Tíminn - 26.09.1944, Blaðsíða 4
360
TtMITClV, þriðjudagirin 26. sept. 1944
OO.blað
Drengskaparforagd
Búnaðarþíngs
(Framh. af 1. síðu)
að veita 30 miljónir úr ríkis-
sjóði, án þess að sjá jafnframt
fyrir tekjum, mundi hafa leitt
af því að þessar »30 milj. hefðu
verið taldar eftir sem greiðsla
til bændastéttarinnar í heilt ár,
en síðan hefði, þegar til efnd-
anna hefði átt að koma og rík-
issjóður var tæmdur, eigi verið
staðið við samþykktirnar, því að
það er alveg fyrirsjáanlegt og
vitað nú þegar, að þessara 30
miljóna var ómögulegt að afla
í ríkissjóð í þessu skyni.
Einnig lá það fyrir, að ekki
var til meirihluti á Alþingi fyrir
því að færa niður "hlutfallslega
kaupgjald og verðlag í landinu,
eins og komið hafði glöggt fram
i sambandi við frv. ríkisstjórnar.
Að láta kylfu ráða
kasti.
Sú leið, sem þá var eftir, var
að setja það hátt verð á land-
búnaðarvörur á innlendum
markaði að einhver líkindi væru
talin fyrir því, að bændur fengju
það verð, sem sexmannanefndin
hafði áætlað. Kjötverðlagsnefnd
hafði gefið út álit sitt um þetta
atriði og taldi hún að verðleggja
yrði hvert kg. nautakjöts á 18
krónur til að freista að fá upp-
borinn hallann á því, sem
erlendis yrði selt. Afleiðingin af
þessari leið hefði orðið sú, að
dýrtíðin hefði á örstuttum tíma
komizt allverulega á fjórða
hundrað stig. Mikið af fram-
leiðslu landsins, þar á meðal
sjávarútvegurinn.hefði stöðvast
og þar með næsta tvísýnt um
kaupgetu við sjávarsíðuna. Og
þó að bændur ættu máske raun-
verulega rétt á því, að selja fyrir
18 krónur á hvert kg. kjöts inn-
anlands, geta menn gert sér í
hugarlund, hvaða velvild hefði
ríkt í þeirra garð við sjávarsíð-
una, þegar svo var komið. Kær-
komið- tækifæri hefðu þeir þá
loks talið sig fá, sem einatt ala
á úlfúð gegn bændastéttinni —
og ef þetta tækifæri var notað
í sambandi við 18 króna verðið,
sem lítill vafi er á, er næsta auð-
velt að segja fyrir um hvernig
allt hefði farið. Það er t. d. víst,
að lítil líkindi voru fyrir því, að
það hefði verið mikill fúsleiki
til þess eða fjármálalegir mögu-
leikar að leggja fram fé til
sveitarafveitna, húsbygginga,
vélakaupa og stórræktunar. Og
enn má minna á að vegna þess
að bændur hafa verið á eftir í
því að gera nauðsynlegar fram-
kvæmdir á jörðum sínum, hafa
nokkrir þeirra safnað peninga-
innstæðum og það er hætt við,
að þær hefðu orðið fremur lítils
virði, ef kg. kjöts hefði komizt
upp í 18 kr. með þeim afleiðing-
um, sem það hefði haft fyrir ís-
lenzk fjármál og verðgildi ís-
lenzkra peninga.
Niðurlagsorð.
Við Framsóknarmenn höfum
margsinnis á það bent hvert
„hina frjáls leið" mundi bera
fyrir atvinnulífið og fjárhag
ríkissjóðs. Það kunna því að vera
. til þeir menn, sem segja sem svo,
að ekki sé nema mátulegt að af-
leiðingarnar komi fram nú þeg-
ar af þeirri röngu fjármála-
stefnu, sem tekin var. En menn
verða að gæta þess, hvaða af-
leiðingar slíkt mundi hafa, og
bónaðarþingið virðist hafa hug-
leitt þessar afleiðingar áður en
það gerði samþykktir sínar.
Bændur hafa, eins og áður hefir
verið sagt, hvað eftir annað
boðið hlutfallslega lækkun. Það
hefir ekki verið þegið. Og þrátt
fyrir það þótt búnaðarþingið
eigi enga sök á því hvernig kom-
ið er, tekur það að sér forustuna
í málinu og færir fyrstu fórnina,
ef það mætti verða til þess að
koma í veg fyrir hrun og í ann-
an stað að opna augu annara
stétta fyrir því að hætta þessu
kapphlaupi, þessum dauðadansi,
'sem er að leiða hrun og eyðilegg-
ingu yfir alla.
Vitanlegt er það og, að þótt
þessi víðsýni Búnaðarfélagsins
bæri góðan árangur, getur hún
naumast bjargað okkur frá
miklum erfiðleikum, nema stutt-
an tíma. Verðfall á aðalútflutn-
ingsvöru okkar hlýtur að koma
og þá um leið megin erfiðleik-
arnir, þar/sem framleiðslukostn-
aður okkar er nú meira en helm-
ingi hærri en nágrannaþjóða
okkar, sem framleiða samskonar
vöru og selja á sama markaði.
En þeir erfiðleikar koma utan
að Búnaðarþingið hefir komið
í veg fyrir það í bráðina, að við
frammi fyrir öllum heimi fellum
hús yfir okkur sjálf í hrunadans-
inum um gullkálfinn. En hvað
gera nú aðrar stéttir? Verður
kaupstreitunni haldið áfram til
hækkunar eftir að bændur hafa
boðið 10% af þvi, sem þeir áttu
tilkall til.
Það vakti almenna athygli við
atkvæðagreiðsluna um sjálf-
stæðismálið, að í heilum strjál-
býlum sveitum hafði hver einasti
kjósandi mætt á kjörstað og
greitt atkvæði nokkrum klukku-
stundum eftir að atkvæða-
greiðsla hófst. Sveitirnar voru
sterkasta vígið í sjálfstæðismál-
inu.
Nokkrum mánuðum síðar er
þetta sjálfstæða ríki komið í
sjálfheldu með dýrtíðarmál sín
og atvinnumál. Allir heimta
hækkanir og hrifsa til sín.
Bændunum er sagt, að þeir eiga
rétt á að heimta 18 krónur fyrir
hvert kílógr. kjöts, sem selt
verði á innlendum markaði. Það
er sama upphæð og greitt var
fyrir dilkinn fyrir stríð.
Aftur hafa íslenzkir bændur
svarað. Þeir gera sér áreiðanlega
ljóst, að það s'var viðkemur
sjálfstæði okkar meira en marg-
ir hugleiða. Bændurnir minna á,
hvar fjármálum þjóðarinhar er
komið. Þeir minna á sjónarmið
heildarinnar, — það sé þeim nú
ríkara í hug en 18 króna verð.
Samþykktir Búnaðarþings láta
ekki mikið yfir.sér,.— en þær
tala skýru máli. Og nú er að sjá
hvernig þessari framréttu bróð-
urhönd verður mætt.
Ennþá er ósýnt hvort þessar
tillögur Búnaðarþings koma til
framkvæmda. — Um það er ekki
unnt að vita á þessu stigi. —
Það verður undir því komið
hvernig tilboðinu verður tekið
og hvort stjórn og þing tryggja
það að uppfyllt verði þau skil-
orð, sem Búnaöarþingið hefir
sett fyrir tilboði sínu beinlínis
og ekki síður þeim, sem milli
línanna liggja.
fS**^#>.»S»K
Beztu þakkir til allra þeirra, er sýndu mér vináttu
hlýjan hug á fimmtugsafmœli minu.
PÁLMI LOFTSSON.
og
Allir vita að
Gerber's Barnamjöl
hefir reynzt bezta ©g hætiefnaríkasta
fæða, sem hingað hefir flutzt.
Fæst í
VERZLUN
SIMI 4205
NB. Sencli út um land gegn postkröfu.
Tilkyuniiig
um bæjarhreinsun
Samkvæmt 86. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur
er óheimilt að skilja eftir á almannafæri muni, er
valda óþrifnaði, tálmun eða óprýði.
Hreinsun og brottflutningur slíkra muna af bæjar-
svæðinu fer fram um þessar mundir á ábyrgð og
kostnað eiganda, en öllu því, sem lögreglan telur lítið
verðmæti í, verður fleygt.
Ennfremur er hús- og lóðareigendum skylt, skv. 92.
gr. lógreglusamþykktarinnar, að sj'á um að haldið sé
hreinum portum og.annarri óbyggðri lóð í kringum
hús þeirra, eða óbyggðri lóð, þar £. meðal rústum.
Hreinsun af svæðinu Skerjafirði og Grímsstaðaholti
hefst mánudaginn 2. okt. n. k. Verða þá fluttir af því
svæði slíkir munir, er að ofan greinir, hafi þeim eigi
verið ráðstafað af eigendum þeirra.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
23. september 1944.
Matstofan
Criillf os$
hef ir opnað af tur ef tir miklar endur-
bætur ©g lagfæringar á veitingasöl-
unum.
Eins og áður:
Sérstök áherzla lögð á gótí-
an mat og mikínn.
TJARNARBÍÓ
KVENHETJUR
(„So Proudly We Hail")
Amerísk stórmynd um
afrek hjúkrunarkvenna í
ófriðnum.
Aðalhlutverkin leika:
CLAUDETTE COLBERT
PAULETTE GODDARD
VERONICA LAKE.
Sýnd kl. 7 og 9
KVENKOSTUR
What a Woman)
ROSALIND IUSSEL,
BRIAN AHERNE,
Sýnd kl. 5.
•QAMLA BÍÓ-
KATHLEEN
Skemmtileg og hrífandi
mynd.
SHIRLEY TEMPLE
Laraine Day
Herbert Marshall.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
-NÝJA Eíó.
Ástir dans-
$.*>
&
meyjarinnar
(„The Men in her Life")
Fögur og tilkomumikil
mynd.
Aðalhlutv. leika:
LORETTA YOUNG,
CONRAD VEIDT,
DEAN JAGGER,
OTTO KRUGER.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Lánsútbod
Byggingarsjóður verkamanna hefir ákveðið að bjóða út 2 handhafaskuldabréfa-
lán, annað að upphæð 1.300.000 kr., hitt að upphæð 700.000 kr. Verður and-
yirði þeirra varið til byggingar verkamannabústaða á Akranesi, í Neskaupstað, á
ísafirði og í Vestmannaeyjum.
Til tryp-gingar lánunum er skuldlaus eign Byggingarsjóðs, ábyrgð ríkissjóðs og
bakábyrgð hlutaðeigandi bæjarfélaga.
Annað lánið, að upphæð 1.300.000 kr., endurgreiðist á 42 árum
(1946-1987) og eru vextir af því 4% p. a.
Hitt lánið, að upphæð 700.000 kr., endurgreiðist á 15 árum (1946
-1960) og eru vextir af því 3V2% p. a.
Bæði lánin endurgreiðast með sem næst jöfnum afborgunum eftir hlutkesti,
sem notarius publicus framkvæmir í júlímánuði ár hvert. Gjalddagi útdreginna
bréfa er 2. janúar, í fyrsta sinni 2. janúar 1946. Vextir greiðast eftir á, gegn af-
hendingu vaxtamiða, 2. janúar ár hvert, í fyrsta sinni 2. janúar 1945. Innlausn
útdreginna bréfa og vaxtamiða fer frámhjá Landsbanka íslands.
Skuldabréf 4% lánsins eru að fjárhæð 2000 kr., en af hinu láninu eru gefin út
2000 kr. og 1000 kr. skuldabréf.
Miðvikudaginn 27. þ. m. og næstu daga verður mönnum gefinn kostur á að
skrifa sig fyrir skuldabréfum í
Landsbanka Islands9 Reykjavík.
Skuldahréf beggja lána eru boðin út á nafnverði, en bréf 15-ára
lánsins fást aðeins keypt í sambandi við kaup á bréfum lengra láns-
ins. Kaup á hinum síðarnefndu bréfum gefa forkaupsrétt að bréfum
styttra lánsins allt að helmingi þeirrar upphæðar, sein keypt er af
foréfum lengra lánsins.
Kaupverð skuldabréfa greiðist Landsbanka íslands mánudaginn 2. október 1944,
gegn kvittun, sem gefur rétt til að'fá bréfin afhent þegar prentun þeirra er lokið.
— Skuldabréfin bera vexti frá 1. október 1944. Þeir, sem greiða skuldabréf, sem þeir
hafa skrifað sig fyrir, síðar en 2. október næstk., greiði til viðbótar kaupverðinu
exti frá 1. október 1944 til greiðludags.
Reykjavík, 25. september 1944.
STJÓRN BYGGINGARSJOÐS VERKAMANNA
Magnús Sigurðsson
Jahob Möílea' Stefán Jóhann Stefánsson
Gu&lauf/ur Rósinhranz Arnfinnur Jónsson
ORÐSENDING
til kaupenda Tímans.
Ef kaupendur Tímans verða
fyrir vanskilum á blaðinu, eru
þeir vinsamlega beðnir að snúa
sér STBAX til
ÞÓR»AR ÞORSTEINSSONAR,
afgreiðslumanns,
Fylgizt med
AUir, sem íylgjast vilja með
almennum málum, verða að lesa
Tímann.
Gerist áskrifendur, séuð þið
það ekki ennþá. Simi 2323.
íþróttabandalag Reykjavíkur
hefir nýlega verið stofnað með þátt-
töku 16 íþróttafélaga. — FormaSur
þess er Gunnar Þorsteinsson hæsta-
réttarmálaflutningsmaður.
Vinnan,
septemberhefti ársins 1944, er komið
út. Eíni þess er: Tvö ljóð eftir Jón úr
Vör, Alþýðan krefst reikningsskila eftir
Stef án Ögmundsson, Þættir úr baráttu
ellefu alda eftir Björn Sigfússon, mag.
Krossanesverkfallið árið 1930 eftir Að-
albjörn Pétursson, Örlög skáldanna
þýtt kvæði eftir Herman Wildenwey,
Hvíld, fegurð og menning eftir Dags-
brúnarfélaga, Tveir brautryðjendur
eftir Guðgeir Jónsson, Smásaga eftir
William garoyan, Síldin eftir Óskar
Jónsson, framhaldssaga eftir Ignazio
Silone, Sparnaður almennings og
innra fíelsi eftir Halldór Pétursson,
bókasíða og íleira.
Haustmarkáður
f heilum skrokkum ..... kr. 3.00 kg.
í frampörtum.......... — 2.40 —
í lærum...............! - 3.40 -
Söltuð skata pr. 25 kg....... - 87.50
Saltaður þorskur pr. 25 kg. ... — 77.50
Saltaður þorskur pr. 50 kg. ... — 155.00
Rófur pr. 50 kg............ - 95.00
Sviðahausar minnst 5 hausar á 5.25 pr. kg.
Marf/ra ára reunsla í söltun og meðferð h§öts-
W5BP"
ins tryggir viðshiptavinum ohhar beztu
fáanlega vöru.
HAUSTMARKAÐUR KRON
Hverfisgötu 52. Sími 1727.