Tíminn - 16.02.1945, Síða 3

Tíminn - 16.02.1945, Síða 3
13. blað TlMlIM, föstndaglmn 16. febr. 1945 3 Olafur Jóhannesson; BÓKMENNTIR OG LISTIR Hvert stefnír í fjármálunum? Flestir hugsandi menn finna til uggs og kvíða, er þeir íhuga fjárhagsmál okkar nýstofnaða lýðveldis. Margir munu viður-1 kenna, að þau séu ekki í því horfi sem æskilegt er. í mörgum efnum er þar stefnt í fullkomna tvísýnu og lítt hugsað um kom- andi dag. Útgjöld ríkisins eru orðin svo risavaxin, að um slíkt hefði menn vart dreymt fyrir fáum árum. Fjárlögin hafa svo að segja blásið út með ári hverju, enda nú orðin svo búst- in, að sumum stendur stuggur af. Eðlilegt er, að útgjöld ríkisins og þar með fjárlögin hafi hækk- að undangengin stríðsár. Því valda auknar launagreiðslur til starfsmanna ríkisins vegna greiðslu verðlagsuppbótar, sem auðvitað hefir verið óhjá- kvæmilegt að greiða. Væri hækkunin ekki umtalsverð, ef hún væri aðeins til samræmis við það. En sú er ekki raunin á. Hækkun ríkisgj aldanna er miklu meiri en samsvarar vísi- töluhækkun. Niðurstöðutölur fjárlaganna fyrir árið 1939, síð- ustu fjárlaganna fyrir stríð, voru 17.904.960 kr., en niður- stöðutölur fjárlaga fyrir yfir- standandi ár eru 108.177.878 kr. Á þessum árum hafa því fjár- lögin sexfaldazt. Þó eru ekki öll kurl komin til grafar, því að í núgildandi fjárlögum eru ekki teknar með uppbótargreiðslur vegna landbúnaðarafurða, sem greiða verður á þessu ári. Ekki er víst hve miklu þær muni nema, en óhætt mun að gera ráð fyrir a. m. k. 20—30 milj- ónum. Væri þessi upphæð tekin með, mundi niðurstaðan verða sú, að útgjöld ríkisins hefðu sjö- faldazt frá því árið 1939. Allir liðir fjárlaganna, nema vaxtagreiðslur, hafa hækkað. Þó hafa þeir hækkað misjafnlega mikið. Flestum lesendum þykja tölur leiðinlegar og fást víst tæplega til að lesa þær. Er slíkt illa far- ið, því að tölurnar hafa oftast skýrari og óvefengjanlegri sann- ieik að segja, en langar ræður og ritgerðir. Mér virðist saman- burður á ýmsum tölum fjárlag- anna, einkum núgildandi fjár- laga og fjárlaganna fyrir 1939, svo lærdómsríkur á marga lund, að ég freistast til að néfna nokkrar tölur. Ég ætla að treysta því, að lesendur athugi þær, þó að þeim þyki þær ekki skemmti- legar. Ég ætla jafnframt að mælast til þess, að þeir hafi um leið í huga, að það eru þeir, sem eiga að gera tölur, þessar að öðru en pappírsbókstöfum, að það eru þeir, sem eiga að greiða þessar upphæðir og gera þær að veruleika. Eins og áður var á drepið, hafa útgjöld ríkisins farið svo að segja árlega vaxandi. Eftir- farandi yfirlit sýnir niðurstöðu- tölur á rekstrarreikningi fjár- laganna fyrir nokkur síðustu árin: 1939 ............. 17.904.960 1940 ............. 18.594.830 1941 ............. 18.474.173 1942 ............. 24.048.596 1943 ............. 65.752.440 1944 ............. 94.306.997 1945 ............ 108.177.878 Eins og framanskráðar tölur bera með sér hefir hækkunin orðið mest allra seinustu áfin. Ennfremur verður að hafa í huga, það sem áður hefir verið sagt um niðurstöðutölur nú- gildandi fjárlaga. Við saman- burð á einstökum liðum núgild- andi fjárlaga og fjárlaganna 1939 kemur m. a. eftirfarandi í Ijós: Útgjöld vegna samgöngumála hafa hækkað úr tæpum 3 milj- ónum upp í rúmlega 26.5 miljón- ir eða um 23.5 miljónir. Má að ^ vísu segja, að því fé sé vel varið, "sem til raunhæfra samgöngu- bóta fer. Kostnaður samkvæmt 11. gr. fjárlagahna, þ. e. til dómgæzlu, lögreglustjórnar, op- inbers eftirlits, skatta- og tolla- innheimtu er orðinn sexfaldur á við það, sem hann var áætlaður 1939, eða hefir hækkað úr 1.851.750 kr. í 11.003.493 kr. Til kirkju- og kennslumála eru nú áætlaðar 16.5 miljónir á móti 2.347 þúsundum, er til þess voru áætlaðar 1939. Sá liður er því sjöfaldur orðinn. Útgjöld vegna læknaskipunar og heilbrigðis- mála, 12. gr., eru áætluð nú rúmar 8 miljónir, en voru 1939 áætluð um 660 þús. Hafa þau því rúmlega tólffaldazt. Kostn- aður samkvæmt 10. gr., við rík- isstjórnina, utanríkismál o. fl., hefir nær því sexfaldazt. Kostn- aður vegna almennrar styrkt- arstarfsemi eða félagsmála, eins og útgjaldaliður þessi nú ' er nefndur, hefir hækkað úr 1.619 þús. í 7.580 þús. Útgjöld til at- vinnumála, þ. e. landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar hafa hækkað úr 4 miljónum í rúm- lega 9.5 miljónir, og hefir sá liður hækkað mun minna en flestir aðrir fjárlagalíðir og má það merkilegt heita, þegar „ný- sköpun“ atvinnuveganna er efst á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Hér hafa verið nefnd einstök dæmi, er sýna hver útgjalda- hækkun hefir átt sér stað hjá ríkinu. Við þennan samanburð ber þó að hafa það í huga, að við framannefnda liði úr núgild- andi fjárlögum á eftir að bæt- ast vegna vanreiknaðrar verð- lagsuppbótar og hækkönar á launum vegna nýrra launalaga. En í fjárlögum er upphæð sú, sem ætluð er til að mæta þessu tvennu áætluð 8l/2 miljón. Er þar því um verulega hækkun á framangreindum liðum þessa árs að ræða. Verður því munurinn á þeim tveim’árum, sem hér hafa verið borin saman, mun meiri en framangreindar tölur gefa til kynna. E. t. v. mætti segja, að ekki væri ástæða til að fjölyrða um þetta og gera við það athuga- semdir, ef tekjuheimildir, þær sem dugðu 1939, hefðu óbreyttar nægt til þess að standast út- gjöldin, þ. e. að tekjurnar hefðú hækkað svo mjög vegna bættrar afkomu, verðlagsbreytinga o. fl. Þó mundi hygginn bóndi hafa lagt nokkuð til hliðar undir þeim kringumstæðum og geymt til hinna lakari ára, sem ekki munu langt undan. En þessu er ekki til að dreifa. Tekjuheimildirnar frá 1939 hafa ekki hrokkið til. Það hefir orðið að hækka skatt- ana og leggja á nýja skatta og skgttauka. Á þessu tímabili hef- ir verið sett ný tollalöggjöf, er stórlega hefir hækkað tolla, fyrst og fremst vegna þess að í verði vöru er reiknað flutn- ingsgjald og vátrygging, þegar verðtollur er af henni reikn- aður. En á stríðsárunum hefir þetta haft mjög mikla þýðingu, eins og allir vita. Hér skal það játað, að breyttar aðstæður á þessu tímabili hafa að vísu gert nokkra aukna skattlagningu eðlilega undir vissum kringum- stæðum. í sumum tilfellum hefði hún jafnvel mátt vera meiri og í öðrum tilfellum hefði hún þurft að vera'vhkari en raun hefir á orðið. Enn er verið að leggja á nýja og þunga skatta, sem nema sam- tals mörgum miljónum. Að við- bættum þessum nýju sköttum eru álögurnar á landsmenn orðnar svo þungar, að slíks munu fá eða engin dæmi, nema hjá þjóðum, er 'eíga í styrjöld. Hér er eigi rúm til að rekja hversu miklar álögurnar eru orðnar á hvern einstakling. E. t. v. verður hægt að gera það i öðru sambandi. En hér skal vik- ið að almenningsálitinu á skatt- svikum. í rauninni ætti það að vera talið svívirðilegt afbrot að svíkja þjóðfélagið. En það er nú eitthvað annað- en almennt sé svo álitið. Hér er sú skoðun að festa rætur og verða almenn, að sjálfsagt sé að svíkja undan sköttum, ef unnt er. Flestir, sem geta, draga undan skatti og þyk- ir engin'minnkun að. Eftir alls konar krókaleiðum er reynt að komast undan lögmætum gjöld- um. Til þessa almenningsálits liggja ýmsar ástæður, sem hér skulu eigi raktar. En ein helzta ástæðan mun vera sú, að í vit- und almennings eru álögurnar orðnar ósanngjarnar og of þungar og þess vegna finnst honum afsakanlegt eða eðlilegt að reynt sé að komast undan þeim. Hin háu ríkisútgjjöld, hækk- un þeirra undanfarið og hinir þungu skattar eru ískyggilegar staðreyndir. Þó er auðvitað verst, ef haldið verður áfram á sömu braut. Því er miður, að svo virðist munu verða. Það er söguleg staðreynd, að jafnan hefir gengið. erfiðlega að lækka fjárlög og útgjöld ríkja. Til þess þarf mikið átak. Núverandi rík- isstjórn er ekki líkleg til að gera það átak. Eftir hennar óskum voru mörg útgjöld í fjárlögun- um stórlega hækkuð. Niður- stöðutala á rekstraryfirliti sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi fyr- verandi ríkisstjórnar var aðeins tæpar 87 miljónir. Þar við á að vísu að bæta vanreiknaðri verð- lagsuppbót fjórum miljónum. En hækkunin er samt nokkr- ar milj. Stjórnin leggur á nýja skatta, sem hér hafa áður verið óþekktir. Hún boðar þátttöku ríkisins í ýmsri ný- sköpun, ef einstaklingarnir vilja ekki í hana leggja, þ. e. ef atvinnureksturinn þykir ekki arðvænlegur. Eftir þessari fram- komu að dæma er ekki að vænta af núverandi stjórn neinna ráð- stafana, sem miða til lækkunar á ríkisgjöldunum og að því að koma ríkisreksrinum í heilbrigt horf. Einnig er vitað, að enn eru fram undan stórfelldar hækk- anir. Stjórnarflokkarnir hafa í málefnasamningi sinum samið um að koma hér á hinum full- komnustu tryggingum. Um tryggingarnar'er vissulega ekki nema gott eitt að segja. En þar hljóta að kosta, mikið fé og allar likur eru til þess, að þær muni hafa í för með sér verulega út- gjaldaaukningu fyrir ríkissjóð. Vísitalan heldur áfram að stíga. Hvert vísitölustig leiðir til út- gj'Æfdahækkunar fyrir ríkið. X þessu sambandi má ekki gleyma' að minnast á ábyrgðir ríkissjóðs. Árlega eru samþykkt- ar heimildir fyrir ríkið til" að taka á sig ábyrgðir á miljóna upphæðum. Hljóta ábyrgðir Jþessar að nema nú samtals mörgum tugum miljóna. Ábyrgð- ir þessar eru skilorðsbundnar skuldir ríkissjóðs. Hæglega get- ur komið til þess, að ríkissjóður verði á sínum tíma að greiða þær að meira eða minna leyti. Varfærni virðist ekki mikil í þessum efnum. Sami aðilinn fær t. d. ábyrgð hvað eftir ann- að, og það jafnvel til fyrirtækj'a, sem ekki eru tryggari en það, að lánsstofnanir neita algerlega um lán til þeirra nema gegn ríkisábyrgð. Horfurnar í fjármálum ríkis- ins eru því óglæsilegar á allan hátt. Þegar þegnar þjóðfélags- ins hafa borgað sínar skuldir, hefir ríkið látið það ógert. Og fram undan sýnast enn út- gjaldahækkanir, eins og sýnt hefir verið fram á. Þeirri spurn- ingu er ekki auðsvarað, hvar fá verði tekið til þess að .mæta henni. Við opinber gjöld sýnist vart verða bætt, ef innheimta þeirra og framkvæmd skatta- og tollalaga er í lagi. Fer þá rík- ið að afla sér nýrra tekjugreina, t. d. taka undir sig einhvern arðbæran atvinnurekstur eða Magmis Toriason; Eigum við að geSa þeím Grænland ? I. Eins og allir vita hefir mót- spyrnan gegn endurreisn lýð- veldisins fyrst og fremst verið byggð á þvi, að Danir ættu rétt á því að samningaumleitanir færu fram milli aðila áður en sambandið væri rofið. En nú vildi svo til, að örlögin skáru á snærið og slitu sambandið áð- ur en til þess kom, svo hremmi- lega, að sambandsþjóðin gat fyrir engan mun talizt sjálf- ráður aðili. Þegar af þeirri á- stæðu var loku skotið fyrir, að við tækjum upp samninga við þá. Er þar við bættist, að tím- inn, er ætlaður var til samn- inganna, var runninn út áður en atkvæöagreiðslan var látin fara fram og að allan þann tíma reyndist ókleift að komast i tal- færi við Dani, verður ekki séð, að nein frambærileg rök séu fyrir því að gengið hafi verið á hlut þeirra. Þeir, sem ekki voru haldnir af Danadýrkun, hafa þá líka undið upp á þessa kenning sína og reynt að'drepa í skörðin með því að halda því fram, að það væri sérstök kurteisisskylda að bíða eftir kallfærinu. Fyrir- sláttur þessi er svo barnalegur, að hann líkist engu fremur en síðasta öngþveitissvari ræðu- manns,er fyrir engan mun vill „gefa sig upp á gat“ í áheyrn fundarmanna. En það er önnur hlið á öllu þessu máli, sem vert er að at- huga nokkru gjör. Lýðveldið er komið í svo ör- ugga höfn, að tæpast verður betur á kosið. Verkin hafa tal- að, og sýnt að 997 af 1000 voru á móti sambandinu. Með því hef- ir alheimur sannfærzt um, að við áttum meiri rétt á sjálf- stjórn en dæmi eru til um und- irokaða þjóð. Og traustári grundvöll getur eigi. Af því er hollt að minnast þess, að sá, sem vill gera betur en vel, gerir oft ver en illa. Og víst er um það, að þeir, sem telja að biðin hefði orðið hollari fyrir vorn mál- stað, eiga eftir að sanna þá fullyrðing sína. Hins vegar má til sanns veg- ar færa, að bezt hafi farið á þvi, og það engu síður frá sjón- armiði Dana, að viðskilnaður- Inn varð hljóðalaus að kalla. í þá átt bendir, að sá litli atburð- ur, er af þeirra hendi var hafð- ur til að andæfa skilnaðinum 1918, varð þeim síður en svo til frægðar. Og síðast en ekki sízt verður það að teljast þjóðarhapp, að sambandsmálið var afgreitt eitt út af fyrir sig. Þarf ekki að efa, að ýmsir árekstrar hefðu orðið, ef semja átti um leið um allt það, er milli ríkjanna stendur, jafnvel þótt flest af því sé ekki stærra í broti en svo að leiða mætti það til góðra lykta, væri sæmilegri sanngirni til að dreifa. En tvennt er það samt, er að kappsmálum hefði verið gert: fjárskiptin og til- kall vort til Grænlands. Að því fyrra málið snertir er það að vísu sagt berum orðum í athugasemdum um sambands- lögin 1918, að með þeim sé endir bundinn á fjármál ríkjanna. En tvenn rök liggja til þess að sú fullyrðing verður eigi tekin há- tíðlega. Fyrst það að samning- arnir 1918 voru hreinir og bein- ir nauðsamningar, eins og bert er af því, að af íslendinga hálfu er að- því innt í nefndaráliti meiri hlutans, að dönsku nefnd- armennirnir hefðu hvað eftir annað haft í hótunum um að slíta samningum ef frekari kröf- ur væru gerðar en þeim vel lik- aði. Kom þar greinilega fram, að i þeim samningum viður- kenndu Danir oss aldrei sem sinn jafnréttháa aðila eins og raunar enn betur sést af því, að samkv. 18. gr. mátti mörlandinn ekki vera einráður um þjóðar- atkvæðið, heldur haga því eftir vild Dana, þann veg, að þeir töldu öruggt, að sambandsslit næðu aldrei þjóðarsamþykki sakir hins háa atkvæðafjölda, er krafizt var af þeirra hendi. í annan stað voru í samning- I riki Kjarrals Það voru orð að sönnu, sem Jóhannes Kjarval lét falla, er hann opnaði almenningi .mál- verkasýningu sína á þriðju- dagsmorguninn. „Þetta eru allt myndir af landinu okkar“, sagði. hann. „Þið eigið þessar myndir“. Þessi orð fundu vissulega hljómgrunn, því að á þessum morgni gerðist það, sem eins dæmi mun í sögu íslenzkrar málaralistar, að svo til allar myndirnar, um fjörutíu að tölu, seldust á svipstundu. Og svo var handagangurinn mikill í öskj- unni, að oft voru margir um hverja mynd, og hreppti þá sá happið, sem duglegastur var að koma sér og sinni málaleitan á framfæri. Á eftir spurðu svo þeir, sem í eitthvað höfðu náð, kunningja sína sigri hrósandi: „Náðir þú í nokkra?“ „Hvað fékkst þú?“ Alls eru á sýningunni 41 mynd. Flestar þeirra eru úr Skaftafellssýslu, allar málaðar á síðastliðnu ári, nokkrar af Snæfellsnesi frá sumrinu 1943 og aðeins ein eldri. Er þarna hvert listaverkið öðru glæsi- legra, og má það undur heita, hve margar og stórar myndir Kjarval hefir málað á svo skömmjim tíma — og allar með handbragði snillingsins, gædd- ar seiðmagnaðri fegurð. Þar á meðal eru nokkrar, sem áreið- anlega geta talizt til beztu mál- grípur það til lána? Um það skal engu spáð. En framhald þessarar fjármálastefnu hlýtur að enda í ógöngum og öngþveiti. Er eigi að undra, þó að ýmsa gruni, að til gengislækkunar verði gripið til þess að reyna að bjarga sér um stundarsakir. Væri þó vitaskuld með slíkum aðgerðum ranglæti bætt á rang- læti ofan. í fjármálaráðherrasæti situr nú reyndur fjármálamaður, sem hingað til hefir notið trausts og almennra vinsælda. Ekki skal í efa dregið, að honum sé ljóst hvert stefnir og hann hafi vilja til að bjarga. En svo virðist, sem hann fái við ekkert ráðið fyrir þeim stjórnarsinnum, sem ýmist í hugsunarleysi eða af ráðnum hug vinna að því að grafa undan öllu heilbrigðu fjármálalífi. Þjóðarskútan sigl- ir hraðbyri í fjármálalegt strand, ef ekki verður breytt um stefnu. Hér tjáir ekki að þylja nöfn myndanna, fólk verður sjálft að koma og sjá — það, sem þess á kost. En þó skal vakin athygli á myndum eins og „Vestursýn" (3), „Grjót“ (21) og ’ „Trölla- kirkja“ (24). Forstöðumenn skólanna í Reykjavík og nágrenni bæjar- Ins ættu að fara hópför á þessa '"t Jóhannes S. Kjarval. sýningu með nemendur sína og haga svo til, að listfróður og verka Kjarvals, og er þá mikið sagt. vel máli farinn maður útskýrði fyrir þeim málverkin og list höfundarins. Það gæti áreiðan- lega orðið til fróðleiks og auk- ins þroska. Eins og áður hefir verið get- ið hér í blaðinu, verður Kjarval sextugur á hausti kom- anda. Einn af blaðamönnum höfuðstaðarins hefir bent á það í grein, sem hann skrifaði um Kjarval í sambandi við sýningu þessa, að listamaðurinn hafi um tuttugu ára skelð hírzt á geymslulofti undir súð norðan í móti í einu verzlunarhúsi bæj- arins. Ef Reykjavíkurbær vildi sýna honum eitthvað hliðstæð- an sóma og þakklætisvott og Akureyringar sýndu ljóðsnill- ingnum Davíð Stefánssynl á fimmtugsafmæli hans »fyrir skemmstu, þá ætti bæjarstjórn- in að færa honum 160 þúsund krónur að gjöf. Hann vildi láta bæinn láta honum í té gott hús til frjálsra afnota meðan hann þarf þess við, en eftir hans dag taki við því einhver annar lista- maður, sem þá yrði þess verð- ugastur. Hér sk^l fyllilega undir þetta tekið. Þetta er hugmynd, sem Reykjavíkurbæ væri sómi að að hrinda í framkvæmd. unum 1918 svo mikil undirmál, að eindæmum sætir meðal sið- aðra þjóða og skal nú sá þáttur rakinn þótt ófagur sé og leið- indaverk við að- fást. Á þingi 1917 var gerð sam- þykkt um fánamálið og svöruðu Danir því til, að þeir teldu rétt- ast að afgreiða eigi það mál út af fyrir sig, heldur taka þjóða- sambandið allt til rækilegrar meðferðar og buðust til að senda hingað menn til samninga. Eins og nærri má geta var það eigi gert af umhyggju fyrir oss, heldur sakir þess, að sjálfir hugðust þeir að gera kröfur til landa Þjóðverja á væntanlegri friðarstefnu, en það gat eigi farið vel saman að neita jafn- framt íslendingum um sinn þjóð rétt.’ Þess vegna lögðu þeir kapp á að sjá svo um að við yrðum ekki að flækjast fyrir þeim við friðarborðið. Nú vildu Darrir aftur á móti hafa endaskipti á hlutunum, láta samninga drag- ast þangað til þeir þóttust geta komið ár sinni fyrir borð. Er þó ólíku saman að jafná, aðstöðu þá eða nú, því að 1918 hafði sem engin breyting orðið á viðskipt- um landanna, hvorki inn á við né út á við, en nú var þverskorin eina líftaugin, sem eftir var ríkjanna á milli og sambandið úr sögunni. En hér var fleira I grautar- gerð. Nokkrir angurgapar hugð- ust vinna sér til frægðar með því að leita samninga við Engla og Þýzkara. Varð það stutt gam- an fyrir þá fyrnefndu og datt botninn úr þeim fyr en varði. En Þjóðverjavinir voru menn skeleggari og höfðu öruggan forustusauð. Kom þar að þeir stóðu í samningum við þýzkan stórhöfðingja, sem þá dvaldi í Höfn, og lyktaði með því að þáverandi ráðherra gekk á fund þess þýzka. Urðu Englar þessa varir með-„ fram út af lausmælgi hins mál- uga milligöngumanns og Þjóð- verjadindils. En sá varð endir á, að trúnaðarmaður hans kærði ráðherrann (auðvitað eftir að hann valt úr stóli) og milli- manninn fyrir drottinssvik, með allýtarlegri skýrslu, þar sem gerð er grein fyrir viðhorfinu gegn býzku krúnunni. Áttum við að fá þýzkan fursta að jarli og tak- markað þingræði á keisaravísu, auk 10 miljóna til járnbrautar austur um fjall i barnadúsu. Eins og geta má nærri urðu Englar æfir við og refsuðu oss á sína vísu með því að skella á „ensku samningunum“, en með þeim voru við píndir til að selja þeim afurðir landsins með stór- um lægra verði en nágranna- bjóðir vorar fengu fyrir sams konar framleiðslu. Af þessu hlauzt það, að landið, bæði ein- staklingar og opinberar stofn- anir, stóðu ver að vígi'eftir ó- friðinn en fyrir hann. En hörmulegast var þó, að er af- urðir vorar hlupu upp í verði að stríðslokum, héldu fjárreiðu- mennirnir, að sú gullöld mundi varanleg og lögðu í allskonar fjárbrask, er vitanlega útleidd- ist með stórum töpum en krón- an féll og landið komst í botn- lausar skuldir. Þessari þýzku vitleysu var

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.