Tíminn - 02.03.1945, Qupperneq 5

Tíminn - 02.03.1945, Qupperneq 5
17. blað TÍMIM, föstadagiim 2. marz 1945 5 Um þetta leyti fyrir 88 árum: Mann§kaðiDD á lloifelliheiði yilhehn Moberg: Eiginkona FRAMHALD Um langan aldur var það sið- ur í flestum héruðum lands- ins, að hver maður, sem að heiman komst, færi til sjóróðra á vetrarvertíð. Fóru menn þá fótgangandi í verið um hávetur og báru pjönkur sínar á bakinu, oft yfir hina verstu fjallvegi, stundum landsfjórðunga á milli. Þannig fóru Norðlingar um margar aldir í stórhópum til róðra í verstöðvunum sunnan lands og vestan. Það þarf ekki mikið ímyndun- arafl til þess að láta sér detta í hug, að oft hafi verið ærnar kröggur í þessum vetrarferðum, enda bar það ósjaldan til, að vetrarhríðarnar hyggju geig- vænleg skörð í vermannahóp- ana. Eitt slíkra stórslysa varð á Mosfellsheiði þriðja laugardag í góu veturinn 1857, er menn úr uppsveitum Árnessýslu voru á leið til sjóróðra í verstöðvum við Faxaflóa. Voru þeir fjórtán saman — sex úr Biskupstungum, Sveinn frá Stritlu, Einar frá Hrauntúni, Kristján frá Arnar- holti, Pétur og Guðmundur frá Múla og Þorsteinn frá Kjarans- stöðum — tveir þeir.síðasttöldu aðeins seytján ára gamlir —, en úr Laugardalnum átta, Bjarni frá Böðmóðsstöðum, Gísli úr Austurey, ísak og Þiðrik úr Út- ey, Jón af Ketilvöllum, Guð- mundur og Egill frá Hjálmsstöð- um og hinn áttundi Gísli nokk- ur Jónsson. a Biskupstungnamenn höfðu lagt af stað að heiman á fimmtudegi og gist í Laugar- dalnum, en Laugdælir bætzt í hópinn á • föstudagsmorguninn. Héldu þeir sem leið lá yfir Lyng- dalsheiði og hrepptu slydduhríð og þunga færð. Villtust þeir nokkuð, því að dimmviðri var, en náðu þó farsællega að Gjá- bakka í Þingvallasveit, stöldr- uðu þar við, hvildu sig og þáðu góðgerðir. Héldu þeir síðan áfram um kvöldið og báðust þrír gistingar í Vatnskoti, en hinir að Þingvöllum. Var orðið áliðið, er þeir náðu þangað og fólk gengið til náða. Fengu þeir því eigi þann beina, sem ella myndi, og eigi voru vosklæði þeirra þurrkuð. Sváfu þeir margir í rúmi um nóttina og áttu heldur vonda gistingu. Að morgni var komið bezta veður, en fönnin tók þeim í hné. Lögðu þeir nú af stað hinir ó- trauðustu og mötuðust af nesti sínu, er þeir komu upp á vestri barm Almannagjár. Var þá skaf- heiðríkt og fagurt mjög að líta yfir snæviþakta sveitina og ísi- lagt Þingvallavatn. En er þeir voru komnir nokk- uð út á heiðina tók að blika í lofti. Er skemmst af því að segja, að innan stundar var skollin á norðanhríð með ofsa- roki og bitru frosti. Stokkfrusu klæði þeirra þegar, því að þau höfðu eigi náð að þorna frá því daginn áður. Ræddu þeir um, hvað til bragðs skyldj taka, og varð það úr að halda áfram og freista þess að finna sæluhúsið á heiðinni eða brjótast niður í Mosfellsdal, því að tvísýnt þótti, að þeir fyndu hina strjálu bæi í Þingvallasveitinní, þótt aftur væri snúið. Er þeir höfðu gengið langa hríð, urðu þeir þess varir, að þeir myndu villtir orðnir. Voru þá sumir orðnir mjög þreyttir, enda báru þeir byrðar, veðrið óskaplegt og óhægt um gang í stokkfreðnum fötum. Sumir höfðu misst höfuðföt sín af völdum veðursins. Nokkru fyrir dagsetur var svo komið, að margir voru þrotnir með öllu og sumir skaðkalnir. Varð það þá sammæli þeirra félaga, að eitt skyldi yfir þá alla ganga. Lögðust þeir, er verst voru leiknir, fyrir á hjarnið, en aðrir reyndu að grafa sér holu i skaflinn með stöfum sínum, svo að þeir gætu látið fenna yfir sig. Nokkrir reyndu að halda sér uppi. Var þá þegar sýnt, að hverju dró um þá félaga suma. Fyrsti maðurinn dó um dag- setursbilið. Það var annar sveinninn úr Biskupstungunum, Þorsteinn frá Kjaransstöðum. Hann rak upp þrjú óp og hneig síðan út af og var þegar ör- endur. Siðan færðist nóttin yfir, dimm og ægileg. Hraustustu karlmennin reyndu að standa vörð yfir þessum kalda beði félaga sinna og hjúkra þeim eftir föngum, hinir hírðust þar sem þeir voru komnir. Leið nú á nóttina, og ekki lægði veðrið. Kom þar, að þeir, sem uppi stóðu, afréðu að ná hinum upp úr skaflinum og freista að ná byggð, enda gat' vart annað en dauðinn beðið þeirra, þar sem þeir voru. — Voru þá nær allir orðnir kalnir mjög, en annar maður til látinn. Það var Jón á Ketilvöllum. Var þar vatn undir, er hann hafði lagzt fyrir. Margir voru frosnir niður, svo að þeir máttu sig ekki hræra, og rifu þeir, sem rólfærir voru, þá upp úr fönn- inni. í birtingu herti ehn veður- urhæð og frost og veittist þá jafnvel hinum hraustustu erfitt að hemja sig á fótunum. Létust í þeirri hrinu þrír menn, Þiðrik og ísak í Útey og Egill á Hjálms- stöðum. Hinir, sem eftir hjörðu, rjátl- uðu nú af stað i þá átt, er þeim þótti líklegust að skemmst væri til byggða. Sóttist þó sú ferö seint, því að allir voru mjög þrotnir, en suma þurfti að styðja til þess að þeir hnigu ekki út af. Urðu þeir aðskila í hriðinni, og voru fjórir í öðrum hópnum, en fimm í hinum. Reyndu hvorir tveggja að bjarga sér sem þeir máttu, og náðu þeir fimmmenningarnir að Bringum, efsta bæ í Mosfells- dal, um miðjan sunnudags- morgun og var þá hríðinni létt. Voru það þeir Bjarni á Böðmóðs- stöðum, Gísli í Austurey, Guð- mundur á Hj álmsstöðum, Krist- ján í Arnarholti og Sveinn í Stritlu. Hinum fjórum, Pétri og Guð- mundi í Múla, Einari í Hraun- túni og Gísla Jónssyni, sóttist ferðin seinna, enda var Guð- mundur ófær, en Gísli mjög þrekaður. Stauluðust þeir lengi áfram, þar til Guðmundur tók allt í eipu viðbragð mikið, og var hann þá í andarslitrunum. Báru þeir hann þó með sér um hríð, en sáu þó brátt, að það var til einskis og skildu hann þvi eftir, þar sem þeir voru komnir. Litlu síðar sáu þeir mann koma á móti sér. Var það Jó- hannes bóndi í Bringum að leita þeirra að tilvísun fimm- menninganna. Hjálpaði hann þeim til bæjar. Voru þeir svo aðframkomnir, að enginn komst hjálparlaust upp baðstofutröpp- urnar. Þeim félögum öllum var nú veitt sú hjúkrun, sem unnt var. Lágu margir þeirra lengi í kal- sárum, og urðu sumir aldrei al- heilir. Mest mun þó Pétur í Múla hafa verið kalinn, enda beið hann þess aldrei bætur. Baðstofuhjal. (Framhald af 4. síöu) indi hefir komið fram í dagblöðum í Rvík undanfarna daga. Má vænt- anlega gera ráð fyrir, að hlutaðeigandi fyrirlesari fallist á, að hann hafi ekki gætt sín sem skyldi, og að málflutn- ingur hans umrætt kvöld „getur geng- ið einu sinni og ekki meir“, eins og gamansamur maður kvað um áriS. Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður. Hvers konar órar eru þetta? Margrét veit ofurvel, að Páll er kom- inn heim í Dynjanda, fjögra tíma reið, og hún veit líka mæta- vel, að þessi hattur, sem hangir þarna, situr ekki á neins manns höfði. Nei, hann er friðlaus. Hún verður að næra hann af hinni miklu ró sinni. Og Margrét eggjar hann, þrýstir heitum brjóstum slnum upp að líkama hans. Hann þreifar á þeim: Nú skrýðast þúfurnar blómum, og hann gleymir, hvers hann hafði verið að krefjast af henni: að hún flýði þorpið og fylgdi honum. Hann vissi það eitt, að hún var konan hans, svo fremi sem nokkur maður hefir nokkurn tíma átt konu á þessari jörð. Þau sofnuðu, þau vöknuðu aftur, þau kveiktu hvort í öðru og brunnu á hinni sömu glóð. Þannig leið þessi sigurnótt hins heita blóðs, og að lokum spurði Margrét — hugsandi, þreytulega, kvíðafull: — Hvað heldurðu, að guð leggi á okkur fyrir þetta? Þessa spurningu hafði Hákon aldrei hugleitt. Trú hans á guð- lega hegningu og eilifa útskúfun var reikul og óákveðin. Þeir frændur voru ekki kunnir að neinum sérstökum guðsótta. Einn bróðir hans hafði nýlega orðið að greiða fimmtíu ríkisdali í sekt, af því að hann hafði komið þéttdrukkinn að Herrans borði. Sjálfur var hann ekki svo skeytingarlaus trúníðingur, en guð- leysingi var hann talinn af sveitungum sínum, því að hann hafði ekki verið til altaris í fimm ár. Og nú hefir hann ágirnzt og náð á sitt vald giftri konu, án þess að hugsa agnarvitund um það, sem biði hans í öðru lífi. Og hann vill ekki trúa því, að þau hafi unnið til eilífrar fordæmingar, þótt þau hafi látið undan sterkustu fýsn sinni. En nú var það Margrét, sem ekki var í rónni. Það, sem hún hafði fundið hjá Hákoni, var svo ólíkt öllu öðru, er fyrir hana hafði borið, að dauðlegu fólki gat varla verið leyfilegt að njóta þess. Eða er Guð svo góður guð, að hann skilji gleði hennar, þótt hún sé syndsamleg? En hvers vegna hefir hann gert synd- ina svona sæta? Hvers vegna er syndin svona unaðsleg? Hvers vegna er hún máttugri en jafnvel vilji hennar sjálfrar? Ef Guð hefði látið syndina vera ljóta og viðbjóðslega — þá hefði hún haft andstyggð á henni. Hún hefði átt að vera eins og úldinn og daunillur matur, sem allir gátu fundið lyktlna af langar leiðir. Þá syndgaði áreiðanlega enginn .... Og hórdómur — það er ljótt orð, sem Margrét hefir heyrt sagt í prédikunarstólnum, og öðru hverju heyrt hrjóta af vörum fólks........Hvers vegna hafa menn gefið þessu, sem fyrir hana bar, svona ljótt nafn .... ? Það er sjálfsagt uppfinning einhverra spámanna Guðs, Móse eða einhvers annars. Eða kannske mennirnir hafi bara fundið upp á þessu sjálfir ....? Margrét veit það ekki .... En hún getur ekki um annað hugsað og spurt: Hvernig skyldi Guð refsa henni fyrir þetta? Skyldi hann virða nokkurs þá bar- áttu, sem hún hafði háð? Mun hann líta á það, að hún kom í musteri hans til þess að biðja hann um styrk gegn freistingunni? Og mun hann telja henni það til einhverrar afbötunar? Margrét þegir ofurlitla stund, og hann spyr: — Iðrast þú þess? — Nei .... nei ....! Það lá við, að hún æpti svarið, og hún faðmaði hann svo ofsa- lega að sér, að honum fór að skiljast, að hann hefði.leyst úr læðingi eitthvert biundandi afl í brjósti konu sinnar. — Mig mun aldrei iðra þess ....! Nei, Margrét gat ekki látið sér skiljast það, að hún hefði sökkt sér í neina tortímingu. Hún hafði hafizt til himins, aðeins hafizt. Og ef hún átti að stikna á glóðum helvítis fyrir þetta, þá hafði hún þó þegar notið sælunnar. Kon u mannsins. Þetta var í sáðtíðinni. Páll átti akur, sem þurfti að sá, og þess vegna kom hann heim snemma á mánudagsmorguninn. Margrét stóð úti og heilsaði honum á hlaðinu. Áður en hann var kominn af baki, hafði hún spurt um föður hans. Jú, gamli maðurinn var þungt haldinn, en það vissi enginn, hvað að honum var. Eftir öllum líkum að dæma átti hann ekki langt eftir. Sjálfur vonaði hann þó, að sér myndi skána; hann var ekki búinn að missa lífslöngunina enn. Og hér heima? Hvernig leið fólki og fénaði? Páll sá svo sem, að þarna stóð konan hans, rjóð í kinnum og geislandi af lík- amsfjöri — hafði komið út til þess að heilsa honum. Konan fullvissaði hann fljótlega um það, að hér hefðu engin slæm tíðindi gerzt. Og hún sagði honum sm^sögur af einu og öðru, sem við hafði borið á bænum frá því á laugar- daginn og þar til á mánudagsmorgun. Sumt af þessu var satt, sumt voru skröksögur — Páll vonaðist eftir, að hún hefði eitt- hvað að segja sér. Fyrst í stað var hún hikandi, en þegar h>~n gein við öllu, sem hún sagði, og lét ekki neinn efa í ljós, laug hún af meira öryggi .... fyrri nóttina hafði hana dreymt hræðilega illa, fundizt vera komnir þjófar upp á loftið. Hún hafði veinað svo hátt upp úr svefninum, að Þóra hafði heyrt það alla leið inn í herbergið sitt. Hún hafði orð á því morguninn eftir og sagðist hafa orðið svo hrædd, að hún hefði dregið gæru- skinnin upp yfir höfuð og skolfið í rúminu. Sjálf hefði Margrét alls ekki verið neitt hrædd, þegar hún vaknaði — og ekki gat hún gert að því, þótt hún yrði hrædd í draumnum. En skrítið var það, að hún skyldi geta æpt svona .... Nú var hún þá sjálf búin að segja Páli, hvað Þóra hafði heyrt á sunnudagsnóttina, og hún hafði gefið á því fullnægjandi skýringu. Aðscndar greinar. Tímanum er kært a.ð birta fréttir og greinar um fjölmörg efni úr hinum ýmsu byggðum landsins. En vegna þrengsla í blaðinu eru þeir, sem senda þvf slíkar greinar, vinsamlega beðn- ir að vera stuttorðnir og gagn- orðir, svo að blaðið geti birt sem flestar þeirra. Því fór svo fjarri, að Pál grunaði neitt, að hann þjáðist tals- vert af samvizkubiti. Margrét virtist vera hraust og kjarkgóð, en ef til vill hafði henni samt liðið illa meðan hann var fjarver- andi. Hann ætlaði ekki að fara aftur að heiman og skilja hana aleina eftir í leiðindum. Og hérna biðu akrarnir hans. Ekki gat hann heldur látið þá bíða ósána í miðjum voryrkjunum. Ef Páll hefði ekki komið heim, myndi sæll og djúpur friður hafa færzt yfir Margréti. En nú kom hann og með honum heila- brot, sem öllu spilltu. Og þar með var samvizkubit hennar vakið. Síðustu dægrin hafði hún varla munað eftir því, að hann væri JtJLLI OG DtJFA Eftir JÓJ% SVEiNSSON. Sendimaður borðaði mat sinn heima, og var hann ekki valinn af verri endanum. Á eftir matinn fekk hann hann kaffi og vænt staup af koníaki. Á meðan hann var að borða, var búið um allt það, sem hann átti að fara með. Því var öllu raðað niður í poka. Síðan þakkaði hann húsmóðurinni fyrir mat og drykk, batt á sig pokann og hélt á stað til fjalls með byrði sína á bakinu. 2. SAKNAÐ TVEGGJA Eftir að maðurinn var farinn með pokann, vorum við á verði til skiptis. Og nú var það Bjössi, sem fyrstur hafði nýjar frétt- ir að segja. „Nú koma menn niður fjallið“, kallaði hann inn úr dyrunum og bar óðan á, að tæplega skildist. Við þutum út og tvær eða þrjár af stúlkunum á eftir okkur. Þrepin í skaflinum tókum við í tveimur eða þremur stökkum, svo var mikill asinn á okkur. Við sáum mennina undir eins. Þeir voru fimm. En þeir voru ekki á skíðum og fóru undarlega hægt. Tveir hundar hlupu á undan þeim. Guði sé lof, sögðum við. Nú eru þeir fundnir, og allir koma lifandi. Við réðum okkur ekki fyrir fögnuði. Hæ, gaman! Nú kemur Júlli aftur og strax í kvöld íörum við með honum í spánska kofann og finnum hana Dúfu okkar. Við börnin höfðum allan hugan við Júlla og Dúfu og höfðum enga eirð á að bíða þangað til þau kæmu. Við hlupum því inn til húsmóðurinnar og báðum hana um leyfi til að fara á móti mönnunum. Það var auðsótt. í mesta flýti fórum við 1 hlýjustu fötin okkar og settum upp kuldahúfur, sem við drógum langt niður fyrir eyru. Það veitti ekki af, því að ennþá var grimmd- arkuldi. Stafi höfðum við líka. Tvær stúlkur fóru með okkur. Fögnuður okkar var kominn í algleyming. Það var svo ákaflega gaman að fá að fara á móti Júlla og Dúfu. Við vorum svo uppdúðuð, að ekki sást nema í nef og augu. Prjónahúfurnar huldu andlitið alveg þar fyrir utan. Og það vissum við af reynslunni, að nefið þurftum við að nudda með vettlingunum öðru hvoru, þá var því ó- hætt fyrir frostinu líka. Það var víst skrítin sjón að sjá okkur börnin fjög- ur trítlandi í glitrandi snjóbreiðunni, dúðuð í fötum, en létt og kvik á fæti. Við hvert spor marraði og brak- aði í snjónum. Og svo hart hlupum við, að stúlkurnar höfðu ekki við. Og gleðin skein út úr augum okkar. Dáðir voru , drýgðar Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna, segir frá margvíslegum mannraunum, ævintýrum, svaðilförum og hetjudáðum. Sögurnar gerast á hinum óllkustu stöðum og umhverfi, allt frá hjarnbreiðunum á nyrztu slóðum jarðarinnar til fjallavatnanna í Sviss, háfjallanna i Ti- bet og sólheitra stranda Arablu. Allir, sem unna stórfenglegum hetjusögum og sevin- týrum, lesa „Dáðir voru drýgðar". Kaupið bókina hjá næsta bóksala, eða pantið hana belnt frá útgefanda. Bókaúigáfan Fram Lindargötu 9 A — Reykjavík — Slml 23S3 Raítækjavinnustoían Selfossi framkvœmir allskonar rafvirkjastörf. TÍMINN er viðlesnasta anglýslngablaðlð!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.