Tíminn - 06.04.1945, Blaðsíða 2
2
TfiMlM, föstdaginn 6. apríl 1945
25. blað
Þad verdur ekkí
snúið aftur
Kunnur Vestur-íslendingur,
Hjálmar Björnsson, lét nýlega
svo ummælt í útvarpsviðtali, að
hann gæti bezt lýst viðhorfi sínu
til heimsmálanna með því að
segja frá litlum atburði, sem fyr-
ir sig hafi borið í flugferð milli
Ameríku og íslands. Þegar all-
lengi hafði verið flogið, sneri
flugmaðurinn sér til farþeganna
og lét orð falla á þá leið, að hér
eftir væri ekki hægt að snúa
aftur. Hjálmar sagði, að svipað
væri ástatt í heimsmálunum.
Ekki væri hægt að snúa aftur til
þess ástands, sem var fyrir stríð-
ið. Þjóðirnar væru á leið til nýs
skipulags og starfshátta, og
framtíð þeirra myndi mjög fara
eftir þvi, hvernig það tækist að
búa þetta nýja skipulag úr garði.
Þessi samlíking Hjálmars á
áreiðanlega vel við heimsmá*lin.
Þó á hún kannske enn betur við
innbyrðismál þjóðanna, einkum
í Evrópu. Þar er sú tilfinning rík,
að ekki megi snúa aftur til ó-
breyttra þjóðfélagshátta og voru
fyrir stríðið. Þá muni saga hvers
konar þjóðfélagslegra óhappa,
svo sem atvinnuleysis, misskipt-
ingar fjármunanna og illvígustu
stétta^taka endurtaka sig í
nýrri mynd. Ekkert heimsskipu-
lag fái heldur staðizt, ef marg-
ar þjóðir eiga stöðugt í harðri
innbyrðisbaráttu, er geti endað
með einræðisstjórn, líkt og fas-
ismanum í Ítalíu og nazisman-
um í Þýzkalandi eftir seinustu
styrjöld. Þess vegna sé það und-
irstaða að öruggu og góðu sam-
býli þjóðanna, að innra skipu-
lag þeirra verði endurbætt og
fullkomnað.
Þeir munu nokkrir, sem telja
þetta aukna álitsleysi hins
gamla skipulags vatn á myllu
kommúnismans. Því er ekki
heldur að neita, að víða hefir
fylgi hans talsvert vaxið. Hins
vegar virðist fjarri því, að hann
hafi náð nokkru traustataki á
hugum manna yfirleitt. Menn
vilja losna við fjárhagslegt mis-
rétti og skipulagsleysi sam-
keppnisþjóðfélagsins, en þeir
vilja hins vegar ekki fórna per-
sónulegu frelsi sínu. Menn vilja
losna við yfirdrottnun voldugra
auðhringa og atvinnurekenda,
en þeir kjósa sér ekki yfir-
drottnun ótakmarkaðs rikis-
valds í staðinn. Það, sem hugir
manna þrá, er starfhæft lýð-
ræðisskipulag, sem tryggir per-
sónulegt frelsi, efnalegt jafn-
ræði og lífvænlega atvinnu fyrir
alla.
Reynslan hefir sýnt, að þessu
takmarki verður ekki náð með
samkeppnisskipulaginu eða i-
haldsskipulaginu óbreyttu.
Reynslan hefir einnig sýnt, að
þessu takmarki verður ekki náð
með kommúnismanum, því að
persónulegt frelsi má heita ó-
þekkt fyrirbrigði, þar sem hann
hefir náð völdum. Það verður
þvi ekki snúið aftur til sam-
keppnisskipulagsins óbreytts.
Förinni verður ekki heldur
stefnt til lands kommúnismans.
Aðrir þjóðfélagshættir þurfa að
koma til sögunnar. Komandi ár
verða mikiir umbrotatímar, því
að þjóðirnar munu verða að
leita fyrir sér eftir endurbættu
skipulagi.
Samvinnu^tefnan
Þótt enn verði ekki með neinni
fullvissu um það spáð, hvert
leit þjóðanna að nýjum skipu-
íagsháttum muni leiða, er eitt
sýnilegt. Það er sívaxandi trú
á úrræðum samvinnustefnunn-
ar. Síðan samvinnustefnan kom
til sögunnar fyrir 100 árum síð-
an hefir fylgi hennar farið stöð-
ugt vaxandi, en aldrei eins og
hin síðari ár. Hún hefir lagt
undir sig mörg ný starfssvið í
stað þess að vera áður bundin
mest við verzlunina eina. í
Bandaríkjunum hefir sam-
vinnufélagsskapurinn stóraukizt
á styrjaldarárunum, einkum á
sviði landbúnaðarins. Sam-
vinnufélög bænda hafa stöðugt
fært út kvíarnar. T. d. eiga þau
orðið margar ollunámur og fást
ERLENT YFIRLITi
Dregur að leíkslokum
„Gustukaverk“
Gísla Jónssonar.
Gísli Jónsson hefir nýlega eytt
nokkrum hundruðum senti-.
metra af dálkum Mbl. undir
langlokugrein mikla, þar sem
hann læzt vera að afsanna þá
frásögn Jóns Jónssonar hrepp-
stjóra á Bíldudal, sem nýlega
birtist hér i blaðinu, að hrað-
frystihúsið hafi verið meginstoð
atvinnulífs Bílddælinga hin síð-
ari ár. Gísli hefði þó mátt sjá,
að þetta yrði honum ofraun,
enda stendur það jafnt óhagg-
að eftir þessa langloku hans
sem áður, að ekki aðeins hefir
hraðfrystihúsið verið stærsti at-
vinnuveitandinn á Bíldudal,
heldur hefir það stórlega styrkt
atvinnulíf Bílddælinga óbeint,
þar sem útvegurinn hefir mjög
byggzt á rekstri þess.
Annað er þó athyglisverðara
við grein Gísla en þessi mis-
heppnaða tilraun hans til að
gera lítið úr frystihúsinu. Meg-
intilgangur hans virðist vera sá
að sýna Barðstrendingum, að
þeir standi í mikilli þakkarskuld
við hann. Hefir hann í því sam-
bandi látið gera ýtarlega
skýrslu um öll vinnulaun, sem
fyrirtæki hans hafa greitt Bíld-
dælingum og - „öðrum Barð-
strendingum“ frá fyrstu tíð. Á
.skýrslu þessari sézt m. a„ að
vinnulaun þessi hafa verið nær
ferfalt hærri kosningaárið 1942
en næsta ár þar á undan.
Síðastl. ár eru þau hins vegar
verulega lægri en 1942, enda
þótt kaupgjald og vísitala hafi
verið stórum hærri en þá. Má
auðveldlega aga af þessu þá
ályktun, að Gísli setur þessa at-
vinnustarfsemi í beint samband
við þingmennskuna og þess
vegna gerist hann líka ein'n at-
vinnurekenda til að auglýsa
vinnulaunin sem hann greiðir,
en það þó aðeins til manna,
sem eru búsettir í kjördæmi
hans. Hvers vegna skyldi hann
sleþpa að geta um greidd vinnu-
laun til annarra en Barðstrend-
inga? Því getur hver svarað sér
sjálfur.
Hitt er svo eftir að sjá, hvort
Barðstrendingar líta á sig sem
gustukamenn Gísla Jónssonar
og falla þvi að fótum hans og
efla hann áfram til þing-
mennsku. Sá undirlægjuháttur
er sem betur fer vísast úr sög-
um, að atkvæðisrétturinn sé
falur fyrir atvinnu og væri því
ekki ósennilegt, þótt Gísli fengi
annað svar við vinnulauna-
skýrslu sinni en hann hefir bú-
izt við. Barðstrendingum myndi
ekki heldur hafa orðið skota-
skuld úr því frekar en öðrum
landsmönnum að afla sér nægr-
ar atvinnu á undanförnum ár-
um, þótt Gísla Jónssonar hefði
ekki notið við, og það án þess að
birtar væru langar skýrslur um
vinnulaun þeirra, eins og um
gustukaverk væri að ræða. Hef-
ir vissulega ekki farið það orð
af Barðstrendingum, að það
væri gustukaverk að hafa þá í
vinnu, enda væri líka fróðlegt
að fá skýrslu um það hjá Gísla,
hvort hann hafi ekki sjálfur
grætt meira á þvi að hafa Barð-
strendinga í vinnu, en Barð-
strendingar á því að vinna hjá
honum.
„Lind dauðans“.
í forustugrein Þjóðviljans 23.
f. m. er svo að orði komist, að
hér í bænum sé skólaleysi, hús-
næðisleysi, vatnsleysi, raf-
magnsleysi og margskonar ann-
að „leysi“ og allt stafi þetta af
því, „að meirihluti bæjarbúa
hafi trúað því að lind dauðans
— sjálfstæðisstefnan — væri
lífæð“.
Mörgum . mun þykja kynlegt,
a. m. k. fljótt á litið, að komm-
únistar skuli hafa getað myndað
stjórn með flokki, sem að dómi
þeirra er „lind dauðans". Það
samrýmist vissulega illa um-
bótaglamri þeirra. Þetta verður
þó vel skiljanlegt, þegar gætt er
þeirrar raunverulegu stefnu
kommúnista að koma núv. þjóð-
við olíuvinnslu í stórum stíl.
Stjórn Roosevelts hefir gert sitt
ýtrasta til að örfa samvinnufé-
lagsskapinn, m. a. með hagstæð-
um skattakjörum. í þeim hér-
uðum Kína, sem Chungking-
stjórnin ræður y^ir, hefir Jðnað-
urinn verið að mestu byggður
upp af samvinnufélögum. Hinn
nýi og sívaxandi alþýðuflokkur
í Kanada, er vann eina fylkis-
kosninguna á slðastl. sumri,
telur samvinnustefnuna eitt
meginúrræðið, og hefir stjórn
hans í fylkinu, þar sem hann
vann kosninguna, sent sérstak-
ar nefndir til Bretlands og
Bandaríkjanna til að kynna sér
starfshætti samvinnufélaganna
þar. í næstum öllum þeim við-
reisnaráætlunum, sem samdar
hafa verið af útlagastjórnum
hernumdu landanna, er lögð
mikil áherzla á eflingu hvers
konar samvinnufélaga. Þeim er
ætlað að annast afurðasölu
bænda, annast sameiginlegar
ræktunarframkvæmdir, bygg-
ingastarfsemi, margvíslegan
iðnað og verzlun. Samvlnnan er
hvarvetna talin eitt meginúr-
ræði í margvíslegustu þjóðfé-
lagslegum vandamálum, og þá
fyrst þegar hún og önnur heil-
brigð sjálfsbjargarstarfsemi ein-
staklinganna reynist ekki ein-
hlit, er ráðgert að rikisvaldið
grípi inn i og tryggi nauðsyn-
legt heildarskipulag og jafn-
vægi.
íslenzkt viðhorf
Það viðhorf hins nýja tíma,
að ekki verði aftur horfið til ó-
breyttra skipulagshátta fyrir-
stríðsárahna, mun vissulega
ekki síður gæta hér á landi en
annars staðar. Þegar lýkur
þeirri stundarvelgengni, er
styrjöldin hefir skapað, munu
annmarkar hins gamla skipu-
lags koma fljótt í ljós. Þá munu
hefjast deilur milli atvinnurek-
enda og verkamanna um kaup
og kjör með tilheyrandi vinnu-
ófriði og sundrungu. Þá mun
margvísleg milliliðastarfsemi
reynast atvinnuvegunum og
einstaklingum þungbðerari en
nú, vegna minnkaðra tekna.
Til þess að leysa þessi og mörg
önnur vandamál, mun ekki ann-
að úrræði reynast betra eÞ- að
efla hvers konar samvinnufé-
lagsskap og taka upp réttlát
hluta- eða arðskipti í anda sam-
vinnustefnunnar. Bæridur þurfa
enn að auisa samvinnu sína um
ýmsa verzlun og ræktunarfram-
kvæmdir, útgerðarmenn þurfa
að auka samvinnu sína um
vöruinnkaKp, afurðasölu og
ýmsa fleifi starfrækslu, neyt-
endur þurfa að auka samvinnu
sína um vörukaup og ýmsan
iðnað, og þeir, sem þurfa að
éignast húsnæði, verða að efla
samvinnustarfsemina í bygg-
ingamálum. Öll stærri fram-
leiðslufyrirtæki þurfa að taka
upp hlutaskipta- eða arðdeild-
arfyrirkomulagið, þ. e. að hverj-
um starfsmanni verði tryggður
sem réttlátastur hluti af arðin-
um. Þegar slík tilhögun hefir
komizt á, verður deilan um
arðinn óþörf. Hver fær það,
sem honum ber. Þar, sem
ekki er unnið beint að fram-
leiðslustörfum, verður að miða
launakjörin við tekjur þjóðar-
heildarinnar og afkomu fram-
leiðslustéttanna. Með þessum
hætti skapast almennur áhugi
og ábyrgðartilfinning fyrir af-
komu og eflingu framleiðslunn-
ar, og hættulegustu stéttaand-
stæðurnar hverfa úr sögunni.
Hlutverk ríkisvaldsins verður
syo að tryggja jafnvægi milli
atvinugreinanna, t. d. með ráð-
stöfun lánsfjár og annars fjár-
magns, og að annast aðra íhlut-
un og aðstoð, þar sem nauðsyn
krefur.
Það er um þessa stefnu nýrra
þjóðfélagshátta, sem allir frjáls-
huga menn þurfa að sameinast.
Það er þessi stefna, sem er lík-
legust til að tryggja frjálsa og
ábyrga einstaklinga. Það mun
verða reynt að viðhalda hinu
gamla og úrelta samkeppnis-
skipulagi og það mun verða
reynt að koma á skipulagi kom-
múnisrhans. En hvorug sú stefna
má sigra, ef tryggja á friðsam-
lega sambúð og frelsi þegnanna.
skipulagi í rúst og byggja síðan
ríki kommúnismans á rústun-
um. Ekkert er eðlilegra en að
þeir fái aðstoð hjá „lind dauðr
ans“ meðan þeir eru að eyði-
leggja þjóðskipulagið.
Lærdómsrík dæmisaga
fyrir Valtý.
í Reykjavíkurbréfi Mbl. 25. f.
m. er komizt svo að orði um Her-
mann Jónasson og Eystein Jóns-
son, „að þjóðarhagur sé þeim
aukaatriði á við það einasta eina
að ná völdum“. Er svo haldið á-
fram í þessum venjulega dúr, að
stjórnarandstæðingar vilji verð-
fall, aflaleysi og fjárhagslegt
hrun til þess að ríkisstjórninni
verði erfiðara fyrir.
Þegar bréfritarinn hefir þann-
ig lýst stjórnarandstöðunni,
snýr hann sér að Þjóðviljanum
fyrir þau ummæli hans, að
sjálfstæðisstefnan sé „lind dauð-
ans“. í tilefni af því minnir
hann á einn fyrv. blaðamann
Alþýðuflokksins með þessum
orðum:
„Hann skrifaði margar
skáldlegar greinar málstað
sínum til styrktar og átti ef-
laust einhvern þátt í eflingu
flokksins. En þá hraut það úr
penna hans, að Sjálfstæðis-
flokkurinn, eða íhaldið eins
og hann tók til orða, beinlín-
is „vildi dauða og allsleysi"
yfir almenning. Þá sáu allir,
að of mikið var sagt. Slíkt
djöfullegt -mannhatur var
ekki hægt að ætla stærsta
flokki landsnis. 1 Eftir þetta
fóru skrif hins pennaliðuga
blaðamanns að hafa minni
áhrif.“ .
En ætli það sé þá frekar hægt,
Týri sæll, að ætla öðrum
stærsta stjórnmálaflokki lands-
ins og þeim hluta Sjáfstæðis-
flokksins, er stendur að Vísi,
jafn „djöfullegt mannhatur“ og
óskir um aflaleysi, verðfall og
hrun? Ef Valtýr væri greindur,
mætti honum vera ljóst af fram-
angreindrí dæmisögu, að hann
mun ekki auka álit sitt né afla
Sjálfstæðisflokknum fylgi með
áðurnefndum skrifum sínum.
Hve lengi á að bíða?
Tíminn vakti nýlega máls á
(Framhald á 7. síöu)
Seinasti hálfi mánuðurinn
hefir vafalaust verið einn við-
burðaríkasti tíminn í allri
styrjöldinni. Daglega hefir
frétzt af mikilli framsókn'
Bandamanna í Þýzkalandi og |
sókn Rússa að austan hefir
einnig verið þýðingarmikil. Með
hverjum deginum, sem hefir,
liðið, hefir mönnum orðið það
ljósara, að leikslokin geti ekki
verið langt framundan.
Varnir Þjóðverja austan Rín- ;
ar reyndust yfirleitt miklu veik- ,
ari en búizt hafði verið við og '
verður tæpast talið, að Þjóð- [
verjar hafi nokkurs staðar tek- ,
izt að veita verulegt viðnám til
þessa. Bandamenn hafa getað
sótt fram, þar sem þeir hafa
talið sér bezt henta. Fyrir þeim
hefir bersýnilega vakað meira,
að sækja serri lengst fram en að
eyða liði Þjóðverja, enda er
enn allvíða einangraður þýzkur
her að baki framsveitum Banda
manna. Fjölmennastur er þessi
innikróaði þýzki her í Ruhrhér-
aðinu. Virðist þetta gefa til
kynna, að Bandamönnum standi
ekki lengur neinn stuggur af
þýzka hernum og telji allar
skipulegar varnir hans sama og
þrotnar. Þótt þýzka herstjórnin
ráði enn yfir verulegum her,
mun henni líka reynast erfitt
að beita honum að verulegu
gagni vegna þess, hve sundur-
leitur hann er orðinn og ekki
er lengur um neina raunveru-
lega víglínu að ræða.
I Lítið virðist hafa orðið úr
þeim fyrirætlunum Þjóðverja að
verja hverja borg og hvern bæ.
Þessa vörn ætluðu þeir að
Ibyggja að miklu leyti á mót-
! spyrnuhreyfingu almennings,
| en minna virðist hafa orðið úr
i henni, en ráð var fyrir gert.
jÞjóðverjar segja. að vísu frá
| mótstöðuhreyfingu í hinum her-
numdu héruðum og kalla þeir
; liðsmenn hennar varúlfana.
Bandamenn gera ekki mikið úr
þessari mótspyrnu. Ætlun naz-
ista mun vera, að hún haldi á-
fram eftir að friður kemst á og
eigi með tíð og tíma að þreyta
Bandamenn á hernáminu.
Frá þeim héruðum Þýzka-
lands, er er»n lúta stjórn naz-
ista, berast fregnir um vaxandi
vonleysi almennings og óhlýðni
og mótþróa gegn yfirvöldunum.
Jafnframt er sagt, að nazista-
foringjarnir geri nú-allt til að
komast undan. M. a. taki þeir
upp fölsk nöfn og geri sér vonir
um að geta dulzt á þann hátt.
Erfitt er. að segja um það,
hvernig Bandamenn muni haga
sókn sinni næstu daga, en margt
bendir til, að þeir leggi kapp á
að ná sambandi við Rússa og
kljúfa þannig Þýzkaland í
tvennt. Þykir líklegt, að eftir það
verði lítið úr vörnum Þjóðverja
í Vestur- og Norður-Þýzkalandi,
en vera má,að þeir reyni enn um
stund að berjast í Danmörku og
Noregi og haldi uppi kafbáta-
hernaði þaðan. Líklegast er tal-
ið, að Þjóðverjar verjist lengst
í Suður-Þýzkalandi. í ameríska
blaðinu „New York Times“ var
nýlega birtur uppdráttur af
landssvæði því, er blaðið taldi
að yrði seinasta varnarsvæði
Þjóðverja eða svokallað innsta
virki. Náði það yfir Alpahéruð
Þýzkalands og nokkurn hluta
Austurríkis og Tékkóslóvakíu.
Gert var ráð fyrir, að megin-
hluti Bæheims og Vínarborg og
nágrannahéruð hennar væru
þá gengin Þjóðverjum úr greip-
um. Bandamenn eru nú komnir
næst þessu - „innsta virki“, þar
sem 3. herinn sækir fram til
Nurnberg, en sú borg ér talin
innan „innsta virkisins".
Talið er, að Rússar hafi lagt
það til, að þeirxog Bandamenn
lýstu yfir því, að þeir teldu
styrjöldinni lokið, þegar Berlín
hefði verið tekin, enda þótt
þýzkur her kynni þá enn að verj -
ast í Suður- og Norður-Þýzka-
andi. Þetta myndi hafa þá breyt-
ingu í för með sér, að þýzkir
hermenn, sem berðust eftir það,
yrðu ekki taldir venjulegir her-
menn, heldur uppreisnarmenn
og yn^.u sér til dauðarefsingar
með mótstöðunni. Vafasamt
þykir, að Bandamenn hafi fall-
izt á þessa tillögu.
Þeir, sem hafa komið til hinna
hernumdu héraða Þýzkalands,
láta yfirleitt þau orð falla, að
þeim hafi að sönnu verið áður
ljós hin mikla þýðing lofthern-
aðarins, eri þó hafi þeim orðið
það enn ljósara eftir að hafa
séð hijiar hrundu þýzku borgir,
hvílíkan meginþátt lofthernað-
urinn hafi átt í því að buga
(Framhald á 7. síðu)
mm NA6RAHNHNNA.
Fyrir nokkru síðan birti Mbl. mynd
af mannþröng fyrir utan mjólkurbúð
og þóttist blaðið sanna með henni
lélega stjórn á mjólkursölunni í' Rvk.
í tilefni af þvi birti Einar Ólafsson
bóndi í Lækjarhvammi, sem er vara-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjar-
stjórn Reykjavíkur, grein í Ví'si 27.
f. m. Greinina nefnir hann: Myndin,
sem ekki birtist í Morgunblaðinu, og
hljóðar hún á þessa leið:
„í Morgunblaðinu 15. þ. m. er
mynd af biðröð við mjólkurbúð í
Reykjavík. Þessi mynd sýnir ekki
mikið, hún sýnir að það hefir snjó-
að, það er snjóbreiða á götunni og
það sést þykkt snjólag á bílum
þeim, er sjást á myndinni, og þess
vegna orðið mjólkurskortur í
Reykjavík. Þó Mbl. vilji kenna
þetta stjórn Mjólkursamsölunnar,
þá sýnir myndin greinilega að
snjókoma er orsök ástandsins.
En ég sé fyrir mér^ aðra mynd,
en hún er ekki í Mbl. Ég sé
mjólkurbíl vera að leggja á stað
á Hellisheiði í blind hríð. í bíln-
um eru 2 menn, bílstjóri og hjálp-
armaður; þessir menn eru sendir
af bændum, sem kjósa stjórn
Mjólkursamsölunnar. Þeim er upp-
lagt að neyta allrar orku til að
koma mjólkinni tíl Reykjavíkur,
og þeir hafa sýnt það, að þeim er
fyllilega trúandi til þess, ef þess
er nokkur kostur. Ég sé bílinn
kominn upp á Kamba, það er
blind hríð og vegurinn á kafi í
snjó svo erfitt er að sjá fyrir hon-
um, mennirnir halda samt áfram
meðan þess er nokkur kostur. Þeir
fara út úr bílnum og moka sig í
gegnum hvern skaflinn af öðrum
en alltaf þyngist færðin og þeir
eru búnir að brjótast áfram allan
daginn og komið svarta myrkur,
en þeir eiga enn langt til byggða,
leiðin að baki þeim er alveg lok-
uð, þvi snjókoman hefir fyllt allt,
sem þeir hafa mokað um daginn.
Nú er ekki hægt að hreifa bílinn
lengur og ekki um annað að gera
en láta fyrir berast í bílnum um
nóttina þar til birta tekur af degi,
þá er bílinn að mestu kominn á
kaf í fönn og ekki um annað að
ræða en ganga til byggða, og af
því að mennirnir eru kunnir leið-
inni og marg-réyndir í erfiðum
ferðalögum, tekst þeim -þetta og
koma . til mannabyggða í sama
mund og myndatökumaður Mbl.
leggur út á götur bæjarins tii að
taka myndir af bifreiðum við
mjólkurbúðirnar. Þessi mynd birt-
ist aldrei í Mbl., því starfsmenn
Mbl. kunna víst annar staðar bet-
"■'ur við sig í stórhríð en að vera
við myndatökur upp á Heliisheiði.
Ég sé ennfremur fyrir mér íleiri
myndir til dæmis bíla hér úr nær-
sveitum, Kjós.og Kjalarnesi. Þess-
ir bílar ^fu 6—8 klst. að komast
þá leið, sem annars er farin á 1
kist. og eru þar af leiðandi meiri
hluta sólarhringsins að komast
éina ferð til Reykjavikur með
mjólk. En þeir komast samt alla
leið og það er þessi mjólk, sem
fólkið er að bíða eftir. Þakklætið
kemur greinilega fram í Mbl,-
myndinni og meðjylgjandi grein-
argerð. Það lætur hver- það af
hendi, sem hann er ríkastur af.“
Þessi mynd í Mbl. er vissulega ekki
eina dæmið um „þakklæti" þess í garð
bænda og starfsmanna þeirra. Mbl. er
jafnan fljótt til að „mynda" á einn
eða annan hátt það, sem það telur
að færá megi bændum á verra veg,
en fyrir hinu lokar það oftast augun-
um, sem sýnir atorku þeirra og góðan
starfsárangur, þrátt fyrir mikla erf-
iðleika. Mætti mikið vera, ef fleiri
Sjálfstæðisbændur en Einar í Lækj-
arhvammi væru ekki farnir að sjá
af þessari myndastarfsemi hinn raun-
verulega hug Borgunblaðsliðsins til
bænda og málefna þeirra.
* * *
í blaðinu Alþýðumaðurinn á Akur-
eyri segir svo 6. f. m.:
„Fyrir nokkru var þess getið hér
í blaðinu að samkvæmt bráða-
birgðayfirliti væri áætlað að ís-
lenzka þjóðin hefði drukkið áfengi
sl. ár fyrir 20—30 milj. króna.
Þótti þetta ærið ótrúlegt að end-
urreisnarárið — „hið blessaða ár“
— skyidi vera heiðrað á þennan
hátt, og samtímis því sem ýmsir
forráðamenn þjóðarinnar sjá ekk-
ert annað en hrun atvinnuveg-
anna og öngþveiti fjármálanna
framundan.
En sagan var ekki öll sögð þar
sem 30 miljónirnar voru. Nú er vit-
. að að þjóðin hefir keypt áfengl
sl. ár fyrir þrjátíu og sex og hálfa
milj. króna. Nú mun systir Áfeng-
issölunnar — Tóbakseinkasalan —
hafa selt tóbak fyrir 12—14 milj.
króna, sem með skikkanlegri á-
lagningu hefir orðið 17—18 milj.,
teknar úr vasa almennings. Eru
þá þarna komnar milli 50 og 60
milj. króna, sem þjóðin hefir eytt
i þennan „munað".
Sé þessu jafnað niður á lands-
menn koma ca. 430 krónur á hvert
mannsbarn í landinu, þar með tal-
in ómálga börn og karlæg gamal-
menni, og á hverja 5 manna fjöl-
skyldu 2150 krónur.
Skyldu ekki einhverjir, sem á
sl. ári óskuðu þjóðinni allrar ham-
ingju vegna endurreisnar lýðveld-
isins og dáðu hana sem fyrir-
myndarþjóð, fara að efast um
menninguna, fyrirhyggjuha og sið~
menninguna, hjá elztu lýðræðis-
þjóð álfunnar, þegar þeir fá vit-
neskju um önnur eins firn og
þetta?"
Hér er vissulega stórt vandamál á
ferðum, en annað finnst þó ríkis-
stjórninni, eins og sjá má á því, að
aldrei hefir verið gert ráð fyrir jafn-
mikilli áfengissölu og í fjárlögum yfir-
standandi árs.