Tíminn - 09.03.1945, Side 4

Tíminn - 09.03.1945, Side 4
4 TlMIVN, föstndaginn 9. marz 1945 19. blað Nokkur orð um laxveiði Eftír Sæmund Stefánsson í. 4 tbl. Tímans, 16. jan., er grein eftir Vigfús Guðmunds- son, um lax og laxveiði. Er ég sammála greinarhöfundi um margt, sem í greininni stendur, j en þó fer hann ekki alls staðar. með rétt mál og kemur einnig með vafasamar fullyrðingar, sem ég vil leyfa mér að benda á í fullri vinsemd. Á ég þar m. a. við það, sem hann nefnir „skipulag" hjá eigendum Ölfus- ár, en V. G. vill taka það til fyrirmyndar, ef stunda eigi net- veiði. Skal hér fyrst vikið nán- ar að þessu atriði. Árið 1938 var stofnað til fé- lagssamtaka um lax- og sil- ungsveiði í vatnahverfi Hvítár og Ölfusár, og félagið nefnt Fiskiræktar- og veiðifélag Ár- nesinga. Lagði það bann við allri netaveiði í vatnahverfinu, að undanteknum lögnum við Sel- foss og Helli, og samkvæmt lax- veiðilögunum skyldu1 lagnir teknar upp frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns í viku hverri. Að öðru leyti var vatna- hverfið allt leigt til stangaveiði. En þegar á fyrsta starfsári fé- lagsins tókst því að fá undanr þágu frá ákvæðum laxveiði- laganna, með bráðabirgðalög- um, sem þáverandi atvinnu- málaráðherra gaf út, en hún var í því fóigin, að aldrei þurfti að taka lagnirnar upp. Heimild þessi var þegar notuð, og hefir þetta fyrirkomulag haldizt síð- an og mun hafa hlotið blessun veiðimálanefndar. Ekki er mér kunnugt um, að slík undanþága, sem fékkst með fyrrnefndum bráðabirgðalögum, hafi verið veitt öðrum félögum eða ein-‘ staklingum annars staðar á á landinu, en hér er um að rs^ða hættulegt fordæmi. Félag það, sem tekið hefir á leigu stangaveiði í vatnahverf- inu, hefir þó fengið því fram- gengt við veiðifélagið síðustu árin, að netin eru tekin upp einn dag í viku. Fiskiræktar- og veiðifélag Árnesinga var síðar dæmt ó- lögmætt, en annað félag stofnað í þess stað, er nefnist Veiðifélag Árnesinga, og starfar það enn. En við stofnun þess varð sú breyting á, að nú var það ein- göngu bundið við laxveiði, en silungsveiði gefin aftur í hend- ur jarðeigenda, og tóku þeir þá á ný að leggja net, hver fyrir sínu landi. Má öllum vera ljóst, að silunganet hindra laxgöngu og eru einkum hættuleg smá- laxi, serp oft og tíðum ánetjast, og er einnig hætt við að hann drepist, enda þótt honum sé sleppt. Þá álítur V. G. friðunarráð- stafanir félagssamtakanna strax hafafariðaðbera árangur fyrstu þrjú starfsárin og telur veiðina við Sélfoss og Helli sanna þetta. Þessi fullyrðing mótmælir sér þó sjálf með því, að fyrr í grein- inni bendir V. G. á það, að laxa- seiðin dvelji fyrstu 3—5 árin í ánum, áður en þau fari til sjávar, og komi svo ekki úr sjó fyrr en eftir tveggja ára dvöl þar. Laxaukning vegna friðunar eða klaks getur því ekki komið í ljós fyrr en 5—7 árum eftir að ráðstafanir hafa verið gerðar, þ. e. friðun og klak á árinu 1938 ætti fyrst að bera árangur 1943 —1945. Hin aukna veiði við Sel- foss og Helli árin 1938—1940 getur því ekki stafað af „frið- uninni.“ Aftur á móti gæti þar komið til greina, að góð klak- sumur hefðu komið hæfilega mörgum árum áður, eða bættar aðferðir og tækni við netaveið- ina. Einnig fullyrðir V. G., að farið sé að bera miklu meira á laxi uppi í þveránum í vatnahverf- inu, og sé stangaveiði þar ipun álitlegri nú en áður. Fróðlegt væri nú að fá vitneskju um hvaðan þessar upplýsingar eru fengnar, því að engar heildar- skýrslur eru til um stangaveiði í þessum ám, en ég og aðrir, sem stundað hafa stangaveiði í sumum þeirra s. 1. tíu til tutt- ugu ár, telj.um laxgöngu fara stórlega minnkandi með hverju ári. Ef ' ráðstafanir veiðifélagsins hefðu orðið til þess að auka lax- inn í vatnahverfinu, hefði mátt vænta árangurs á árunum 1943 og 1944, eins og áður er bent á, en útkoman varð sú, að s. 1. sumar veiddust um 2200 laxar við Selfoss og'Helli, en á sömu stöðum veiddust 4219 laxar árið 1940. Þó var 1 sumar komið fyrir laxagildru til viðbótar við net- in, að líkindum vegna þess, að veiðifélaginu hefir ekki þótt netaveiðin undanfarin sumur bera eins góðan árangur og vonir þess stóðu til. Eins og ég og margir aðrir hafa þráfaldiega haldið fram og bent stjórn veiðifélagsins á, eru hinar óhæfilega miklu lagnir við Selfoss og Helli, sem ekki eru teknar upp hæfilegan tíma, á góðum vegi með að stórskerða laxstofninn í vatnahverfinu. Að sjálfsögðu msétti bæta þetta að einhverju leyti með miklu klaki, en því mun nú vera að mestu hætt og laxaseiði ekki verið áð- flutt svo ég viti, en hitt tel ég þó ráðlegast að hætta með öllu neta- og gildruveiði og leigja vatnahverfið aðeins til stanga- veiði. Með þessu væri þá einnig smátt og smátt hægt að breyta arðskrá veiðifélagsins, ef fara ætti að einhverju leyti eftir því. hvar uppeldis- og veiðiskilyrði væru bezt í vatnahverfinu. En með núverandi fyrirkomulagi og einnig, ef nét og aðrar fyrirstöð- ur eru fyrir laxgöngu, er hætt við, að þeir bændur, sem lönd eiga að beztu uppeldisstöðvum og stangaveiðistöðvum, fái litla eða enga breytingu á arðsút- hlutun frá því, sem nú er, en hún mun vera að miklu leyti miðuð við ádráttar- og lagnetá^ veiðina gömlu. Hið sama mundi þá gilda hvað snertir göngusil- ung. Þá vill V. G. leigja „útlend- ingum háu verði hóflega veiði“ í öllum veiðiám landsins, helzt Englendingum, því að þeir séu manna „kurteisastir veiðimenn“. Löndum sínum lýsir hann svo, „að með ýmis konar tækjum óg yfirgangi" séu þeir „vísir til þess að eyðileggja árnar“. Þó eru „einstaka íslendingar“ ug^- anteknir. ‘Ég vil ekki bera á móti því, að Englendingar, sem hér hafa stundað stangaveiði, séu. kur- teisir veiðimenn, en ég vil að- eins benda á það, að menn af öðru þjóðerni gæti ef til vill komið til greina, ef, bjóða ætti árnar útlendingum, án þess þó að Uurteisisreglum V. G. væri misboðið. En hver er svo þessi yfirgang- ur og hættulegu\tæki, sem ís- lendingar nota við veiöiskap sinn? Má vera, að V. G. eigi við svokallaða „húkkveiði", sem hér þekktist. Þó hlýtur hann að vita, að þessi veiðiaðferð er nú bönn- uð með lögum, og má fullyrða, að hún eigi sér nú varla lengur stað, enda óvíða hægt að koma henni við. Þá eru og víða hafðir verðir við árnar, sem eftirlit hafa með því, að lögum og regl- um sé hlýtt. Hitt er þó líklegra, að með tækjunum eigi V. G. við það, sem hann nefnir „ýmis konar járnarusl (spón o. þ. h.)“. En væri þá úr vegi að benda á þá staðreynd, að þessar veiðiað- ferðir höfum við einmitt lært af þeim útlen%ingum, sem hér hafa dvalið við veiðiskap? Og svo við nefnum þá líka maðkinn, sem mörgum stendur stuggur af, öðrum en veiðimönnunum sjálfum, þá mun hinum „kur- teisu“ útlendingum ekki hafa klígjað við að beita honum í Borgarfjarðaránum, bæði fyrr og síðar. Helzt vill V. G. láta veiða á „flugu“ eingöngu, og munu margir honum sammála um það, en bæði þeir hinir sömu og aðr- ir, sem einnig vilja nota fleiri „beitu“-tegundir, munu á einu máli um hitt, að „flugan“ sé mesta tálbeitan í höndum góðra veiðimanna. En svo að ég snúi mér aftur að þessum „einstöku íslending- um“, sem eru nægilega „prúðir“, að dómi V. G., til þess að þeim megi gefast kostur á að keppa við útlendingana um háu leig- una á ánum, þá vil ég láta þess getið, að ég hefi sjálfur stundað laxveiði á stöng í s. 1. sextán ár, og silungsveiði síðan ég var að dorga í bæjarlæknum heima, og hefi því kynnzt mörgum veiði- mönnum, 'bæði útlendum og innlendum, og veiðiaðferðum þeirra. Auðvitað hafa’ þessir menn haft mismunandi aðferð- ir, því að segja má, að hver hafi þar sína aðferð. Þá eru sumir þaulvanir og aðrir viðvaningar, fig einnig eru menn misjafnlega kappsamir við veiðina, en gildir nákvæmlega það sama um ís- lendinga sem útlendinga. Þau tæki og aðferðir, sem hér ery notaðar við stangaveiði, geta að mínu áliti aldrei orðið hættuleg laxstofni ánna, m. a. vegna þess, hve laxinn verður var um sig, ef of ónæðissamt gerist í ánum eða við þær. Þá er og stangafjöldi víðast hvar takmarkaður. Hitt er svo álita- mál, hvort banna eigi veiði á vissum stöðum, þegar lax er í göngu, og einnig, hvort tak- marka eigi tölu þeirra laxa, sem veiða megi. Hvað viðvíkur tekjum jarð- eigenda og annarra af veiðirétt- indum sínum, þá hafa íslenzku stangaveiðimennirnir sýnt það á undanförnum árum, eða síð- an áhugi manna fyrir stanga- veiði fór að vaxa til muna, að þeir hafa að jafnaði greitt miklu hærri leigu en útlend- ingar, er dvöldu hér áður, enda þótt tekið sé tillit til hækkunar þeirrar, er af dýrtíðinni stafar. Það er einnig vifanlegt, að innlendir stangaveiðimenn hafa lagt sinn skerf til þess, að tak- ast mætti að koma lax- og silungsveiðimálurium í viðun- andi horf, og hefir orðið mikil breyting til batnaðar hin síðari ár. Fara þar og saman áhuga- mál þeirra og hagsmunir hinna, sem veiðiréttindin eiga, þó að stundum vilji verða misbrestur á gagnkvæmum skilningi á ýms- um atriðum. Að öllu þessu athuguðu, ætti því ekki að vera ósanngjörn krafa, að íslenzkir stangaveiði- menn fái að minnsta kosti sömu aðstöðu og erlendir menn til þess að bjóða í veiðiréttindi í ám landsins. Áskriftargjald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. Vinnið ötullega lyrlr Titnann. KONA í Vesturbænum sendir bað- stofuhjalinu eftirfarandi pistil um þindindismál og ýmsa siði í Reykja- vík. Hún segir m. a. á þessa leið: „Mér brá í bVún, þegar ég las í grein eftir Daníel Ágústínysson, að gróðinn af áfengisverzluninni væri nú orðinn fjórðungur af öllum tekjum ríkisins. Ekki svo að skilja, að mér þætti betra, að einhverjir aðrir en ríkissjóður fen^ju þessar tekjur. Þær eru auð- vitað bezt komnar hjá honum úr því að þær eru til á annað borð, en auð- vitað blæs ekki byrlega í hófsemis- áttina, ef stjórnmálamenn eru þeirr- ar skoðunar, að ríkisbúskapurinn geti ekkj: borið sig án áfengisgróðans. Mér sýnist nú raunar, að þessar tekjur mætti eins taka með öðrum sköttum, eða með því að hækka þá skatta, sem nú eru. Það mætti lika setja upp rík- isverzlun með ýmsar „lúksusvörur". Og því ekki að láta ríkið taka í sínar hendur framleiðslu á öli og alls konar gosdrykkjum, sem hægt er að græða of fjár á, en eru ekki skaðlegir? EN ILLA GENGUR að útrýma drykkjuskaxium. Menn greinir á um það, hvort æskilegt sé eða framkvæm- anlegt að hafa vínbann hér á landi. Ég ætla ekki að tala um það í þetta sinn, þó að ég hafi minar skoðanir á því. En mig langar til að minnast á sumt, sem menn gera nú, en gætu látið vera, ef þeim væri áhugamál að draga úr áfengisnotkun. Tek ég þá dæmi sem mér eru næst, það er að segja hér í höfuðstaðnum. ÞAÐ ERU ÞÁ FYRST VEIZLURN- AR. Veizlufarganið hér í Reykjavík er orðið bæjarböl og þjóðarplága fyrir kostnaðarsakir, þótt ekki væri ann- að. En sú veizla er naumast haldin, að þar sé ekki meira eða minna vín- veitingar, stundum úr hófi fram. Mér finnst, að það gæti verið til bóta, ef hið opinbera hætti að ganga á und-1 an í þessum efnum. En það er nú síður en svo sé. RíkiSstjórnin held- ur stórveizlur og hið sama gera útlendir sendiherrar. Alþingi heldur veizlur, sömuleiðís ýmsar stofnanir og nefndir og jafnvel hæstiréttur eftir því, sem heyrzt hefir. Og nú á síð- ustu árum hefir bæjarstjórnin okkar tekið upp hið mesta veizlufargan, og að því er virðist af litlum tilefnum stundum. Allt er þetta á kostnað hins opinbera. í öllum þessum veizlum er vín óspart veitt, og það er jafnvel eins og sumir bindindis- og bannmenn telji sér sóma að því að sitja í slík- um veizlum og láti ekki aukatekið orð um það falla, að slíkt sé óviðeigandi, ef þeir eru þar sjálfir boðnir. Mér þykir líklegt, að ef hinar opinberu áfengisveizlur hættu, myndi það geta haft talsverð áhrif á almenningsálitið í bænum. , OG SKÍRNARVEIZLURNAR OG FERMINGARVEIZLURNAR — hvað segja menn um þær? Hvað segja menn : um ábyrgðartilfinningu foreldranna, margra hverra, sem fyrir slíkum mannfagnaði standa á heimilum sín- um og stundum í veitingasölum borg- arinnar? Mér liggur við að segja, að sum blessuð börnin séu fremur skírð í víni en vatni, og ekki finnst mér það gæfulegt, enda þótt hvítvoðung- urinn beri lítt skyn á það, sem fram fer. Hitt leyfi ég mér að segjá, að sumar fermingarveizlúr hér í bæ eru hneyksli, og það eru undarlega gerðir foreldrar, sem geta fengið sig til að leiða barn sitt inn á lífsbrautina með þvílíku veganesti. Þeir ættu að minnsta kosti ekki að kasta þungum steini á börnin, þó að eittfivað hendi þau síðar meir. ÉG BÝST LÍKA VTÐ, að það skipti miklu máli í þessu efni, að opinberir leiðtogar barna og unglinga gæti sín sem bezt og gefi gott fordæmi í hóf- semi. Ég hefi heyrt, að það hafi kom- ið fyrir, að barnakennarar hafi haft vín um hönd á samkomum sínum. Ef það hefir átt sér stað, ættu þeir að hætta því, og ættu fræðslumálastjóri og skólastjórar að líta eftir því, að svo væri. Börnin líta upp til kennara sinna og telja það varla óhæfu, sem þau heyra að þeir hafi gert, a. m. k. ef um góða kennara er að ræða. Helzt vildi ég, að allir barnakennarar væru bindindismenn, og vona ég, að margir þeirra séu það----------.“ ÞETTA SEGIR sú góða kona í Vesturbænum, og hefði ég ekkert á móti því að birta fleiri pistla um sama efni frá ýmsum hliðum. Það er gott, að mál þessi séu rædd með rökum og stillingu á opinberum vettvangi. Áfengisnautn er nú mikil með þjóð- inni, enda óhóf í mörgum skilning áberandi í landinu á þessum timum. Almenningsálitið er því miður eng- anveginn við fulla heilsu gem stend- ur# og gæti þjóðin vart hlotið aðra hamingju meiri, ?n að þar yrði bót á ráöin. ALÞINGI VAR SLITIÐ 3. marz sl. Hafði þetta þing verið hið lengsta í sögu landsins og setið 256 daga alls. Það kom fyrst saman 10. jan. 1944 og stóð þá til 11. marz. Var þá frest- að, en kom saman á ný 10. júní og stóð þá til 20. júní. Á þeim tíma var þjóðhátíðin á Þingvöllum og lýð- veldið stofnað sem kunnugt er, en eftir það var þinginu frestað og kom sam- an í þriðja sinn 2. september og sat síðan þangað til nú. Þess má þó geta, að vegna stjórnarskiptanna varð mán- aðar verkfall í þinginu, og var mn helmingur þess tíma jólafrí. Á síðasta áratug fyrir stríðið þótti það óþarfi, ef þing stóð mikið yfir hundrað daga. En lenging þingtímans er ekki eins- dæmi hér. Nú vinna sex ráðherrar svipuð störf og þrír fyrir nokkrum árum o. s. frv. Þjóðarlíkaminn er að verða höfuðstór. Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður. þann hátt, að torrætt væri — og það stundum með afbrigðum. Um afnám fyrnsku í máli og þó einkum hins áðurnefnda skáldaleyfis gerðust þeir allá- hrifaríkir, Þorsteinn Erlingsson og Guðmundur Guðmundsson, og einkum Guðmundur gerði sér mikið far um fjölbreytni í bragarháttum og samræming hrynjandi og efnis, en það skáld fyrir aldamótin sein- ustu, sem greinilegast brýtur á flestum sviðum í bág við hefð- ina, er Einar Hjörleifsson, síðar Kvaran. Ljóð hans voru gefin út 1893 í litlu og óálitlegu kveri. í mörgum þeirra snýr hann sér fyrst og fremst að hinum innri veruleika, er mjög látlaus í máli, en varpar hins vegar hálfgagn- særri hulu yfir hina raunveru- legu meiningu og leggur mikla áherzlu á heildarsvip ljóðsins. Ég hygg, að það hafi nokkuð dulið bókmenntakönnuðum mik- ilvægi hinna talsvert nýstárlegu ljóða Einars, hve fá þau eru og yfirlætislaus, og hve lítilfjörleg var útgáfan, kverið eins og til þess valið að leyna á sér. Mér virðist auðsýnilegt, að Einar hafi með þessum ljóðum sáð þeim fræjum í^hugi ungra og skáldhneigðra menntamanna, sem upp af hafi vaxið allnýstar- legir kvistir. Þorsteinn Gíslaáon gaf út ljóðabók um svipað leyti og Einar, en sú bók hans er mjög ómerkileg, næstum því undarlega laus við frumleik eða nokkurt nýjabragð. En í Nokkrum kvæðum, sem Þor- steinn gaf út eftir aldamótin, gætir víða nýrra tóna og nýrr- ar framsetningar, þar sem lát- leysi um málfar og þjóðsagna- leg dul haldast í hendur, og svo koma ljóð þeirra Huldu, Jó- hanns GunnaÆ; Jónasar Guð- laugssonar og Jóhanns Sigur- jónssonar. 1 ljóðum allra þess- ara skálda er höfuðefnið til- finningalíf þeirra, þrár þeirra og draumar, málið fyrnskulaust og blátt áfram, en þó leitaz|,við að gera framsetninguna þannig, að „andann gruni ennþá1 meira en augað sér“. Hin ljúfu æsku- ljóð Huldu vöktu allmikla at- hygli, einkum hjá mennta- mönnum og ungu fólki meðal alþýðu, og þá ekki sízt þulur hennar, og kveðskapur hennar hlaut lof slíkra manna sem Þorsteins Erlingssonar og Ein- ars Benediktssonar. Ljóð Jónas- ar Guðlaugssonar í Dagsbrún unnu sér hylli margra unglinga, en í Dagsbrún eru svo sérstæð og fögur kvæði sem Hóladans og Æskuminning, og í sumum kvæðunum gengur skáldið fram fyrir skjöldu.í eigin persónu og ögrar fornri hefð og háttvísi. Ljóð Jóhanns Sigurjónssonar voru sárfá, en þar var oft og tíðum allt það, sem verulegu máli skipti, dulið allyandlega, já, er litið var einungis á hvers- dagslega merkingu orðanna, virtist vikið langt út fyrir alla vegi skynseminnar, og myndir og líkingar voru stundum valdar þannig, að þær urðu fjarstæða frá sjónarmiði kaldrænnar hversdagsgreindar. Öll þessi skáld bjuggu jarð- veginn, jafnt hjá íslenzkum les- endum almennt sem hjá skáld- hneigðum unglingum, undir það, sem koma skyldi, en ekkert þeirra gerðist samt þjóðskáld nýrrar hefðar í íslenzkri ljóða- gerð og fullgildur túlkandi nýrra tíma í íslenzkri þj%ð- menningu. Einar Hjörleifsson Kvaran lagði ljóðagerðina á hilluna og helgaði sig sagna- skáldskap og ákveðnum boðskap í siðfræði og andlegum viðhorf- um, Þorsteinn Gíslason lagði stund á mjög timafreka blaða- mennsku og orti svo einkum tækifærisljóð, Jóhann Gunnar dó ungur, en rödd Huldu, hins fyrsta fulltrúa kvennanna á ljóðaþingi, þeirra er verulega gætu notið sín, var raunar kliðmjúk og oft dillandi fögur, svo áem hún er ennþá, en hún náði ekki að skera í gegnum ys og þys hinna umbrotasömu tíma og menningarlegu veðra- brigða. Jóhann Sigurjónsson orti mjög lítið af ljóðum, og ljóð hans voru of sérstæð og dulkvæð til þess að vekja hvar- vetna endurhljóm, en Jónas Guðlaugsson, sem mér hefir virzt o^ virðist enn við nýja at- hugun, hafa verið langlíkleg- astur til mikilla áhrifa, þar söm líann var allt í senn: heitur og áræðinn nýyrki, mikill fegurð- arunnandi og þjóðlegur.í bezta skilningi, fór úr landi og orti á dönsku, og lézt síðan fjarri ættjörð sinni tæplega þrítugur. Næstur þessum skáldum kem- ur fram Jakob Thorarensen, en hann var að miklu mótaður hin- um gömlu menningarerfðum um efnisval og stíl og um of einförull og sérstæður að svip og orðfari til að ungir menn og skáldhneigðir girntust mjög að feta í fótspor hans, en hins vegar var hann í hugsun hvort tveggja i senn: alþýðumaður og höfðingi í hinum bezta skiln- ingi þeirra orða — og flestum jafnveigamiklum skáldum okk- ar tengdari vinnunni, svo að kvæði hans urðu þegar í upp- hafi eign alls almennings, eink- um í sveitum og þorpum, og á síðari árum hefir hann skrifað smásögur, sem eru meðal þeirra merkustu, sem við eigum. III. Svo var það, að fyrstu kvæðin, sem Davíð Stefánsson lét frá sér fara, birtust í tímaritinu Iðunni, og því næst Ijóðabókin Svartar fjaðrir, en hún kom út árið 1919. Þá er kvæðin í Iðunni höfðu komið fyrir sjónir ungum mönn- um og ljóðhneigðum, fannst þeim sem Jóhannes skírari hefði verið á ferli og boðað stórtíð- indi, og þá er hinar Svörtu fjaffrir höfðu fleytt kvæðum Davíðs um loftvegu út um borg og bý, var hann þegar orðinn eftirlæti, ekki aðeins \ingra mann, sem ljóðlist iðkuðu, held- ur allrar hinnar íslenzku æsku frá yztu nesjum til innstu dala, æskunnar á skólabekkjunum og æskunnar við dagleg störf í sveit og við sjó, og eldra fólkið, — jú, margt af því kann að hafa gefið hinum Svörtu fjöffrum tortryggið auga, margt af því kann að hafa talið þyt þeirra allannarlegan, en samt .... samt mun því flestu hafa hlýn- að nokkuð um hjartarætur, og áður en það vissi af var svo komið, að eldri mennirnir fundu í honum hryn&ndi þeirra tóna, sem löngu horfnir vorfuglar vona og drauma höfðu sungið þeim í ævintýraskógum æsku- og jafnvel manndómsára. Fyrstu tveir tugir hinnar tutt- ugustu aldar voru tímar mikilla breytinga og válegra tíðinda. Hér á íslandi höfðu gerzt merkilegir atburðir. Hér höfðu skapazt nýir lífsmöguleikar og orðið margar og margvíslegar breyt- ingar, sem höfðu fært þjóðlífið meira og minna úr hinum gömlu skorðum, svo að allt virtist riða. Utan úr veröldinni höfðu borizt nýjar o@ nýjar fregnir um furðu- lega landvinninga mannsandans á sviði vísinda og tækni, fregnir, sem sumar hverjar ýttu undir þær hugmyndir, að hér mundu vera miklum mun meiri verð- mæti en ennþá hefðu verið not- uð að nokkru ráði, —1 en úti í hinni stóru veröld hafði og verið háður ægilegri hildarleikur en áður hafði þekkzt í sögu mann- kynsins, miljónir manna týnt lífi og miljónir hlotið örkuml, ríki hrunið í rústir, fjötrar ver- ið leystir og ógurlegum eður uggvænum öflum gefinn laus taumur. Nýjar stefnur og straumar, ferleg bölsýni, glána- leg bjartsýni, ■ heljarsorti og skjannabirta. Mannslífin eink- isvirt — og þó svo óendanlega miklu lofað. Nýir möguleikar, óteljandi möguleikar, en líka nýjar hættur og svo sem ógn í lofti, allt á hverfanda hveli. En hvað sem öðru leið, þá hvörfl- uðu vonaraugu æskunnar hér hjá okkur öll að sjávarsíðunni, öll til hinnar malborrm götu bæja og þorpa. Þar voru fyrir- heitin fólgin, og þar var líka von á hættúnum. Hver gat svo lengur fundið svölun í því, haft ró í sér til þess, ungur og blóðheitur, að setjast við lestur og íhugun ljóða, þar sem lofsungin var hreysti og dáð löngu liðinna forfeðra, þar sem dásömuð var fegurð og hagsæld þýfðra sveita með rislágum bæjum, þar sem var velt vöngum í mestu mak- indum yfir myrkum örlagarún- um og lífsgátum, þar sem fyrnska í orði og langsóttar lík- ingar hægfetuðu sig áfram á fót- um reglubundinnar og fast- skorðaðrar hrynjandi?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.