Tíminn - 23.02.1945, Side 5

Tíminn - 23.02.1945, Side 5
15. hlað JÍMlMt föstudaglim 23. febr. 1945 Um betta leyti ft/rir 35 árums Vilhelm Moberg: Stifia barnanna: 5 Snjóflóðið mikla í Hnífsdal Einhver sviplegustu slys, sem orðið hafa hér á landi um mjög langt skeið, ef undan eru skildir nokkrir sjóskaðar, eru snjóflóð- in miklu á Seyðisfirði og í Hnífsdal, er bæði féllu að morgni hins 18. febrúar, svo til alveg á sama tíma, annað fyrir réttum 60 árum, hitt fyrir 35 árum. Fórust á Seyðisfirði 24 menn, en um 80 lentu í fíóðinu, og sextán hús ónýttust. Snjó- flóðið í Hnífsdal varð tuttugu manns að bana, en margir meiddust, og mikið annað tjón hlauzt af því. Það hafði verið harQyiðrasamt á Vestfjörðum í byrjun ársins 1910 — sífelldir norðanbyljir fram yfir miðjan febrúarmánuð. Hafði því safnazt geysimikill snjór í hin bröttu fjöll, enda gekk þar ekkí á öðru en sífelld- um snjóflóðum þennan vetur, jþóft ekkert þeirra ylli viðlíka •jtjónl og snjóflóðið í Hnífsdal. Eærinn Húð í Hnífsdal stend- ur norðanvert við Hnífsdalsvík- ina undir afarbröttu fjalli, er heitir Búðarhyrna, og er Búðar- gil upp af bænum. Að morgni hins 18. febrúar var fólk þar allsnemma á fótum, og voru börn að týgjast i skóla. Rosk- inn maður þar á bænum ætlaði að fylgja þeim. Var nú jagt af stað, en er þau höfðu skammt farið dundi snjóflóðið yfir. Var þá klukkan þrjá stundarfjórð- unga gengin í níu. Féll það nið- nt Búðargilið og steyptist með ofsahraða í sjó fram á 160 faðma breiðu svæði. Sögðu þeir, sem á ferli vorú i innri hluta þorpsins, og litu upp, er þeir heyrðu skruðninginn, að svo hefði hraðinn verið mikill, að snjóbreiðan var þegar komin yfir húsin og verbúðirnar og hafði sópað efri hluta þeírra út á sjó, er þeir festu auga á. Búðarbærinn eyddist gersam- lega, en af þeim, er þar voru, fórst þó enginn. Ýmsir hlutu hins vegar meiðsli, og má segja, að flestir hafi sloppið nauðu- lega. Þar á meðal var blindur, áttræður öldungur, er svaf, þeg- ar flóðið reið yfir, og vissi það íyrst af því, að snjórinn fyllti vit hans, En maðurinn, sem ætlað hafði að fylgja börnunum í skólann, og þrjú börn, sem með honum voru, fórust öll, og sömu- leiðis miðaldra maður, er þarna var á ferli. Neðan við Búðarbæinn var verbúð við sjóinn. Voru í henni fjórir sjómenn, fanggæzla þeirra og dóttir hennar, barn að aldri. Af þessu fólki björguð- ust aðeins tveir karlmannanna. Rankaði annar við sér á sjó frammi og tókst með harðfengi hvíla sig. Þarna var jafnlendi, utan hraundrangar, sem stóðu hér og þar upp úr snjóbreið- unni. Eftir að hafa gengið nokkuð lengi höldum við ráð- stefnu um hvað gera skuli. Var álit okkar það, að ekki þýddi að halda svona áfram alla nóttina og vera máske alltaf að fara meira og meira úr leið og lenda svo einhvers staðar á öræfum. Væri skynsamlegra að að grafa sig í fönn. Þá var að leita að afdrepi. í náttmyrkrinu virðist okkur móta fyrir hnúk framundan, og er ætlunin að leita þar að náttstað. En þegar við höfðum gengið stuttan spöl eftir þessa ráðstefnu, verður fyrir okkur varða. Er hún vel athuguð, og við sjáum strax, að hún er ekki með nýja veginum. Leitum við að fleiri vörðum og finnum röð af þeim. Þegar við höfum gengið nokkurn spöl, sjáum við ljós á Kolviðarhóli. Við vorum þá komnir að efra skarðinu. Okkur þótti gott að koma á Hólinn þá, eins og oftar, og njóta þar svefns og hvíldar hjá þeim ágætu hjónum, Sigurði Daníelssyni og Valgerði Þórðar- dóttur, sem alltaf tóku á móti ferðlúnum mönnum eins og það væru börnin þeirra. Daginn eftir var gott veður, og allir hressir og endurnærðir eftir hvíldina. * Ég vil geta þess, að mér féll ekki vel skútulífið. Afréð ég með sjálfum mér að reyna held- að krafla sig til lands, en hinn var grafinn upp í flæðarmál- inu, mjög meiddur. Næsta búð var þrískipt, og voru þar fjórtán menn. Af þeim fórust tíu, þar af fjögur börn og tvær konur, en ellefti maðurinn dó skömmu síðar. Meðal þeirra, sem þarna fórust, voru mið- aldra hjón, tvö börn þeirra og fósturdóttir tíu ára. Lík hennar fannst í búðafdyrunum og var hún með biblíusögurnar sínar milli handanna. Hafði hún sýnl- lega verið að bíða eftir öðrum börnum til þess að verða sam- ferða í skólann. Þrennt var grafið upp úr búð- arrústunum. Var það kona með barn sitt þriggja ára og ungl- ingspiitur, sonur hennar. And- aðist hann nokkru síðar. Sjálf var konan einnig mjög illa leikin, en barn sitt þftfði henni tekizt að vernda óskaddað vig brjóst sér. Loks var bjargað unglings- stúlku, er borizt hafði á sjó út. Foreldrar hennar og bróðir höfðu öll farizt. Auk alls þessa gífurlega mann- tjóns urðu svo auðvitað miklar skemmdir á margvíslegum verð- mætum. Það var ömurleg sjón um að litast í Hnífsdal eftir þennan sviplega atburð. Snæbreiðan var eins og nýstorknað hraun yfir að líta, og teygðu tungurn- ar sig langt út á sjó. Upp úr hrönninni stóðu svo rústir húsa og búða, sprek og brak, Sums staðar gat að líta hálfar búðir úti á sjó, og líkin hér og þar irinan um allt þetta hráviði, föst á nöglum eða flækt í veið- arfæri eða grafin til hálfs í snjóinn og krapið. ■ Eins og að líkum lætur, var skjótt brugðið við til að grafa upp rústirnar og reyna að bjarga þeim, er enri kynnu að vera á lífi, Mátti þó allt eins vel búast við nýju hlaupi á hverri stundu. Barst mannhjálp frá ísafirði, en milli' Hnífsdals og ísafjarðarkaupstaðar er stutt leið, eins og flestir munu vita. Lík allra, er farizt höfðu, nema tveggja barnanna, er lögð höfðu verið af stað í skól- ann, fundust innan skamms. Var allt þetta fólk lagt í eina mikla gröf, og voru kisturaðirn- ar fjórar. Munu hafa verið þung þau spor, er margur Hnífsdæl- ingurinn varð að stíga. íbúar þorpsins voru ekki nema um þrjú hundruð á þessum tíma, og mun láta nærri að tíundi hver maður í byggðinni hafi særzt eða beðið bana í snjóflóð- inu, en miklu fleiri þoldu ást- (Framhald á 7. siðu) ur að lifa af moldinni eða gróðri jarðarinnar. En ég lærði mikið af sjólífinu: Lærði að meta sjó- mannsstarfið. — Sjómaðurinn verður að lifa óreglulegu lifi hvað svefn, hvíld og önnur mak- indi snertir, og hann verður oft að stofna lífi sínu í hættu við að draga björg í þjóðarbúið. Sjó- mannsstarfið er sannarlega ekki síður virðingarvert en mörg þau störf, sem unnin eru á landi. Margir gætu hugsað, að ég væri svartsýnn maður, þar sem ég minnist einkum á erfiðu hliðarnar á lífinu. Getur vel verið, að svo sé, þegar maður er kominn á efri ár; að maður fari þá að verða svartsýnni. En ég kannast ekk i við að hafa verið það fram eftir árunum. — Hefi alltaf lifað í voninni um betri tíma. Og ég lifi glaður í þeirri von, að eftir þetta líf byrji annað líf og þar fái maður að starfa, og þá verðl hver og einn á sinni réttu hillu. Og þégar ég lít til baka yfir farinn veg, sé ég, að ég hefi lifað margar glaðar stundir. En einhver mesta ánægjan í lífi mínu hefir verið sú að vinna og geta unnið og sjá einhvern árangur af vinn- unni. En mest sakna ég þó bernsku- áranna, þegar ég var al- gerlega undir verndarvæng pabba og mömmu. Þá var lífs- gleðin svo barnsleg og einlæg. Um hver einustu jól minnist ég í huganum jólakertisins, sem ég fékk þá. Það var úr flöskustút; (Framhald á 7. síðu) -w~i é * / Liginkona FRAMHALD Nei, nei; hann hafði ekki áttað sig á því, hann þorði ekki enn að trúa því. Þess vegna áræddi hann ekki að koma almennilega við hana. Hann varð að átta sig fyrst. Nei, hann var ekki alveg sannfærður um, að þetta væri Margrét, sem var þarna við hlið- ina á honum, Þess vegna — ef hann kom við hana gat verið, að hún yrði snögglega að drumbi eða renglu. Ef til vill hafði vatna- dís heillað hann, og vatnadísin varð að gömlu deigtrogi, þegar maður rétti fram höndina til þess að þukla á henni. Hann ætlaði að vera þolinmóður og bíða og sjá, hvað væri skynvilla og hvað væri veruleiki. Hann vildi ekki láta hafa sig að ginningarfífli. Evona var Hákon ringlaður, af því að hann hafði of lengi vænzt þessarar stundar, Hún hafði ekki komið i námunda við hann í langan tíma, og hann gat ekki umsvifalaust opnað faðm- inn, þegar hún breytti til og gaf færi á sér, Hann kveið þeirri stundu, er hann rankaði við sér eftir þetta frumrilaup, sundurflakandi, yfirgefinn. Og þess vegna hikaði hann. Hann hikaði og gældi við hana. Hérna lá hann nú, og hérna hafði hún reitt honum hina sælustu hvilu. Hann hikaði — en sætieikur hennar Og mýkt var söm og áður; hún leystist ekki sundur, hún breyttist ekki í eitthvað annað, Margrét var ekki nein vatnadís, sem varð að hörðum trjádrumbi, þegar hann ætlaði að faðma hana. Margrét var heit, og það var hann, sem hitaði henni í hamsi; hörund hennar var brennheitt, hvar sem> hann kom við hana. Þessi kona var af holdi og blóði. Hún beið bara. Þetta var veruleiki — og þá þorði hann að gefa sig á vald þessu algleymis-undri. Hann fór um hana mjúkum höndum. Og skaut hennar laukst upp fyrir heitum höndum hans, hljóðlega, fúslega, albúið að taka á móti honum. Hann sökk niður í djúp unaðarins og hófst til skýja í takmarkalausum fögnuði. Og hún fylgist með. Hún varð frjáls, hún losnaði úr sínum eigin fjötrum. í fyrsta skipti á ævinni sveif hún frjáls. Hún hófst hærra og hærra, unz hún hvarf út í buskann. Hún hófst — og það var unaðssæl skynjun. Líkaminn leystist sundur, og sálin varð meira að segja að engu, Hún hrejfst brott frá öllu því gamla og var ekki lengur sama kona og áður. Hún hafði losnað úr læðingi, og nú flaug hún á vængjum hins frelsandi blóðs. Og hún gat ekki annað en hrópað það, sem gerzt hafði, út í kyrrðina umhverfis þau. Hún æpti hástöfum, án þess að heyra það sjálf. í þessu ópi fékk fögnuður blóðsins framrás. En þó var það annað og mejra en þetta, sem hún hafði nú lifað. Þannig hafði hún viljað deyja, þannig hafði hún viljað lifa og hefjast til flugs, með brjóstið svellandi af hlátri, sem vellur látlaust upp um hálsínn á henni. Allt til þessarar stundar hefir sál hennar verið sál ungmeyjar — blundandi, lokuð ungmeyjar- sál. Nú var hún glaðvöknuð, fögnuðurinn leystur úr fjötrum. Undrið hafði gerzt, < Úr blómguðum hörnum í brekkunni, sem stóð í bláum ljóma í sumar, hafði hún að lokum búið brúðarsæng sína. Nú var hún kona manns, M i g s h a l al d r e t i 9 r a þ e s s Og svo laumast þessar stundir frá þeim af slægð sinni; þær eru miskunnarlausar og unna mönnunum þess ekki að njóta gleði sinnar eilíflega. En Hákoni vinnst þó tími til þess að segja Margréti, hvað hann hefir verið að hugsa um, þegar hann hefir verið einn á reiki. Það skal ég segja hennl, hefir hann hugsað, — og þetta, og þetta. Það hefir verið mikil raun að hafa hemil á sér, þegar hún var þó svona nærri. Aldrei hefir hann haft nokkurri manneskju svona margt að segja. Hann vissi ekki af riverju það var. Það var kannske hún, sem olli þessu og seiddi þetta út úr honum. Fyrst af öllu segir hann henni, að hann vill eiga hana einn til æviloka. Því að hann er ekki að draga dul á sannleikann. Nú kemur hreinn sannleikurinn í ljós og krefst réttar síns. Hann er hér undir þaki annars manns, í annars manns rekkju hjá annars manns*konu. Þetta er nú einu sinni orðið, og því verður ekki breytt, en það skal ekki heldur gerast oftar. Það skal ekki koma fyrir oftar, við því verður að sporna. Og hann segir henni hug sinn. Hann telur sjálfan sig heiðar- legan og ærlegan mann, og þess vegna vill hann ekki ganga hér út og inn og blekkja nábúa sinn. Hann vill ekki halda áfram að koma til hennar á laun. Þau áttu saman, hann og hún, og þau áttu ekki að þurfa að hlaupa í felur, eins og þau hefðu drýgt einhverja stórkostlega yfirsjón. Þau töldu sig þó ekki glæpamenn? Nei, þau skyldu koma heiðarlega og mannlega fram og ekki beita neinu undirferli. Og hann ætlaði ekki að sætta sig við það, ekki einn einasta dag, að hún væri kona annars manns. Nú vissi hún það .... En Margrét er enn hálf-dösuð og skilur hann ekki. Og hún hefir ekki hugsað hærra en þetta: Hákon á að koma til hennar. Hún hefir enga grein gert sér fyrir því, hvað kann að gerast meira. Kæmi hann bara, yrði hún sæl og róleg — hærra hafði hún ekki hugsað. En það vissi hún, að þessi sæla, sem hún hafði orð- ið aðnjótandi með Hákoni, var eitthvað óleyfilegt, sem hún gat aðeins notið á laun, Hvað áleit hann, að þau ættu nú að gera? Þau áttu þó ekki að fara að gefa sig fram af fúsum vilja? — Hvað ætlar þú þér að gera, Hákon? — Flýja burt úr þorpinu og taka þig með mér. — Hverfc eigum við að fara? — Það getum við hugsað um, þegar birtir. — En hvað verður um okkur, Hákon? Og hún bætir við í undrun sinni yfir því, að hann vill hlaup- ast á brott með hana: — Við getum verið kyrr hér. — Nei — ekki hér. Það skildi hún þó — ef hún fór brott frá Páli og til hans, þá gátu þau ekki verið kyrr í þorpinu. Páll myndi ef til vill leita laga- réttar síns og láta sýslumanninn taka hana og flytja hana heim, og þá myndi hann fara með hana eins og strokufanga, ef hann langaði til þess að koma fram hefndum'við hana. Skársta hlut- JtJLLl OG DÚFA Eftir JÓIM SVEINSSOW. Freysteinn Gunnarsson pýddi Nokkru eftir að mennirnir lögðu af stað í leitina, klifruðum við börnin upp á skaflinn við bæjardyrnar. Þar uppi var nístingskuldi, en útsýnið var undarlegt. Þar var allt gerbreytt. Allt var slétt og ávalt. Engir klettar sáust, engin gil, engir hólar, enginn bær og eng- in fjárhús. * Bærinn var um það leyti horfinn með öllu. Þar, sem hann stóð, sást ekki annað en gríðarstór, ávalur skafl. Allt í kring breiddist út endalaus, mjallhvít og glitr- andi flatneskjan. En við eyddum ekki löngum tíma í að horfa á það, sem næst var, þó að það kæmi okkur undarlega fyrir sjónir. Við skyggndust upp til fjalls og sáum þá brátt mennina, sem voru að leita. Þeir gengu til og frá, komu saman öðru hvoru, eins og þeir væru að ráðgast um eitthvað, og héldu svo á- fram leitinni. Við sáum líka hundana. Þeir hlupu líka til og frá sí- snuðrandi, stukkue hver til annars og kröfsuðu snjóinn hingað og þangað. Þá komu mennirnir hlaupandi til þeirra og stungu niður stöfum sínum. En ekki sýndist okkur þeir finna neitt. Svona stóðum við lengi og horfðum á þá uppi í fjall- inu. Okkur var orðið dauðkalt að standa þarna uppi á gaddfrosnum skaflinum. Allt í einu var kallað á okkur neðan úr bæjardyrunum. Það var eins og röddin kæmi neðan úr gröf. „Komið þið nú inn, börn. Komið þið öll inn.“ Bókamenn! Eftirtaldar bækur voru upp- seldar i bókaverzlunum hér í Reykjavík, en hafa ..verið innkallaðar frá bóksölum úti um land: Afmælisrit Einars Arnórsson- ar, kr. 15,00. Aftur í aldir, Óskar Clausen, kr. 6,00. Andri á sumarferðalagi, kr. 10,00 — Andri á vetrar- ferðalagi kr. 10,00. Barðstrendingabók, skinn- band kr. 60,00, shirting kr. 46,00. Berðu mig upp til skýja, kr. 4,00. Berjabókin kr. 3,00. Bogga og búálfurinn, inn- bundin kr. 12,00. Börnin og jólin, ib. kr. 3,75. Draumar Hermanns Jónas- sonar kr. 1,50. Drengirnir mínir, ib. kr. 10,00. Dýrin tala, kr. 4,00. Dægurflugur, Þorst. Gíslason kr. 3,00. Frá Djúpi og Ströndum, kr. 3,50. Frá yztu nesjum, I. hefti, kr. 12,00. Garðyrkjustörf, kr. 1,75. Heiða, I. og II., kr. 25,00. í lofti, ib. kr. 6,00. ísl. sagnaþættir, Guðna Jóns- sonar, I.—V. kr 52,50. í útlegð, kr. 12,00. Jón Þorleifsson, myndir, kr. 25,00. Kaldir réttir, smurt brauð, kr. 2,50. Karl litli, kr. 10,00. Komdu út í kvöldrökkrið, kr. 3,00. Kristján X., afmælisrit kr. 15,00. Kvæðabók Jóns Trausta, kr. 5,00. Konan á klettinum, kr. 4,50 Matjurtarækt, kr. 1,50. Meistari Hálfdán, kr. 9,00. Nýr bátur á sjó, ób. kr. 5,00. og ib. kr. 7,00. Ofurefli, ib. kr. 8,00. Og árin líða, ib. kr. 6,00. Reykjavík fyrrum og nú, kr. 1,00. Rit um jarðelda á íslandi, kr. 5,00. Saga Skagstrendinga og Skagamanna, kr. 12,00. 150 sálmar, kr. 3,50. Skólasystur, kr. 15,00. Skrúðgarðar, kr. 2,50. Sumardagar, kr. 10,00. Tónlistarmenn, kr. 5,00. Um loftin blá, ób. kr. 6,00. Vinir vorsins, kr. 10,00. Þorlákshöfn, I. og II., kr. 6,50 Héraðssaga Borgarfjarðar, II. ób. kr. 10,00. Ferðabækur Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar, heft kr. 96,00, rexin 120,000 skinn 136,00. Gamlar glæður, heft kr. 40,00 shirting kr. 54,00, skinn kr. 60,00. Ljóð Einars Benediktssonar, (Hafblik, Hrannir, Sögur og kvæði) kr. 50.00. Óður Bernadettu (fá eint.), kr. 50,00 heft. María Stuart, skb. kr. 36,00. Krapotkin fursti, skinnband kr. 40,00. . Hannes Finnson, kr. 9,00. Anna Iwanówna, kr. 15,00 og nokkrar fleiri bækur, sem aðeins örfá eintök eru af. Þetta er einasta tækifærið til þess að eignast þessar bækur og eru flestar ófáan- legar annars staðar. Bókabúð Isaíoldar og útibúíð Laugaveg 12

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.