Tíminn - 02.02.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.02.1945, Blaðsíða 6
6 TÍmiMV. föstndagmn 2. febr. 1945 9. blað Áttræðnr: Jón G. Sígurðsson að Hoitúnum í Staðarsveit Einn hinna merkustu bænria, Jón G. Sigurðsson, að Hoftúnui.1 í Staðarsveit á Snæfellsnesi, varð áttræður þann 15. desember. s. 1. .. Helztu æviatriði hans eru þessi: Hann er fæddur að Flögu í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu þann 15. des. 1864, sonur Sig- urðar Gunnlaugssonar, hrepp- stjóra og konu hans, Gúðrúnar Jónsdóttur. f móðurætt er hann kominn af svo nefndri Melaætt í Eyjafirði, sem ýmsir kunnir menn eru komnir af, þar á meðal / Vilhjálmur Stefánsson land- könnuður og fræðimaður, og eru þeir þremenningar að ætterni, Jón G. Sigurðsson og Vilhjálmur. í föðurætt er hann kominn af þekktum bændaættuih í Eyja- firði og hefir hann rakið þá ætt sína til Gottskálks biskups hins grimma. Hugur Jóns stóð mjög snemma til mennta, þó ekki yrði af að hann gengi mennta- veginn, sem kallað er. Nokkurrar fræðslu naut hann þó í uppvext- inuin, þar á meðal naut hann kennslu hjá síra Páli Jónssyni í Viðvík og síra Zophoníasi Hall- dórssyni s. st., og var einn vetur víð nám í Reykjavík. Hann var sýsluskrifari í Rangárvallasýslu árin 1890—1893 og var settur þar sýslumaður sumarið 1891. Árið 1893 kvæntist hann Guð- rúnu Þorsteinsdóttur, ættaðri úr Holtum í Rangárvallasýslu. — Hann fluttist til Reykjavíkur og vann þar margt. Var um skeið skrifari hjá Einari Benedikts- syni skáldi, sem þá rak málflutn- ingsstörf og fasteignasölu í Reykjavík. Árin 1898—1903 var • hann skrifari hjá bæjarfóget- anum í Reykjavík. Árið 1903 fluttist hann að Hofgörðum í Staðarsveit og reisti þar bú og rak þar búskap til ársins 1934. Á því ári dó kona hans og hætti hann þá búskap og hefir síðan verið til heimilis hjá Braga syni sínum, bónda að Hoftúnum, en dóttir hans og tengdasonur hófu búskap að Hofgörðum. Jón G. Sigurðsson er hinn mesti gáfumaður, fjölhæfur og duglegur og hefir leyst af hendi með mestu ágætum öll störf, sem hann hefir stundað, og rak búskap sinn með mestu prýði og rausn. Þar á meðal rak hann jafnan heimilisiðnað miklu meiri en almennt hefir verið og er snillingur í þeirri 'grein. Hann hefir kennt vélspuna og vefnað. smíðað marga vefstóla og spuna- vélar, fundið upp nýjungar á því sviði og verið brautryðjandi um hagnýtingu slíkra tækja og á fleiri sviðum. ‘ Eitt sinn fór hann til Færeyja, til þess að sýna þar slík tæki, fullkomnari en þar þekktust áður, og leið- beina um notkun þeirra. Hann hlaut fyrstu verðlaun fyrir vefn- að á heimilisiðnaðarsýningu árið 1921 og hefir samið rit um heim- ilisiðnaðarmál. Hann hefir haft mikil afskipti af almennum mál- um og gegnt fjölda trúnaðar- starfa og skulu nefnd nokkur þeirra. Er hann var búsettur í Rangárvallasýslu, var. hann deildarstjðri pöntunarfélags þar. Hann var einn af stofnendum fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og formaður hans fyrstu árin eítir stofnunina. í Staðarsveit var hann lengi hreppsnefndar- oddviti, formaður sóknarnefndar Jón G. Sigurösson og safnaðarfulltrúi, i fræðslu- nefnd, sýslunefndarmaður um skeið, forðagæzlumaður og trún- aðarmaður Búnaðarbankans. Stofnaði lestrarfélag og stjórn- aði því. Árið 1922 endurreisti hann Búnaðarfélag Staðarsveit- ar, sem hafði legið niðri um skeið, og var formaðui þess til ársins 1934. Guðrún, kona Jóns, var hin ágætasta kona og var hjónaband þeirra hið farsælasta og hjónin samhent í öllu. Þeim varð 8 barna auðið. Tvö þeirra dóu ung, og einn son misstu þau um tvítugsaldur. Fimm börn þeirra eru á lífi, öll mesta myndarfólk, en þau eru: Bragi bóndi að Hof- túnum, Baldur búsettur í Rvík, Freyja ekkja á Siglufirði, var gift Sveini Guðmundssyni út- gerðarmíinni þar, Iðunn ekkja á Húsavík, var gift Friðgeir Frið- rikssyni þar, og Nanna gift Kristófer Jónssyni, bónda að Ytri-Tungu í Staðarsveit. Eina dóttur eignaðist Jón áður en hann kvæntist, Margréti, skáld- konu og kennslukonu í Reykja- vík. Jón G. Sigurðsson hefir ætíð lesið mikið og er hinn mesti fræðimaður og hugsuður. Eink- um er hann ágætlega að sér í íslenzkum fræðum og skáldskap, og er unun að ræða við hann um slík efni. Þá er hann og skáld gott, þótt hann fari frekar duit með það. En mér er kunnugt um, að hann hefir ort talsvert mikið, þar á meðal ýms ágæt kvæði, og er skaði, ef Jjóð hans fá ekki að koma fyrir almenn- ingssjónir. Þó að hann sé nú orðinn átt- ræður, sén það furðu lítið á hon- um. Hann er enn furðu ungleg- ur, er beinn í baki,. léttur í spori, hefir ágæta sjón og sæmilega heyrn og er ungur og hress í anda. Vinir hans vænta því þess. að hann eigi enn mörg ár ólifað og óska honum fagurs og farsæls ævikvölds. Jón Hallvarðsson. Fimmtngnr: hendi með sömu skyldurækni og lagni, sem annað, er hann vinn- ur að. Um hann held ég að eigi við, flestum fremur, orð Kol- skeggs, er hann sagði: „Og vil ég þar í engu bregðast því, er mér er til trúað.“ Eru slíkir menn jafnan drengir góðir, og vilja margir kjósa sér þá fyrir vini og samferðamenn. — Það er þá líka óhætt að segja, að Einar nýtur mikilla vinsælda meðal sveitunga og sýslunga sinna og samstarfsmanna allra. Og ég hygg, að hann eigi óvildarmenn fáa. •Kvæntur er Einar Þo!rgerði Jónsdóttur, Jóns Brynjólfssonar smiðs og verkstjóra í Vík, hinni mestu myndarkonu. Þau eiga 3 börn upp komin og mannvænleg mjög. Á þessum merkisdegi í ævi Einars Erlendsson munu allir vinir hans senda honum og heimili hans hugheilar ham- ingjuóskir með þökkum fyrir liðnu árin, og við óskum þess, að langur og bjartur starfsdagur sé ennþá framundan með æsku- huga og æskuhugsjónir, sem verma eins og hingað til, þótt 50 ár séu nú að baki. Svb. H. Bókmenntír og listir (Framhald af 3. síðuj ast og þróast, er það gerir hana að leikbrúðu' mannsins, og hún fær eigi „virka“ hlutdeild í erf- iðleikum hans. Leikritið skerpir, á áhrifamikinn hátt, skilning vorn á þroskaréttindum hús- freyjunnar eða konunnar.“ í „Brúðuheimilinu“ eru fimm stór hlutverk: Helmer mála- flutningsmaður leikinn af Stef- áni Jónssyni, Nóra, kona hans, hans, leikin af Öldu Möller, Rank læknir, leikinn af Júlíusi Oddssyni, Kristín Linde, leikin af Jónínu Þorsteinsdóttur og Krogstad málaflutningsmaður léikinn af Hólmgeiri Pálmasyni. Smáhlutverk eru leikin af Önnu Guðmundsdóttur og Önnu Snorradóttur og þrem börnum. Hér verður ekki farið mörgum orðum um leik einstakra leikara. Það skal þó sagt, að þessi leik- för hefir orðið Akureyringun- um fimm, er í henni taka þátt, til mikils sóma. Þeir leystu hlutverk sín vel af hendi á ó- kunnugu leiksviði í viðurvist ókunnugra leikhúsgesta, þar á meðal allra helztu leikara landsins. Ekki sízt munu þeir Stefán og Júlíus verða Reyk- víkingum minnisstæðir. Meginþungi leiksins hvíldi þó á Öldu Möller, er fór með stærsta hlutverkið. Og hún leysti það af höndum af miklum glæsileik, og er efamál, að hún hafi öðru sinni unnið stærri sigur á leik- sviðinu í Iðnó. En mestur heiður ber frú Gerd Grieg, er af mikilli alúð hefir æft og undirbúið þenna leik, og henni er það fyrst og fremst að þakka, að þessi leik- för var farin. Þetta er fimmta norska leikritið, er hún hefir æft og sett á svið hér þessi ár- in, og í tveim þeirra hefir hún leikið sjálf á ógleymanlegan hátt. Það eru ærnar þakkir, er íslenzk leiklist á henni að gjalda. Stjórn og stjórnar- andstaða (Framhald af 3. síðu) engu síður það, sem stjórnar- andstaðan leggur til málanna. V. Það er fávíslega mælt, að stjórnarandstaða í lýðræðisríki eigi eitthvað skylt við þau öfl, er kollvörpuðu lýðveldinu til forna. Til lítils væri nú barizt, ef svo væri. Nær væri að gera sér grein fyrir því, hvað það var sem bjargaöi hinu forníslenzka lýð- veldi frá hruni öldum saman, svo veik sem stjórnarskipun þess var. Aðferðin við kristnitökuna árið 1000 var engin undantekn- ing í vinnubrögðum á Alþingi hinu forna. Hún var reglan. Framkvæmdarvald að nútíma hætti var ekki til. En þegar sterka aðilja greindi á, 'þannig, að til vandræða horfði, var ein- att til staðar nægilega stór hóp- ur hófsamra og þróttmikilla manna, sem mynduðu eins kon- ar framkvæmdarvald í ríkinu. Þeir settu öfgunum til beggja handa kosti. Þeir lýstu hiklaust yfir með vopn í hönd, að þeir mundu veita þeim. aðila, er féll- ist á miðlunartillögur þeirra, en rísa gegn hinum, er eigi vildu sættir. Sagan sýnir, að þannig tókst um aldir að koma í veg fyrri blóðug átök og upplausn ríkisins. En þegar stundir liðu, tókst að „útrýma“ þeim, sem staðið höfðu á milli öfganna. Það tókst að „afmá“ og „gera útlæga" flesta þá, er um sættir höfðu leitað og málum miðlað af heil- um hug til lands og þjóðar. Þá hófst Sturlungaöld á íslandi. Það er þetta ástand, sem ýmsar hetjur úr stjórnarliðinu virðast vilja skapa sér á landi. Hér eiga að þeirra dómi aðeins að vera tveir flokkar. Annars vegar flokkur byltingamanna, sem styðst við öreigalýð og misskipt- ingu lifskja^a. Hins vegar flokk- ur auðjöfra, sem styðst við fjár- magn og atvinnutæki landsins. Slíkum aðiljum getur að vísu til hugar komið, ef sérstaklega stendur á, að gera svikasátt, eins og forðum var gerð við Apavatn. En ef að því kemur, að þessar andstæður „hleypa upp dóm- um“, þ. e. neita að hlýða lands- lögum, en nota „handaflið", beita ofbeldi, eins og oft hefir verið hótað og stundum fram- kvæmt, þótt ekki hafi enn ver- ið í stórum stíl, — ef þetta er gert, þá megum við kenna á vígsvip Sturlungaaldar á ís- landi. Framkvæmdavaldið er enn veikt hér á landi. Mundi þá ekki nú sem fyrr vera þörf milli- flokks, sem drægi úr öfgunum og bæri klæði á vopnin. — En hvað sýnist mönnúm nú um forustuna í elzta lýðveldi heimsins, þegar frjáls stjórnar-. andstaða er talin goðgá og stjórnarblöðin skrifa um það að banna blöð, sem leyfa sér að skýra frá ávirðingum ráðherra í opinberu lífi? Finnst mönnum slíkt viðhorf bera vott um sterkan málstað? — Renna menn ekki grun í, að málstaður- inn kunni að vera veikari en hollt er fyrir þjóðina og sjálf- stæði hennar í framtíðinni? Eínar Erlendsson verzlunarmaður í Vík Einar Erlendsson, verzlunar- maður í Vík, varð fimmtugur 1. þ. m. Hann er fæddur í Engigarði í Hvammshreppi í V-Skaftafells- sýslu, sem nú hefir verið í eyði um allmörg ár. Foreldrar hans voru þau hjónin Erlendur Björnsson trésmiður og Ragn- hildur Gísladóttir, sem byrjuðu búskap í Engigarði en fluttu fljótt til Víkur og bjuggu þar síðan alla tíð. Þar ólst Einar einnig upp hjá þeim frá tveggja ára aldri, og þar hefir hann dvalið og starfað síðan. Hann er að mestu sjálfmenntaður, stund- aði nám 1 vetur í unglingaskól- anum í Vík, en hefir síðan sjálf- ur bætt ofan á, og það svo, að starfshæfni hans, kunnátta og þekking stendur miklu framar en hjá fjölda þeirra, sem langt skólanám hafa stundað. Frá 12 ára aldri hefir hann stundað verzlunarstörf, og þar af lengst hjá Kaupfélagi Skaftfellinga i Vík. Hefir hann starfað þar um 30 ára skeið og notið óskipts trausts og álits allra þeirra, sem honum hafa kynnzt, enda mun það sannast mála, að hann sam- einar marga eða flesta kosti nú- tíma verzlunarmanns, traust- leika og festu, trúmennsku og skyldurækni, reglusemi, lipurð og lagni í allri umgengni við menn, og framúrskarandi góð- vílja og hjálpsemi. Það mun einnig hafa verið leitað eftir að fá hann til forstöðu kaupfélaga annars staðar, en hann hafnað því og kosið heldur að halda tryggð við átthaga og starf það, sem hann hefir vaxið upp í. Hann hefir ekki komizt hjá því, að á hann hlæðust ýms trúnað- arstörf, þótt lítið hafi hann sózt eftir því. Meðal annars hefir hann lengi setið bæði í sveitar- stjórn og sóknarnefnd og gegnt oddvitastörfum i þeim báðum. Hefir hann leyst slík störf af Dáðir vovu dvýgðar Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna, segir frá margvíslegum mannraunum, ævintýrum, svaðilforum og hetjudáðum. Sögurnar gerast á hinum ólíkustu stöðum og umhverfi, allt frá hjarnbreiðunum á nyrztu slóðum jarðarinnar til fjallavatnanna í Sviss, háfjallanna i Tí- bet og sólheitra stranda Arabiu. Allir,’, sem unna stórfenglegum hetjusögum og ævin- týrum, lesa „Dáðir voru drýgðar". __ Kaupið bókina hjá næsta bóksala, eða pantið hana beint frá útgefanda. Bókaúígáfan Fram Lmdargötn 9 A — Rcykjavík — Sími 2353 TÍMINN er víðlesnasta anglýsingablaðið! Smnbund ísl. samvinnufélagq. SAMVINNUMENN: Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. SAVOIX de PARÍS mýhir hiíðina og styrkir. Gefnr henni yndisfagrun Iitblœ og ver hunu hviUnni. IVOTIfl SAVON Sjaínar tannkrem gerir tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. JVOTIÐ SJAFJXAIS TANWKREM KVÖLDl OG MORGNA. Sápuverksmiðjan Sjöin Akureyri ¥ökukonur vaniar á Kleppsspítalaim. Lpplýsingar hjá yfirhjákrnnarkonnnni í síma 2319.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.