Tíminn - 26.09.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.09.1944, Blaðsíða 2
358 TÍMIM, þrfgjiidagiim 26. sept. 1944 90. blaft Þriðjudagur 26. sept. Hvað gera launa- stéttirnar nú? Því hefir verið óspart haldið fram, að þýðingarlaust væri af opintaerri hálfu að hlutast til um beina niðurfærslu verðlags og kaupgjalds. Rökín hafa verið þau, að enn skorti skilning al- mennings á nauðsyn þessara ráðstafana og fórnarvilja til að taka á sig þær byrðar, sem þeim kynnu að fylgja. Búnaðarþingið hefir nú svar- að þessu ámæli fyrir hönd bænda á þann veg, að slíkri á- sökun verður eigi lengur beint til þeirra. Yfirgnæfandi meiri hluti fulltrúa á Búnaðarþingi hefir lagt til, að bændur gæfu eftir þá 10% hækkun landbún- aðarvaranna, sem þeir áttu að fá 15. þ. m. samkvæmt lög- bundnum fyrirmælum og sam- komulagi við launastéttir lands- ins. Þetta er boðið fram til að greiða fyrir lausn dýrtíðarmáls- ins, án þess að nokkrar kröfur, séu gerðar um tilsvarandi fórn annara. Með þessu framlagi bændanna er vissulega stórt spor stigið til að stöðva vöxt dýrtíðarinnar og gera það mögulegt að hefjast handa um niðurfærslu hennar. Hefði bændur hins vegar haldið fast við að fá landbúnaðarvísi- töluverðið greitt til fulls, myndi það vafalaust hafa orðið því valdandi, að dýrtíðin hefði orðið óviðráðanleg og hrun krónunnar og atvinnuveganna óumflýjan- legt. Þótt þetta höfðinglega fram- lag bændanna til að vinna bug á dýrtíðinni sé mikilvægur áfangi að því marki, er það vit- anlega samt ekki, nema nokkur hluti þess, sem gerast þarf. Það er hægt að gera þetta framlag þeirra lítils virði eða einskis virði. Ef aðrar stéttir breyta gagnstætt því, sem bændur hafa gert, verður fórn þeirra árang- urslaus og þá verður dýrtíðar- flóðið eigi stöðvað. Sá mikli þegnskapur, sem bændur hafa nú sýnt, þarf að vera öðrum til eftirbreytni og fyrirmyndar, ef vel á að fara. Híngað til hefir það verið svo, að stéttametingur og stétta- keppni hefir verið því mjög tli fyrirstöðu, að samkomulag næð- ist um dýrtíðarmáiið. Launa- menn hafa sagt: Bændur verða að lækka fyrst. Bændur hafa sagt: Launamenn verða að lækka jafnt og við. Nú hafa bændur lagt þennan meting til hliðar. Þeir hafa,án þess að setja öðrum stéttum nokkra skilmála, gefið eftir verulega verðhækk- un, sem þeir áttu bæði löglegt og samningslegt tilkall til. Þótt þefta framlag þeirra sé mikils virði frá fjárhagslegu sjónar- miði, er það margfalt meira virði frá því sjónarmiði, að hér hefir verið sýndur þegnskapur og ábyrgðartilfinning, sem er óhjákvæmilegur grundvöllur fyrir lausn dýrtíðarmálsins, ef hún á að verða giftusamleg. Eftir að bændur hafa þannig orðið fyrstir til að brjóta þannig ís stéttarígs og stéttakeppni, sem mest hefir torveldað lausn málsins, ætti öðrum að vera auðveldara að koma á eftir. Og þjóðfélagsleg sekt þeirra verður líka þyngri, ef þeir bregðast þeirri skyídu sinni. Eftir þann þegnskap, sem bændur hafa hér sýnt, verður því fyrst og síðast um þetta spurt: Hvað gera aðrir? Fylgja þeir fordæmi bændanna? Slaka þeir einnig til? Eða ætla þeir að eyðileggja árangurinn af fórn bændanna og halda áfram að knýja fram hærra kaupgjald, svo að dýrtíðin verði óviðráðan- leg og hrunið verði ekki um- flúið? Það sannast nú til fulls, hvort það er rétt, að skilning og fórn- arhug skorti til að leysa dýr- tíðarmálin með friðsamlegum og farsælum hætti. Bændurnir hafa sýnt, svo að ekki verður um deilt, að slík lausn strandar ekki á þeim. Sökin verður þvi ann- arra, ef slík lausn málsins næst ekki. Að óreyndu verður því ekki Ljósprentaðar útgáfur gamalla merkisrita Viðtal við Einar Þorgrímsson, framkvæmda- stjóra Lithoprents Lithoprent hefir undanfarin misseri unnið að því þarfaverki að ljósprenta og gefa út ýmis gömul merkisrit í sinni upp- runalegu mynd. Hefir þessu ver- ið mjög vel tekið af bókelskum mönnum, því að þeim hefir að vonum þótt ekki lítill fengur í því að eignast nákvæma eftir- mynd af frumútgáfu sumra hinna nafnkunnustu rita frá fyrri hluta nítjándu aldar. Hefir fréttamaður Tímans ný- lega átt tal við Einar Þorgríms- son, framkvæmdastjóra Litho- prents, um þessa útgáfustarf- semi, bæði það, sem þegar hefir verið gert, og í undirbúningi er. — Höfuðritin, sem við erum nú að ljósprenta, mælti Einar, eru Fjölnir og Árbækur Espólíns. Fyrsta heftið af Fjölni; sem í var fyrsti árgangur Fjölnis, 1835, kom út snemma árs 1943. Fylgdi því hefti formáli eftir Sigurð Nordal, en aftan við árganginn var boðsbréf Fjölnismanna um ritið, er þeir sendu lesendum sínum 1834, með áletrun hún- vetnsks prests frá þeim tíma. Á kápunni er mynd af Jónasi Hallgrímssyni. Annað heftið kom út seint á sama ári. Voru í því annar og þriðji árgangurinn, upphaflega gefnir út 1836 og 1837. Á forsíðu þess er mynd af trúað, að fordæmi bændanna muni ekki hafa heillarík áhrif á aðrar stéttir og framtíðarlausn stærsta vandamálsins, sem þjóð- in þarf nú að leysa. Fari hins vegar svo, að þær vonir bresti og til baráttu komu, sem verður þá úrslitabarátta um framtíð og farsæld hins unga íslenzka lýð- veldis, hafa bændurnir með þegnskap sínum nú vissulega skapað sér vígstöðu, er reynast mun traustari og sigurvænlegri en hefði þeir haldið fram þrengstu hagsmunakröfum sín- um, án minnsta tillits til hags þjóðarheildarinnar, og þannig gerzt óbeinir bandamenn komm- únista, er vilja koma dýrtíðar- málunum í það horf, að hrunið og upplausnin verði eins hárviss og að nótt fylgir degi. Þ. Þ. Tómasi Sæmundssyni. Þriðja og fjórða heftið komu út nú fyrir 2—3 vikum. Það eru fjórði til sjöundi árgangurinn,, upphaf- lega gefnir út árin 1838 og 1839 og 1843 og 1844. Er á forsíðu þriðja bindisins mynd af Kon- ráði Gíslasyni, en á því fjórða mynd, sem eigi hefir áður komið fyrir sjónir almennings, af Grími Thomsen 21 árs gömlum. Er þá aðeins óútkomið síðasta heftið af Fjölni, árgangarnir frá 1846 og 1847. Verður framan á þessu síðasta hefti, sem kemur mjög bráðlega, mynd af Benedikt Gröndal 22 ára gömlum. Af hinu höfuðritinu, Árbókum Espólíns, er eigi enn komit út nema eitt hefti, sem í er fyrsta deild Árbókanna, auk rækilegs og stórfróðlegs formála eftir Árna Pálsson prófessor um Ár- bækurnar og höfund þeirra. Var sú deild upphaflega prentuð í Kaupmannahöfn árið 1821 og nær frá upphafi Árbókanna, 1263, til 1405, en Jón Espólín mun hafa lokið við að skrá hana árið 1808. Ljósprentun þessarar fyrstu deildar kom út fyrir jólin í fyrra, og var þess þá vænzt, að næstu hefti gætu komið út bráð- lega. En á því hefir orðið nokkur dráttur sökum þess, hve erfitt hefir reynzt að útvega nothæfan pappír vestan um haf. En nú er fengið útflutningsleyfi fyrir pappír þeim, sem þarf til útgáfunnar, svo að innan skamms verður vonandi hægt að taka til óspilltra málanna um framhald þessarar ljósprentun- ar. Árbækurnar eru alls tólf deildir og ná fram til ársins 1832. Var tólfta og síðasta deild- in gefin út í Kaupmannahöfn 1855. Þær ellefu deildir, sem eft- ir er að ljósprenta, munu koma út í sex heftum, tvær og tvær deildir í hverju, nema einu. — Hafið þið ekki fleiri stór- virki á prjónunum? — Okkur hafa að undanförnu borizt margar áskoranir um það alð ljósprenta Grallarann, sem svo hefir verið nefndur. Hann var kirkjusöngsbók íslendinga í meira en tvær aldir og kom út nítján sinnum, en er nú orðinn fágæt bók. Hann var fyrst gef- inn út á Hólum 1594, en yngsta útgáfan er frá 1779. Er menn- ingarsögulegt gildi þessarar 350 ára gömlu sálmabókar að sjálf- sögðu mjög mikið. Nú er það afráðið’ að Li'tho- prent ljósprenti og gefi út þessa merku bók, þó aðeins í mjög tak- mörkuðu upplagi, 200 tölusett- um eintökum. Verður áskriftum safnað og menn innritaðir á á- skrifendalistana í þeirri röð, sem þeir gefa sig fram. Er áætlað verð bókarinnar heftrar 100 krónur, í rexinbandi 110 krónur og 135 krónur í skinnbandi. Þessi ljósprentaða útgáfa verður gerð eftir Hólaútgáfunni elztu, en af henni eru nú aðeins til 6—7 eintök í heiminum. Að- eins tvö þeirra eru á íslandi, og í annað þeirra vantar fjórar blaðsíður. Alls er Grallarinn um 250 blaðsíður, en framan við hina ljósprentuðu útgáfu Litho- prents verður arkarlangur for- máli eftir Guðbrand prófessor Jónsson. — Ljósprentið þið ekki einnig fyrir aðra? — Jú. Nýlega höfum við t. d. lokið við að ljósprenta tíu fyrstu arkirnar af Þjóðsögum Jóns Árnasonar fyrir Sögufélagið. Seinni arkirnar höfðu áður verið ljósprentaðar i Þýzkalandi, og var því talsvert til af þeim, þótt fyrri arkirnar væru allar til þurrðar gengnar. Einnig erum við að ljósprenta tvær tíækur fyrir Tónlistarfé- lagið. Er önnur þessara bóka Passíusálmarnir með nótum, gefin út af Jónasi Jónssyni, nokkru eftir aldamótin síðustu. Hin er Íslandsvísur Jóns Trausta í tveim litum og með myndum eftir Þórarin B. Þorláksson listmálara. Báðar þessar bækur hafa verið ófáanlegar um langt skeið. Áður höfum við t.d.ljósprentað Vísnakver eftir Bólu-Hjálmar, 1. útgáfu þjóðsöngsins, ýmsar skólabækur, svo sem reiknings- bækur, sem ögerlegt er að setja í prentsmiðjum hér, og margt fleira. Annars er vélakostur okkar orðinn mikils til of lítill. Eftir- spurn eftir ljósprentun hefir aukizt svo, að prentstofan ann- ar ekki öllum þeim verkefnum, sem að henni hlaðast. Hins veg- ar hefir, þrátt fyrir mikla við- leitni, reynzt örðugt að fá leyfi til útflutnings frá Bandaríkjun- um á nýjum vélum. En nú er von til að úr þessu fari að greiðast. Fyrsta lístsýníngm í haust Jóhann Briem: Bóndi með Ijá. Sýningarskáli listamanna hef- ir í sumar verið að mestu verið notaður til þess að halda í hon- um samkomur og skemmtanir. Hefir hann bætt úr brýnni þörf bæjarbúa á húsnæði til slíks. Nú er sá tími kominn, að lista- menn hafa um sinn tekið skál- ann í sína þágu og hafið þar sýningar. Var fyrsta listsýningin opnuð nú fyrir nokkru, eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, og' lauk henni á sunnu- dagskvöldið. Það voru þeir Jóhann Briem listmálari og Marteinn Guð- mundsson myndhöggvari, er að þessari fyrstu listsýningu haustsins stóðu. Sýndi Jóhann Briem þar 28 olíumálverk og margar vatnslitamyndir og teikningar, sem hugmyndirnar að eru margar hverjar sóttar í þjóðsögur og gömul danskvæði, en Marteinn Guðmundsson sýndi 18 höggmyndir. Mun að- Marteinn Guðmundsson: Jón Þórisson íþróttam'aður. sókn að þessari sýningu hafa verið allgóð, og talsvert af lista- verkum selst. Þórður Krfstleifssoii Fyrir nokkrum dögum var vinur minn á ferð hér í bænum. Benti hann mér á ritdóm, er birzt hefði í Tímanum 25. ág. s! 1. um bók eftir föður minn: Úr byggðum Borgarfjarðar. Bókin kom út s. 1. vor á vegum ísafold- arprentsmiðju. Blaðið Tímann hafði ég eigi lesið né fylgzt með efni þess, eftir að ég hóf söngkennslu í Reykjavík í ágústmánuði. Ritdómur þessi er eftir Guð- mund Illugason frá Skógum í Flókadal í Borgarfjarðarsýslu, nú í rannsóknarlögreglu Reykja- víkur. í tómstundum sínum frá skyldustörfum hefir Guðmundur um margra ára skeið lagt stund á ættfræði o‘g safnað að sér ýms- um fróðleik. Tómstunda iðju af þessu tagi má telja bæði holla og ef til vill mjög gagnlega, er fram líða stundir og honum eykst leikni og þroski til að not- færa sér hana réttilega. Þar sem ég áttí frumkvæði að útgáfu: Úr byggðum Borgar- fjarðar, safnaði efni til bókar- innar, bjó hana til prentunar, valdi í hana myndir, gaf henni nafn, las prófarkir allar og sá um útgáfuna að öllu leyti, mun eigi þykja nema eðlilegt og sjálfsagt, að ég standi fyrir máli mínu, sé farið með ósanngjarnar ádeilur og aðfinnslur, sem mis- skilningi gætu valdið meðal les- enda þessa ritdóms, um misfell- ur á útgáfunni. Einn ritdómurinn' öðrum lof- samlegri hefir þegar birzt um bók þessa. Hefir þar verið hrós- að jöfnum höndum efni bókar- innar, ritleikni og fræðimennsku dír við ritdóm höfundar og vandvirkni í vinnu- brögðum, er lúta að útgáfunni. Meðal þessara ritdómara eru há- lærðir menntamenn, sem ætla mætti að atkvæðisbærir væru um slíka hluti. Einnig hafa ritað um bókina alveg í sama anda þaulæfðir prófarkalesarar, sem glöggskyggnir ættu að vera á það, hvort kastað hafi verið höndum til vinnubragða, sem lúta að prófarkalesti og frá- gangi bóka. Þótt Guðmundur Illugason lofi bókarhöfund að ýmsu leyti, má þó með sanni segja, að í rit- dómi hans kveði nokkuð við annan tón en hjá öðrum, sem til þessa hafa dæmt um bókina. Þó kastar fyrst tólfunum, þegar kemur að athöfnum mínum í þágu útgáfunnar. En þessi gamli granni minn og félagi sér eitt þjóðráð til þess að losa mig úr þessari heljar klípu. í grein, sem er a. m. k. fimm dálkar á lengd, ymprar hann hvergi á því, hver hafi stjórnað útgáf- unni. Ég mun því næst taka lítils- háttar til endurskoðunar um- mæli greinarhöf. um myndir í bókinni. Hann segir m. a.: „Hin nýútkomna bók er prýdd fjölda mynda, og mættu þær þó fleiri vera. Þó að myndirnar séu flestar góðar, virðast þær nokk- uð teknar af handahófi og ekki í sem beztu samræmi við efni bókarinnar hvorki að vali né niðurskipan.“ Hvað skyldu lesendur, sem þessu trúa, ímynda sér um út- gáfu bókar, þar sem handahóf situr í öndvegi og hvorki er manndómur né smekkvísi til þess að raða myndunum niður á viðunandi hátt? Það hlýtur að vera bágborin svipur á slíkri bók. Ég vil geta þess (gr.höf. láðist það), að myndir í bókinni eru langflestar teknar af Þorsteini Jósepssyni, að mannamyndun- um undanskildum. En vart mun leika á tveim Xungum meðal dómbærra manna, að hann sé einhver allra slyngasti mynda- smiður okkar á meðal (á land- lagsmyndir einkum) og auk heldur rómaður smekkmaður í myndavali í bækur og blöð. í einlægu samstarfi við þennan ósérplægna drengskaparmann valdi ég myndir í bókina, og að einni mynd undanskilinni, sem er alveg sérstaklega einkennileg og fögur, eru þær að niðurskip- an, (eftir því sem unnt var), og vali miðaðar við efni og inni- hald bókarinnar. Langt of langt mál yrði það í blaðagrein, að fara að færa rök fyrir þessu í einstökum atriðum. En hinu mótmæli ég sem marklausu fleipri, að myndirnar séu valdar af handahófi. Enda félli þá síð- ari athugasemd gr.höf. um sjálfa sig. Það er óhugsandi, að myndir, sem valdar væru af handahóf, þyrftu að raðast 1 samræmi við efni bókar. Ég sagði áðan, að myndunum hefði verið skipað niður eftir því sem unnt var, í samræmi við efni bókarinnar. En þeir, sem nokkra nasasjón hafa hlotið af bókagerð, munu vita yel, að myndir á sérstökum mynda- pappír verða að leggjast utan um arkir og þar sem um svo margar myndir er að raeða í einni bók sem í bókinni Úr byggðum Borg- arfjarðar, er með öllu ókleift að láta myndirnar allar koma ná- kvæmlega inn í lesmálið, þar sem þær eiga heima. En aftan við bókina er myndaskrá og er því í lófa lagið að fletta upp, þar sem vísað er til þeirra. í bréfi, sem mér barst í þessari andránni og fjallar um ritdóm Guðmundar, stendur m. a.: „Um landlagsmyndirnar segir Guð- mundur Illugason, að áberandi sé, hve mikill hluti þeirra séu úr óbyggðum. Ég greip bókina og fór að telja, lauslega þó, svo að þar getur skakkað einhverju, — ekki miklu. Ég fann 14 myndir, er ég þykist viss um að séu tekn- ar í heimalöndum jarða í hér- aðinu, þótt til fjalla eða óbyggða sé horft. Aðeins fimm fann ég, sem líklega eru teknar í óbyggð- um, þó af stöðum, sem eru mjög sérstæðir fyrir borgfirzka byggð, svo sem Eiríksjökull o. fl. Guðmundur finnur einnig að því, að þar skuli vanta mynd af Daníel á Fróðastöðum. Mér vitanlega er engin mynd til af honum, svo að rétt ámóta er að finna þetta að umræddri bók og t. d. að telja það lýti á Njáls- sögu, að þar skuli vanta ljós- mynd af Gunnari á Hlíðarenda og Njáli á Bergþórshvoli. í sama bréfi segir ennfremur: „Engar líkur eru til, að í einni bók sé að finna myndir af hverri fossbunu, sem einhver kann að halda fram, að fegurst sé á vissu svæði. Um slíkt hljóta ávallt að verða skiptar skoðanir. í öðru lagi geta verið til margir fagrir staðir, sem aðeins fáir þekkja og enn færri eiga myndir af. Svo gæti vel verið t. d. með Hvítserk í Fitjá.“ Nú kem ég að nýju atriði í rit- dómi Guðmundar Illugasonar. Klausa sú, er ég næst tek til at- hugunar hefst á því, að „bókin sé prýðileg að frágangi". Síðan er gefið í skyn, svo að eigi get- ur verið um að villast, að próf- arkalesari hafi verið í meira lagi hroðvirkur og eigi vandanum vaxinn, þótt hvergi sé það sagt með berum orðum. (Dómar mannanna eru misjafnir, það er mála sannast). Lýsir gr.höf. því svo yfir í lok þessa kafla, að sömu villur í ritgerðunum, sem birzt höfðu áður, séu óleiðréttar: „Eru þó sumar þeirra“, — það er ljóst ,að ekki er af litlu að taka — „það auðsæjar, ef lesið er með nokkurri athygli, að telja má hugsunarleysi að leiðrétta þær ekki við endurprentun." „Ég mun nú tilgreina þær prentvillur og missagnir —“ o. s. frv. segir gr.höf. ennfremur. Svo mikið er gr.höf. niðri fyrir, að ætla mætti að hinn nafnlausi prófarkalesari fengi vel útilátið syndaregistur eftir þennan inn- gang. En skemmst er af að segja, að ritdómarinn tilfærir ekki neina prentvillu — og hefði slíkt þó vitaskuld verið auðvelt, — hefði hann aðeins lagt sig til eins og með nokkur ártöl, sem bókarhöfundur skrifaði eftir minni og fram er tekið í for- mála bókarinnar, að með ártöl kunni að skakka einhverju lít- ilsháttar. Flest er það í meira lagi smásmuglegur upptíningur og skiptir litlu máli fyrir al- menna lesendur, t. d., að það hefi verið árið 1834 — ekki 1833, sem Friðrik prins kom að Kal- manstungu, o. s. frv. Hvað hefir Guðmundur svo mikið fram að færa af óleiðrétt- um villum úr áður birtu efni? Vilji hans til að telja undan- dráttarlaust fram, virðist vera hinn bezti. Enda kemst hann upp í tvær villur af þessu tagi í lesmáli, sem er á þriðja hundr- að bls. (En nálega þriðjungur prentaðs máls mun vera nýtt efni). En hvernig myndi nú líta út bók, sem fylgt væri úr hlaði af svo miklu dauðyfli — svo sinnu- lausum vesalingi — að hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.