Tíminn - 09.03.1945, Síða 8
DAGSKRÁ er bezta islenzka ttmaritið um
þjóðfélafísmál.
8
REYKJAVÍK
Þclf, sem viljja kynna sér þjjóðfélagsmál, inn-
lend og útlend, þurfa aS lesa Dagskrá.
9. MARZ 1945
19. blatS
MNÁLL
3. man, laugardagur:
Þjóðverjar
innfkróaðir.
Vesturvígstöðvarnar: Kan-
adaherinn og 9. ámeríski herinn
náðu saman við Gilden og hafa
innikróað allmikinn þýzkan
her. Bandaríkjamenn eru víða
komnir að Rín og sprengdu m. a.
upp þrjár brýr yfir fljótið hjá
tiusseldorf, þar sem Þjóðverjar
reyndu að komast yfir. Þeir áttu
eftir 4 km. til Köln. Vörn Þjóð-
verja er sögð í fullkominni upp-
lausn og flýja þeir skipulags-
laust austur yfir Rín. Miklar
loftárásir voru gerðar á Þýzka-
land.
Austurvígstöðvarnar: Sókn
Rokossovskis í Pommern hélt á-
fram. Birtar voru fregnir um,
að Zukov væri að Ijúka undir-
búningi lokasóknarinnar gegn
Berlín.
4. marz, sunnudagur:
Danzig einangriið.
Austurvígstöðvarnar: Bæði
herir zftkovs og Rokovssyks
hafa náð til Eystrasalts í Pom-
mern og þannig innikróað 200—
300 þús. manna þýzkan her á \
Danzigsvæðinu.
Vesturvígstöðvarnar: Banda-
menn hafa orðið mestallan ár-
bakka Rínar frá Arnheim í Hol-
landi til Bonn í Þýzkalandi á
valdi sínu. 60 þús. þýzkir her-
menn hafa verið teknir til
fanga seinustu daga í orustum
á þessu svæði. Köln hefir alveg
verið umkringd og Bandamenn
áttu eftir skammt til Bonn.
Bretland: Þýzkar flugvélar
gerðu nokkrar loftárásir á ýms-
ar þýzkar borgir.
5. marz, mánudagur:
Boðió á ráðstefnu.
Ráðstefnan í San Francisco:
Tilkynnt var, að Bretar, Banda-
ríkjamenn, Rússar og Kínverjar
hefðu sent boðsbréf til samein-
TMMS V
uðu þjóðanna, 45 að tölu, um
þátttöku í ráðstefnunni í San
Francisco, er kemur saman 21.
apríl næstk.
V estuwígstöðvar nar: Fy rsti
Bandaríkjaherinn réðist inn í
Köln og hefir verið barizt í
borginni. Fyrir norðan Köln
vörðust Þjóðverjar enn við
Wesel og Rheinberg. Þriðji og
sjöundi ameríski herinn halda
uppi hraðri sókn á vígstöðvun-
um suður af Kölm
Austurvígstöðvarnar: Her Zu-
kovs tók Stargard, 24 km. frá
Stettin, og sótti lengra áleiðis
til Stettin.
ftalía: Roatta hershöfðingi
slapp úr haldi, en mál var
höfðað gegn honum fyrir
nokkru.
6. marz, þriðjudagur:
Kölit tekin.
Vesturvígstöðvarnar: 1. ame-
ríski herinn hefir lokið hertöku
Colmar, þriðju stærstu borgar
Þýzkalands. Aðeins 100 þús. eru
eftir af íbúum hennar, er voru
um 800 þús. Bandaríkjamenn
nálguðust Bonn og áttu éftir 30
km. ófarna til Koblenz. Það er
3.. herinn, er sækir þangað.
Austurvígstöðvarnar: Rússar
lögðu undir sig stór landsvæði
í Pommern. Her Zukovs sótti
fram að Stettínarlóni gegnt
borginni. ÞjóðVerjar skýrðu frá
miklum hermdarverkujn Rússa
í þeim héruðum Þýzkalands,
sem þeir. hafa hertekið.
Finnland: Sagt er, að Mann-
erheim sé veikur og Pavsikivi
hafi tekið að sér að gegna for-
setastörfum. Aðrar fregnir
segja, að andúð Rússa ráði
mestu um það, að Mannerheim
sé að draga sig í hlé.
Pólland: Frú Arciszewski,
kona pólska forsætisráðherrans
í London, hefir verið leyst úr
varðhaldi, sem Lublinstjórnin
hafði hneppt hana í. Var þetta
gert samkv. óskum Breta.
-*v-
Eínkenni semasta þings
(Framhald af 1. síðu)
nýja, þar sem hann nær ekki til
tekna yfir 200 þús. kr., í stað
eignaaukaskatts hefir verið
lagður á veltuskattur, skatta-
eftirlitið hefir ekkert verið auk-
ið og engin allsherjarrannsókn
hefir verið fyrirskipuð út af
verðlagsbrotum • heildsalanna.
Það, sem kommúnistar hafa
fengið í sinn hlut er þetta: Dýr-
tíðin og fjársukkið eru látin
halda "áfram að hraðvaxa, svo
hrunið verði ekki umflúið. Þeir
hafa og fengið margt nýrra
bitlinga til að standa undir
f lokksútgj öldunum.
Það samkomulag, sem hér hef-
ir verið gert, er vissulega ekki
ósvipað og vináttusáttmáli Þjóð-
verja og Rússa 1939. Báðir aðilar
fá nokkurt herfang og báðir að-
ilar hafa það aðaltakmark með
vopnahléinu að búa sig undir
lokabáráttuna. Ekki aðeins
kommúnistar, heldur einnig
stórgróðavaldið telja hrunið og
atvinnuleysið, er hljótast mun
af núv. fjármálastefnu, henta
sér bezt í lokabaráttunni.
Kommúnistar hugsa: Þegar at-
vinnuleysið er skollið á, verður
hægt að æsa menn til blóðugr-
ar baráttu gegn auðvaldinu.
Stórgróðamenn hugsa: Þegar at-
vinnuleysið er skollið á, verður
hægt að þvinga verkalýðinn til
að lækka kaupið eftir okkar vild
og þá getum við, notað fjár-
magnið til að kaupa okkur
fylgi. Þessi hugsun stórgróða-
valdsins speglast í ummælum,
sem sagt er að viss stórgróða-
maður hafi sagt við einn verka-
mann: Þið ráðið í dag, en ég
ræð, þegar atvinnuleysið kemur.
Þetta eru orsakir þess, að
fylgt er í dag þeirri fjármála-
stefnu, sem hindrar alla ný-
sköpun og leiðir til hruns" og
eyðileggingar fyrr en varir.
Öfgaöflin í þjóðfélaginu hafa
samið bráðabirgðavopnahlé til
að treysta aðstöðnsína og knýja
fram þá fjármálaþróun, er þau
telja henta lokabaráttu sinni
bezt.
Samtök, sem verðnr
að efla.
Fyrir alla, sem vilja koma
fram nýsköpun atvinnuveganna
og forðast hrun og atvinnuleysi,
er það nú þýðingarmesta verk-
efnið að mynda traust umbóta-
sam'tök, sem verði nógu öflug til
að hindra framangreindan á-
sótning öfgaaflanna. Nýsköpun-
in þarf ekki að stöðvast. Hrunið
þarf ekki að koma. Atvinnu-
leysið þarf ekki að koma. Það
þarf aðeins að taka upp heil-
brigða fjármálastefnu. Það
þarf að færa niður dýrtíðina,
lækka kaupgjald og verðlag að
krónutölu, en draga jafnframt
úr hvers konar milliliðastarf-
semi, svo að kaupgetan þurfi
samt ekki að minnka. Á grund-
velli þessarar stefnu verður hægt
að nota fjármagnið, sem safn-
ast hefir á stríðsárunum til að
koma á stórfeldari framförum
og menningarbótum en þjóðin
hefir áður dreymt um. Fyrir
þessari stefnu barðist Fram-
sóknarflokkurinn á nýloknu
þingi. Hin fjöldamörgu um-
bótamál, sem hann flutti og
stjórnarflokkarnir svæfðu,sanna
bezt þessa stefnu hans. Það er
skylda allra umbótasinnaðra
manna landsins að sameinast
honum í þessari baráttu hans
og mynda, ásamt honum, öfluga
umbótatfylkingu, sem kemur
nýsköpuninni í framkvæmd og
hindra einræðisbrölt stórgróða-
valdsins og kommúnista.
TÍMINN
Þeir, sem fylgjast vilja með
almennum málum verða að lesa
Tímann.
Neskirkju
hefst ■ vor
r
Byggingaráð hefir nú veitt
leyfi til þess að reisa Neskirkju
í Reykjavík og verður smíði
hennar hafin á næsta sumri.
Teikningu að kirkjunni hefir,
eins og kunnugt er, gert Ágúst
Pálsson byggingameistari.
Samkvæmt uppdrættinum er
austurgafl kirkjunnar 18 metr-
ar á hæð og á að snúa út að
stóru torgi. Inngangurinn er á
norðurhlið kirkjunnar, fyrst inn
í allstóra forkirkju, og úr henni
í aðalkirkjuna, sem hækkar
eftir því sem innar dregur. í að-
alkirkjunni eru sæti fyrir 520
manns og auk þess er kór, sem
er hæsti hluti kirkjunnar. Norð-
an við aðalbygginguna verður
samkomusalur og í honum sæti
fyrir 150 • manns. Hægt er að
opna vængjahurð á milli hans
og aðalkirkjunnar, ef með þarf.
Þá geta hlýtt á guðsþjónustu ‘
670 manns. í byggingunni verð- |
ur herbergi, sem ætlað er
presti, og herbergi handa
kirkjuverði. Lesstofa er í kjall-
ara.
Fyrir gafli forkirkjunnar á
að koma fyrir 1000 dökkum
steintöflum, en á þær eiga að
ritast nöfn látinna manna, og
getur hver sem vill fengið eina
töflu gegn 1000 kr. gjaldi og
látið letra á hana nafn látins
ástvinar. Töflurnar eiga þannig
að koma í staðinn fyrir leg-
steina, og verða um leið til að
styrkja kirkjuna fjárhagslega.
Kirkjan verður reist fyrír
sunnan nýja barnaskólann, sem
verið er að reisa á Melunum í
svokölluðu Einarsstaðalandi, og
stendur á hæð þar sem útsýnis
nýtur. — Formaður byggingar-
nefndar er próf. Alexander Jó-
hannesson, en formaður sóknar-
j nefndar er Lárus Sigurbjörns-
| son.
•GAMLA BÍÓ-
ELSKHUGI A
LEIGU
(Her Cardboard Lover)
Norma Sherarer,
Robert Taylor,
George Sanders.
Sýnd kl. 9.
Orustan um Orel
Rússnesk stríðskvikmynd.
Frá Úral
Rússnesk iðnaðar- og þjóð-
lífskvikmynd.
Sýndar kl. 5 og 7.
Bönnuð innan 12 ára.
► NÝJA BÍÓ.
VORT ÆSKULÍF
ER LEIKUR
(„Mister BIG“)
Fjörug söngva- og gaman-
mynd. — Aðalhlutverk:
Gloria Jean,
Peggy Ryan,
Donald O’Connor.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
DÁÐIR
\ORU DRVGÐAR
Saga Nólseyjár-Páls
og fleiri afreksmanna.
er merk bók og'
skemmtUeg.
TJARNARBÍÓ
SAGAN AF
WASSEL L/EKM
(The Story of Dr. Wassell)
Cary Cooper,
Laraine Day.
Sýnd kl. 6,20 og 9.
Bönnuð fyrir börn.
A mararbotnf
(Minesweeper)
Hetjusaga um tundur-
duflaveiðar:
Richard Arlen,
Jean Parker,
Russell Hayden.
Sýnd kl. 5.
LEIKFÉLAG ÉEYKJAVÍKUR
Alf hóll
Sjónleikur í 5 þáttum eftir J. L. HEIBERG.
Sýning sunnudagskvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 á morgun (laugardag).
Ú R B Æ N U M
Fréttlr frá Svíþjóð
I .
(Framhald af 1. síðu)
— Hefir tækni og vísindum
fleygt fram í Svíþjóð á styrj-
aldartímunum?
— Jú, sennilega, en það verð-
ur ekki vitað með fullri vissu
fyrst um sinn, því að flestar
uppfinningar fara í hergagna-
iðnaðinn og hertæknina, á þess-
um viðsjálsverðu tímum. Þó er
vitað um ýmsar nýjungar á því
sviði. Skógurinn er aðalhjálp-
arhella Svía, enda nota þeir
hann til margra hluta, t. d. fyr-
ir venjulegt eldsneyti, til viðar-
kolagerðar, í pappír, spiritus,
fatnað allskonar o. m. fl. Þegar
lítið var um kjöt í landinu var
notað buff, sem búið var til úr
tré. En nokkuð þótti það seigt
undir tönn.
Svíar hafa nýlega hafið til-
raunir með ræktun fjallaplöntu
einnar, fíflategundar, til
gúmmígerðar. Rússar hafa um
langt skeið ræktað þessa plöntu
til gömmíframleiðslu með all-
góðum árangri. Plantan er upp-
runnin frá fjallahéruðum í Asíu
og væri þess vegna ef til vill
möguleiki fyrir því, að hún gæti
þrifizt hér á landi. Og svo er
það gerð samsettra húsa, sem
Svíar leggja mikla stund á að
fullkomna sem bezt, og hefir
það þegar tekizt vel. Það eru
nú búnar til allmargar gerðir af
slíkum húsum. Þau eru ódýr og
reynast vel. Eitt slíkt samsett
hús með 4 íbúðarherbergjum og
eldhúsi og öðru tilheyrandi
myndi sennilega kosta 6—7 þús.
sænskar krónur úti í Svíþjóð.
Það mun vera mikil eftirspurn
eftir þessum húsum, bæði frá
Noregi og Danmörku og einnig
frá öðrum Evrópulöndum, sem
harðast hafa orðið úti vegna
styrjaldarinnar. Þess vegna er
það óvíst þvort íslendingum
tekst að fá þessi hús keypt til
landsins fyrst í stað, en um það
vil ég þó ekkert fullyrða.
— Var hörð kosningabarátta
í hatíst?
— Nei, það voru rólegar kosn-
ingar, enda er yfirleitt ákaflega
rólegt á hinum pólitíska vett-
vangi í Svíþjóð, um þessar
mundir. Kemur þar aðallega
tvennt til, annað er það, að
Svíar eru aldrei mjög pólitískir
og hitt er það, að þjóðin fylkir
sér um þá stefnu stjórnarinnar
að halda sér sem mest utan við
ófriðinn. Svíar munu fylgja
hlutleysisstefnu sinni til hins
ýtrasta.
Eini flokkurinn, sern ekki
styður stjórnina, eru kommún-
istar. Þeir hafa fáa þingmenn,
en allmikil ítök i verkalýðsfé-
lögum, þó hafa ekki verið nein
verkföll fyr en nú eftir nýár,
að bera tók allmikið á þeim.
Svíar gæta hlutleysisins vel.
Allir menn, sem koma til lands-
ins, eru háðir ströngu eftirliti,
fyrst í stað, nema íslendingar,
þeim er strax leyft að fara allra
sirtna ferða. Fjöldi manna frá
styrjaldaraðilunum dvelja nú
kyrsettir í Svíþjóð. Annars
er það fróðlegt að geta fengið
frengir, blöð og kvikmyndir frá
báðum styrjaldaraðilunum sam-
tímis, en þannig er það 1 Sví-
þjóð.
— Hyggja Svíar á aukna sam-
vinnu við íslendinga eftir styrj-
öldina?
— Því býst ég við. Svíar eru
mjög vinveittir íslendingum og
áhugi fyrir íslandi og íslenzkum
málum er mikið að aukast þar
1 landi. Það vakti mikla athygli
þegar vitnaðist úm bátakaup
íslendinga. Einnig vekur það
mikla ánægju í Svíþjóð, að ís-
lendingar hafa lýst yfir því, að
þðir.muni að styrjöldinni lok-
inni treysta' vináttuböndin við
frændþjóðirnar.
— Hvað er að frétta af ís-
iendingum í Svíþjóð?
— Þeir munu vera um 100
og hefir fjölgað á styrjaldar-
árunum vegna þess að all-
margir hafa komið frá Noregi og
Danmörku. íslendingunum Jíð-
ur öllum vel. Þeir, sem búnir eru
að ljúka námi, en það eru flest-
ir, hafa fengið vinnu, en flest
allir þeirra hyggja til heimferð-
ar í styrjaldarlok. Margir eru
kvæntir sænskum konum og
hafa stofnað heimili, en böndin,
sem binda þá við ættjörðina,
munu reynast nokkuð sterk, því
„röm er sú taug, er rekka dreg-<
ur föðurtúna til.“
Fundur. <
Pramsóknarfékig- Reykjavíkur held-
ur fund í Kaupþingsalnum næstkom-
andi þriðjudagskvöld. Eysteinn Jóns-
son og Hermann Jónasson munu gera
þar grein fyrir störfnm seinasta þings.
Fundilrinn hefst kl. 8%.
Samkoma.
Næsta skemmtun Framsóknarfélag-
anna í Reykjavík verður n. k. föstu-
dag 16. þ. m. og hefst hún eins og
venjulega með Framsóknarvist kl 8,30
i Sýningaskálanurry. Líklegt er að fleiri
vilji koma á þessa samkomu heldur
en húsrúm leyfir og það er nærri
áreiðanlegt að það komast ekki allir
í skálann, sem vilja. Ættu Framsókn-
armenn að tryggja sér aðgöngumiða
sem fyrst: Ekki er víst að húsnæði
fáist fyrir fleiri Framsóknarvistir í
vetur, og getur þetta því orðið sú
síðasta á þessum vetri.
Molasykur og epli.
Molasykur er nú kominn til lands-
ins, en ekki meira en svo, að hver
maður getur aðeins fengið 1 kg. Þessi
vöfutegund hefir ekki verið til í land-
inu í marga mánuði. Skortur á strá-
sykri er fayinn að gera vart við sig,
því að 300—400 smál. af honum eyði-
lögðust nýloga á leið til landsins. Dá-
lítið af eplum er komið til landsins
og fær Reykjavík 25 þús. kg. af þeim
og lætur því nærri, að hver máður
fái y2 kg.
Happdrætti Háskóla fslands.
Sala happdrættismiða hefir aukizt
ár frá ári og hefir aldrei verið meiri
en í fyrra. Þá var selt 92.35%, en
aðeins 1/13 óseldur, og voru þá miðar
uppældir í sumum umboðum. Nú eru
horfur á, að sala verði enn meiri og
má búast við, að miðar verði ófáan-
legir í mörgum umboðum, áður en
dregið er. Menn ættu því að hraða
sér að; ná í miða, áður en það er
orðið nm seinan.
«•
Ameríski sendiherrann
í Reykjavik, Louis G. Dreyfus Jr.,
er farinn í leyfi til Bandaríkjanna.
Ekki er kunnugt um, hve lengi hann
veriSur utan. Mr. Francis L. Spalding
hefir verið settur Ohargé d’Affaires
sendisveitarinnar á meðan sendiherr-
ann er-fjarverandi.
Aðalfundur
Nátttúrufræðiféiagsins
Var haldinn nýlega. í stjórn voru
kosnir Finnur Guðmundsson, Birgir
Thoríacius, Árni Friðriksson, Guðm.
Kjartansson og Geir Gígja. Varamenn
Sigurður Pétursson og Ingólfur Da-
viðsson. Endurskoðendur voru kosnir
Ársæll Árnason og Einar Magnússon,
til vara Bjarni Jónsson frá Unnarholti.
Félagið heldur fræðslufundi einu
sinni í mánuði og gengst fyrir ferð-
um á sumrin til ýmissa staða á land-
inu til þess að skoða þar jurtagróður,
fuglalíf o. fl.
Nýjar götur með Ijótum nöfnum.
Bæjarráð hefir úthlutað 68 leigu-
lóðum undir íbúðarhús i Kaplaskjóli
við fyrirhugaðar götur þar, sem gefin
hafa verið eftirtalin nöfn: Faxaskjól,
Gotaskjól, Grandaskjól, Jölduskjól,
Sörlaskjól, Ægissíða og Nesvegur.
Bráðlega mun verða úthlutað þarna
fimmtán lóðum til viðbótar.
Laxveiði.
Athugasemdir um laxveiði eftir Vig-
iús Guðmundsson birtast í næsta blaði.
Tímaritið Dvöl
er nýlega komið út vandað að efni
og frágangi, eins og venjulega. Efni
þessa heftis er meðal annars: Hengilás-
inn, saga eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson,
Tréskórnir, saga eftir danska Nobels-
verðlaunaskáldið Johannes V. Jensen,
Spegillinn konunnar minnar, saga eft-
ir Michael Zoschenko, framhaldssag-
an Litli Rauður, eftir John Stein-
beck, kvæði eftir: Guðmund Inga,
Stefán Jónsson, Helga Sæmundsson,
Heiðrek Guðmundsson og Þormóð
Pálsson. í heftinu er og grein eftir
Þórunni Magnúsdóttur, skáldkonu,
auk f jölda annarra greina og smælkis.
Erlent yfirlit.
(Framhald af 2. síðu)
mikið, því að stórveldin. þrjú
muni beita sér fyrir því, að það
sem samkomulag varð um á
Krímarfundinum, verði sam-
þykkt í aðalatriðum.
Þótt þannig virðist muni
verða frá þessuín málum gengið,
að stórveldin ráði mestu um all-
ar ákvarðanir vikomandi herrí-
aðarmálum, getur þátttaka
smáþjóðanna í þessum samtök-
um orðið þeim þýðingarmikil.
Bæði geta þau skotið þangað
málum sínum, ef þau verða fyrir
yfirgangi, og auk þess má gera
ráð fyrir,' að samtök þessi fái
síðar ýmis viðskipta- og fjár-
hagsmál til meðferðar. Það er
t. d. líklegt, að UNRRA verði
sameinað því. Það er ekki sízt
frá því sjónarmiði, er þátttaka
smáþjóðanna getur skipt þau
talsverðu máli og skapað þeim
betri aðstöðu til að gæta hags-
muna sinna.