Tíminn - 06.02.1945, Blaðsíða 2
2
TÍMlNiy, þriðjjndagiim 6, febr. 1945
10. blað
Þriðjuduyinn 6. febr.
Fólksfjölgunín og
%___í.
Glöggur maður hefir reiknað
út, að fjölgi íslendingum áfram
jafnört og seinustu áratugina,
þá verði um 280—300 þús.
manns i landinu um næstu
aldamót. Þótt útreikningur þessi
geti raskast af ýmsum orsökum,
er hann samt sem áður glögg
vísbending um að skapa verður
skilyrði fyrir margfalt fleiri
heimilamyndanir á næstu ára-
tugum en hingað til hefir þurft.
Sú spurning hlýtur þá fyrst
og fremst að vakna: Hvar eiga
hin nýju heimili að risa? í stór-
borgum eða dreifbýli.
Vafalaust mun fólksfjölgun
halda áfram í stórbæjum, en
þjóðinni getur þó veríð háska-
legt, að sú fjölgun verði of mikil.
Því meir sem henni fjölgar,
verður það nauðsynlegra, að
hagnýta náttúruskilyrðin sem
bezt og auka fjölbreytni fram-
leiðslunnar. Þetta yerður ekki
gert nema byggðin sé dreifð um
landið. Þess vegna verður óhjá-
kvæmilegt að halda við dreifðri
byggð, enda mun fólksfjölgunin
gera mögulegt að draga úr
verstu göllum hennar, fólksfæð-
inni og einangruninni. Eitt
helzta úrræðið í þessum efnum
er að koma upp mörgum nýjum
sveita- og sjávarþorpum. Út frá
þeim getur svo dafnað dreifbýli,
er nýtur góðs af tengslunum við
þau.
í hinum nýju þorpum má
stunda landbúnað og iðnað eða
landbúnað, sjávarútveg og iðn-
að jöfnum höndum. Þá er af-
koman tryggust, þegar hún hvíl-
ir á mörgum stoðum. Sjálf
fólksfjölgunin í landinu mun
krefjast stórfelldrar aukningar
þessara atvinnugreina, þó eink-
um landbúnaðarins. Pólksfjölg-
unin mun nú skapa árlega þörf
fyrir aukna landbúnaðarfram-
leiðslu, er svarar til afurða 30—
40 meðalbúa, og er fólkinu fjölg-
ar enn meir, þarf aukningin vit-
anlega að verða stórfelldari. Þá
þarf ekki síður að kappkosta að
framleiða fyrir erlendan mark-
að en innlendan.
Framsóknarflokkurinn er sá
íslenzki st j ór nmálaf lokkurinn,
er haft hefir gleggstan skilning
á framtíð þorpanna. Honum
hefir verið ljóst, að það er fjar-
stæða að ætla að leggja heilar
sveitir og héruð í eyði, eins og
ýmsir tala um, og færa alla
byggðina á smákringlur um-
hverfis stærstu kaupstaðina.
Slíkt gæti kannske verið eðlilegt
hjá þjóð, sem er að minnka, en
ekki hjá þjóð, sem er að stækka.
Vaxandi þjóð þarf að nota öll
afkomuskilyrði lands síns og
verkefni hennar er ekki að
leggja niður byggð, heldur að
auka byggðina. Verkefni slíkrar
þjóðar er að gera dreifbýlið
betra og hyggilegra, með þvi m.
a. að koma upp þéttbýlum
hverfum og þorpum, þar sem
skilyrðin eru bezt. Það er eitt
gleggsta dæmið um lífsmátt
hverrar þjóðar, hvort hún eyk-
ur byggðina eða dregur hana
saman. Bandaríkin myndu ekki
vera til sem stórveldi, ef land-
náihsmenn þeirra hefðu látið
sér nægja að staðnæmast á
austurströndinni og látið hið
mikla land ónotað að öðru leyti.
Rússar væru löngu sigraðir í
þessari styrjöld, ef þeir hefðu
ekki haft frámsýni til að færa
út byggðina og reisa hin miklu
iðjuver og efla blómleg land-
búnaðarhéruð bak við Úralfjöll.
Fyrir atbeina Framsóknar-
flokksins voru á þingi 1941 sett
lög um landnám ríkisins, er
hafa þann megintilgang að
koma upp nýjum sveita- og
sjávarþorpum í landinu. Lögin
gera ráð fyrir tvennskonar býl-
um í þorpunum, eftir því, hvort
þau eiga að byggjast á land-
búnaði aðallega eða að styðjast
jafnhliða við aðra atvinnugrein.
Ætlast er til að ríkið annist
ræktun býlanna að mestu leyti
og hjálpi til við aðrar fram-
kvæmdir. Árlegt framlag ríkis-
ins til þessarar starfsemi skyldi
a. m. k. vera 250 þús. kr. á ári,
ERLENT YFIRLIT;
Styrjöldin í V.-Þýzkalandí
Á víðavangi
Landshöfn á
Snæfellsnesi.
Um það hefir lengi verið rætt,
að komið yrði upp landshöfn á
Suðurnesjum og er þá við það
átt, að ekki aðeins heimabátar,
heldur einnig aðkomubátar geti
notið þeirrar hafnaraðstöðu,
sem sköpuð verður með þessari
framkvæmd. Hafa útvegsmenn
víða um land sózt eftir að geta
látið báta sína stunda fiskveið-
ar þaðan yfir vetrarvertíðina, en
slíkt reynzt mjög örðugt, vegna
ónógra hafnarmannvirkja.
Vafalaust verður þessu máli
hrundið í framkvæmd innan
tíðar, en með því verður þetta
mál ekki að fullu leyst. Fiski-
miðin á Faxaflóa eru ekki stærri
en það, að tala bátanna, sem
getur sótt á þau, verður alltaf
nokkuð takmörkuð. Það þarf því
að koma upp fleiri landshöfnum
og virðist þá ekki annar staður
æskilegri en utanvert Snæfells-
nes. Þaðan er skammt á einhver
fiskauðugustu mið landsins og
útgerð þaðan er enn teljandi
lítil, vegna lélegra hafnarskil-
yrða í helztu þorpunum á þess-
um slóðum. Hellissandi og Ólafs-
vík.
Það er álit kunnugra, að í
Rifsós á Snæfellsnesi megi koma
upp góðri fiskiskipahöfn. Til
þess mun að vísu þurfa allmik-
inn uppmokstur, en slíkt ætti
að vera vel kleift með nútíma-
tækni. Þarna var fyrr á öldum
ágæt höfn,*nda mikill verzlun-
arstaður, en hún hefir fyllst af
árframburði. Þegar uppmokstr-
inum sleppir, eru þarna hin á-
kjósanlegustu hafnarskilyrði.
Það verður að teljast alveg
sjálfsagt, að rannsökuð verði
tafarlaust hafnaraðstaðan í
Rifi og síðan hafizt handa um
hafnarbætur þar, ef kleifar
þykja. Þegar slíkt mannvirki
væri komið upp, myndi
bess skammt að bíða, að frá
norðanverðu Snæfellsnesi yrði
aftur eitthvert mesta útræði
landsins, til hags fyrir almenn-
ing þar og alla landsmenn.
Fimmföld
framleiðsluaukning.
Jón Pá lepur nýlega upp í
ísafold þann óhróður Einars Ol-
geirssonar í eldhúsumræðunum
í vetur, að sjávarútveginum
hafi stórhnignað á stjórnarár-
um Framsóknarflokksins, eins
og fækkun togaranna hafi borið
merki um. Sannleikurinn er sá,
að óvenjuleg vaiidkvæði steðj-
uðu að útveginum á þessum
tíma, þar sem saltfiskmarkað-
irnir lokuðust að mestu, og fisk-
urinn var því lítt eða ekki selj-
anlegur. Kippti þetta úr togara-
útgerðinni hér, líkt og víðast
annars staðar. Til að bæta úr
þessum miklu vandkvæðum, er
hlutust af markaðslokuninni,
var að tilhlutun Framsóknar-
flokksins hafizt handa um ýms
ný úrræði og þá fyrst og fremst
byggingu hraðfrystihúsa og efl-
ingu síldarútvegsins, er byggð-
ist á auknum sildarverksmiðjum.
Árangurinn varð sá, að hrað-
frysting fisksins varð mjög álit-
leg og umfangsmikil atvinnu-
grein og síldarútvegurinn fimm-
faldaðist, eins og sést á því að
1923—27 nam meðalsíldaraflinn
322 þús. hl., en árin 1937—41
nam meðalaflinn 1730 þús. hl.
Með þessum ráðstöfunum var
sjávarútveginum bjargað frá
hruni, sem annars hefði hlotist
af lokun saltfiskmarkaðanna.
Mættu stjórnarflokkarnir nú
sannarlega verða ánægðir, ef
þeir gætu síðar sýnt fram á
aðra eins nýsköpun og fimm-
falda aukningu síldaraflans, líkt
og varð á hinum verstu kreppu-
árum undir stjórn Framsóknar-
flokksins.
Áttföld útgjaldaaukning.
í ísafold er nýlega kyrjað
gamla lagið, að mikil óreiða og
sukk hafi ríkt í fjármálum rík-
isins, þegar Framsókharflokk-
urinn hafði fjármálastjórnina.
Hins er ekki getið, að Sjálfstæð-
ismenn hafa nú haft fjármála-
stjórnina samfleytt undanfarin
5 ár og því fengið góðan tíma
I til að bæta úr sukkinu og óreið-
unni. Allan þann tíma muna
| menn ekki eftir annarri við-
'leitni Sjálfstæðismanna til að
! uppræta sukkið og óreiðuna frá
Framsóknartímanum en þeim
tillögum Jakobs Möller að fella
niður framlög til landbúnaðar-
ins og svo loks þá tillögu Péturs
Magnússonar nú að fella niður
framlagið til áburðarverksmiðj -
unnar! Hins vegar hafa menn
orðið þess vel varir, að ríkisút-
gjöldin hafa vaxið hraðara en
nokkuru sinni fyrr, enda er nú
svo komið að þau verða nær
8-falt meiri á þessu ári en 1938,
þegar Framsóknarmenn höfðu
seinast fjármálastjórnina. Og
skattarnir og álögurnar á al-
menningi hafa vaxið að sama
skapi og er veltuskatturinn
kórónan á því sköpunarverki.
Og svo koma þessir menn, sem
þannig hafa stjórnað og þykj-
ast geta áfellst fyrirrennara
sína um sukk og óreiðu.
Pánafnið.
Jón Pá birtir nýlega heila rit-
gerð um það í Mbl., hvernig
Pá-nafn hans muni tilkomið.
Þykist hann ekki vita með vissu,
hvort það stafi frekar af því,
að menn vilji líkja honum við
hinn forna höfðingja Ólaf Pá
eðar páfugl. Jón er þó eini mað-
urinn, sem getur upplýst þetta,
því að hann var fyrsti maðurinn,
sem notaði nafnið. Hann undir-
ritaði grein, sem hann skrifaði
í Mbl. um það leyti, sem hann
varð „bændaritstjóri“, þannig,
að hann lét orðið Pá koma á
eftir eiginnafninu. Mönnum
fannst þetta svo táknrænt fyrir
Jón, að Pánafnið festist við
hann.
Sjálfstæðismenn og
Dagsbrúnarkosningin.
Mbl. segir, að það sé rangt, að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi fylgt
kommúnistum í Dagsbrúnar-
kosningunum.
í tilefni af þessu nægir að-
benda á þau ummæli Mbl. sjálfs,
„að A-listi var borinn fram og
studdur af Sosialistaflokknum
og Óðinsmönnum,“ en Óðins-
menn eru meðlimir Óðins, sem
er málfundafélag Sjálfstæðis-
verkamanna. Varaformaður Óð-
ins var líka í stjórnarsæti á list-
anum. Ennfremur hefir Alþýðu-
blaðið ekki aðeins skýrt frá því,
að Sjálfstæðismenn hafi kosið
með kommúnistum, heldur einn-
ig lagt til bíla til að smala at-
kvæðunum fyrir þá!
Verkin sýna því bezt merkin.
Mbl. mu heldur ekki gagna sú
afsökun, að foringjar Sjálfstæð-
ismanna ráði ekki því, sem Sjálf-
stæðisverkamenn gera í þessum
efnum. Það er álíka röksemd og
að halda því fram, að valdhafar
Rússlands séu áhrifalausir um
það, sem kommúnistaflokkarnir
annars staðar aðhafast Ættu
forsprakkar Sjálfstæðisfl. að
reyna að læra aðra betri hluti
af Stalin, en slíkan málflutning,
t. d. ákvæðisvinnuna.
Það er alveg tilgangslaust
fyrir forsprakka Sjálfstæðisfl.,
að ætla að leyna því, að völd
sín í verklýðsfélögunum eiga
kommúnistar Sjálfstæðismönn-
um að þakka. Þessi samvinna
byrjaði í Hlíf í Hafnarfirði 1939
og hún hefir haldið áfram, þrátt
fyrir stjórnarsamvinnuna nú,
eins og líka sást á því, að meiri-
hluti kommúnista á Alþýðusam-
bandsþinginu í haust byggðist
á stuðningi Sjálfstæðismanna.
Sjálfstæðisforkólfarnir hafa tal-
ið og telja sér hagkvæmara
að efla kommúnista til valda þar
en Alþýðuflokksmenn. Þeir eiga
eftir að reyna, að með því hafa
þeir eflt þann draug, sem mun
verða þeim sjálfum verstur áður
en lýkur. Frh. á 7. síðu.
Styrjöldin á austurvígstöðv-
unum hefir að vonum verið
helzta umtalsefnið undanfarn-
ar vikuÝ. Hin hraða framsókn
Rússa hefir bæði sýnt meiri
styrk þeirra og veikari varnir
Þjóðverja en við hafði verið bú-
izt. Það hefir jafnframt skýrzt
fullkomlega, að það var hreint
feigðarflan hjá Þjóðverjum að
hefja gagnsóknina á vesturvíg-
stöðvunum um jólaleyti, þar sem
hún hefir kostað þá mikla lið-
flutninga að austan og veikt
stórlega varnir þeirra þar.
Margir herfræðingar líta
þannig á, að raunverulega hafi
Þjóðverjar verið búnir að gefa
upp vonina um að verja Pólland
og hafi því haft tiltölulega lítið
lið þar í fremstu víglínu. Þetta
virðist m. a. sjást á því, að Rúss-
ar hafa yfirleitt ekki skýrt frá
mikilli fangatöku né mannfalli
í liði Þjóðverja. Líklegast er
talið, að Þjóðverjar hafi ætlað
að hafa aðalvarnarlínu sína um
borgirnar Danzig—Posnan—
Breslau, og reyna jafnframt að
halda opinni landleið til Austur-
Prússlands. Þetta hefir þeim
misheppnazt, þar sem Rússar
hafa lagt leið sína fíamhjá
þessum aðalvirkjum og rofið
skörð í varnarlínu Þjóðverja,
þar sem hún var veikust fyrir.
í gegnum þessi skörð hafa Rúss-
ar sótt inn í. Þýzkaland, án
þess að Þjóðverjar kæmu veru-
legum vörnum við, enda hlaut
það alltaf að taka talsverðan
tíma fyrir þá að gera gagnráð-
stafanir eftir að aðalvarnarlín-
an var rofin, því að varnarskil-
yrði frá náttúrunnar hendi voru
þama engin til hjálpar, líkt og
á vesturvígstöðvunum. Eins og
sakir standa má segja, að ekki
sé til nein raunveruleg víglína
í Austur-Þýzkalandi, þar sem
mikill þýzkur her er enn að baki
þeim herjum Rússa, er lengst
hafa sótt fram. Rússar hafa
ekki gefið sér tíma til að eyða
þessu liði, heldur lagt megin-
kapp á framsóknina, því að
vafalaust hafa þeir gert sér
vonir um að komast allt til Ber-
línar, þegar varnarlína Þjóð-
verja brást. En miklu skiptir
fyrir Rússa að ná þessu tak-
marki sem fyrst eða áður en
fflDD/R NÁ6RANNANNA
en það myndi svara til meira en
1 milj. kr. nú, miðað við vinnu-
laun.
Framsóknarmenn fóru úr
stjórn landsins áður en þeim
gafst annað tækifæri til að hefj-
ast handa um framkvæmd lag-
anna en að festa kaup á landi
í Ölfusi undir slíkt þorp. Næstu
ár var illkleift að fá vinnu-
afl til þessara framkvæmda
vegna setuliðsvinnunnar. Nú er
þetta breytt, þar sem setuliðs-
vinnan er að mestu horfin og
vinnuafl ætti því að fást. Fram,-
sóknarmenn fluttu því þá til-
lögu nú á þinginu, að á fjárlög-
um þessa árs yrði varið 750 þús.
kr. til slíkra framkvæmda. Þótti
ekki ráðlegt að fara fram á
hærri fjárveitingu að sinni.
Stjórnarliðið brást eigi að síður
illa við þessari tillögu og felldi
hana. Vakti sú framkoma sósíal-
ista ekki sízt athygli, þar sem
þeir hafa reynt að' slá sig til
riddara með því, að þeir hafi
mikinn áhuga fyrir að koma upp
sveitaþorpum. Reyndist hér
sem oftar, að þeir meina lítið
með umbótáglamri sínu.
Þá fluttu Framsóknarmenn
tillögu þess efnis, að ríkisstjórn-
inni yrði heimilað að kaupa land
af eigendum Egilsstaða á Völl-
um undir fyrirhuguð sveitaþorp
þar, sem það er mikið áhugamál
manna þar eystra að koma upp
slíku þorpí. Þessi tillaga var tví-
felld.
Það blæs því ekki byrlega
fyrir þessu stórfellda framtíð-
armáli hjá þeim flokkum, sem
hafa þó gefið einhver stórfelld-
ustu „nýsköpunar-loforð“, sem
þekkst hafa. Þetta er þó engan
veginn eina umbótamálið, er
hlotið hefir slíkar undirtektir
þeirra, enda er fjármálastefnu
þeirra þannig háttar, að þeir
geta lítt sinnt umbótamálum,
jafnvel þótt þeir vildu.
En þótt mál þetta eigi erfitt
uppdráttar um stund, má samt
ekki hætta baráttunni fyrir því,
heldur herða hana. Jafnhliða og
baráttan er hert fyrir myndun
nýrra sveita- og sjávarþorpa,
þarf svo vitanlega að efia þau
þorp og kauptún, sem fyrir eru
og átt geta örugga framtíð. Það
eru þorpin, sem eiga að taka á
móti stórum hluta fólksfjölgun-
arinnar. Þau eiga að rísa sem
víðast í sveitum landsins og vera
þeim aflgjafi og styrkur. Þau
eru ein öruggasta trygging þess,
að hér verði haldið uppi því
dreifbýli, sem nauðsynlegt er til
að náttúrugæði landsins nýtist
og menning þjóðarinnar glatist
ekki í stórborgum, þar sem hún
er varnarminnst fyrir erlendum
ágangi.
Landssamb. íslenzkra útvegsmanna
fær ööru hvoru sérstakár síður í Mbl.
til umráða. Eín slík síða var i blaðinu
30. f. m. og sagði þar á þessa ieið.:
„Mjög hefir verið erfitt að fá
sjómenn á vélbáta að þessu sinni.
— Veldur því fyrst og fremst að
starfið er erfitt og ónæðissamt, en
hefir þó verið verr launað síðustu
ár en almenn vinna í landi. Venj-
an var sú, að duglegustu mennirii-
ir völdust til bátanna og þá fyrst
og fremst á sjóinn, en þegar þelr
nú sáu, að þeir báru minna úr
býtum en liðléttingar, sem unnu
almenna landvinnu, og virtist ekki
útlit fyrir leiðréttingu á.því, nema
síður væri, þá var ekki nema eðli-
legt að þelr kysu heldur að fara
i land „og hafa það rólegt", en
hafa þó von um að bera eins mikið
úr býtum. — Hefir þessa sérstak-
lega gætt í þeim sjávarplássum,
þar sem kaupið í landi er hæst,
eins og t. d. á Akranesi, þar er að-
eins lítill hluti skipverja bátanna
Akurnesingar, þvi að þeir ætla
flestir að stUnda landvinnu, en
hvort þeir fá allir stöðuga vinnu
í landi, verður reynslan að skera
úr, en sagt er, að mikið skorti á,
að svo sé ennþá.
Er hér um mikið alvörumál að
ræða, sem þarf að ráða bót á hið
bráðasta, ella er hætta á, að. illa
takist til með „nýsköpunina", því
að sennilega er ekki meiningin að
leggja upp jafnmörgum eða fleir-
um af þeim bátum, sem til eru í
landinu, og þeim, sem inn verða
fluttir eða smíðaðir hér, samkv.
„nýsköpunar-plönunum," en elns
og nú horfir við, virðist ekki annað
vera fyrir hendi."
Ríkisstjórnin virðlst þó ekki sjá þann
háska, sem hér er á ferðum, því að
enn er haldið áfram að hækka kaup
landverkafólks og auka þannig launa-
bilið milli þess og sjómannanna. Með-
an svo stefnir, er full ástæða til, að
útvegsmenn óttist um, að sá verði all-
ur árangurinn af „nýsköpuninni," að
leggja verði upp bátunum!
* * *
Alþýðublaðið ræðir í forustugrein
2. þ. m. um þá afneitun Mbl., að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki stutt
kommúnista í Dagsbrúnarkosningunni.
Alþbl. segir m. a.:
„Morgunblaðið hefir verið þög-
ult um stjórnarkosninguna í Dags-
brún í þetta sinn og sjálfsagt haft
sínar ástæður til þess. En í gær
gat það ekki lengur á sér setið
vegna nokkurra orða, sem fallið
hafa um Dagsbrúnarkosninguna í
Tímanum; og nú játar blaðið það,
sem hér hefir verið sagt, þótt
Þjóðviljinn hafi kynokað sér við
því að viðurkenna það, — að
Sjálfstæðismenn hafi stutt lista
kommúnista við stjórnarkosning-
una.
Morgunblaðiö segir: „A listi var
borinn fram og studdur af Sósíal-
istaflokknum og Óðinsmönnum."
Hér þarf því ekki lengur vitnanna
við, hvað sem Þjóðviljinn kann að
segja til þess að reyna að breiða
yfir bandalag kommúnista við í-
haldið; því að Óðinsmenn eru,
sem kunnugt er, meðlimir í mál-
fundafélagi Sjálfstæðisflokksins í
Dagsbrún.
En Morgunblaðið væri ekki
Morgunblaðlð og málgagn Ólafs
Thors forsætisráðherra núverandi
ríklsstjórnar, ef það reyndi ekki
samstundls að klóra yfir hina
pólitísku þýðingu þessarar játn-
ingar. Hitt er svo annað mál,
hversu höndulega þvi ferst það.“
Já, Mbl. væri vissulega ekki mál-
gagn Ólafs Thors, ef það reyndi ekki
að hylma yfir sannleikann. Eftir að
hafa birt um rætt klór Mbl. orðrétt,
farast Alþbl. svo orð:
„Þetta'er gáfuleg skýring á þætti
Sjálfstæðismanna í stjórnarkosn-
ingunni í Dagsbrún eða hitt þó
heldur! Sjálfstæðisflokkurinn, seg-
ir Morgunblaðið, hefir ekkert
blandað sér í deilurnar milli Al-
Þjóðverjar gætu endurskipulagt
varnir sínar og leysingarnar
kæmu til sögunnar, en þeirra
er nú von á hverri stundu og
munu þær torvelda mjög flutn-
inga Rússa.
Þótt þýzki herinn hafi enn
ekki orðið fyrir miklu mann-.
tjóni, á hann nú orðið
miklu óhægri aðstöðu en áð-
ur, þar sem stórir hlutar hans
eru einangraðir. Vafalaust munu
Þjóðverjar láta hinar einangr-
uðu hersveitir sínar vinna sem
mest tjón á aðflutningaleiðum
rússnesku framherjanna, þar
sem þess er kostur, og gera
þeim þannig ógreiðara fyrir.
Jafnframt munu Þjóðverjar
leitast við að stöðva framsókn
Rússa á þeim stöðvum, þar sem
hún er þeim hættulegust, og
virðist þeim sumstaðar hafa
tekizt það, t. d. við Breslau.
Næsta skref Þjóðverja verður
svo að reyna að hefja gafnsókn
áður en Rússar geta flutt meg-
inlið sitt til vígstöðvanna. Að-
eins með gagnsókn, þótt lítinn
árangur beri, geta Þjóðverjar
tafið fyrir Rússum að ráði.
Gagnsókn getur alltaf haft þann
kost, að rugla hernaðaráætl-*'
anir andstæðinganna, líkt og
Þjóðverjum hefir tekizt á vest-
ur ví gstöðvunum.
Það, sem veldur Þjóðverjum
mestum baga, er mannfæð
þeirra í samanburði við Rússa.
Talið er, að á austurvígstöðv-
unum sé einn þýzkur hermaður
móti 3—5 rússneskum. Auk þess
er þýzki herinn dreifður á
stórri víglínu, svo illt er að safna
miklum her til áhlaupa á einum
stað. Miklir herir eru líka ein-
angraðir, um 25 herfylki í Kúr-
landi (Lettlandi) og líklegast
öllu meira lið í Austur-Prúss-
landi. Þessa liðs verður lítil not
til gagnsóknar, en það hefir
hins vegar þann kost, að það
bindur mun meira rússneskt lið
á þessum slóðum.
Fari svo, að Rússum mistak-
ist að ná Berlín að þessu sinni,
munu þeir vafalaust leggja á-
herzlu á, a. m. k. meðan leys-
ingarnar standa yfir, að treysta
aðstöðu sína á þeim stöðum, er
þeir hafa náð, og uppræta
(Framhald á 7. síðu)
þýðuflokksins og Sósíalista í Dags-
brún, og mun ekki gera, meðan
samvinna er við þessa flokka um
ríkisstjórn. Og .Sjálfstæðismenn í
Dagsbrún, þ. e. Óðinsmenn, eru,
segir Morgunblaðið, í því efni í
fullu samræmi við skoðun og
stefnu Sjálfstæðisflokksins. En við
stjórnarkosninguna í Dagsbrún
kemur þessi „skoðun" og „stefna",
svo og þetta „samræmi" fram í
því, að Sjálfstæðismenn eru eins
og útspýtt hundsskinn fyrir komm-
únista og greiða atkvæði með lista
þeirra! Eða eins og Morgunblað-
ið segir: „A listi var borinn fram
og studdur af Sósíalistaflokknum
og Óðinsmönnum."
Sjálfstæðisflokkurinn heldur
þannig upp teknum hætti, að
styðja kommúnista á móti Al-
þýðuflokknum í verkalýðsfélögun-
um. Um það verður ekki villst
eftir Dagsbrúnarkosninguna. í
því efni hefir ekkert breyzt við
stjórnarsamvinnuna, þrátt fyrir
allt hlutleysishjal og fagurgala
Morgunblaðsins. Það er bezt fyrir
alla, að gera sér það vel ljóst."
Já, og það er bezt fyrir Mbl. að
vera ekki að reyna að hylma yfir
þetta. Það eru forsprakkar Sjálfstæð-
isflokkinn, sem hafa lyft kommúnist-
um til valda í verkalýðsfélögunum,
svo hyggilegt, sem það er.
* * *
Svo er nú komið, að Mbl. treystir
sér ekki lengur til að verja veltuskatt-
inn. í forustugrein Mbl. 28. f. m. segir
m. a. á þessa leið:
„Fjármálaráðherranum er ljóst,
að veltuskatturinn hvílir ekki á
þeim grundvelli, sem skattar eru
almennt á lagðir. Hann getur kom-
ið mjög óréttlátt niður.“
Það er vissulega ekki ofsagt, að
veltuskatturinn „geti komið óráttlátt
niður"! Og þó verður hann vissulega
ekki seinasta óréttlætið, er hljótast
mun af ófarnðarstefnu þeirri, sem nú
er fylgt í fjármálunum.