Tíminn - 22.09.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.09.1944, Blaðsíða 2
354 TtMEVJy, föstiwlagiim 22. sept. 1944 89. Mað Föstudttgur 22. sept. Svíar hafna stétta- ofbeldínu Nýlega er lokið kosningum til neðri deildar sænska þingsins. Kosningar þessar eru á margan hátt lærdómsríkar fyrir íslend- inga. Síðan styrjöldin hófst hafa -sænsku stjórnarvöldin haldið uppi öflugum ráðstöfunum til að stöðva dýrtíð og verðbólgu. Fyrir beinan eða óbeinan til- verknað þeirra hefir grunnkaup og verðlagið lítið hækkað og launþegum hefir aðeins verið greidd takmörkuð dýrtíðarupp- bót. Framkvæmdir þessar hafa mætt mest á Alþýðuflokknum og Bændaflokknum, sem gættu hagsmuna tveggja aðalstétt- anna, sem hér áttu hlut að máli, verkamanna og bænda. Hinir tveir flokkarnir, íhaldsflokkur- inn og Þjóðflokkurinn (frjáls- lyndur íhaldsflokkur), er einnig tóku þátt, í þjóðstjórninni, þurftu minna að svara til sakar vegna þessara ráðstafana. Það skorti ekki, að þessar ráð- stafanir væru notaðar til vægð- arlauss áróðurs gegn Alþýðu- flokknum og Bændaflokknum. Kommúnistar, er jafnframt nutu þeirrar aðstöðu að vera eini andstöðuflokkur stjórnarinnar, hófu hatrama sókn gegn Alþýðu- flokknum innan verklýðssam- takanna. Meðal bænda var einn- ig beitt ströngum áróðri gegn verðlagsráðstöfununum og reyndu m. a. íhaldsmenn að skapa þann orðróm, að Bænda- flokkurinn héldi linlega á mál- um þeirra. Bændum var ráðlagt að efna til eins konar Lappó- hreyfingar til að brjóta verð- lagsráðstafanirnar á bak aftur og -mynda síðan íhaldssama samfylkingu með íhaldsflokkn- um og Þjóðflokknum. Áróðursmennirnir, sem þannig unnu gegn Alþýðuflokknum og Bændaflokknum, hafa nú séð árangur iðju sinnar. Hefir hann vissulega borið minni árangur en þeir hafa ætlast til. Sóknin gegn Alþýðuflokknum hefir að vísu borið þann árang- ur, að hann hefir tapað nokkru, en heldur samt' enn réttum helmingi allra þingsætanna og má þaö telja meira en vel gert eftir 12 ára stjórnarforustu og það lengstum á mjög erfiðum tímum. Má með réttu segja, að það sé næsta fátítt í lýðræðis- landi, að aðalstjórnarflokkurinn haldi svo vel hlut sínum. Komm- únistar, sem aðallega sóttu gegn Alþýðuflokknum og nutu þeirrar ágætu aðstöðu að vera eini andstöðuflokkur stjórnarinnar, hafa nokkuð aukið fylgi sitt, en eru samt enn svo fylgisvana, að þeir ná því ekki að hafa Vis hluta þingsætanna. Stórum minni árangur hefir þó orðið af sókninni gegn Bændaflokknum. Forráðamenn hans höfnuðu Lappómennsk- unni afdráttarlaust og einnig tilboðinu um íhaldssama sam- fylkingu. Þeir lýstu yfir því, að þeir myndu fylgja áfram hinni fyrri umbótastefnu sinni, gæta hófsýni og sannsýni fyrir hönd bændanna og hafna öllu stétta- ofstæki. Þessi stefna reyndist þeim sigursæl. Sænsku bænd- urnir álitu hana hyggilega og farsæla. Bændaflokkurinn bætti við sig átta nýjum þingsætum. Það er nokkurn veginn sam- eiginlegt álit allra sænsku flokk- anna, sem nú eru í þjóðstjórn- inni, að stjórnin eigi að biðjast lausnar strax og styrjöldinni er lokið, og er þá almennt spáð samstjórn Alþýðuflokksins og Bændaflokksins, líkt og var fyrir styrjöldina. Það er áreiðanlega margt, sem íslendingar gætu lært af þess- um kosningaúrslitum í Svíþjóð. Þau sýna mæta vel, hve ein- dregið og afdráttarlaust Svíar hafna stéttaofstækinu. Verka- menn hafna greinilega kenn- ingu kommúnista um stéttar- yfirdrottnun verkalýðsins. Fimm af hverjum sex verkamönnum skipa sér undir umbótamerki Alþýðuflokksins. Enn greinilegar Hvernlg: verður tekfð undir mal bændannaf i. Undanfarna daga hafa ýmsir embættismenn og launamenn ríkisins kvatt sér hljóðs í blöð- um og á mannfundum í Reykja- vík, og sömuleiðis hafa þeir beint máli sínu til Alþingis, er nú situr. Erindi þessara manna er að fá laun sín hækkuð til frambúðar. Á stríðsárunum hafa að vísu allir þess menn fengið sérstalja launauppbót, sem nemur 25—30% af gömlu laun- unum, (og sumir nokkru meira) auk hinnar almennu dýrtíðar- uppbótar, sem greidd er á allt kaup í landinu. En embættis- mennirnir halda þvf fram, að launauppbót þessi sé lægri en hjá erfiðisfólki landsins á sama tíma, en auk þess ólögbundin og óviss. Einnig kemur fram það sjónarmið, að laun opinberra starfsmanna, einkum hinna eldri embættismannastétta, hafi fyrir stríð verið óeðlilega lág, og starfsmennirnir því ekk-i getað haldið sig svo sem stöðu þeirra hæfi eða borgað náms- skuldir sínar nema með því að vinna aukastörf og fá sérstakar greiðslur fyrir hjá hinu opin- bera og öðrum. Er máli þessu nú, að því er virðist, fylgt með allmiklu kappi af sumra hálfu og jafnvel haft í hótunum*), ef ekki verði nú svo fljótt við brugðið, sem hæfa þykir. Munu þó embættismennirnir vera mis- jafnlega heitir í því máli eins og gengur. Samkvæmt tillögum launa- laganefndar, sem hinir opinberu starfsmenn hafa átt fulltrúa í og virðast aðhyllast, ætti að skipta starfsmönnum ríkisins í þrettán launaflokka og hafa þá allir menn í sama flokki sömu laun. Hæsti launafiokkur (ráð- herrar, bankastjórar og nokkrir aðrir) á að hafa 14 þús. kr. grunnlaun á ári, en sá lægsti 4800 kr. í þeim flokki munu vera vélritunarstúlkur í skrifstofun. Við grunnlaunin bætist svo verð- lagsuppbót samkvæmt vísitölu á hverjum tíma. Samkvæmt nú- gildandi vísitölu (272) myndu þá hæstu launin verða um 38 þús kr.**) *) í því sambandi er stundum talað um, að embættismenn ættu að geta gert verkfall. Virðist þá gert ráð fyrir því, að embættismenn verðí ráðnir með uppsagnarfresti, eins og títt er um 'erfiðisfólk. **) Þarna fyrir neðan er raunar 14. flokkur, svokallaðar „iðnmeyjar", sem vafasamt er að telja til 'embættis- manna. Flestir hugsandi menn munu þeirrar skoðunar, að skylt sé að taka vel og vinsamlega mála- leitun hinna opinberu starfs- manna um breytingu launalag- anna. Hins vegar eru tillögur þessar svo nýlega fram komnar, j að fáir munu enn hafa áttað sig á einstökum atriðum og hvort j þar sé yfirleitt réttvíslega á málum tekið. Launalögin eru nú orðin 25 ára gömul, og voru í öndverðu sett á óheppi- legum tíma, þegar gildi verð- mæta var mjög á reiki, og síðan j hafa orðið stórbreytingar í at- jvinnu- og fjármálum þjóðar- (innar. Það er og víst, að starfs- menn hins opinbera hafa mikil- j vægu hlutverki að gegna í þágu þjóðskipulags og menningar, og ( að fátt er þjóðinni dýrmætara . en vel menntaðir, áhugasamir og þjóðhollir embættismenn. j Hverri þjóð er hagur að því að 1 gera svo vel við slíka embættis- 'menn, sem hún hefir ráð á og [hafa lífskjör þeirra þannig, að jeigi dragi úr hæfileikum þeirra (og starfsþreki eða vantrú skap- , ist hjá þeim á framtíð lands og þjóðar líkt og hjá embættis- mönnum hér á fyrri tíð, erlend- um og'innlendum. Og horfur eru ' á, að litið Verði á allt þetta með (sæmilegum skilningi af þing- mönnum allra flokka, og að embættismennirnir þurfi engu að kvíða um sanngjarna lausn sinna mála. II. En vert er að minnast þess, að önnur stétt og eigi þýðingar- minni fyrir þjóðfélagið, hefir borið fram óskir sínar við Al- þingi þessa sömu daga. Það er bændastétt landsins og búalið í sveitum |>ess. Má vænta, að málaleitun þeirra, sem þar eiga í hlut, verði tekið af eigi minni velvilja og skilningi en málaleit- unum hinna opinberu starfs- manna. Fulltrúar Framsóknarflokks- ins á Alþingi hafa nú í annað sinn flutt þar frumvarp sitt um stórfellda félagsræktun í sveitum landsins, til þess. að heyskapur á óvéltæku landi geti lagst niður með öllu á næstu tíu árum. Frumvarp þetta höfðu fulltrú- ar flokksins áður flutt á Alþingi 1943. Það komst þá til nefndar í annarri deildinni, en meiri hluti nefndarinnar var ófáan- legur til að samþykkja það að svo stöddu. Nú er það að vísu ekkert einsdæmi, að merkileg nýmæli séu talin þurfa undir- búnings milli þinga, en hitt hafna' bændur Lappó-mennsk- unni. Hér á landi er aðra sögu að segja. Bændur hafa að vísu fram að þessu hafnað stétta- ofstækinu og stéttaofbeldinu, enda hafa þeir þroskast í þeirri einu félagsmálahreyfingu nú- tímans, samv-innuhreyfingunni, sem ekki er byggð á stétta- grundvelli. Þess vegna hafa þeir fylkt sér um flokk, sem gætir réttmætra hagsmuna þeirra, en er þó fyrst og fremst alhliða umbótaflokkur, ,er .hefir sam- vinnustefnuna fyrir . leiðarljós. Hins vegar er aðra sögu að segja af verkamönnum. Þar hefir, a. m. k. um stundarsakir, sá flokk- ur náð völdum, sem hefir stétta- ofstækið og stéttaofbeldið fyrir áttavita, og beitir nú verklýðs- samtökunum í fullu samrænii við það. Svo langt er gengið, að vegna kaupkrafna 20—30 vel- launaðra manna hefir verið hót- að, að stöðva alla mjólkurflutn- inga til Reykjavíkur, stöðva flest frystihús um hásláturtíð- ina og láta sveitirnar vera ljós- lausar í skammdeginu. Ef slíkt stéttaofstæki og stéttaofbeldi fær að ríkja í land- inu, þá er saga hins nýja lýð- veldis þar með búin. Þess vegfla er það nú höfuðnauðsyn að hefjast handa gegn stétta- ofstækinu og stéttaofbeldinu. Það verður ekki gert með því að efna til Lappómennsku og fas- istiskra samtaka, tefla. stéttar- ofstæki gegn stéttarofstæki og stéttarofbeldi gegn stéttarof- beldi. Það verður aðeins gert með því að brjóta stéttarofbeld- ið á bak aftur í hvaða mynd, sem það birtist, og hvaðan, sem það kemur. Það verður að láta heild- arsjónarmiðið drottna í stað stéttarsjónarmiðanna. Það verð- ur að styrkja og efla heilbrigt og traust framkvæmdavald þjóðfélagsins og gera það, sem mest óháð stéttunum. T. d. ættu flestar nefndir, ráð og stjórnir ríkisfyrirtækja, sem eru út- nefndar af stéttasamtökum, að hverfa. Slík tilhögun lamar og eyðileggur ríkisvaldið bg veldur stórkostlegum aukakostnaði, því að vel má komast af án þessa tildurs. Ef, hlutaðeigandi for- stöðumenn stofnananna og ráð- herrar geta ekki ráðið fram úr málum, — vitanlega í samráði við Alþingi, þegar þess þarf — þá geta nefndirnar, ráðin og stjórn- irnar það ekki. Það sem þjóðin þarfnast, eru ekki fleiri eða voldugri stétta- samtök, sem gæta einhliða hags umbjóðenda sinna. Það ætti miklu frekar að lægja ofsa og yfirgang margra þeirra, sem fyrir eru. Það, sem þjóðin þarf, e,ru sterk og heilbrigð umbóta- samtök, sem taka sanngjarnt til- lit til allra, en gæta þó fyrst og fremst heildarhags. Sjón- armiðin, sem þrátt fyrir erfiða aðstöðu báru glæsilegan sigur af hólmi í nýloknum kosn- ingum í Svíþjóð, þurfa einnig að sigra hér á íslandi. Þ. Þ. mátti vekja nokkra furðu, að meiri hluti nefndarinnar (full- trúar úr Sjálfstæðis- og Sósíal- istaflokknum) lét á sér skilja í klofningsáliti sínu, að tæpast myndi þörf svo róttækra að- gerða fyrst um sinn. Þrátt fyrir það ætti þó að mega vænta þess, að málið fengi góðar viðtökur, þegar það nú kemur fram í ann- að sinn. En samþykkt þessa máls nú þegar er aðkallandi nauðsyn. Jarðræktarlögin hafa nú verið í gildi um 20 ára skeið. Þau hafa gert mjög mikið gagn. Á þessum tuttugu árum hafa bændur stækkað tún sín um nokkru meira en þriðjung að meðaltali og aukið töðufeng sinn um helm- ing. Þetta eru miklar framfarir, og auðvitað má bæta því við, að mikið.hefir verið sléttað í gömlu túnunum á sama tíma. En með tilliti til þeirra breytinga, sem orðið hafa nú á síðustu árum, bæði hér á landi og í umheim- inum, er þessi framför hvergi nærri nógu hröff. Á mörgum bæjum eru nú að vísu komnir stórir og sléttir töðuvellir, þar sem hægt er að koma við alls- konar vélum og verkfærum, sem nútímatækni framleiðir, til hey- skapar. En hin býlin eru þó enn miklu fleiri, þar sem meira eða minna vantar á að. komið sé í þetta horf. Sumar sveitir lands- ins og sumir einstakir bæir hafa orðið áftur úr í ræktuninni. Enn eru víða þýfð tún að meira eða minna leyti og enn eru þeir bændur fjölda margir, sem verða að sækja meira eða minna af heyskap sínum á ósléttar engj- ar, þar sem vélum verður með engu móti eða tæpast við komið, þótt til væri. Ennþá flytja bænd- ur votaband á klökkum, meira og minna, — líklega í flestum eða öllum sveitum landsins, og stafar það af því, að mikið af heyskapnum verður að fara fram utan túns, þar sem öku- tækj um verður ekki við kómið til heyflutninga. Allt er þetta kunnugt þeim, sem í sveitunum_búa og mörgum öðrum. Og bændum er það flest- um ljóst, að við svo búið má ekki standa. Þess vegna er það höfuð áhugamál þeirra að breyta búskaparháttum sínum. Þeir vita það bezt sjálfir, að framtíð búskaparins er mjög undir því komin, að til sé á hverjum bóndabæ nóg af vél- tæku heyskaparlandi. Þeir vita, að að þessu veröur nú að stefna með sem mestum hraða, svo að hinir nýju kaupamenn og kaupakonur vorra tíma, hey- vinnuvélarnar, geti haldið inn- reið sína í stað fólksins, sem á síðari áratugum hefir leitað at- vinnu við sjóinn, en áður taldi sig fá nóg laun við orf og hrífu. Það vantar heldur ekki, að ýmsir aðrir en bændur hafi látið til sín heyra um nauðsyn þess að breyta vinnubrögðum landbún- aðarins á skammri stundu í ný- tízkuhorf. Stundum hefir þar að vísú verið ýkt, og um dæmt fremur af vilja en mætti. En ætla mætti, að skilningur þjóð- arinnar á nauðsyn þessa máls væri all útbreiddur um þessar mundir og þá einnig í kaupstöð- um landsins, þar sem mest ber á gagnrýni í garð bænda fyrir það, að vörur þeirra séu dýrar og framleiðsluhættir úreltir. III. Nú hafa Framsóknarmenn flutt þetta höfuðnauðsynjamál bændanna inn á Alþingi í von um, að því verði vel tekið. Þeir leggja til, að hverju lífvænlegu býli á landinu verði gert kleift að koma sér upp nægilega miklu véltæku heyskaparlandi ein- hverntíma á næstu tíu árum. Samkvæmt tillögum þeirra á hin gamla og (nú) óeðlilega’ dýra heyskaparaðstaða á óvéltæku landi að geta verið úr sögunni hér á landi í síðasta lagi árið 1954. Myndi margur mæla, að ekki mætti það seinna vera eins og nú horfir, en þó hins vegar tæpast styttri tími ætlandi til framkvæmdar svo umfangs- miklu áformi. Þessu takmarki á að ná með því, að fela búnaðar- Vinnuhendur sveíta- fólksins og Gáinn ísafold flytur að jafnaði greinaflokk með fyrirsögninni „Frá sjónarhóli sveitamanns eftir Gáin.“ Kemur Gáinn þessi víða við og dæmir allt milli him- ins og jarðar, en eigi ætíð af hógværð og lítillæti, sem kunn- ugir telja þó að væri betur við hæfi prestsvígðs manns. Sjaldan er Gáinn jákvæður í skrifum sínum og virðist ádeilu- tilhneigingin ríkust í huga hans, Ein af þeim fáu jákvæðu tillög- um hans var sú, er hann á dög- unum bauð þá velkomna í sveit- irnar sem áhrifamenn til fyrir- myndar, Guðbrand Magnússon og Eystein Jónsson. Vonandi þola þeir án umkvörtunar hinar hrjúfu hendur sveitafólksins, sem Gáinn gerir að umtalsefni fyrir skemmstu. Virðist svo sem hann hafi nú ekki mikið að leggja til hinna stærri mála, er honum verður helzt til umhugs- unar liturinn á höndum ná- granna sinna og hve þær séu harðar viðkomu fyrir hans hvíta skinn. Tíminn hefir hingað til látið sem vind um eyru þjóta, þótt hann hafi orðið fyrir hnútukasti frá þessum orðprúða manni hinnar andlegu stéttar. Slíkt hnútukast má líka heita lítilsvert, en hitt'ér meira atriði, er jafn þekkingarvana maður á sveitalífið og Gáinn virðist vera tekur að sér umboð til að segja þar fyrir verkum, svo að sveita- fólkið fái ekki hrjúfar vinnu- hendur. Það má ætla, að Gáinn hafi vel hirtar hendur og óttist um að sveitafólkið álíti að hann beri ekki á þeim mark hiímar erfiðu vinnu. En hvað sem um það er, ættu nágrannar Gáins ekki að láta sig henda þá yfirsjón að byrgja liendur sínar fyrir áhrif- um ljóss og lofts vegna hans heilögu vandlætingar. En þá miskunnsemi við huga Gáins og hendur, sem hann ef"til vill er að mælast til, væri þeim auð- velt að sýna með því að setja upp vettlinga, þegar þeir heilsa ho’num. Minnsta kosti gæta var- úðar með handfestuna eða sleppa því jafnvel alveg að rétta fram hendina. Það er rétt hjá Gáin, að siggið kemur á hendurnar af vinnu, en rauðar hendur getur fólk haft, án þess erfiði sé um að kenna. Því verður ekki auðvelt að trúa, samböndum eða hreppabúnað- arfélögum, ef meirihluti bænda samþykkir, aðalframkvæmd ræktunarinnar á einstökum býl- um og gera þeim með aðstoð ríkisins kleift að eignast til þess stórvirkar jarðvinnsluvélar, eft- ir því sem með þarf, svo að ræktunin megi verða sem ódýr- ust. En auk þess er ætlast til, að bændur fái nokkru hærri jaröræktarstyrk en ella meðan verið er að framkvæma 10 ára áætlunina á hverju býli. Tak- markið er: A. m. k. 500 hestar af heyi á véltæku landi á hverju býli landsins eftir næstu 10 ár. Til þess að svo mikil ræktun verði framkvæmd svo að í lagi sé, á ekki lengri tíma, verður ríkið að leggja fram mikinn vinnukraft sérfróðra manna til mælinga og annarra leiðbein- inga og sjá mörgum mönnum fyrir æfingu í meðferð vinnu- véla, enda er svo ráð fyrlr gert. Heima fyrir í héraði yrði vænt- anlega ákveðið, í hvaða röð ræktun býlanna yrði fram- kvæmd og þá farið eftir stað- háttum, svo að vélarnar notuð- ust sem bezt ár hvert. Verði frumvarp þetta að lög- um, yrði á næstu 10 árum stigið miklu stærra skref til eflingar íslenzkum landbúnaði en nokkru sinni hefir verið gert fyrr á jafn skömmum tíma. Það má segja, að til þess þurfi veruleg fjárframlög og allmikinn stór- hug af hálfu hins opinbera. En hvar eru nú hinar miklu ráða- gerðir vorrar nýríku þjóðar, ef fulltrúar hennar veigra sér við að ljá slíku máli lið? Hvar eru allar bollaleggingar manna um að ryðja tækninni braut inn í íslenzkt atvinnulíf, ef dauf- heyrzt verður við málaleitun- um af hálfu bændastéttarinn- ar í þessum efnum? Því að ekki þarf að efa, að bændur myndu leggja fram alla sína orku til að að nágrannar Gáins hafi sér- staklega rauðar hendur sem ein- kenni; mun hitt heldur vera, að hendur þeirra hafi brúnast við sól og útiloft. Mun sá litúr þykja allgóður og eigi til að skammast sín fyrir. En Gáinn er ef til vill einn af þeim mönnum, sem sýn- ist allt rautt og getur slík rang- sýni valdið misskilningi 1 fleiri tilfellum en þessu. Hitt er vitanlega fjarstæða að halda að skinnhanzkar séu not- hæfir um sumartímann við erf- iðisvinnu og tækju síður en svo fram ullarvetlingum. Hitt er annað mál þótt þeir geti verið nothæfir við dundur, sem fæstir sveitaménn geta látið sér nægja. Mundi hitinn undir sútuðu skinni hvorki verða þeim til holl- ustu eða þæginda við hin erfiðu- störf. Þá virðist Gáinn hafa orðið mjög kvenlegur. í áliti sínu um hin’a erlendu gesti vora, sem hann telur að hafi hvítar og fall- egar hendur. Hefir Gáinn séð hendur þeirra í heimalandinu? Veit Gáinn ekki, að ef hætt er vinnu, þótt eigi sé nema stuttan tíma — jafnvel nokkra daga — mýkjast hendurnar og hvítna, ef þær eru lokaðar inni frá áhrif- um útiloftsins. Hinir erlendu gestir eru vanari meiri hita í heimalandinu og nota hér senni- lega hanska til skjóls. Frændyr vorir á Norðurlönd- um eru engu síður berhentir við vinnu en við og mun hvort- tveggja vera, að þeir skamrnist sín ekki fyrir hina hörðu, brúnu vinnuhendur, og svo hitt að fáir munu við því amast. Annars er það furðulegt að Gáinn skuli ekki sjá sömu þörf til að prýða- hendur kaupstaðabúa sem sveitafólks. Sjómenn munu ekki, síður hafa sigg í lófum en sveitamenn. En sannleikurinn er sá, að þeir sem stunda erfiðis- vinnu hvort sem er á sjó eða landi, hljóta að fá vöðvamiklar og harðar hendur, og það er kjánalegt að hugsa sér það öðruvísi. Það er engin óprýði á sveitafólkinu þótt það hafi brúnar og vinnuhrjúfar hend- ur. Því ber þvert' á móti að fagna, að enn skuli vera til í sveitunum fólk, sem tekur á verki án vettlinga, því satt mun hið gamla spakmæli: „Lin eru vettlingatökin". styðja þá hönd, sem þeim með þessum hætti yrði rétt af hálfu þjóðfélagsins til að auka árang- urinn af erfiði þeirra, sjálfum þeim og landinu til gagns. IV. Þess mætti alveg sérstaklega vænta, að stéttir opinberra starfsmanna, sem nú bera fram óskir sínar á Alþingi (og hinir mörgu menn, sem þar eiga sæti úr þeirra hópi) yrðu skilnings- góðar á hinar sanngjörnu og mikilsverðu óskir bændanna, sem nú eru bornar fram alveg um sama leyti. Margir þeirra manna, sem nú fara fram á, að Alþingi sýni störfum þeirra viðurkenningu, eru sjálfir börn sveitanna. Þeir hafa sjálfir framan af ævi hald- ið um iirífu og orf, staðið á blautum engjum og lyft vota- bandi á klakk. Margir þeirra eiga á lífi einhvers staðar í sveitum landsins föður, móður, systur eða bróður, sem þar stritar dæg- urlangt mikinn hluta ársins við óþarflega erfið skilyrði. Þar er mörg vinnulúin hönd, sem þægi liðsemd vandamanna sinna í embættismannastétt — í þessu stóra máli. Og þessum málstað hefir margur tækifæri til að lið- sinna, beint eða óbeint, i ræðu, riti eða viðtölum, þótt ekki eigi hann þar atkvæði um. En um það mun oft verða spurt.nú á næstunni: Hvernig taka hinir opinberu starfsmenn, embættismennirnir innan þings og utan, undir hið mikla mál bændanna? Hvernig taka þeir undir tillögur Framsóknar- flokksins um að losa bændurna við þýfðu túnin og engjareyting- inn og koma búskapnum í- það horf, sem kröfur tímans heimta? Því að milli stéttaþijóð- félagsins þarf að vera gagn- kvæmur skilningur, ef vel á að fara. N. Þ. 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.