Tíminn - 15.09.1944, Blaðsíða 2
346
TÓIEVX, föstudaginm 15. sept. 1944
87. blað
Fridarskraf
kommúnísta
Fátt mun hafa vakið meiri
furðu ,í útvarpsumræðunum frá
Alþingi síðastl. mánudag, en hið
slepjulega og margorða friðar-
skraf Einars Olgeirssonar.
Einar Olgeirsson lýsti því með
mörgum og fögrum orðum, hve
mikilsvert og nauðsynlegt það
væri, að þjóðin tæki höndum
saman til að leysa hin miklu við-
fangsefni komandi ára. Hann
gaf síðan til kynna, að komm-
únistar ættu nú ekkert stærra
áhugamál en að mynduð yrði nú
þegar stjórn allra flokka til að
innan þetta hlutverk af " hönd-
um.
Þetta fjálgmikla friðarskraf
Einars mun áreiðanlega hafa
minnt marga á það, að fyrir
seinustu kosningar áttu komm-
únistar sjaldnast nógu sterk orð
til að lýsa nauðsyn þess, að þrír
andstöðuflokkar Sjálfstæðis-
flokksins tækju höndum saman
og mynduðu „vinstri ríkis-
stjórn“ til að hrinda fram þeim
umbótamálum, sem þeir nú ætla
„allra flokka stjórninni“. Eftir
kosningarnar voru kommúnistar
svo teknir á orðinu og rætt við
þá i eina þrjá mánuði um mynd-
un slíkrar stjórnar. Það kom þá
í ljós, að allt þetta samstarfs-
skraf hafði verið blekking ein og
þeim var ekkert fjær í huga en
að stuðla að framkvæmd um-
bótamála á þingræðisgrundvelli.
Öll þingsaga kommúnista er
líka samfelld árétting á þessari
framkomu þeirra. Þeir hafa
skrafað manna hæst um að
sveitirnar þyrftu meiri véltækni
og þægindi, en jafnhliða hafa
þeir svo unnið hatramlega gegn
ræktunarfrv. Framsóknarflokks-
ins og fjáröflun fyrir raforku-
sjóð. Þeir hafa talað manna
hæst um eflingu fiskiflotans og
heimtað að ríkisstjórnin semdi
um smíði fiskiskipa erlendis, en
þegar stjórnin er að undirbúa
samning um smlði fiskiskipa í
Svíþjóð og leitar eftir stuðningi
þeirra, ásamt annara þingflokka,
sýna þeir málinu fyllstu tregðu
og andúð! Þannig mætti mörg
fleiri dæmi nefna, sem öll sýna,
að kommúnistar glamra manna
hæst um umbætur, en hvenær,
sem á að hrinda þeim fram á
lýðræðisgrundvelli, snúast þeir
gegn þeim.
Þeir, sem hafa þessa reynslu
í huga, munu vissulega leggja
litið upp úr friðarglamri og um-
bótaskrafi kommúnista nú. Þeir
munu aðeins líta á það eins og
nýja tilraun kommúnista til að
leyna byltingar- og einræðis-
stefnu sinni. þar sem kosningar
virðast nú skammt framundan.
Það er líka alveg óþarft að
skírskota til þess, sem liðið er,
til að sjá, að fyrir kommúnist-
um vakir allt annað en þeir
segja. Á sama tíma og þeir tala
fjálglegast um frið og þykjast
vilja semja um samræmingu
kaupgjaldsins á þeim grundvelli,
að það verði hvergi hærra en
það er, nú hæst, þá halda þeir
uppi mörgum verkföllum til a'S
knýja fram hærra kaup en
dæmi þekkjast tll í sambærileg-
um starfsgreinum hérlendis. Má
þar nefna Hlífarverkfallið,
verkfallið við olíufélögin, járn-
smiðaverkfallið o. s. frv. Svo
langt er gengið í þessari friðar-
starfsemi, að einn daginn er
boðuð stöðvun á öllum mjólkur-
flutningum til bæjarins og
þannig hótað að stofna lífi
hundraða ungbarna og sjúklinga
í beina hættu, ef eigi sé látið
undan kröfum kommúnista.
Andúð' almennings gegn þessari
fyrirætlun reyndist að vísu svo
sterk, að kommúnistar runnu
frá henni, en hún sýndi eigi að
síður vel friðar- og samninga-
viljann, sem er falipn undir
friðargæru kommúnista.
Verkföllin, sem nú standa yf-
ir eða eru í undirbúningi, eru
nýjasta sönnun þess, að kom-
múnistar meina ekkert með
friðar- og samningaskrafi sínu,
heldur vinna markvisst að upp-
lausn og eyðileggingu ríkjandi
þjóðskipulags með öllum at-
Skáldið á Víðivöllum
Skáldið og bóndinn á Víðivöllum við íslendingafljót,
Guttormur J. Guttormsson, hefir í sumar sent frá sér fimmtu
bók sína — ljóðabók, er nefnist „Hunangsflugur". Það er
atburður, sem vert er að gefa gaum, einnig hér austan hafs-
ins. Guttormur er þróttmikið og merkilegt skáld. En þótt
það sé alþjóð kunnugt og fyllilege viðurkennt, þá er það
þó mála sannast, að fslendingar eru skáldskap hans ekki
svo handgengnir sem skyldi. Veldur þar mestu, hve lítið af
bókum hans hefir verið hér heima á almennum bókamark-
aði, og er svo raunar um bækur fleiri vesturíslenzkra skálda.
Úr þessu þarf nú að bæta með hina nýju bók Guttorms.
Næsta skrefið ætti svo að vera, að einhver bókaútgefand-
inn hæfi samninga við hann um myndarlega útgáfu á stóru
ljóðasafni, sem í væri allt, er hann hefir bezt ort. Það er
ekki vanzalaust, að mörg hans ágætustu Ijóð, svo sem
„Sandy Bar“, „Indíánahátíðin“, „Sál hússins" og önnur
fleiri eru fjölmörgum eins og fólginn sjóður, sökum þess
hve erfitt er að ná í fyrri bækur hans. Ætti slíkt ljóðasafn,
í síðasta lagi, að koma út, er skáldið verður sjötugt, nú eftir
fá ár.
íslenzkir bændur hafa löngum
lagt drjúgan skerf til bókmennt-
anna, og hefir það eigi síður orð-
ið raunin meðal þjóðarbrotsins
vestan Atlantshafsins en með
heimaþjóðinni. Þarf þar ekki
annað en nefna nafn Stephans
G. Stephanssonar, eins öndveg-
isskálds norrænnar tungu fyrr
og síðar. Enn er svipmesta skáld
íslendinga í Vesturheimi bóndi,
sem vinnur flesta daga hörðum
höndum við bú sitt.
Eftir þetta skáld, Guttorm J.
Guttormsson, er nú komin út
vestra ný ljóðabók, er „Hunangs-
flugur“ nefnist, og mætti ætla
það væru tíðindi, sem þess þættu
verð að vera sögð hér heima,
jafn mikið kapp og við íslend-
ingar höfum á þaö lagt að ann-
ála ást okkar á hvers konar list-
um og sérstaklega þó skáldskap.
Samt sem áður hefi ég ekki séð
þessa getið í neinu blaði hér
heima, enda þótt þessar síðustu
vikur hafi þrjú dagblöð í Reykja-
vík, t. d. haft kappnóg rúm fyrir
gylligreinar um einhvern þann
ámátlegasta samsetning, sem
um langa hríð hefir sést hér í
bókarformi. Má þetta þó kann-
ske til vorkunnar virða, þar eð
bókin mun ekki enn komin
þingað, nema eitt og eitt ein-
tak, og alls ekki í bókabúðir.
Skal ekki frekar um það rætt.í
Guttormur J. Guttormsson er
Austfirðingur að ætt. Voru for-
eldrar hans frá Arnheiðarstöð-
um í Fljótsdal, Pálína Ketils-
dóttir og Jón Guttormsson Vig-
fússonar alþingismanns eldra.
Fóru foreldrar hans vestur um
hafa árið 1875 og settust að við
íslendingafljót eftir nokkurra
missera hrakninga. Var fyrsta
heimili þeirra þar yfirgefið Indí-
ánahreysi, sem var allt annað
en vistlegt. í þessu nýja heim-
kynni fæddist Guttormur árið
1878, og þar ólst hann upp..
Margt var það, sem gera þurfti
á bæ landnemans, og varð
drengurinn fljótt að vinna eftir
því sem orka leyfði. Varð þá lítill
tími til náms, og eigi fór hann
höfnum sínum. Friðar- og samn-
ingaskrafinu er aðeins ætlað að
reyna að dylja þennan raunveru
lega tilgang, svo að frjálslynt og
umbótafúst fólk blekkist enn til
að fylgja Sósíalistaflokknum í
kosningum.
Blað kommúnista vitnaði ný-
lega í forustugrein sinni í
gamla málsháttinn: Af ávöxtun-
um skuluð þér þekkja þá. Þetta
er sú aðferð, sem menn eiga að
fylgja í skiptum sínum við kom-
múnista. Það á ekki að dæma
þá eftir orðum þeirra, heldur
verkum. Það á að dæma þá eft-
ir efndunum á kosningaloforð-
um þeirra frá 1942 um þátttöku
í ,vinstri stjórn", eftir fjand-
skap þeirra gegn næstum öllum
umbótamálum, sem hafa komið
fram á Alþingi, og síðast, en þó-
ekki sízt, eftir verkfallsbrölti
þeirra nú, sem stefnir að því að
koma atvinnuvegunum fullkom-
lega á kné. Eftir þessum raun-
verulegu ávöxtum sínum eiga
kommúnistar að vera dæmdir og
sá dómur’verður óhjákvæmilega
á þá leið, að meðan Sósíalista-
flokkurinn nýtur óbreyttrar
forustu, mun hann aldrei fá-
anlegur til heilbrigðrar umbóta-
samvinnu, heldur munu öll verk
hans miða að niðurrifi og eyði-
leggingu þjóðfélagsins.
Þ. Þ.
|í barnaskóla, fyrr en hann var
tólf ára gamall. Varð sú skóla-
ganga og stutt. Annarar skóla-
fræðslu naut hann ekki um dag-
ana. *
En samt sem áður hefir hon-
um auðnazt að verða gagn-
menntaður maður og víðsýnn.
Þegar í æsku notaði hann hverja
tómstund til að lesa góðar ís-
lenzkar bækur, er völ var á í
hans byggðarlagí. Síðar tók
hann einnig að lesa skáldskap
öndvegishöfunda annarra þjóða,
einkum engilsaxneskra.
Hneigð Guttorms til skáld-
skapar var snemma mjög
rík, og var svo og um sum náin
ættmenni hans. Vigfús bróðir
hans, í Lundar í Manitóba, hefir
einnig fengizt við skáldskap, og
móðir hans var skáldmælt vel.
Birtust ljóð eftir hana á sínum
tíma í „Framfara", fyrsta ís-
lenzka blaðinu vestan hafs, —
blaði þeirra Halldórs Briem og
Sigtryggs Jónassonar — og
„Leifi“, er gefið var út í Winni-
peg árin 1883—1886, og þeir
Helgi Jónsson og Eggert Jó-
hannsson stýrðu.
Guttormur missti báða for-
eldra sína, er hann var enn
ungur að aldri. Var hann eftir
það á ýmsum stöðum og gegndi
margvíslegum störfum. Árið 1910
festi hann loks kaup á hinni
gömlu bújörð foreldra sinna,
Víðivöllum við íslendingafljót,
og hefir þar búið síðan, og meðal
annars rekið sauðfjárbúskap að
hætti forfeðra hans á íslandi,
þótt með öðru sniði væri.
Sumarið 1938 kom Guttormui
hingað til íslands í boði ríkis-
stjórnarinnar íslenzku. Ferðaðist
hann þá nokkuð um landið,
kynntist mörgum mönnum, ætt-
mennum sínum og öðrum fleiri,
talaði hér í útvarp og ávann
sér mikla hylli og veröskuldaða.
„Hunangsflugur“ Guttorms,
bókin nýútkomna, er fimmta bók
hans, en fjórða ljóðabókin.
Fyrsta bók hans var „Jón Aust-
firðingur og nokkur smákvæði"
og kom út í Winnipeg árið 1909.
Hin næsta, „Bóndadóttir“, einn-
ig kvæðabók, kom út í Winnipeg
árið 1920. Sú þriðja „Gaman og
alvara“, mikið ljóðasafn, kom út
i Winnipeg 1930. Fjórða bókin
var safn leikþátta, nefnist „Tíu
leiktit“, gefin út hér í Reykjavík
á forlag Þorsteins Gíslasonar
árið 1930. En auk þessa hefir
Guttormur unnið að ýmsum
fleiri ritstörfum, meðal annars
sögu íslenzku landnemanna á
Nýja-íslandi og skrifað leik-
þætti, er birzt hafa hér og þar
í blöðum og ritum, og á þó senni-
lega í fórum sínum talsvert, sem
hvergi hefir fram komið.
Eins og áður er.sagt, er Gutt-
ormur fæddur og uppalinn
vestra, og hann er dyggur þegn
sinnar vestrænu fóstru. En þrátt
fyrir það er vart hægt að hugsa
sér íslenzkari mann en hann.
íslenzkur andi og íslenzk
tunga hafa sýnilega lifað góðu
lífi á Nýja-íslandi meðal ís-
lenzku landnemanna, og þótt
þeir færu margir hverjir snauðir
að fé af gamla Fróni, hafa
þeir með sér yfir hafið erfð-
ir, sem voru gulls igildi og betri
þó. Guttormur er glæsilegt dæmi
um þetta. íslenzkan hans er
kjarnmikil, málfimin oft frábær,
blæbrigðin hárfín og magn-
þrungin, málskrúöið - íburðaf-
mikið.
Þó hefir hann aldrei forsmáð
þá menningarstrauma,- sem
hann hefir átt kost á að láta um
sig leika í víðernum vestursins.
Gætir þess í skáldskap hans, án
þess að íslendingurinn mi^si
nokkurs í. Hann gerir sér fylli-
lega ljóst, að hann er vestrænn
borgari, tengdur ævinlegum
böndum -því landi, sem hann
hefir lifað og starfað 1, þótt
hann eigi föðurland han,dan við
þúsund mílna haf. Þetta tví-
þætta viðhorf hefir hapn sjálf-
ur oft tekið til meðferðar í skáld-
skap sínum. Meðal annars segir
hann, svo snjallt og skáldlega,
í kvæði um íslendingafljót, þar
sem hann er að túlka afstöð-
una til heimaþjóðarinnar ís-
lenzku og þjóða^brotsins vestan
hafs og hins ævarandi straums
framvindunnar.
Áfram renni fljót,
en bakkar standi.
Áður hefir hann borið fram þá
ósk, að bjarkirnar á fljótsbakk-
óuttormur J. Outtormsson skúld og kona hans, Jensína, dóttir Daníels
Sigurðsson frú Hólmlútri ú Skógarströnd, í heimagarSi sínum ú sólbjört-
um degi.
Békabálknr
LJÓÐMÆLI PÁLS
ÓLAFSSONAR.
Ein meðal merkustu bóka
sumarsins voru Ljóðmæli Páls
Ólafssonar, vönduð ný útgáfa, er
Helgafellsútgáfan stofnaði til,
en' Gunnar Gunnarsson rithöf-
undur á Skriðuklaustri annaðist.
Meginhluti ljóða Páls hefir
einu sinni verið gefinn út áður,
árin 1899—1900. Annaðist Jón
Ólafsson ritstjóri og skáld, bróð-
ir Páls, þá útgáfu. Voru það
tvö allstór bindi, er út komust,
en hið þriðja, er ráðgert hafði
verið, leit aldrei dagsins ljós. Var
Páll rösklega sjötugur, er þessi
útgáfa stóð yfir, og andaöist fá-
um árum síðár.
Ekki þótti útgáfa þessi lýta-
laus, þótt vilji og viðleitni væri
til að vanda hana. Mun hún
einnig hafa selzt dræmt fyrst í
stað. En nú eru samt sem áður
áratugir síðan upplagið þraut,
og um- langt skeið hefir bóka-
mönnum reynzt illgerlegt að út-
vega sér eintak af aldamótaút-
gáfunni.
Þessi nýja útgáfa er því harla
kærkomin, og það því fremur
sem annar eins maður og Gunn-
ar Gunnarsson hefir farið hönd-
um hana af þeirri smekkvísi og
natni, sem bezt verður á kosið.
Framan við ljóðasafnið hefir
Gunnar ritað langan formála
um Pál, manninn sjálfan, líf
hans og skáldskap. Er að þeirri
ritgerð stórmikill fengur. Aftan
við ljóðasafnið'eru svo skýring-
ar, þar sem skýrt er eftir föng-
um, hvenær einstök kvæði eru
ort, sögð tildrög þeirra og til-
efni og veittar aðrar skýringar
um menn og málefni, er nauð-
syn er á glöggvunar og skiln-
ingsauka.
Sjálfum er ljóðmælunum skipt
niður í sjö flokka eftir efni
þeirra og eðli. Eru fyrst ljóðabréf
Páls, sem eru allmörg, þá Hesta-
vísur, þá flokkur, er Gunnar
nefnir Ýmisleg ljóð, síðan kafli,
sem heitir Ragnhildur, og eru
þau ljóð öll ort um eða til konu
skáldsins, en sem alkunnugt er
hafa fá skáld ort jafn margt um
konur sínar sem Páll, þá koma
Harmljóð, síðan kaflinn Börnin
lífs og liðin og loks Tárið og
anum megi þar standa og blanda
loftið ilmi og enginn telgi stofn
þeirra í nýja smíði. Og ennfrem-
ur segir hann:
Enginn særi rót
né raski grunni.
Renni að þeim vatn
úr lífsins brunni.
Það er fögur ósk og glæsilega
fram borin.
Þá er hressileg hreinskilni
hans, og þó um leið hlý og inni-
leg, í kvæði um ísland í hinni
nýju ljóðabók. Þar er eitt erindið
svona:
Ekki er það hnjúkarnir, holtin
og hraunin, sem framast
vér þráum.
Það er ekki ísland hið ytra,
sem einkum í huga vér sjáum,
heldur hið andlega ísland,
sem elskum vér,tignum og dáum.
Um Kanadá segir hann á hinn
bóginn í kvæði, sem prentaö er
í „Bóndadóttur":
Og kær er hún oss sem kærast
hnoss,
hún Kanada, móðir vor,
og lífsins dyr verða luktar fyr
en liggi á burt vor spor.
í sókn og vörn það sýnum
við börn,
að séum af stofni grein.
Þó greini oss mál, oss
sameinar sál,
sem söm er jafnan og ein.
Það er meðal annars þessi til-
finning er hefir gert íslending-
ana að svo góðum borgurum í
Vesturheimi, sem þeir eru.
En þótt ástarjátningar Gutt-
orms séu hlýjar og sannar, og
það jafnt á báða bóga, þá
fer því fjarri, að hann sé nokk-
urn tíma væminn. Hann er þvert
á móti hið þróttmikla karl-
menni, gersneyddur öllu víli og
voli, hvað sem að ber, en því oft-
ar tiginn í máli og glæsilegur.
Hefir honum sjálfum sagzt svo
frá, að það sé hin norræna karl-
mennska og þróttur í íslenzk-
um skáldskap, er sig hafi mest
heillað. Svipmesta dæmi þess-
arar tiginbornu karlmennsku og
timburmennirnir. Er öllu niður
raðað af mestu vandvikni.
Verð bókarinnar er 54 krónur
óbundin, en 110 kr. í vönduðu
skinnbandi.
JÓN SIGURÐSSON
í RÆÐU OG RITI.
„Jón Sigurðsson í ræðu og
riti“ er gefin út af Bókaútgáf-
unni Norðri, er nú gerist all-
mikilvirk. Kom hún út litlu fyrir
þjóðhátíðina í sumar og var að
nokkru við hana miðuð. En jafn-
framt vill svo til, að á þessu ári
er ein öld liðin síðan Jón Sig-
urðsson var fyrst kosinn á þing,
og má því jafnframt líta á bók-
ina sem eins konar minningar-
rit um þánn atburð.
í þessa bók er í fyrsta skipti
safnað úrvali úr ræðum og rit-
um þessa þjóðskörungs. Voru
ræðurnar fluttar á þingum og
þjóðfundi og öðrum mannfund-
um og ritgerðirnar eru ýmist
um stjórnmál og þjóðmál eða
fræðilegs efnis.
Heita aðalkaflarnir, sem bók-
inni er skipt í: Um alþlng á fs-
landi. Þjóðfundurinn. Þjóðfrelsi
og þjóðhagur. Verzlunarfrelsi.
m skóla á íslandi. Bókmenntir
og saga. Bóndi er bústólpi. Hafs-
ins nægtir. Menn og málefni.
Eins og þetta yfirlit ber með
sér er efni bókarinnar fjölbreytt
og leitast við að bregða ljósi yfir
sem flest viðfangsefni og áhuga-
mál forsetans og gefa sem skýr-
asta og víðtækasta mynd af hon-
um og samtíma hans og láta rit-
hátt hans, ræöusnið og starfs-
'aðferðir koma sem gleggst fram.
Undirbúning þessarar útgáfu
og efnisval hafði Vilhjálmur Þ.
Gíslason skólastjóri með hönd-
um, og jafnframt ritaði hann
um Jón alllangan formála, auk
formálsorða með hverjum áðal-
kafla,
Þessi bók er hin þarfasta. Það
er satt bezt að segja, að mynd
Jóns forseta er mjög óljós i
margra hugum, þrátt fyrir allt,
sem um hann hefir verið skraf-
að og skrifað á hinum síðustu
tímum. Þessi bók ætti mjög að
bæta úr um þetta, ef hún verður
vel lesin af alþýðu manna.
J. H.
blæbrigðaríks klæsileiks er hið
fræga kvæði, „Sandy Bar“, sem
hver íslendingur ætti að kunna,
bæði vegna kyngi þess og skáld-
legs mikilleiks og þeirrar sögu,
sem þar er sögð af íslenzkum
örlögum í framandi álfu, og
gjarna mætti nútima-íslend-
ingum beggja megin hafsins
all-hugstæð.
Um svipað efni sem „Sandy
Bar“, er dregur nafn sitt af ný-
lendu og grafreit landnema á
vesturströnd Winnipegvatns,
skammt frá íslendingafljóti,
eru raunar ýmis fleiri kvæði
Guttorms, meðal annars kvæða-
flokkurinn Jón Austfirðingur.
Þarf það engan að undra. For-
eldrar hans báðir voru í hópi
þeifra, er hnigu í valinn við
plóginn eða öxina svo til, —
móðir hans árið 1889, aðeins 45
ára gömul, faðir hans fimm ár-'
um síðar. Sjálfur hefir hann
vaxið upp úr valnum að segja
má, og er þá ekki að furða, þótt
þessar hörðu raunir brautryðj-
endanna séu skáldinu nærtæk
yrkisefni.
En það eru mörg grip á skáld-
gígju Guttorms, og verður þeim
ekki lýst öllum í þessu greinar-
korni. Eitt íþróttabragða hans
eru hinar skáldlegu samlíking-
ar. Hefir áður verið drepið á
samlíkingar hans í kvæðinu
„íslendingafljót". Slíkar sam-
líkingar eru margar í Ijóðum
hans, og oft stórsnjallar. Það
er ekki hvað sízt í ádeilukvæð-
unum, sem hann nær sér niðri
með samlíkingar sínar, og eru
þá skeytin oft harla bitur, „Hun-
angsflugurnar“ stinga ónotar
lega, þó að nafnið láti ljúflega
í eyrum og allt virðist frítt við
fyrstu sýn. Af því tagi er til
dæmis kvæðið „Bölvun lögmáls-
ins“, gamankvæði um þá bræð-
urna Esaú og Jakob, að yfir-
skini, en undir niðri hatröm og
markviss ádeila á kaupmennina,
er sjúga til sín allan arðinn af
striti bændanna.
í gamankvæðum sínum og
háðvísum er honum mætavel
lagið að bregða fyrir sig óvænt-
(Framh. ú 3. síðu)