Tíminn - 02.02.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.02.1945, Blaðsíða 7
9. blað TtMEXTV, föstiidaginn 2. febr. 1945 7 A víðavangl (Framliald af 2. síðu) flokkar fengu samanlagt í kosn- ingunum 1941. Næstum eins margir verkamenn eða um 1200 hirtu ekki um að taka þátt í kosningunni, þrátt fyrir hinn mikla áróður kommúnista, 372 kusu lista Alþýðuflokksins, er hafði skipulagt kosningarnar frekar illa og 89 skiluðu auðu. Kommúnistar eru þannig í miklum minnihluta í félaginu, þrátt fyrir stuðning Sjálfstæð- ismanna. Þetta sýnir, að Dagsbrún er ekki slíkt höfuðvígi kommún- ista og þeir hafa sjálfir haldið og að völd þeirra innan verk- lýðshreyfingarinnar standa ekki föstum fótum, eins og líka sást bezt á Alþýðusambandsþinginu í haust. Þá voru það Sjálfstæð- ismenn, sem tryggðu þeim meirihlutann, enda hafa kom- múnistar vart unnið sigur innan verklýðssamtakanna, án stuðn- ings Sjálfstæðismanna. Sjálf- stæðismenn hafa talið það betri „pólitik“ að styðja kommúnista en jafnaðarmenn til valda í verkalýðsfélögunum og þeir hafa haldið því áfram, þrátt fyrir stjórnarsamvinnuna. Reynslan mun eiga eftir að sýna Sjálf- stæðismönnum það á annan hátt en þeir æskja, hve „rétt“ sú pólitík er. Furðuleg óskammfeilni. Síðastl. sunnudag er þvi hald- ið fram i Mbl., að nýju skatt- arnir séu afleiðing ákvarðana þeirra, sem Búnaðarþing tók í verðlagsmálunum í haust. Rík- isstjórnin sé því skuldbundin til að halda niðurgreiðslum áfram. Þetta er ekki aðeins rangt, hvað það snertir, að útgjaldaaukning ríkissjóðs stafar ekki af nið- urgreiðslunum, því að þær munu verða sízt hærri í ár en á síðastl. ári. Þetta er einnig rangt að því leyti, að Búnaðar- þing benti á jafna niðurfærslu verðlags og kaupgjalds sem að- alúrræði og hefði því ráði verið fylgt, þyrfti engar niðurgreiðsl- ur. Enn fjarstæðari og óskamm- feilnari verður þó þessi fullyrð- ing Mbl., þegar þess er gætt, að Búnaðarþingið er eini aðilinn, sem hefir slakað til og stigið verulegt skref í niðurfærzlu- áttina. Tilhæfulaus uppspuni. Alþýðublaðið reynir enn að klifa á því, að öngþveiti dýr- tíðarmálanna stafi af því, að Framsóknarflokkurinn hafi rof- ið gefið loforð á árinu 1940 þess efnis, að óbreytt hlutfall skyldi haldast milli kaupgjalds og af- urðaverðs. Slíkt loforð hefir Framsóknarflokkurinn né ein- stakir forráðamenn hans aldrei gefið, og því er allt það, sem Alþýðublaðið hefir sagt -um þetta, ósannindi frá rótum og mun verða hægt að sanna það fyrir dómstólunum, ef Alþbl. sér ekki sóma sinn í því að hætta þessum uppspuna. Hann kemur Alþbl. heldur ekki að neinu gagni, því að öll rök sýna, að afurðaverðið er ekki undir- rót dýrtíðarinnar. Má gleggst marka þetta á því, að síðan sumarið 1943 hefir afurðaverðið ekki mátt hækka, nema kaup- gjaldið hafi hækkað áður, og þó heldur dýrtíðin áfram að hrað- vaxa. Orsakir þess eru hinar sí- felldu kauphækkanir, sem hafa átt sér stað á þessum tíma og aldrei hafa verið örari en nú. Hefði þeirri stefnu Framsókn- arflokksins verið fylgt, að stöðva bæði kaup- og verðhækk- anir, væri nú enginn háski á ferðum. Fimmtugsafmæli Nýlega hafa tveir kunnir Borgfirðingar átt fimmtugsaf- mæli, þeir Sigurður Þorsteins- son frá Hamri í Þverárhlið, nú hafnargjaldkeri í Reykjavík og Jón Guðmundsson frá Kvísl- höfða á Mýrum, nú um langt skeið til heimilis í Borgarnesi. Skíðaskáli í Henglafjöllum. Átta skátar hafa nýlega reist skiSa- skála uppi í Henglafjöllum. Hann er 4x4 metrar að stærð og auk þess smá anddyri. Byrjuðu skátarnir að draga efnlð að skálastæðinu í fyrravetur og hafa nú lokið við smíði hans og þeir komið honum sjálfir upp að öllu leyti. Atvinnuleysísskráningf Munið eftir atvinnuleysisskráningunni, sem fer fram 1 Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7. — Síðasti skráningardagur er á morgun, 3. febrúar. — Af- greiðslutími kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. 4.—6. hefti 2. árg. er nýkomið út. Efni ritsins er þetta: Emil Björnsson: Áramót. Hermann Jónsson: Þjóðnýttur einkarekstur. Jón Ólafsson, lögfræðingur: Hugleiðingar um stjórnarskrá íslands. Broddi Jóhannesson: Fræðslumál og uppeldismál. Sigurður Pétursson, gerlafræðingur: Hlutverk íslenzks landbúnaðar. Egill Bjarnason: Stríð og friður. Sören Sörenson: Listin að þýða. Benedikt Jakobsson: íþróttir — Þjóðarheill. Lúðvík Kristjánsson: Halldóra frá Elliða. Frá Ólínu Jónasdóttur. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: Blóðvöllur þar og hér. Klemens Tryggvason: Öngþveitið í verðlagsmálunum. Gömul saga. E. H. Carr: Um stjórnskipunarmál. Broddi Jóhannesson: Merkigilsskógur. Sami: Verndun og efling verklegrar menningar. Úr dagbók Leiru-Gríms. Ritið fæst í bókaverzlunum en nýir áskrifendur tilkynni nöfn sín í Bókaverzlun Kr. Kristjánssonar, Hafnarstræti 19. — Sími 4179. Happdrætti Háskóla Islands Sala liliiíamiðit 1945 er hafin. Fyrirkomulag að öllu leyti hið sama sem síðasta ár. Viningar 6000, aukavinningar 29, samtals 2.100.000,00 krónur. Uinboðsmenii í Reykjavík eru: Anna Ásmundsdóttir og Guðrún Björnsdóttir, Austur- stræti 8, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, Verzlunin Höfn, Vesturgötu 12, sími 2814. Einar Eyjólfsson kaupmaður, Týsgötu 1, sími 3586. Elís Jónsson kaupmarður, Kirkjuteig 5, sími 4970. Helgi Sívertsen framkvæmdastjóri, Austurstræti 12. Jörgen J. Hansen, Laufásveg 61, sími 3484. Maren Pétursdóttir, Verzl. Happó, Laugaveg 66, sími 4010. St. A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Sigbjörn Ármann, heimasími 2400. Stefán A. Pálsson, heimasími 2644. Umboðið á Klapparstíg 14 hefir verið lagt niður. IlmbolSsmenii í Hafnarfirði: Valdimar Long kaupmaður, Strandgötu 39, sími 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, Strandg. 41, sími 9310. Kápubúðin Laugavegi 35. Rýmíngaútsala vegna plássleysis Innilegt þaJcJclcetí til allra Jiinna mörgu vina og vanda- manna fjœr og nder, sem heiðruðu mig og Jconu mlna, Gnð- rúnu Árnadóttur, með heimsóJcnum, heillaósJcum og gjöf- um, l tilefni af 25 ára hjúsJcaparafmœli oJcJcar s, l. vor og sextugsafmœli mlnu 11. janúar. SIGURÐUR EINARSSON, Vogi. Úr mimim bæjar- dyrum. (Framhald af 4. slSu) Rótttekir. Róttækir menn eru oft hug- .sjónamenn. Þeir sjá í anda framundan betri og bjartari tíma, ef þessu eða hinu er ger- breytt frá því sem er. „Velta í rústir og byggja á ný“ er þeirra „mottó“ margra hverra. En þeir gæta þess síður, að oft er hætt við, að gömul og góð verðmæti verði undir rústunum. . Þeir, sem hafa góð lífskjör, eru sjald- an mjög róttækir. Þeir una glaðir við sitt. En þeim, sem erf- ið lífskjör ama að, verða oft rót- tækir. Og er það ekki eðlilegt, að þeir fari þá stundum yfir hið æskilegasta mark? Þar sem ein- staklingsauðurinn er mestur og yfirdrottnunin og kúgunin hat- römust, þar verður byltingar- hugurinn mestur. Rússland er þar gott dæmi. Og þó að sóða- legar væru aðfarir bolsévikk- anna, þegar þeir voru að brjót- ast til valda í Rússlandi, þá er aðdáunarvert fjöldamargt, sem þeir hafa byggt upp af rúst- unum. Væri betur að þeir, sem mest hanga hér aftan í Rúss- unum, tækju hinar jákvæðu umbætur eftir þeim, heldur en að dingla eins og pjáturdós 1 hundsskotti aftan í erlendri þjóð og taka helzt upp það, sem síð- ur skyldi frá fyrirmyndinni. Ég myndi verða glaður í mín- um bæjardyrum, sæi ég úr þeim, að hinir róttæku menn byltu ó- sómanum í rústir í stað þess að ánetjast honum. Einnig ef þeir gerðu stórfelldar umbætur, einkum á kjörum þeirra, sem erfiðast eiga. Heill væri hinum róttæku mönnum, kappkostuðu þeir að auka sinn eigin þroska og annara, en legðu ekki mesta stund á að héimta allt af öðrum, sbr. t. d. anda þann, er kom fram í hátíðaræðu eins verka- lýðsforingjans á Austurvelli um árið, er hann sagði: Við vonum að okkur takist að gera sem mestar kröfur í dag. — Já, það myndi líka gleðja margan góð- an íslending, ef synir íslands hættu að tosa ættjörðina í sund- ur í austur — eða vestur, heldur héldu í hana óklofna á sínum stað, varðveitandi allt sem er gott, íslenzkt og þjóðlegt. ísland fyrir íslendinga, kurt- eisi og vinsemd í garð annarra þjóða, en burt með undirlægju- háttinn og hina hundflötu þjónkun við erlendar, fjarskyld- ar stórþjóðir. tslcnzk tunga . . . (Framhald af 4. síSu) nítjándu öld, fannst því samt, að nú væri verið að saurga og spilla helgum réttindum þess. Tiltæki Stefáns Gunnlaugs- sonar var kært fyrir stiftamt- manni, sem aftur krafði hann sagna um markmiö auglýsing- arinnar. En Stefán svaraði ein- arðlega og kvaðst vilja gera sitt til þess að venja bæjarbúa af því að tala þáð „hrognamál, sem í Reykjavík væri orðið tízka, en væri hvorki íslenzka né danska, heldur hlægilegur málblending- ur.“ Við þetta féll málið niður um sinn. En um sumarið eftir var Stefáni Gunnlaugssyni veitt lausn frá land- og bæjarfógeta- störfum, þótt hann gegndi land- fógetastarfinu enn um eins árs skeið. Þótti efalítið, að eitthvert samband væri á milli þess- arar frávikningar-og kröfu Stef- áns veturinn áður um það, að íslenzkt mál sæti í fyrirúmi í höfuðstað landsins. Og það er ekki ein öld síðan þetta gerðist. stendnr yfir í 14 daga Vetrarkápur — Swaggerar, Frakkar — Kvenkjólar, Barnakápur — Barnakjólar, Dag- og samkvæmiskjólar, Kvent'skur — Hanzkar, Undirföt — Náttkjólar, Samkvæmistöskur, einnig T aubútar melS sérstöku tæki- færisverði. Sígurður Gu^mundss. Sími 4278. MEDUSA Steypuþéttiefní og vatnsþétt. Sementsmálning aftur fyrirliggjandi. clón LoftssoD Sent gegn eftirkröfu_Sími 1291. Verkamenn til lands og sjávar Vandaðir Ný k o m í ð: mjólknrbrúsar Góð blá Khaki vinnuföt, Nankinsföt, Samfestingar, Peysur, Skinnjakkar, Reiðjakkar, Stormblússar, Nærföt, 2 teg. Olíufatnaður. 30 lítra Syrirliggjandi Breiðfjörds blikksmidja og tinhúdun Réykjavík. Gúmmístakkar. Gúmmísvuntur. Jördin Efri-Tunga í Örlygshöfn, Patreksfirði, er til sölu. Á jörðinni eru ný gripahús Sendum gegn póstkröfu um land með hlöðu °S íbúðarhús byggt 1943, allt úr steini. Gjögrar, 1 land- allt. areign Tungu, eru löggiltur verzlunarstaður. Sjóklæðí &Fatnaður Nánari upplýsingar gefur Varðarhúsinu — Reykjavík. Sími 4513. Sími 4297. Helgi Hermssnn Eirikssoii, Sóleyjargötu 7, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.