Tíminn - 09.01.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.01.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKXTRINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720! 29. árg. RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Slmar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Sími 2323. í Reykjavík, þrlðjudaginn 9. jan. 1945 2. blað Rikisstjórnln verri en heildsalarnir: r Olafur Johnson biðst lausnar úr Innkaupaneíndinni Ríkisstjórninni finnst ástæðulaust, að Arent Clacssen liætti við Svíhióðarförina. íhúðarhiis í Aalvik. Hér birtast tvœr myndir af mismun- andi einbýlishúsum í Aalvík, sem sagt er nánar frá i neöanmálsgrein blaðs- ins i dag. Heildverzlun kærð fyrír margvísleg fagabrot Viðskiptaráð hefir nýlega sent til sakadómara kæru gegn heiidverzluninni S. Árnason & €o., fyrir ýmiskon- ar brot á innflutnings- og gjaldeyrisverzluninni. Verzlunin mun hafa flutt inn með vélbátnum Braga, þegar hann kom til landsins, ýmsan dýran varning, án gjaldeyris- og innflutningsleyfa. Meðal þessa varnings munu hafa verið vörur, sem viðskiptaráð mun alls ekki leyfa innflutning á. Ýmsir áhrifamenn eru sagðir standa að þessari verzlun og mun sitthvað hafa verið reynt til að stöðva kæruna. Mun Tím- inn reyna að fylgjast vel með því, hvort reynt verður að þagga þetta mál niður. Nýft sýníshorn af Kveldúlfsblaða- mennsku Morgunblaðið var fleytifullt af Kveldúlfsblaðamennsku á sunnudaginn. Forustugrein blaðsins og Reykjavíkurbréf var að mestu helgað Hermanni Jón- assyni, er Kveldúlfsmönnum þykir sér nú óþarfastur. Hér fer á eftir dálítið sýnishorn af þessari Kveldúlfsblaðamennsku um Hermann Jónasson: „Með þessu nýja tiltæki hans, hefir þessi 'ólánsmaður fært fram enn nýja sönnun þess, að mesta áhugamál hans er að spilla hagsmunamálum þjóðar- innar til þess að hann geti talið sjálfum sér trú um eða öðr- um, að erfiðleikarnir stafi af því, að haris hágöfga persóna er utan við stjórnina. Úr því hann er ekki sjálfur i stjórn, vill hann af alhug, að þjóðinni vegni sem verst.“ Ætli að mönnum finnist ekki að þessi tilvitnuðu ummæli Mbl. sé stæling á þýzka „for- ingjanum", sem segir, að hver maður, er gagnrýnir hann, sé fjandmaður þjóðarinnar og vilji að henni „vegni sem verst“! Tíminn hefir allgóðar heim- ildir fyrir því, að Ólafur John- son stórkaupmaður, er stjórn- aði hinu brotlega útibúi John- son & Kaaber í Kew York, hafi sagt sig úr Innkaupa- nefnd íslenzka ríkisins í New York nú um áramótin. Þótt það muni ekki tekið fram í lausnarbréfi Ólafs, er það vafa- laust, að ástæðan til þessarar beiðni hans er sú, að honum hafi verið orðið kunnugt um hina fyrirhuguðu kæru verðlagsráðs í tilefni af starfsháttum útibús- ins. Tímanum er jafnframt kunnugt um, að Ólafur hefir ekki að neinu leyti tekið þessa ákvörðun eftir ósk eða ábend- ingu ríkisstjórnarinnar. Tíminn hefir einnig heimild- ir fyrir því, að Arent Claessen, sem er annar aðaleigandi John- son & Kaaber, hafi lýst yfir því við ríkisstjórnina, að hann sé reiðubúinn til að hætta við hina fyrirhuguðu sendiför til Sví- þjóðar, en ríkisstjórnin hafði á- kveðið að senda hann þangað í samningaerindum fyrir ríkið, á- samt Stefáni Jóhanni Stefáns- syni alþingismanni. Claessen mnn hafa lýst þessu yfir í til- efni af kæru verðlagsráðs á hendur firmanu. Ríkisstjórnin mun hins vegar hafa lýst yfJr því, að hún sjái ekki neitt athugavert við það, að Arent verði sendimaður ríkisins þrátt fyrir kæruna. Það er vissulega ekki von á mikilli röggsemi hjá ríkisstjórn- inni í heildsalamálinu, þegar hún virðist þannig sjá minni meinbugi á því en sjálfir heild- salarnir og sækist jafnvel sér- staklega eftir að hossa þeim þeirra, sem þegar hafa verið á- kærðir. Stjórnin heiir enn ekki iyrirskipað opinb. rannsókn Ríkisstjórnin hefir ekki enn fyrriskipað opinbera rannsókn á verðlagsbrot- um heildsalanna. Hvaða ríkisstjórn önnur myndi á- reiðanlega hafa talið það skyldu sína, þegar uppvíst varð um stórfeld brot tveggja heildsölufyrir- tækja, að fyrirskipa slíka rannsókn tafarlaust. Það liggur í augum uppi, að ekki er nóg að fá rann- sökuð mál þeirra fyrir- tækja, sem kærð hafa ver- ið. Það verður einnig að fá upplýst mál þeirra fyrir- tækja, sem grunuð eru, en verðlagsráði hefir ekki tek- izt að fá sannanir fyrir sekt þeirra. Raunverulega er þetta aðalatriðið. Slíkt fæst ekki, nema fyrirskip- uð verði opinber rannsókn, er framkvæmd verði bæði innanlands og utan. Þessa rannsókn verður ríkisstjórnin að fyrirskipa tafarlaust, ef það er ekki beinlínis tilætlun hennar að halda hlífiskyldi yfir okri og svindli. Sínnuleysí og 4 ósamkomulag ríkís- stjórnarínnar Fyrsta bæjarstjórnar- kosning í Ólaisfirði Óveður og ófærð hamlaði kjörsókn. Síðastl. laugardag fóru fram fyrstu bæjarstjórnarkosningar í Ólafsfirði, sem fékk bæjarstjórnarréttindi á síðastl. hausti. Veð- ur var hið versta og einnig færð, vegna mikillar snjókomu, og gátu því um 35 kjósendur úr sveitinni ekki komizt á kjörstað. Þetta var sérstaklega óhagstætt fyrir Framsóknarflokkinn, því að meginþorri þessa fólks fylgdi honum. Hefði hann aukið atkvæða- tölu sína frá 1942 verulega, ef veðrátta hefði ekki þannig hindr- að kjörsókn. FLUGVÉL, SEM ÞARF EKKl FLUGVELLI Bandamenn eru nýlega byrjaðir að nota í Burma hinar svokölluðu Helicoptersflugvélar, sem þurfa ekki nema örlitla rudda landsbletti til að lenda á. Haja þœr gefist vel og þykir víst, að slíkar flugvélar verði mjög notaðar í framtíðinni, einkum í dreifbýli, til að spara dýra flugvallargerð. Aðalíundur Míðstj. Framsóknarflokks- íns Ákveðið er, að aðalfundur miðstjórnar Framsóknar- flokksins hefjist í Reykjavík, þriðjudaginn 6. febrúar næst- komandi. Á aðalfundinum eiga sæti 37 miðstjórnarmenn. 22 þeirra eru fulltúar úr sýslum, enda fyrir hverja, og 15 eru búsettir í Reykjavík og nágrenni. Á aðalfundinum verða rædd þau stórmál, sem nú eru efst á baugi, auk starfsemi flokks- ins. Það er hlutverk aðalfund- anna að marka störf og Sstefnu flokksins milli flokksþinga. Sala á bifreiðum setuliðsins Samkomulag hefir orðið um það við ameríska setuliðið hér, að það selji íslendingum nokk- uð af bifreiðum herSins, aðal- lega vörubifreiðar af ýmsum gerðum svo og „jeppa“, og mun sölunefnd setuliðsviðskipta annast sölu þeirra. Fjölmargir hafa sótt um kaup á bifreiðum frá setuliðinu og munu þeir vera á annað þúsund sem komnir eru á kaupenda- listann. Hins vegar verður ekki hægt að fullnægja allri þeirri jeftirspurn að þessu sinni. Ann- ; ars er ekki fullvíst um hversu margar bifreiðar fást hjá setu- liðinu núna. Úrslit kosninganna urðu þessi: Framsóknarfélag Ólafsfjarðar (A-listinn) fékk 76 atkvæði, og 2 fulltrúa kjörna, Árna Valdi- marsson útbússtjóra og Björn Stefánsson kennara. Sjálfstæð- isfélag Ólafsfjarðar (B-listinn) fékk 139 atkvæði og 3 fulltrúa kjörna, Ásgrím Hartmannsson kaupmann, Sigurð Baldvinsson útgerðarmann og Þorstein Þor- steinsson útgerðarmann. Sósíal- istafélag Ólafsfjarðar (C-listi) fékk 111 atkvæði og 2 fulltrúa kjörna, Sigurstein Magnússon skólastjóra og Sigursvein Krist- insson skrifstofumann. Auðir og ógildir voru 16 seðlar. Veturinn 1942 fóru sveita- stjórna^kosningar í Ólafsfirði þannig, að Framsóknarmenn fengu 82 atkv., Sjálfstæðismenn 146 atkv. og kommúnistar 98 atkv. Námsstyrkir Brittish Council hefir ákveðið að úthluta til íslenzkra náms- manna á þessu ári fjórum styrkjum til náms við brezka háskóla. Tveir styrkjanna eru 400 sterlingspund og eru þeir ætlaðir stúdentum til fram- haldsnáms. Hinir styrkirnir eru 100 sterlingspund hvor. Um- sóknir um styrki þessa ber að senda til dr. Cyril Jackson fyrir 5. febr. n. k. Ennfremur hefir ríkisstjórnin fest kaup á nokkrum vinnuvél- um hjá setuliðinu. Eru það einkum vegavinnu- vélar og vélar til hafnagerða. Eitthvað af vélum þessum verð- ur afhent strax, en sumar þeirra ekki fyrr en stríðinu lýkur. Verður samvínnan í utanríkismálaneind roiin með nýjum „huTðarþjóinaði“? Er rógur Þjóðviljans um Breta hin rétta að- ierð til að undirbúa samníngana? Það kemur stöðugt betur og betur í ljós, hve núverandi ríkis- stjórn er ófær til þess að fara með málefni landsins. Sérstaklega sézt þetta þó í fisksölumálunum. Vegna sinnuleysis og trassa- dóms í utanríkismálum hefir stjórnin vanrækt að senda samn- inganefnd til Bretlands til að ræða við brezku stjórnin um fisk- sölumálin í næstum þrjá mánuði eftir að kunnugt varð, að Bretar myndi ekki framlengja samninginn í núv. mynd sinni. Þess vegna veit nú enginn, þegar vertíðin er að hefjast, hvað verður um sölu á hraðfrystum fiski eða söltuðum fiski né hvern- ig flutningum ísfisksins verður háttað. Þegar til þess kemur að Ieysa það mál, reyndist stjórnin algerlega ósammála. Atvinnu- málaráðherra kommúnista lætur Fiskimálanefnd bjóða útgerðar- mönnum við Faxaflóa að annast fiskflutningana og tryggja þeim ákveðið verð á ábyrgð ríkissjóðs. Þetta er gert, án þess að nefnd- in hafi nokkra von um nægan skipakost til flutninga, og þótt af þessu leiði óhjákvæmilega verðábyrgð ríkisins á allri fisk- framleiðslunni, ef nokkurt jafnrétti á að gilda meðal fiskimanna landsins. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni eru þessu svo ósam- þykkir og vilja aðra lausn. Enginn veit því enn, hver niður- staðan verður. Falsrökin.* Þegar þingmenn Framsóknar- flokksins og blað flokksins benda á, að þetta sé óþolandi ástand fyrir útvegsmenn og fiskimenn landsins og benda jafnframt á ákveðnar leiðir til lausnar, þá blása blöð stjórnarinnar sig út með fyllstu vandlætingu og kalla það „siðleysi“ að minnast á þetta sinnuleysi og ósamkomu- lag stjórnarinnar. Rökin, sem þau reyna að færa fyrir máli. sínu, eru einkum þessi: 1. Það megi ekki minnast á þessi mál, því að þau séu utan- ríkismál, er ekki megi ræða. 2. Bretar háfi ekki viljað taka á móti samningamönnum. 3. Framsóknarmenn séu sam- sekir, vegna þátttöku sinnar í utanríkismálanefnd. Allt eru þetta hreinustu fals- rök, eins og nú skal sýnt verða. Slóðaskapur ísl. stjórnarvalda er ekki utanríkismál. í þeim umræðum, sem Fram- sóknarmenn hafa haldið uppi I um þessi mál, er ekki neitt það, sem getur talizt móðgandi eða viðkvæmt fyrir erlend stjórnar- völd né óhagkvæmt fyrir hags- munl íslands. Blöð stjórnarinn- ar forðast líka vandlega að benda á dæmi um slíkt. Sinnu- leysi og ósamkomulag íslenzkra stj ójnarvalda er líka hreint inn- anríkismál. Blöð stjórnarinnar treysta sér ekki til að verja þessa lesti hennar og hyggjast þvi að reyna að skapa þögn um þá með því að segja: Þetta er utanrík- ismál, sem ekki má ræða. Sú tilraun, sem hér er gerð til að þagga niður óhagstæðar um- ræður fyrir stjórnarvöldin með því, að þær snúist um utanrík- ismál, sem eigi að halda leynd- um, er vissulega athyglisverð fyrir alla þá, sem vllja hafa málfrelsi og lýðfrelsi. Ef ekki má ræða um sölu á fiskl, má þá frekar ræða um sölu 6 kjðtí, síld eða öðrum afurðum? Má þá tala um útflutnlngsupptoætur á kjöti? Má þá tala urn fram- leiðslukostnaðinn 1 landinu, sem er stórt atriOl varBandi út- flutninginn? Er ekki yfirleitt hægt með sllkum hætti að færa allt undir utanrikismál? Er ekki full ástæða fyrir þjóðina að at- huga, hvernig ódugleg ríkis- stjórn hyggst að komast undan réttmætri gagnrýni með því að hrópa: Þetta má ekki ræða, þetta eru utanríkismál. Ósannindm um Rreta. Öllu verr fer þó fyrir stjórn- arblöðunum, þegar þau halda því fram, að Bretar hafi ekki viljað taka á móti íslenzkum samningamönnum. Sannleikur- inn er sá, að Bretar nafa þríveg- is undanfarna tvo mánuði boð- izt til að taka á móti íslenzkum samningamönnum. Ríkisstjórn- inni hugkvæmdist það fyrst 21. desember að biðja Breta um að taka á móti íslenzkri samninga- nefnd, en þá var Tíminn búlnn að skrifa um þetta. Jákvætt svar Breta kom strax fyrir áramótin. Það er næsta óskiljanlegt, hvað stjórninni getur gengið til að verja sig með slíkum ósann- indum, er helzt virðast til þess falin að ófrægja Breta, því að vissulega hefðu þeir sýnt okk- ur mikla ókurteisi, ef þeir hefðu neitað að taka á móti slíkri nefnd. Mun brezkum stjórnarvöldum vafalaust þykja kynlegt að vera þannig sökuð um ókurteisi og óvináttu við ís- lendinga, alveg að tilefnis- lausu. Jafnframt mun þeim þykja þetta lærdómsríkt um starfsaðferðir stjórnarsinna á íslandi. Starf utanríkismála- nefndar. Þá er komið. að þriðja varn- aratriði stjórnarinnar, að Fram- sóknarmenn séu stjórninni’sam- sekir, vegna þátttökunnar í ut- anríkismálanefnd. Jafnframt er sagt, að Framsóknarmenn hafi (Framhald á 8. síðu) í DAG birtist á 3. og 6. síðu grein eftir Pál Zóphóníasson, um mjólkurlögin tíu ára. Á 4. síðu er grein eftýr Björn Egilsson, Sveins- stöðum, er hann nefnir „Gagnrýni leiðtogans“. Neðanmáls á 3. og 4. síðu er grein um norska bæinn Aalvik, eftir Jónas Guð- mundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.