Tíminn - 02.03.1945, Qupperneq 4
4
TÍMIM, föstiidagimt 2. marz 1945
17. blað
Klvad veldur kartöflu-
skortinuui f
Að undanförnu hefir nokkur
vöntun verið á kartöflum hér
í bænum og víðar, sem ekki
hefir verið unnt að bæta úr til
hlítar, og það vakið nokkurt
umtal og undrun sumra þeirra,
er hafa látið sig það skipta.
Þykir því rétt að benda á nokk-
ur atriði þessu til skýringar, al-
menningi til athugunar.
Á síðasta hausti var kartöflu-
uppskera hér á landi mjög mis-
jöfn. Um allan suðurhluta
landsins var hún mikil, en um
Austur- og Norð-austurland
víðast léleg, sums staðar mjög
léleg. Á Norðurlandi rýr yfir-
leitt, en um Vesturland líklega
I meðallagi eða varla það sums
staðar. Aðalástæðan til hinnar
rýru uppskeru austan lands og
norðan var næturfrost, sem
gerði í þeim landshlutum seinni
hluta júlímánaðar og oftar
sums staðar. Leiddi víða af því
stórskemmdir á kartöflugrasi,
er varð til hins mesta tjóns.
Skýrslur eru ekki ennþá fyrir
hendi nema úr sumum hlutum
landsins og verður því ekki unnt
til fullnustu að gera grein fyrir
uppskerumagninu, en ætla má
þó, að það hafi numið um eða
yfir 80 þús. tunnum. Er það svip-
að og var 1942, en miklu meira
en 1943; þá er uppskeran talin
að hafa numið 55 þús. tunnum.
Sumum þykir það furðu gegna,
að ekki skuli enn vera til stað-
ar uppskeruskýrslur frá síðasta
sumri, og telja það sök Græn-
metisverzlunar ríkisins. En þar
er mjög máli hallað. Á öndverðu
hausti sendi Búnaðarfélag ís-
lands í samráði við Grænmetis-
verzlunina eyðublöð til hrepþ-
stjóra og bæjarstjóra um allt
land, undir skýrslur um upp-
skeruna, með beiðni um að þeim
væri skilað hið fyrsta. Gekk all-
greiðlega að fá þær úr sumum
sveitum, en annars staðar seint,
þannig vantar enn skýrslur úr
62 hreppum og 5 kaupstöðum.
Búnaðarskýrslur munu þó ber-
ast ennþá seinna til Hagstof-
unnar. Þessi seinagangur um
skýrslugerðir er hinn hvimleið-
asti, hvort sem um þessar eða
aðrar er að ræða.
Grænmetisverzlunin, sem
borin hefir verið ásökunum út
af þessum seinagangi, hefir
það ekki í hendi sér að fá úr
þessu bætt. Hún hefir ekki vald
til þess, frekar en hver einstakl-
ingur, að heimta skýrslurnar af
hlutaðeigendum, og stendur því
litlu betur að vígi um það en
hver annar.
E fi t i r J i
Svo mun mega telja, að árs-
þarfir landsmanna af kartöflum
séu 100—120 þús. tunnur, að
meðtöldu útsæði, en það mætti
ætla allt að 20 af hundraði, eða
um 20 þús. tunnur. Til neyzlu
áætla allt að 20 af hundraði, eða
Ef uppskera síðasta árs væri
80—90 þús. tunnur, færi af
henni til útsæðis að eðlilegum.
hætti upp undir 20 þús. tn., og
yrði þá eftir til neyzlu 60—70
þús. tunnur, en það svarar til
50—60 kg. á hvern landsbúa, -
sem er of lítið. Ef vel ætti að
vera, þarf uppskeran að nema
100 kg. á mann, að útsæði með-
töldu. Þegar hún nær því marki,
þarf engan innflutning á kar-
töflum. En þegar uppskeran er
ekki meiri en hún virðist hafa
verið á síðasta hausti, vantar
mikið á þarfirnar, sennilega
ekki minna en 15—20 þús.
tunnur. Frá haustnóttum 1943
fram að uppskerutíma 1944 voru
fluttar inn um 38 þús. tunnur,
og hefir þá verið notað á upp-
skeruárinu 1943—44 um 38 þús.
tn. (innflutningurinn) og 55
þús. tn. (framleiðslumagnið),
eða samtals 93 þús. tunnur; þar
af um 18 þús. tunnur til útsæð-
is, en um 75 þús. tn. til neyzlu.
Þetta magn var þó ekki full-
nægjandi, enda eru erlendar
kartöflur ódrýgri.
Á síðasta hausti, að loknum
uppskerutímanum, leitaðist
Grænmetisverzlunin við að fá
skýrslur um, hversu mikið væri
til af kartöflum umfram þarfir
heimilanna sjálfra, þ. e. það
magn, sem væntanlega yrði til
sölu einhverntíma frá haust-
nóttum til næsta vors. Vitanlega
bar engum skylda til þess að
skýra frá því, hvort eða hvað
mikið hann vildi selja, en þó
munu líklega flestir hafa látiö
um það vita. Samkv. því, sem
niðurstaðan varð af þessari
skýrslusöfnun, mátti vænta
þess, að birgðir myndu nokk-
urnveginn nægja fram í marzlok
eða aprílmánuð, en þá var á-
ætlað að Norður- og Vesturland
hefðu að mestu nóg fyrir sig
fram að áramótum. Hefði þá
vantað kartöflur frá því í apríl
og fram að uppskerutímanum
í sumar, eða í allt að fjóra mán-
uði.
Þegar sýnt þótti, að innan-
landsframleiðslan mundi ekki
nægja lengur en hér er sagt,
var strax, snemma i des. fyrra
90 fvarsson
árs, leitað eftir kaupum á kar-
töflum frá Bretlandi, og þeim
málaleitunum haldið áfram. En
skömmu eftir áramótin kom
neitandi svar. Var þá þegar
send beiðni um útvegun á kar-
töflum frá írlandi og Norður-
Ameríku, en landbúnaðarráðu-
neytinu jafnframt skrifað um
hversu ástatt væri um kartöflu-
birgðir í landinu og nauðsyn
þess að kaupa þær frá útlöndum
hið fyrsta, og talið vænlegast
til árangurs, að ráðuneytið
beitti sér fyrir þvi, t. d. með
milligöngu sendiráðsins í Lon-
don, að heimiluð yrði sala á
kartöflum frá Bretlandi hing-
að til lands svo fljótt sem verða
mætti. Hefir ráðuneytið og
sendiráðið unnið að þessum
málum síðan. Vonir munu nú
standa til þess, að þessi mála-
leitun beri einhvern árangur.
Vestan hafs hefir verið og er
stöðugt unnið að útvegun út-
flutningsleyfa og kaupum á kar-
töflum, en málið er ekki auð-
velt viðfangs og ber margt til.
Er þar fyrst að geta þess, sem
nokkuð er áður kunnugt, að
veðráttufar um austurhluta
Norður-Ameríku hefir verið ó-
hagstæðara en venjulega, snjóa-
lög mjög mikil og tafir stórkost-
legar á flutningum eftir járn-
brautum og öðrum vegum. Hefir
þar verið við mjög mikla erfið-
ieika að etja, er valdið hafa
stórkostlegum óþægindum, sem
enn mun ekki séð fyrir endann
á. Annað, sem veldur hinum
mestu erfiðleikum um útvegun
þessarar vöru frá Vesturheimi,
er hið mjög takmarkaða skips-
rúm, sem ráð er á, og alkunn-
ugt er, enda ákveðið löngu fyrir
fram. Þá er flutningur á kar-
töflum svo langa leið og sem
tekur því langan tíma miklum
vandkvæðum bundánn. Hætta
á skemmdum á þeirri vöru er
mjög mikil.
Þrátt fyrir þetta allt, er talið
rétt og sjálfsagt að kaupa kar-
töflur frá Ameríku jafnskjótt
og þær fást, svo framarlega sem
skiprúm fengist nægilega fljótt.
Þetta er vitanlega neyðarúrræði,
sem verður þó að taka, ef kost-
ur er, hvað sem verði og öðru
líður.
En hvers vegna er nú þegar
vöntun á kartöflum, spyrja
menn, þar sem innlend fram-
leiðsla virtist eiga að endast
fram í aprílmánuð? Til þess eru
ýmsar ástæður og meðal annars
þessar: Nokkur brögð voru
sums staðar að kartöflusýki eða
inyglu á síðasta sumri, einkum
á Eyrarbakka, Stokkseyri, Ölf-
usi og máske víðar. Var hún
vafalaust útbreiddari og magn-
aðri en margir höfðu gert sér
grein fyrir. Var þess töluvert
vart við upptekningu úr görð-
um, en einnig í kartöflugeymsl-
um seinna. Hafa birgðir áreið-
anlega ódrýgst verulega af
þessum ástæðum. Annað, sem
valdið hefir rýrnun í kartöfl-
unum, eru frostin í janúar, sem
voru óvenju hörð og langvinn.
Hafa afleiðingar þeirra án alls
efa orðið þær, að nokkuð hefir
skemmzt í geymslum manna,
bæði hér í bænum og annars
staðar. Hafa nokkurir menn
skýrt mér svo frá, að kartöflur,
sem þeir áttu í sömu geymslum
og að undanförnu og þá ekki
frosið, hafi nú í janúarfrost-
unum orðið ónýtar með öllu.
Kuldarnir í janúar orsökuðu
ennfremur það, að menn gátu
ekki flutt kartöflur til bæjar-
ins eins og þeir ætluðu, og er
sú ein ástæðan til kartöfluekl-
unnar.
Nýlega var skýrt frá því í rík-
isútvarpinu, að' Bretar hefðu
sent út áminningu til brezku
þjóðarinnar um að fara sparlega
með kartöflur, og talað var einn-
ig um þann möguleika, að
skömmtun á kartöflum yrði
tekin upp þar í landi. Þetta
skýrir meðal annars, að óhægt
er um kaup á kartöflum þar í
landi, enda ekki að undra þeg-
ar þess er gætt, að á þeim og
öðrum Bandamönnum hvílir
það, að fæða að verulegu leyti
fjölmennar þjóðir, sem l^ystar
hafa verið undan margra ára
hernámi og lifað við alls konar
skort og vantar því margt til
þess að vera sér sjálfum nógar.
Hér á landi eru sumir þeir, sem
í blöð rita, fullir undrunar yfir
því, að vöntun á kartöflum
skuli koma fyrir, rétt eins og
það hafi aldrei þekkzt fyrr í
landi voru, en þó er það svo, að
þau árin eru ekki mörg, sem
svo hagstæð hafa verið, að
framleiddar hafi verið nægar
kartöflur handa landsmönnum.
Ég hygg, að það séu aðeins ár-
in 1939 og 1941.
Á árunum eftir 1934 óx kar-
töfluræktin allmikið hér á landi,
garðland var mikið stækkað og
ný garðræktaralda reis í land-
inu, við sjó og í sveitum, en
seinustu árin hefir sú alda
hjaðnað verulega og veit ég það
með vissu, að sums staðar á
landinu hefir garðlandið minnk-
að að verulegum mun aftur; því
veldur meðal annars, að vinnu-
aflið hefir horfið meira, að
allskonar daglaunavinnu, það
hefir verið háð einskonar
(Framhald á 7. síðu)
„PORVTTINN" skrifar á þessa leið:
„-----Blöðin sögðu nýlega frá fundi,
sem haldinn hefði verið í skáldafélag-
inu í Reykjavík. Sumt af því, sem
þar stóð, skildi ég ekki fullkomlega,
og langar mig til að fá á því skýringar.
En það, sem blöðin sögðu, var í aðal-
atriðum á þessa leið: Verkefni fundar-
ins var að kjósa þriggja manna nefnd
til að úthluta skáldastyrk. Á fundin-
um mætti 21 skáld. Lagðir voru fram
tveir listar, hvor um sig með jafn-
mörgum og kjósa átti. Annar listinn
fékk tíu atkvæði, og hinn níu atkvæði,
en tvö skáld sátu hjá. Niðurstaðan var
sú, að sá listinn, sem fékk tíu atkvæði,
kom að öllum mönnunum, en hinn
engum. Ég skil ekki, hvernig þetta
hefir mátt verða. Eftir reglum þeim,
sem almennt gilda um listakosningar,
hefði annar listinn átt að fá tvo menn
en hinn einn. Það er sagt, að skáld
séu stundum utan við sig, og ég held,
að þau hafi hlotið að vera það, þegar
úrslitum var lýst í þessari kosningu —.
SKÖMMU ÁÐUR las ég um aðra
kosningu, sem átt hafði sér stað í
félagi í Reykjavík. Blöðin sögðu, að
í þessu félagi væru sjö hundruð menn.
Þar átti að kjósa formann, og var
kosið um tvo frambjóðendur að því
er virtist. Sá, sem kosningu hiaut, fékk
eitthvað um fimmtíu atkvæði, en hinn
sem féll, um fjörutíu atkvæði. Þó
sögðu báðir aðilar, að smalað hefði
verið á fundinn. Mér varð að hugsa
með sjálfum mér: Hvað hefðu komið
margir, ef ekki hefði verið smalað?
Og enn vil ég spyrja: Er þetta félag
í raun og veru til? Er hægt að taka
mark á félagsskap, þar sem ekki kemur
nema áttundi hver maður á fund til
að kjósa formann, og það þótt hiti
sé í kosningunni? Getur það talizt
sæmilegt að láta félög af þessu tagi
hafa áhrif á ákvörðun kaupgjalds í
landinu? Og hvernig getur staðið á
því, að sjö af hverjum átta mönnum,
sem í félaginu eru, skuli vera svona
gersamlega áhugalausir um forustu
félagsins?------.“
ÞVÍ MIÐUR get ég ekki leyst úr
spurningum hins „forvitna'* bréfritara
með neinni vissu. í kosningum, sem
fara fram eftir landslögum, eru ekki
lagðir fram listar nema um hlutfalls-
kosningu sé að ræða. Ef ekkl á að
vera hlutfallskosning, sýnist eðlilegt,
að kosið sé um einstaklinga, og er þá
oft stungið upp á mörgum mönnum
og þeir þá taldir kosnir, sem flest fá
atkvæðin. Listakosning eins og sú, sem
nefnd er hér að framan, mun raunar
hafa átt sér stað i ýmsum félögum,
en sýnist vera óeðlileg. Síðari kosn-
ingin, sem „Porvitinn" talar um, mun
hafa átt sér stað í verklýðsfélagi einu
í Reykjavík nú í vetur. Áhugaleysið,
sem þar kom fram, virðist bera vott
um, að menn láti sig yfirleitt tilveru
þessa félags litlu skipta. Sú aðferð, að
þvinga menn inn í félagsskap, virðist
hafa sínar veiku hliðar, og er það
skiljanlegt, ef að er gáð.
„ÚTVARPSVINUR" sendir eftirfar-
andi pistil:: „---Mér finnst, að þeir
sem tala í útvarpið og telja sig fræði-
menn, eigi að láta sér annt um vís-
indaheiður siqn. Auðvitað mega þeir
hafa sínar skoðanir og tilfinningar
gagnvart deilumálum samtíðarmanna
sinna, en þegar þeir miðla almenningi
af sérfræði sinni, verða þeir að gæta
þess að segja það eitt, sem þeir geta
verið vissir um, að sé satt, og séu
skoðanir skiptar og erfitt að vita hvað
rétt er, ber þeim að geta þess. Tilefni
til þessara orða minna er fyrirlestur sá,
sem maður að nafni Sverrh Kristjáns-
son flutti í útvarpið um nýafstaðna
viðburði í Grikklandi. Maðuf þessi er
kallaður „sagnfræðingur" í útvarpinu,
og dreg ég ekki í efa, að hann sé það,
þó að ég sé því ókunnugur. Hann er
áheyrilegur fyrirlesari, og hefir mér
oft þótt gott að hlýða á mál hans,
þótt mig skorti lærdóm til að vita, hve
rétt hann skýrir frá um menn og mál-
efni á fyrri öldum. Fram að þessu
hefi ég þó aldrei- efazt um, að svo
væri. En þegar ég hlustaði á fyrirlestur
hans hinn síðasta og bar saman við
útvarpsfréttir, sem ég hefi áður heyrt
um sama mál, duldist mér ekki, að
um óvandaða frásögn var að ræða.
Þar var yfir ýmsu þagað, sem ástæðu-
laust var að hlaupa yfir, og gefur slíkt
strax illan grun. En í stað þess komu
sleggjudómar frá eigin brjósti, þar
sem frásögnin ein hefði mátt nægja.
HVERS VEGNA mátti ekki segja
frá því, að Bretar sendu stóran hluta
af Afríkuher sínum til að hjálpa
Grikkjum vorið 1942 og veiktu við
það varnh sínar svo, að Rommel tókst
að sækja allt austur til Egyptalands,
og að þúsundir brezkra hermanna létu
líf\ sitt í bardögum við Þjóðverja í
Grikklandi það vor? Hvers vegna mátti
ekki segja, að hinir grísku uppreisnar-
menn hefðu í haust fallizt á að eiga
fulltrúa í stjórn landsins? Hvers vegna
mátti ekki segja frá áliti brezku verk-
lýðsnefndarinnar, sem rannsakaði
deilumálin í Aþenu fyrir skömmu?
Hvers vegna mátti ekki segja frá því,
að Aþena gerði Churchill að heiðurs-
borgara eftir að sættir komust á fyrir
hans tilstilU? Þetta kemur okkur
kannske lítið við, en það er leiðinlegt,
að ofstæki útlendra aðila gleypi ís-
lenzka fræðimenn með húð og
hári — —.“
BRÉFRITARINN er víst ekki einn
um þá skoðun, sem hér kemur fram.
Svipuð óánægja með téð útvarpser-
(Framhald á 5. slðu)
fyrirfram, svo að menn vissu að
hverju þeir hefðu að ganga, en
kaupmönnum liðist ekki að láta 1
menn þá fyrst vita verð á vöru
sinni, er viðskiptareikningarnir
kæmu misseri síðar en viðskipt-
in hefðu gerzt.
Næst segir hann frá því, að
það hafi verið áfráðið „meðal
hinna merkustu manna í Svína-
vatns-, Bólstaðahlíðar- og Engi-
hlíðarhreppum" — og hafa það
vafalaust verið forustumenn
verzlunarfélaga þessara hreppa
— „að fara tiltekinn dag norður
á Sauðárkrók með vissa vöru-
upphæð frá hverjum fyrir sig
til að fá fullvissu um verðlagið."
En til þessa voru þær ástæður,
að kaupmenn á Skagaströnd
höfðu gefið fyrirheit. um það, að
þeir mundu „gefa það verðlag,
sem bezt yrði á Sauðárkróki,“
og í annan stað vildu menn
reyna að koma svo málum sín-
um, „að verzlunin þyrfti ekki áð
undandragast fram á slátt.“
Ekki er það beinlínis sagt, en
lesa má það milli línanna.að þeir
félagar hafa ekki ætlað sér aðra
verzlun á Sauðárkróki en þessa,
og hefir hún aðeins verið gerð
til þess að fá kaupmenn þar til
að kveða upp hagstætt verð, og
nota það síðan sem keyri á
kaupmenn á Skagaströnd, þar
sem aðalverzlun þeirra félaga
færi síðan fram. „Kom ég,“ seg-
ir Erlendur, „helzt að máli við
Clausen um það, hvað hann
vildi opinberlega kveða upp og
gefa fyrir innlendar vörur og
láta hinar útlendu við sem
lægstu verði.“ Vildi Clausen
helzt eigi kveða upp annað verð
en kaupmenn á Skagaströnd
höfðu þegar upp kveðið, en hét
að greiða heldur „ferðakostnað
og talsverða prósentu að auki.“
En Erlendur og þeir félagar vildu
heldur „lægra verð og hrein-
legri samninga," og gátu þeir
fengið Clausen til að taka þá
vöru, er þeir höfðu að bjóða,
fyrir hagstæðara verð en upp-
kveðið var á Skagaströnd og
skrifa það í reikninga, en þó á-
skildi hann, „að þetta færi
hljóðlega, meðan hann lægi þar
á höfninni." Ennfremur fengu
þeir hann til að lofa ákveðnu
verði á erlendu vörunni, og var
það fram tekið í votta viður-
vist. En nú kom enn tvennt til.
Annað það, að ull Kristjáns 1
Stóradal, er þarna var lögð inn,
reyndist ekki nægilega vel
þurrkuð, en Kristján var eigi
þarna viðlátinn. Varð það þá
ráð þeirra, að þeir tóku ull
Kristjáns aftur og létu þurrka
hana betur, en kröfðust þess, að
öll ull þeirra, sem inn væri lögð,
væri vandlega skoðuð. Skoðaði
Clausen hana sjálfur „og lýsti
ánægju sinni yfir henni“ og þar
á meðal ull Erlendar. Hitt það,
að Clausen vildi víkjast undan
loforðum þeim, er hann hafði
gefið um verðlag, — að því er
virðist þó í smáu einu, — en Er-
lendur gekk fast fram í því, að
hann yrði að halda loforðin í
öllu. Af viðskiptum virðist svo
ekki hafa orðið meira en þetta.
Erlendur kveðst nú sannfærð-
ur um, að ógeðsleg lýsing kaup-
mannsins á ull þeirri, er hann
lagði inn hjá honum og þá var
ekki að fundið, muni eiga vera
hefnd fyrir það, að hann hafði
forgöngu í verzlunarfélagi
Svínavatnshrepþs og „vildi
framfylgja réttu og sanngjörnu
máli og [hét] upp á skýlausa
samninga-okkar og [leið] ekki
að réttur minn og annarra væri
fyrir borð borinn.“ Hitt geti ekki
verið, að ull hans og þeirra Hún-
vetninga hafa verið slæm eða
illa verkuð, því að bæði hafi
húnvetnsk ull jafnan þótt einna
bezt af allri íslenzkri ull, og svo
hafi Christjánsson sýslumaður
að þessu sinni vandlega brýnt
það fyrir mönnum á manntals-
þingum, að vanda þvott og með-
ferð ullarinnar, og hafi menn
viljað fylgja því ráði sem bezt/
En svo sýnist sér, „að þeir
tímar ættu nú að vera þegar
koninir fyrir okkur íslending-
um, úr því við erum á fram-
faravegi og höfum fengið verzl-
unarfrelsi, að vér ættum að
forðast einokunaraðferð kaup-
manna, og sneiða hjá þeim
framvegis, sem vilja bjóða oss
hana, heldur opinberlega með
fullri djörfung sem frjálsir menn
semja við kaupmenn fyrirfram
um viðskipti vor við þá, hvort
sem vér svo verzlum einir eða
með samtökum við aðra, og þá,
sem ekki reynast oss trúir í lof-
orðunum, ættum vér að varast
að skipta við.“
Enn hefir Erlendur þau ráð að
gefa „lausakaupmanni Clausen,"
ef honum sé það áhugamál að
stuðla að vöruvöndun lands-
manna, að gera hæfilegan verð-
mun á góðri ull og slæmri „og
hafa hverja vörutegund sér-
skilda,“ í stað þess að taka alla
ull jöfnu verði og hlaupa svo í
blöðin og Isegja, að sumt af ull-
inni hafi verið verra en óþvegið
og hirða þá ekkert um sannindi
þess, er hann segir. Neitar Er-
lendur því sem „helberum heila-
spuna og ástæðulausum ósann-
indum,“ að sín ull „hafi í þvott-
arómyndinni orðið ókrjálegri
eða verri en óþvegin," nema
Clausen hafi „sjálfur tilbúið
þann þvottakorg, eða fengið efni
til hans hjá öðrum sínum líka
til þess eftir á að fá þann lit
og útlit á téðri ull minni, sem
hann umtalar og haldi henni
síðan svona upp fyrir augum al-
merýiings.------En ef Clausen
vi'ldi ennfremur reyna að gera
almenningi skiljanlegt í verk-
inu þá aðferð, sem til þess út-
heimtist, að ull við þvottinn,
þegar rétt er að farið, geti nokk-
urn tíma orðið verri eða ókrjá-
legri en óþvegin, sem honum
hefir ekki á prenti tekizt að
sannfæra mig eða aðra um, þá
vil ég ráða honum----------að
stofna þar til þvottastiftun
undir forsæti sínu í Móbergsseli
á Litlavatnsskarði, og vona ég
að hann muni þá fyrst reyna
að koma húsfrúnni þar i stöf-
unina------og mundi hún hon-
um liðsinnandi í því, sem þar
til bráðast út heimtist og kaup-
mannsþörf hans krefðist fljót-
ast, og vona ég, að hann telji
ekki, eftir sér að borga ónæðið
og þurfi ei að láta bóndann elta
sig á skip út norður á Sauðár-
krók eftir borguninni fyrir á-
troðning og usla á þeirri lóð, sem
bóndinn átti einn ráð á, — þótt
hann annars væri leiguliði, —
og sízt, að hann þyrfti með tölu-
verðum eftirgangsmunum að fá
þar fyrir sem svarar einni
skeppu af matvöru,------og er
þessi vel meinta ráðlegging sem
lítill þakklætisvottur til hans
fyrir þá varúðarreglu, er hann
-----beinir að mér,“ segir Er-
lendur.
Að greinarlokum ræður Er-
lendur Clausen „sem kunningja
[sínum] að eyða ekki tíma sin-
um í það að semja og gefa út
á prenti önnur eins ósannindi
um viðskiptamenn sína, eins og
hann hefir mér gert, þó að ein-
hver finnist svo frjálslyndur, að
hann vilji ekki í viðskiptum sín-
um láta hann einan öllu ráða.“
Grein þessari lætur Erlendur
svo fylgja útskriftir úr dóms-
málabók Húnavatnssýslu um
það, að mánudaginn 23. maí hafi
Christjánsson sýslumaður sam-
kvæmt kröfu hans stefnt til
vitnisburðar tveimur mönnum,
er viðstaddir voru ullarmóttöku
Clausens. Kváðust þeir fúsir að
staðfesta með eiði, að ull sú, er
Erlendur lagði inn, hafi verið
vel verkuð, og hafi kaupmaður-
inn sjálfur þá lýst því yfir.
Er Clausen kaupmaður fékk
þessa ádrepu, brá hann við og
ritaði — 30. júlí — ritstjóra
Norðanfara bréf, þar sem hann
lýsir því yfir, að greinin í apríl-
blaðinu, Vöruvöndun, sé „Falsk-
neri“, og skorar á ritstjórann
að auglýsa það í blaðinu, „sem
ég hér með geri,“ segir ritstjór-
inn, er hann hefir skýrt frá
bréfi kaupmannsins. (Nf. 15,
tbl. ’46). Um leið getur ritstjór-
inn þess, að greinarstúfurinn
hafi komið til sín í bréfi frá
Snorra Pálssyni verzlunarþjóni
á Hofsós, og hafi í því bréfi ver-
ið mælst til þess, að hann yrði
birtur. í 28.—29. tbl. Norðanfara
(nóv. 1854) fær Snorri svo birta
þá yfirlýsingu, að sr. Ólafur Ól-
afsson, sem var á Hafsteinsstöð-
um, hafi komið með greinina
„hreinskrifaða undir prentun“
og beðið sig að senda hana með
ferð norður á Akureyri, „sem ég
gerði án þess að brúka þá var-
úð að taka fram, að það væri
eftir tilmælum sr. Ólafs, að
greinin ætti að prentast, því að
mér datt þá sízt í hug það, sem
nú er fram komið, að herra
lausakaupmaðurinn mundi ekki
gangast við þessu faðerni."
Frá þessari deilu hefir verið
sagt svo nákvæmlega fyrir það,
að hún bregður eigi lítilli birtu
yfir baráttu verzlunarfélaganna,
eins og stundum varð að heyja
hana, auk þess sem hún er ágæt
heimild um einhvern aðsóps-
mesta forvígismann verzlynar-
samtaka bænda norðan lands
um langt skeið. Lýsir hún eigi
aðeins félagsmálaáhuga hans,
kjarki og óbilgirni, heldur og
ófyrirleitnj, hans og hlífðarleysi,
er hann heimtaði „kotungum
rétt“. Verður og svo jafnan í
fyrstu, er hin „kúgaða stétt
hristir klafann og sér hún er
voldug og sterk.“ Hún er þá svo
minnug þess að hafa lengi ver-
ið minni máttar.
En um þessi verzlunarsamtök
Húnvetninga er það að segja,
að þeim var enn haldið áfram
um nokkur ár með sviplíkum
(Framhald á 7. síöu)