Tíminn - 09.03.1945, Side 5

Tíminn - 09.03.1945, Side 5
19. bla» TlMBVlV, föstMdaginn 9. marz 1945 5 Um þetta leyti fyrir 42 árum: NjóUrakningar á Crrímseyjarsnndi Þeir hafa oft funöið það, ís- lenzku sjómennirnir, að það get- ur orðið svalt á seltu við ís- lands strendur. Og margir eru þeir orðnir, sem beðið hafa lægra hlut í svalviðrunum þeim, þótt oft hafi mað vaskleik ;pg æðruleysi tekizt að bjarga lítilli fleytu heilli til hafnar úr hel- greipum, sem ekki virtist líklegt að slepptu neinu því, sem þær höfðu náð taki á. Hér verður sagt frá háskaför níu manna frá Grímsey til Ak- ureyrar hinn 9. marz 1903. Voru þeir á nótabát,' sem slitnað hafði upp við eyna í ofsaveðri og hleyptu þeir á honum í Eyja- fjörð og stigu á land á Akureyri í stórhríð og stormi eftir seytj- án klukkustunda siglingu. Tildrög þessa atburðar voru þau, að Grímseyingar höfðu síðustu dagana í febrúarmánuði sent bát til Húsavikur eftir nauðsynjavörúm, sem munu hafa verið til þurrðar gengnar í eynni. Er þeir voru fyrir nokkru lagðir af stað heimleiðis, skall á foraðsveður, og voru menn á Húsavík mjög uggandi um ferð þeirra. Þótti mörgum illt að vita ekki vissu sína um afdrif þeirra, ekki sízt Stefáni kaupmanni Guðjohnsen, sem þeir munu hafa skipt við. Kom þar, að nokkrir Húsvíkingar réðust til Grímseyjarfarar. Lögðu þeir af stað sex hinn 7. marz á góðum nótabáti, sem hlaðinn var vör- um til eyjarskeggja. Var það á laugardegi. Hét formaðurinn Jón Flóventsson, en félagar hans Erl. Guðlaugsson, Björn Frið- finnsson, Vagn Pétursson, Valdemar Þórarinsson og Stefán Bjarnason. Ferð þeirra félaga til eyjarinn- ar varð greið, enda veður gott. Er þeir komu þangað frétta þeir, að Grímseyingar eru fyrir löngu komnir heim heilu og höldnu. Höfðu þeir lent í Fjörðum og beðið þar, unz veður batnaði. Urðu þeir þeim tíðindum fegnir, eins og að líkum lætur. Á sunnudagsmorguninn tók að hvessa. Lágu Húsvíkingar þá á báti sínum undir eynni, nema einn maður, Stefán Bjarnason, var í landi. Tóku sig þá til fjórir Grímseyingar, Björn Guð- mundsson hreppstjóri í Básum, Eiríkur Jónsson í Grenivík, Hall- dór Einarsson og Eðvald Stef- ánsson, og fóru á lítilli kænu út til Húsvíkinganna og færðu þeim akkeri og festi til þess að festa bátnum með og ætluðu síðan að taka mennina í land. En hér fór á annan veg, en l ætlað var. Er Grímseyingar voru komnir út í bátinn, skall á suð- austan-hörkurok, og vrarð með engu móti komizt í land. Urðu þeir að sætta sig við að hírast þar, sem þeir voru komnir. Var vistin kaldsöm, ekki sízt fyrir Grímseyingana, sem ekki voru undir slíkt búnir, — höfðu að- eins ætlað að róa á milli báts og eyjar. Klukkan fjögur á mánudags- morgun slitnuðu báðar festarn- ar, sem báturinn lá við. Var þá komin norðanhríð. Freistuðu þeir félagar þá að ná landi, komust upp að innri eyjarfæt- inum, en náðu ekki lendingu. Nú var illt í efni. Sá einn kost- ur var fyrir hendi, að hleypa til Eyjafjarðar upp á líf og dauða. En svo tví^ýnt sem það var, varð engum æðruorð á munni. Var kæna Grímseyinganna, sem bundin hafði verfe við nótabát- inn, höggvin frá — og síðan haldið út í sortann. Veðrið var afskaplegt: stór- hríð og rok, og svo dimmt, að ekki sást út fyrir borðið. Bjugg- ust flestir mannanna við því, að þetta yrði þeirra síðasta sigling, en vildu þó duga, meðan auðið væri, enda margir hinir hraust- ustu menn og vanir harðræðum á sjó. __ s, Þegar fram kom á sundið rof- aði til og birti, svo að upp skaut fjöllum. En rokið var engu minna en áður, og nú bættist það við, að sjór var öfugur, bæði austlægur og vestlægur. Höfðu þeir uppi fokkuna eina, og gekk sjórinn stundum látlaust út og inn. Stóðu menn stöðugt við austur, nema sá, er stýrði. Var það hin mesta furða, að skelin skyldi ekki færast í kaf í þess- um æsisjó og stormi. Á nær miðju Grímseyjarsundi hreif eitt ólagið, sem yfir bátinn skall, þann, er við stýrið sat, Eirík í Grenivík, og lamdi hon- um öfugum við borðstokkinn. Meiddist hann við það allmikið og varð að hætta að stjórna. Tók þá við annar úr hópi Gríms- eyinga, Halldór Einarsson, ung- ur maður, ættaður af'Akranesi. Stýrði hann síðan, og var það mjög rómað, hversu vel hann hefði stjórnað, þrekaður eftir langa útilegu og austur, kulda og vosbúð. Eftir þriggja klukkustunda siglingu náðu þeir inn í mynni Eyjafjarðar. Þóttust þeir þá sloppnir úr bráðasta lífshásk- anum, þótt svipvindasamt væri á firðinum og sjávarrót mikið (Framhald á 7. síðu) Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD En henni var ekki skánaður þessi lasleiki næsta kvöld, og þá fór Páll að ókyrrast. Hann fór að bera fram ýmsar spurningar: Hvernig vék þessu eiginlega við með hana? Hún hafði þó unnið í dag eins og venjulega. Það væri kannske rétt, að hún væri dá- lítið varkárari með sjálfa sig og lægi í rúminu. Núna í kvöld hafði hún til dæmis farið niður í lundinn og mjólkað, kýrnar eins.og venjulega. Væri hún lasin, mátti hún ekki lengur ofbjóða sér með mjöltum. Hún varð þó að gæta heilsunnar, því að hún var óbætanleg, bæði henni sjálfri og honum. Hún hafði áreiðanlega ekki verið nógu varkár með sjálfa sig í dag. — Páll var dálítið húsbóndalegur, en hann vildi henni aðeins hið bezta. Og daginn eftir var Margrét stálhraust. En nú var önnur, fullkomlega náttúrleg hindrun í vegi, svo að Páll þurfti einskis að spyrja í þetta skiptið. Margrét greip til þess ráðs að nota sér þetta frelsandi ásig- komulag nokkrum dögum fyrr en hún átti þess von. Því að í örvæntingu sinni hafði henni ekki dottið í hug neitt annað ráð til þess að verja sig. Og hún laug, en óttinn náði æ fast- ari tökum á henni: Hingað til hafði hún getað fleytt sér, en þessu gat hún ekki haldið áfram endalaust. Þannig varð Páll óvættur, sem konan hans varð að yfirvinna með lygi og falsi á hverju kvöldi. Hún gætti sín jafnan í ná- i vist hans og gerði sér allt far um að vera alveg eins og hún átti að sér. Þessi sjálfsögun var erfið: hún hvíldi á henni eins I og farg, þegar Páll var kominn heim. Hún var róleg og frjáls- I mannleg, þegar hann var úti — þá gat hún í fullu næði sökkt 1 sér niður í þetta leyndarmál, sem hún varð að varna bónda sín- | um að komast að. Kæmi hann inn að óvöru, varð henni sár- bilt við — það var hér um bil eins og hajan hefði staðið hana 1 að verki. Tilvera hennar var tvíþætt — annan þáttinn fól hún í huga sínum, hinum hélt hún upp að augum Páls. Og þessu lífi var hún óvön. Hákon hitti hún við vatnsbólið á hverju kvöldi. Vegna þess- ara funda fór hún fyrr en ella niður að læknum, og þó kom þún ekki heim með‘ mjólkina fyrr en eftir sólarlag .... Því alltaf gerðist eitthvað, sem tafði hana, þarna niðri í espi- lundinum: eitt kvöldið var kúasmalinn ekki búinn að reka kýrn- ar inn í gerðið, næsta kvöld vantaði eina kú, sem varð að leita að úti í skógi, og þriðja kvöldið var ein kýrin með bólgið júgur og vont að mjólka hana. — Já, alltaf kom fyrir eitthvað, sem gerði henni gramt í geði. Margrét s’etti upp mesta sakleysissvip og sagði þessar skröksögur, án þess að láta sér bregða. Hún komst fljótt að raun um, að hún komst aldrei í bobba rr*eð að ljúga. Hún hafði alltaf á reiðum höndum skýringar á öllu, sem Páli datt í hug að spyrja um. Hún hafði til þessa alltaf verið sannsögul, og hún varð hálf- forviða, er hún uppgötvaði, hve miklu léttara henni veitt- ist að ljúga heldur en hún hafði getað gert sér í hugarlund fyrirfram. Nú trúði Páll henni miklu betur en ella, því að hann hafði aldrei staðið haha að lygi. En ef hún laug einu, varð hún fljótlega að ljúga öðru — hún komst að raun um, hvernig ein lygin fæddi af sér aðra.' Og hún fór að hugsa um, hvort þessi nýuppgötvaði hæfileiki hennar myndi ekki hlaupa með hana í gönur að lokum, ef þessu héldi áfram. En þrátt fyrir þetta allt fann hún gleðina sífellt fara eldi um hug sinn. Og þegar fram liðu stundir, fór hún að hugsa um það, hvort hún hefði ekki gert sér allt of mikið far um að dylja hið nýja líf sitt fyrir eiginmanninum. Grunleysi hans var hennar tryggasta hlíf. Og Páll var þess fullviss, að hún hugsaði um hann einan — að hún væri með hugann allan bundinn við eiginmann- inn, búskapinn og heimilisstörfin. Honum datt ekki í hug, að hún tæki sér neitt fyrir hendur á eigin spýtur — gerði neitt, sem hann vissi ekki um. Páli fannst konan ekki geta aðhafzt neitt, án þess að hann væri þátttakandi í því. Það var eins og hvorki gott né illt gæti náð til hennar, án þess að ná fyrst til hans: gegnum hann streymdi öll gleði hennar og sorg. JVLLl OG DÚFA Eftir JÓH SVEIJVSSOJV. Það greip mig ónotahrollur; það var eins og þessi hlátur kæmi úr dauðra manna gröfum. „Það hefði heldur ekki spillt að hafa eld til að hita sér við,“ sagði einn. „Hann var helst til daufur hitinn af hundunum. — Mér er kalt enn.“ Og aftur hlógu þeir allir. En nú vorum við komin heim til bæjar. Þegar við gengum niður snjóþrepin að bæjardyrun- um, sagði einn þeirra: „Hvað er nú þetta? Eigum við nú að fara niður í skaflinn aftur?“xUm leið og hann sleppti orðinu, steypt- ist hann á höfuðið niður í holu-na. Okkur brá svo við, að wð rákum upp óp öll í einu. Við héldum, að hann hefði slaSað sig. En hann reis upp aftur og sagði, ein^ og ekkert hefði í skorizt: „Jæja, ég ætlaði ofan hvort sem var. En það gekk betur en mig varði. Það var svo sem auðfundið, að ég er ekki eins liðugur í snúningum og ég var í gær, þegar ég fór að heiman.“ „Þú hefir þó líklega getað hvílt þig í fönninni,“ sagði annar þeirra, sem með þeim var, og hló við. Við fórum líka öll að hlæja. ~ Við eldri drengirnir fórum nú niður á undan og hjálp- uðum hinum tveimur niður, því áð okkur var leiðin kunnug. Þegar inn kom, var þeim tekið vel eftir föngum. Við drógum af þeim fötin og skinnsokkana. Allt var kalt og frosið. Og húsmóðirin hitaði yfir eldi nærföt og ábreiður handa þeim. Eftir skamma stund voru þeir allir komnir upp í rúm, og voru breidd yfir þá hlý rúmföt, svo að ekki sást nema á höfuðin upp undan. Nú fór öðru vísi um þá en uppi í snjóskaflinum. Rétt á eftir fengu þeir góðan mat að borða, heita mjólk að drekka, heitt blóðbergsvatn og ofurlítið romm saman við. Að því búnu sofnuðu þeir. Hundunum var heldur ekki gleymt. Þeir fengu eins og þeir vildu af góðum mat og fengu auk þess að liggja inni í baðstofu það sem eftir var dagsins. Hjá ofninum var búið um þá á pokum og tuskum. Þar máttu þeir sofa í næði. Annars var þetta undantekning, því að venjulega var íþeim ekki hleypt þar inn. | Þegar svona hafði verið séð fyrir öllum, sem úr hrakn- ingunum komu, var einnig hugsað um þá tvo, sem fylgdu þeim heim. Þeir átu við borðið í baðstofunni. Á meðan sögðu þeir okkur frá því, sem gerzt hafði í leitinni. Leitarmennirnir höfðu alls ekki fundið þessa þrjá, sögðu þeir. Þeir höfðu sjálfir grafið sig upp úr fönn- Þá blikaði allt í %inu á hinar svörtu fjaðrir, þá fór þytur þeirra um hið ýmist hráslaga- kalda eða molluþrungna loft, — já, þá komu þau, Ijóðin Davíðs. Engin fyrnska eða tyrfni í orði, engar getraunakenndar líking- ar, engar hugsanaflækjur, en aftur á móti laðandi og heill- andi dul, og formið eins og það væri mótað við afl þess elds, er logaði skáldinu undir hjartarót- um, hrynjandin rísandi og hníg- andi, hröð eða hæg til skiptis, typpt og straumhvirfluð eða lágrisa og sigþung, svo sem bylgjurnar á hinu duttlunga- fulla og misvinda úthafi tilver- unnar. Og efnið: Hin ólgandi útþrá og hin ljúfsáru bönd, sem bundu við bernskunnar heima; hinir sælustu draumar og hinar djörfustu vonir — og svo ofsa- leg, allt að því örvæntingari- kennd ólga og óró; hin'ljúfasta löðun að öllu fögru og góðu og hin dulrammasta tilfinning villtra og hamrammra afla í sál- um mannanna og í umhverfinu; hin skýlausasta krafa um rétt mannlegra tilfinninga til út- lausnar og hin ákveðnasta dóm- felling hræsni og skinhelgi. Aldrei, aldrei hafði það svo verið túlkað I íslenzkum ljóð- um, sem hverjum og einum ungum og lífsþyrstum býr í brjósti, ekki sízt á uggvænum en vonsælum tímum mikillar órór, aldrei áður svo djarflega yfirlýstur réttur hvers einstak- lings til lífsfyllingar og lífs- nautnar — og aldrei af meiri hreinskilni gengizt við .því, hvað inni fyrir brýzt hjá blóð- heitum æskumanni .... Og hver var líka sá eða sú af ungu fólki og upprennandi, sem ekki varð gripinn fögnuði og hrifni við lestur þessara ljóða? Hver var sá eða sú — og þá einkan- lega úr hópi þeirra, sem höfðu að heiman horfið — sem ekki settist fúslega hjá skáldinu í rökkrinu og raulaði kvæðið um mömmu, — sumir eigá sorgir og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má? — Hver vildi ekki taka undir krummakvæðið — sólelsk hjörtu í sumum slá, þótt svörtuní fjöðrum tjaldi — eða stíga á bak blakkinum og ríða til Logalanda, sveifla svipunni,. svo að syng- ur í ólinni og*hvín — og sjá sýnir með skáldinu: sé ég loga, sé ég loga bjarta .... ? Hver vildi ekki gráta með guði yfir þvf, hve myrkrið er elskað mannheimum í — og svo hins vegar horfa með hrollkenndum unaði á villinginn Abba—labba —lá, sem lifði á villidýrablóði, — hver ekki eiga eins og skáld- ið eld í hjarta, en sarrit annað veifið hlæja kuldahlátur og skora sjálfan drottin á hólm? Eða hugsið ykkur unga stúlku uppi í afdal með hjartað fullt af dulinni útþrá og ennþá betur leyndri ástarþrá — hugsið ykk- ur hana lesa um brúðarskóna — gott á húsfreyjan á Melum, gott á hver sá, sem ekki þarf að fara með kærustu vonir sínar og drauma í felur! Og hvort ég man ekki eftir afdala- og an- nesjapiltum, sem afkáruðust um Reykjavíkurgötur — eins og þeir væru' að ganga að fé; í fjalls- hlíð eða vaga ,í skinnbrók upp grýtta fjöru — og götustrák- arnir kölluðu á eftir hástöfum: hæ, hæ, sveitamaður, sveita- maður, hæ, hæ! - - piltum, sem sungu svo eins og guðrækinn maður Hallgrímssálma: góða Veizlu gera skal .... bæjar- fólkið baki við bændasonum snýr .... og ...-; og: Þei, þei, .... Nú slær klukkan á Norður- landi tólf! .... Miðnætti — nýr dagur í vændum, og hvað .... hvað beið okkar, hinna ungu, á hinum komanda degi, hvort mundum við fúna niður sem efniviður — eða starfa til heilla og þarfa, sem hæfir syni af góðu kyni .... ? Sá heillandi saunruni þjóð- legrar íslenzkrar alþýðumenn- ingar — þjóðkvæðablæs og þjóðtrúar — og hinna margvís- legu hughrifa óró^rar og lífs- þyrstrar æsku, sem var eitt höfuðeinkennið á hinni fyxstu ljóðabók Davíðs, átti áreidan- lega sinn mikilvæga þátt í því, hve miklar ástsældir hún hlaut hjá þorra manna. Einungis mjög lítill hluti æskunnar í landinu T jafnvel í bæjunum — var á þeim árum, sem fyrstu kvæði Davíðs birtust, án náinna tengsla við sveitirnar og menn- ingu þeirra, og þulur og þjóð- trú áttu sinn djúpa hljómgrunn í hugum hvers þess unglings, sem einu sinni hafði haft af þessu veruleg kynni. En svo hefir það líka sýnt sig, að Da- víð er þess megnugur að heilla mikinn meirihluta þeirra, sem nú er í sínum bezta æskublóma, auk þess sem hann hefir náð tökum á svo að segja hvers manns hug rneðal hinna eldri kynslóða, því að í'þeim ljóðum, sem hann orti eftir útkomu Svartra fjaðra, hefir hann ávallt víkkað veltli sitt og hlúð þar æ betur að Iiverjum laufguðum kvisti. * í ljóðabókunum Kvæðum (1922) og Kveðjum (192*4) er komið meira jafnvægi á hug skáldsins, án þess þó, að eldur tilfinninganna hafi fölskvazt, og smekkvísin er óbrigðulli en áður, án þess að nokkurs sé í misst um glit og glæsileik. Skáldið hefir nú faríð um suð- ræn lönd, sólheit og sögurík, og þau hafa vakið barni norðurs- ins töfra, en þó síður en svo varpað nokkrum skugga á hið norðlæga föðurland: Það er mín köllun að kveða í kuldans Para- dís, segir skáldið, þegar lestin þýtur með hann um Brenner- skarð norður á bóginn, — já, og skáldið lofsyngur nú átthag- ana, sveitina sína og köllun bóndans. Jú, töfrandi hafa þau verið, hin suðrænu lönd, en Da- víð hefir séð þar marga mis-* felluna, órétt, eymd og kvöl, og hann er jafn hreinskilinn og áður, eins þegar hann rís gegn ranglæti, böli og andstyggð eins og þegar hann hrífst af fegurð kvenna, ilman blóma og sætleik suðrænna vína. Hann er eins og við þekktum hann fyrst, heitur, hreinn og djarfur, og stundum grípur hann djúp og höfug hryggð, varpar skugga á sviðið og hrífur til hljóðlátrar og jafnvel myrkrar íhygli og inni- legrar og því nær klökkvandi samúðar....... Og í þessum ljóðabókum kemút hann fram sem mikill meistari í því að fella saman í órofa heild form og efni, ýmist knýja fram úr strengjum hörpu sinnar nýja hrynjandi eða víkja þannig við gömlum ljóðalögum, að þau samstillist hugblæ hans og þar með tilbrigðum hinna margvís- legustu tilfinninga, en hvergi víkur hann samt þannig frá gamalli og tiginni hefð íslenzkr- ar ljóðstafsetningar^ að það særi jafnvel næmt og vandlátt brag- eyra. Hann auðgar, litkar og lífgar í ríki íslenzkrar braglist- ar, en fer þar ekki um sem ribb- aldi, er sneyði og særi. í Nýjum kvæðum, sem út komu árið 1929,hefir skáldið náð sérstæðu jafnvægi vitsmuna og tilfinninga. Sú bók sýnir full- þroska listamann, sem hefir íosnað við ungæðlsháttinn og öðlazt vald á eldum ástríðna og tilfinninga, án þess að hafa glatað nokkru af sínum hrif- andi æskutöfrum: hinni næmu tilfinningu fyrir fegurð og göfgi, hinni heitu þrá eftir rétt- læti og lífsfyllingu, hinni ómet- ^anlegu hreinskilni »og hinum ið- kviku glömpum örra og ákafra geðbrigða. Tök hans á forminu eru þarna orðin svo örugg, að hann sameinar hið fyllsta lát- leysi ’við hina mest hnitmiðuðu orðsins list, hvort sem hann af djúpri íhygli og af miklum geð- þunga birtir okkur hugsanir sínar i löngum hrynhöfgum Ijóðlínum mikílúðlegra kvæða — eða hann svo sem flögrar á fiðr- ildisvængjum þeirrar hrynjandi, er samrýmist hinum viðkvæm- ustu hughrifum, sem birtast í táknrænu ljóði. Sannarlega hafa skip hans komið að landi — og það með mikinn feng og glæsilegan, gimsteina og gull og gjafir handa öllum, sem þorðu mér að treysta. Síðan hefir alvara hans og á- byrgðartilfinning komið æ skýr- ar og skýrar í ljós, hinn sjálf- stæði, ómetanlegi persónuleiki í órofa tengslum við hin lífgandi og græðandi öfl tilverunnar, finnandi sig í djúpri þakkar- skuld við fortíðina og með rík- ar skyldur gagnvart samtíð og framtíð. Eins og ég hefi áður getið — og allir lesendur mínir vita — (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.