Tíminn - 19.09.1944, Side 3

Tíminn - 19.09.1944, Side 3
88. blat? TfcMIJVftj, þriffljwdaginn 19. sept. 1944 351 ÐANARSllNNMG: Skarphéðmn Einarsson gullsmiður á Blönduósi Minning góðra manna fyrnist ekki eða máist út af tímans tönn. Og nú er líður að sjötug- asta afmælisdegi Skarphéðins sál. Einarssonar, finnst mér minn horfni vinur eiga tilkall til nokkurra minningarorða, er of lengi hefir dregist að birta. Skarphéðinn sál. var fæddur að Sigríðarstaðakoti í Fljótum 30. ág. 1874 og var því tæpra 70 ára er hann lézt þann 14. apríl síðastl. Hann var jarðsettur í Bólstaðahlíð við hlið konu sinn- ar, er hann missti fyrir nítján árum. Jarðarförin var ein sú fjölmennasta, er hér hefir verið, og bar þess glöggt vitni, að þar var mætur maður til moldar borinn. Foreldrar Skarphéðins voru Einar Andrésson og Margrét Gísladóttir, bæði af skagfirzkum ættum. Var Einar gáfumaður mikill og margfróður og þótti svo mjög bera af öðrum sam- tíðarmönnum í alþýðustétt, að kenndur var hann við fjölkyngi, sem þá var enn títt um slíka menn. Einar var og ágætavel hagmæltur. Eru. margar vísur hans þjóðkunnar og hafa sumar þeirra verið eignaðar Bólu- Hjálmari. Sýnir það vel ágæti vísnanna. En nokkru mun sjálf- sagt um valda, að vísur Einars hafa aldrei verið gefnar út. En Einar var kenndur við Bólu sem Hjálmar. Margrét kona Einars — móðir Skarphéðins — var greind kona og glæsileg. Einar Andrésson var tvíkvænt- ur og átti sextán börn. Komust tiu þeirra til þroska ára, og var Skarphéðinn þeirra yngstur. Öll voru þau systkini vel mönnuð og meira en í meðallagi að öllu at- gervi. Voru þau kynsæl og er mikill ættbálkur af Einari And- réssyni kominn. Tvö barna hans eru enn á lífi, Guðríður og Hali- dóra, er báðar dvelja hjá börn- um sínum í Reykjavík. Skarphéðinn fluttist með for- eldrum sínum vestur í Húna- vatnssýslu 1884. Um tvitugt fór Skarphéðinn að heiman og nam gullsmíði. Sóttist honum námið vel, því listfengi og handlægni voru honum í blóð borið. Að loknu námi kvæntist Skarphéðinn Halldóru Jóns- dóttur Þorsteinssonar frá Brún. Reistu þau Skarphéðinn bú á Mörk á Laxárdal og bjuggu þar nokkur ár.. 1913 fluttust þau að Ytratungukoti í Blöndudal. Þar missti Skarphéðinn konu sina árið 1925, sem hann tregaði sárt. Hafði sambúð þeirra verið með ágætum og ástrík mjög. Var Halldóra sál. prýðilega gefin myndarkona, er reyndist jafn- vel sem eiginkona, móðir og stjórnandi á heimilinu, úti sem inni, í löngum fjarverum manns síns. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Ósk og Ingibjörgu, er hlotið hafa þær vöggugjafir, sem beztar eru, góðir hæfileikar og mannkostir. Er Skarphéðinn missti konu sína, greip hann nokkur óþreyja, því að lund hans var viðkvæm. Leitaði hann þá tilbreytingar i starfi, fór til Reykjavíkur — tók þar bílstjórapróf, þá kominn yfir fimmtugt. Keypti hann flutn- ingabifreið og stundaði akstur fyrir sveitunga sína í sjö ár. Þótti sumum mikið í ráðizt af svo öldruðum manni. Skarp- héðni fórst þetta starf vel sem öll önnur. En fremur litlar tekj- ur mun þessi atvinna hafa gefið honum, því að greiðasemi og fórnfýsi var Skarphéðni ætíð efst í hug og aldrei spurt um daglaun að kvöldum. Eftir að Skarphéðinn brá búi, dvaldist hann á heimili dóttur sinnar Óskar og tengdasonar, Guðmundar Hjálmarssonar tré- smiðs. Fluttist hann með þeim til Blönduóss 1933, þar sem hann dvaldist til æviloka. Skarphéðinn var elju- og at- hafnamaður. Hann byggði upp báðar jarðirnar, þar sem hann bjó lengst, og vandaði til «ftir því sem kostur var með litlum efnum. Á Blönduósi reisti hann allstórt og vandað steinhús, og varði í það þeim litlu efnum, sem hann átti, auk sinnar eigin orku. Var honum hið mesta kappsmál að allt,sem hann gerði væri vandað og varanlegt. Hann batt orðið ástfóstur við húsið sitt hér, þótt' hins vegar væri átthagaástin ómenguð, og hug- urinn reikaði jafnan um sól- hlýja dali og víðfeðm öræfi, þar sem hann hafði unað lífinu lengst, og þroskazt við marg- háttuð störf í skini og skúrum lífsins. Eins og áður getur var Skarp- héðinn gullsmiður. Stundaði hann þá atvinnu allmikið jafn- framt búskapnum. Var listfengi hans og smekkvísi með afbrigð- um. Voru skartgripir eftir hann eftirsóttir, og til hans leitað þá vel þurfti að vanda til vina- gjafa, er gerðar skyldu úr dýr- um málmum. Var hann og hinn mesti völundur á flest annað smíði úr tré og járni. _ Snemma fór Skarphéðinn að stunda lækningar á mönnum og dýrum. Fór þar saman meðfædd eðlisgáfa, góð greind og fórn- fýsi. Hlaut hann brátt almennt traust sem læknir og var mikið til hans leitað og þótti jafnan vel gefast. Við sjúkrabeðinn (Tramh. d 4. slðu) ósamræmi og nú er. Hvort held- ur eru ráðherrar, Alþingi, for- stöðumenn stofnana eða undir- menn þeirra, er fram að þessu hafa getað hlutast til um laun manna, þá má slíkt ekki gerast í framtíðinni nema samkvæmt því lcerfi, er ný launaskipun mælir fyrir um. Stofnanir utan launalaga. Nokkrar opinberar stofnanir hafa frá upphafi verið án íhlut- unar þings og stjórnar um launagreiðslur, svo er t. d. um bankana. Það er næsta augljóst mál að litil ástæða er til þess að setja einni ríkisstofnun fyrir- mæli um launagreiðslur, en láta aðra sjálfráða. Ósamræmi af þessari tegund hefir sagt til sín að undanförnu, einkum þó í því, að ein stofnunin ber sig saman við aðra og krefst sama frjáls- ræðis sér til handa í þessum efnum. Er erfitt að mæta slík- um óskum með öðru en því að taka allar opinberar stofnanir inn í launalög svo að sömu regl- ur gildi fyrir alla opinbera starfsmenn. Framkvæmd lag- anna yrði að sjálfsögðu mun auðveldari með þeim hætti. Samræmd starfskjör. Með hinum nýju launalögum þarf að samræma, auk laun- anna, ýms önnur starfskjör manna. Má þar nefna vinnutíma við reglubundin störf, auka- vinnu, launagreiðslur vegna veikinda, orlof, o. fl. í þessum efnum er hliðstætt ósamræmi nú og er um launin. T. d. er í einni skrifstofu unnið 45 klt. á viku en í annari 36, aukavinna er greidd í einni stofnun, en ekki í annari, sumarleyfi eru mis- löng, laun eru greidd í veikinda- fjarverum í nokkra mánuði skv. reglugerð sums staðar, en ann- ars staðar eru engar slíkar regl- ur til. Allt þetta skapar óánægju og erfiðleika og engin þörf á að viðhalda slíku misræmi. Hver, sem kynnir sér rækilega núverandi launakerfi, ef kerfi skyldi kalla, mun fljótt sann- færast um nauösyn þess, að ný og betri launalög verði sett hið allra fyrsta. í 20 ár hefir Al- þingi verið bent á þessa nauð- syn öðru hvoru, en árangurs- laust. Jafnvel þingið sjálft og fjárveitinganefnd þess hefir sent ríkisstjórnum áskoranir um endurskoðun laganna, en ekkert dugar. Stundum er fjárhagur ríkissjóðs of þröngur til þess að slíku máli sé hreyft, en þegar betur árar eru önnur verkefni meira aðkallandi. Stundum er verðbólga og það er mjög óhent- ugur tími, en stundum er kreþpa framundan og það er enn verra. Líklega verða launalögin alveg „tímalaus“, eða hvers konar „ástand“ þarf að skapast til þess að launalög verði endurbætt, sem önnur lög? Svo getur farið að versti tíminn verði valinn, ef enn á að slá málinu á frest. Knúts saga Rasmussens FRAMHALD „Nei, gerðu það í öllum bæhum ekki“, veinaði þá vesalings gamli særingamaðurinn. „Reyndu að hafa taumhald á orku þinni, svo að húsið það arna fari ekki út í veður og vind. Töfra- gripirnir mínir eru lítils virði í samanburði við þína“. Og svo þreif hann hrafnsklóna sína, sem var hreinasta af- bragð til þess að hæna að bráð, þegar illa veiddist, tréflis, sem gerði menn tilfinningalausa, tófutönn, sem gerði þann, sem hana bar, kænan og snarráðan, og alla aðra töfragripi, sem hann átti í fórum sínum, og kastaði þeim fyrir fætur Knúts. í staðinn fékk hann glas, sem í voru fimmtíu grömm af salmíaki, er reif hressilega í nefið, ef af var þefað. Þetta glas var svo bundið um háls særingamannsins, er síðan hraðaði sér brott, því að hann óttaðist, að keppinauturinn myndi sjá eftir kaupunum og krefjast þess, að þau gengju til baka. En svona kröftugum töfragrip vildi hann ómögulega missa af, eins og skiljanlegt er. Það var ætlun Knúts að koma í þessari ferð í byggðir allra þeirra Eskimóa, er lifðu á hinu víðlenda svæði milli Grænlands og Kanada. Ferðin vestur á bóginn sóttist því ærið seint. Þegar til Keewatin kom, tókst hann á hendur langferð inn á meginlandið, ásamt tveimur Dönum, er í leiðangrinum voru, dr. Birket Smith og Helga Bangsted, til þess að leita Eskimóa, sem þar áttu heima og margar sagnir gengu um meðal þeirra, sem á ströndunum og eyjunum bjuggu, en voru að öðru leyti lítt kunnir. Honum tókst að finna þessa innlandsbúa og öðlast vin- áttu þeirra og trúnað. Þetta fólk var að mörgu leyti ólíkt Eski- móunum, sem við sjóinn bjuggu, og hafði annan átrúnað og aðra siði en þeir. En samt sem áður kom í ljós, að sömu sögur og sagnir gengu þar manna á meðal og hann hafði heyrt í æsku sinni heima í Grænlandi, sumar hverjar því nær orðréttar. Þetta fyrirbæri sannaði ótvírætt, að fyrr á öldum höfðu sam- skipti átt sér stað milli þessara tveggja Eskimóastofna, innlands- búanna í Kanada og Grænlendinganna, er nú hafa um aldaraðir verið aðskildir af svo miklum fjarlægðum, að samgöngur eru gersamlega óhugsandi. Á þessum og fleirum rannsóknum sínum grundvallaði Knútur síðar kenningu sína um þjóðflutninga Eski- móa til forna. Þarna í innlöndum Norður-Kanada gisti hann fólk, sem ein- göngu lifði á hreindýrum og laxi og átti við þau ókjör að búa, að varla kom sá vetur, að það sylti ekki heilu hungri og eln- hverjir dæi úr hor. Hér sem endranær hafði Knútur þann hátt á að afla sér fyrst vináttu fólksins, svo að h^nn gæti kynnzt bæði kostum þess og göllum og séð annað og meira en yfirborðið á lífi þess og lífsbaráttu. í þessu var einmitt fólginn sá regin- munur, sQm var á honum og þorra annarra landkönnuða, sem sækja heim lítt þekktar þjóðir og láta sér nægja að horfa gests- augum á hin ytri form. Það er ef til vill af þessu, að í bókum hans um hina dreifðu og snauðu Eskimóa norðurhjarans kveður við allt annan tón, heldur en í ritum allmargra annara, sem um þessar sömu slóðir hafa farið til þess að kynnast fólkinu þar og siðum þess. Starfsaðferðirnar hafa verið svo ólíkar, og hiörtun, sem undir slógu, einnig. Eftir langa útvist skildu leiðir þeirra félaga. Sjálfur fór Knútur með litlu föruneyti, aðeins tveim Eskimóum, áfram vestur á bóg- inn meðfram allri norðurströnd Ameríku, allt til Beringssunds, en aðrir samfylgdarmenn hans fóru aðrar og skemmri leiðir til heimkynna hvítra manna. Má segja, að í þessari ferð hafi Knút- ur gist alla Eskimóaættstofna, sém til voru um hans daga. Misseri eftir misseri hélt hann áfram, veiddi sér og förunautum sínum til matar, skráði söngva og sagnir, rannsakaði lif og háttu fólks- ins og safnaöi töfragripum og áhöldum. Fjölmörg söfn í ýmsum iöndum nutu góðs af ferðum hans, og í Kaupmannahafnarsafni eipu eru tíu salir fullir af munum, er Knútur lét þvi í té, þegar hann kom úr þessari ferð. Þegar heim kom,settist Jrann*við að vinna úr því,sem hann hafði haft með sér heim að ferðinni lokinni. Skrifaði hann stórar bækur og gagnmerkar um rannsóknir sínar og uppgötvanir ferða- lagsins, en dró síðan ferðasögu sína saman í mjög skemmtilega bók, er hann nefndi „Sleðaferðina miklu“ og var mjög lesin og eftirsótt í Danmörku árum saman. Var það að verðleikum, því að Knútur var bráðskemmtilegur rithöfundur. Er það ósmátt verk, sem eftir hann liggur á því sviöi, þótt það hafi að nokkru leyti horfið í skuggann af landkönnunum hans og rannsóknar- störfunu Af þessu tagi eru hin miklu söfn þjóðsagna og söngva Eskimóa, einkum þó grænlenzkra, er hann varði miklu starfi til þess að koma í hæfan búning á öðru og fjarskyldu tungumáli. Knútur stóð nú á hátindi frægðar sinnar. Menningarstofnanir kepptust um að heiðra hann og veita honum sæmdir. Hann þáði slíkt glöðu geði, enda var ekkert af þessu honum veitt að óverð- skulduðu, en hann lét samt sem áður ekki glepjast af prjálinu. Hann var samur og jafn og hann hafði ætíð verið. Honum var hvorki hætt til þess að láta hugfallast, þótt á móti blési, né of- metnast í velgengninni. Það er hverjum manni gæfa að vera s-vo farið, en því miður ekki öllum gefið. Marga svaðilför fór Knútur eftir þetta og vann sér margt til lofs og frægðar. En hér er bezt að láta þessum þætti lokið. Það hefir verið stiklað á stóru, en í heild ættu þær frásagnir, sem hér koma fyrir augu íslenzkra lesenda og nær allar eru sóttar í rit Péturs Freuchens, sem var nánasti félagi hans og samvinnumað- ur í fjórtán ár, að gefa nokkuð glögga hugmynd um bæði mann- inn og afreksmanninn Knút Rasmussen. Knútur dó haustið 1933. Hann var mjög harmdauði öllum, sem honum höfðu kynnzt, og þeir voru margir. Einnig hér á íslandi mun hann hafa átt vini, sém dáðu hann og elskuðu á þann hátt, sem fáum einum auðnast að verða elskaðir og dáðir. Htúlku ■ vantai* í eldluisið á Yífilsstöðum frá 1. októbci' n. k. — l i»5ilýsim*ar hjjá ráðs- konuiini á Giinli. — Síini 3950. Raítækjavínnustoían Selfossi framkvæmir allskonar rafvirkjastörf. Samband ísl. satnvlnnufélagu. SAMVINNUMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. O *■ A Rœstiduft — er íyrir nokkru komlS á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað & alian hátt. Opal ræstiduft heíir alla þá kosti, er ræstlduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld-. húsáhalda. Notið O P A L rasstiduft Bókamenn! Víð víljum vekja athygli yðar á eftirtöldum bókum: Og dagar koma . . ., eftir Rachel Field. íslenzk þýðing Jóns Helgasonar blaðamanns. Vinsælasta bók kvenþjóðarinnar þetta ár. York liðþjálfi, hetjusaga amerísks hermanns — sönn og stórbrot- in lýsing. Hetjur á heljarslóð, saga um baráttu rússnesku skæruliðanna — spenn- andi og athyglisverð. Það leggur enginn þessa bók frá sér, sem hefir opnað hana, fyrr en að loknum lestri. Regnboginn. Þessi umdeilda bók er óður til þess hluta rússnesku þjóðarinnar, sem varð að draga fram lífið undir járnhæl nazismans. Ifótel Berlin 1943. Þetta er vinsæl bók eftir Vicki Baum, og nokkurs konar framhald af Grand Hótel. Eftírtaldar bækur koma út næstu daga: Katrín eftir Sally Salmincn. Þegar saga þessi kom út fyrlr um það bil einum áratug síðan, vakti hún geysilega athygli og náði þegar feiknamikilli útbreiðslu. Höfundurinn var á- lenzk stúlka, algerlega óþekktur rithöfundur. Sag- . an gerist í fiskiþorpi á Álandseyjum og er ákaflega hrífandi mitt í látleysi sínu. Saga Katrínar, fátæku stoltu fiskimannskonunnar, barátta hennar og líf, sigrar og ósigrar, gleði og harmar, verður áreiðan- lega hverju mannsbarni alveg ógleymanleg. — ís- lenzka þýðingin er gerð af Jóni Helgasyni, blaðam. Þetta allt — og liimmimi með hin víðkunna skáldsaga Rachel Field. Lyklarnir, eftir Cronin. Éiim gegn öllum, eftir Ernest Hemingway. Ég er af kónga Jkyni, eftir Olle Hedberg.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.