Tíminn - 06.04.1945, Blaðsíða 5
25. Mað
TÍIIBW. föstdagimi 6. apríl 1945
5
Trjárækt barna
og unglinga.
(Framhald af 4. síðu)
í þeirri íþrótt aö rækta tré.
Menn þurftu að hugsa sig um
það í marga áratugi. Nú er
nauðsyn þess loksins viður-
kennd. — Þegar framsýni og
skammsýni eigast við, er það
venjulega hin síðarnefnda, sem
ber hærra hlut.
Hver, sem rennir auga yfir
land Reykjavíkurbæjar, hlýt-
ur að sjá, að miklu meira
ber þar á grjótlendi en mold-
arjarðvegi. Er því nauðsynlegt
að varðveita þar hvern gróður-
moldarblett til ræktunar nytja-
gróðurs. Það er kominn tími til
að við leggjum niður þann aum-
ingjaskap að greiða erlendum
verkalýð kaup fyrir að sá og
uppskera handa okkur þann
gróður, sem við ættum að geta
sjálfir framleitt og auðvelt er
að rækta. Hliðstætt þessu er
svo langt komið, að við í seinni
tíð erum farnir að borga Ame-
ríkumönnum peninga fyrir að
mjólka kýr sínar og búa til
handa okkur smjör. En á meðan
erum við að spilla gróðurmold-
inni sem annars væri hæfust
til þess að framleiða bæði mjólk
og smjör, og fela hana sem
lengst undir möl og grjóti.
Séu íþróttamenn búnir að fá
endanlegt loforð um að gera
LaugacJalinn að íþróttavelli,
ættu þeir að afsala sér þeim
rétti sem fyrst, en fá í staðinn
svæði í úthverfum bæjarins, þar
sem ekki þarf að skerða rækt-
unarhæfan moldarjarðveg nema
að lítlu leyti.
Dreifing trjáplantnanna upp um
sveitir með aðstoð sumardvalar-
barna.
í seinni tíð hefir sá siður ver-
ið tekinn upp, að koma sem
flestum kaupstaðax-börnum fyr-
ir á sveitaheimilum til sumar-
dvalar. Líklegt er að þessu verði
haldið áfram um óákveðinn
tíma, þó að stríðinu linni. Kaup-
s,taðarbörn eru sem væntá má
fyrst í stað fákunnandi um flest
sveitastörf og margt af því, sem
lýtur að ræktun og umgengni
við jurtir og dýr, því að heima
fyrir, eða minnsta kosti í Rvík,
munu flest börn útilokuð frá
hinum hollu áhrifum jurtagróð-
ursins og bera því lítið skyn á
ræktun hans í þágu mannanna,
eða hvers virði hann er fyrir
dýralífið.
Komið hefir til orða, að nauð-
syn beri að kenna börnum ein-
földustu aðferðir við gróður-
setningu og hirðingu trjáplantna
og að gera trjárækt og blóm-
jurtarækt að skyldu-námsgrein-
um í barnaskólum bæjarins og
öðrum alþýðuskólum í landinu.
Þetta er fallega hugsað og er
vonandi að ekki verði látið sitja
við orðin tóm, eða ráðagerðir.
Er hér orðin mikil hugarfars-
breyting frá því sem var fyrir
liðlega 30 árum síðan. Þegar
kaupstaðarbörn hafa fengið
sæmilega þekkingu á gróður-
setningu og meðferð trjáplantna
ætti hvert barn, er fer upp í
sveit til sumardvalar, að fá að
taka með sér nokkrar trjáplönt-
ur — allt að 100, til þess að gefa
tilvonandi húsbónda sínum á
nýja heimilinu í sveitinni og
nokkrar blómjurtafrætegundir
handa húsfreyjunni. Gjafir þess
ar yrðu viðtakendum kærkomn-
ar og til mikillar ánægju, og þá
ekki sízt börnunum sjálfum, sem
bæi’u þær fram. Sérstaklega ef
þau eru búin að fá svo mikla
þekkingu og reynslu á meðferð
plantnanna, áð þau treystu sér
til að koma þessum gróðurvísi
í rétt samband við gróðurmold-
ina, eða að minnsta kosti geta
frætt aðra um, hvernig það
skuli gert. Börn, sem ekki væru
búin að afla sér þekkingar á
meðferð plantnanna eða van-
rækt það, færu auðvitað á mis
við plöntunestið.
Þannig löguð aðferð að dreifa
ti’jáplöntunum upp um sveitir
er vel framkvæmanleg. Bændur,
sem ættu von á slíkri plöntu-
gjöf frá hinum ungu dvalargest-
um sínum úr kaupstaðnum,
teldu sár skylt að hafa við hönd-
ina afgirtan reit, utan túns eða
innan, sem yrði gerður að ör-
uggum griðastað trjáplantn-
anna í framtíðinni.
Ef um 1000 börn færu á hverju
vori úr kaugstöðum og upp í
sveit til sumardvalar og hvert
þeirra fengi með sér 100 gjafa-
plöntur, að . meðaltali, þyrftu
100 þús. trjáplöntur handa þeim
öllum. En hvaðan eiga þær að
koma og hver á að borga þær,
munu menn spyrja. Því er fljót-
svarað. Skógrækt ríkisins á að
leggja til plönturnar og bæjar-
félögin, þar sem börnin eiga
heima, að borga þær. Hér er ekki
nema um eina leið að ræða.
Kaupstaðirnir eiga sjálfir enga
trjáræktarreiti, þar sem plönt-
ur eru aldar upp af fræi. En þeir
ættu ekki að una við það til
lengdar. Um hitt er ekki að
ræða, eins og nú standa sakir,
að panta trjáplöntur frá út-
löndum. Þó að kringumstæður
leyfðu það, er svo um hnúta
búið, að samkvæmt núgildandi
lögum mega hvorki einstakir
menn eða bæjarfélög flytja inn
í landið trjáplöntur eða trjáfræ
til ræktunar. íslenzka ríkið hef-
ir þenna rétt og enginn annar,
eins og áður er tekíið fram.
Hinn nafnkunni Norðmaður
Christian Gjerlöff hefir sagt:
„tað er sú bezta föðurlandsást
að auka á hverju ári gróður og
frjósemi landsins." Á hann hér
við ræktun skóganna. Þetta er
sannmæli, sem á við ísland ekki
síður en önnur lönd. En það á
enginn, hvorki ríkið eða ein-
stakir menn, að hafa einkasölu
á föðurlandsástinni, þó að svo
slysalega hafi tekizt til, að ein-
staklingum skuli bannað að
þiggja að gjöf eða panta frá
útlöndum fræ eða plöntur til
„að auka gróður og frjósemi
landsins.“
Áður én langir tíma líða má
vænta þess, að þjóðin geri sig
ekki ánægða með minna en að
gróðursetja eina milljón trjá-
plantna á ári, eða sem svarar
10 plöntur fyrir hvert nef á
landinu. Og víst er um það, að
varla ætti að standa á fram-
réttum höndum barna og ung-
linga til að koma slíku plöntu-
ungviði í samband við mold
f óstur j arðarinnar.
Höfðingflegf gjöf
Vöggustofusjóði Ragnheiðar
Sigurbjargar ísaksdóttur hefir
nýlega borizt höfðingleg gjöf, að
upphæð krónur 1240,00 — tólf
hundruð og fjörutíu krónur —,
frá 28 gefendum í Borgarfirði
eystra. En Ragnheiður Sigur-
björg ísaksdóttir, ijósmóðir frá
Seljamýri, gegndi ljósmóður-
stöffum í Borgarfirði eystra um
alllangt skeið. Og segir í með-
fylgjandi bréfi, að gjöf þessi sé
„þakklætisvottur fyrir einstaka
fórnfýsi og velvild — frá fyrstu
kynningu til síðustu stundar".
Fyrir hönd Vöggustofusjóðsins
færi ég gefendunum alúðar-
fyllstu þakkir fyrir að heiðra
minningu móður minnar á svo
höfðinglegan og ógleymanlegan
hátt.
Reykjavík, 27. marz 1941.
ísak Jónsson.
Tílkynníng frá Víð-
skíptaráði um kaup á
vélum frá Banda-
ríkjunum
íslenzka innkaupanefndin í
New York hefir tilkynnt Við-
skiptaráðinu, að fáanlegar séu í
Bandaríkjunum, til afgreiðslu
nú þegar, nokkrar tegundir
bátavéla af ýmsum stærðum,
séu kaupin gerð strax.
Helztu tegundir þessara véla
eru sem hér segir:
1. Washington Diesel-vélar,
240, og 600 hestöfl.
2. Atlas Imperial Diesel-vélar,
320 hestöfl.
3. Fairbanks Morse Diesel-
vélar, 1400 hestöfl.
Nánari upplýsingar um verð
og annað, veitir innkaupadeild
Viðskiptaráðs.
Þeir, sem kynnu að hafa hug
á kaupum þessum, eru beðnir að
snúa sér til Viðskiptaráðsins,
hið allra fyrsta, því búast má
við, að vélar þessar verði seldar
öðrum, séu kaupin ekki gerð
strax.
Vilhelm Moberg:
(
Eiginkona
FRAMHALD
Og Margrét hlustaði á hann, hálf-skelkuð, hálf undrandi. Svona
orð hafði hún aldrei heyrt nokkurn bónda láta falla. Faðir henn-
ar hafði aldrei látið sér slíkt um munn fara og Páll ekki heldur
— enginn af hennar fólki talaði svona. Þess vegna vissí hún
líka, að Hákon hafði lent á algerðum villigötum. Hann hafði
tekið það í sig að lúta ekki neins manns boði. En fólk átti að
yera auðmjúkt og ánægt og þolinmótt og sætta sig við sitt
hlutskipti og hlýðnast presti og dómara — þannig höfðu hennar
ættmenn verið á undan henni, og þannig vildi hún sjálf vera, og
þetta var hið rétta.
Margrét hafði uppgötvað nýjan þátt í eðlisfari Hákonar, og
nú skilur hún það betur: Að hann vill fá hana til þess að sti’júka
burt frá bónda sínum.
*
Hreppstjórinn hefir tekið veð hjá Hákoni — það vita allir
þyggðarmenn, og það er talað um þennan atburð í öllu byggð-
arlaginu. Og menir velta vöngum yfir því, hvort síðasti af-
springur Ingjaldsættarinnar, sem enn á jörð, muni sitja árið út á
býli sínu.
En þegar lögtaksmennirnir eru búnir að sækja uxana til Há-
konar, kemur einn nágranni hans og býður honum sína í stað-
inn. Það er Páll, sem það gerir. Hann er einmitt "nýbúinn með
vorverkin, svo> að hann þarf ekki að nota uxana meira. Hákon
getur vel notað þá, þangað til akurvinnu hans er lokið. Hann
gat tekið þá af básunum, þegar honum sýndist — okið. hangir
þar við hliðina á þeim.
Hákon langar mest tii þess að hafna boðinu. Hann vill sem sé
ekki erja akurinn með uxum annars manns, hann vildi ekki
heldur nota uxana sína eftir að hreppstjórinn setti innsiglið á
hornin á þeim. Og það uxum Páls — Páls — nei og aftur nei.
Hvers vegna kemur ekki einhver annar og býður honum gripi
sína? Bara, að einhver annar kæmi! Þá gæti hann sagt við Pál:
— Ég- þakka þér innilega, en ég þarf ekki á þessu að halda. En
enginn annar gefur sig fram. Hvers vegna þurfti Páll endilega að
koma — hvernig hvert ólánið gat rekið annað! Heldur ætlar
hann að láta akurinn ósáinn í §umar en þiggja uxana af Páli.
Hann ætlar að hafna boðinu — en hverju getur hann borið við?
Fáll heldur, að hann sé orðinn geggjaður — eða verra en það:
Hann getur farið að gruna margt. Nei, hann getur ekki hafnað
boði Pás, þá færi hann að hugsa um framkomu hans. Hann
neyðist til þess að þiggja uxana.
Svo verður hann Páli samferða heim og leggur okið á uxana
hans og segir:
— Ég þakka þér margfaldlega. Ég voná, að ég geti gert þér
greiða í staðinn.
Og líka þetta — hvernig stóð á því, að hann sagði þetta síð-
asta? Urðu þessi orð til í munni hans? Þau skruppu út úr hon-
um í andartaks aðgæzluleysi, rétt eins og sprækt ungviði stekk-
ur yfir girðingu. Og Hákon bítur í þessa fláu tungu. Er hún þá
orðin öll önnur en fyrrum? Annað eins.og þetta hefði hann
ekki látið sér um munn fara hér áður fyrr. Honum bar að þakka
Páli, en það var svívirðilegt spott að minnast á endurgjöld.
Hann getur ekki ímyndað sér, að hann muni nokkurn tíma end-
urgjalda greiða Páls — hann veit meira að segjg., að eftir þetta
getur hann aldrei greitt honum þá þakkarskuld, sem hann er
í við hann.
Og svo vinnur Hákon daglangt á akrinum með eyk Páls. Á
kvöldin fer hann á laun til móts við konu hans og svalar fýsnum
sínum.
Þetta fær mjög á hann. Hann sekkur æ dýpra í öll þessi óheil-
indi. Heiðai’legra hefði verið að taka konuna af Páli með valdi
og flýja með hana til skógar. Þá hefði hann sýnt, hver hann var.
Þetta, sem hann gerir' nú, er ekki manni sæmandi — hann hefir
samið sig að siðum hins blauða.
Þetta hefði ekki gerzt, ef Margrét hefði- viljað fylgja honum.
Og hann segir henni á hverju kvöldi, að þetta geti ekki svo til
gengið. Hún eigi ekki að neyta brauðs Páls og sofa í hans húsum,
fyrst að hún er ekki lengur kona hans. Og hvei’nig getur hún
líka fengið sig til þess að gera það? Hún kaupir sér frið með lygi
og fláttskap. Hann er smeykur um, að hún komizt að því full-
keyptu áður en lýkur.
Hákon hélt, að Páll hefði boöið honum uxana að áeggjan Mar-
grétar. En Páll hafði gert það af sjálfs hvötum — það var líka
ekkert við uxana að gera, það var svo auðvelt að gera honum
þennan vinargreiða. Já, Margrét hafði meira að segja sett sig
upp á móti þessari greiðasemi hans: Þau hérna á þessum bæ
höfðu þegar gert Hákoni svo margan greiða, að það gat verið
nóg í bili. Það myndi kannske hefna sín síðar, ef þau héldu
svona áfram. Ætli Hákon borgaði nokkurn tíma hálminn, sem
hann hafði fengið? Ætli þau sæju mikið af rúgnum, sem þau
lánuðu honum — henni var spurn? Það var óvíst — honum
var kannske ekki allt of vel treystandi.
Já, Margrét var svo slóttug, að hún talaði illa um Hákon. Og
hún furðaði sig á því, hve slæg hún var. Þannig kom hún Páli til
þess að taka svari Hákonar:
Granni þeirra var drenglundaður maðúr, og hann mat að verð-
leikum veitta hjálp. Hann varð blátt áfram að neyða hann til
þess að þiggja uxana — Hákon sá það svo sem sjálfur, að hann
hafði þegar þegið margt af þeim í skjóli vináttunnar. Svo að
því fór fjarri, að granni þeirra væri vanþakklátur dóni. Hann
myndi alveg áreiðanlega gera þeim hvern þann greiða, er hann
gat, ef þau þyrftu nokkurn tíma hans hjálpar við.
Og Páll sagði svo margt hlýlegt um Hákon, að konan þagnaði
og iðraðist þeirra orða, sem hún hafði látið falla. Hvernig stóð
á því, að henni datt þetta ljóta tiltæki í hug? Hún hafði mann-
inn sinn að ginningarfífli. Var það ekki nóg, að hún dró hann
á tálar? Hún þekktist alla þá umönnun, er hann veitti henni,
en hún launaði umhyggju hans með því aö draga hann á tálar.
Það var ekki fallegt af henni að bæta svo gráu ofan á svart með
því að vefja honum svona kvikindislega um fingur sér. Nei, hún
kannaðist ekki lengur við sjálfa sig. Aldrei hafði hana grunað, að
hún byggi yfir svona skefjalausu fláræði. Var það satt, sem Hákon
sagði: urðu þau að úrþvættum, ef þau héldu áfram að lifa
saman á laun?
Og stundum kom það fyrir, að Margrét reyndi að kanna hug
sinn. Hún vildi varpa af sér einhverju af þessari sektartilfinningu,
JtJLLl OG DÚFA
Eftir JÓJV SVEIIVSSOIV. -
En undrun þeirri, sem greip mig, verður ekki með orð-
um lýst.
Kindin, sem stóð fyrir framan mig og horfði svo fast
á mig. hún var engin önnur en — Dúfa!
Margt hafði komið fyrir mig á bernskuárum mínum,
en ekkert hafði þó komið mér eins á óvart og þetta.
Aumingja Dúfa, sem ég hafði saknað svo sárt og lengi,
hún stóð nú hér fyrir framan mig bráðlifandi.
Mer sýndist hún hafa stækkað mikið þennan mánuð,
sem hún lá í fönninni. i
Og nú rénaði hræðslan og ofboðið, sem hafði gripið
mig. í þess stað varð ég snortinn af óumræðilegri gleði.
Ég færði mig nær blessaðri skepnunni og kallaði á hana
með nafni og ýmsum gæluorðum.
„Dúfa litla,“ sagði ég, „blessað litla lambið mitt. Loks-
ins fann ég þig. Aumingja Dúfa, skelfing hefir þér nú
liðið illa af kulda og hungri. Óhræsis hríðin, sem tók
þig, svo að þú gazt ekki komið aftur heim til okkar. Og
við leituðum öll að þér í spánska kofanum, en fundum
þig ekki. Og þá fórum við að gráta.“
í bárnalegri gleði minni talaði ég við hana góða stund
á þessa leið, strauk henni og þrýsti henni að mér, en
hún stakk höfðinu í handarkrika minn, eins og hún
var vön áður.
Nú fór ég að líta í kringum mig í þessu fangelsi og
athuga, hvefnig ég ætti að fara að frelsa Dúfu og sjálf-
an mig.
Þetta var kringlótt gjóta, sem við" vorum í. Tæpur
faðmur'Var hún á dýpt og álíka víð. Snjórinn í kring
var allur orðinn að ís, svo að nú var þetta eins og klaka-
hvelfing.
Ég sá í hendi, að ég mundi ekki komast upp úr af
eigin rammleik. Ég gat ekki fengið af mér að stíga á
bakið á Dúfu. Hún hefði áreiðanlega ekki þolað það,
auminginn, svo að það mátti ég ekki gera.
Mér þótti líka of vænt um hana til þess.
Mér var líka um og ó að stíga á dauðu kindina.
Ég varð því að láta fyrir berast þarna, þangað til
Nú virti ég Dúfu nánar fyrir mér, og sá ég þá, að
hinir kæmu og hjálpuðu mér upp.
Sjafnar tannkrem gerír
tennurnar mjallhvítar
Eyðir tannsteini og himnu-
myndun. Hindrar skaðlega
sýrumyndun í munninum og
varðveitlr með því tennurn-
ar. Inniheldur alls engin
skaðleg efni fyrir tennumar
eða fægiefni, sem rispa tann-
glerunginn. Hefir þægilegt og
hressandi bragð.
NOTIÐ SJIFíV/IR TMIVKREM
KVÖLW OG MORGJVA.
Sápuverksmiðjan Sjöfn
Akureyri
. Jördin Indridastaðir
i Skorradal
fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Eignaskipti geta
komið til greina. — Upplýsingar hjá eiganda og ábúanda jarð-
arinnar, Kristjáni Guðmundssyni, og hjá Guðmundi Guðmunds-
syni, Bergstaðastræti 48 A, Reykjavík, sími 4937.