Tíminn - 16.02.1945, Side 4

Tíminn - 16.02.1945, Side 4
4 TÍMrayN, föstndaglim 16. fchr. 1945 13. blað §k agafj arð a r — Eftirmæli tveggja ára br é Frá því er land byggðist, hefir árferði jafnan átt mikinn þátt í því að skapa velsæld eða vanlíðan, landsmanna. Aðalat- vinnuvegir landsmanna, land- búnaður og fiskveiðar, sem hafa verið reknir með ófullkomnum tækjum fram á síðustu áratugi, hafa verið svo háðir veðurfar- inu, að nálega hefir skipt í *tvö horn um arðinn í versta og bezta árferði. í sambandi við þetta er vert að minna á það, að ár þau, sem sexmanna-nefndin miðaði við útreikninga sína, voru allt góð- æri og eitt þeirra, árið 1939, svo mikið góðæri, að slíkt mun vart koma oftar en einu sinni á 50 eða 100 árum. Ef sexmanna- nefndin hefði haft búreikninga frá árinu 1943 til að byggja á .niðurstöður sínar, myndi það hafa orðið hagstæðara fyrir bændur. ~ * * * Áður en ég fer að lýsa árferði 1944 og afk'omu bænda í minni sveit, ætla ég að minnast nokk- uð á árið 1943, en það ár hefir verið eitt hið allra erfiðasta um langt skeið, og ég hygg, að fáar sveitir landsins hafi goldið jafn mikð afhroð það ár og einmitt mín, Lýtingsstaðahreppur í Skagafirði. Finnst mér vert að færa eftirmæli þess í letur, þótt seint sé. Árferði 1943. Eftir áramótin 1942 og 1943 gerði úrkomur miklar og um- hleypinga. Snjóalög urðu mikil og áfreðar. Á mörgum bæjum var alveg haglaust fyrir allar skepnur, en það hafði ekki komið fyrir síðan veturinn 1920. Frosthörkur voru ekki miklar og norðan störhríðar aldrei langvarandi, en veðrabrigði voru oft svo skjót, að á sama sólar- hríng var stundum sunnan- þíðviðri, vestanrok með krapa- éljum og norðanstórhrið. Þegar þrjár vikur voru liðnar af góu, hlánaði nokkuð og komu hagar víða. Eftir miðjan einmánuð kólnaði aftur og héldust frost- hörkur fram eftir vori. Jörð var alfrosin þangað til 5 vikur af sumri og um krossmessu var frost 8 til 10 stig um hádaginn, dag eftir dag. Þó að veturinn gæti ekki tal- izt mjög harður, varð útkoman sú, vegna vorkuldanna, að hey- fyrningar frá fyrri árum eydd- ust að mestu. Þurrviðri og kuldar héldust allt til Jóns- messu. Þá var aðeins grænn lit- ur á túnum, en úthagi hvítur. Á sama tíma árið 1939 var sláttur almennt hafinn hér í sveit. Fénaðarhöld urðu sæmi- leg. Áfelli voru lítil yfir vorið. Mæðiveiki var aðeins í byrjun á nokkrum bæjum. Eftir Jóns- messu var hagstæð sprettutíð um tímá. Sláttur hófst almennt 16. og 17. júlí, eða hálfum mán- uði síffar en í meðal árferði. Frá þessum tíma var sumarið kalt. Fjöll voru oft hvít af snjó. Grasbrestur var tilfinnanlegur. Töðufengur var þriðjungi og sums staðar allt að helmingi minni en árið áður. Há spratt ekki. Útengi, annað en flæði- engi, var mjög graslítið. Hey nýttust vel fram um höfuðdag. Eftir höfuðdag brá til votviðra, og héldust votviðrin það, sem eftir var sláttar. Á göngum var víða mikið hey úti og óþurrt það, sem slegið var eftir lO.sept- ember. * * * Þá er næst til frásagnar hið mikla fjárskaðaveður, stórhríð- in aðfaranótt 24. september. Slíkt áfelli á þeim tíma árs mun ekki hafa komið síðastliðin 50—60 ár. Jafn mikil fannkoma á svo skömmum tíma, aðeins 12 klukkustundum, mun vera fátíð hér á landi. Snjó lagði svo mikinn, að slétt var af öllum lægðum og giljum. Illfært var með hesta eftir alfaraleiðum. Svartá varð full af krapi og hlóð þykkum kraparuðningi á hólma og nes. Þegar birti upp um hádegi 24. sept. fóru menn að gæta að fé sínu, sem flest var í heimahögum, nýkomið úr réttum. Þann dag og næstu daga var fjölda af fé bjargað úr fönn. Þrátt fyrir það varð út- koman sú, að 20—40 fjár fórst í 'fönn á flestum bæjum í Lýt- ingsstaðahreppi og sennilega hátt á annað þúsund fjár sam- tals. Næstu daga var frost og snjókoma. Óskilafé varð ekki komið til seinni réttar, sökum ó- færðar, en slíkt man víst eng- inn núlifandi maður hér í sveit. Að hálfum mánuði liðnum hlán- aði og gerði góða tíð og hélzt svo allt til áramóta. Þegar snjóinn tók upp, gat að líta beinahrúgur af dauðu fé hvarvetna í lægðúm og lækjar- drögum. Sú sjón minnti á beina- hrúgurnar af fé Staðarmanna við Kjalveg og aðrar slíkar harmsögur fyrri tíma. Eins og áður er eagt, var mik- ið hey úti á göngum, sökum votviðra eftir höfuðdag. Sumir bændiir höfðu ekki náð inn neinu af útheyi. Megnið af þessu heyi náðist um síðir, en stór- skemmt. Heyfengur varð mjög lítill og misjafn aðgæðum. Afleiðing þess varð sú, að nálega allir bændur urðu að fækka kúm, og einnig sauðfé fram yfir það,sem fjárskaðaveðrið áorkaði, þrátt fyrir það þótt farið væri á fremsta hlunn með að treysta á síldarmjöl til heysparnaðar. Sumir bændur, sem áttu fjórar kýr, urðu að fækka þeim um tvær. Allar skepnur reyndust illa til frálags. Grænmeti spratt svo illa, að ekki þótti svara kostnaði að taka upp úr görð- um, þar sem ekki var jarðhiti. Árferði 1944. Pálsmessa 25. jan. spáði góðu árferði, samkvæmt gamalli trú. Þann dag sást ekki ský á lofti. En svo segir í gamalli vísu: Sé heiðskírt veður og himinn klár, á helga Pálus messu mun þá verða mjög gott ár. Marka ég það á þessu. Ekki verðúr annað sagt en að árið 1944 hafi verið gott ár. Vet- urinn mátti heita góður. Þó voru nokkrir umhleypingar;i á þorra og góu. Norðan-stórhríð- ar-dagar voru aðeins 2. og 3. fe- brúar og 2. marz. Vorið var í kaldara lagi. Áfelli gerði 11. og 12. maí, en ekkert tjón gerði það, því sauðburður var þá ekki haf- inn. Sauðfé gekk vel fram, það sem heilbrigt var, en mæðiveiki- herjaði víða. Sláttur hófst al- mennt 7. og 8. júlí. Grasspretta var allgóð og nýting heyja ágæt. Heyfengur var því mikill eftir mannafla og góður. Sauðfé reyndist vel til frálags. Upp- skera úr görðum var víðast sæmileg. Jörð fór að frjósa 15. október. 27. okt. gerði stórhríð með mikilli snjókomu. Fé fennti víða, en tjón varð ekki tilfinnanlegt nema á fáum bæjum, helzt á Efribyggð. Síðan gerði stillta og góða tíð og hélzt hún til ára- móta. Jörð var þá snjólaus. Nýbyggingar. Árið 1943 var hafin bygging á þremur íbúðarhúsum í Lýt- ingsstaðahreppi og lokið að mestu á árinu 1944. Húsin voru reist á þessum bæjum: Gilhaga, Steinsstöðum og Varmalæk. Varmalækur er nýbýli, byggt úr landi Skíðastaða. Húsið er hit- að með vatni úr Skíðastaðalaug. Eigandi nýbýlisins er Gunnar Jóhannsson frá Mælifellsá. Hann rekur nú þarna vinnu- stofu, sem býr til föt, aðallega blússur og jakka úr íslenzkum skinnum. Sala hefir gengið mjög vel á vörum vinnustofunnar. 4—6 stúlkur vinna þar að jafn- aði. Það, sem valdið hefir mest- um erfiðleikum, er skortur á raforku. Gunnar Jóhannsson er ungur maður, en heilsubil- aður. Hann hefir sýnt sérstakan dugnað og áræði við að koma þessu fyrirtæki á fót. íbúðarhúsið á Steinsstöðum var reist við Steinsstaðalaug og hitað með vatni úr henni. í hús- inu er íbúð fyrir tvær fjölskyld- ur. Þar búa nú Ingólfur Daní- elsson og synir hans. Þeir feðg- ar hafa reist gróðurhús 200 fer- metra að stærð og rækta þar tó- mata. Auk þess rækta þeir mikið af káli og öðru grænmeti. Síð- astliðið sumar gekk þessi rækt- un vel, en illa sumarið áður. Á árinu 1944 var hafin bygg- ing á búðarhúsi á Hofi í Dölum. Þetta hús á að hita með vatni úr Hofslaug. Byggingu þessari er ekki lokið. Sjúkrasamlag. 25. júní síðastliðið sumar var samþykkt á almennum sveitar- fundi, með 25 atkvæðum gegn 10, að stofna sjúkrasamlag. Framræslufélag. 9. júlí var stofnað Framræslu- félag Lýtingsstaðahrepps. Fé- lagið hefir fengið loforð um skurðgröfu í samfélagi við sýslu- vegasjóð Skagafjarðarsýslu. Markmiðið er það, að hún vinni það tvennt i einu, eftir því, sem við verður komið, að leggja veg og ræsa fram mýrar til rækt- unar. Unglingaskóli. Séra Halldór Kolbeins, prestur á Mælifelli, hefir nú skóla á heimili sínu. Nemendur eru fjórtán. Eru þeir sumir á byrj- unarstigi, en aðrir ætla að ganga undir stúdentspróf. Séra Halldór er viðurkenndur ágætur kennari, og er mikið sótt eftir að koma unglingum í skóla til hans. Það er vissulega athyglis- vert, þegar hann og aðrir kenni- menn hafa á heimilum sínum einkaskóla, sem eru jafngóðir eða kannske betri en sumir qp- inberir skólar, en njóta þó ekki styrks af opinberu fé. Afmæli. 2. október síðastliðinn var Helgi Björnsson á Reykjaborg 90 ára. Hann er fædcfur á Mæli- fellsá 1854. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum ,til 7 ára aldurs, en þá fluttu þau þaðan að Þorsteinsstaðakoti og síðar að Grímsstöðum, en þar bjuggu þau lengst. Árið 1883 kvæntist (Framhald á 7. síðu) BÚNAÐARÞING er nú nýkomið saman í Reykjavík. Reglulegt Búnaðarþing er haldið annaðhvert ár, og þar eiga sæti tuttugu og fimm full- trúar bændastéttarinnar, sem kosnir eru af búnaðarsamböndunum í land- inu. Eru fulltrúarnir flestir bændur. Á Búnaðarþingi mæta einnig starfsmenn Búnaðarfélagsins, gefa skýrslur um störf sín og flytja fyrirlestra um sér- fræði sína. Búnaðarþingið er haldið fyrir opnum dyrum, en áheyrendur eru þar fáir og valda því þrengsli í fundar- salnum. En fundi sína heldur Bún- aðarþing í baðstofu iðnaðarmanna; Væri þessari merku samkomu nauð- syn á að fá stærri og hentugri fundar- sal, enda vonandi að úr því rætist, ef Búnaðarfélagið kemur sér upp nýjum húsakynnum. En einhver undirbúning- ur mun nú hafinn í þá átt. Æskilegt væri, að íbúar höfúðstaðarins kynnt- ust umræðum á Búnaðarþinginu meira en hingað til hefir verið, og ekki ó- líklegt, að það myndi verða til að glæða skilning margra á viðfangsefn- um bænda og landbúnaðarins, áhuga- málum sveitanna og hvernig starfað er að því, að koma þeim í framkvæmd. Vegna ókunnugleika halda margir, að bændur séu athafnalitlir og hugsi lítt fyrir framtíðinni. Er það ekki óeðli- legt um þá, sem eru í bæjum og lítil kynni hafa af sveitalífinu. En leiðin- legur er sá misskilningur og hættu- legur þjóðfélaginu. • BÆNDASTÉTTIN hefir hug á mikl- um frarnk*æmdum á næstu árum. Hún er nú sem óðast að breyta útengjahey- skapnum í vélyrkju á ræktuðu landi og vill ljúka því verki sem fyrst. Til þess að svo megi verða, vill hún auka sem mest vélanotkun við jarðvinnslu og telur sér nauðsyn að fá áburðar- verksmiðju innanlands. Stórfelld ný- rækt getur ekki þrifizt nema nóg fáist af tilbúnum áburði með hæfilegum kjörum. Enn er eftir að byggja upp stóran hluta af sveitabæjum landsins, enda þótt því verki miðaði vel áfram milli styrjaldanna. Samgöngurnar (strandferðir, vegir, símar o. fl.), eru líka eitt af lífsskilyrðum- landbúnað- arins nú orðið, og má þar ekkert lát verða á framkvæmdum. Margir bænd- ur telja, að rétt væri að koma á ein- hvers konar verkaskiptingu í fram- leiðslu eftir landsháttum í hverju hér- aði. Og síðast en ekki sízt: Það er brennandi áhugamál bændastéttarinn- ar að fá raforku í sveitirnar, helzt á hvern einasta bæ. RAFMAGNSMÁLIÐ liggur nú fyrir Alþingi á ný. Er hér um það að ræða, að staðfesta tillögur milliþinganefndar um byggingu og aukningu aflstöðva við nokkur mestu fallvötn landsins, og allsherjar rafleiðslukerfi um landíð, hliðstætt landsímalínunni. Hefir nú verið gerð um þetta allnákvæm áætl- un með aðstoð sérfróðra manna. Þar er gert ráð fyrir einni allsherjar raf- veitu fyrir Suður- og Norðurland, þar sem tengdar verði saman aðalaflstöðv- arnar við Sogið, Andakílsá, Laxá og e. t. v. víðar, en sérstök rafveitukerfi eiga að vera fyrir Vestfirði og Austur- land frá aflstöðvum í Arnarfirði og í Fljótsdal. Um allt þetta hafa verið gerðar kostnaðaráætlanir, og mun það sýna sig, að íslendingar hafa vel ráð á að leggja í slíkt, miðað við fjárhag þjóðarinnar nú. í sveitum landsins mun verða fylgzt nákvæmlega með því, hverjar undirtektir þetta mikla mál fær, og þá ekki síður í kauptúnum og sjávarþorpum, því að allir þeir stað- ir myndu með vissu fá full not af landsvirkjuninni. BJARTSÝNIR menn eygja þá stund fram undan, er raforkan streymir eins og vatnsfall inn í hvert hérað og hverja byggð. Óþrjótandi aflstraumur, sem hægt er að beina í ýmsar áttir og að ýmsum verkefnum eftir þörfum. Verk- efnin fyrir raforkuna eru mörg og munu reynast miklu fleiri en menn gera sér í hugarlund. Orkan er undir- staða allra framkvæmda, en við íslend- ingar höfum lengst af átt lítið annað af hagnýtri orku en mannsorkuna og hestorkuna. Það sýnir sig í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri, hve margt má gera með rafmagnið, og er þó ekki nema skammt síðan þessir bæir áttu þess kost, að nota það almennt til annars en ljósa. En við, sem erum fámenn þjóð í stóru landi, þurfum að láta rafmagnið vinna eins og það get- ur. Menn mega ekki vera svo þröng- sýnir að halda, að ekki megi leiða raf- magn á aðra staði en þá, þar sem það ber sig bezt í svipinn. Það mun sýna sig, að við orkulindirnar blómgast líf og starf á fjölda staða, sem menn enn liafa ekki „uppgötvað" í skammsýni sinni. í framtíðinni munu menn segja, að aðgangur að rafmagnsleiðslu sé eins ómissandi fyrir atvinnulífið hvar sem er í landinu og andrúmsloft fyrir líkamann. EINAR BENEDIKTSSON kvað við Dettif oss: „Hve mœtti bœta lands og lýös vors kjör, aö leggja á bogastreng þinn kraftsins ör. Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk, já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum. Hér- mœtti leiða líf úr dauöans örk og Ijósið tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög þíns afls í segulœðum." VIÐ DETTIFOSS hefir ennþá engin aflstöð verið reist. Rannsókn leiddi í ljós, að framleiðsla raforkunnar var ódýrari við önnur fallvötn. En hin spámannlegu orð skáldsins munu ræt- ast eigi að síður — orð hins stórhuga og víðförla skálds, er skildi þýðingu orkunnar með öðrum þjóðum. Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður. haldið vel leyndri og var ekki á vitorði annarra en ráðherra 1918 og þeirra, sem við samsærið voru riðnir. Varð þetta til þess að báðir höfuðpaurar þess voru hafðir á oddi í samningunum við Dani. Ekki vantaði það að reisulega var á stað farið, eins og 'sambandsplöggin sýna, en svo datt botninn skyndilega úr þeim. Gerðist það á þann hátt að fyrr- verandi ráðherrann bár fram frumvarp, að öllu eftir vild Dana. Eftir það kom það í hlut fullveldisnefndar þingsins að bæta um uppkastið og var það gert í smámunum, en öll aðal- atriði þess stóðust allar árásir, þar á meðal 18. gr. alræmda og engin leið að hagga við fjár- skiptunum eins hrakleg og þau voru. II. Eitt af því, sém samninga- mönnunum var falið að bera fram, voru kröfur vorar gegn Dönum, er Grænland snertir. Árangur af því varð ekki annar en sá, að þessa var minnst í áliti sambandsnefndar, svo sem til að sýna að við hefðum ekki gleymt landinu. Síðan hefir verið býsna þögult um það mál að öðru en að því var hreyft á þingi, er Norðmenn gerðu kröfu til norðurhjara þess og báru hana undir alþjóða- dómstólinn í Haag. Reis þá Jón Þorláksson upp og bar fram til- lögu um, að við gerðumst aðilar að þeirri deilu. Fékk hún þá út- reið, að utanríkisnefnd lýst því yfir einróma, að við ættum þfingað ekki erindi, enda lagði þáð sig sjálft, að deilur þeirra Norðmanna og Dana komu ekki mál við oss, þvi að sízt mundi oss í vil að eiga í höggi við þá báða, auk þess sem við mundum aldrei gera tilkall til annars en hins forna landnáms íslend- inga. Þá er þess að geta, að landi sá, er kærði drottinssvikin þýzku, hafði lagt sérstaka stund sögu Grænlands og réttinda- tilkall vort til þessarar nýlendu vorrar og hefir gert það mál allt að lífsstarfi sínu, sérstaklega eftir að hann fékk 12000 gull- krónur sem verðlg.un fyrir að þegja um þýzka hneykslið. Hef- ir hann í riti þessu, sem því miður er enn ekki nema að litlu leyti komið á prent, tilfært flest það, sem um þetta er vitað og stuðst þar við fornleifarann- sóknir síðari ára. Liggur því saga landsins miklu skýrar fyrir en áður, og hefir skilningur manna þar gerbreyzt, svo að viðhorf til hennar er orðið allt annað en áður var. Má nú hafa, fyrir satt, að harðstjórn erlendra ráðamanna vann beinlínis að því að reka Grænlendinga úr landi. Dugði þar bezt glæpasmiðja kaþólsku kirkjunnar, er með sifjalögum sínum bannaði samgang kvenna og karla í fimmta lið, auk ým- issa annarra bannlaga. Brot gegn þessu vörðuðu stórsektum, er þeir sem það henti, voru gerðir útlægir um. Voru sekt- irnar því meiri sem menn voru efnaðri, en brot þessi voru til- tölulega tíð í fámenninu í fjörð- um Grænlands, blátt áfram af því að seint var að grafa upp fjarskyldara fólk, eins og dæm- in sanna enn þann dag í dag, þar er líkt stendur á. Kom svo, að kirkjan hafði sölsað undir sig allar jarðir í Eystribyggð og vel flestar í Vestribyggð. En með því voru slitin öruggustu átt- hagaböndin. Er þar við bættist að kúgildum og alls konar kvöð- um var hrúgað á leiguliða á þeirrar aldar vísu og afgjöldin hækkuð eins og til vannst, og má fara nærri um að ófrelsi það, er leiguliðar áttu við að búa hafi verið lítt viðunandi. Þarf hér ekki fleiri orðum að að eyða, því að árangurinn varð sá, að eftir 1340 flúðu Vestri- byggðarmenn land sitt sem einn maður og leituðu undan ánauð- inni þangað sem frjálsara. var um lífsbjörg. Eins og nærri má geta þótti þetta höfuðskömm með kristn- um þjóðum og víst voru ein- hverjir viðburðir hafðir til að styrkja kristnina í Eystribyggð, en það virtist koma fyrir ekki. Hins vegar var það ráð tekið að einoka verzlun Grænlands við Björgvin eina. Öllu meira rot- högg var tæplega unnt að greiða þjóðinni, því að drjúgur hluti útflutningsafurða voru hinir heimskunnu dýrgrlpir, er þaðan voru sendir um allar jarðir, svo sem rostungstennur, hvítir fálk- ar og tamdir húnar, er þóttu konungsgersemar. Má fara nærri um, að slíkt hafi dregið mjög úr menningu þeirra Grænlendinga og gert þeim þungar búsifjar, enda má telja, að upp frá því hafi Grænlendingar smátt og smátt týnt tölunni. Að sama brunni ber það og að vanefndir á heitorði norsku stjórnarinnar um að sendir skyldu árlega tveir knerrir til landsins ágerðust svo, að þær ferðir féllu alveg niður árum saman, svo að sár skortur varð þar á höfuðnauðsynjavör- um, svo sem á járni. Út yfir tók þó, er Norvegur sameinaðist dönsku krúnunni og yfirstjórn samgangnanna lenti í höndum lítt kunnugra manna suður þar. En verzlunarfarbanninu var fylgt svo rikt eftirj að það var höfuðsök, er íslendingar reyndu að koma löndum sínum til hjálp- ar, án kostnaðar eða þunga fyr- ir dönsku krúnuna, svo sem dæmin sanna. Var svo langt gengið í því efni, að erkibisk- upnum norska, er átti hags- muna að gæta vestur þar, var meinað að beina siglingum þangað. Fékk það ráðsJag allt svo auman enda, að um 1600 er Eystribyggð svo vandlega týnd, að hún var flutt um set, svo-að hennar'var leitað á austurströnd Grænlands. Hlutur Dana varð því sá að týna þessari nýlendu íslendinga og afkristna þjóðina. Geta má nærri hve afar sárt íslendinga hefir tekið að sjá af- máð og tröllum gefin slík afrek þjóðar vorrar, er landfundirnir vesturheimsku voru. Það sýnir bezt ítrekuð viðleitni þeirra til að fá Dani til að taka upp sigl- ingar til landsins, en árangurs- laust, sem von var að, er lands- ins var leitað í skakka átt og villt um legu þess. Ekki virðist Dönum þá háfa verið Ijóst, hve ríkan þátt harð- stjórn þeirra og þrælatök höfðu átt í þessu eindæmi sögunnar, og þá allra sízt að þeir hefðu brotið neitt af sér við íslend- inga. Full sönnun þess er, að á sama tíma sem síðasta vonin er gefin upp um samband við grænlenzku nýlenduna, binda þeir oss þrælaböndum einokun- arinnar, er eigi varð aflétt fyrr en hún hafði drepið drjúgan meiri hluta allra íslendinga. Þá fyrst er landið stóð eigi undir sjálfu sér, vöknuðu þeir við og höfðu einhverja tilburði til úrbóta að mestu gagns- lausa, ‘sökum fáfræði og úr- ræðaleysis. Og það er þá heldur ekki fyrr en böndin rakna og landinn sjálfur tekur ráðin í sínar hendur, að hann fer að komast úr kútnum, yfir- þjóðinni að þakkarlausu. Að því nú er réttindatilkall til Grænlands snertir, liggur það í augum uppi, að Danir höfðu með vanstjórn sinni brotið það af sér eins freklega og unnt var. Landið varð að þessu leyti aftur sem ónumið gegn framandi þjóðum. En ekki var svo vel gagnvart íslendingum. Gagn- vart þeim urðu þeir að byggja rétt sinn á því, að þeir höfðu strádrepið alla íslendinga þar í byggð, eins og þeir þá líka sjálf- ir halda sem fastast fram. Fyrir þetta þykjast víst Danir hafa bætt með endurupptöku siglinga til Grænlands og norska kristniboðinu þar og sé því land- ið eign þeirra að réttum al- þjóðalögum. Út í þá sálma skal hér ekki farið nú, en ekki hafa þeir vaxið af þeirri stýrimennsku fremur en annarra hjálendna sinna, sem bezt má sjá af því, að þeir lokuðu landinu.. En hvað um það, þá er því lýst yfir af hálfu þeirra, að þeir séu þess ekki megnugir að rannsaka landið og gæði þess, og því síð- ur að nytja þau. Víkur því allt að sama punkti, að þeir verða ófærir til að ráða landinu, og með því að þeir af skynsemd sinni hafa séð, að þeir voru ekki menn fyrir því, sem minna var, er þeir seldu vestheimsku eyj- arnar sínar, þarf ekki að efa, að þeir áður en varir selji Græn- land einhverjum þjóðum, sem bæði hafa mátt og mennt til að gera sér gagn þess að fé- þúfu.*) Frh. á 6. síðu. *) í þessu sambandi má vel minn- aast þess, að full reynsla er fyrir því, að Dönum er varnað að byggja lönd með veðurfari, slíku sem á íslandi og Grænlandi. Að vísu verður því eigi neitað að þeir hafa haft úti allar klær til að sleikja rjómann af framleiðslu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.