Tíminn - 06.02.1945, Blaðsíða 3
10. blað
TÍMEVN, þrigjadaginn 6. febr, 1945
3
EYSTEINN JÓNSSON
Fordæmd s t e f n a
Það eru nú bráðum fimm ár
síðan fjármálaráðherrar úr
Sjálfstæðisflokknum tóku við
fjárstjórn ríkisins.
Þessi ár hafa verið hin mestu
veltuár í sögu þjóðarinnar.
Þjóðartekjurnar hafa vaxið ár
frá ári, og glöggur hagfræðingur
telur þær sexfaldar árið 1944 á
við það, sem þær voru fyrir
stríð.
Þrátt fyrir þetta eru afkomu-
horfur ríkissjóðs þannig,að fjár-
þrot vofir yfir þegar á næsta
ári. Skuldir ríkissjóðs eru sára-
litlu lægri en þær voru fyrir
stríð, og sjóðir svo óverulegir,
að tæpast eru teljandi, enda
ráðgerir núverandi ríkisstjórn
að éta þá upp á næsta ári.
Nú munu sumir spyrja:
Er þetta þá ekki af því, að
fjármálaráðherrar Sjálfstæðis-
manna hafi létt af þeim „dráps-
klyfjum“ skatta og tolla, sem
þeir höfðu eytt mestri orku
sinni í áð fordæma mörg ár
fyrir styrjöldina?
Það er von, að menn spyrji
þannig. Svarið er einfalt: Allir
þessir margumtöluðu skattar og
tollar hafa staðið öll styrjaldar-
árin. Tekjusköttunum að vísu
nokkuð breytt, en þá þannig,
að beinir skattar i heild voru
þyngdir verulega.
Ástæðan til þess, hvernig
þessum málum er komið, er ein-
faldlega sú, að nær öllum hin-
um gífurlegu tekjum ríkissjóðs
á þessum árum hefir verið eytt
jafnharðan. Verklegar fram-
kvæmdir hafa þó að jafnaði ver-
ið lítið meiri en á árunum fyrir
styrjöldina.
Rekstrarkostnaður ríkisins
hefir hins vegar farið vaxandi
ár frá ári með geysihraða, enda
vitað af þeim, sem vel þekkja
til, að allt aðhald hefir skort af
hendi fjármálastjórnarinnar um
aukning útgjaldanna og forusta
engin verið um afgreiðslu fjár
málanna á Alþingi né aðhald
í opinberum rekstri. Allt hefir
verið látið reka á reiðanum.
Ofan á þetta hefir svo bætzt
aðgerða- og stefnuleysið í dýr-
tíðarmálunum, með þeim afleið-
ingum, að fjármál ríkisins eru
orðin óviðráðanleg, nema ger-
breýtt verið um stefnu í fjár-
hagsmálum þjóðarinnar.
„Til þess að bjjarga
lamlinu“.
Framsóknarmenn gerðu sér
ljóst, hvernig komið var í haust
og kröfðust þess, að menn gerðu
sér grein fyrir því, hvernig skipa
skyldi fjárhagsmálunum, áður
en stjórn yrði mynduð. Meiri
hluti Alþingis kaus að loka aug
unum, berja höfðinu við stein-
inn og taka að sér stjórn lands-
ins, án þess að koma sér saman
um nokkur úrræði, sem gætu
svo mikið sem varnað fjárþroti
ríkissjóðs á meðan peninga
flóðið héldist, hvað þá ef nokk-
uð bæri út af.
Til þess að bíta höfu&ið af
skömminni er því svo haldið
fram af þessum mönnum og
þeirra þjónum, að slík stjórnar-
myndun sé gerð til þess „að
bjarga landinu“ og sýni þjóð-
hollustu, en framkoma okkar
hinna, sem ekki töldum okkur
leyfilegt að taka ábyrgð á stjórn,
nema við teldum rétt stefnt í
höfuðdráttum, sé ábyrgðarlaus
og vitaverð.
Nú er fram komið það, sem
við sögðum fyrir í haust, og
raunar vel það, því að við viss-
um ekki þá, að ofan á fyrir-
sjáanlegan útgjaldaauka ríkis-
ins vegna öngþveitisins í dýr-
tíðarmálunum yrði bætt tug
miljónaútgjöldum öðrum.
Fjárlögln.
Nú hafa fjátlögin verið af-
greidd með 110 miljón króna út
gjöldum, og er þó ekki þar með
nema íiálfsögð sagan.
Til þess að minna beri á því
hvernig komið er, hefir ríkis-
stjórnin látið halda stórfelldum
útgjöldum utan fjárlaga. Eru
þau gjöld ekki hátt áætluð 30
miljónir króna, þar af 25'miljón
ir í dýrtíðargreiðslur. Er megin
hluti þeirrar fjárhæðar áætlað-
ur til þess að borga niður verð-
lag á vörum innanlands í því
skyni, að um stundarsakir verði
komið í veg fyrir, að kaupgjald-
ið og verðlagið í landinu falli
framleiðsluna eins og það
raunverulega er.
Það þarf góða heilsu til þess
að staðhæfa, þegar svona er
komið, að kaupgjald í landinu
og verðlag sé ekki of hátt fyrir
útflutningsframleiðsluna, en það
hafa þó núverandi ráðherrar
tuggið upp hver eftir öðrum, og
á þeirri staðhæfingu er öll þeirra
spilaborg reist.
,Greiðslnr vegna
lamlltiiiiaðarvara“.
Núverandi fjármálaráðherra
kallar niðurborganirnar „greiðsl-
ur vegna landbúnaðarvaranna",
aegar hann talar um skattamál,
auðvitað til þess að gefa í skyn,
að þær séu „vegna bændanna".
Þetta er ófyrirleitið og ósæm-
andi, þegar þess er gætt, að
bændur hafa aldrei talið niður-
borgunina rétta leið, heldur nið-
urfærslu kaups og verðlags.
Verðlækkunargreiðslurnar eru
ekki gerðar vegna landbúnað-
arins, heldur til þess að forða
dví um stund, að önnur fram-
leiðsla stöðvist.
Því fer svo fjarri, að þessar
niðurborganir séu í þágu bænd-
anna eða þeirra sök, að þær eru
nú greiddar vegna þess, að aðr-
ar stéttir hafa neitað að lækka
að sama skapi «og bændur.
Tekjuballinn.
Þegar öll kurl koma til graf-
ar nema fjárlögin fyrir 1945
ekki undir 140 milj. króna, og
það má teljast vel sloppið, ef út-
gjöldin i heild fara ekki yfir 150
miljónir króna á þessu ári.
Á móti þessu'eru þá hins veg-
ar þessar tekjur:
1. Tekjur af eldri
tekjustofnum áætl-
aðar um .......... lOOmilj.
2. Nýr tékjuskattur,
sem ekki kemur á
stríðsgróðann (eftir
skilgreiningu fjárr-
málaráðherra) ....
3. Hækkun símagjalda
4. Hækkun eigna-
skatts, tolls af inn-
lendum tollvörum,
stimpilgjalda* lest-
argjalds, vitagjalds
o. fl. gjalda ....
5. Útflutningsgjald á
togarafiski fyrra árs
6. Veltuskatturinn
frægi ............
6 —
3 —
3 —
10
Samtals 124milj.
Ríkisstjórnin beitir sér sam
kvæmt þessu fyrir því að leggja
á nýja skatta og tolla, sem nema
um 24 miljónum króna, en verð-
ur samt að gefast upp við að
afgreiða hallalaus fjárlög á
mestu góðæristímum, sem
landsmenn hafa þekkt.
Fjármálaráðherra hefir verið
spurður að því, hvernig ríkis-
stjórnin ætli að sjá fjármálum
ríkisins borgið með þessari
stefnu.
Ráðherrann hefir í fyrsta lagi
minnzt á þann möguleika, að
eitthvað óvænt geti komið fyrir,
sem geri það að verkum, að ekki
verði halli (!), í öðru lagi gert
ráð fyrir, að ekki þyrfti að verða
greiðsluþrot þegar í stað, þótt
á halli, þar sem nokkrar milj-
ónir séu til í handbæru fé
sem éta megi upp, og í þriðja
lagi ráðgert, að næsta haust
væri tími til þess að afla enn
nýrra tekna eða gera ráðstaf
anir til lántöku!!
Menn geta nú nokkuð af þessu
séð, hvert stefnir um fjármála-
framkvæmdir ríkisstjórnarinn
ar. Það er og sönnu næst, að
leitun mun að þeirri stjórn
þingræðislandi, sem ekki teldi
það skyldu sína að segja af sér
þegar svo væri komið fram úr
ræðaleysi hennar í fjármálum
landsins á mestu góðæristímum
en viðsjálir tímar framundan
að ekki sé meira sagt.
Mðnrfærsla óhjá-
kvæmileg nauðsyn.
Það er nú komið glöggt í ljós,
sem við Framsóknarmenn höf-
um sagt undanfarið, að eina
leiðin til þess, að unnt sé að
forðast yfirvofandi fjárþrot
ríkisins, væri sú, að launastéttir
landsins gerðu sams' konar til-
slakanir af sinni hendi og bænd-
ur hafa boðið. Þá væri hægt
að lækka stórkostlega dýrtíðar-
greiðslurnar, fjárlögin mundu
lækka mjög verulega og launa-
stéttir landsins leggðu fram um
leið þjfðingarmikinn skerf til
Dess, að forða sér frá því tjóni,
sem þær hljóta að bíða, ef
áfram er haldið sem horfir.
En fyrir þessu vill ríkisstjórn-
in ekki beita sér, því að það
kemur í bága við staðhæfingar
um að allt sé í lagi, og það kem-
ur einnig í bága við þær „kenn-
ingar“, að bendingar Framsókn-
armanna um nauðsyn lækkun-
ar séu hatursfullar árásir á
launamenn!!
Þannig situr allt í sjálfheldu.
Stýrið fast, og skipið stefnir
beint á land upp.
Óskapnaðurlnn.
Viðnrkenning á því
hvernig koinið er.
Hafi nokkur verið í vafa um,
hvert stefndi, þá ættu augu
mannax að hafa opnazt, þegar
síðasta tekjuöflunarfrumvarp
stjórnarinnar kom fram, „veltu-
skatturinn“ svonefndi.
Annað eins plagg hefir ekki
sézt á Alþingi. Þetta átti fyrir
Pétri Magnússyni að liggja, sem
allra manná mest hefir gagn-
rýnt þá skatta, sem fyrir voru,
og geta menn þá ímyndað
sér, hvað hann hefði sagt um
Dennan óskapnað frá öðrum.
Hér verður þetta frumvarp
ekki rætt í einstökum atriðum,
en aðeins bent á þá nýjung(!),
að í frumvarpinu er tekin
upp sú stefna að leggja á
skatta, sem ekki má telja til
kostnaðar, eftir veltu, en ekki
hreinum tekjum, og er ekki
annað sýnna en að margir
hverjir muni greiða skatta í öf
ugu hlutfalli við hreinar tekjur
sínar.
-Það sýnir bezt öngþveitið og
fálmið allt, að fjármálaráð
herrann er önnum kafinn, og
raunar fleiri úr stjórninni, við
að lýsa því, hvað þessi tekju-
öflunarleið sé fráleit, órét.tlát
og hvílíkt neyðarúrræði húp sé.
Svo er nú það. En hefir þess-
um mönnum aldrei flogið
hug, að það hlýtur að vera eitt-
hvað meira en lítið bogið við þá
fjármálastefnu, og það geti
tæplega verið „allt í lagi“, þar
sem grípa þarf til slíkra neyð-
arúrræða á hinum mestu góð-
æristímum. Sú stefna, sem
neyðir til slíks, er dauðadæmd,
og þetta skraf stjórnarliðsins um
hina knýjandi nauðsyn er ekki
gild .afsökun, heldur þvert
móti þungar ásakanir á þá
sjálfa og fullkominn áfellis-
dómur um þeirra verk.
Ég skal aldrei
gera það aftur“.
99
Sektartilfinning stjórnarliðs
ins kemur einnig glöggt fram
í margendurteknum yfirlýsing
um þeirra, um að ekki sé hægt
að leggja veltuskattinn á nema
einu sinni. Ég skal aldrei gera
það aftur(!), segja þeir óstýri
látu til þess að reyna að kom-
ast hjá hirtingu. En oft vill þessi
ásetningur fara út um þúfur
Ætli það gæti ekki' farið eins
fyrir ríkisstjórninni, eða hvern
ig ætli henni muni nú ganga
næsta haust að létta af skött-
um?
Litum á horfurnar.
Stofnað er nú’ til 140—150
miljón króna ríkisútgjalda á
næsta ári, og er það 60—70%
af útflutningsverðmætinu, eins
og það var síðastliðið ár.
Þrátt fyrir „neyðarúrræðin“
sem aldrei má nota «Hftur, er
BÓKMENNTIR OG LISTIR
Grallarinn ljósprentaður
Undanfarin ár hafa margar Eftir siðaskiptin hafði ríkt
fyrirsjáanlegur tekjuhalli á
rekstri ríkisins, nema alveg „ó-
væntir atburðir“ gerist.
Ef nokkuð verulega ber út af
um viðskipti með stríðsverði,
verður hállinn stórfelldari en
flesta.órar fyrir.
Ekki er grænn eyrir innifal-
inn í þessum gífurlegu og óvið-
ráðanlegu ríkisgjöldum til
hinnar margræddu nýsköpunar,
sem stjórnin þykist ætla að
annast, ef ekki gengur nógu ört
með öðru móti.
Ríkisstjórnin hefir lofað nýrri
löggjöf um alþýðutryggingar á
sessu ári, sem á að jáfnast á
við það fullkomnasta, sem í
vændum er hjá öðrum þjóðum.
Ekki kostar það neitt smáræði,
og er ég illa svikinn, ef ríkið á
ekki að leggja þar verulega til.
Dýrtíðin hlýtur að vaxa stór-
lega til haustsins. Kauphækkan-
ir fara nú fram víðs vegar um
landið, og þær hafa sín áhrif á
verðlagið í landinu, sumpart
bráðlega og að öðru leyti í
sumar, þegar vísitala innlendra
afurða verður fundin.
Nýju launalögin hljóta auk
Dess að reisa nýja kauphækkun-
aröldu, sem verkar í sömu átt.
í þetta skipti hefir verið not-
uð sú aðferð á Alþingi að veita
fé til framkvæmda úr fram-
kvæmdasjóði og hafnarbóta-
sjóði, vegna þess, að ekki var
rúm“ fyrir þær fjárveitingar á
fjárlögum. Ekki verður hægt
að leika sama leikinn næsta
haust, — því að þessum sjóðum
má nú heita full-ráðstafað.
Síhækkandi skattar —
stöðvun verk|©gra
framkvæinda.
Allt tal um að fella niður
skatta fyrir næsta fjárhagsár,
ef stefnu núverandi stjórnar
verður fylgt, er blátt áfram
markleysuhjal. Dýrtíðarstefna
og ráðleysi hennar leiðir alveg
þvert á móti óhjákvæmilega til
sífellt stórfelldari halla á bú-
skap ríkisins og síhækkandi
skatta ólíklegustu tegunda, bæði
til ríkissjóðs og bæja- og sveita-
sjóða um gervallt landið.
Jafnframt á það að vera hverj-
um manni augljóst, að þessi hel-
stefna leiðir til stöðvunar á
verklegum framkvæmdum, jafn-
skjótt og étnir hafa verið upp
þeir litlu sjóðir, sem til eru. Þess
sjást glöggt merki nú þegar á
þessu þingi, hvert stefnir að
þessu leyti, þar sem stjórnar-
liðið hefir neyðst til þess að
veita fé úr sjóðum þessum nú
íslenzkar merkisbækur, gamlar
og fágætar, verið ljósprentaðar
í Lithoprent. Má þar' á meðal
nefna Fjölni, Árbækur íslands,
fyrsta deildin, nokkuð af Þjóð-
sögum Jóns Árnasonar, ævintýri
Magnúsar Grímssonar, íslands-
vísur Jóns Trausta og fleira.
Síðasta bókin, sem ljósprentuð
hefir verið í Lithoprent, er
Gralljirinn, sem gefinn var út á
Hólum árið 1594 í prentsmiðju
Guðbrands biskups Þorláksson-
ar. Er þessi ljósprentað.a út-
gáfa í aðeins 200 tölusettum
eintökum.
Eins og kunnugt er var Grall-
arinn aðalmessusiða- og kirkju-
söngsbók þjóðarinnar um lang-
an aldur, og var mjög saknað
af gömlu fólki, er breyting var
á því gerð fyrir tæpri hálfri
annari öld.
þegar til venjulegra verklegra
framkvæmda. Fjármálastefna
ríkisstjórnarinnar leiðir til at-
vinnuleysis og kyrrstöðu í stað
nýsköpunar þeirrar, sem koma
þarf. Það verða kjarabæturnar,
sem menn að lokpm fá, ef kom-
múnistar og Ól. Thors verða
látnir ráða stefnunni.
„Bölvaðar stað>
reyndiniar.“
Nú verður þess mjög vart, að
stjórnarliðið er farið að reka sig
á „bölvaðar staðreyndirnar"
Upphaflega voru stjórnarlið-
ar sumir'hverjir hinir hnakka-
kertustu, og vísuðu á bug hóf-
legri gagnrýni með dæmafáum
hofmóði. Heyrðu landsmenn
dæmi þess í eldhúsumræðunum.
Forsætisráðherra lýsti yfir því á
Alþingi með miklu yfirlæti, að
engrar lækkunar væri þörf.
Okkur stjórnarandstæðingum
var borin á brýn afturhaldssemi,
jafnvel „skemmdarstarfsemi“
og því óspart haldið á loft, að
við vildum vinna gegn nýsköp-
un og framförum — allt af því,
að við fengjumst ekki til þess
að stinga höfðinu í sandinn með
þeim fram yfir hátiðirnar —
lengur gátu þeir það ekki einu
sinni sjálfir.
Nú kveður hins vegar við dá-
lítið annan tón.
Nú er stjórnarliðið tekið að
svigna fyrir þeim rökum, sem
fram hafa verið borin, og sífellt
verður erfiðara og leyha því,
hvernig ástatt er.
Fjármálaráðherrann hefir
neyðst til þess að viðurkenna,
að stefna stjórnarinnar fái ekki
staðizt. Allt verði komið að þrot
(Framhald á 5. síöu)
hér á landi mikill glundroði um
helgisiði og messugerðir, því að
fyrirmæli um slíkt voru ekki
til 1 heild. Sálmabækur þær,
sem áður voru til, voru eitt-
hvert það andlausasta rugl, sem
hugsazt getur, nær einvörðungu
nauða lélegar þýðingar eða
stælingar útlendra sálma. Þó að
ærið margt sé 1 Grallaranum,
sem fer fyrir ofan garð og neð-
an hjá nútima-íslendingi, var
hann samt einnig í þessu efni
gagnger bót frá því, sem áður '
var kostur á. Þá táknaði hann
einnig þau þáttaskil, að latín-
an var að miklu leyti gerð út-
læg úr íslenzkum kirkjum,
þótt síðar yrði aftur- að slaka
nokkuð á þeirri kló.
Frágangur bókarinnar var
hinn vandaðasti eftir því sem
unnt var á þeirri tíð og ber vott
um listfengi og vandvirkni
þeirra manna, sem störfuðu
að prentun á íslandi fyrir 350.
árum.
Af þessari frumútgáfu Grall-
arans eru nú til sex eintök svo
vitað sé. Eru þrjú þeirra í
Landsbókasafni íslands, og
eftir einu þeirra er þessi ljós-
ptentun gerð.
Guðbrandur Jónsson pró-
fessor skrifar tuttugu blaðsíðna
formála að hinni ljósprentuðu
útgáfu. Gerir hann þár rækilega
grein fyrir messusöng og kirkju-
siðum í kaþólskum og lúthersk-
um sið, rekur aðdragandann að
þessu mikla vérki Guðbrands
biskups og fjallar síðan um ein-
stakar útgáfur Grallarans og
breytingar á þeim, unz nýir
tímar fóru í hönd og leystu hið
gamla af hólmi.
í lok formála sms segir Guð-
brandur:
„Það var merkisdagur hinnar
islenzku þjóðkirkju hinn mesti
þegar með útgáfu þessa grall-
ara var komið fyrsta lokaskipu-
lagi á helgisiði hennar, og hefði
verið vel þess vert, að hún hefði
minnzt þess dags, en hann er
að því er bókin sjálf hermir, 25.
október 1594, og eru því nú, er
þessí ljósprentaða útgáfa hans
birtist, liðin rétt 350 ár frá því
að hann kom út“.
Lithoprent hefir unnið gott
starf með útgáfu gamalla bóka,
sem almenningur ætti ella eng-
an kost á að eignast, og mun
ætlunin að halda því áfram.
Hefir verið um það rætt að taka
innan skamms til ljósprentunar
Ármann á Alþingi, Klaustur-
póstinn og Grágás og fleiri göra-
ul rit, en þó er það ekki út-
kljáð enn. En íslenzkir bóka-
menn bíða þess með eftirvænt-
ingu, að úr því verði.
NEGLEY FARSON:
Tveir vígvellir
Mörg friðsæl héruð í stríðslöndunum eru nú urin og
plægð af sprengikúlum og hibýli og handaverk íbúanna
lögð í rústir eða brennd. Þekktur, enskur blaðamaður, Ne-
gley Farson, sem ferðaðist víða um Evrópu nokkru fyrir
stríðið og dvaldi meðal sveitaalþýðunnar í ýmsum löndum
álfunnar, segir hér nokkuð frá kynnum sínum af lífinu á
tveim sléttum, þar sem einhver hörðustu átök styrjaldar-
innar urðu í haust — flatneskjunni meðfram Lek (Neðri-
Rín) og Ungverjasléttunni.
Einhverjir grimmustu bar-
dagar hinnar heiftúðugu og
miskunnarlausu styrjaldar, sem
við vonum, að nú fari senn að
Ijúka, hafa verið háðir á tveim-
ur rómantískustu sléttum
Norðurálfu, meðfram tveimur
yndislegustu fljótunum. Önnur
af þessum sléttum er Hortobagy,
hið mikla, mishæðalausa slétt-
lendi í vesturhluta Ungverja-
Jands, þar sem sjóndeildar-
hringurinn er líkastur því, í
hvaða átt, sem litið er, sem
hann hafi verið dreginn með
aðstoð reglustiku. Inn í þetta
land komu fyrstu Magyararnir
með hjarðir sínar fyrir þúsund
árum og settust þar að. Og þar
hafa þeir síðan búið. Þar stofn-
uðu þeir konungdæmi fyrir tíu
öldum og hafa síðan varðveitt
ríki sitt — eitt hið elzta í allri
Norðurálfu. Enn er eðli þeirra
og lifið á ungversku sléttunni
furðu villt.
Hin sléttan er Holland, og
fljótið, sem er lífæð þess og móð-
ir, er Lek -— Neðri-Rín. Varla
gat nokkurs staðar friðsælla
fljót né þekkara land en um-
hverfi þess, áður en ógnir og tor-
tíming stríðsins lagði hramm
sinn yfir landið. Á bökkum
fljótsins og úti á sléttunni
blöstu hvarvetna við háreistar
vindmyllur með geysistórum
vængjum, er snerust seinlega I
þýðri golunni. Hópar sællegra
gripa voru á beit meðfram
skurðum og sikjum, slöfruðu í
sig grasið og slettu halanum
letilega. Úti á sjálfu fljótinu
voru gangtreg skip á siglingu,
og það skein á rauð seglin hátt
yfir sjónarrönd. Þetta var heill-
andi land, og ferðalangur, sem
kominn var langt að úr skarkala
stórra borga, fann þá ósk æðsta
í brjósti sínu að setjast hér um
kyrrt og gleyma sér í ljúfum
draumi hollenzkrar sveitasælu.
Á bökkum þessa fljóts er borg-
in Arnhem, sem nafnfræg er
orðin af þeim grimmdarlegu
bardögum, er þar voru háðir af
hinum hraustu og djörfu fall-
hlífaliðssveitum Breta og her-
sveitum Þjóðverja síðast-
liðið haust. Stórfenglegri til-
raun þess, hvað takast má með
nýtízku hergögnum og nýtízku
aðferðum í hernaði hefir ef til
vill aldrei verið gerð.
Arnhem stendur á dálítilli
hæð, sem er þarna á fljótsbakk-
anum og verkar undarlega á að-
komumanninn mitt á hinni
marflötu sléttu. Þar hafði fyrir
stríðið safnazt 'saman miklll
auður, og það svo, að mörgum
hófsömum, hollenzkum iðju- og
eljumanninum fannst nóg um.
Á hæðadrögunum umhverfis
hafnarkvíarnar voru hvert
skrauthýsið við annað, hver höll
annarri fegurri, hvert gistihús-
ið öðru íburðarmeira, hver
skrautgarðurinn öðrum glæsi-
legri. Þetta ~var draumaland
hinna auðugu embættis- og
kaupsýslumanna Hollendinga á
Austur-Indíum og Jövu, er þeir
komu heim eftir áralanga þjón-
ustu í nýlendunum þar austur
frá. Hinum, sem heima höfðu
setið og unnið hörðum höndum
og miklu minna borið úr býtum