Tíminn - 02.03.1945, Qupperneq 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzha tímaritið um
þjóðfélagsmál.
8
REYKJAVÍK
E*eir, sem vilja kynna sér Jtjjóðfélagsmál, inn-
Iend og útlend, þurfa að lesa DagsJkrá.
2. MARZ 1945
17. hlað
/ MNÁLL TiSISil*
26. febrúar, mánudagur:
Sóknin austur
Ruhr.
Vesturvígstöðvarnar: Níunda
hernum varð vel ágengt austan
Ruhrárinnar. Hann sótti fram
í tveimur fylkingum, stefnir
önnur til Kölnar, en hin til
Miinchen-Gladbaeh. Þriðji her-
inn vann á á Prumvígstöðvun-
um. Kanadamenn og Bretar
nálguðust Calcar. Miklar loft-
árásir voru gerðar á Berlín.
Austurvígstöðvarnar: Harðir
götubardagar voru í Breslau.
Þjóðverjar töldu sig hafa sótt
fram til sjávar frá Königsberg
og einnig hefðu þeir hrundið
Rússum aftur yfir Hronána í
Ungverjalandi.
Rúmenía: Miklar óeirðir geisa
enn í Rúmeníu. Stjórnin segir,
að kommúnistar hafi stofnað til
þeirra, en kommúnistar kenna
hernum um þær.
27. febrúar, þriðjudagur:
Barist í Calcar.
Vesturvígstöðvarnar: Sókn
Bandamanna austan Ruhr gekk
vel og áttu þeir eftir 5 km. ó-
farna til Munchen-Gladbach og
16 km. til Köln. Kanadamenn
hafa brotizt inn í Calcar. Þriðji
ameríski herinn hefir alveg
hrakið Þjóðverja austur yfir
Prumána og er víða kominn að
Ertz-ánni. Miklar loftárásir á
Leipzig og Augsburg.
Austurvígstöðvarnar: Her
Rokossovskys rauf varnir Þjóð-
verjaí í norðvesturhluta Pom-
mern og hefir tekið þar nokkr-
ar borgir. Annars staðar var
tíðindalítið.
Bretland: í brezka þinginu
hófust þriggja daga umræður
um Krímarfundinn. Churchill
hóf umræðurnar og óskaði eftir
að þingið lýsti trausti á stefnu
stjórnarinnar í utanríkismálun-
um.
28. febrúar, miðvikudagur:
Barlst í Mimehen-
Gladbach.
Vesturvígstöðvarnar: Banda-
menn brutust inn í Múnchen-
Gladbach og hófust þar harðir
götubardagar. Þeir sóttú enn
fram til Kölnar og áttu eftir 10
km. ófarna þangað. Þriðji ame-
ríski herinn nálgaðist Trier úr
norðri og suðri. Á vígstöðvum
Kanadamanna urðu litlar breyt-
ingar, en þar voru orustur
harðastar. Þó hafa Kanada-
menn alveg náð Calcar.
Austurvígstöðvarnar: Her
Rokossovskys vann á í Pom-
mern og tók borgina Neustettin.
Bretland: Felld var tillaga í
brezka þinginu með 396:25 at-
kvæðum, þar sem lýst var yfir
því, að stjórnin hefði „því mið-
ur látið annari þjóð í té lands-
svæði bandaþjóðar Breta“. Það
réði miklu um atkvæðagreiðsl-
una, að stjórnin hefði sagt af
sér, ef tillagan hefði verið sam-
þykkt.
Rúmenía: Stjórn Radescu hef-
ir sagt af sér vegna óeirða kom-
múnista. — Vopnahlésnefnd
Bandamanna annast stjórnina
eins og sakir standa.
FjársöSnuii handa bág*
stöddu
Útgerdin á Vesftfjörðum
(Framhald a) 1. síðu)
vegur svipaður, oftast um 15 vél-
bátar frá 4—12 smálesta. Fisk-
veiðar eru óvíða jafn kappsam-
lega stundaðar að vetrinum og
í Bolungavík. Flestir eru bát-
arnir þar sameign formanns og
annars aðalútgerðarmannsins
(Einars Guðfinnssonar eða
Bjarna Eiríkssonar), en ekki
eign fleiri, né hlutafélaga, eins
og víða tiðkast. — Afkoma
manna er mjög góð í Bolunga-
vík nú, þótt eigi sé um stórtekj-
ur almennings að ræða.
Úr Hnífsdal ganga fáeinir 12
—17 lesta bátar. Hefir verið
efnt til_bryggj ugerðar innan við
þorpið, reist fiskhús, og enn-
fremur hraðfrystihús, en nokk-
uð vantar á að bryggjan sé not-
hæf stærri skipum. Kaupfélag
var. stofnað í Hnífsdal fyrir
nokkrum árum, og hefir Elías
Ingimarsson verið framkvæmda-
stjóri þess og jafnframt hrað-
frystihússins. Mun kaupfélagið
nú í þann veginn að ganga sem
deild í Kaupfélag ísfirðinga.
ísafjarðar-
kaupstaður.
í ísafjarðarkaupstað er nú
all-mikil útgerð og atvinna all-
góð undanfarið. Fiskflutninga-
skipin hafa ávalt legið við
bryggju á ísfirði, og hefir skap-
azt mikil atvinna við móttöku
fisksins í skipin. ísafjarðarbát-
ar hafa jafnan lagt afla sinn í
ísfisksskip, en oft lítið í hrað-
frystihúsin. Þau eru tvö starf-
andi á ísafirði. Auk þess hefir
meginhluti fisksins jafnan verið
fluttur úr Bolungavík; stundum
einnig frá Súgandafirði;svo hafa
og Hnífsdalsbátar og stundum
Álftfirðingar látið afla 'sinn í
■ fiskútflutningaskipin. Einnig
hefir á vorin verið fluttur smá-
bátaafli úr Grunnavík og Aðal-
vik í skipin á ísafirði.
Aðalútgerðarfélögn á ísafirði
eru Njörður, er á 6, 14—17 smál.
báta. Þetta félag er á vegum
Kaupfélags ísfirðinga, sem er
þar aðalhluthafi. Þá er Muninn
með 3, 17—24 lesta báta. Sam-
vinnufélag ísfirðinga á 6 vélskip
hvert um 40 lesta. Hlutafélagið
Björgvin á 2 vélskip um 60 lesta.
er áður átti hlutafélagið Hug-
inn, og auk þess tvö fiskút-
j flutningaskip. Nú hafa verið
! gerðar pantanir á Svíþjóðarbát-
um, og mun Njarðarfélagið fá
strax í sumar 1 vélskip 80 lesta,
! Samvinnufélagið annað af sömu
jtegund og fleiri síðar. Félag á
ísafirði mun og hafa gert pönt-
un á einum slíkum bát.
| Þorskafli hefir yfirleitt verið
góður árið sem leið, þótt nokk-
uð hafi hann verið misjafn.
Miðdjúpið.
Það eru tvö hraðfrystihús í
Álftafirði.Lét Kaupfélag ísfirð-
inga reisa annað þeirra á Lang-
eyri, innan við þorpið í Súðavík,
en hitt er eign hlutafélagsins
Frosta í Súðavík. Langeyri er
mjög álitleg útgerðarstöð, stór,
slétt eyri, mjög aðdjúpt. Þar er
gömul hafskipabryggja. Var þar
upphaflega hvalveiðastöð, hin
fyrsta á Vestfjörðum, og síðar
síldarverkunarstöð.
Annars er bátaútvegur nú
mjög tekinn að þverra í Mið-
Djúpi.
Jökulfirðir.
Aftur hefir risið upp vísir að
útgerðarplássi í Grunnavík
undanfarin ár, og komið þar
upp bryggja og aðgerðarpall er
veriö að endurnýja.
Aðalvíkingar styðjast ein-
\ göngu við smábátaútgerð (ára-
! hlutur) að vorinu, samhliða
landbúskap. Þar hefir lengstum
verið setuliðsvinna ekki lítil.
Gjögur og
Hólmavík.
Eitt sinn var Gjögur í
Strandasýslu mikil verstöð, og
fram á síðustu ár var þar tals-
verður smábátaútvegur, en má
nú heita horfinn með öllu. Aft-
ur á móti eru fiskveiðar stund-
aðar all-kappsamlega í Stein-
grímsfirði, mikinn hluta árs.
Afli var þar þó fremur tregur
yfirleitt síðastl. ár. Hraðfrysti-
hús eru þar bæði á Drangsnesi
og í Hólmavík, hið síðarnefnda
eign kaupfélagsins þar. Skil-
yrði til síldarverkunar virðast
mjög góð í Hólmavík og má gera
ráð fyrir, að þar verði um mikla
síldarsöltun að ræða, er úr ræt-
ist með síldarsölu. Mætti og þá
hugsa sér að upp rísi síldar-
bræðsluverksmiðja í Hólmavík.
Um þessar mundir er að
hefjast söfnun til hjálpar
nauðstöddu fólki í Normandi.
Nokkrar gjafir hafa þegar
borizt og búið er að senda
fyrstu fatasendinguna af stað
til Frakklands. Flugher
Bandaríkjanna hefir lofað að
flytja eins mikið og unnt er
af sendingunum loftleiðis
beint til Frakklands.
Mynduð hefir verið sjö manna
nefnd til þess að standa fyrir
framkvæmdum söfnunarinnar
og ' er Pétur Þ. J. Gunnarsson
stórkaupmaður formaður nefnd-
arinnar, en Eiríkur Sigurbergs-
son viðskiptafræðingur ritari og
gjaldkeri.
í Normandi hafa orðið ákaf-
lega miklar hörmungar vegna
styrjaldaraðgerða. Segir svo um
þetta i ávarpi nefndarinnar:
„Mörg hundruð þúsund manns
urðu heimilislaus eftir látlausar
loftárásir margra mánaða.
Hrundar borgir og limlest fólk,
sjúk og klæðlaus börn, er mynd
sú, er blasir við augum ferða-
mannsins, er heimsækir þessar
slóðir. Allt líf virðist slokknað,
en eftir storma og stórkostleik
hinna hrikalegu átaka er nýtt
líf farið að bærast á þessum
fornu slóðum norrænna víkinga.
Endurreisnarstarf er hafið,
flóttamenn streyma aftur til
sinna fornu heimkynna, þótt
rústir einar bíði þeirra. í öllu
í í Normandi
Normandí fórust eðg, slösuðust
yfir 400.000 manns í átökum síð-
asta sumars. Það fólk, sem eftir
lifir, berst við hungur, sjúk-
dóma, klæðleysi. Hjálparstarf-
semi er víða hafin, matvæli og
fatnaður berst nú til þessara
héraða úr mörgum áttum, en
í mörg horn er að líta. Eymdin
blasir alls staðar við og skortur
er á öllu.“
Nefndin biður úm hvers kon-
ar fatnað, er geti orðið til skjóls
þurfandi fólki á öllum aldri. All-
ar gjafir eru vel þegnar. Fyrir
peningagjafir verður keyptur
fatnaður og sendur til Auranch-
es-borgar í Normandí, sem var
valin í sambandi við frönsku
stjórnina.
Gefin hafa verið út spjöld
með fánum Frakklands og ís-
lands. Ætlast er til að kaup-
andi hvers spjalds riti nafn sitt
á það, en auk þess er á spjald-
inu kveðja á íslenzku og frönsku.
Verð spjaldanna er mönnum í
sjálfsvald sett, en lægsta gjald
er 10 kr. Fyrir andvirði hvers
spjaíds verður svo keyptur fatn-
aður og það síðan látið fylgja
pakkanum til hins franska við-
takanda.
Öllum gjöfum má koma í
skrifstofu áðurnefnds formanns
í Mjóstræti 6 ^eða í verzlunina
„París“, Hafnarstræti 14. Auk
þess hafa öll dagblöð bæjarins
lofað að veita peningagjöfum
móttöku.
■GAMLA BÍÓ.
Aigr. „nýsköpunarmálanna"
(Framhald af 1. síðu)
samþykktar allmargar tillögur,
en eigi þóknaðist þó stjórnarlið-
inu að samþykkja þá tillögu
Framsóknarmanna, að farkenn-
urum skyldu greidd sömu laun,
án tillits til kennaraprófs. Verða
því tvennskonar farkennara-
laun í landinu og er það í góðu
samræmi við þá stefnu stjórn-
arinnar að greiða sömu laun
fyrir sömu vinnu.
Atkvæðagreiðslan um sjálft
frumvarpið fór þannig, að það
var samþykkt með 17:14 atkv.
Móti frv. greiddu atkvæði Fram-
sóknarmenn allir, fimmmenn-
ingarnir (nema Gísli Svéinsson,
er var veikur), Jón Pálmason
og Sigurður Bjarnason. Er að-
staða þeirra Jóns og Sigurðar
býsna kynleg, þar sem þeir'hafa
lýst sig fylgjandi stjórnarsátt-
málanum, en setning nýrra
launalaga með þeim hætti, er
þau eru nú afgreidd, eru þar eitt
aðalatriðið. Hefir þeim bersýni-
lega verið veitt undanþága til
að geta þvegið hendur sínar
frammi fyrir bændum og verka-
mönnum kauptúnanna. Einn
þingmaður, Jakob Möller, sat
hjá við atkvæðagreiðsluna. Má
vel af öllu þessu marka, að í-
haldsmenn óttast orðið verk sín
í launalagamálinu.
Skattfrelsi Eimskips.
Frv. um skattfrelsi Eimskipa-
félagsins var til 2. umræðu í efri
deild í gær. Bernharð Stefáns-
son flutti þar sömu tillögu og
Skúli Guðmundsson í neðri
deild og var hún felld með at-
kvæðum stjórnarsinna gegn
atkvæðum Framsóknarmanna.
Þau furðulegu tíðindi gerðust
jafnframt, að kommúnistar
hjálpuðu ihaldinu til að fella
niður aðalskilyrðið fyrir skatt-
frelsinu, er sett hafði verið inn
af Alþýðuflokksmönnum í neðri
deild, þ. e. þátttöku félagsins í
strandferðakostnaði. Alþýðu-
flokksmenn og Framsóknar-
menn stóðu sameinaðir gegn
þessari breytingu. Einnig hjálp-
uðu kommúnis^ar íhaldinu til að
fella þá tillögu frá Haraldi Guð-
mundssyni, að skattfrelsið skyldi
aðeins gilda, í eitt ár. Mun á-
reiðanlega margan undra þessi
nýja tegund af baráttu kom-
múnista gegn auðvaldi og auð-
hringum.
Íslendíngar
vilja ekki . . .
(Framhald af 1. síðu)
inga vekur það líka undrun, ef
stríðsyfirlýsing á seinustu
stundu frá þjóðum í Vesturálfu,
sem ekkert hafa á sig lagt né
munu leggja, verður talinn gild-
ari aðgöngumiði að alþjóðaráð-
stefnum í framtíðinni en sú á-
hætta og ábyrgð, sem íslend-
ingar tókust á hendur með her-
verndarsáttmálanum.
fslcnding'ar treysta á
skilmng Bandamaima.
íslendingar hafa gert og gera
enn ráð fyrir, að þær þjóðir,
sem mest samskipti hafa haft
við þá undanfarið, skilji sér-
stöðu þeirra. Þetta eru þær þjóð-
ir, ásamt Norðurlöndum, er ís-
lendingar óska fyrst og fremst
að hafa samstarf við. Lega
landsins, verzlunarviðskipti og
síðast en ekki sízt menning okk
ar og hugsunarháttur — og
menning þeirra, gerir þessa
samvinnu eðlilega og sjálfsagða.
Við íslendingar trúum því
ekki, að við höfum svo hrapal
lega misskilið hugsunarhátt
hinna engilsaxnesku þjóða og
tilfinningu þeirra fyrir því, sem
er drengilegt og sæmilegt, að
þær kjósi okkur því aðeins til
samstarfs, að við greiðum að-
gangseyrinn að fyrsta mótinu
með því að fremja það, sem að
okkar áliti er hvorttveggja í
senn, lítilmannlegt og broslegt
— og við álítum að hljóti einnig
að vera það í þeirra augum.
Við fáum ekki skilið, að styrj-
aldaryfirlýsing, eins og nú er
komið, sé öruggt né eðlilegt
gæðamat á það hvort þjóðirnar
eru hæfar til að taka þátt í
forustusamstarfi þjóðanna.
Við íslendingar viljum sam-
starf við aðrar þjóðir. Viðftelj-
um okkur það mikla nauðsyn.
En við viljum líka halda sæmd
okkar og sjálfsvirðingu.
Við teljum okkur hafa hrein-
an skjöld í samskiptum okkar
við hinar sameinuðu þjóðir. Við
viljum koma með hann óflekk-
aðan til áframhaldandi sam-
starfs. Fyrir litla þjóð er þáð
lífsnauðsyn.
í LEMIÞJÓN-
USTU NAZISTA
(Nazi agent).
CONRAD VEIDT,
ANN AYARS.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð yngri en 16 ára.
FÁLKINN
LEYSIR GÁTUNA.
(Falcon Out West)
TOM CONWAY,
BARBARA HALE.
Sýnd kl. 5.
Bönnuð yngri en 12 ára.
i-NÝJA BÍÓ.
ÆVISAGA
WILLIAMS PITT
(The Young Mr. Pitt)
Aðalhlutverk:
ROBERT DONAT,
PHYLLIS CALVERT.
Sýnt kl. 5, 7 og 9.
VÉR F-JALLAMENN!
Skauta- og skíðamyndin
fræga, með
•Abbott og Costello.
Sýnd kl. 5 og 7.
SHIP/IUTCERÐ
crr.f
rn:n
Es|a|
Tekið á móti flutningi til Ak-
ureyrar og Siglufjarðar í dag
og flutningi til ísafjarðar á
laugardaginn, eftir því sem rúm
leyfir. Pantaðir farseðlar ósk-
ast sóttir fyrir helgina.
Tekið - á móti flutningi til
Vestmannaeyja árdegis í dag.
TJARNARBÍÓ
—:•
SAGAN AF
WASSEL L7EKAI
(The Story of Dr. Wassell)
Cary Cooper,
Laraine Day.
Leikstjóri:
Cecil B. De Mille.
Sýnd kl. 6,20 og 9.
Bönnuð fyrir börn.
STÚKUBRÆÐUR.
(The Good Fellows)
CECIL KELLAWY,
HELEN WALKáR,
JAMES BROWN.
Sýnd kl. 5.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
ÁKhéll
Sjónleikur í 5 þáttum eftir J. L. IIEIBERG.
Sýniag snnnudagskvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 á morgun (laugardag).
Ú R B Æ N U M
Hitaveitusamsæti.
í fyrrakvöld efndi bæjarstjörn Rvík-
ur til samsætis að Hótel Borg í tilefni
þess, að nú er lokið meginvinnunni
við hitaveituna. Ræður fluttu: Bjarni
Benediktsson, borgarstjóri, Guðm. Ás-
björnsson forseti bæjarstjórnar, Kaj
Langvad verkfræðingur, Helgi Sigurðs-
son forstjóri hitaveitunnar og Sveinn
Björnsson förseti íslands. Samkvæmið
fór hið bezta fram.
Maður deyr af völdum
bifreiðarslyss.
Það slys vildi til fyrra fimmtudag,
að Oddur Snorrason, ættfræðingur frá
Grænhóli, Ölvesi, varð fyrir áætlunar-
bifreiðinni G 201, á Suðurlandsbraut.
Var hann þegar fluttur í Landspítal-
ann en lést þar af völdum slyssins
síðastl. sunnudag. Oddur var 58 ára
gamall.
Vegirnir austur
eru ennþá með öllu ófærir bifreið-
um, en tekizt hefir að koma á sleða-
flutningum austan yfir Hellisheiði að
Skíðaskálanum i Hveradölum, sem er
um 9 km. löng leið. Ganga þeir flutn-
ingar vel. Tvær beltisdráttarvélar eru
notaðar til að draga sleðana og dreg-
ur hver 5 smál. Þessum flutningum
mun haldið áfram meðan þörf kref-
ur. . ,
För Guðmundar Jónssonar
söngvará
til framhaldsnáms í Ameríku, hefir
nú orðið að fresta vegna þess, að
kennari hans þar vestra, Lazor Sam-
oiloff, er nýlátinn. Guðmundur getur
því ekki farið til Ameríku fyrr en
hann hefir tryggt sér annan kennara
þar. Söngmaðurinn hefir í hyggju að
fara söngför um landið í vor.
Skíðamót Reykjavíkur
hefst næetkomandi sunnudag í
Jósefsdal. Keppendur verða 116 frá
5 Islendiogar komn-
ír frá Svíþjóð
Nýlega eru komnir hingað til
landsins fimm íslendingar, sem
undanfarið hafa dvalið við nám
í Svíþjóð.
Eru það þeir Sigurður Jó-
hannsson verkfræðingur,' dr.
Sigurður Þórarinsson, Þorbjörn
Sigurgeirsson magister í eðlis-
fræði, Ásgeir Einarsson og Re-
gina Methúsalemsdóttir.
8 félögum. Glímufélagið Armann
stendur fyrir mótinu.
Mjólkurleysi
hefir verið tilfinnanlegt í Reykja-
vík undanfarna daga. Orsökin er mik-
ill snjór og ófærð á vegunum til
Reykjavíkur. Nokkuð af mjólk hefir
verið flutt á sjó frá Borgarnesi og
Akaranesi, auk þess hefir tekizt að
koma allmiklu mjólkurmagni austan
yfir fjall á sleðum. í gær var mjólkur-
magnið með mesta móti, eða 15—20
þúsund lítrar.
Verkakvennaf élagið
Framsókn
1 hefir nýlega haldið aðalfund sinn.
Félagskonur eru nú 650. Stjórn félags-
ins var öll endurkosin, en hana skipa:
Jóhanna Egilsdóttir formaður, Jóna
, Guðjónsdóttir varaform., Sigríður
: Hannesdóttir ritari, Anna Guðmunds-
dóttir féhirðir og Guðbjörg Brynjólfs-
dóttir fjármálaritari. í varastjórn eru:
Hólmfríður Ingjaldsdóttir og Pálína
Þorfinnsdóttfr og endurskoðendur
Bergþóra Gúðmundsdóttir og Helga
Pálsdóttir.
Leiðrétting.
í stjórnarstökunum á 7. síðu blaðs-
ins í dag hafa orðið tvær prentvillur.
Úr stökunni „Forustu-Flekkur" hefir
seinasta vísuorðið fallið niður en það
er svona: „um aðra Flekkur ekki spyr“.
Úr seinustu stökunni hafa fallið niður
seinustu orðin sem eiga að vera: „ein-
hvern veginn." Þetta eru lesendur
vinsamlega beðnir að 'athuga.
Verkfalli strætisvagnastjóra,
sem átti að hefjast í gær, var aflýst.
Vagnstjórarnir féllust á tillögu sátta-
semjara á fundi, er þeir héldu að-
faranótt síðastl. miðvikudags.
Bifreiðarslys
varð á Laugarnesvegi síðastl. mið-
vikudag. Maður að nafni Ólafur Jó-
hannsson, til heimilis við Skúlagötu
57, varð fyrir bifreið. Var hann þegar
fluttur í sjúkrahús og kom þá í ljós,
að hann hafði marist allmikið. Hálka
og snjór á veginum mun hafa átt
þátt í slysinu.
Nýja Bíó
hefir í hyggju að byggja 7 hæða
viðbyggingu við kvikmyndahús sitt á
lóðinni við Lækjargötu og Austurstræti.
í þessari byggingu eiga að vera skrif-
stofur og verzlanir. Hörður Bjarnason
húsameistari hefir gert teikningar að
húsinu. Fyrirtækið hefir sótt um leyfi
byggingarnefndar bæjarins til þess að
byggja þetta hús. Enn er óvísst hve-
nær framkvæmdir hefjast.
r
(