Tíminn - 09.03.1945, Page 3

Tíminn - 09.03.1945, Page 3
19. blað TÍMIM, föstndagiim 9. marz 1945 BJ0RN HARALDSSONi Hugleiðíngar á víð og dreif I. Þær ógurlegu þrengingar, sem núverandi heimsstyrjöld hefir skapað öllu mannkyni, hafa opnað augu fjölmargra vits- muna- og áhrifamanna víðs vegar um heim fyrir þeirri stað- reynd, að vaTanlegur friður og vellíðan mannkynsins vinnst því aðeins, að þjóðir og einstakl- ingar hefji nýtt líf að stríðinu loknu, með því að gerbreyta mjög mörgu í samlífi manna og þjóða, bæði um hugsunarhátt og fyrirkomulag. Þótt öllum megi vera ljóst, að slíkar breyt- ingar gferast ekki í einni svipan, í einu átaki, eru nokkrar vonir til þess) að böl styrjal'darinnar skapi hinu góða í heiminum betri aðstöðu til sigurs nú en fyrr. Baráttuna fyrir bættum lífskjörum manna og þjóða má ekki lengur heyja sem tillitslaust stríð milli hagsmunaaðila, hvorki milli ríkja eða innbyrð- is í þjóðfélagi. Jafnan rétt og aðstöðu allra manna til lífsins gæða nægir ekki að viðurkenna einungis í orði kveðnu. Hin nýafstaðna ráðstefna voldugustu þjóðhöfðingja heimsins, Krímráðstefnan, virð- ist gefa mönnum nokkra ástæðu til bjartsýni í þessum efnum. Þar var ákveðið að gengið yrði milli bols og höfuðs á þýzku heimsdrottnunarstefnunni, og rætt um skipulögð, réttlát og friðsamleg viðskipti milli fallra þjóða. Vissulega er of snemmt að hrósa sigri yfir giftusamlegri lausn á alþjóðamálum að stríð- inu loknu, en orðin eru til alls fyrst. Við íslendingar höí&m ekki síður en aðrar þjóðir á- stæðu til að fylgjast vel með þessum yfirlýsingum og ráða- gerðum, þótt við fáum senni- lega ekki aðstöðu til beinna á- hrifa á skipulagningu heimsins. Innanríkismálin eru hins veg- ar okkar viðfangsefni. Þjóðin má hvorki líða eða gefa tilefni til þess að þeim verði skipað af öðrum aðilum en þjóðinni sjálfri. Við treystum því, að stjórnmálalegt fullveldi okkar verði viðurkennt og verndað af væntanlegri alþjóðaráð- stefnu. Hitt er svo okkar hlut- ur, að viðhalda frelsinu, með því að stjórna okkar eigin mál- um með hyggindum og réttlæti. II. Frá upphafi hefir örlað á stéttáskiptingu meðal íslenzkt þjóðarinnar, þótt hún hafi á síðari öldum ekki gengið eins lángt og stéttaskípting, er við- gengizt héfir fram á síðustu tíma hjá flestum öðrum Evrópu- þjóðum. Á síðustu öldum er tæplega um að tala ánau&uga ^.tétt á íslandi í líkingu við það, sem átti sér stað í flestum stærri ríkjum álfunnar. Hér var heldur aldrei til raunveruleg aðalsstétt. Stéttaskipting hér á landi hefir verið á síðari ölá- um og er fólgin í ójafnri að- stöðu- borgaranna til þess að skapa sér lífshamingju og mið- ast aðallega við misskiptan efnahag. Á síðustu áratugum hefir ' atvinnulíf þjóðarinnar hnigið inn á þær brautir að gera atvinnustéttaskiptinguna æ skarpari og skapa. harðvít- ugar - andstæðar stéttir, sem varið hafa mikilli orku í ófrjóa togstreitu um hagsmunamál sín, þar -sem hnefarétturinn einn hefir ráðið lögum og lof- um. Það má öllum vera ljóst, að slík stefna er ekki heillavæn- leg til frambúðar. Jafnframt því, sem þjóðar- auður íslendinga hefir vaxið mjög á síðari árum hefir hann meir en nokkru sinni fyrr safn- azt á hendur fárra einstaklinga og fyrirtækja. Einstakir menn gætu nú fyrir eigið fé keypt upp heil byggðarlög eða atvinnu- tæki, sem takmörkuðu afkomu þjóðfélagsborgara svo hundr- uðum skiptir. Ekki getur hjá því farið, að vaxandi andstæður auðs og fátæktar í landinu, deiða til síharðnandi deilu milli vinnuveitenda og verkamanna, deilu, sem þegar er hörð úr hófi fram. III. Deilan um laun og kaup hefir oftast verið háð af mikilli ó- bilgirni. Vinnuveitendur hafa fylgt þeirri einu reglu að hamla á móti bættum kjörum verka- manna eins lengi og auðið var, án tillits til þess, hvort kröfur verkamanna voj;u réttmætar eða ekki. Þeirra sjónarmið hefir bérsýnilega ávallt verið það eitt að hagnast sem mest á kostnað vinnuselj enda. Afstaða verka- manna hefir á hinn bóginn ver- ið sú, að knýja fram kauphækkrr anir og kjarabætur, hvenær sem framkvæmanlegt var, án tillits til þess, hvort viðkomandij atvinnurekstur þoldi að verða við kröfum þeirra eða ekki. Aðalrök þeirra fyrir hækkunar- kröfum sínum hafa jafnan verið þau, að án launahækkunar gætu verkamennirnir ekki lifað sóma- samlegu lífi. Það skal fúslega viðurkennt, að barátta verka- lýðsins fyrir kjarabótum hefir átt fullan rétt á sér, en hún hefir verið háð allt of ein- hliða og án þess að stefnt væri að sanngjörnu marki og hefi^ í þvi efni átt sammerkt við vörn vinnuveitendanna. Með samanburði á lífskjörum verka- mannastéttarinnar annars veg- ar en vinnuveitenda, einl^im stærri atvinnurekenda, hins vegar, að ógleymdum hálauna- mönnum hins opinbera og ein- stakra stórfyrirtækja, hefir verkamönnum tekizt að vinna málstað sínum mikið fylgi, bæði innan stéttarinnar og utan, og því oftast fengið kröfum sínum framgengt. Með samanburði við launastétt landsins hafa þeir rökstutt kröfur sínar um sams konar öryggi verkamönnunum til handa og það, sem launa- stéttin á við að búa. Rökfærsla þessi er að vísu ekki óeðlileg svo langt sem hún nær. Þegar hins vegar er litið á þetta örygg- ismál frá sjónarmiði heildar- innar, þjóðarbúsins, verður*ekki varizt þeirri spurningu hvort þjóðarbúið, sem á alla sína af- komu „undir sól og regni“, ef svo má að orði kveða, geti heitið þegnum sínum fyrirfram öruggri afkomu. Raunverulegar tekjur þjóðarbúsins eru and- virði þeirra vara, sem þjóðin sjálf framleiðir eða býr til að frádregnum erlendum kostnaði ■við framleiðslu þeirra. Þessar tekjur eru hið eina raunveru- lega „lifibrauð" allra stétta 'þjóðfélagsins. Þeir, sem að því vinna að framleiða landbúnað- ar-, sjávar- og iðnaðarvörurnar og koma þeim í gjaldeyri, skapa allar þjóðartekjurnar. Afkoma þessa fólks, þegar tekjunum hefir verið rétt skipt milli þess, er réttlátur mælikvarði, til þess að ákveða eftir laun annarra stétta þjóðfé.lagsins. Það er að sjálfsögðu ^iltölu- lega auðvelt þegar þjóðarbú- skapurinn gengur vel, ’að heita einstökum stéttum þjóðfélags- ins hóflegum launum fyrirfram, en þegar illa árar, er það ekki hægt með öðru móti en því, að gengið verði á hlut annarra stétta, sem ekki njóta og aldrei hafa notið þess öryggis, sem felst í föstum launum. Þvílíkir1 búnaðarhættir leiða eðlilega til þess, að allar stéttir þjóðfélags- ins gera kröfu til þessa öryggis, enda eru dæmin deginum Ijós- ari um það. Og slíkum kröfum er að sjálfsögðu erfitt að neita, þegar einhverjum er veitt. En þá er þjóðarbúið líka komið í þann vanda, sem ekki er unnt að leysa svo vel fari, og það er þegar statt í þessum vanda. Niðurstaða þessara hugleið- inga verður því sú, að það sé í raun og veru hvorki hyggilegt né réttlátt, að heita nokkrum þegnum þjóðfélagsins fyrir- fram ákveðnum árslaunum, heldur eigi að greiða laun og ! kaup eftir varlegri áætlun, en ’síðar með uppbót á áætlunar- ! lasjjnin eftir því Nsem árlegar 'tekjur þjóðarbúsins gefa tilefni til. Slíkt fyrirkomulag ætti þegar í stað að setja niður allar deilur um kaup og laun, því að ákvörðun þeirra byggðist alger- lega á hagfræðilegum útreikn- ingi. Það eina öryggi, sem þjóð- arbúið getur veitt Jaegnum við- komandi efnahagslegri afkomu þeirra, er að skipta tekjum þjóðarbúsins réttlátlega, og það er líka hið eftirsóknarverðasta öryggi. Launa- og kaupgjaldsmál þjóðarinnar er eins konar reikn- ingsþraut, sem hefir að sjálf- sögðu aðeins eina rétta lausn. Og aðferðin við að leysa þessa þraut, er hin sama og við aðrar slíkar þrautir, sú, að nota hin- ar gefnu, þekktu tölur. Hún er ekki sú, að geta sér til um út- komuna eins og hingað til hef- ir verið gert. Sá hundavaðs- háttur, sem viðgengizt hefir í þessum efnum, er orsökin til þess, að atvinnumálum þjóðar- innar og friðnum í landinu er nú teflt í fullkomið óefni. Mikill meirihluti þingfulltrúa þjóðar- innar virðast hafa gleymt hags- munum þjóðarheildarinnar, en beinir í þess stað orku sinni og valdi til framdráttar stundar- gengi einstaklinga og vissra stétta. Því er komið sem komið er. IV. Framleiðslan er nú meiri að verðmæti en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir það fækkar þeim sí Handbók um bamauppeldi. Nýlega' hefir komið út lítið kver, sem nefnist „Fyrstu árin“. Það er eftir amerískan prófes- sor, dr. J. B. Watson, .mjög þekktan sálfræðing, en þýtt af dr. Símoni Jóh. Ágústssyni. Er þetta handbók um barnaupp- eldi og sálræna meðferð ung- barna. í formála að bókinni segir þýðandi: „Kenning Watsons er óneit- anlega einhliða og þröng, þótt rannsóknir hans séu í ýmsu at- hyglisverðar. Þegar ég, að beiðni útgefanda, tók að mér að þýða þessa bók, var það ekki af því, að ég væri öllum fullyrðingum og skoðunum höfundar sam- mála. En að hinu íeytinu vajpar bókin nýju ljósi á sálarlíf barna og veitir mörg ágæt ráð um uppeldi þeirra. -Kaflarnir um hræðslu barna og reiði eru til dæmis stórmerkilegir og hafa orðið almenningi til mik- ils gagns og skilningsauka“. Það er vel þess vert fyrir fólk, sem á börn á ungum aldri, að kaupa þessa bók og lesa hana vandlega. í henni eru margvís- legar leiðbeiningar og ráðlegg- ingar um uppeldið frá því þau eru í reifum og nokkuð fram. eftir aldri. Þótt svo fari, að ýmsum, af sínu leikmannsviti, kunni að þykja sumt, er þar er sagt, fánýtt eða jafnvel fjar- stæðukennt, þá er hún þó lík- leg til þess að vekja fólk til um- hugsunar um uppeldi ungbarna og hin örlagaríku áhrif þess. Allmargar myndir eru í bók- inni, en flestar eru illa prent- aðar, sýnilega gerðar eftir öðr- um prentuðum myndum. og æ, sem að henni vinna. Flóttinn stafar af því, að öðr- um stéttum þjóðfélagsins heflr verið veitt hærri laun og meira öryggi en þeim, sem að fram- leiðslunni vinna. Og þeir, sem hverfa frá framleiðslunni, þrengja sér inn á starfsvið ann- arra stétta. Með styttingu vinnutíma og stofnun nýrra embætta og starfa virðist skap- ast verksvið fyrir þetta fólk. í rauninni, er það þó sjónhverfing (Framhald á 6. síðu) Bókin er 150 blaðsiður, kostar 12,50 óbundin, en 20 krónur í bandi. Hún er gefin út af bóka- útgáfunni Heimi í Reykjavlk. Föndur. Önnur bók, sem gjarna má geta I sömu andrá, er „Föndur I,“ leiðbeiningar um verklegt nám til notkunar* í skólum og heimahúsum. Þessa bók hefir Lúdvig Guðmundsson skólastj. tekið saman. Hann segír í for- mála sínum: „í skólastarfi mínu á umliðn- um árum hefir mér með hverj- um degi, er leið, orðið ljósari þörfin á því, að út yrðu gefnar á íslenzku aðgengilegar leið- beiningar um ýmsar verklegar greinar, er alþýða manna gæti haft sér tll dægradvalar og heimaiðju, svo sem trésmíði, bókband og fleira. Kom þá tvennt til greina: Annað það að gefa út ýtarleg- ar leíðbeiningar í hverri sér- grein um sig, er nota mætti við sjálfsnám og sem handbækur fyrir þá, sem áður hafa lært undirstöðuatriðin. í-þessu skyni var á síðastliðnu ári hafin út- gáfa á ..Smáritum handíðaskól- ans“. Fyrstu tvö heftin eru þeg- ar komin út, en önnur i undir- búningi. Hefti þessi munu með- al annars fjalla um trésmíði, bókband, málmsmíði, leður- vinna og fleiri greinar, sem kenndar eru í skólanum. Hitt var það að gefa út safn- rií handa börnum og ungling- um, þar sem veitt væri leiðsögn um byrjunaratriðfýmissa greina verklegs náms. Bók þessari, sem hér kemur fyrir almennings- sjónir, er ætlað þetta hlutverk.“ í bókinni eru leiðbeiningar um pappírsfðndur, leikfanga- gerð, leirmótun, myndprentun, mynztrun pappírs, bastvinnu, myndasamfellur, handbrúðu- leik, skuggaleiki og ýmislegt fleira. Margar myndir eru í bók- inni til skýringar. Þetta virðist vera gagnleg bók og líkleg tíl þess að skapa börn- um og unglingum skemmtilegt verkefni í tómstundum, er jafn- fram þjálfar þau og þroskar til nytsamlegra athafna. Bókin er 92 blaðsíður og kost- ar 12,75 heft. Arnarútgáfan í Reykjavík gefur hana út. Guðmundur Gíslason Hagalín; Davíð Slefánsson frá Fagraskógi Ég hefði gjarnan viljað votta Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi aðdáun mína og þakklæti á fimmtugsafmæl- inu á annan hátt en með símskeyti, en ég uggði ekki að mér fyrr en um seinan. En þegar ritstjórn Tímans óskaði frá mér greinarkorns um þjóðskáldið, liugsaði ég sem svo, að betra væri seínt en aldrei — og hér er greinarstúfur- inn kominn. — G. G. H. I L Davíð skáld Ötefánsson hefir skrifað stóra og merka skáld- sögu, og ennfremur hafa þrjú leikrit komið frá hans hendi, og hafa sum þeirra aflað hon- um feikna vinsælda. Samt sem áður mun hann i vitund flestra íslendinga fyrst og fremst vera ljóðskáldið Davíð frá Fagra- skógi. Nú er það því miður málæ sannast, að jafnvel góð kvæði eru yfirleitt minna lesin en skáldsögur, og er þetta svona ekki aðeins hér á landi heldur og í öðrum löndum. Þegar svo er tekið tillit til þess, að Davíð Stefánsson er brautryðjandi í ljóðlist og einungis maður fimm- tugur, mun mega telja það ein- stætt, hvílíkra ástsælda hann nýtur — og ekki fyrir nein lodd- arabrögð og falsgyllingu, held- ur beinlínis fyrir það, hve menn hafa fengið mikla ást á ljóðum hans við lestur þeirra. Ljóða- bækur hans seljast meira en bækur annarra íslenzkra skálda, hvort sem þau eru skáld bund- ins máls eða óbundins, og eru afar eftirsóttar í öllum bóka- söfnum, og ljóð Davíðs eru lærð, lesin í heyranda hljóði, sungin og rauluð á svo að segja hverju einasta heimili um land allt, já, ég hygg, að ekki sé of sagt, að hann njóti vinsælda hjá þjóð- inni allri að undanskildum sár- fáum öfuguggum, ónáttúrufugl- um og kredduþrælum —, og séu ástsældir hans ekki við annað sambærilegar en þá ofurást, sem elzta kynslóðin, sem ég hefi þekkt, hafði á þeim Hallgrími Péturssyni og Sigurði Breiðfjörð og þær tvær næst^u á Þorst. Er- lingssyni. Er ánægjulegt til þessa að vita, svo mjög sem allt er nú á hverfanda hveli, bragðvís og ófyrirleitih fjársýsla og kaup- höndlun almenn — og æsing eða sjúkleg óró ráðandi í hugum fjölmargra karla og kvenna frá innstu dölum til yztu nesja. Og sannarlega er gaman að hafa fengið þá vitneskju, að til er hér á íslandi bæjarstjórn, sem met- ur svo mikils fögur ljóð og aðf- ar fagrar bókmenntir, ,s. s. og þann ljóma frægðar og heillandi töfra, er slikar gullnar töflur bregða yfir bæ hennar, að hún vill votta virðingu og þakkir sínar og bæjarbúa almennt með ekki minna en fjórum tugum þeirra grænu og flúruðu seðla, sem þykja nú svo dáfagrir í vöku og í draumi bjarmandi, að eigi munu menn lengur sjá nein gullin hlið eða geislabauga við vegarenda, heldur portboga mikinn, fóðraðan grænum gjaldmiðli, og bankastjóra seðlabankans sitjandi í sæti sankti Péturs, hafandi í hönd- um stimpil í stað lykils. II. Það í bókmenntum okkar og hugsunarhætti, sem á tímum kyrrstöðu og viðnáms varð þjóð- erni okkar, menningu og mann- dómi ómetanleg vernd og vörn, varð — með ýmsum sínum leiðu fylgifiskum — til tafar og miska, þá er fram skyldi sótt, víkkað veldi íslenzkrar þjóð- menningar, • þjóðinni aukið sjálfstraust til dáða og vakin hjá henni trú á landið og gæði þess. Já. tregðan, hin steinda fortiðartílbeiðsla — og hin föstu erfðaform, sem ímyndunarafl og sköpunargáfa þjóðarinnar hafði verið í felld — allt þetta reynd- ist nú fjötur um fót. Þetta varð þeim fljótlega ljóst ýmsum hin- um ágætu forystumönnum okk- ar á sviði menningarlegrar end- urnýjunar, en þeir áttuðu sig einnig á því, að samt sem áð- ur var náið samband' við forna menningu og minningar ekki að- eins æskilegt, heldur beinlínis stórum mikilvægt, sáu, að hinn laufríki meiður íslenzkra forn- bókmennta var nauðsynleg örv- un og fyrirmynd um skógrækt- ina og gat um leið orðið skýl- andi verndari hins nýja gróðrar, sem þurfti að verða sem feg- urstur og þroskamestur, þar sem honum var ætlað allt í senn: að auka fegurðartilfinn- ingu, smekkvísi og andlegan metnað landsmanna, vekja trú á 'frjómagn íslenzks þjóðareðlis og íslenzkrar gróðrarmoldar, vera ylgjafi hugsjóna og djarfra drauma og veíta vorfuglum ungra vona unað og skjól. í hinum nýju bókmenntum okkar var svo lögð hin mesta á- herzla á það, að rýma burt úr íslenzkri tungu yfirleitt brák- uðu máli og erlendum ambögum og einnig hvers konar ósmekk- legum orðum, en endurvekja eða skapa úr kjarnviðum tungunnar fögur orð og mikillar merking- ar — og. hefja til virðingar hreint mál og tigið að yfir- bragði. Þá skyldi og haga mál- blæ í samræmi við efni, og myndir og líkingar, skapaðar af skáldunum sjálfum, skyldu sem mest koma. í stað fornra kenn- inga, en allar rangar kenningar eða álappalegar hverfa með öllu — og sömuleiðis þau heiti úr fornu skáldamáli, sem röng væru eða lítifla verðleika. Loks skyldi þess gætt, að velja þá bragarháttu, sem að hrynjandi hæfðu bezt yrkisefnunum, en halda þó hvarvetna sem fast- ast í hina glæsilegu hreimprýði íslenzkrar ljóðlistar, stuðla og höfuðstafi. Hinum ágætu skáldúm ís- lenzkrar endurreisnar varð mik- ið ágengt í þessum efnum, en þrátt fyrir það, þó að eitt þeirra, Jónas Hallgrímsson, næði jafn- vel að telja má undursamlegri fullkomnun um allt, er mestu veldur um fegurð ljóðlistar og mátt hennar til áhrifa og mót- unar, þá helzt þó í íslenzkum kveðskap sitthvað, sem telja verður til lýta. Meira að segja góðskáldin notuðu ýmiss þau fornyrði, er hvorki virðast fög- ur né áhriíarík, ennfremur forn heiti, sem eru miður smekkleg og voru búin að missa lit og líf; einnig úreltar orð- myndir, óeðlilegar styttingar orða, óþarfar sagnir og aðrar með ankannalegum blæ og stundum hlálegum — og þá ekki síður frauðkennd eða svip- lítil lýsingarorð. Sumt af þessum missmíðum var talið helgað fornum venjum, og voru skáldin afsökuð með því, að þau notuðu sér svokallað skáldaleyfi. Það var stórt orð og lengi vel ómót- mælanlegt meðal alls þorra manna — og það allt fram á annan tug þessarar aldar. Jónas Hallgrímsson gekk á brautum Jóns Þorlákssonar um endurnýjun og fegrun málsins og nam margt af erlendum skáldum hins nýja tima um fjölbreytni og fegurð forms- ins, en efnisval hans var mjög í anda Eggerts Ólafssonar, og þó að hjá þeim skáldum, sem eftir Jónas bar hæst, kæmi fleira til greina en hjá honum og Egg- ert, þá má þó með fyllsta rétti segja, að yfirleitt mótuðu þeir þá hefð um efnisval, sem varð síðan ríkjandi í höfuðatriðum allt fram á 1. fjórðung þessarar aldar. Fegurð og tign landsins og framfaramöguleikar þjóðar- innar, frægð feðranna, glæsi- leiki eða þróttur einstakra manna eða kvenna, blessun freLsisins og bölvun erlendrar kúgUnar, viðhorfin víð vanda- málum þjóðarheildarinnar og jafnvel þegar fram í sótti alls mannkyns — þetta voru höfuð- viðfangsefnin, og þó að skáldin kvæði nokkuð um sjálf sig, og þá helzt um ástir sínar og sorgir — einkum söknuð við ástvínamissi — þá var það sjaldgæft, að tilfinningalif þeirra, þrár þeirra og ástríður — yfirleitt tjáning þeirra innra manns í gleði og hörmum, yrði þeim verulegt viðfangsefni í skáldskap, og sumir þeir, sem komu nokkuð að ráði að þessum efnum i kvæðum sínum, grát- skældu sig gjarnan svo ömur- lega og ámátlega og töluðu með þvílíkum væmniklökkva, að þó að þetta félli í geð hálfsálsjúk- um píslarvottum innibirgðra hvata, þá væmir nú við því hvern heilbpigðan og sæmilega þroskaðan mann....... Þá er rétt að taka það fram, að í túlk- un efnisins var það frekar sjald- gæft að varpa yfir það sem heild nokkurri leyndardóms- fullrl dul, þó að altítt væri hins vegar að segja eitt eða annað á l

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.