Tíminn - 06.02.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.02.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzha tímaritið um 'þjjóðfélafísmál. Deir, sem viljja kynna sér þjjóðfélagsmál9 inn lend ofi útlend, þurfa að lesa Dagskrá. ? AW1¥ÁIX« TÍMAHÍS V Laad sólar- uppkomunnar > GAMLAR KUMDÍGJA. KONTR. (Behind the Rising Sun) J. CARROL NAISH, MARGO, TOM NEAL. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Betty Davis, Marian Hopkins. Sýnd kl. 6,30 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hver er maðuriim Sýnd kl. 5. . . .... . . . DÁÐIR VORU DRÝGÐAR Englasöngur (And the Angels Sings) ~ Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna. Amer. söngva- og gam- anmynd. ■ • Fred MarMurray, er m e r k bók og Dorothy Lamour, Betty Hutton. skemmtileg. Sýnd kl. 5, 7 og 9. .... .. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Álf héll Sjónleikur í 5 þáttum eftir J. L. HEIBERG. Sýning aimað kvöld kl. 8. 1 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. Ú R B Æ N U M Erlenduirs 1. febrúar, fimmtudagur: Sókn Rnssa í A.-Þýzkalandi. Austurvígstöðvarnar: Her Zu- kovs sótti lengra fram í áttina til Stettínar og Berlínar, en tók þó enga þýðingarmikla staði. Þeir unnu á í Austur-Prúss- landi. Vesturvígstöðvarnar: Sókn Frakka í Elsass hélt áfram. Þjóð- verjar héldu áfram að hörfa inn í Siegfriedvirkjabeltið. Luzon: Ný landganga Banda- ríkjamanna rétt fyrir sunnan Manilla tókst ágætlega. Belgía: Jafnaðarmenn gengu úr stjórn Pierlots, aðallega vegna óánægju út af matvæla- úthlutuninni. Stjórnin hefir beðizt lausnar. 2. febrúar, föstudagur: Dregnr úr sókn Rússa. Austurvígstöðvarnar: Þjóð- verjar virðast hafa stöðvað í bili framsókn Rússa í áttina til Berlínar og Stettín. Mest er bar- izt við Ktistrin austan Oder- fljóts. Rússar færðu þó út yfir- ráðasvæði í Brandenburg, Pom- mern og Austur-Prússlandi. Vesturvígstöðvarnar: Frakkar tóku Colmar. Sókn i. og 3. am- erísku herjanna hélt áfram og eru þeir komnir inn í Siegfried- virkjabeltið á 50 km. víglínu. Miklar loftárásir á þýzkar borgir. Búlgaría: Leppstjórnin i Búl- garíu hefir látið taka af lífi þrjá fyrrv. ríkisráðsmenn og dæma 24 fyrrv. ráðherra og 68 þingmenn til lífláts. Er þeim gefið að sök að hafa verið hlynntir samvinnu við Þjóð- verja. 3. febrúar. laugardagur: Stórkostleg loft- úrás ú Berlín. Austurvígstöðvarnar: Rússar hafa unnið lítið eitt á í Brand- enburg og Pommern. Þeir sögðust vera komnir inn í út- hverfi ^ Königsberg. Yfirleitt benda fregnir til, að vörn Þjóð- verja sé harðnandi. Vesturvígstöðvarnar: Amer- iskar flugvélar gerðu stórkost- lega loftárás á Berlín. Skemmd- ir urðu miklar og talið er, að þúsundir flóttamanna, er ekki komust í byrgi, hafi far- izt. Hundruð þús. flóttamanna eru nú sögð í Berlín. Miklar loft- árásir voru gerðar á fleiri þýzk- ar borgir. Brezkur her brauzt austur yfir Maasfljót, rétt hjá Nijmegen. Luzon: Bandaríkjamönnum varð mikið ágengi í sókninni til Manilla. Þeir sækja bæði sunn- an og norðan að borginni og áttu eftir eina 4 km. að sunnan. Dauðaslys Um miðnætti í fyrrinótt varð það slys á Hafnarfjarðarvegin- um, skammt fyrir sunnan Eski- hlíð, að brezkur flugmaður varð fyrir íslenzkri fólksbifreið og beið bana af. Slysið vildi til með þeim hætti, að þrír brezkir flugmenn gengu suður Hafnarfjarðarveg, allir á vinstra vegkanti. Kom þá á móti þeim íslenzk fólksbifreið, sem ók með 60—70 km. hraða. Þeg- ar bifreiðin kemur að mönnun- um sveigir hún að þeim, þar sem þeir gengu á vegbrúninni og ek- ur á þann þeirra, sem næst gekk miðju vegarins og dró hann með sér um 50 metra. Losnaði maðurinn þar við bifreiðina, án þess, að hún stanzaði og hefir ekkert til hennar spurzt. Flugmaðurinn, sem fyrir bif- reiðinni varð, lézt í gærmorgun vegna meiðsla. Rannsóknarlög- reglan biður þá, er einhverjar upplýsingar kynnu að geta gef- ið, í sambandi við þetta slys, að gefa sig fram. Innlendur; 1. febrúar, fimmtudagur: Barúttudagur blndindlssam- takanna. Opnuð var bindindismála- sýning í Reykjavík. Samband bindindisfélaga í skólum gekkst fyrir ræðuhöldum í skólunum um bindindismál og einnig voru haldnar ræður á kvölddagskrá útvarpsins, á vegum sambands- ins. Kennsla var látin falla nið- ur eftir hádegi í skólum lands- ins. Vimíuheimili S. í. B. S. tók til starfa að Reykjalundi. (Sjá nánar um það 1 seinasta blaði). Guðmundur Ágústsson vann Skjaldarglímu Ármanns. (Sjá í bæjarfréttum). 2. janúar, föstudagur: Gottfredsen dæmdur. Hæstiréttur kvað upp dóm yfir Andreas Gottfredsen fyrir níðskrif um íslendinga í brezkt blað. Var hann dæmdur í 7 mánaða fengelsi og missi borg- aralegra réttinda. Ennfremur var hann dæmdur til að greiða allan málskostnað í undirrétti og fyrir hæstarétti. 3. janúar, laugardagur: Hækkun olíuverðs. Stórkostleg hækkun gekk í gildi á benzíni og olíum. Benzín hækaði úr 60 aurum í 70 aura lítri, hráolía hækkaði úr 370 krónum í 500 krónur smál. og ljósaolía úr 350 krónum í 740 krónur smál. Verð þetta gildir við afhendingu frá tank í Reykjavík. Afstaða fimm- mennlnganna (Framhald af 1. síðu) að fimmhienningarnir dauðsæju eftir þvi að vera ekki með í stjórnarmynduninni, og væru nú að leita að ráðum til þess að komast innundir hjá stjórninni. Þessari frásögn mótmælti Jón ekki með einu orði. í tilefni af því, sem þarna er haft eftir Jóni, fann ég ástæðu til að taka fram, og þurfti ekki til þess neitt umboð, að það væri ekki flugufótur fýVir þessum frétta- burði hans, því afstaða okkar fimmmenninganna til ríkis- stjórnarinnar væri óbreytt og að ekkert það hefði fram komið, sem gæfi ástæðu til að iðrast þeirrar ákvörðunar. Eins og á þessu sést eru um- mæli þau, sem Jón hefir eftir þeim Ingólfi Jónssyni og Þor- steini Þorsteinssyni, byggð á því, að Jón hefir í viðtali við þá rangfært í blekkingarskyni um- mæli mín, eins og hann lika gerir í umræddri grein í Morg- unblaðinu. Hefir Jón séð sér hér leik á borði, þar sem þeir Ing- ólfur og Þorsteinn voru fjar- staddir, þegar fyrrgreind orða- skipti áttu sér stað. Fullyrði ég, að það, sem ég sagði um afstöðu okkar fimm- menninganna við nefnt tæki- færi, er í alla staði rétt, og skora ég á Jón Pálmason að nafn- greina þá af okkur, sem nú séu farnir að iðrast aðgerða sinna í þessu efni.“ Jón svarar þessu með alllangri grein í Mbl. 4. þ. m., en í stað þess að verða við þeirri áskorun Péturs að nafngreina þá fimm- menningana, sem eiga að vera farnir að linast, fer hann aðal- lega með blekkingar um Anda- kllsárvirkjunina! Hefir þar með fullkomlega sannazt, að Jón hefir notað nöfn þeirra Ing- ólfs og Þorsteins í blekkinga- skyni og fyrri yfirlýsing Péturs Ottesen stendur óhögguð. Fisksöliiinúlin (Framhald af 1. slöu) ___ öðru lagi, þegar hann loks hefst handa, viðleitni forsætisráð- herra til að hjálpa fjárplógs- mönnum til að halda skipunum áfram. Stjórnarblöðin hafa einnig skýrt frá því, að búið sé að ganga frá samningunum um leiguna á færeysku skipunum. Enn hefir ekki verið sagt frá leigumálunum, en sagt er að þeir séu óhagstæðari en leigan, sem einstök fisksölusamlög voru búin að semja um. Þar sem stjórnin virðist þann- ig bera búin að fá umráð yfir bæði brezku og færeysku skip- unum, verður að krefjast þess, að einn aðili fái umráð fyrir öllum þessum skipum og ráð- stafi þeim þannig, að engin verstöð verði útundan, eins og verið hefir með smærri ver- stöðvarnar til þessa. Þá verður enn að krefjast þess, að stjórnin dragi ekki leng- ur að setja skýr ákvæði um ráð- stöfun verðjöfnunargjaldsins og að það verði látið ná til togara- fisksins. Með öðru móti verður ekki tryggt að það komi að til- ætluðum notum. Búnaðarmúlasjóðiir (Framhald af 1. síðu) farið, að engin not verði af bún- aðarmálasjóði, þar sem ráð- herra getur ónýtt allar ákvarð- anir búnaðarþings um, hvernig fénu verði varið. Tillaga þessi var til umræðu í neðri deild í gær og var henni m. a. harðlega andmælt af Pétri Ottesen, er kvaðst illa þekkja sjálstæðiskennd bænda, ef þeir gerðu sér að góðu að vera þann- ig sviptir umráðarétti yfir fé sínu. Endalokin urðu samt þau, að tillagan var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra stjórnarliða, en á móti greiddu atkvæði Framsóknarmenn og þeir fimmmenninganna, er sæti eiga í neðri deild. Með þessari atkvæðagreiðslu hefir samtökum bænda verið sýnd fullkomnasta ofbekdi og lítilsvirðing, enda eru kommún- istar höfundar þessarar tillögu. Hafa þeir hér sem oftar notað Jón Pálmason til að verða bænd- um til tjóns og skapraunar og mætti furðulegt teljast, ef hún- vetnskir bændur minntust þess ekki í næstu kosningum. Stjórnarlíðið ætlar.. (Framhald af 1. síöu) kvæðagreiðslu í efri deild í gær. Var hún samþykkt með atkvæð- um stjórnarsinna gegn atkvæð- um Framsóknarmanna og Þor- steins Þorsteinssonar. Þannig er Jón Pálmason not- aður í neðri deild til að „fleyga“ framfaramál landbúnaðarins og stjórnarsinnar í efri deild síðan látnir nota þessa „fleyga“ til að koma málunum fyrir kattarnef. Bændur verða að samelnast. Þessi framkoma stjórnarliðsins í tveimur stærstu landbúnað- ármálunum á þessu þingi, jarð- ræktarlagamálinu og áburðar- verksmiðjumálinu, sýna gleggzt, að ,það er fastur ásetningur þess að bregða fæti fyrir stærstu framfaramál og þýðingarmestu nýsköpun landbúnaðarins. Án samþykkt jarðræktarlagafrv. er engin von til þess, að hér tak- ist á næstu árum að koma allri heyöflun á véltækt land, eins og þó er óhjákvæmileg nauðsyn, og án starfrækslu áburðarverk- smiðju hér vantar ræktunina nægilegt öryggi til að byggja á. Sú framkoma stjórnarliðsins, að stöðva þessi stórmál, stafar ýmist af fjandskap sumra, er þar ráða mestu, ellegar af því, að búið er’vað stefna fjárhag ríkisins í slíkt óefni, að aðrir stjórnarsinnar, er kynnu að vilja veita þessum málum lið, treystust ekki til þess áf þeirri ástæðu. Hér er vissulega ekki aðeins um hagsmunamál bænda að ræða, heldur einnig hagsmuna- mál þjóðarinnár allrar, því að framtíð hennar byggist mjög á því, að landbúnaðurinn verði sem blómlegastur. Þess vegna verða bændur og aðrir þeir, sem skilja þýðingu og nauðsyn landbúnaðarins, að taka hér höndum saman og fylkja svo vel liði í næstu kosningum, að mál þessi komizt fram að þeim loknum, en fyrr verður þess vart að vænta úr því sem komið er. Og þetta verður því aðeins gert, að bændur hætti að senda lið- hlaupa á þing, eins og Jón Pálmason, heldur fylki sér fast um þann flokk, sem heill og ó- óskiptur berzt fyrir málum þeirra, Framsóknarflokkinn, auki þannig áhrif hans á ^Al- þingi og geri honum kleift að koma umbótamálum þeirra fram. Skemmtisamkoma. Næsta skemmtisamkoma Framsókn- armanna í Reykjavík verður n. k. föstudag, 9. febr. í Sýningaskálanum. Ráðgert hafði verið að hafa samkomu þessa 22. þ. m.,. en það verður ekki hægt vegna sýningar Kjarvals. Verður þetta eina samkoma Framsóknar- manna í febrúar og byrjar hún eins og venjulega með Framsóknarvist kl. 8,30 e. h. Áríðandi er að Framsóknarmenn panti sem allra fyrst aðgöngumiða í síma 2323, því aðsókn mun verða mikil, ekki síður en venjulega. Guðmundur Ágústsson hlaut Ármannsskjöldinn til eignar. Síðastl. fimmtudagskvöld var skjald- arglíma Ármanns háð í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Guðmundur Ágústsson lagði alla keppinauta sína að velli, hlaut því 9 vinninga og vann skjöldinn í þriðja sinn í röð, og þar með til fullrar eignar. Guðmundur hlaut einnig fyrstu verðlaun fyrir feg- urðarglimu. Einar Ingimundarson (Vaka) hlaut 8 stig, Ólafur Sveins- son (K.R.) 7, Andrés Sighvatsson (Samhygð) 6, Friðrik Guðmundsson (K.R.) 5. Ólafur Sveinsson og Sigurð- ur Hallbjörnsson (Á) 3 stig hvor og Guðmundur Benediktsson (Hvöt) og Steingrímur Jóhannesson (Í.R.) 1 stig hvor. — Einar Ingimundarson fékk önnur verðlaun fyrir fegurðarglímu. Ellefu af tólf mættu til leiks og var sá, sem ekki mætti forfallaður vegna veikinda. Árshátíð starfsmanna Landssmiðjunnar. Föstudagskvöld 26. f. m. hélt Starfs- mannafélag Landssmiðjunnar árshá- tíð sína að Hótel Borg. Var þar minnzt 15 ára afmælis smiðjunnar. Samkom- an hófst með sameiginlegu borðhaldi og stjórnaði því Gísli Gíslason frá Mosfelli. Ræður fluttu: Ásgeir Sig- urðsson forstjóri, Ásgeir Jónsson form. starfsmannafél. og Kjartan J. Gísla- son frá Mosfelli, skrifstofustjóri, sem einnig flutti frumsamið kvæði, Rödd smiðjunnar, ort í tilefni hins nýja húss smiðjunnar. Einnig fluttu minni: Þor- valdur Brynjólfsson, verkstjóri; Hilmar Skagfield, bókari. Kór starfsmanna söng nokkur lög undir stjórn Gunnars Sigurgeirssonar, en að lokum var stig- inn dans. Stjórn starfsmannafélagsins skipa nú: Ásgeir Jónsson, formaður; Ásgeir Guðmundsson, ritari og Sigurður Jóns- son gjaldkerí. Meðstjórnendur: Óskar Pálsson og Óskar Sandholt. Iláskóli íslands. 285% stig og Þórir Guðmundsson 1. eink. 281% stig. Embcettisprófi í lœknisfrœði hefir Jón. H. Gunnlaugsson lokið með 1. eink. 157 stigum. Embœttisprófi í lögfrceði lauk Jón Bjarnason 25. janúar og hlaut 1. eink. 213 stig. Klæddist hermannafötum og ók bifreið ölvaður. Nýlega hefir sakadómari kveðið upp dóm í máli manns nokkurs, sem gekk um götur Reykjavíkur klæddur fötum af norskum sjóliðsmanni, og fór auk þess á skemmtun, sem haldin var fyrir norska hermenn. Auk þess ók hann bifreið ölvaður. Maðurinn var dæmdur í 30 daga fangelsi. Ökuskírteini var áður^búið að dæma af honum ævilangt fyrir ölvun við akstur. Hann hefir tvisvar áður verið sektaður fyrir að klæðast hermannafötum. Innbrot. Nýlega var brotin rúða í sýningar- glugga verzlunar Jóns Sigmundssonar við Laugaveg 8 og stollð 4 karlmanns armbandsúrum. Málið er 1 rannsókn. Aðalfundur. Tollvarðafélag íslands hélt aðal- fund sinn laugardaginn 27. f. m. Formaður félagsins gaf ýtarlega skýi-slu um störff þess og hag á liðnu ári. í stjórn til næsta árs voru kjörnir: Haraldur Norðdahl, form. endurkosinn, Ólafur Helgason, ritari; Karl Halldórsson, gjaldkeri. Varastj.: Aðalsteinn Halldórsson, Guðjón H. Guðjónsson og Gísli Guðmundsson. Tollvarðafélagið er 10 ára í ár. Það hefir á þessum tíma unnið sleitulaust að velferðarmálum tollvarðanna og mikið unnið, bæði að kjarabótum og menningarmálum þeirra. í því eru nú nálega allir; sem stéttinni tilheyra um land allt. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band Sigurður Pálsson bóndi í Skóg- arhlíð í Reykjahverfi, S.-Þing og Aðalheiður Þorgrímsdóttir frá Miðhlíð á Barðaströnd. Leiðrétting. í grein um Árna Pálsson á 6. siðu féll niður föðurnafn Helgu. Á að vera frú Helga Sigurðardóttir. Strandarkirkja. „Gamalt áheit" frá K. V. kr. 5.00. Áheit frá S. J. Strandasýslu kr. 20.00. Vlnnlð ötuRega fyrlr Tímann. * Skagiírdingamót verður haldið að Hótel Borg fimmtudaginn 8. febrúar. — Til skemmtunar verður: Ræður: Dr. Broddi Jóhannesson. Próf. Magnús Jónsson. Rektor Pálmi Hannesson. Söngur: Sigurður Jónsson frá Sauðárkróki. Maríus Sölvason. D A N S. Aðgöngumiðar verða afhentir í „Flóru“ og Söluturninum á mánudag og þriðjudag. STJÓRNIN. Jörð til sölu Jörðin Máfahlíð i Lundarreykjadal í Borgarfjarðarsýslu er til sölu nú þegar og ábúðar frá næstu fardögum. Jörðin hefir 4—5 kúa girt tún og ræktunarskilyrði ágæt, slægna- og beitiland all- víðáttumikið. Laxveiði er í Grímsá, sérmetin. Þjóðbraut liggur fast við túnið. — Tilboð í jörðina óskast fyrir 20. marz n. k. — Upplýsingar gefur og við tilboðum tekur Kristján Guðmundsson, bóndi á Indriðastöðum (Símastöð Grund), en verður á Búnaðar- þingi eða á Bókhlöðustíg 11, sími 3855, milli 7 og 8 á kvöldin. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. ♦ ÚTBREIÐIÐ TIMANN4 ■AAAA, A. Kandidatsprófi í viðskiptafrceöum ^ hafa lokið: Árnl Finnbjörnsson 1. eink.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.