, og margar þeirra voru þá svo að segja mat- arlausar. Látið nú ekki siíkt henda aftur. Minnið stjórnir kaupfélaganna á það, að hafa nægan vetrarforða, svo menn og skepnur þurfi ekki að svelta, ef ísinn kæmi aftur, og svo færi að hann lokaði nú alveg sigling- um á vissar hafnir. Og þið, sem buið langt frá kaupstað og við sámgöngutæki, sem gera ómögu- legt að draga að sér þungavöru eftir að vetur er lagstur að, birg- ið heimilin strax í haust upp með nægan vetrarforða, bæði handa mönnum og skepnum, og gleymið ekki að vetur getur orð- ið harður, og þið þurfið að eiga vetrarforða á heimilunum. Þetta, sem ég nú hefi verið að segja við ykkur, vegna þessara tveggja ísafoldargreina, gefur mér að síðustu ástæðu til að benda á það, að við eigum að reyna að gera okkur sjálfstæðari í því að fóðra fénað okkar, en nú er, þ. e. koma því svo fyrir að við þurfum minna að kaupa erlendis frá en við þurfum nú. Þetta þarf að verða með því að frjóvga jarðveginn með bakterí- um, sem safna köfnunarefni loftsins og gera það nothæft fyr- ir jurtirnar, rækta næringar- efnaríkari jurtir á túnunum en nú er gert, verða minna háður veðrum með verkun töðunnar, og með því að rækta þær kúa- ættir, sem mjólka jafnt, fara aldrei í mjög háa nyt, en skila þó milli 4000—5000 kg. ársnyt. Þær kyr þurfa til muna minna aðkeypt fóður erlent en hinar, sem skila jafnmikilli ársnyt, en gefa hana mesta á skemmri tíma, og þá mikið meira á dag. Það tekur vitanlega langan tíma áður en sú breyting verður hér á, að hennar fari að gæta veru- lega, en að henni verðum við að vinna og þá gæti svo farið eftir 20—30 ár, að taðan verði orðin það betri en hún er nú, að hægt verði að tala um að lítið þurfi að kaupa af erlendum fóðurbæti. En eins og nú er hátt- að, verða þeir, sem ráða yfir inn- flutningnum að gæta þess vel, að flytja nægjanlegt fóður til landsins, og ég hygg að það þurfi aldrei minna en 7000—8000 smá- lestir fyrir veturinn í vetur og um helmingur þess þarf strax í haust að komast á þær hafnir, sem hætta getur verið á að ís loki, en hinn helmingurinn mætti að nokkru leyti vera að smá koma allan veturinn. Fyrst ég er að skrifa ykkur, vil ég að lokum nota tækifærið og minna ykkur á, að taka hrökin af kúnum í haust og gefa þeim með haustbeitinni, svo að þær geldist ekki óeðlilega. Kær kveðja, ykkar einlægur. Páll Zóphóníasson. Kaldhreínsað Þorskalýsí Heil og hálfflöskur með vægu verði handa læknum, hjúkrun- arfélögum, kvenfélögum og barnaskólum. — Sendum um land allt. — SeyðísfjarðarApótek GÆFAN íylffir trúloíunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. § nýjar bækur sem ísafoldarprentsmið$a sendir í bóka- verzlanir: 1) Rauðskinna, V. hefti. 3) fslenzk fræði, menningarsamband Frakka og íslendinga, eftir pró- fessor Alexander Jóhannesson. 3) Við Sólarupprás. ' Smásagnasafn eftir skáldkonuna Hugrúnu. 4) Hve glöð er vor æska, sögur fyrir unglinga eftir Frímann Jónasson kennara á Strönd í Rangárvallasýslu. * 5) Töfraheimur mauranna, eftir Bronson, en Guðrún Guðmundsdóttir Finnboga- sonar hefir þýtt. Falleg bók með fjölda mynda. 6) Spænsk málfræði, eftir Þórhall Þirgilsson. 7) Skrifbókl, fyrir barnaskóla og heimakennslu, eftir Guðmund I. Guðjónsson, kennara við Barnaskóla Reykjavíkur, og SKRIFBÓK II, eftir sama. 8) Vegurinn, , námskver í kristnum fræðum til undirbúnings ferm- ingar, eftir séra Jakob Jónsson prest í Hallgrímssókn. Bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju Höfum iyrirlíggjandí beztu tegund af Grapefruít Juíce (ávaxtasafi). Þórður Sveíosson & Co, h.L Sími3701 Ordsending: til innheimtumanna Tímans. Þar sem, nú er alllangt liðið frá gjalddaga Tímans (1. júlí), þá eru þeir innheimtumenn blaðsins, sem ekki hafa ennþá sent skilagreinar, vinsamlega beðnir að gera það hið allra fyrsta. Innheimta Tímans. Unglínga vantar til að hera Tímann-út til áskrifenda í Austur- bænum, frá 1. sept. n. k. Talið við afgreiðsl- una, Lindargötu 9 a. Sími 2323. ^ÚTBREIÐID TIMANN^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.