Tíminn - 06.04.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.04.1945, Blaðsíða 8
Þeir, sem viljja hynna sér þjóðfélaysmfil, inn- lentl oti útlend, Jiurfa að Iesa Daqshrá. 6. APRÍL 1945 25. blað Aðeíns 2 söludagar eitir í 2. ilokki. - HAPPDRÆTTID AM tlL TÍH US V 24. marz, laugardagur: Sókn Montgomerys Vesturvígstöðvarnar: Her- sveitir Montgomerys náðu fót- festu á 20 km. löngu og allt að 5 km. breiðu svæði austan Rín- ar milli borganna Wesel og Rees. Um morguninn var fjöl- mennt brezkt og amerískt fall- hlífalið látið lenda austan Rín- ar. Bardagar voru ákaflega harðir og hefir flugher Banda- manna aldrei- farið fleiri árás- arferðir á einum degi. Austurvígstöðvarnar: Rússar unnu mikið á i sókn sinni við Balatonvatn í Ungverjalandi. Þeir tóku borgina Neisse í Efri Slesíu. 25. marz, sunnudagur: Darmstadt tckin. Vesturvígstöðvarnar: Þriðji ameríski herinn hefir sótt hratt fram austan Rínar í tveimur fylkingum. Tók önnur Darm- stadt, en hin hefir farið yfir Mainfljót og nálgast Frank- furt. Virðist þessi sókn þriðja hersins hafa komið Þjóðverjum á óvart. Á Weselsvæðinu færðu Bandamenn út kvíarnar, þrátt fyrir harða mótspyrnu Þjóð- verja. Austurvígstöðvarnar: Rússar tófeu nokkur úthverfi Danzig. 26. marz, mánudagur: Lloyd George deyr. England: Lloyd George, hinn heimsfrægi stjórnmálamaður, lézt eftir alllanga legu. Hann var forsætisráðhérra Breta- í sein- ustu heimsstyrjöld oy er öðrum mönnum fremur þakkaður sig- ur Bandamanna í henni. Hann var 82 ára. Vesturvígstöðvarnar: Her Montgomerys hefir náð 80 km. af austurbakka Rínar og sum- staðar sótt fram 20—30 km. Stöðugir herflutningar eru yfir Rín og varnir Þjóðverja eru ekki mjög harðar. Fyrsti og þriðji ameríski herinn hafa enn sótt fram, en leynd er 1 haldið yfir sókn þeirra. Vitað er þó, að 3. herinn er kominn inn í Asöhaf- fenburg, 27. km. suðaustur af Frankfurt am Main. Austurvígstöðvarnar: Rússar skýrðu frá nýrri framsókn í Ungverjalandi og Efri-Slesíu. 27. marz, þriðjudagur: 7. herlnn fer yfir Rín. Vesturvígstöðvarnar: Fyrsti og þriðji ameríslju herirnir náðu saman austan Rínar og sækja fram á 180 km. breiðri víglínu. Framsveitir 1. hersins eru komnir að Giessen, en fram- sveitir 3. hersins hafa sótt fram til Lohr, 30. km. austur af Aschaffenburg. Aðrar sveitir hans berjast enn í Frankfurt. Sjöundi ameríski herinn héfir farið austur yfir Rín norður af Mannheim og ná& öruggri fót- festu. Herir Montgomerys uku stórum umráðasvæði sitt, en þar er vörn Þjóðverja hörðust. Austurvígstöðvarnar: Tilkynnt að Rússar hafi nú brotizt inn í Danzig og Gdynia. Rússland: Tilkynnt, að Rúss- ar hafi fengiðjnörg herskip frá Bandamönnum, m. a. brezkt or- ustuskip. Argentína: Stjórnin lýsti yfir því, að Argentína hefði sagt Þýzkalandi stríð á hendur. 28. marz, miðvikudagur: Gdynia tekin. Austurvígstöðvarnarf Rússar tóku Gdynia. Þeir sóttu hratt fram í Vestur-Ungverjalandi til austurrísku landamæranna. Vesturvígstöðvarnar: Her Montgomery vann mikið á og virtust allar skipulegar varnir brostnar á vígsvæði hans. Bar- ist var í Emmerich og Borc- holt. Fréttabann var á sókn 1. og 3. hersins, en talið var að 3. herinn væri kominn allt til Wúrtsburg. 29. marz, fimmtudagur: Danzig tekin. Austurvígstöðvarnar: Rússar tóku Danzig. Her þeirra, sem hefir sótt fram í Ungverjalandi að undanförnu, fór víða yfir austurrísku landamærin. Annar her þeirra sótti hratt fram í SJóvakíu áleiðis til Bratislava. V esturvígstöðvarnar: Her Montgomery hefir rofið varnir Þjóðverja gersamlega og hefir sótt austur fyrir Ruhrhérað og nálgast Múnster. Sókn 1. og 3. hersins er haldið leyndri. 7. herinn tók Mannerheim. Kyrrahafsstyrjöldin: Til- kynnt, að stór floti Banda- manna væri við Rynkineyjar og héldi uppi árásum á þær. 30. marz, föstudagur: Frankfurt tekin. Vesturvígstöðvarnar: Til- kynnt að Frankfurt am Main væri alveg á valdi Bandamanna. Borgin Fulda var tekin. Her Montgomery tók Emerich. Ann- ars var haldið leynd um sókn Bandamanna, en sagt að hún gengi vel. Austurvígstöðvarnar: Rússar sóttu inn í Austurríki á all- breiðu svæði. Sókn þeirra til Bratislava hélt áfram. 31. marz, laugardagur: Frakkar fara yfir Rín. Vesturvígstöðvarnar: Franski herinn fór austur yfir Rín fyrir sunnan Mannheim. 7. herinn tók Heidelberg. Skriðdrekasveit- ir Bandaríkjamanna voru komn- ar til Hersfeld og Paderborna og voru skammt frá Kasel. Framsveitir Montgomery voru sagðar komnar 110 km. austur fyrir Rín. Austurvígstöðvarnar: Hröð sókn Rússa inn í Austurriki og Slovakíu. Pólland: Upplýst að Banda- ríkjamenn hafi neitað þeirri beiðni Rússa, að Lublinstjórnin fengi að hafa fulltrúa á ráð- stefnunni í San Francisco. 1. april, sunnudagur: Flótti í Hollaiuli. Vesturvígstöðvarnar: Til- kynnt var, að Þjóðverjar hefðu hafið undanhald í Norður-Hol- landi og væru miklar loftárásir gerðar á flutningalestir þeirra. Framsveitir Montgomerys voru sagðar 160 km. austan Rínar og eiga eftir skammt til Múnster. Austurvígstöðvarnar: Rússar tóku Glogan í Slesíu. Sókn þeirra í Austurríki og Slovakíu hélt áfram. Kyrrahafsstyrjöldin: Banda- ríkjamenn gengu á land á aðal- eyju Rinkyneyjanna. 2. april, mánudagur: Rnhrhérað umkringt. Vesturvígstöðvarnar: Til- kýnnt, að Ruhrhéraðið væri um- kringt og um 100—200 þús. manna þýzkur her einangraður þar. Herir Montgomerys og Bradleys náðu saman austan Rúhr í Lippstadt. Bandamenn fóru inn í Múnster og Kasel. Her Montgomerys var 10 km. frá OSnabrúch. Hann sótti einnig hratt inn í Holland og tók En- shed. Þriðji herinn er kominn til Eisenach. Austurvígstöðvarnar: Rússar voru komnir 50 km. inn í Aust- urríki og áttu skammt ófarið til Winer Neustadt. Þeir voru um 20 km. frá Bratislava. TÍMINN Þeir, sem fylgjast vilja með almennum málum verða að lesa Tímann. Áskriftarverð í Reykjavík og Hafnarfirði Ær 4 kr. á mánuði. i Áskriftarsími 2323. Greínargerð írá Félagi ísl. rithöíunda Hinn 22. marz 1945 var til fulls gengið frá stofnun Félags íslenzki-a rithöfunda, og voru stofnendur 18. Samþykkt voru á fundinum lög félagsins og kosin stjórn þess og endurskoð- endur reikninga. Stjórnina skipa: Formaður Guðmundur Gíslason Hagalín, ritari Slgurð- ur Helgasop, gjaldkeri Jakob Thorarensen og meðstjórnendur Kristmann Guðmundsson og Gunnar M. Magnúss. Endur- skoðendur dTu Elinborg Lárus- dóttir og Kjartan Gíslason. Samþykkt var að birta eftir- farandi tilkynningu í blöðum, sem út eru gefin í Reykjavík, á Akureyri og ísafirði: Þeir stofnendur Féla'/s ís- lenzkra rithöfunda, sem sögðu sig úr Rithöfundafélagi íslands á aðalfundi þess hinn 18. marz s. 1., vilja láta þess getið, sem hér greinir: Undanfarið hafa risið all- miklar deilur í Rithöfundafélagi íslands. Deilt hefir verið um starfshætti, aðstöðu einstakra mánna og úthlutun rithöfunda- styrkja, — rétt og sjónarmið. í deilum þessum hefir gengið á ýmsu og margt verið með þeim hætti, að það hefir ekki aðeins verið okkur ógeðfellt, heldur einnig svo mengað einsýni og hlutdrægni, að við höfum talið okkur skylt að rísa til andstöðu, bar eð við teljum ekki íslenzkum rithöfundum annað sæma í fé- lagsmálum sínum en óhlut- dræga og frjálslega starfsemi, án tillits til stjórnmálaafstöðu eða stefnu í bókmenntum. Fyrir^síðasta aðalfund Rithöf- undafélags íslands bárust því allmargar (11) umsóknir um félagsréttindi. Flestar voru þess- ar umsóknir frá mönnum, sem hafa mjog vafasaman rétt til að gerast félagar og leggja alls ekki stund á þau ritstörf, sem ætlast er til að launuð séu af fjárveitingu. Alþingis til skálda og rithöfunda. Hins vegar mundu þessir nýliðar hafa hlotið úrslitavald um val á mönnum í úthlutunarnefnd fé- lagsins, en meðan þa|S hefir veg Stúdentaráð (Framhald af 1. síðu) manna um stjórnarkosninguna. Fengu kommúnistar formanns- sætið, en Framsóknarmaðurinn, Jóhannes Elíasson stud. jur., gjaldkerasætið, en íhaldsmenn fengu ritarasætið. Fyrir nokkru síðan reis deila milli kommún- ista og jafnaðarmannsins, Jóns Emils, og lauk henni með því, að jafnaðarmaðurinn flutti van- trauststillögu á formanninn, sem íhaldsmenn studdu. Jó- hannes Elíasson sat hjá við at- kvæðagreiðsluna um vantraust- ið. í hinni nýju stjórn skipa íhaldsmenn formanns- og rit- arasætið, en Jóhannes Elíasson er gjaldkeri. Jóhannes tók ekki sæti í þessari stjórn, fyrr en í- haldsmenn höfðu lýst yfir, að þeir mynduðu ekki stjórn nema hann tæki þátt í henni með þeim, og hefði því getað komið til kosninga, sem eru óheppi- legar nú, þegar stúdentar eru í próflestri og skólatímanum er senn lokið. Sú furðulega staðhæfing hefir birzt í Þjóðviljanum, að Jó- hannes Elíasson hafi svikið stjórnarsamninginn frá síðastl. hausti með því að greiða ekki atkvæði gegn vantrauststillög- unni. Sá samningur var gerður af þremur aðilum, og þegar einn hafði skorizt úr leik, fulltrúi jafnaðarmanna, var hann ' vit- anlega úr sögunni, enda ekki lengur meirihluti fyrir hendi. Eftir það var Jóhannes vitan- lega alveg óbundinn af þessum samningi. og vanda af úthlutun rithöf- undastyrkja, er eðlilegast, að þeir menn, sem styrkhæfir gætu talizt, ráði sem mestu um val nefndarinnar. Þá var það augljóst mál, að flestum þeirra, sem bárust fé- lagsréttindi, mundi vera ætlað að tryggja sigur þeirrar stefnu í starfsháttum félagsins, sem við teljum lítt samboðna íslenzkum rithöfundum. Smölun nýliðanna og einhliða kosning í félagsstjórn sýnir það glögglega, að þeir, sem höfðu valdið mestum erfiðleikum á starfsemi félagsins, héldu enn uppteknum hætti, og töldum við nú með öllu vonlaust, að stefna og starfshættir mættu breytast þannig, að við gætum við unað. Okkur virðist því, að sá einn kostur væri fyrir hendi að stofna nýtt félag, þar sem við gætum óháðir unnið að nauð- synjamálum íslenzkra rithöf- unda á þann hátt, sem , okkur þykir sæmandi þeim mönnum, sem eiga aðstöðu sína til starfa og árangurs fyrst crg fremst undir því, að fullt frelsi sé ríkj- andi um starfsaðferðir, viðhorf og viðfangsefni. Stjórn F. í. R. Málverkasýning Ásgeir Bjarnþórsson heflr haft málverkasýningu í Sýninga- skálanum undanfarna daga. Sýnir hann þar 42 myndir. Mest eru það landlagsmyndir frá fögrúm stöðum, einkum úr mynni Norðurárdals í Borgarf. Einnig eru fáeinar mannamynd- ir. Virðist'Ásgeir takast þar bezt og eru a. m. k. sumar manna- myndirnar prýðilegar. Landlags- myndirnar bera yfirleitt vott um fimar hendur og vandvirkni, en ýmislegt má finna að þeim eins og flestum mannaverkum. Eink- um finnst þeim, er þessar línur ritar leiðinlegur himinn flestra landlagsmyndanna, er spilli þeim stórum, a. m. k. við .fyrstu sýn. Ásgeir málar talsvert ólíkt flestum öðrum málurum, og það borgar sig að sjá sýningu hans. Henni verður lokað í kvöld og er því síðasta tækifæri að sjá hana í dag. G. Merltilegar upplýs- ingar í Skutli (Framhald af 1. síðu) sem gerzt hefir, og að öll gögn, stór og smá, verði lögð á borðið. Það má ekki aftra birtingu þess- ara gagna, þótt það kunni að koma illa kommúnistum og ein- stökum mönnum í hinum stjórn- arflokkunum, er kunna að hafa villst til fylgis við stefnu þeirrá" Réttur þjóðarinnar er æðri en réttur þessara manna til að fá hilmað yfir misgerðir sínar. Sú krafa er áreiðanlega studd af öllum þorra almennings, að stjórnin dragi það ekki lengur að gera öll gögn í þessu máli heyrumkunn. Dómar (Framhald af 1. síðu) eins árs fangelsi fyrir skjalafals og fyrir að svíkja fé út úr manni. Haraldur Þorsteinsson, Berg- þórugötu 41 og Halldór Randver Þorsteinsson, Laugavegi 147, voru meðsekir Stefáni og dæmdir í fjögurra mánaða fang- elsi hvor. Allir missa þeir kosn- ingarétt og kjörgengi. Þá hefir Björn Arnórsson, skála nr. 12 við Þóroddsstaði, verið dæmdur í 6 mánaða fang- G A M L A BÍÓ LEIKARALfF (For Me And My Gál ' Amerísk söngvámynd. Judy Garland, / Gene Kelly, . George Murphy, Martha Eggerth. i \ Sýnd kl. 5, 7 og 9. \ BFRN SKLRREK OG ÆSKUÞREK, e hin vinsæla ævisaga Wiiiston Churchills forsætisráðherra Breta, hefir nú verið send til flestra bóksala á landinu. Aðeins fá eintök eru til. N Ý J A B í Ó ♦ „MAIVIVI ÉG IM- AÐ HEF EIIVLM44 (Hers To Hold) Söngvamynd með Deanna Durbin, Joseph Cotten. Sýnd kl. 5, 7 og 9. T J A R N A B B Í Ó *?• HETTA ER HERIIVIV (This Is the Army) Stórmynd í eðlilegum litum * Sýnd kl. 4, 6,30 og 9. a *>. LEIKFELAG REYKJAVIKUR Kaupmaðurínn í F eneyjum Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare. Sýuing í kvölcl kl. 8. Aðgöngumiðar seldir i dag frá kl. 2 Aðgangur bannaður fyrir börn. B Æ N U M Ú R Skemmtisamkoma. Óvíst var, hvort hús fengist fyrir fleiri skemmtanir Framsóknarfélag- anna í Reykjavík í vetur. En nú hefir ræzt þannig úr, að Sýningaskálinn fæst föstudagskvöldið 13. þ. m., vegna þess að dönsk myndasýning, sem vera átti þar næstu viku fellur niður. Það verður því skemmtun Framsóknar- mannaf* þar eftir viku hér frá, og byrjar hún eins og venjulega með Framsóknarvist. Aðsókn hefir undan- farið verið svo mikil á Framsóknar- skemmtanir, að fjöldi manns hefir orðið frá að hverfa. Framsóknarfólk er því minnt á að draga ekki fram á síðustu stund að panta sér aðgöngu- miða. 4. tónleikar Tónlistarfélagsins verða haldnir um næstu helgi ai) Strengjakvartett félagsins, en í hon- um eru þeir: Björn Ólafsson, Þorvald- ur Steingrímsson, Sveinn Ólafsson og Hanz Edelstein. Viðfangsefnin verða eftir Haydn, Shostokovitsch og Beethoven. Tónleikarnir verða í Tripólí leik- húsinu kl. 8,30’ s. d. á laugardag, á sunnudaginn kl. 3,30 s. d. 25 ára starfsafmæli. Hinn 1. apríl sl. átti Óskar Bjart- marz, Bergstaðastræti 21, aldarfjórð- ungsafmæli sem starfsmaöur við Lög- gildingastofu mælitækja og vogará- halda. Hann er nú forstöðumaöur Löggiidingarstofunnar. Óskar er vin- sæll maður, samvizkusamur og yfir- elsi, sviptur kosningarétti, kjör- gengi og. bifreiðastjóraréttind- um ævilangt fyrir að gefa út ávísanir á banka, án þess, að innstæður væru fyrir hendi og auk þess stal hann 100 krónum úr skrifstofu og ók bifreið undir áhrifum áfengis. Björn hefir áður verið dæmdur fyrir auðg- unarbrot. Óskar Þorstein-n Bergþórsson, Steinholti við Laugarásveg, var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi og sviptur kosningarétti og kjör- gengi fyrir frakkastuld. Hann hefir áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot. lætislaus. Hann er stjórnarmeðlimur í Breiðfirðingafélaginu. Þjóðhátíðarmerki lýðveldishátíðarinnar er nú aftur fáanlegt. Merkið verður selt í póst- húsinu í Reykjavík og á götum bæj- arins. Fólk utan Reykjavíkur, sem vill fá merkið, getur pantað það hjá Guð- laugi Rósinkranz, Ásvallagötu 58 Rvk, og verður það þá sent þeim í póst- kröfu. Þeir, sem áður hafa pantað merkið, eru beðnir að endurnýja pant- anir sínar. Passíusálmarnir. Tónlistarfélagið hefir nýlega gefið út vandaða ljósprentaða jitgáfu af Passíusálmunum eftir útgáfu Jónasar Jónssonar 1907. Bókin er með fjórum röddum fyrir orgel og harmonium og fylgir henni formáli eftir Jónas Jóns- son og eftirmáli er einnig um upp- runa lagboðanna. „Western Approaches“, kvikmynd af baráttu sjómanna á Atlantshafi var sýnd i Tjarnarbíó ný- lega og buðu sendiherra Breta og frú hans gestum að horfa á hana. Meðal gestanna voru forseti íslands, biskup- inn og .ríkisstjórnin. Myndin er tek- in af brezka kvikmyndafélaginu Crown film með aðstoð brezka flotans. -Mynd þessi mun verða sýnd bráðlega fyrir almenning. Aðalfundur Þingstúku Reykjavíkur var nýlega haldinn í Góðtemplara- húsinu. Þar voru lagðir fram reikn- ingar Þirigstúkunnar og landnámsins að Jaðri og kosin framkvæmdanefnd Þingstúkunnar, sem öll var endurkos- in að undanskildum (jinum manni, er ekki gaf kost á sér. Var Guðjón Ein- arsson kosinn í hans stað. Þingtempl- ar var kosinn Þorsteinn J. Sigurðsson og er það í þriðja sinn, sem hann er kosinn. Fundinn sátu rúmlega 100 full- trúar frá 11 undirstúkum og fimm barnastúkum. Aðalfundur félags ísl. leikara var haldinn nýlega. Á fundinum var gengið frá skipulagsskrá utanfarar- sjóðs þess, er stofnaður var 1942. í stjórn voru kosnir skipa: Þorsteinn Ö. Stephensen, form., Jón Aðils ritari og Arndis Björnsdótt- ir gjaldkeri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.