Tíminn - 04.05.1945, Page 3

Tíminn - 04.05.1945, Page 3
33. blað TÍMCVIV, föstudaglmi 4. maí 194S 3 Hermann Jónassons / / Attu Islendingar að fara í stríð? I. Ríkisstjórnin hefir nú birt skýrslu um stríðsyfirlýsingar- málið. Með því er þeirri leynd- ardómshulu, sem hvílt hefir allt of lengi yfir málinu, svift af að nokkru leyti. Rétt áður en fundum Alþingis var frestað, hafði stjórnarand- staðan á orði að bera fram til- lögu um það á Alþingi, að mál- inu skyldi ekki halda leyndu fyrir þjóðinni, heldur gefin um það opinber skýrsla. Þetta mun hafa leitt til þess, að ríkis- stjórnin bar sjálf fram tillögu á lokuðum fundi Alþingis, þar sem henni var heimilað að birta skýrslu um stríðsyfirlýsingar- málið. Við Framsóknarmenn bárum fram þá breytingartil- lögu, að í stað þess að heimila ríkisstjórninni að birta skýrslu um málið, skyldi lagt fyrir ríkis- stjórnina að gera það. Þessi breytingartillaga var felld með þeim afleiðingum, að þessu máli hefir verið haldið leyndu fyrir þjóðinni miklu lengur en sæmi- legt getur talizt. II. í tillögu þeirri, sem samþykkt var á Alþingi, var gert ráð fyrir, að ríkisstjórnin birti skýrslu um þetta mál í samráði við ut- anríkismálanefnd. Það mun hafa verið til þess að uppfylla þau skilyrði, að ríkisstjórnin kallað^ saman fund í nefnd- inni daginn áður en sjiýrslan var birt og las hana þar upp. Ég gerði þá þegar þrjár athuga- semdir við skýrslu þessa. í fyrsta lagi, að tillagan, sem for- sætisráðherra bar fram á lok- uðum þingfundi 27. febrúar, var ekki eins og hún er birt í skýrslunni. í niðurlagi tillög- unnar er orðalagið nokkuð öðru- vísi en það var í upphafi, en skiptir ekki svo verulegu máli, að það verði gert hér að sér- stöku umtalsefni. í annan stað benti ég á það alveg sérstaklega, að ég teldi það mjög villandi, sem sagt var í skýrslunni, að fregnir hefðu borizt „frá Washington, að eigi þyrfti að segja neinum stríð á hendur og eigi yfirlýsa stríðsá- standi, heldur nægði að viður- kenna, að hér hefði ríkt ófrið- arástand síðan 11. desember 1941, og undirrita téða sátt- mála“. En a^hugasemdir mínir um þetta atriði fengu ekki und- irtektir í nefndinni. Kem ég síðar að þessu atriði skýrsl- unnar, s\m ég tel vera til ákaf- lega leiðinlegra lýta á skýrslu, er frá ríkisstjórn kemur. Um þriðja atriðið, sem ég gerði athugasemdir við, sé ég ekki á- stæðu til að ræða, að svo komnu. III. Áður en ég tek til athugunar þessa skýrslu ríkisstjórnarinn- ar, vil ég skýra í örfáum drátt- um frá gangi þessa máls. Þegar íslenzku ríkisstjórninni barst tilkynning um það frá sendiráði Breta, að við íslend- ingar yrðum að segja Þjóðverj- um eða Japönum stríð á hend- ur fyrir 1. marz 1945, til þess að fá að mæta á ráðstefnunni í San Francisco, var málið rætt nokk- uð í utanríkismálanefnd. í viku- tíma þar á eftir gerði ríkis- stjórnin ýtarlegar tilraunir fyrir milligöngu fulltrúa íslands til að fá undanþágu frá þessu á- kvæði og sannfæra hlutaðeig- andi þjóðir um það, að ísland hefði sérstöðu í þessum málum. Munu í þeim málaleitunum hafa verið féerðar fram margar af þeim meginröksemdum, sem síðan hafa komið fram opinber- lega til stuðnings því, að íslend- ingar séu fyllilega samstarfs- hæfir, þótt þeir gerist ekki styrj- aldaraðili. • En þessar málaleit- anir ríkisstjórnarinnar báru engan árangur. Kom þá málið að nýju fyrir utanríkismála- nefnd og síðan fyrir lokaðan fund á Alþingi. Var þá reynt að ná samkomulagi- allra flokka um það, hvernig það svar ætti að vera, sem ríkisstjórnin sendi við framangreindri málaleitun. Við Framsóknarmenn gerðum kröfu til þess, að í svarinu stæði fyrst og fremst, að íslendingar vildu ekki gerast stríðsaðilar. Kommúnistaflokkurinn vildi hins vegar ekki ganga inn á neitt svar, þar sem þetta atriði væn fram tekið. Er það einn ljósasti votturinn um það, hvað fyrir þeim vakti. Var þá alllengi jafnhliða hinum lokuðu fundum reynd miðlunarleið í málinu. Kommúnistar kváðust til sam- komulags vilja sættast á tillögu, sem þeir síðar báru fram á Al- þingi, en raunverulega vildu þeir ganga lengra í svörum sínum. Framsóknarmenn neituðu af- dráttarlaust að fallast á þessa tillögu kommúnista og slitnaði þá upp úr öllum samningatil- raunum milli flokkanna fjög- urra um málið. Ráðherrar Al- þýðuflokksins kváðust verða að bera það undir sína flokks- menn, hvort þeir féllust á að ganga að þessari tillögu kom- múnista. En þegar til fundar kom í Alþýðuflokknum, var það fellt með yfirgnæfandi atkvæða- mun að fallast á tillögu kom- múnistaflokksins. Þegar hér var komið, var því tillaga kommún- istaflokksins úr sögunni sem sameiginleg tillaga stjórnar- flokkanna, og niðurstaðan varð sú, að forsætisráðherra bar fram tillögu, sem hann varð að miða við afstöðu þeirra,. sem ekki vildu láta túlka íslendinga inn í styrjöldina. Sú tillaga fékk at- kvæði flestra þingmanna stjórn- arflokkanna, eftir að gerðar höfðu verið á niðurlagi hennar breytingar, sem talið var, að Al- þýðuflokkurinn hefði gert að skilyrði fyrir því, að hann greiddi henni atkvæði. Við Framsóknarmenn töldum þetta svar með öðrum hætti en vera bæri. Við töldum það rangt, eftir að beðið hafði verið um það í heila viku að fá að vera á ráðstefnunni og færðar fram ástæður fyrir því, hvers vegna við ættum að verða undanþágu aðnjótandi, að vera enn og aftur að þrábiðja um þetta sama — þrátt fyrir endurtekna neitun. Og í annan stað höfðum við ekki svo glæsilega reynslu um með- ferð stjórnarinnar á þessu máli, að við teldum okkur geta- greitt atkvæði með því að fela henni upp á eindæmi að fara með flutning málsins á lokastigi þess. Þess vegna bárum við fram til- lögu, sem afbökuð hefir verið í skýrslu stjórnarinnar, en var þannig eins og hún var fram bórin: „Sameinað alþingi ályktar að lýsa yfir því: að íslendingar gerast ekki stríðsaðili, að íslendingar hafa haft þannig samskipti við hinar sameinuðu þjóðir, að þeir telja sig mega vænta þess að geta átt samstarf með þeim um al- þjóðamál framvegis". IV. En það, sem ég ,tel lang-alvar- legast við skýrslu ríkisstjórnar- innar, er það, að í einum kafla hennar felst bein blekking; það er í þeim kafla skýrslunnar, þar sem sagt er, að þær fregnir hafi borizt „frá Washipgton, að eigi þyrfti að segja neinum stríð á hendur og eigi yfirlýsa stríðs ástandi, heldur nægði að viður kenna, að hér hefði ríkt ófriðar ástand síðan ll. desember 1941“. Það er vitað mál, að til voru, einnig utan kommúnistaflokks- ins, harðvítugir áróðursmenn fyrir því, að ísland færi í styrjöld, og var reynt að gylla þetta fyrir mönnum með ýms- um hætti. Þegar þessir menn höfðu fengið vitneskju um, að það væri í algerðu ósamræmi við siðferðismeðvitund íslendinga og drengskaparkennd að fara nú á allra síðustu stundu að segja Þýzkalandi stríð á hendur, eftir að fyfirsjáanlegt var, að það myndi verða sigrað á næstu vikum og án þess að stríðsyfir- lýsing frá okkur hefði nokkur minnstu áhrif á þá niðurstöðu, var byrjað á því að fitja upp á ýmsum meira lokkandi leiðum í stríðsyfjrlýsingarmálinu. í því sambandi „barst okkur frétt“ um það, ásamt ýmsu öðru góð- gæti, að nægilegt -væri, að við lýstum því yfir, að hér hefði ríkt ófriðarástand síðan 11. des. 1941. Af skýrslu stjórnarinnar virðist mega ráða, að þarna hafi verið um tilslökun að ræða. En vitanlega var slík yfirlýsing ekkert annað en styrjaldaryfir- lýsing*), og það til viðbótar, sem gerði okkur enn skoplega í nýju formi, að við ætluðum nú að fara að skrökva því upp okk- ur til ágætis, þegar Bandamenn voru að vinna sigur á möndul- veldunum, að við hefðum eig- inlega átt í ófriði, styrjöld eða stríði (sem vitanlega allt þýðir það sama, þó að reynt sé að blekkja með þvi að nota þessi orð á vixl) síðan 1941. Þetta var með öðrum orðum að láta stríðs- yfirlýsinguna verka aftur fyrir sig! En við þetta var meðal ann- ars það að athuga, að íslenzkir ríkisborgarar hafa dvalið, ekki aðeins í þeim löndum, sem Þjóð- verjar hafa hernumið, án þess að litið væri á þá sem hernað- arlega njósnara, heldur einnig í Þýzkalandi, í þýzkum skólum o. s. frv. Yfirlýsing stríðsástands hlaut meðal annars að hafa handtöku þeirra í för með sér. Mér er líka óhætt að fujlyrða, að flestir þingmenn litu á þessa túlkun sem illa gerðan áróður fyrir því að koma okkur í styrj- öld, og gerðu vitanlega á því engan mun frekar en aðrir skyni bornir menn, hvort stríðs- yfirlýsing okkar væri .gefin í þessu formi eða öðru, enda þótt flestir muni vera þeirrar skoð- unar við íhugun, að þetta sé raunverulega hlægilegasta formið, sem hægt var að velja stríðsyfirlýsingu af okkar hálfu. í umræðum um þessi mál á al- þingi- og í utanríkismálanefnd var því og fljótt slegið föstu, að millileið væri ekki til. íslend- ingar yrðu annaðhvort að gerast stríðsaðili eða ekki. Það þarf ekki að skýra það fyrir almenningi, frá hverjum í ríkisstjórninni þetta atriði úr skýrslunni er runnið. V. Mál þetta liggur nú nokkurn veginn ljóst fyrir þjóðinni. Þeir, sem vildu gera okkur að styrj- aldaraðila, skilja það, að þjóð- in er því mótfallin. Þeir skilja það alveg rétt, að íslendingar vilja undir engum kringumstæð- um segja öðrum þjóðum stríð á hendur af ástæðum, sem marg- sinnis hafa verið raktar og þjóð- in öll hefir gert sér ljósar, án þess henni hafi verið á það bent. Ég efast um, að nokkurt mál hafi legið ljósar fyrir í meðvitund fólksins sjálfs en einmitt þetta mál. Þess vegna eru allar þessar krókaleiðir. Þess vegna er ekki gengið beint til verks, heldur reynt að fá sam- þykkt, að við segjum Banda- mönnum ekki beinum orðum, að við viljum gerast stríðsaðili, heldur sendum alls konar mála- lengingar og síðan sé bætt við, að óskað sé eftir að þetta svar sé „metið til jafns við beinar stríðsyfirlýsingar annarra þjða“. Skýrara þarf ekki að tala. Þeir, sem ekki skilja þetta, þeir skilja ekki neitt. En sem betur fór var hægt að koma í veg fyr- ir það á Alþingi, að samkomu- lag yrði um að senda slíkt svar. VI. Við íslendingar höfum sýnt það, að við viljum taka þátt í alþjóðasamstarfi, og við höfum ekki hikað við að leggja fram þann kostnað, sem hingað til hefir verið krafizt af okkur til þess að byggja upp slíkt sam- starf. Við höfum fram til þessa tekið þátt í nokkrum ráðstefn- um hinna sameinuðu þjóða, og okkur kom það algerlega á óvart, þegar slík skilyrði voru sett á ráðstefnunni í Suður-Rússlandi. Eitt atriði í skýrslu ríkis- stjórnarinnar hlýtur að vekja óskipta athygli — og ánægju íslendinga. Sendiherra Breta tekur það fram, þegar hann flytur þessi skilaboð, að fyrir sig hafi verið lagt að forðast að hafa nokkur áhrif á afstöðu íslendinga í þessu máli, og sama orðsending kemur einnig frá stjórn Bandaríkjanna. Við höfum því fyllstu ástæðu til þess að ætla, að þessar þjóðir, sem við höfum haft nánust sam- skipti við í þessari styrjöld og óskum eftir að eiga nánust samskipti við framvegis, skilji fyllilega afstöðu okkar. Hinn sögulegi hlátur brezkra þing- manna, þegar Churchill skýrði þingheimi frá stríðsyfirlýsing- unum, sem rigndi yfir veröld- ina daginn fyrir 1. marz, virð- ist óneitanlega staðfesting þess, að brezkur hugsunarháttur og hugsunarháttur íslendinga séu ekki ólíkir að þessu leyti. VII. Við íslendingar höfum og sýnt það og sannað með fram- komu okkar í þessari styrjöld, hvar við höfum staðið og stönd- um. Saga þess hefir þegar verið skráð að nokkru og verður síðar skráð á meira áberandi hátt, þegar hin íslenzka smáþjóð nokkru fyrir styrjöldina neitaði Þjóðverjum um aðstöðu til flug- valla og flughafna á íslandi. Við vorum þá verzlunarlega háðari Þjóðverjum en flestar aðrar þjóðir. Það var ekki sparað að gefa okkur í skyn, hvaða afleið- ingar það hefði fyrir okkur, ef við neituðum þessum óskum Þjóðverja. Þrátt fyrir það var þeim hiklaust neitað. Hvaða af- leiðingar það hefði haft fyrir þessa styrjöld, ef Þjóðverjar hefðu verið hér fyrir með flug- velli og flughafnir, verður senni- lega aldrei vitað. Þegar Englendingar komu hingað, var okkur ríkast í huga að vernda hlutleysi okkar. En þó var hinum ensku hermönn- um hér hlýlega tekið, og það mun vera dæmafátt, ef ekki dæmalaust, að tæplega skuli hafa verið skemmdur fyrir her- liðinu svo mikið sem símaþráður um hin óbyggðu svæði íslands. Engin þjóð kemur þannig fram, nema tilfinningar henriar séu svo að segja á einn veg. Okkur var vorið 1941 skýrt af- Leonardo da Vinci *) Venjulegt orðalag striðsyfirlýs- ingar er, eins og mörgum mun kunn- ugt: Prá þess'ari stundu á (tilgreint) ríki í stríði við annað (tilgreint) ríki. Sbr. til dæmis striðsyfirlýsingu Breta 1939. Rétt fyrir jólin 1943 gaf bóka- útgáfan „Lelftur" út allstóra sögu, sem nefndist „Þú hefir sigrað, Galilei“, eftir rússneska stórskáldið Mereskowski, sem uppi var á síðari hluta nítjándu aldarinriar. Var þar lýst átökum þeim, sem urðu, er fornum og nýjum menningarstraumum laust saman á dögum Júlíanus- ar keisara og frumkristnin vann sigur á eldri átrúnaði og lifs- viðhorfum og tók við leifunum af andlegum erfðum Rómaríkis- ins, til viðhalds og ávöxtunar, eftir að innviðir hins mikla heimsveldis voru sundur étnir af fúa og byggingin hrunin. Bókin var þýdd af Björgúlfi lækni Ólafssyni og vakti mikla athygli hér. Nú hefir Leiftur gefið út aðra bók eftir Mereskowskl, „Leo- nardo da Vinci“, einnig þýdda af Björgúlfi lækni. Eins og nafnið bendir til, er dráttarlaust frá því, þegar ósk- að var eftir að við gerðum her- verndarsamning við Bandarík- in, hve miklu það skipti fyrir Bandamenn og hve illa stæði þá með flutninga sjóleiðis frá hin- um nýja heimi til Evrópu. Við vissum mæta vel, hve stórkost- lega áhættu við gengum út í. Við munum eftir kortunum, sem gerð voru af vegum og flótta- leiðum frá Reykjavík, ef til loft- árása kæmi, sem flestir töldu líklegt. Og þó að við höfum þurft á siglingum að halda til þess að selja afurðir okkar og flytja hingað lifsnauðsynjar, þá er það fullvíst, að þeim var ekki hægt að halda uppi með þeim fórnum, sem það hlaut að kosta þessa þjóð, nema þjóðin og sjómenn- irnir, sem tóku þátt í þessum hættulega atvinnurekstri, væru innilega vinveitt þeim málstað, sem Bandamenn berjast fyrir. Við höfum því ekkert að dylja í þessu máli. Við höfum hrein- an skjöjjd. Þeir, sem hér hafa farið með völd, hafa yfirleitt gert sér ljóst, að ísland hefir (Framhald á 5. síSu) þetta saga þessa andlega stór- höfðingja, en þó fjarri því að vera ævisaga í venjulegu formi. Jafnframt þvl, sem bókin lýsir Leonardo da Vinci, er hún að verulegu leyti menningarsaga þess tíma, er hann var uppi. Leonardo da Vinci var, eins og flestir munu kannast við, einn hinn mestí listamaður, ítalskur að uppruna, líkt og margir hinna mestu myndsnillinga heimsins, fæddur í grennd við Flórens á miðri fimmtándu öld. Meðal verka hans er málverkið fræga, „Mona Lisa“, sem svo oft er vitnað til og jafnvel talið fræg- ast allra málverka, er gerð hafa verið í heiminum fram á þenn- an dag. Mörg önnur heimsfræg listaverk eru til eftir þennan af- burða snilling. Eru myndir af fáeinum verkum hans í bókinni. En Leonardo da Vinci var ekki við eina fjöl felldur. Hann var það, sem fáum auðnast — af- burðamaður á mörgum sviðum. Hann var hugvitsmaður hinn mesti, uppgötvaði nýjar vélar og starfsaðferðir, stýrði ýmsum stórframkvæmdum sinnar tíðar og víðkunnur byggingameistari. Jafnframt fékkst hann við rannsóknir á ýmsum vanda- sömum og flóknum fræði- og’ vísindagreinum. Loks var hann mikilvirkur rlthöfundur. Hann lézt i Frakklandi árið 1519. Frá þessum svipmikla og ó- venjulejra manni og þeim margvíslegu straumum, sem um hann flóðu, segir I bók Meres- kowskis. Sviðið, hinar myrku miðaldir, er ekki síður mikil- fenglegt eri söguhetjan. Heim- urinn er að sækja í sig veðrið undir fæðingarhríðir nýs og betra iífs. Það er ekki heldur neinn meðalmaður, sem fjallar um viðfangsefnið, enda mundi það ekki heiglum hent. Þýðing Björgúlfs Ólafssonar er vel gerð, svo sem af honum mátti vænta, og öll er útgáfan aðstandendum hennar til sóma. Bókin er 350 blaðsíður að stærð í stóru broti, kostar 43 krónur óbundin, en 55 krónur í shirtingsbandi. Ásmuiidur Helg'asou: Fatnaður iyrr á tímum Ásmundur Helgason frá Bjargi við Reyðarfjörð hefir skráð margvíslegan fróðleik af Austurlandi, bæði frá göml- um og nýjum tíma. Hafa ýmsar greinar hans birzt í Tím- anum á undanförnum árum. Að þessu sinni lýsir Ásmundur klæðaburði karla og kvenna, hversdagslega og á hátíðisdögum, eins og hann tíðkaðist austan lands á æskuárum hans. Hefir þar mikil breyting á orðið á skömmum tíma, líkt og á mörgum fleiri sviðum í lífi þjóðarinnar. Á uppvaxtarárum mínum austan lands var klæðnaður fólks ólíkur því, sem nú er. Þar, sem ég þekkti til, var daglegur klæðnaður karlmanna við vinnu almennastur þessi: Næst sér voru menn í ullar- fötum. Þau þóttu bezt úr fínu og þunnu vaðmáli, sem slegið hafði verið í vefstólnum með 80—90 tanna skeið, eins og það var nefnt þá. Líka áttu sumir handprjónaðar nærbuxur. Milliskyrtur voru úr ein- skeptuvoð, ýmislega litar. Voru litarþræðir þeir, sem hafa átti I voðina, lagaðar til í kambin- um, eftir því sem bezt þótti við eiga, að munstrið væri á vefn- aðinum. Tvistur var hafður að uppistöðu í þær voðir, væri hann fáanlegur. Þá var fótabúnaðurinn: UU- arsokkar, sem oftast voru með „sauðarlitnum“ og náðu í sokka- band, og skór úr skinni af ís- lenzkum húsdýrum eða hákarls- skráp með prjónaleppa eða stangspjarir innan í. Á vetrum, jafnt í kulda og bleytutíð,. voru menn í leistum utan yfir, sem náðu í kálfasporð. Til öryggls að menn blotnuðu ekki í fætur voru þeir í skinn- leistum, sem náðu í mjóalegg eða þeir vöfðu fæturna með roð- um af skötubörðum, sem náðu þó aldrei hærra en upp 1 ökla. Var aðdáunarvert að sjá, hvað sumir voru lagnir að vefja roð- unum svo vel um fætur sér, að þeir gátu vaðíð í vatni eða krapa eins hátt sem roðin náðu, án þess að blotna. Buxur voru oftást úr voð, sem unnin hafði verið þannig, að mislit ull var samkembd, spunnin og svo ofin með 60 tanna skeið. Ef liturinn líkaði ekki, var voðin annað tveggja lituð úr hellu eða sortulyngi. Hvorttveggja gerði vel dökkt. Að því búnu var fatið skapað. Líka áttu sumir buxur úr út- Ásmundur Helgason lendu efni, helzt „boldangi“, sem var þunnur seglstrigi, en vel þéttur. (jakki (bura) og boðungar á vesti voru oft úr sama efni og buxurnar. Þeir, sem gátu, fengu sér léttara efni í treyju til þess að vinna í að sumrinu og höfðu þetta fyrir hlífðarföt á vetrum. Annars var það alsiða, að menn störfuðu við verk sín snöggklæddir, þegar veður voru góð, það er á milliskyrtunum og í vesti. Til skjóls og hlífðar í vetrar- veðrum, áttu þeir.sem gátu veitt sér það, utanyfirfat úr þykku vaðmáli, sem bæði hélt vatni og vindi, en var þó ófóðrað. Var það látið ná niður á hné. Flík þessi var nefnd hempa. Munu flest föt af þeirri tegund hafa náð fullorðins aldri, því að ekki

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.