Tíminn - 06.02.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.02.1945, Blaðsíða 5
10. blað t: ik 11 VT]\, briðjndagiim G. febr. 1945 5 Kvennabálkur - ------ -Timans Handprjónuð undirf öt úr ull a r g a r n i . Efni: 3 hespur af 3-földu ullar- garni, ljósu. Prjónar nr. 10 og 12. Skyrtan: Fitjið upp 100 1. með priónum nr. 12 og prjónið 110 umf. með 1 brugðinni og 1 sléttri 1. (venju- legur brugðningur). Færið nú allar lykkjurnar yfir á prj. nr. 10 og prjóníð síðan þannig: 1. umf.: Prj. 4 1. sl. Síðan 1 br. og 1 sl. þar til búnar eru 92 með brugðningi. Prj. þá 4 sl. 2. umf.: Prj. 4 1. br. Síðan 1 sl., 1 br. þar til eftir eru 4. Bregðið þær. 3. umf.: Eins og fyrsta. 4. umf.: Aukið út um 1 1. og prj. 5 br. Síðan 1 sl. og 1 br. þar til eftir eru 4. Bregðið þær og aukið út um eina. 5. umf.: Prj. 5 1. sl. Síðan 1 br. og 1 sl. þar til búnar eru 92 af brugðnum. Prj. þá 5 sl. 6. umf.: Prj. 9 1. br. Síðan 1 sl. og 1 br., þar til 9 eru eftir. Bregðið þær. 7. umf.: Prj. 9 1. sl. Síðan 1 br. og 1 sl., þar til 9 eru eftir. Sléttprjónið þær. 8. umf.: Aukið út um eina brugðna 1. Prj. 9 br. Síðan 1 sl. og 1 br. þar til 9 eru .eftir. Bregðið þær og aukið út um eina. Haldið nú áfram að auka út um eina í 4. hverri umferð. Tak- ið 4 1. minna á brugðninginn í 6. hverri umf., þar til eftir eru .aðeins 12 1. brugðnar. Prjónið nú aðeins helminginn af 1. í 'einu og takið úr eina hvorum megin, þar til engin er .•eftir. Eins hinum megin. Bakið fá skyrtunni er prjónað eins og framhliðin. Þegar eftir eru 12 1. með brugðningi, er fellt af. Buxurnar: Hægri skálm: Fitjið upp 130 1. með prjónum nr. 10. Prj. 4 umf. slétt. Aukið þá út um 1 hvorum megin, þar til 156 lykkj- ur eru á prj. Takið þá úr í 4. hverri umf., 1 við endann á hverri umf., þar til 138 eru á. Prj. nú 1 sl., 1 br. við báða enda. Haldið áfram að taka úr við end- ann á hv. umf. og bætið 3 1. af brugðningi við upphaf á hverri umf. þar til 122 eru á prj. Bæt- ið 9 1. við brugðninginn við upp- haf á hv. umf., þar til aðeins eru eftir 14 óbrugðnar. Færið 1. yfir á prj. nr. 12. Til þess að mynda opið á hliðinni, er stykkinu nú skipt í tvennt. Prj. 8 umf. br. með 62 1. á prj. Búið til lítið hnappa- gat á venjulegan hátt. Prj. 8 umf. í viðbót. Búið til hitt hnappagatið. Prj. 8 umf. Fellið af. Hinn helmingurinn eins nema fitj. eru upp 8 1. í viðbót til þess að mynda renning fyrir hnappana. Vinstri skálmin er að sjálf- sögðu eins nema, hvað brugðn- ingurinn og sniðið er prjónað gagnstætt. Fötin eru síðan saumuð sam- an á venjulegan hátt og skreytt með silkiböndum eins og sést á meðfylgjandi mynd. * Svo l œra börnin tnólið . . Frú H. segir svo frá: „Skömmu eftir að afi og amma fluttu til okkar komumst við krakkarnir í kynni^yjð „tunn- una hennar ömmu‘?. Þegar við spurðum: „Hvar er kápan min, amma? Hvar er brúðan mín?“ o. s. frv., var amma vön að svara: „Hengdirðu kápuna á snagann sinn síðast?“ eða „Léztu brúð- una ekki í leikfangaskápinn? Ef 3ú hefir ekki gert það, skaltu gá í tunnuna.“ Þá þutum við út í eldiviðar- skýlið og drógum nú sparikjól- ana, brúðurnar, skólabækurnar og aðra dýrmæta gripi upp úr ótætis tunnunni. Hún var negld við gólfið, svó að við gátum ekki hvolft henni en urðum að skríða niður í hana eða beygja okkur með erfiðismunum yfir barm- inn. Ekki leið á löngu þar til okkur lærðist að láta hlutina á sinn stað! Enn í dag dettur mér í hug tunnan hennar ömmu, þegar ég ætla að skirrast við að láta flík eða hlut á réttan stað. Krakk- arnir mínir fá líka óspart að kenna á henni, þegar þau skilja hlutina eftir á víð og dreif. Ég' hóta þeim þá bara að fá mér ;unnu!“ Frú T. segir frá: „Þegar ég var krakki, hætti mér oft við að vera sein til að svara mömmu, þegar hún kall- aði á mig, einkum ef ég var að lesa eða leika mér. Var ég þá vön að svara: „Ég kem eftir eina mínútu “ En mínúturnar vildu oft margfaldast. Einn daginn hengdi mamma úrskífu úr pappa upp á eldhús- þilið. Á henni var aðeins einn vísir, sém stóð á 12. Sagði hún mér síðan að hún ætlaði að íærfi vísirinn um jafnmargar mínút- ur og mér seinkaði til snúninga dag hvern. Á kvöldin voru mín- úturnar lagðar saman, og ég var drifin í bælið jafnmörgum mínútum fyrir háttatíma. Ekki leið á löngu, þar til ég var hætt að segja: „Bíddu eina mínútu", og hafði lært þá list að vera^stundvís." (Þýtt). S l o p p a r o g svuntur. t Sloppar og svuntur. Sloppurinn úr dropótta efninu er mjög hentugur utan yjir góöa kjóla. Fordæmd stefna. (Framhald af 3. síöu) um eftir nokkra mánuði, ef ekki verði breytt um stefnu. Hið sama hefir Mbl. orðið að viður- kenna. Eftir stendur að gera grein fyrir því, hvers vegna þjóðinni var sagt allt annað fyrir nokkr- um vikum, og þeir menn þá taldir þjóðhættulegir, sem sögðu satt um ástandið og horfurnar. Eftir er einnig "hitt, að ríkis- stjórnin geri sér það ljóst, að hún á engan tilverurétt, ef hún gerbreytir ekki um stefnu — ekki í haust, þegar búið verður að éta upp allt, sem étið verður, — heldur nú þegar. Geri hún það ekki, þá er henni skylt að fara frá strax, svo að séð verði, hvort ekki er unnt að fá landsstjórn, sem getur eitt- hvað annað aðhafzt en að bíða þess með hendur í skauti, að fjármál þjóðarinnar og atvjinnu- mál reki í fullkomið öngþveiti. Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD — En ég er að verða vond kona. Ég er vond .... Já, hvað hafði hann gert? Hún kannaðist ekki við sjálfa sig, ^egar hann var kominn i nánd við hana. Þá fjaraði allur við- námsþróttur út, hvarf eins og vatn lækjarins, sem streymdi Darna á milli bakkanna og kom aldrei til baka. Þá sogaðist hún bara að honum. Þá vildi hún skríða inn í þrotlaust myrkur, jar sem mennirnir gátu ekki séð þau, og fela sig þar. Þá skalf líkami hénnar og vildi aðeins hjúfra sig að honum, betur .... betur .... Ó! hvers vegna varð hún svona logheit — alveg fram í fingurgóma .... ? Hvers vegna gat hún ekki látið höndina hlýða sér — hún átti þó að vara sig á hönd hans og forðast að koma nærri henni .... ? Allt, sem hún hafði hugsað svo skýrt fyrir skammri stundu, er rokið út í veður og vind. Og ef til vill var hún þess alls ekki megnug að segja það, þegar til kastanna kemur. Ef til vill hefir 3etta verið enn ein sjálfsblekkingin. Já, hún hafði aftur blekkt sjálfa sig til þess að fara hingað niður eftir og verða ástríðum hans að leiksoppi. Hún verður samt að bjarga sér, þótt þetta kunni að vera satt. — Þú skalt ekki vera hrædd. Og nú hlustar hún á hann. Áður hefir hann talað um þá kvöl, sem hann hefir orðið að þola í sumar, af þvi að hún hefir verið svona nærri honum — og þó ekki hægt að komast nær. Nú vill hann láta hana vita, að hún þurfi ekki að hræðast. Hann ætlar ekki að snerta við henni, nema hún vilji það sjálf. Hann vill ekki af henni þiggja annað en það, sem hún gefur af frjáls- um vilja. Hún getur verið alveg róleg, þótt hún sé ein hjá hon- um — éins róleg og þótt hún sæti hjá honum i sjálfri kirkjunni meðal hundrað manna. Nei, Margrét er ekki heldur hrædd við hann. Það er ekki það. Hún hefir ekki ætlað honum það, að hann myndi beita valdi eða verða henni að meini. Nú, þegar hún heyrir orð hans, veh hún, að hann mun ekki gera hana að skækju. Hún veit ekki, hvað húA er hrædd við — en samt verður hún vör við eitthvað hræðilegt inni í sjálfri sér. Það er þetta, sem sveik hana í hitt skiptið. — Það má ekki koma fyrir aftur! hvíslar hún andþrota. Það myndi leiða tortímingu yfir okkur. Margrét er óbifanleg, varar við hættunni, á sér ills von — í orðum hennar leynist grunur um óhamingju, sem sé í vænd- um. En augun éru mild og blíðleg. Það eru gráar og grænar yrjur í augum Margrétar eins og grágrýtinu, en þau eru ekki hörð eins og það. Hákon sér ekki annað í þeim en ástúð, og þegar hann horfir í þau, heyrir hann ekki orðin, sem fæðast á vörum hennar. Hendur þeirra láta ekki að stjórn, þær fálma. Þau standa þarna eins og tveir blindingjar — svo klaufalega leita þau hvort annars. Og brjóst Margrétar eru svo óvenjulega þung. Þau fyll- ast af einhverjum sætleika blóðsins, sem hún ræður ekki við, þótt hún viti, hve hættuleg þessi kennd er. — Það leiðir yfir okkur tortímingu, endurtekur hún. Það má aldrei koma fyrir aftur! Og þegar Margrét hefir fullvissað sjálfa sig um það, að þetta, sem gerðist í hitt skiptið, megi ekki endurtaka sig, skal það ekki heldur gera^t, En hún finnur, að hendur Hákonar snerta hana, strjúkáSt" yfir mjaðmirnar á henni — þetta er eins og ljúfur, ylríkur straumur. Og þennan þunga, sem hún varð vör við í brjóstunum, leggur niður líkamann. Þá slítur hún sig lausa og gengur aftur á bak. Ennþá hlýðnast fæturnir vilja hennar. Og hún segir með öndina í hálsinum: — Þú verður að láta mig í friði! Láttu mig í friði, þangað til ég er búin að jafna mig, Hákon. Ef þú vilt vera mér góður. Hann fylgir henni ekki eftir, þegar hún hörfar frá honum, hann stendur kyrr. Hann vill henni vel, og þess vegna er hann ekki ágengur — þess vegna reynir hann ekki að notfæra sér augnablikið, er hún er veikust fyrir og tvílráðust. Það væri vesal- mannlegt af honum, ef hann reyndi að svíkjast að henni. Þá ætti hann henni þunga skuld að greiða. Hann mun aldrei gera neitt, sem hún getur áfellzt hann fyrir. Þess vegna fer hann héðan núna, og hann kemur ekki aftur fyrr en hún hefir jafn- að sig — fyrr en hún hefir gert alveg statt við sjálfa sig, hvort hún þarf hans eða ekki. Þegar hún segir: Ég get ekki verið án þín, Hákon, komdu! — þá fyrst á hann að koma — fyrr ekki. Og hann leitar Margrétar ekki heldur til þess að\finna hjá henni stundarfró, hann heimtar meira, miklu meira. Ef til vill hefir hún misskilið það — en krefst hann hennar ekki handa sér ævilangt? Hann vill slita hana upp með rótum, hann vill hrífa hana brott með sér. Og það á hann að segja henni seinna — þegar hún getur ekki verið án hans. Hákon er á bak og burt, og Margrét starir í sporin, sem stíg- vélin hans hafa markað í leirinn við lækjarbakkann. í þetta skipti er hún ekki hrædd, er hún heldur heim á leið. Hún veit það fyrir víst, að Hákon vill hennl ekkert gera til miska. Hann vill ekki gera hana að hórkerlingu, skækju. Hann vill bara koma, þegar hún þarfnast hans. Hún þarf ekki neitt að óttast. Hákon gerir það, sem hún leyfir honum að gera, ekki vitund meira. Þannig sannfærir hún sjálfa sig um það, að hún geti verið fullkomlega róleg. Svo er nú líka maðurinn hennar, sem á að vernda hana. Hún ætlar að hjúfra sig upp að honum, viðkvæm og trygg, og þannig mun hún sigrast á þessarl vondu ástríðu. Hún þarf kannske að eiga Hákon að vini og granna, en hún mun aldrei þarfnast hans á óleyfilegan hátt — aldrei ætlar hún að eiga þátt í því að slíta viðjarnar af líkömum þeirta. •* * Páli hafa'borizt nýjar fréttir heiman frá Dynjanda: Föður hans elnaði sóttin jafnt og þétt, hafði honum verið sagt. Sjúkl- ingurinn var orðinn hræddur um, að honum myndi ekki framar auðnast að standa uppréttur á þessari guðs grænu jörð, að því er helzt varð skilið á þeim, er fréttirnar færði. Og nú vildi hann, að sonur hans skryppi heim á æskustöðvarnar einhverju sinni, þegar ætti hann ekki allt of annríkt við voryrkjurnar. Páll skildi, hverju fara gerði: faðir hans átti áreiðanlega skammt ólifað, þegar hann sendi honum svona skilaboð. — Komdu — ef þú mátt'missast frá jörðinni ....! Já, það varð að hugsa um sáðið, sem átti að komast í jörðina. En faðir hans Saqa barnanna: J’tJLLI OG DÚFA Eftir JÓN SVEIWSSON. 'Freysteijin Gunnarsson pýddi „Hann er feigur,“ hvíslaði ein af stúlkunum. „Hann veit ekki, hvað hann segir, honum er ekki sjálfrátt," sögðu aðrir. Aumingja Júlli! Hann var feigur! Hann beið nú ekki boðanna lengur, greip stóran broddstaf og hljóp af stað orðalaust með tvo stærstu hundana með sér. Þó leit hann einu sinni við og kastaði fram stuttri stöku. Efnið var það, að þar sem mikið væri í húfi, yrði líka að leggja mikið í sölurnar. Vesalings Júlli! Þetta var seinasta vísan, sem hann kvað í þessu lífi. v Ég sá beint framan í hann, þegar hann leit aftur. Hann var rjóður í kinnum og einhver undarlegur glampi í augunum. Ég var farinn að trúa því líka, að hann væri feig- ur. Þegar vísan var á enda, hljóp hann eins og fætur toguðu 1 áttina til fjalls. Þrír sauðamenn fóru með hundana á eftir honum. „Guð hjálpi þeim,“ sagði kvenfólkið og þurrkaði sér um augun með svuntuhornunum. Fleira var ekki sagt. Þegjandi fórum við aftur inn í bæ. Þar heyrði ég einhvern af eldra fólkinu segja: „Það var óðs manns æði að fara frá bæ í þessu útliti. Þeir komast ekki hjá því að grafa sig í fönn, og þá geta ieir ekki'varizt kali. Þeir eru sælir og heppnir, ef þeir sleppa lifandi.“ „Já,“ sögðu aðrir, „þeir hefðu aldrei átt að fara. Það verður köld aðkoma hjá þeim uppi á fjöllum 1 þessu veðri.“ Húsbóndinn var hryggur og mjög kvíðafullur. Menn- irnir höfðu hlaupið af stað, áðui en hann fékk ráð- rúm til að hindra það. Og nú var hann engu síður hræddur um þá en aðrir. Ennþá leið góð stund. Allt var hljótt. En kvíðinn og óróin lágu í loftinu. • Allt 1 einu skall hann á með blindhríð og ofsaveður. Vindurinn hvæsti úr sér bylstrokunum á húsþökin i svo miklum móði, að allt lék á reiðiskjálfi. Ég hljóp fram í dyr og gægðist út. Það var ægileg sjón. Hvorki sást- til lofts né jarðar. Snjónum mokaði nið- ur. Bylgusurnar iðuðu og hringsnerust hver innan um aðra. Hver strokan kom á fætur annarri, þrotlaust og látlaustf Fljúgandi snjókornin komu eins og óvígur her yfir jörðina. Þau steyptu sér yfir allt, sem fyrir varð, og sökktu öllu í iðandi mjallkófið, mönnum og skepn- um, húsum og hæðum, fellum og fjallaskörðum. Hvergi varð viðnám veitt. Nú voru allar bjargir bannaðar* hverjum þeim, sem staddur var úti á víðavangi. Hann varð að láta grafa sig lifandi, þangað til hamförunum slotaði. Tilkyiming frá ^ýbyggingaráði: Umsóknir um íískiskíp Nýbyggingarráð óskar eftir því að allir þeir, sem hefðu í hyggju að eignast fiskiskip, annaðhvort með því að kaupa skip, eða láta byggja þau, sæki um inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi til Nýbyggingarráðs' fyr- ir marzlok þ. á. V Umsóknum skulu fylgja upplýsingar, svo sem hér segir: »a. Ef um fullsmíðað skip er að ræða: aldur, smá- lestatala, skipasmíðastöð, fyrri eigendur, vélar- tegund, veiðiútbúnað og annan útbúnað, verð, greiðsluskilmála o. s. frv. b. Ef um nýsmíði er að ræða, sem óskað er eftir innan lands eða utan: stærð, gerð, tegund, vélar- tegund, hvort samninga hafi verið leitað um smíði og hvar, verðtilboð, greiðsluskilmála o. s. frv. Taka skal fram, ef óskað er aðstoðar Nýbyggingar- ráðs við útvegun skipánna. NÝ*>yg:gi“garrád.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.