Tíminn - 06.04.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.04.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. Símar 2353 Og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Símar 2353 oK 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Simi 2323. 29. árg. Reykjavík, festndaginu 6. apríl 1945 Byggíng Þjóðmínja* safnsíns hefst í sumar Eins og kunnugí er, sam- þykkti Alþingi að koma upp vandaðri byggingu yfir Þjóð- minjasafnið til minningar um lýðveldisstofnunina og var ákveðið að verja 3 milj. kr. til þessarar framkvæmdar. Annar ’^ndirbúningur er nú kominn svo langt, að byrjað verður á byggingunni í sum- ar. « Eftir að Alþingi tók áður- greinda ákvörðun, skipaði þáv. ríkisstjórn í byggingarnefnd dr. Alexander Jóhannesson, Valtý Stefánsson og Matthías Þórðar- son. Núv. stjórn bætti við í nefndina þeim Kristni Andrés- syni og Kristjáni Eldjárn. Nefndin hefir ákveðið að húsið skuli reist á horni Melavegar og Hringbrautar, rétt hjá háskól- anum. Þá fól hún húsameistur- unum Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Einarssyni að gera uppdrætti að húsinu. Er það verk nú langt komið. kúsið verður þrjár hæðir, 60 m. langt og 18 m. breitt. Hæðunum verð- ur þrískipt. í miðju þeirra verða stórir salir, en smærri herbergi til hliðar. Listaverkasafni rík- isins er ætlað að vera í einum stóra salnum, unz það eignast eigin byggingu. Sérstakur fyrir- lestrasalur, er rúmar á annað hundrað manns, verður í hús- inu. Áællunarferðir að hefjast Vegna breytzt tíðarfars og þurrviðra um og eftir páskana hafa vegir þornað og batnað yf- irferðar, og vegabönnum því verið aflétt. Fært er um Suðurlandsundir- lendi allt austur í Vík í Mýrdal og hafa áætlunarfeúðir hafizt þangað. Um Vesturland er fært um Bröttubrekku og Dali. Til Norðurlands er fært í Skaga- fjörð og í þann veginn að verða fært til Akureyrar. Undanfarið hefir verið unnið að snjómokstri á Öxnadalsheiði. Póststjórnin hyggst að fara fyrstu áætlunarferð landleiðis til Akureyrar í dag. Sjo menn dæmdír fýrír ýms afbrot Sakadómari hefir nýlega kveðið upp fimm dóma fyrir ýmiskonar afbrot. Maður að nafni Sigfús Jónas son, Brekkustíg 8, var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir mannúðarleysi við drukkna stúlku. Hafði hún heimsótt Sig- fús ölvuð, en hann rekið hana á dyr. Stúlkan féll á tröppun- um og lá þar meðvitundarlaus í blóði sínu, þegar komið var að. Var hún þegar flutt í spítala og lézt nokkru síðar. Sigfús er tal- inn hafa sýnt mannúðar- leysi, með því að koma henni ekki til hjálpar, enda er þá talið vlst, að hann hafi vitað um slys- ið, en hins vegar er ekki hægt að sanna, að ákærði hafi hrint stúlkunni niður tröppurnar, því hún fékk aldrei meðvitund, eft ir að hún fannst. — Sigfús hefir áður verið dæmdur fyrir auðg unarbrot. Knútur Guðjónsson var dæmd- ur til að greiða 4000 kr. og í 60 daga fangelsi fyrir líkamsárás — Hann hefir áður verið verið dæmdur fyrir auðgunarbrot. Stefán Agnar Magnússon, Ingólfsstræti 7 B, var dæmdur í (Framhald á 8. slBu) 25. blað Hefur flugfélagíð míllilandaferðir i sumar l Flugfélag íslands undirbýr nú millilandaflug til Eng- lands og Ameríku. Félagið keypti síðastl. haust stóran flugbát, sem mun taka 20 far- þega T millilandaflug og 24 farþega í innanlandsflug. Unnið er nú að því að ganga frá innréttingu þessa flug- báts fyrir farþegaflug. Bergur Gíslason, formaður fé- lagsins og Örn Johnson, fram- kvæmdastjóri þess, eru nýlega komnir úr Englandsför. Þangað fóru þeir til þess að kynna sér nýjungar í flugtækni og fyrir- ætlanir Breta um millilanda- flug að stríðinu loknu. Hvenær millilandaflugferðir hefjast á vegum félagsins verður ekki með vissu sagt, að svo komnu máli, en líkur benda til, að þær geti hafizt í sumar. Þörfin fyrir flugferðir til Ameríku er ákaf- lega brýn, þar sem ekkert skip með farþegarúmi er 1 förum síðan Dettifoss sökk. SkeiðfossraSstöðín tekín til starfa Rafstraum var hleypt frá Skeiðfossvirkjuninni til Siglu- fjarðar 29. marz síðastl. Virkj- unin framleiðir nú 1500 til 1800 hestöfl, en þegar búið er að hækka stífluna um 6 m. er á- ætlað, að orkan verði 2350 hestöfl. Aðrennslisæð virkjun- arinnar er 650 m. löng og 2,10 m. í þvermál. Pípurnar geta flutt vatnsmagn sem nægir tveimur vélgsamstæðum og er ætlunin að bæta við annari véla- samstæðu á næsta sumri. Telja rafmagnsverkfræðingar, að afl hinnar nýju samstæðu muni verða 3500 hestöfl, verður þá orka stöðvarinnar alls um 6000 hestöfl. Sótt um 6 prestaköll af 18 lausum 1. apríl var útrunninn um- sóknarfrestur að þeim 18 pfesta- köllum, sem auglýst hafa verið laus til umsóknar. Alls bárust umsóknir um 6 af prestaköllun- um. Um Vestmannaeyjar sóttu sr. Halldór Kolbeins að Mælifelli, sr.. Sigurður Guðmundsson að Grenjaðarstað og sr. Yngvi Þór- ir Árnason, að Árnesi. Um Hest- þing sótti sr. Jón M. Guðjóns- son að Holti undir Eyjafjöllum. Um Bergþórshvol sótti sr. Sig urður S. Haukdal 'iprófastur -í Flatey á Breiðafirði. Um Stað á Reykjanesi sótti sr. Jón Árni Sigurðsson, settur prestur þar Um Brjánslæk sótti sr. Guð- mundur Guðmundsson, settur prestur þar. Um Sauðlauksdal sótti sr. Trausti Pétursson, sett- ur prestur ftar. f DAG birtist á 3. síðu síðari hluti grcinar Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum um sjávar- útvegsmál. Neðanmáls er grein eftir Guð- mund Davíðsson um trjárækt- ardaga barna og unglinga. Á 4. síðu er pistill frá Karli í Koti. Merkilegar upplýsingar í Skutli um striðsyfirlýsingarmálið: tr Atti að leyna málinu fyrir forseta og Alþingi, ef Tyrkinn hefði getað þagað? DRBtUSTAA UM VDÍARBORG IIAFIA HlT> iTðíái Styrjöldin hefir nú borizt til einnar sögufrœgustu stórborgar í Evrópu, Vínarborgar. Herma seinustu fréttir, að Rússar séu komnir inn í borg- ina og standi bardagar þar yfir. Þjóðverjar hafa lýst yfir því, að þeir muni verja borgina v í lengstu lög. Fyrir styrjöldina voru um 2 milj. íbúa í Vín. Mynd þessi er frá tímum austurríska lýðveldisins og sýnlr mann- fjölda, er safnazt liefir saman á torginu fyrir framan ráðhús borgarinnar. Skíðalandsmétínti á Ísafírðí lokíð Skíðalandsmótinu á ísa- firði er nýlokið. Guð- mundur Guðmundsson frá í- þróttabandalagi Akureyrar, vann í samanlagðri göngu og stökki og fékk því nafnbót- ina „Skíðakóngur íslands“. Alls tóku þátt í mótinu 45 keppendur, þar af 18 frá íþrótta- bandalagi Reykjavíkur (IBR), 13 frá íþróttabandalagi ísa- fjarðar (IBI), 10 frá íþrótta- bandalagi Strandasýslu (IBSt), 4 frá íþróttabandalagi Akur- eyrar (IBA) og einn frá í- þróttabandalagi Siglufjarðar (IBS). Helztu úrslit mótsins voru, sem hér segir: Ganga: A- flokkur, 1. Guðm. Guðmunds- son, IBA, 77,18 mín. B-flokkur, 1. Reynir Kjartansson, IBR, 83,29 mín. Stökk: A-flokkur, 1. Jónas Ásgeirsson, IBS, stökk 25,5 og 24,5 m. B-flokkur, 1. Haukur Benediktsson, IBI, 21,0 og 21,5 m. Svig: A-flokkur, 1. Guðmundur Guðmundsson, IBA, 238,8 sek. B-flokkur, 1. Þórir Jónsson, IBR, 204,0 sek. C-flokk- ur, 1. Stefán Kristjánsson, IBR, 212,4 sek. Auk þess var keppt í sveitarkeppni í svigi og vann IBA hana á 8,16,5 mí)i. A-flokk- ur kvenna: 1. Maja Örvar, IBR, 73,7 sek. B-flokkur kvenna, 1. Inga Árnadóttir, IBR, 60, 1. sek. Þing Þjóðiæknísfél. w Vestur-Islendínga Rifhard Beeh endiír- kjöriim forseti l»ess. Á ársþingi Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga, sem haldið var síðustu daga febrúarmánað- ar voru þessir menn kosnir í framkvæmdanefnd: Dr. Richard Beck, forseti, séra Valdimar J. Eylands, varaforseti, G. L. Jó- hannsson, féhirðir, séra Egill H. Fáfnis, vara-féhirðir, séra H. E. Johnson, skrifari, Jón Ásgeirs- son, vara-skrifari, Guðmann Levy ,fjármálaritari, Árni G. Eggertsson, K. C., varafjármála- ritari, Ól. Péturss., skjalavörður. Úr framkvæmdanefnd gengu samkvæmt eigin ósk: Ásmundur P. Jóhannsson, féhirðir, séra Sigurður Ólafsson, ritari, Mrs. Einar P. Jónsson, vararitari, Sveinn Thorvaldson, varafé- hirðir og dr. S. E. Björnísson, vara-fjármálaritari. Hafði Ás- mundur P. Jóhannsson átt sæti í nefndinni ujm 20 ára skeið, og flest hinna einnig árum saman. Þingið var mjög fjölsótt, og aðalræður á samkomunum í sambandi við það, þeir dr. Helgi P. Briem, aðalræðismaður, sem var fulltrúi ríkissjórnar íslands, og Árni G. Eylands fram- kvæmdastjóri, forseti Þjóð- ræknisfélagsins í Reykjavík, og var þeim báðum fagnað hið bezta." Stjórnarbylting; í Stúdentarádinu Nýlega hafa orðið stjórnar- skipti í Stúdentaráði. Stúdenta- ráð er þannig skipað, að þar eru 4 íhaldsmenn, 3 kommúnist- ar, 1 jafnaðarmaður og 1 Fram- sóknarmaður (Frá félagi frjáls- lyndra stúdenta). Við stjórnar- kosmngu í haust varð sam- komulag milli kommúnista, jafnaðarmanna og Framsóknar- (Framhaíd á 8. síðu) 40 íbúðir byggðar Stjórn Byggingarfél. verka- manna hefir nýlega ákveðið að hefjast nú þegar handa um byggingu 40 íbúða, þriggja her- bergja. Sótt hefir verið um lóð undir húsin í Rauðarárholti. Byggingarfélag verkamanna var stofnað 1939 og hefir nú þegar byggt 124 íbúðir-— í stjórn félagsins eru: Guðm. I. Guð- mundsson, form. Magnús Þor- steinsson, varaform, Gr.Bjarna- son, gjaldlc., og Bjarni Stéfáns- son og Sv. Sveinsson, meðstj. Þingmeim Framsóknarflokksins greíddu atkvæði gegn ályktuninni, sem þingid ger.di um málið í páskavikunni komu hingað til lan'ds Pétur Benediktsson, sendiherra íslands í Moskvu, og Eiríkur Benedikts, sendisveitar- ritari í London. Samkvæmt allgóðum heimildum hefir Tíminn ástæðu til að ætla, að heimkoma beggja standi í sambandi við stríðsyfirlýsingarmálið svonefnda, sem enn mun enganveginn úr sögunni, enda vafalaust mikil áherzla á það lögð af valdamesta stjórnarflokknum, kommúnistaflokknum, að ríkisstjórnin „bæti úr því, sem Alþingi hefir mistekizt“, eins og aðaimálgagn hans hefir komizt að orði. Hins vegar hefir sendiherrann í Washington eða starfsmaður þaðan ekki komið heim ennþá, en margir þeir, sem kunnugir eru, munu þó hafa talið skeyti hans viðkomandi þessu máli, gefa fyljsta tilefni til að sendiherra sá yrði kvaddur heim. Átti að leyiia málinii fyrir forscta og Alþingi? Það seinasta, sem hefir gerzt opinberlega í þessu þýðingar- mikla máli, er grein, sem birt- ist í vestfirzka blaðinu Skutli 24. f. m. Þar erft veittar nýjar, athyglisverðar upplýsingar um betta mál og má vafalaust telja þær hinar áreiðanlegustu vegna tengsla blaðsins við dómsmála- ráðherrann. í Skutli segir m. a. á þessa leið: „Það mun hafa verið hinn 13. febrúar, sem utanríkis- j ráðherra fékk tilkynningu uin, að íslandi væri gefinn kostur á að taka þátt í San Francisco-ráðstefnunni, ef það liefði sagt Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur fyrir 1. dag marzmánaðar^ Þessum boðskkp mun sjálf- um forseta ríkisins ekki hafa verið trúað fyrir um viku skeið, og þinginu ekki fyr dn allt að hálfum mánuði, frá því boðskapurinn barst utan- ríkisráðherranum í hendur. En þá hafði fréttin um málið borizt íslenzku þjóðinni fram hjá þingi sinu og stjórn, gegn um útvarp austan úr Litlu- Asíu!!“ Þessar upplýsingar Skutuls virðast benda ískyggilega mik- ið til þess, að ríkisstjórnin hafi haft fullan hug á að afgreiða þetta mál, án samráðs við for- seta íslands og Alþingi, ef Tyrk- ] inn hefði ekki gert henni þann óleik að segja frá því, að ís- lendingum hefði verið send þessi ékilaboð! Væri það líka vel skilj anlegt, að kommúnistar hefðu viljað hafa þá afgreiðslu á málinu, þar sem þeir munu ekki hafa treyst á, að Alþingi fengist til fylgis við stefnu þeirra. Þessar upplýsingar Skutuls eru vissulega á þann veg, að þjóðin á fyllstu heimtingu á, að stjórnin geri hreint fyrir sínum dyrum, bæði í þessum efnum og öðrum, er við koma þessu máli. Meðferð málslns á Alþingi. Skutull víkur í áðurnefndri grein sinni að ályktun- þeirri, sem gerð var um málið á lokuð- um þingfundi. Telur blaðið, að þingið hefði átt að lýsa yfir því, að ísland vildi ekki taka þátt í stríðsáðgerðum-í neinni mynd. Síðan segir það: „Því miður er svar Alþing- is, eftir því sem næst verður komizt, ekki í samræmi við þetta. Það er að vísu ekki bein stríðsyfirlýsing, en í því er lögð sérstök áherzla á, að ísland hafi verið raunveru- legur þátttakandi í ófriðnum frá stríðsbyrjun, og þannig er svarið, af einhverjum öflum innan Alþingis, togað I það form, að það fari SEM ALLBA NÆST ÞVÍ AÐ JAFNGILDA STRÍÐSYFIRLÝSINGU“. í tílefni af þessari frásögu Skutuls, að svar Alþingis hafi verið „togað í það form, að það fari sem allra næst því að jafn- gilda stríðsyfirlýsingu", hefir Tíminn talið sér skylt að afla upplýsinga um afstöðu þing- manna Framsóknarflokksins til málsins. Tíminn telur sér líka heimilt vegna framangreindra upplýsinga í blaði, sem er ná- tengt einum ráðherranum, að skýra frá því, að þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði gegn þeirri ályktun,sem samþykkt var. Framsóknarmenn fluttu sérstaka tillögu, sem ekki fékkst samþykkt. Viðkomandi afstöðu Fram- sóknarflokksins þykir að öðru leyti nægja að vísa til þeirrar greinargerðar um málið, er birt var hér i blaðinu 2, marz síð- astl. Tillagan, sem flokkurinn flutti í þinginu, var byggð á þeim forsendum, er þar voru greindar. Þótt tillaga flokksins fengist ekki samþykkt, má ó- hætt fullyrða, að afstaða hans hafi áorkað því, að ályktunin, er samþykkt var, var stórum betri en frumtillögur stjórnar- liðsins. Leyndm niá ekki haldast lengur. í áðurnefndri grein Skutuls segir svo um hina miklu leynd, sem stjórnin heldur yfir þessu máli: „Nú er liðið á annan mán- uð, frá því þetta stórmál barst íslenzkum stjórnarvöld- um í hendur. Ennþá er sajtna , leyndardómshulan yfir öllu. Engin opinber skýrsla hefir fengizt fram um það, hvað þá heldur að frumgögnin sjálf hafi verið lögð á borðið. Þetta háttalag allt saman er stórvítavert." Það er vissulega ekki ofmælt, að pukur ríkisstjórnarinnar um þetta mikilsverða mál, sé stór- vítavert. Þetta mál varðar þjóð- ina alla og þar má enga stefnu- breytingu gera, án vitund- ar hennar. Þjóðin á fyllstu heimtingu á að vita allt, (Framháld á 8. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.