Tíminn - 26.09.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.09.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIPSTOPUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 oK 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Sfmi 2323. 38. árg. Reykjavík, briðjudaginn 26. sept. 1944 90. blaði BÆIDUR CÍEFA «LÆSHJB«T FORDÆMI UM EiAIJÍSM - D^RTtÐARMÁIifSIMíi Þeir fojóða fram lækkun afurðaverðsins til þess að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna og fjárhagslegt hrun Sú yfirlýsing Búnaðarþings, að bændur gæfu eftir þá hækkun afurðaverðsins, sem verða átti á þessu hausti, til að forða þjóð- inni frá fjárhagslegu og atvinnulegu hruni, mun jafnan talin meðal glæsilegustu drengskaparverka í sögu landsins. Meðan flestar aðrar stéttir hafast öfugt að og krefjast hærra kaups og launa, þótt ekki geti annað af því hlotizt en fjárhagslegt öng- þveiti og þjóðfélagsleg upplausn, bjóðast bændurnir til þess kvaðalaust að lækka laun sín til þess að forða þjóðinni frá slíkri glötun. Með þessu verki sínu hafa bændur stigið fyrsta stóra skrefið til heilbrigðrar lausnar á dýrtíðarmálunum og skapað glæsilegt fordæmi, sem knýr aðrar stéttir til eftirbreytni og mun hafa varanlegt gildi fyrir meðferð þjóðmála hins nýendur- reista lýðveldis. Búnaðarþingið, sem var kvatt saman til aukafundar í fyrri viku, til að ræða verðlagsmál landbúnaðarins, lauk störfum síð- astliðinn laugardag, eftir að hafa gert svohljóðandi samþykkt: „I. Búnaðarþingið lýsir yfir því, að það heldur fast við réttmæti ályktana sinna frá 1943, þar sem það lýsir yfir því, að það sé reiðubúið að samþykkja að verð á landbúnaðarvörum yrði fært niður, ef samtímis færi fram hlutfallsleg lækkun á launum og kaupgjaldi og endurnýjar nú þetta tilboð til þeirra aðila, er hlut eiga að máli. Jafnframt vill Búnaðarþing taka fram, að það telur enn sem fyrr, að það sé á engan hátt vegna sérhagsmuna landbúnaðarins að fært sé niður útsöluverð á landbúnaðarvörum <með greiðslu neytendastyrks úr ríkissjóði um stundarsakir. II. En með því að upplýst er, að eins og nú standa sakir næst ekki samkomulag um gagnkvæma niðurfærslu kaupgjalds og verðlags, lýsir Búnaðarþing yfir því, að það getur vegna nauð- synjar alþjóðar á því að stöðua verðbólguna í landinu, fallist á, að ákveðin sé nú þegar niðurfærsla sú af hálfu landbúnaðarins, sem um ræðir í fyrsta lið, með því að gera ekki kröfu til að fá greidda þá 9,4% hækkun á söluverði framleiðsluvara þeirra, sem þeim ber frá 15. sept. 1944 til jafnlengdar 1945, samkv. útreikn- ingi Hagstofunnar. Tilboð þetta er gert í trausti þess, að hér eftir fari fram hlut- fallslegar kauplækkanir í landinu. Fari hins vegar svo, að sam- ræmingar verði gerðar í kaupgreiðslum, skal Hagstofunni falið að aí'la jafnóðum gagna til að reikna út, hvort þær hafi áhrif á verðlagsvísitölu landbúnaðarvara, eða vinnslu- og sölukostn- að þeirra til hækkunar, og skal þá verð á þeim vörum þegar hækkað á innlendum markaði í samræmi við það. III. Framlag bænda sem hér um ræðir, til stöðnunar verðbólg- unni, er bundið því skilyrði, að bændur fái greiddar uppbætur á útflutningsvörur sínar, sem koma á markaðinn eftir 15. sept. 1944, til jafnlengdaf 1945, miðað við landbúnaðarvísitölu síðast- liðins tímabils. IV. Að lokum lýsir Búnaðarþing yfir því, að ekki komi til mála, að bændur færi niður verð á afurðum sínum á nýjan leik, fyrr en tilsvarandi lækkun, þeirri, er hér um ræðir, hefir farið fram á launum og kaupgjaldi." Tillaga þessi var borin fram af verðlagsnefnd búnaðarþings og var samþykkt með 22:2 atkv. Einn greiddi ekki atkvæði. Með tillögunni greiddu atkvæði: Ólafur Bjarnason, Brautarholti, Ein- ar Ólafsson, Lækjarhvammi, Jón Hannesson, Deildartungu, Kristján Guðmundsson, Indriðastöðum, Guðbjartur Kristjánsson, Hjarðarfelli, Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður, Búðardal, Júlí- us Björnsson, Garpsdal, Jóhannes Davíðsson, Hjarðardal, Páll Pálsson, Þúfu, Jakob Lindal, Lækjarmóti, Hafsteinn Pétursson, Gunnsteinsstöðum, Jón Sigurðsson, Reynistað, Hólmgeir Þor- steinsson, Hrafnagili, Ólafur Jónsson, Akureyri, Sigurður Jónsson, Arnarvatni, Helgi Kristjánsson, Leirhöfn, Björn Hallsson, Bangá, Sigurður Jónsson, Stafafelli, Sveinn Einarsson, Reyni, Guðmund- ur Erlendsson, Núpi, Páll Stefánsson, Ásólfsstöðum og Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu. Nei sögðu: Kristján Karlsson, Hólum og Sveinn Jónsson, Egilsstöðum. Guðjón Jónsson, Ási, greiddi ekki atkvæði. HERMANN JÓNASSONc Drengskaparbragð Búnaðarþíngs Hvað gera aðrar stéttir? Andinn, sesn heí'ir ríkt., Dýrtíðarlögin, sem Það hefir verið sagt oft og réttilega, áð andinn, sem ríkt hefir í dýrtíðarmálunum hér á íslandi, hafi í aðalatriðum ver- ið þessi: Allir hafa viljað láta halda dýrtíðinni niðri, en eng- inn hefir viljað fórna neinu til þess. Þetta hefir verið megin- |hugsunin hjá æði mörgum. Hver og einn hefir viljað I fara sinu fram og græða á að- jstæðunum. Þess'vegna var „hin f frjálsa leið" til að halda dýrtíö- inni í skefjum byggð á sandi einum, eins og margoft hefir verið sýnt fram á hér í blaðinu. Það mætti því þykja eftirtekt- arverður atburður og lengi í nú eru í gildi, minnum hafður, er íslenzkir bændur, sem buðu lögbindingu og stöðvun á árinu 1941 og voru fúsir til að styðja hana á árinu 1942, verða- enn til þess að stíga það skref í dýrtíðarmálunum, sem hlýtur að verða öðrum stéttum til eftirbreytni, ef nokk- ur von stendur til þess að leysa þessi mál, án valdboðs. Bænd- ur hafa áður boðið að lækka verðlagið jafnhliða lækkun kaupgjalds, og þegar því boði er ekki tekið, og aðrir er.u ekki fáanlegir til að stíga skrefið með þeim, taka þeir forustuna til að draga úr dýrtíðinni, færa fyrstu fórnirnar og skora á aðrar stétt- ir að gera það sama. Þessi víðsýni Búnaðarþingsins skapar alveg nýtt viðhorf í dýr- tíðarmálum landsins, og er nú fróðlegt að sjá hvað aðrar stétt- ir gera. eru frá árinu 1943. Það hafa margir misskilið þessi lög. Þeir jhafa álitið, að með þeim tæki jríkissjóður ábyrgð á því, að : bændur fengj u tiltekið verð fyr- jir afurðir sínar. Svo er ekki. í lögunum var ákveðið að tiltekin nefnd (sexmannanefndin marg- umtalaða) skyldi komast að nið- ! urstöðu um hvað hátt verð ibændur þyrftu að fá fyrir af- ! urðir sínar, til þess að tekjur þeirra væru sambærilegar við tekjur annarra vinnandi stétta. Ef nefndin yrði sammála, skyldi álit hennar lagt til grundvall- ar við verðlagningu landbúnað- arafurða. Ríkið tekur hins veg- ar 'ekki ábyrgð á að bændur fái þetta verð. Nú er mikið af kindakjöti selt á erlendum markaði og fyrir það fæst mun lægra verð en sex manna nefndin ákvað að bænd- ur þyrftu að fá. Þess vegna mundi þurfa að verðleggja kjöt, sem selt er innanlands.það hátt að hægt væri að verðbæta hitt, "Sem út er flutt. - Þetta hefði valdið slikri dýrtíð í landinu, þegar haustið 1943, að ríkisstjórn og Alþingi sáu sér ekki fært að horfast í augu við hana og ákváðu því að verðbæta úr ríkissjóði kjötið, sem flutt er út, til þess að geta sett lægra verð á það, sem-selt var innan- lands. En auk þess ákvað ríkis- stjórnin og Alþingi að leggja fé úr ríkissjóði til þess að lækka 011 heyöflun á véltæku landi innan.10 ára Frv. Franisóknarfl. fær einhuga stuðn- ing milliþinganefndar Búnaðarþings og aukið fylgi á Alþingi. Milliþinganefnd búnaðarþings, sem falin var athugun á jarffræktarlagafrv. Framsóknarflokksins á síðastl. vetri, hefir nú skilað áliti sínu. Hefir nefndin búið til tvö ný frumvörp á grundvelli frv., þar sem tekið er upp aðalefni þess. Fjallar annað Srv. um jarðræktar- og húsagerðar- samþykktir í sveitum, en hitt um breytingu á jarðræktar- lögunum. Er það meginstefna þessara frumvarpa, að bænd- um verði gert kleyft á næstu 10 árum að koma allri hey- öflun sinni á véltækt land. Frumvörp þessi hafa þegar verið lögð fyrir Alþingi og eru flutningsmenn þeirra Bjarni Ásgeirsson, Jón Sigurðs- son og Pétur Ottesen. Mun af hálfu Framsóknarflokks- ins lagt allt kapp á, að þessi frv. verði samþykkt á þessu þingi, svo að bændur geti þegar hafizt handa um jarð- ræktarframkvæmdir á grundvelli þeirra. Efni frumvarpanna mun verða nánar rakið í næsta blaði. ( verðlag á kjöti og mjólkur- vörum á innlendum markaði í því skyni að halda dýr- tíðinni í skefjum. Ennþá er ó- sýnt hve mikil fjárhæð þetta verður yfir árið, en fjármálaráð- herra hefir upplýst, að niður- borgunin sé um 1 millj. króna*) á mánuði og má þá sennilega gera ráð fyrir, að með uppbótum á útfluttum afurðum, séu þessar greiðslur allt að 20 miljónum1 króna yfir allt árið. Ef þetta' hef ði ekki verið gert fram til. þessa, mundu ýmsar fram-1 leiðslugreinar þegar hafa verið ¦ stöðvaðar vegna dýrtíðarinnar; og er þetta því ekki gert fyrir j íslenzka bændur, heldur fyrir þjóðina sem heild eins og marg- oft hefir verið bent á ,að Búnað- arfélagið undirstrikar í sam- þykktum sínum. Aðstæðurnar nú í.haust. Samkvæmt áliti . sexmanna- nefndarinnar, sem áður er á minnst, er reiknuð út árlega framleiðsluvísitala landbúnaðar og qftir henni fer verð landbún- aðarafurða. Vegna kauphækk- ana, er orðið hafa síðan sl. haust, hefir vísitalan hækkað þannig, að bændur eiga nú að fá 9,4% hærra verð fyrir vöru, sína en haustið 1943. Ef koma á í veg fyrir að þessi hækkun auki verulega dýrtíð í landinu, verður að fara eins að og gert var á s. 1. ári, borga niður land- búnaðarvöru á innlendum markaði og greiða uppbætur á þær vörur, sem út eru fluttar. Það er ekki hægt að segja það með alveg nákvæmum tölum hve margar miljónir þyrfti til þess að inna þessar greiðslur af hendi, en gera má ráð fyrir að innanlands seljist um 4000 smál. af kjöti og fjórar kr^nur þyrfti að greiða á hvert kg. kjöts til að halda verðinu niðri. Það mundi verða 16 milj. króna. Það þyrfti ennfremur að greiða um 31 eyri á 22 miljónir mjólkur- lítra og yrði það hátt á 7. miljón króna. Þá mun þurfa verulega fjárhæð til að verðbæta útflutt- ar landbúnaðarafurðir. Samkvæmt þeim útreíkning- um, sem liggja fyrir frá opinber- um aðilum, má því telja líklegt, að með þeirri verðhækkun á landbúnaðarafurðum, sem verða ætti samkvæmt niðurstöðu sex- mannanefndarinnar, mundi þurfa allt að 30 miljónir króna úr ríkissjóði til þess að greiða niður og verðbæta landbúnaðar- vörur, ef takast ætti að halda dýrtíðinni, þar sem hún er nú, í 272 stigum. Þannig er komið fyrir „hinni frjálsu leið" í þessu máli, eða *) Þessi upphœð er sennilega hærri. nákvæmlega á sama hátt og sagt var fyrir hér í þessu sama blaði í byrjun ársins 1942, þegar hafn- ar voru ráðstafanir til þess að sporna gegn dýrtíðinni. Fjiárhagur ríkissjóðs. Á þessu ári verða útgjöld ríkis- sjóðs sennilega allt að 115 milj. króna og mun það vera rétt á mörkum, ef það er þá svo gott, að tekjur ríkissjóðs hrökkvi fyrir gjöldum, þegar taldar eru niður- borganir á landbúnaðarvörum og uppbætur á útfluttar vörur. En eins og margoft hefir verið sýnt fram á hér í þessu blaði, eyku^r vaxandi dýrtíð útgjalda- þörfiha meir en samsvarar dýr- tíðinni. Hins vegar minnka tekj- ur ríkissjóðs að sama skapi vegna þess að dýrtíðin þrengir afkomu framleiðslunnar, og nú er svo komið að á fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1945 mun vera gert ráð fyrir að tekjur og út- gjöld standist á í sjóðsreikningi frumvarpsins og er þá enginn eyrir ætlaður til þess að halda niðri dýrtíðinni éins og gert er nú né til þess að borga uppbætur á útfluttar vörur, en þau útgjöld nema allt að 20 miljónum króna, ef landbúnaðarverðið helzt ó- breytt, en allt að 30 milj. króna ef verðið hækkar í samræmi við , það sem vera ætti. Þá má þess geta, að á þessu fjárlagafrum- varpi er ótaldar fjöldamargar þær framkvæmdir, sem ríkastar eru í hugum landsmanna að fá gerðar og kosta mikið fé. Þessar eru aðstæðurnar hjá rík- issjóðnum. — Hins vegar er sú staðreynd, að dýrtíðin eins og hún er nú verkar þannig á af- komu bátaútvegsins, að fjölda margir hlutasjómenn víðsvegar um landið hafa ekki nándar nærri það kaup, sem landsmenn hafa samkvæmt þeim kauptöxt- um, sem nú gilda viðsvegar um. landið. Ef dýrtíðin hækkar nokkuð að ráði, er alveg fullvíst, að mikið af bátaútveginum stöðvast og þær atvinnugreinar (frystihús o. fl.), sém standa í sambandi við hann. Sjávarút- vegurinn er hins vegar ein af líf- æðum ríkisins og megin tekju- stofn ríkissjóðs. Þessi sjálfhelda, sem málin voru í komin, þegar Búnaðar- þingið kom hér saman til funda, var ekki glæsileg. Lokaðar leiðir. Það lá fyrir að ekki var til á Alþingi þingmeirihluti fyrir þeirri stefnu að halda dýrtíð- inni óbreyttri með framlögum um ríkissjóði og greiða útflutn- ingsuppbætur, ef verð landbún- aðarafurða hækkaði um 9,4%. En ef sú leið hefði verið valin, (Framh. á 4. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.