Tíminn - 20.02.1945, Qupperneq 1

Tíminn - 20.02.1945, Qupperneq 1
KITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARIN SSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKITRINN. Símar 2353 Og 4373. . PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ( RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 29. árg. Reykjavík, þriðjndagmii 20. febr. 1945 14. blað Aldarfjórdungsafmælís hæstaréttar minnzt Dóamirum verðnr fjölgað upp í fimm Síðastl. föstudag var haldin hátíðleg athöfn í hæstarétti í tilefni af því, að 25 ár voru þá liðin síðan rétturinn tók til starfa. Markaði stofnun réttarins eitt merkilegasta sporið í sjálf- stæðisbaráttu landsmanna, því að með henni var æðsta dóms- valdið endurheimt, en það hafði með ýmsum hætti verið í höndum útlendinga síðan 1262, fyrst í hönd,um Noregs- og Danakonunga, en síðan í höndum hæstaréttar Danmerkur. f sambandslögunum 1918 fengu íslendingar l»TÍmiId til að taka æðsta dómsvaldið I sínar hendur og voru Iög um hæstarétt sett á þingi 1919 og tóku þau gildi 1. janúar 1920. Hinn 16. febr. 1920 var fyrsta dómsþing réttarins sett. Athöfnin í hæstarétti, en þar voru viðstaddir forseti íslands, ráðherrar, forseti sameinaðs Al- þingis, hæstaréttarlögmenn og fleiri gestir, hófst með því, að forseti réttarins, Þórður Eyjólfs- son, flutti ýtarlega ræðu um sögu og starf hæstaréttar. Þá fluttu ávörp Finnur Jónsson, dómsmálaráðherra, Gísli Sveins- son, forseti Alþingis, Magnús Thorlacius, formaður Lög- mannafélags íslands, og Lárus Fjeldsted, sem er elzti mál- flutningsmaðurinn við réttinn. Fluttu þeir allir réttinum þakk- ir fyrir starf hans og færðu honum árnaðaróskir. Forseti réttarins þakkaði sérstaklega hverjum ræðumanni. Athöfn þess fór mjög virðulega fram og vottaði ljóslega þá virðingu og það traust, er hæstiréttur nýtur. Það mun líka óhætt mega segja, að þjóðin hafi öll staðið að baki þeirra velvildarorða, er sögð voru um hæstarétt við þetta tækifæri. Þess var þá ekki aðeihs að minnast að heimkoma æðsta dfcaistólsins hafði verið ómetanlegur ávinningur í sjálf- stæðisbaráttunni, heldur engu síður hins, að störf hans höfðu aflað honum fyllsta trausts. Stóð að vísu nokkur styr um suma dóma hans fyrstu árin, en sá styr hefir næstum alveg hjaðnað síðustu árin. Má þetta ekki sizt þakka því, hve mikil- hæfum og gegnum mönnum rétturinn hefir verið skipaður og þeim hefir því verið treyst til að gæta hlutleysis og sann- sýnis. Óttuðust ýmsir í upphafi, að hið pólitíska vald myndi mis- nota aðstöðu ^ína við skipun dómaranna, en sá ótti hefir ekki reynzt réttmætur til þessa. Síðan hæstiréttur tók til starfa hafa aðeins átta menn átt fast sæti í dómnum. Eru það þeir Eggert Briem, Halldór Daníelsson, Kristján Jónsson, Lárus H. Bjarnason og Páll Ein- arsson, er skipaðir voru í dóm- inn í upphafi, og svo þeir Einar Arnórsson, Gissur Bergsteinsson og Þórður Eyjólfsson, er nú eiga sæti í réttinum. Árin 1920—26 áttu fimm menn sæti í réttin- um, 1 en síðan ekki nema þrír. Dómsmálaráðherra til- kynnti í ræðu sinni á föstudag- inn, að hann hefði ákveðið að nota lagaheimild um að fjölga dómurum aftur upp í fimm, og mun sú fjölgun sennilega koma til framkvæmda innan skamms. íslenzka ullin nýtur mikils álifs í Bandaríkjunum Viðtal við Halldór Pálsson róðanaut. Fyrrv. landbúnaðarráðherra, Vilhjálmur Þór, ákvað á síð- astliðnu vori að senda Halldór Pálsson utan samkvæmt ósk milli- þinganefndar búnaðarþings, og er hann fyrir nokkru kominn heim úr Ameríkuför. Hefir hann afhent landbúnaðarráð herra og stjórn Búnaðarfélags íslands skýrslu um ferð sína og einnig flutt erindi á Búnaðarþingi um sama efni. Tíðindamaður blaðsins hefir átt stutt viðtal við Halldór, en hann mun bráðlega skrifa nokkrar greinar í Tímann um vesturför sína, það sem fyrir augun bar og að gagni má koma. — í hvaða erindum fórstu vestur um haf? — Erindið var aðallega að kynna mér verkun og geymslu landbúnaðarafurða, sérstaklega sauðfjárafurða, og komast að því, hvort um væri að ræða nýj- ungar á því sviði, sem gætu komið okkur að hagnýtu gagni til þess að auka söluhæfni ís- lenzkra landbúnaðarafurða. Ennfremur eyddi ég nokkrum tíma til þess að kynna mér ým- islegt, sem ég gat haft gagn af 1 sambandi við starf mitt heima. — Ferðaðist þú víða um Bandaríkin? — Já, ég ferðaðist frá At- lantshafi vestur að Kyrrahafs- strönd og kom á fjölmarga staði þá fimm mánuði sem ég dvaldi vestra. Ég ferðaðist aðallega um norðanverð Bandaríkin. Fyrstu mánuðina dvaldi eg í austur- ríkjunum og ferðaðist milli ýmsra iðnaðar- og verzlunar- borga til þess að kynna mér ým- islegt varðandi meðferð land- búnaðarafurða, t. d. ullar og kjöts. Ég fór ennfremur um vestur- ríkin til þess að heimsækja ýmsa háskóla og rannsóknarstofn- anir, sem vinna í þágu land- landbúnaðarins, og heimsótti þá helztu tilraunabú í búfjár rækt og sérstaklega sauðfjár' rækt þar í ríkjunum. — Hvað getur þú sagt mér frá ullarrannsóknum í Bandaríkj- unum? — Ég dvaldi nokkrar vikur á helztu ullarrannsóknarstofum í Bandaríkjunum, m. a. á rann sóknarstofu landbúnaðarráðu neytis Bandaríkjastjórnar í Washington og ullarrannsóknar stofu háskólans í Californiu og víðar, til þess að kynna mér nýj - ustu vísindi og tækni við ull arrannsóknir, sem hægt er að hagnýta, bæði í þágu sauðfjár- ræktarinnar og ullariðnaðarins. Ég heimsótti einnig fjölmargar ullarverksmiðjur og ullarkaup- menn til þess að kynnast eftir föngum ullarverkun og ullar mati. — Hafa Bandaríkjamenn mikið álit á íslenzku ullinni? — Ég kynnti mér sérstaklega (Framhald, á 8. síöu) Launagreiðslur eiga að miðast víð þjóðarhag ogframleiðslutekjur frA afmæli hæstaréttar Breytingartillögur Skúla Guðmunds- sonar við launalagafrumvarpið Fjárhagsnefnd neðri deildar hefir nú lokið athugun á launa- lagafrumvarpinu og skilað áliti um það. Nefndin hefir öll orðið sammála um ýmsar breytingatillögur, en hins vegar klofnað um þá tillögu frá fulltrúa Framsóknarflokksins, Skúla Guðmunds- syni, að grunnlaun skulu greidd samkvæmt sérstakri launavísi- tölu, er miðast við heildarhag þjóðarinnar og afkomu fram- leiðslustéttanna. Fengust fulltrúar hinna flokkanna ekki til að fallast á þessa tillögu, og hefir Skúli því skilað séráliti um hana. Þetta álit hans fer hér á eftir: Mynd þessi var tekin, þegar 25- ára afmcelis hœstaréttar var minnzt síöastl. föstudag. Á myndinni sjást, talið frá vinstri: Sveinn Björnsson forseti íslands og dómararnir í hæstarétti, þeir Einar Arnórsson, Þórður Eyjóífsson og Gissur Bergsteinsson. Sjá nánar á öðrum stað. Alþingí trygg’ír hags- muni smærrí verstöðva Fyrsti ósigur ríkisstjómariimar á Alþingi Ríkisstjórnin beið fyrsta ósigur sinn á Alþingi í sambandi við samninginn um færeysku skipin. Stjórnin krafðist þess, að til- lögu hennar um samþykkt samningsins yrði ekki vísað til nefnd- ar og gengi óbreytt gegnum þingið. Framsóknarmenn óskuðu þess, að tillagan fengi athugun í nefnd og tókst að fá því fram- gengt, þrátt fyrir' sameinaða andstöðu stjórnarinnar. Náðist við það sá árangur, að hægt var að koma inn í tillöguna nýju á- kvæði þess efnis, að ríkisstjórnin skyldi gera hið ýtrasta til að tryggja hlut smærri verstöðvanna. Tillaga ríkisstjórnarinnar um samþykkt færeysku samning- anna var fyrst lögð fram á Al- þingi síðastl. föstudag og sam- stundis tekin til umræðu. Til- lagan hljóðaði á þá leið, að „Al- þingi álykti að samþykkja samninginn um leigu á fær- eyskum skipum, og heimili rík- isstjórninni jafnframt að leigja skip þessi öðrum eða annast rekstur þeirra“. Áki Jakobsson fylgdi 'tillög- unni úr hlaði með fáum orðum. Kvað hann hér um leigu 60 skipa að ræða og væru 30 þeirra leigð til 1. júní, og önnur 30 til 15. okt. næstk. Kvað hann Fær- eyinga hafa viljað gera heild- arsamning slíkan sem þennan, því að annars hefðu þeir aðeins getað leigt beztu skipin til flutninga, en ekki lélegri skipin, sem þeir hefðu lika haft þörf fyrir að leigja. Þá sagðist Áki leggja áherzlu á, að tillagan færi f DAG birtist á 3. síffu upphaf greina um samgöngumál eftir séra Sveinbjörn Högnason. Á 4. síffu er grein eftir Gunnar Bjarnason hrossa- ræktarráffanaut og grein um laun farkennara eftir Bergþór Finnbogason. ekki til nefndar og yrði sam- þykkt samdægurs: Eysteinn Jónsson kvaðst ekki skilja þann hraða, sem stjórn- in vildi hafa á þessu máli, þar sem um vika væri liðin síðan, að hún lét undirrita samning- inn og hún hefði dregið allan þann tíma að leggja samning- inn fyrir þingið. Þessi hraði, sem stjórnin vildi hafa á þessu máli, ,væri líka fullkomlega óeðlileg- ( ur, þar sem hér væri um marg- þætt mál að ræða, er þarfnaðist fyllstu athugunar þingsins. j Annað aðalatriði þessarar til- ilögu, sagði ræðumaður, sem er samþykkt færeyska samnings- ins, væri að vlsu þannig, að af- greiða mætti það strax, því að varla væri um annað að gera en sámþykkja samninginn, þótt hann væri hreint neyðarúrræði. Samhingur þessi væri bersýni- lega talsvert óhagstæðari en fyrri samningur við Færeyinga, er einstök félög útgerðarmanna voru búin að gera, þegar tillit væri tekið til þess að þá hefði aðallega verið samið um leigu heppilegra skipa, en nú yrði einnig að leigja allmörg óhent- ug skip. Aðstaða Færeyinga væri þó vel afsakanleg, því að þeir höfðu þurft að leigja sem flest skipin og vegna þess, hve lengi samningarnir voru dregnir á langinn af hálfu íslenzkra stjórnarvalda, hefði verið sam- ið á óhagstæðasta tíma fyrir íslendinga, þar sem Færeying- (Framhald á 8. síðu) Ófullkomiim umlirl»úniiigur. Ég tel þörf á því, að sett verðl lög um laun ríkisstarfsmanna í stað launalaganna frá 1919. Þau lög eru löngu úrelt orðin, og hefði verið æskilegt, að fyrr en nú hefði verið að því horfið að setja önnur í þeirra stað. Það er nauðsynlegt, að sem bezt sé vandað til löggjafar um þetta þýðingarmikla mál. En mér virðist, að mikið skorti á, að málið hafi fengið þann undir- búning, sem átt hefði að vej;a, og það frv. til launalaga, sem hér liggur fyrir, sé því gallað á margan hátt. Ég vil þá fyrst víkja að því, að frumvarpið fjallar nær ein- göngu um einn þátt málsins, þ. e. launagreiðslurnar til emb- ættis- og starfsmánna ríkisins* en öll ákvæði vantar í frv. um önnur atriði, sem eru nátengd þessu og ætti að lögfesta sam- tímis, svo sem ákvæði um skyld- ur og réttindi starfsmannanna. Slík ákvæði eru í núgildandi launalögum. Og í frv. til 1. um starfsmenn ríkisins og laun þeirra, sem samið var af milli- þinganefnd í launamálum árið 1934, eru ákvæði um öll þau at- riði, sem snerta ráðningu starfs- mannanna og kjör þeirra, svo sem veitingu starfa, lausn frá störfum, aukastörf, skyldur starfsmanna, daglegan starfs- tíma, launagreiðslur til þeirra o. s. frv. Þannig átti vitanlega einnig að vinna að málinu nú. Þá var einnig hin mesta nauð- syn á því, að í sambandi við þetta mál væri hafin rækileg rannsókn á því, hvernig unnt væri að fækka opinberum störf- um og embættum og gera allt starfsmannakerfi ríkisins ein- faldara og ódýrara en nú er. Þetta þýðingarmikla atriði hefir algerlega verið vanrækt við undirbúning frumvarpsins. Tvö meginatriði. Við setningu launalaga tel ég m. a. nauðsynlegt, að sérstak- lega sé gætt eftirfarandi atriða: 1. Að samræmi sé í launum starfsmannanna innbyrðis. 2. Að launin séu ákveðin hæfi- lega há, miðað við þjóðarhag og tekjur annarra landsmanna, sérstaklega þeirra, er vinna að, framleiðslustörfum. Um fyrra atriðið er það að segja, að efri deild þingsins gerði talsverðar breytingar á launum einstakra starfsmanna eða starfshópa frá þvi, sem á- ákveðið var í frv. upphaflega. Fjárhagsnefnd þessarar deildar ber einnig fram breytingartill. um tilfærslu nokkurra starfs- manna milli launaflokka. En bótt þessar brtt. verði sam- bykktar, get ég búizt við, að hægt verði að benda á dæmi um ósamræmi í launaákvæðum frv., enda má lengi deila um, hvað rétt sé í þeim efnum, og sýnist jafnan sitt hverjum. Hitt atriðið, að launin séu á- kveðin hæfilega há miðað við þjóðarhag og tekjur framleiðslu- stéttanna í landinu, tel ég þýð- ingarmest í sambandi við af- greiðslu málsins. Eri svo virðist sem fram hjá því hafi vferið gengið við undirbúning og með- ferð frumvarpsins að athuga þessa hlið málsins svo sem vert er. Þeirri venju hefir verið fylgt að undanförnu að láta launin breytast eftir verðlagi á nauð- synjum. Er þetta gert með því að borga uppbót á launin eftir dýrtíðarvísitölu. Með þessu er raunverulega stefnt að þvi að skapa starfsmönnunum óbreyti- leg lífskjör, hvernig sem öðr- um vegnar. í stað þess að halda þessari reglu, vil ég, aff launin verffi framvegis látin breytast eftir framleiffslutekjum þjóff- arinnar. Um þessa breytingu var ekki hægt að ná samkomulagi í fjár- hagsnefndinni, og er það fyrst og fremst ágreiningurinn um þetta grundvallaratriði, sem veldur því, að ég gef út sérstakt nefndarálit. Flyt ég einnig brtt. um þetta efni við 33. gr. frv., sem fjallar um verðlagsuppbót- ina. Undirstaða fjárhagsins. Efnaleg afkomá þjóðarinnar byggist á vöruframleiðslu til innanlandsnotkunar og útflutn- ings. Með framleiðslu á vörum til notkunar í landinu sjálfu er að verulegum hluta fullnægt þörfum þjóðarinnar fyrir fæði og klæði og einnig að nokkru fleiri þörfum. En að öðru leyti er vöruþörf landsmanna fulh nægt, að svo miklu leyti sem hægt er hverju sinni, með inn- flutningi frá öðrum löndum, sem borgaður er með útfluttum framleiðsluvörum. Annan gjald- eyri hefir þjóðin ekki til að borga með þessar innfluttu vör- ur, a. m. k. ekki á venjulegum tímum. Vinna hjá útlendingum síðustu árin, sem hefir verið borguð með erlendum gjaldeyri, er undantekning. Vöruframleiðslan er þannig undirstaðan í fjármálalífi þjóð- arinnar. Á henni hvílir öll þjóð- félagsbyggingin. Það eru ekki aðeins þeir, sem beinlínis vinna að framleiðslustörfunum, sem hafa lífsframfæri sitt þar af. Svo er einnig um alla aðra. Kaupsýslufólk, sem er margt í bessu landi, hefir tekjur sínar af að verzla með innlendar vör- ur eða aðfluttan varning, sem borgaður er með innlendum út- flutningsvörum. Ríkið og sveit- arfélögin hafa sínar tekjur einnig raunverulega frá fram- leiðslunni, þótt nokkuð af þeim fari um hendur milliliða á leið sinni til ríkissjóðsins og sveitar- sjóðanna. En allmikill hluti af (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.